Fćrsluflokkur: Spil og leikir
8.6.2014 | 08:07
Fjórir íslenskir skákmenn ađ tafli í Sardinia

Fjórir íslenskir skákmenn sitja ađ tafli á alţjóđlegu skákmóti í Portu Mannu á ítölsku eyjunni Sardinia. Ţar fer frestur í flokki stórmeistarinn og landsliđsmađurinn Ţröstur Ţórhallsson (2425) en auk hans taka Stefán Bergsson (2077), Gunnar Björnsson (2063) og Heimir Páll Ragnarsson (1423) ţátt.
Ţröstur og Stefán unnu í gćr, Heimir gerđi jafnefli en Gunnar tapađi. Í dag teflir Ţröstur viđ kínverska stórmeistarann Ni Hua (2653), sem er stigahćstur keppenda, og geta áhugasamir fylgst međ henni í ţráđbeinni kl. 13 í dag.
113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 13)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2014 | 07:57
Caruana eftur á No Logo Norway Chess
Caruana er efstur á No Logo Norway Chess ađ lokinni fjórđu umferđ mótsins sem fór í gćr. Hann gerđi jafntefli viđ Giri. Öllum skákunum lauk annars međ jafntefli nema ađ Karjakin vann Grischuk. Caruana hefur 3 vinninga og Kramnik er annar međ 2,5 vinning. Carlsen gerđi jafntefli viđ Topalov og Agdestein viđ Kramnik. Norđmennirnir hafa gert jafntefli í öllum sínum skákum.
Fimmta umferđ hefst kl. 13:30. Nigel Short og Dirk Jan Geuzendam međ skákskýringar.
8.6.2014 | 07:38
Dagur efstur á Meistaramóti Skákskólans
Dagur Ragnarsson er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands en í gćr voru tefldar fjórđa og fimmta umferđ. Birkir Karl Sigurđsson, Oliver Aron Jóhannesson og Bárđur Örn Birkisson koma nćstir međ 4 vinninga. Sjötta umferđ hefst kl. 10.
8.6.2014 | 07:00
Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík 20.-22. júní
Landsmót UMFÍ 50+ sem haldiđ verđur á Húsavík 20. - 22. júní. Til hliđarer veggspjald međ upptalningu á greinum sem keppt verđur í (má stćkka međ ţví ađ tvíklikka).
Keppt verđur međal annars í Skák. Dagskrá og frekari upplýsingar eru inn á www.umfi.is
Spil og leikir | Breytt 5.6.2014 kl. 08:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2014 | 09:36
Dagur og Birkir Karl efstir á Meistaramóti Skákskóla Íslands
Dagur Ragnarsson og Birkir Karl Sigurđsson eru efstir og jafnir eftir ţrjár umferđir á Meistaramóti Skákskóla Íslands. At-skákhluta mótsins lauk á föstudagskvöldiđ en ţá voru tefldar ţrjár umferđir međ tímamörkunum 25 10. Kappskákhlutinn hefst á laugardagsmorguninn kl. 10 en tímamörkin eru 90 30.
Í humátt á eftir Degi og Birki Karli koma Oliver Aron Jóhannesson og Símon Ţórhallsson međ 2˝ vinning.
Helgi Ólafsson hélt stutt ávarp viđ setningu mótsins ţar sem hann m.a. rćddi um gildi meistaramótsins. Ţađ hefđi fest sig í sessi. Ađ ţessu sinni vćru 22 ungir og efnilegir skákkrakkar skráđir til leiks, ađeins fćrri en á síđasta ári ţegar 30 tefldu um meistaratignina - en viđ Hvítasunnuhelgi og góđa veđurspá vćri ađ keppa ađ ţessu sinni og ţađ hefđi einhver áhrif. Helgi beindi orđum sínum til ţeirra yngstu ţegar hann sagđi ađ sigurvegarar fyrri ára hefđu einnig hafiđ ferilinn međ ţátttöku í ţessu móti og einnig ţeir hefđu ţurft ađ glíma viđ sér eldri og sterkari meistara. Mjór er mikils vísir og ţví til sönnunar sagđi Helgi frá ţví ađ nýbakađur Skákmeistari Íslands, Guđmundur Kjartansson, hefđi sigrađ á ţessu móti á sínu síđasta ári, eftir ţáttöku í mörgum áđur. Helgi rakti feril Guđmundar og sagđi hann lifandi sönnun ţess ađ eljusemi og ástundun borguđu sig. Helgi sagđi mótiđ ţví nćst sett og bađ Guđmund um ađ leika fyrsta leik í skák Bárđar Arnar Birkissonar og Dags Ragnarssonar.
Spil og leikir | Breytt 8.6.2014 kl. 06:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2014 | 07:00
Mjóddarmót Hugins fer fram 14. júní
Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Gámaţjónustan ehf en fyrir ţá tefldi Dađi Ómarsson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hugins Ţátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmót Hellis enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir Taflfélagiđ Hellir flutti í núverandi húsnćđi. Núna tekur Skákfélagiđ Huginn viđ mótinu eftir sameiningu félaganna Gođans-Máta og Hellis undir nafni Hugins.
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 15.000
- 2. 10.000
- 3. 5.000
Skráning:
- Heimasíđa Hugins
- Sími: 866 0116
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2014 | 16:56
Lokapistill frá No Logo Norway Chess - Caruana efstur
Caruana er efstur međ 2,5 vinning ađ lokinni ţriđju umferđ No Logo Norway Chess sem fram fór í gćr. Carlsen mátti teljast seigur ađ halda jafntefli gegn Ítalanum unga. Kramnik vann Giri, Kog Grischuk vann Aronian eftir ađ hafa yfirspilađ hann í byrjun skákarinnar. Glćsilegur 14. leikur hvíts gerđi út um skákina eins lesendur Fréttablađsins geta séđ í fyrramáliđ.
Agdestein var nćrri ţví ađ leggja Karjakin ađ velli en náđi ţví ekki. Karjakin hefur nú ekki unniđ skák í síđustu 18 kappskákum. Ađ lokum gerđu Topalov og Svidler tilţrifalítiđ jafntefli.
Caruana er efstur eins og áđur sagđi međ 2,5 vinning en Grischuk og Kramnik eru nćstir međ 2 vinninga. Carlsen, Aronian og Agdestein hafa svo 1,5 vinning. Frammistađa ţess síđastanefnda hefur vakiđ athygli og ljóst ađ Norđmenn eru til alls líklegir á nćsta ólympíuskákmóti međ ţá Carlsen, Agdestein og Hammer á 1.-3. borđi. Ég heyrđi ađ Nigel Short hćldi Agdestein sérstaklega í gćr.
Minn mađur á mótinu er Grischuk en ég hef hrifist af honum sem skákmanni og ekki síđur persónu. Gríđarlega skemmtilegur skákstíll og skemmtilegur karakter. Topalov er ţó sá ađili sem langmest minglar af keppendunum. Einnig hef ég gaman ađ Kramnik sem er bćđi léttur, brosmildur og kátur. Ţađ vakti ţađ athygli mína hversu vel fór á međ Rússunum ţremur (Karjakin ekki međtalinn - enda fćddur í Úkraínu) og Kasparov. Ţađ er greinilegt ađ andstćđa Rússa viđ Kasparov nćr ekki til ţeirra bestu skákmanna.
Í dag er svo frídagur en á morgun er svo teflt í Sandnesi. Mótiđ er alloft flutt til en eins og áđur sagđi er hér hópur af Dönum sem heldur alfariđ utan um beinar útsendingar. Ţessi hópur tekur saman töflin á hverjum mótsstađ og setur upp á nýjum. Ţetta er sami hópur og heldur utan um Politiken Cup og flest mót Kaupamannahafnar. Miklir fagmenn. Ţetta er mennirnir á bakviđ tjöldin í bókstaflegri merkingu en ađstćđa ţeirra er bakviđ tjaldiđ ţar sem útsendingunni er varpađ á.
Sem fyrr vil ég hćla Norđmönnunum fyrir afar gott mótshald. Mér skilst ađ mótiđ kosti um kosti um 120 milljónir króna. Ekki eru greiddar komuţóknanir en verulega há verđlaun er á mótinu (275.000).
Í fyrradag var svo endanlega ljóst ađ Ólympíuskákmótiđ verđur haldiđ í Tromsö ţegar stjórnvöld samţykktu framlag upp á 12 milljónir norska króna. Ţađ verđur án efa afar flott mót. Rétt er ţá ađ taka fram ađ mótshaldarar á Ólympíuskákmótinu og No Logo Norway Chess eru á engan hátt ţeir sömu en forseti norska skáksambandsins Jöran Aulin-Jansson er ţó reyndar í mótsnefndum beggja móta. Ađ öđru leyti er gerólíkur hópur sem stendur ađ mótinu
Verđlagiđ í Noregi er úti í hött en stór bjór (0,6 lítrar) kostađi um 1.900 kr. á flugvellinum ţar sem ég lagđi lokahöndina á lokapistilinn!
Sjálfur hef ég lokiđ störfum og er farinn frá Stafangri og leita nú nýrra ćvintýra. Ég er mótshöldurum mjög ţakklátur fyrir ađ hafa bođiđ mér ađ taka ţátt í ţessu verkefni og hlakka til ţess ađ koma til Tromsö í ágúst.
Gunnar Björnsson
6.6.2014 | 08:00
Meistaramót Skákskóla Íslands hefst í kvöld
Meistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2013/2014 hefst föstudaginn 6. júní. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.
Núverandi meistari Skákskóla Íslands er Nökkvi Sverrisson
Ţátttökuréttur:
Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.
Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.
Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:
Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.
Tímamörk: Atskákir: 25 10 ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik.
Kappskákir: 90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.
Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - swiss perfect.
Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga. Fjórar síđustu umferđirnar eru reiknađar til íslenskra- og alţjóđlegra stiga. At-skákirnar eru ekki reiknađar til stiga.
Verđlaun:
A:
1. verđlaun:
Meistaratitill Skákskóla Íslands 2012/2013 og farandbikar. Einnig flugfar međ Icelandair á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.
2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Icelandair á Evrópuleiđ.
3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.
Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.
1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.
Verđlaun fyrir krakka 8 ára og yngri
1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.
* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara.
* Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánuđa frá lokum mótsins.
B:
Dagskrá:
1. umferđ: Föstudagurinn 6. júní kl. 18
2. umferđ: Föstudagurinn 6. júní kl. 19
3. umferđ. Föstudagurinn 6. júní kl. 20.
4. umferđ: Laugardagurinn 7. júní kl. 10-14
5. umferđ: Laugardagurinn 7. júní kl. 15 - 19
6. umferđ: Sunnudagurinn 8. júní kl. 10.-14.
7. umferđ: Sunnudagurinn 8. júní kl. 15-19.
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.
Athugiđ ađ hver keppandi getur tekiđ ˝ vinnings yfirsetu í 1.-6. umferđ. Tilkynna skal fyrir mótiđ hvenćr óskađ er yfirsetu.Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 56 89141 á netfangiđ siks@simnet.is eđa helol@simnet.is .
Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.
Spil og leikir | Breytt 5.6.2014 kl. 08:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2014 | 07:00
Fjöltefli viđ útitafliđ ţann 17. júní
Eins og síđustu ár stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir fjöltefli á 17. júní viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Ađ ţessu sinni verđa ţađ landsliđsmennirnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson sem tefla viđ gesti, en Guđmundur er nýkrýndur Íslandsmeistari eins og alkunna er.
Hefja ţeir félagar tafliđ um 14:00 og stendur ţađ til 16:00. Engin skráning, bara mćta.
Spil og leikir | Breytt 5.6.2014 kl. 08:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2014 | 10:33
Caruana međ fullt hús á No Logo Norway Chess
Ítalinn ungi Fabiano Caruana er efstur međ fullt hús ađ loknum tveimur umferđum á No Logo Norway Chess-mótinu sem er í fullum gangi í Stafangri. Í gćr vann hann Peter Svidler í hörkuskák ţar sem hann fórnađi manni fyrir óljósar bćtur. Gríđarlega vel undirbúinn hann Carauna og frábćr skákmađur. Hann er kominn í 2800 skákstig á "Live Ratings".
Aronian vann Karjakin og ţar međ var settur endi á jafnteflisseríu Karjakin sem hafđi gert 17 jafntefli í röđ! Aronian var kampakátur í gćr en hann sagđist vera ađ hefna fremur nýlegra ófara. Karjakin hefur ekki ađstođarmann eins og svo margir - en er međ eiginkonu međ í för.
Grischuk vann svo Topalov í gríđarlegri skemmtilegri skák. Ég hef gaman af Topalov. Hann er afskaplega afslappađur. Í gćrkveldi sat hann úti međ okkur nokkrum og drakk Mojito! Ég sagđi honum frá ţví ađ viđ hefđum mćst á Eddu-móti Hróksins 2003 og ţá kom í ljós ađ hann mundi vel eftir ţví sem og einnig byrjun skákarinnar!
Agdestein byrjar vel og gerđi jafntefli viđ Giri í gćr. Ţeir brutu 40 leikja regluna. Virđist hafa gleymt henni. Ekki varđ ţeim gerđ refsing en lokastađan var steindautt jafntefli međ mislitum biskupum.
Carlsen virkilega reyndi ađ vinna Kramnik sem svörtu en Rússinn var vandanum vaxinn. Eftir skákina spjölluđu ţeir lengi vel um hana í skáksalnum á međan nánast allir norskir fjölmiđlar biđu eftir ţeim frammi! Fjölmiđlafulltrúinn var ađ fara á taugum!
Ţađ er gaman ađ fylgjast međ ţessum köppum. Haldi menn ađ ţeir séu fastir međ borđiđ sitt alla skákina er ţađ mikill misskilningur. Ţeir eru mikiđ á ferđinni og skođa gjarnan skákir annarra. Sérstaklega sitja Kramnik og Svidler lítiđ viđ borđiđ - standa nánast upp eftir hvern leik. Keppendur hafa ađgang ađ hvíldarherbergi ţar sem ţeir geta reyndar séđ skákirnar á tölvuskjá. Eru töluvert ţar.Ţađ er algeng sjón ađ sjá ađeins 5-6 skákmenn af 10 sitja viđ borđiđ.
Giri er ákaflega líflegur og međ skemmtilegan kćk. Hann rúllar peđi í hringi í sífellu. Ég tek líka eftir ţví ađ ţetta fer ekki í taugarnar á andstćđingum hans. Ég held ađ skákmenn á ţessu leveli láti einfaldlega ekki slíkt fara í taugarnar á sér.
Eins og ég sagđi í gćr er skipulagning góđ. Mótshaldarar hafa greinilega samiđ viđ Mini en hér eru allir keyrđir fram og aftur á Mini-bílum merktum mótinu en skákstađurinn er í um 15-20 akstursfćri frá hótelinu sem viđ búum á.
Ţriđja umferđ, síđasta umferđin sem ég tek ţátt í, hefst kl. 13:30. Skora á menn ađ fylgjast međ á heimasíđu mótsins. Hér er teflt ađ krafti! Ađalskák umferđarinnar er ađ sjálfsögđu skák Carlsen og Caruana.
Gunnar BjörnssonMyndaalbúm (GB)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8779207
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar