Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Viđureignir dagsins: Fćreyjar og Ísrael

Íslenska liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Fćreyja í dag. Ţröstur Ţórhallson hvílir í dag.

Ísland-Fćreyjar

Bo.43   Iceland (ISL)Rtg-73  Faroe Isles (FAI)Rtg0 : 0
24.1GMStefansson, Hannes2536-IMZiska, Helgi Dam2507 
24.2GMGretarsson, Hjorvar Steinn2543-IMRodgaard, John2361 
24.3IMKjartansson, Gudmundur2448-FMBerg, Olaf2320 
24.4GMOlafsson, Helgi2555- Nielsen, Hogni Egilstoft2256 

Íslendingar eru stigahćrri á öllum borđum.

Stelpurnar mćta Ísrael í dag og ţar snýst ţađ viđ ţví ţćr ísraelsku eru stigahćrri á öllum borđum. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvílir í dag.

Bo.64   Iceland (ISL)Rtg-26  Israel (ISR)Rtg0 : 0
18.1WGMPtacnikova, Lenka2273-WIMShvayger, Yuliya2275 
18.2 Thorsteinsdottir, Hallgerdur1982-WIMVasiliev, Olga2276 
18.3 Finnbogadottir, Tinna Kristin1915-IMBorsuk, Angela2198 
18.4 Kristinardottir, Elsa Maria1839-WIMDavid Glaz, Ilana2200 

Umferđin hefst kl. 12 í dag.

 

 

 

 


Dagur 7: "Kćr"kominn frídagur

P1020244

Langţráđur frídagur var á Ólympíuskákmótinu í dag. Menn svolítiđ ţreyttir eftir fimm daga og fínt ađ fá einn frídag. Í gćr fór fram hiđ hefđbundna Bermúda-partý sem ávallt fer fram fyrir fyrri dag frídaginn. Á morgun tefla Íslendingar viđ Fćreyinga og Ísraelsmenn. Kasparov bauđ FIDE-fulltrúm Evrópuţjóđa í bátsferđ í dag. Pistill dagsins í styttra lagi.

Gćrdagurinn

Ţađ gekk vel í gćr. Ţrátt fyrir alls konar fílabrandara (mislélega) eins og til dćmis eftir viđureignina gegn blindum eins og„andstćđingarnir voru slegnir skákblindu", „viđ sáum viđ andstćđingunum" og „viđ vorum séđir" er afar gott ađ vinna slíka sveit 4-0 og ţađ örugglega.  Ţröstur og Gummi ţurftu jú ađ hafa meira fyrir skákunum en ađrir en sigurinn var öruggur allan tíma.

Í viđureign stelpnanna gekk meira á. Lenka og Tinna unnu góđa sigra en Jóhanna tapađi.Hallgerđur varđist lengi vel og hélt jafntefli ţrátt fyrir ađ hafa á ađ minnsta kosti einum tímapunkti gert alvarlega tilraun til ađ tapa. Smile

Stađan

Sjö ţjóđir hafa 9 stig af 10 mögulegum. Ţar á međal eru Aserar og Serbar sem eru í banastuđi. Ísland er í 45. sćti en fyrirfram var íslenska liđinu rađađ í 43. sćti. 

Hjá stúlkunum er liđiđ í 51. sćti en fyrirfram rađađ í 64. sćti.

Rússar hafa 8 stig eftir 2-2 jafntefli gegn Búlgörum. Munu Rússar enn einu sitja eftir međ öngulinn í r......m. Wink

 

P1020257Dagurinn í dag

 

Í dag var fyrri frídagur mótsins. Ţađ ţýđir ađ í gćr var Bermúdapartýiđ. 

Í dag fór hópur skákstjóranna upp í kláf fyrir ofan Tromsö. Myndir af ţví sjá á Facebook. Ég sjálfur fer í skemmtilega bátsferđ međ GK eldri (Garry Kasparov - sá yngri heitir Guđmundur).

Garry ber sig vel. Tíđindi dagsins ađ Rússneska skáksambandiđ ćtli virkilega ađ kćra mótshaldara. Og ţá um verulega upphćđir. Um ţađ verđur fjallađ nánar ţegar nánari tíđindi berast.

Morgndagurinn

Liđiđ í opnum flokki mćtir liđi Fćreyja en í kvennaflokki eru ţađ Ísraelsmenn. Nánar á morgun.

Gunnar Bjornsson

 


Rússneski björninn rumskar: Mótshaldarar kćrđir

Skáksamband Rússlands hefur kćrt mótshaldara Ólympíuskákmótsins fyrir dómstólum í Noregi. Kćran er vegna lögfrćđikostnađar Rússa vegna ţess ađ kvennaliđi Rússa var í upphafi meinuđ ţátttaka ţar sem ţátttökutilkynning ţeirra barst of seint. Krafa Rússa hljómar upp á 1.200.000 NOK eđa um 22.000.000 kr. Ţess fyrir utan er ýjađ ađ ţví ađ frekari kröfur kunni ađ vera gerđar á síđari stigum.

Máliđ vekur óneitanlega athygli en samkvćmt óstađfestum upplýsingum ritstjóra Skák.is. voru ein fjögur bréf send frá Rússneska skáksmbandinu til mótshaldara. Sé ţađ rétt kostar er áćtlađur kostnađur á hvert bréf um 5.500.000 kr.

Nánar má lesa um máliđ á VG og auk frekari uppfjöllunar um máliđ á Skák.is á morgun.

 


Borgarskákmótiđ fer fram á mánudag

Borgarskákmótiđ fer fram mánudaginn 11. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00. Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagiđ Huginn ađ mótinu.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka ókeypis

Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fram hér á Skák.is.

Ţetta er í 28. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Hjörvar Steinn Grétarsson, sem ţá tefldi fyrir Íslandsbanka.

Verđlaun:

  1. 30.000 kr.
  2. 20.000 kr.
  3. 10.000 kr.

Stórmót TR og Árbćjarsafns fer fram á sunnudag

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbćjarsafns fer fram í tíunda sinn sunnudaginn 10. ágúst. Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára, eldri borgara (67) og öryrkja. Ţátttökugjöld eru jafnframt ađgangseyrir ađ safninu en ţeir sem ţegar hafa ađgang, t.d. međ menningarkorti, ţurfa ekki ađ borga ţátttökugjald.

Frekari upplýsingar veitir Torfi Leósson, netfang: (torfi.leosson@gmail.com) eđa í síma 697-3974. Mótiđ er jafnan upphafsviđburđur skákársins, og viđ vonumst til ađ sjá sem flesta á ţessu skemmtilega móti.


Framsýnarmótiđ veđur helgina 29.-31. ágúst á Laugum

Framsýnarmótiđ verđur haldiđ í Dvergasteini á Laugum í Reykjadal, helgina 29.-31. ágúst.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska kerfinu. 4 atskákir og 3 kappskákir.

Mótiđ hefst kl 20:00 föstudaginn 29 ágúst en ţá verđa tefldar fjórar atskákir Tvćr kappskákir verđa tefldar á laugardeginum  og svo ein á sunnudeginum. Ţađ er Skákfélagiđ Huginn sem heldur mótiđ međ stuđningi frá Framsýn-stéttarfélagi í  Ţingeyjarsýslu.

Nú hefur veriđ opnađ fyrir skráningar og hafa fjölmargir skráđ sig til leiks. Mótiđ er opiđ öllum áhaugasömum Skráning fer fram á vef Hugins hér: http://skakhuginn.is/nordursvaedi/framsynarmotid/


Góđur sigur gegn blindum og Bangladess

P1020218Íslenska liđiđ vann stórsigur 4-0 gegn blindum og sjónskertum í fimmtu umferđ Ólympíuskákmótsins í dag. Mjög góđur sigur gegn ţéttri sveit. Ţađ er ekki auđvelt ađ tefla á móti blindum ţví ţeir tefla á sér borđiog segja ţarf leikinn upphátt. Sumir ţeirra hafa ađstođarmann sem leikur fyrir ţá. Skákmenn ţurfa ţví ađ halda fullri einbeitingu. P1020224Stelpurnar unnu Bangladess 2,5-1,5. Lenka Ptácníková og Tinna Kristín Finnbogadóttir unnu sínar skákir en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli í maraţonskák.

Jafntefli varđ í viđureign Asera og Serba sem og í viđureign Rússa og Búlgara. Nánar verđur fariđ yfir stöđu mála ítarlegum pistli morgundagsins.


 


Dagur 6: Skák er fyrir alla - viđureign dagsins lýsandi fyrir ţađ

P1020213Í dag teflir liđiđ í opnum flokki viđ liđ blindra og sjónskerta. Ţetta konsept ađ blindir, fatlađir og heyrnarskertir fái ađ tefla á Ólympíuskákmótum finnst mér frábćrt. Stelpurnar tefla viđ Bangladess. Gćrdagurinn var súr. Tap gegn Svíum međ minnsta mun og stórtap gegn Venesúela.

Gćrdagurinn

Tapiđ gegn Svíum var slćmt. Á mótum Serbum höfđum viđ P1020215góđa sigurmöguleika en gegn Svíum áttum viđ einhvern aldrei breik. Guđmundur Kjartansson tapađi örugglega en hinir Íslendingar höfđu aldrei neitt. Ţađ var fljótt ljóst hvert stefndi.

Stelpurnar áttu heldur ekki góđan dag. Töpuđu sannfćrandi nema Hallgerđur Helga. Nú er bara ýta gćrdeginum í burtu. Sjö umferđir eru eftir!

Umferđir dagsins

P1020224Í dag mćtum viđ IBCA - alţjóđlegri sveit blindra og sjónskerta. Viđ höfum aldrei mćtt ţeim áđur. Ţeir eru býsna sterkir og skulu alls ekki vanmetnir.

Í sveitinni er ţrautreyndir skákmenn sem hafa oft teflt á alţjóđlegum mótum. Margir íslenskir skákáhugamenn muna margir eftir fyrsta borđs manninum, Pólverjanum, Piotr Dukaczewski, sem tefldi á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2012.

Helgi Áss Grétarsson, kom í heimsókn í gćr. Hann hefur tvívegis teflt viđ blinda skákmenn og segir ađ geti veriđ erfitt ađ einbeita sér. Auđvitađ er smá truflun en sumir ţeirra segja leikinn upphátt og svo leikur ađstođarmađur leikinn. Blindir eru eđli málsins samkvćmt einnig mjög minnugir. Full einbeiting er ţví gríđarlega mikilvćg í dag.

Stelpurnar tefla viđ Bangladess. Ţetta er í fjórđa skiptiđ sem ţađ gerist. Viđ höfum gert jafntefli P1020225tvisvar en tapađ einu sinni. Sveitirnar eru mjög áţekkar af styrkleika.

FIDE-kosningar

FIDE-ţingiđ hófst í gćr međ alls konar nefndarfundum. Ég er sjálfur í nefnd um samfélagslega ábyrgđ og hlustađi ţar á fólk frá Úganda og Síle ţar sem er veriđ ađ gera frábćra hluti.

Blađamannafundur Kasparov sem ég sagđi frá í gćr hefur kallađ fram viđbrögđ. Kirsan-fólk dreifir hér bćklingum ţar sem áskökunum er neitađ um óeđlileg vinnubrögđ varđandi kjörbréf er neitađ.

Í gćr hitti ég gamlan kunningja úr fyrrum Sovét-veldi, sem tefldi á alţjóđlega Hellismótinu 1993. Hann hefur veriđ FIDE-fulltrúi lengi og studdi t.d. Karpov fyrir fjórum árum síđan. Nú er hann ekki lengur FIDE-fulltrúi. Nú er ţađ annar ađili sem er stuđningsmađur Kirsans. Ţegar ég spurđi hann af hverju hann vćri ekki fulltrúi - fékk ég svariđ „just politics". Skipunin hefur komiđ ađ ofan.

Á morgun er frídagur.

Gunnar Björnsson


Ný heimasíđa Hróksins: Fréttir, fróđleikur og skemmtilegar greinar

Hönnun Jóns Óskars

Skákfélagiđ Hrókurinn hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíđu, sem ćtluđ er áhugafólki á öllum aldri. Ţar er hćgt ađ nálgast fréttir, fróđleik og frćđslu, og áhersla lögđ á skemmtileg efnistök.

 

newinchess_2003_6_cover (1)

Á heimasíđunni eru sagđar nýjustu fréttir úr skákheiminum, en hún er jafnframt gnćgtabrunnur fróđleiks og skemmtunar úr skáksögunni. Nú er til dćmis hćgt ađ lesa viđtal Hróksins.is viđ Dirk Jan Ten Geuzendam, ritstjóra New in Chess sem er vinsćlasta skáktímarit heims.

 

Dirk Jan hefur skrifađ um skák í ţrjátíu ár og veriđ viđstaddur alla helstu skákviđburđi veraldar á ţeim tíma. Hann rifjar upp ţegar hann var gestur á fyrstu skákhátíđ Hróksins á Grćnlandi 2003, sem hann segir alltaf koma upp í hugann ţegar hann er spurđur um hvađa skákviđburđur er minnisstćđastur. Dirk Jan spáir ţví ađ Magnus Carlsen haldi titli sínum í heimsmeistaraeinvíginu viđ Anand, og rifjar upp viđtöl viđ ódauđlega snillinga.

 

1 Jón Brynjar Jónsson, Össur Skarphéđinsson, Birta Össurardóttir og Karl Hjaltested á flugvellinum í Kulusuk.

Össur Skarphéđinsson, félagi í Hróknum númer 125, segir í stórskemmtilegri grein frá frumbernsku Hróksins, sem spratt upp úr skáklífinu á Grandrokk viđ Klapparstíg í lok síđustu aldar. Grandrokk var mikil menningarbúlla, ţar sem tónlistin dafnađi, haldin voru skáldakvöld og pólitískar kapprćđur, en skákin var fyrst og fremst vörumerki stađarins. Össur segir frá ţeim ógleymanlegu karakterum sem hittust í suđupottinum viđ Klapparstíg, og greinina tileinkar hann ţeim Karli Hjaltested og Jóni Brynjari Jónssyni, veitingamönnum á Grandrokk í ţá gömlu daga.

 

DSC_0514

Mađur mánađarins á Hrókurinn.is er Siguringi Sigurjónsson skákkennari međ meiru. Hann er ástríđufullur bođberi skákíţróttarinnar, höfundur námsefnis í skák, og hefur síđustu ár kennt skák í fjölmörgum grunnskólum á vegum Skákakademíu Reykjavíkur. Hann gaf út fyrsta skákkveriđ á grćnlensku, sem Hróksmenn hafa dreift til hátt í 2000 barna á Grćnlandi. Um skák segir Siguringi: ..Skákin er harđur skóli sem agar mig til og veitir mér visku sem ég get nýtt mér í lífinu."

 

10

Á síđunni er sagt í máli og myndum frá starfi Hróksins og félaga á Grćnlandi, en tólfta starfsár Hróksmanna á Grćnlandi stendur nú yfir. Alls hefur félagiđ skipulagt um 40 ferđir til bćja og byggđa vítt og breitt um Grćnland. Ţúsundir grćnlenskra barna hafa lćrt ađ tefla, fengiđ taflsett ađ gjöf; og óteljandi ánćgjustundir orđiđ til.

 

5 Rafmögnuđ spenna í Vin

Sagt er frá starfi Hróksmanna í Vin, athvarfi Rauđa krossins fyrir fólk međ geđraskanir, en ţar hefur skáklífiđ blómstrađ síđan 2003, svo nú er Vinaskákfélagiđ eitt skemmtilegasta og líflegasta skákfélag landsins. Ţá er sérstök umfjöllun tileinkuđ Barnaspítala Hringsins, en ţangađ hafa Hróksmenn komiđ í vikulegar heimsóknir í meira en áratug.

 

Lögđ er áhersla á ađ Hrókurinn.is sé ađgengileg og skemmtileg síđa fyrir áhugamenn á öllum aldri. Glćsilegar, sérkennilegar og merkilegar skákir eru rifjađar upp daglega, auk ţess sem lesendur geta spreytt sig á skákţraut dagsins, tekiđ ţátt í skođanakönnun um mesta skákmann allra tíma eđa gengist undir dálítiđ próf í skáksögunni.

 

Á síđu Hróksins er jafnframt hćgt ađ nálgast upplýsingar um hvar er skemmtilegast ađ tefla á Netinu, auk ţess sem veriđ er ađ byggja upp gagnagrunn um skákkennslu og námsefni, sem allir geta nálgast.

 

Tómas Veigar Sigurđarson hafđi veg og vanda af hönnun og uppsetningu nýrrar heimasíđu Hróksins. Ritstjóri er Hrafn Jökulsson.

 

Heimasíđa Hróksins 


Viđureignir dagsins: IBCA og Bangladess

Nú liggja fyrir uppstiling dagsins. Helgi hvílir í opnum flokki en Elsa María í kvennaflokki.


Opinn flokkur:

Viđ mćtum alţjóđlegri sveit blindra og sjónskertra í dag sem eru töluvert stigalćgra en ţađ íslenska.  

Bo.80  IBCA (IBCA)Rtg-43  Iceland (ISL)Rtg0 : 0
86.1IMDukaczewski, Piotr2288-GMStefansson, Hannes2536
86.2IMMeshkov, Yuri A.2357-GMGretarsson, Hjorvar Steinn2543
86.3FMStachanczyk, Jacek2299-IMKjartansson, Gudmundur2448
86.4FMMueller, Oliver2312-GMThorhallsson, Throstur2426
 

Kvennaflokkur:

Kvennaliđiđ mćtir Bangladess er áţekkt íslenska liđinu ađ styrkleika.

Bo.59  Bangladesh (BAN)Rtg-64  Iceland (ISL)Rtg0 : 0
32.1WIMShamima, Akter Liza2147-WGMPtacnikova, Lenka2273
32.2WIMHamid, Rani1995-
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1982
32.3WFMSultana, Zakia1964-
Finnbogadottir, Tinna Kristin1915
32.4WFMSultana, Sharmin Shirin1984-
Johannsdottir, Johanna Bjorg1862

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779217

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband