Fćrsluflokkur: Spil og leikir
22.6.2014 | 13:30
Afar góđ frammistađa Lenku í Teplice
Lenka Ptácníková (2264) stóđ sig afar vel á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi sem lauk í dag. Lenka tapađi reyndar tveimur síđustu skákunum - í lokaumferđinni fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni (2540) í uppgjöri fyrsta borđs manna Íslands. Lenka hlaut 5,5 vinning, endađi í 25.-47. sćti (25. sćti á stigum) og hlaut önnur verđlaun í kvennaflokki.
Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 6,5 vinning og endađi í 6.-14. sćti (13. sćti á stigum). Guđlaug Ţorsteinsdóttir hlaut 4,5 vinning og endađi í 64.-90. sćti (88. sćti á stigum).
Frammistađa Lenku samsvarađi 2455 skákstigum og hćkkar hún um heil 35 skákstig fyrir frammistöđu sína! Hún er ţví aftur komin yfir 2300 skákstigin. Litlar stigabreytingar eru hjá Hannesi (-2) og Guđlaugu (+1).
Alls tóku 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af voru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes var nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka var nr. 39.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 14)
22.6.2014 | 09:39
Ný íslensk skákstig
Ný íslensk skákstig er komin út og tóku gildi 1. júní sl. Íslandsmótiđ í skák er ekki reiknađ međ ţar sem ţví móti lauk ţann 1. júní. Jóhann Hjartarson er sem fyrr stigahćsti íslenski skákmađurinn. Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson er stigahćstur 10 nýliđa. Gauti Páll Jónsson hćkkar mest frá mars-listanum.
Topp 20
Jóhann Hjartarson (2603) er stigahćstur. Jafnir í 2.-3. sćti eru Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson (2589).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Club |
1 | Jóhann Hjartarson | 2603 | -13 | - | TB |
2 | Hannes H Stefánsson | 2589 | -6 | - | TR |
3 | Margeir Pétursson | 2589 | 0 | - | TR |
4 | Helgi Ólafsson | 2548 | 9 | - | TV |
5 | Héđinn Steingrímsson | 2545 | 0 | - | Fjölnir |
6 | Hjörvar Grétarsson | 2535 | 58 | - | Víkingaklúbburinn |
7 | Jón Loftur Árnason | 2514 | 1 | - | TB |
8 | Henrik Danielsen | 2503 | -6 | - | TV |
9 | Helgi Áss Grétarsson | 2498 | 6 | - | Huginn |
10 | Stefán Kristjánsson | 2480 | -15 | - | Huginn |
11 | Friđrik Ólafsson | 2459 | -15 | SEN | TR |
12 | Karl Ţorsteins | 2457 | -1 | - | TR |
13 | Bragi Ţorfinnsson | 2434 | -5 | - | TB |
14 | Ţröstur Ţórhallsson | 2428 | -3 | - | Huginn |
15 | Jón Viktor Gunnarsson | 2425 | 1 | - | TB |
16 | Arnar Gunnarsson | 2400 | 4 | - | TR |
17 | Dagur Arngrímsson | 2400 | -2 | - | TB |
18 | Guđmundur Kjartansson | 2396 | 14 | - | TR |
19 | Björn Ţorfinnsson | 2390 | -4 | - | Víkingaklúbburinn |
20 | Magnús Örn Úlfarsson | 2366 | -11 | - | Víkingaklúbburinn |
Nýliđar
Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson (1524) er stigahćstur nýliđa. Nćsthćstur er félagi hans Héđinn Sveinn Baldursson Briem (1410) og ţriđji er Árni Jóhannesson (1341).
No. | Name | RtgC | Cat | Club |
1 | Dagbjartur Ágúst Taylor Eđvarđsson | 1524 | - | Víkingaklúbburinn |
2 | Héđinn Sveinn Baldursson Briem | 1410 | - | Víkingaklúbburinn |
3 | Árni Jóhannesson | 1341 | - | Mosfellsbćr |
4 | Arnar Erlingsson | 1335 | - | SSON |
5 | Hans Adolf Linnet | 1191 | U18 | Haukar |
6 | Jakub Piotr Statkiewicz | 1139 | U14 | Huginn |
7 | Björn Ólafur Haraldsson | 1070 | U12 | |
8 | Adam Omarsson | 1000 | U08 | Huginn |
9 | Gabríel Ingi Jónsson | 1000 | U12 | |
10 | Jón Ađalsteinn Hermannsson | 1000 | U16 | Huginn |
Mestu hćkkanir
Gauti Páll Jónsson hćkkađi mest frá mars-listanum eđa um heil 205 skákstig. Vignir Vatnar Stefánsson (174) og Símon Ţórhallsson (171) koma nćstir.
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Club |
1 | Gauti Páll Jónsson | 1845 | 205 | U16 | TR |
2 | Vignir Vatnar Stefánsson | 2058 | 174 | U12 | TR |
3 | Símon Ţórhallsson | 1832 | 171 | U16 | SA |
4 | Kristinn J Sigurţórsson | 1652 | 140 | - | |
5 | Jakob Alexander Petersen | 1441 | 118 | U16 | TR |
6 | John Ontiveros | 1730 | 117 | - | UMSB |
7 | Jón Kristinn Ţorgeirsson | 2033 | 113 | U16 | SA |
8 | Baldur Teodor Petersson | 1545 | 107 | U14 | TG |
9 | Jón Ţór Helgason | 1503 | 105 | - | Haukar |
10 | Hörđur Jónasson | 1439 | 104 | - | Vinaskákfélagiđ |
Unglingar (U20)
Dagur Ragnarsson (2218) er stigahćstur ungmenna. Í öđru sćti er Oliver Aron Jóhannesson (2213) og ţriđji er Nökkvi Sverrisson (2085).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Club |
1 | Dagur Ragnarsson | 2218 | 61 | U18 | Fjölnir |
2 | Oliver Aron Jóhannesson | 2213 | 82 | U16 | Fjölnir |
3 | Nökkvi Sverrisson | 2085 | 32 | U20 | TV |
4 | Jón Trausti Harđarson | 2078 | -20 | U18 | Fjölnir |
5 | Örn Leó Jóhannsson | 2066 | 35 | U20 | SR |
6 | Vignir Vatnar Stefánsson | 2058 | 174 | U12 | TR |
7 | Mikael Jóhann Karlsson | 2056 | -13 | U20 | SA |
8 | Patrekur Maron Magnússon | 2046 | 0 | U20 | SFÍ |
9 | Jón Kristinn Ţorgeirsson | 2033 | 113 | U16 | SA |
10 | Emil Sigurđarson | 1938 | 46 | U18 | SFÍ |
Stigahćstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2225) er stigahćsta skákkona landsins. Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (1995) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1962).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Club |
1 | Lenka Ptácníková | 2225 | 17 | - | Huginn |
2 | Guđlaug U Ţorsteinsdóttir | 1995 | -50 | - | TG |
3 | Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir | 1962 | 11 | - | Huginn |
4 | Tinna Kristín Finnbogadóttir | 1882 | 15 | - | UMSB |
5 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | 1835 | -15 | - | Huginn |
6 | Guđfríđur L Grétarsdóttir | 1817 | 0 | - | Huginn |
7 | Elsa María Krístinardóttir | 1797 | 12 | - | Huginn |
8 | Harpa Ingólfsdóttir | 1789 | 0 | - | TR |
9 | Sigurlaug R Friđţjófsdóttir | 1731 | 60 | - | TR |
10 | Sigríđur Björg Helgadóttir | 1725 | 0 | - | Fjölnir |
Öđlingar (60+)
Friđrik Ólafsson (2459) er langstigahćstur öđlinga. Í nćstum sćtum eru Kristján Guđmundsson (2273) og Jón Kristinsson (2241).
No. | Name | RtgC | Diff | Club |
1 | Friđrik Ólafsson | 2459 | -15 | TR |
2 | Kristján Guđmundsson | 2273 | -2 | Huginn |
3 | Jón Kristinsson | 2241 | -31 | SA |
4 | Áskell Örn Kárason | 2198 | -10 | SA |
5 | Jón Hálfdánarson | 2187 | 0 | TG |
6 | Björn Ţorsteinsson | 2181 | 0 | Huginn |
7 | Magnús Sólmundarson | 2178 | 0 | SSON |
8 | Jón Torfason | 2175 | 0 | KR |
9 | Arnţór S Einarsson | 2148 | 3 | KR |
10 | Bragi Halldórsson | 2128 | -13 | Huginn |
Reiknuđ mót
- Íslandsmót skákfélaga, 1.-4. deild
- Landsmótiđ í skólaskák, eldri og yngri flokkur
- N1 Reykjavíkurskákmótiđ
- NM stúlkna (a-, b- og c-flokkur)
- Skákmót öđlinga
- Skákţing Norđlendinga (5.-7. umferđ)
- Wow air Vormót TR (a- og b-flokkur)
22.6.2014 | 08:01
Áskell Landsmótsmeistari 50+ í skák
Áskell Örn Kárason UFA vann öruggan sigur í skák á Landsmóti 50+ sem fram fór á Húsavík í gćr. Áskell vann allar sínar skákir ţrjár ađ tölu. Jón Arnljótsson UMSS varđ annar međ 1,5 vinninga, Ólafur Ásgrímsson ÍBR ţriđji međ 1 vinning og Ámann Olgeirsson HSŢ fjórđi međ 0,5 vinninga.
21.6.2014 | 06:11
Lenka og Hannes međ góđ úrslit í gćr
Lenka Ptácníková (2264) gerđi í gćr jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Dimitry Reinderman (2617) á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi. Lenka hefur nú 5,5 vinning og er í 4.-8. sćti. Hannes Hlífar Stefánsson hefur 5 vinninga eftir sigur á ţýskum FIDE-meistara (2299).
Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) heldur áfram ađ tapa og vinna til skiptist og hefur 3 vinninga.
Bćđi Lenka og Hannes verđa í beinni í dag kl. 14. Lenka teflir viđ ţýska stórmeistarann Henrik Teske (2508) og Hannes viđ pólska alţjóđlegan meistarann Lukasz Butkiewich (2436).--Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka er nr. 39.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 14)
21.6.2014 | 06:01
Magnus Carlsen heimsmeistari í hrađskák
Magnus Carlsen varđ í gćr heimsmeistari í hrađskák ţegar mótinu lauk í Dubai. Magnús er ţar međ ţrefaldur heimsmeistari en fyrr í vikunni varđ hann heimsmeistari í atskák. Magnús er fyrsti skákmađur sögunnar til ađ hampa öllum ţessum titlum.
Magnús hlaut 17 vinninga í 21 skák. Í 2.-3. sćti urđu Ian Nepomniachtchi og Hikaru Nakamura međ 16 vinninga.
Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.
20.6.2014 | 07:53
Lenka í banastuđi í Teplice - vann stórmeistara í gćr
Lenka Ptácníková (2264) heldur áfram ađ standa sig frábćrlega á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi. Í gćr í sjöttu umferđ vann hún úkraínska stórmeistarann Eduard Andreev (2492). Lenka hefur 5 vinninga og er í 3.-7. sćti.
Hannes tapađi í gćr fyrir pólskum alţjóđlegum meistara (2418) og hefur 4 vinninga. Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) tapar og vinnur til skiptist og hefur 3 vinninga.
Lenka verđur í beinni útsendingu í dag sem hefst kl. 14. Ţá teflir hún viđ hollenska stórmeistarann Dimitry Reinderman (2617).
Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka er nr. 39.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 14)
20.6.2014 | 07:26
Sumarnámskeiđ Skákskólans hefjast í nćstu viku
Skákakademía Reykjavíkur og Skákskóli Íslands efna til tveggja skáknámskeiđa í sumar fyrir krakka fćdda 2001-2007. Hvort námskeiđ er vika í senn.
Hvenćr? Fyrra námskeiđiđ verđur kennt 23. - 27. júní.
Seinna námskeiđiđ verđur kennt 30. júní - 4. júlí.
Skipt verđur í stelpuflokk og strákaflokk. Kennt verđur alla virka daga vikunnar. Stelpuflokkur er frá 09:30 - 10:30 og strákaflokkur frá 10:40-11:40.
Fyrir hverja? Námskeiđin eru sérstaklega ćtluđ ungum skákkrökkum, fćddum 2001-2007, sem hafa ćft skák í vetur í skólanum sínum, hjá taflfélögunum eđa Skákskóla Íslands. Allir eru ţó velkomnir en ţurfa ađ kunna mannganginn og skák og mát. Hámarksţátttökufjöldi er 20 á hvert námskeiđ. Skipt verđur í nokkra hópa í hverjum tíma eftir kunnáttu og reynslu.
Hvađ verđur kennt? Áhersla verđur lögđ á áćtlanagerđ og ákvarđanatökur auk ţess sem fariđ verđur yfir skákbyrjanir. Kennt verđur 45mín. í hverjum tíma og teflt í 15mín. međ áherslu á efni tímans.
Hvar? Skákskóla Íslands Faxafeni 12.
Hverjir kenna? Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari, Stefán Bergssonskákkennari, Siguringi Sigurjónsson skákkennari, Björn Ívar Karlssonskákkennari og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skákkennari. Ţá mun kvennalandsliđ Íslands koma ađ ćfingunum. Í hverjum tíma verđa 3-4 kennarar.
Hvađ kostar? Eitt námskeiđ er á 6.000 kr. en séu bćđi tekin kosta ţau samtals 10.000 kr. Systkinaafsláttur er 50%.
Skráning? skakakademia@skakakademia.is Fram ţarf ađ koma nafn ţátttakenda og fćđingarár. Nafn og kennitala greiđanda. Enn er opiđ fyrir skráningu.
19.6.2014 | 18:23
Magnus Carlsen efstur á heimsmeistaramótinu í hrađskák
Í dag fór fram fyrri dagur heimsmeistaramótsins í hrađskák. Ađ loknum 11 umferđum er Magnus Carlsen efstur međ 9 vinninga. Í 2.-3. sćti međ 8,5 vinning eru Georg Meier og Nakamura. Góđ stađa ţessa ţess fyrrnefnda vekur óneitanlega athygli. Anand og Caruana hafa 7,5 vinning en Aronian hefur ađeins 6,5 vinning.
Á morgun verđa tefldar umferđir 12.-21. Taflmennskan hefst kl. 11 í fyrramáliđ og hćgt er ađ fylgjast međ mótinu í beinni.
18.6.2014 | 21:33
Magnus Carlsen heimsmeistari í atskák
Magnus Carlsen (2881) bćtti enn einni rósinni hnappagatiđ ţegar hann sigrađi á Heimsmeistaramótinu í hrađskák sem lauk í dag í Dubai. Carlsen hlaut 11 vinninga í 15 skákum og varđ hálfum vinningi fyrir ofan Caruana (2791), Anand (2785), Aronian (2815) og Morozevich (2731). Nćstu tvo daga fer svo fram Heimsmeistaramótiđ í hrađskák. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvort Carlsen bćti enn einum heimsmeistaratitlinum viđ í safniđ.
Hćgt er ađ fylgjast međ mótinu í beinni en ţađ hefst kl. 11 í fyrramáliđ.
18.6.2014 | 21:26
Hannes og Lenka í hópi efstu manna í Teplice
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2540) byrjađi afar vel á alţjóđlegu móti í Teplice í Tékklandi og vann fjórar fyrstu skákirnar. Í dag tapađi hann fyrir bandaríska stórmeistaranum Daniel Naroditsky (2559) og hefur 4 vinninga. Lenka Ptácníková (2264) hefur einnig byrjađ glimrandi. Hún hefur einnig fjóra vinninga en í dag vann hún tékkneska alţjóđlega meistarann Lukas Cernousek (2456). Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) tapađi og hefur 2 vinninga.
Hannes verđur í beinni útsendingu á morgun en ţá teflir hann viđ pólskan alţjóđlegan meistara.
Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hanns er nr. 10 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (kl. 14)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 10
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 8779160
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 111
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar