Fćrsluflokkur: Spil og leikir
12.8.2014 | 17:02
Mjög gott jafntefli gegn Tyrkjum - efstir Norđurlandanna
Íslenska liđiđ í opnum flokki heldur áfram ađ gera góđa hluti á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Í dag náđist afar gott 2-2 jafntefli gegn sterkri sveit Tyrkja sem voru stigahćrri á öllum borđum. Hannes Hlífar vann mjög góđan sigur á fyrsta borđi og Hjörvar Steinn og Ţröstur gerđu jafntefli međ svörtu. Hjörvar var afar nćrri ţví ađ vinna. Guđmundur tapađi.
Íslenska liđiđ hefur nú endurheimt efsta sćtiđ í Norđurlandamótinu ţar sem Norđumenn ţurftu ađ sćtta viđ slćmt tap, 0,5-3,5, gegn Króötum ţar sem Magnus Carlsen tapađi.
Stelpurnar töpuđu 1,5-2,5 fyrir El Salvador. Lenka vann, Hallgerđur gerđi jafntelfi en Tinna Kristín og Elsa María töpuđu.
Rétt er ađ benda á heimasíđu Hróksins sem gerir Ólympíuskákmótin afar góđ skil.
Kínverjar eru efstir fyrir lokaumferđina eftir sigur á Frökkum. Í kvennaflokknum unnu Úkraínukonur afar mikilvćgum sigur á Rússum sem eru engu ađ síđur efstir fyrir lokaumferđina.
Nánar verđur fjallađ um stöđu mótsins síđar í kvöld.
Frídagur er á morgun.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2014 | 10:02
Viđureignir dagsins: Tyrkland og El Salvador
Ísland mćtir sterku liđi Tyrkja í Opna flokknum en Tyrkirnir eru sterkari á pappírnum. Í kvennaflokki er ţađ El Salvador og ţar erum viđ nokkuđ stigahćrri og ćttum ađ ná sigri.
Ísland - Tyrkland
Bo. | 43 | Iceland (ISL) | Rtg | - | 26 | Turkey (TUR) | Rtg | |
16.1 | GM | Stefansson, Hannes | 2536 | - | GM | Solak, Dragan | 2632 | |
16.2 | GM | Gretarsson, Hjorvar Steinn | 2543 | - | GM | Esen, Baris | 2589 | |
16.3 | IM | Kjartansson, Gudmundur | 2448 | - | GM | Yilmaz, Mustafa | 2569 | |
16.4 | GM | Thorhallsson, Throstur | 2426 | - | GM | Ipatov, Alexander | 2614 |
Helgi hvílir hjá okkur og ţetta ţýđir ađ Tyrkirnir eru mun stigahćrri á öllum borđum. Gríđarlega verđugt verkefni í dag og ljóst ađ sigur myndi fleyta liđinu langt.
Ísland - El Salvador
Bo. | 64 | Iceland (ISL) | Rtg | - | 66 | El Salvador (ESA) | Rtg | |
29.1 | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2273 | - | WFM | Sanchez, Ingrid | 2020 | |
29.2 | Thorsteinsdottir, Hallg. | 1982 | - | WFM | Avelar, Gabriela | 1903 | ||
29.3 | Finnbogadottir, Tinna K. | 1915 | - | Garcia, Alcira | 1692 | |||
29.4 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1839 | - | WFM | Melendez, Gabriela | 1877 |
Jóhanna hvílir en afmćlsibarniđ Elsa María kemur vonandi sterk inn líka. Viđ höfum mun hćrri međalstig og mikiđ frumkvćđi á efsta borđi. Krafan er sett á sigur í dag!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2014 | 09:05
Fimm efstir á Stórmóti TR og Árbćjarsafns
Segja má ađ skákvertíđin hefjist međ Stórmóti TR og Árbćjarsafns, en mótiđ fór fram annan sunnudag í ágúst eins og yfirleitt.
Mćting fór fram úr björtustu vonum, sérstaklega ţegar tekiđ er tillit til ţess hversu margir fastagestir eru uppteknir viđ ađ verja hróđur landans í konungdćminu sem landnámsmenn vorir flúđu á sínum tíma.
37 keppendur mćttu til leiks á öllum aldri og fóru leikar ţannig ađ 5 keppendur urđu efstir og jafnir međ 5 og hálfan vinning af 7 mögulegum, gamli fléttumeistarinn Gylfi Ţórhallsson, Ísfirđingurinn knái Guđmundur Gíslason, Íslandsmeistarinn fyrrverandi Jón Viktor Gunnarsson og svo hinir sterku A-liđsmenn Taflfélags Reykjavíkur Ţorvarđur Fannar Ólafsson og Dađi Ómarsson.
Lokastađan:
1-5.Gylfi Ţórhallsson 5,5v.
Jón Viktor Gunnarsson 5,5v.
Dađi Ómarsson 5,5v.
Ţorvarđur Fannar Ólafsson 5,5v.
Guđmundur Gíslason 5,5v.
6.Gunnar Nikulásson 5v.
7-10.Sverrir Ţorgeirsson 4,5v.
Símon Ţórhallsson 4,5v.
Davíđ Kjartansson 4,5v.
Örn Leó Jóhannsson 4,5v.
11-17.Björn Jónsson 4v.
Kristján Halldórsson 4v.
Kristmundur Ţór Ólafsson 4v.
Kjartan Maack 4v.
Jóhann Arnar Finnsson 4v.
Óskar Long Einarsson 4v.
Einar Valdimarsson 4v.
18-22.Bjarni Sćmundsson 3,5v.
Stefán Ţór Sigurjónsson 3,5v.
Jón Ţór Bergţórsson 3,5v.
Gauti Páll Jónsson 3,5v.
John Ontiveros 3,5v.
23-28.Ásgeir Sigurđsson 3v.
Páll Snćdal Andrason 3v.
Ţorsteinn Magnússon 3v.
Sverrir Gunnarsson 3v.
Óskar Víkingur Davíđsson 3v.
Halldór Atli Kristjánsson 3v.
29-30.Kristján Örn Elíasson 2,5v.
Ólafur Kjartansson 2,5v.
31-36.Pétur Jóhannesson 2v.
Björgvin Kristbergsson 2v.
Einar Ingi Ingvarsson 2v.
Stefán Orri Davíđsson 2v.
Alexander Björnsson 2v.
Kristján Uni Jensson 2v.
37.Símon Orri Sindrason 1v.
12.8.2014 | 06:34
Kosningapistill
Ég ćtla ađ minna ađ fjalla um skákir í gćrdagsins enda fylgdist ég lítiđ međ ţeim nema smávegis í gegnum spjaldtölvu og síma. Ingvar tók yfir fréttaflutning Skák.is og gerđi vel eins og honum er eigin lagđi. Fyrir mig var dagurinn í gćr - mikill dagur vonbrigđa ţótt vel hafi gengiđ hjá íslenksku liđunum.
FIDE-kosningar
Mér var ţađ ljóst fyrir nokkrum dögum síđan ađ FIDE-kosningar vćru ađ tapast og ţađ jafnvel illa fyrir Garry Kasparov. Ađ sjálfsögđu stóđum viđ međ okkar manni allan tímann.
Garry hélt fyrri rćđu gćrdagsins og var hún mjög góđ. Međal annar lofađi hann 10.000.000$ framlagi í sjóđi FIDE á morgun" frá Rex Sinqenfeld.
Veikleikinn í ţessu var augljóst. Fyrst og fremst ađ hann var á undan Kirsan í rćđuhöldum
Í kjölfar hans kom Kirsan ásamt hans liđi. Hann sagđi ţađ vćri ekki ađeins til ríkir bandarískir ađilar heldur líka rússneskir og lofađi 20.000.000$! Eiginlega spilađi hann algjörlega á Kasparov. Lofađi m.a. stuđningi viđ Kasparov Chess Foundation og lofađi ađ gera Nigel Short, sem hefur einna mest fram í gagnrýninni á hann vegna ógagnsýni ađ gera hann ađ formanni nefndar um skák í Afríku til ađ tryggja ađ allt yrđi upp á borđunum.
Sama hvađ mađur getur sagt um Kirsan - ţá er hann algjör snillingur. Hann hefur gríđarlega útgeislun og laus viđ allan hroka sem stundum skemmir fyrir Garry
ECU-kosningar.
Ţar börđust Silvio Danaliov og Zurab Azmaiparashvili um forsetastól ECU. Ég hélt á fyrri punktum ađ baráttan gćti veriđ jöfn. Í liđi Silvo var til ađ Jöran Aulin-Jansson, forseta norska skákambandsins, og í liđi Silvo var međal annars góđvinur okkar Finnbjörn Vang, forseti fćreyska skáksambandsins. Zurab vann yfirburđarstigur 31-18
Ég sjálfur fór í einstaklingsframbođ og var međal sex einstaklinga sem börđust um ţrjú síđust sćtin. Fimm eru kjörin í listakosningum. Áđur hafđi mér veriđ bođa stađa í frambođslista Zuraps sem ég hafnađi.
Ég tók fljótlega ţá ákvörđun ađ halda mig til hlés. Ég fékk hins vegar margar áskoranir. Áskorirnar úr liđi Zurabs, gengu út á ţađ ađ ég sćti yfir og ţá yrđi ég tryggđur stuđningur í einstaklingskosningum.
Ég neitađi slíku ávallt og sagđist ekki vilja gefa upp mitt atkvćđi og vćri ekki tilbúinn ađ gera neina samninga varđandi ţađ. Ég byđi mig fram á eigin forsendum. Ţrýstingur jókst og var mestur degi fyrir kosningar og skynjađi ég miklu gremju ţegar hafnađi enn.
Ţegar í kosningarnar koma frá ljóst ađ til vera listi frá Zurab sem dreift var til stuđningsmanna heims. Nafn mitt hefđi veriđ á honum ef ég hefđi kosiđ slíkt og lofađ ađ sitja hjá.
Á tveimur tímapunktum munađi einu atkvćđi ađ ég kćmist inn. Ađ lokum var niđurstađan ađ ég féll međ einu atvćđi. Ég varđ var viđ ţađ ađ Zurab ţrýsti á ađila mér mjög nátengdum ađ kjósa mig ekki. Viđkomandi gaf ekki undan.
Mér er ţađ ljóst ađ ég hefđi veriđ kosinn ef ég viljađ og veriđ tilbúinn ađ semja og sennilega geta orđiđ efstur allra. Á móti er ég stoltur ađ hafa stađiđ viđ mín prinsipp og ekki veriđ tilbúinn ađ gefa ţau eftir.
Mér fannst ţađ eftirtektarverđ ađ ţarna menn, sem höfđu veriđ á fundi frá 9 ađ morgni til og nánast ekki fengiđ neitt ađ drekka og borđa yfir daginn eins og t.d. Andrei Filatov, forseti Skáksambands Rússlands og einn ríkasti mađur heims (metinn á um 1,3 milljarđa dollara) og og Makrapolis, varaforseti FIDE (sem hafđi áđur bođiđ mér 25 atkvćđi ef ég sćti yfir).
Seta ţeirra í lokin var í ţeim eina tilgangi ađ koma í veg fyrir ađ ég, Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands nćđi kjöri í stjórn ECU!
Filatov fór aldrei af vaktinni og kaus alltaf. Kannski ađ svar mitt viđ símhringingu rússneska sendiráđsins hafi ekki veriđ nógu gott ađ hans mati.
Sjálfur er ég pínufúll en á sama hátt stoltur fyrir ađ hafa ávallt í ţessum kosningum (FIDE og ECU) ađ hafa stađiđ fyrir ţađ sé trúi á og aldrei keypt stuđning á einn eđa neinn hátt. Ţađ er afskaplega auđvelt sé mađur á ţeim buxunum innan alţjóđlegar skákhreyfingar.
Í dag heldur fundarsetan áfram. Ingvar tekur áfram skákfréttirnar. Auk ţess má benda á heimasíđu Hróksins sem fjallar um Ólympíuskákmótiđ.
Áfram Ísland.
Gunnar Björnsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2014 | 17:57
Baráttu jafntefli og stórsigur
Íslenska liđiđ í opnum flokki gerđi jafntefli viđ Katar eftir vćgast sagt sveiflukennda og furđulega viđureign. Mjög snemma varđ Hjörvar Steinn ađ sćtta sig viđ skiptan hlut međ hvítu mönnunum en hann mundi ekki rétta afbrigđiđ í Kóngsindverskri vörn og of áhćttusamt var ađ tefla stöđuna áfram og ţví ţráleikiđ.
Helgi var fljótlega kominn peđi yfir en Hannes fórnađi manni fyrir ađ ţví er virtist vafasamar bćtur á međan Ţröstur sat í stöđu sem var í jafnvćgi. Nćstu sviptingar urđu ţćr ađ hvorugur ţeirra sem hafđi betri stöđur í ţessum tveimur skákum tókst ađ innbyrđa vinning og ţví ţrjú jafntefli niđurstađan og aftur kom í hlut Ţrastar ađ skera úr um viđureignina.
Spennan í kringum tímahrakiđ var mikil og var Ţröstur međ fína stöđu en hans virtist bíđa erfiđ vörn ţó eftir síđustu leiki fyrir tímamörk. Ţröstur hinsvegar nýtti sína sénsa og á endanum var ţráleikur niđurstađan og ţví jafntefli í öllum skákum og viđureignin endađi 2-2.
Stelpurnar öttu kappi viđ IPCA sem eru Skáksamtök blindra og sjónskertra. Fyrirfram mátti búast viđ jafnri og spennandi viđureign ţar sem ekki munađi miklu á styrkleika. Ţađ var helst á ţriđja borđi sem viđ höfđum yfirburđi á pappírnum.
Einhvern veginn var eins og öll sveit IPCA vćri slegin skákblindu ţví viđureignin var mjög stutt á veg komin ţegar skákreiknar sýndu nánast unnar stöđur á ţrem borđum fyrir Ísland. Unnust ţćr viđureignir nokkuđ auđveldlega ţrátt fyrir ađ einhverjar skákir hefđi veriđ hćgt ađ klára fyrr ;-)
Tinna tefldi svo einnig traust og var heldur aldrei í miklum vandrćđum og ţví frábćr 4-0 sigur í höfn sem gćti hjálpađ upp á "tiebreak" ţegar lokaniđurstađa liggur fyrir ef einhver liđ verđa jöfn.
Rússar virđast ćtla ađ sigla sigrinum örugglega í höfn í kvennaflokki en í Opna flokknum er spennan hreint svakaleg ţar sem Frakkar hafa nú náđ Kínverjum og nokkrar sveitir ađeins stigi á eftir!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2014 | 17:02
Kirsan endurkjörinn forseti FIDE

Kirsan hafđi betur međ 110 atkvćđum gegn 61 atkvćđi Kasparovs. 4 voru auđir/ógildir.
Kirsan og hans liđ hefur ótrúlega reynslu af ţessum kosningabarning og hefur veriđ mjög umdeilt hvernig ýmis atkvćđi hafa veriđ tryggđ eđa fulltrúum breytt á síđustu stundum o.s.frv.
Á fundinum lofađi Kasparov 10 milljónum dollara til ađ lyfta skákinni upp. Kirsan svarađi međ loforđi um 20 milljónir dollara og nú er ađ sjá hvort ţađ verđi eitthvađ innantómt eins og annađ í gegnum tíđina.
Keppendur á svćđinu eru almennt nokkuđ óánćgđir međ niđurstöđuna af ţeim sem undirritađur hefur talađ viđ en ég treysti ţví ađ ritstjóri Skak.is greini nánar frá gangi mála síđar í kvöld eđa á morgun.
Nú situr Gunnar ţing ECU ţar sem kosiđ verđur milli Danailov og Azmaiparashvili.
Ingvar Ţór Jóhannesson skrifađi.
Spil og leikir | Breytt 12.8.2014 kl. 11:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2014 | 13:20
Dagur 11 - Kosningadagur
Gunnar Björnsson er upptekinn í dag vegna FIDE ţingsins en ţar er veriđ ađ kjósa á milli Kasparov og Kirsan. Norskir fjölmiđlar hafa lýst ţessu sem skrípaleik en athyglisvert er ađ fylgjast međ gangi mála á Twitter og leita eftir hashtaginu #FIDEelection. Flestir eru á ţví ţví miđur ađ spillingarvél Kirsan hafi betur enn og aftur. Gunnar fjallar líklega meira um ţetta síđar enda á stađnum og mun betur í stakk búinn til ţess.
Gćrdagurinn
Í kvennaflokki máttum viđ ţola enn eitt 3,5-0,5 tapiđ og nú gegn Tékkum. Ađ einhverju leiti er ţađ gott ađ tapa aldrei 4-0 (hefur ekki gerst í einhver ár) en á móti ţá vantar ađ geta stađiđ ađeins betur í ţessum sterkari liđum.
Lenka misreiknađi sig snemma tafls eftir ađ hafa náđ frumkvćđinu snemma eftir ónákvćman h3 leik hvíts. Ţetta kostađi Lenku mann en hún spriklađi engu ađ síđur lengi og litlu mćtti muna ađ henni yrđi hleypt aftur inn í skákina. Svekkjandi tap ţví ég tel Lenku klárlega betri skákmann.
Hallgerđur hélt jafntefli á öđru borđi en endatafliđ sem hún lenti í virtist erfitt. Á neđri borđunum vorum viđ mun stigalćgri (yfir 300+ á báđum) og lentum í erfiđleikum á báđum borđum. Elsa fórnađi manni á fjórđa borđi sem var svosem allt í lagi en hún valdi ekki nógu beitt framhald og frumkvćđiđ fjarađi fljótt út.
Tinna lék nokkrum ónákvćmum leikjum ţannig ađ hvítur hafđi stöđulega yfirburđi sem hún náđi ađ nýta. Tinna lagđi ţó nokkrar lćvísar gildrur fyrir andstćđing sinn og fékk hrós frá liđsstjóra fyrir ađ vera "taktísk í dag" eins og gárungarnir kalla ţađ. Gegn stigalćgri andstćđing hefđi ţetta líklegast dugađ til en sú tékkneska er reyndur skákmađur og var starfinu vaxin.
Í karlaflokki saumađi Hjörvar vel ađ McNab en Hjörvar var framanaf ekki međ neina sérstaka yfirburđi í stöđunni en sýndi styrk sinn og vann í raun nokkuđ örugglega.
Á fjórđa borđi lokađi andstćđingur Helga búđinni eins og hann er víst vanur ađ gera. Menn eiga ţađ til ađ teygja sig of langt gegn ţessum McKay en Helgi var var um sig og jafntefli varđ niđurstađan.
Hér vorum viđ komnir međ 1,5 vinning en ţađ leit út fyrir ađ Guđmundur myndi líklegast vera ađ tapa og hjá Ţresti gat í raun allt gerst og stađa andstćđings hans jafnvel auđteflanlegri.
Líkt og á Íslandsmótinu í skák sýndi Gummi hinsvegar mikla seiglu og hélt erfiđu endatafli en pressan var farin af honum í miđju verkefni ţar sem Ţröstur hafđi skellt á borđiđ einu vörumerkjaskildu "Ţröllatrikki" og sneri laglega á andstćđing sinn í stöđu sem var óljós.
Viđureignir dagsins
Viđ sitjum nú ađ tafli í opna flokknum gegn Katar og viđureignin er gríđarlega mikilvćg upp á ađ ná í sem best sćti í mótinu. Ef sigur vinnst í dag er ljóst ađ sigur í annari af tveimur umferđum sem eftir eru ćttu ađ tryggja mjög gott sćti í lok móts. Viđ höfum 2515 međalstig gegn 2470. Í raun jöfn viđureign og ţví vćri gríđarlega sterkt ađ landa sigri.
Í kvennaflokki eru ţađ blindir og sigur ţar gćti styrkt liđiđ í baráttu um flokkaverđlaun en skipt er niđur í flokka eftir stigaröđ og í C-flokki eru liđ röđuđ 56-82 en ţar standa líklegast Danir best ađ vígi. Í karlaflokki er einnig góđur möguleiki á slíkum verđlaunum í B-flokki en ţar eru liđ röđuđ frá 36-70 í stigaröđ.
Horfiđ liđ
Athygli hefur vakiđ ađ kvennaliđ Burundi ásamt einu í karlaliđi og einhverjum úr fylgdarliđi hefur horfiđ hér úr mótinu. Líklegast hafa ţau leitađ sér hćlis í Svíţjóđ en slíkt ku ekki vera einsdćmi.
Tapađ/Fundiđ
Öryggisgćslan í dag var örlítiđ harđari en tilfelliđ var víst ađ í gćr fannst farsími í skáksalnum. Takis skákstjóri tilkynnti ađ síminn hefđi fundist og ef einhver kannađist viđ ađ hafa týnt honum vćri ţeim sama velkomiđ ađ koma og nálgast hann ;-)
Stórmeistarapistlar
Ađ lokum verđ ég ađ benda ţeim sem ekki hafa séđ á stórkostleg skrif Hrafn Jökulssonar á heimasíđu Hróksins um Ólympíuskákmótiđ. Hrafn er međ reiđarinnar býsn af elóstigum ţegar kemur ađ skrifum og brennandi áhugi hans á skák og sérstaklega Ólympíumótinu skín í gegn í hverri einustu setningu.
Ég hef ákveđiđ ađ fjalla lítiđ um toppbaráttuna í mótinu ţví Hrafn gerir ţađ meistaralega og hefur sjaldan veriđ jafn óhćtt ađ vísa á skrif einhvers annars!
Einnig má benda á ađ Gunnar Björnsson uppfćrir Twitter reglulega yfir daginn hér >>
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2014 | 12:30
Viđureignir dagsins: Katar og blindir
Íslenska liđiđ í opnum flokki teflir viđ sveit Katarí dag og íslenska kvennaliđiđ teflir viđ sveit Blindra/Sjónskertra (IBCA).
Ísland - Katar
Guđmundur Kjartansson hvílir í dag. Međalstig íslenska liđiđ hefur hćrri međalstig en liđin skiptast á ađ vera stigahćrri og stendur 2-2 í ţeim efnum.
IBCA- Ísland
Elsa María hvílir. Íslensku stelpurnar hafa hćrri međalstig en munurinn er lítill og búast má viđ hörkuviđureign.
Bein útsending
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2014 | 20:21
Íslendingar efstir Norđurlandanna
Íslenska skáklandsliđiđ í opnum flokki er efst Norđurlandaţjóđanna ađ loknum átta umferđum á Ólympíuskákmótinu sem nú er í fullum gangi í Tromsö. Íslenska liđiđ hefur 11 stig af 16 mögulegum, jafn mörg og Rússar, sem fyrirfram var taliđ sterkasta liđiđ. Liđiđ er í 22. sćti af 117 ţátttökuliđum. Vel gekk í dag en ţá vannst góđur sigur 3-1 sigur á Skotum.
Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson unnu sínar skákir en Guđmundur Kjartansson og Helgi Ólafsson gerđu jafntefli.
Kvennaliđiđ tapađi hins vegar fyrir tékkum ˝-3 ˝ ţar sem Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust. Kvennaliđiđ er í 71. sćti međ 8 stig.
Níunda umferđ Ólympíuskákmótsins fer fram í morgun. Íslenska sveitin í opnum flokki mćtir sveit Katar. Kvennasveitin mćtir sveit blindra og sjónskerta og karlarnir mćtti sömu sveit fyrr í mótinu og unnu ţá 4-0.
.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
10.8.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíuskákmótiđ í Tromsö hefst í dag

Íslendingar tóku fyrst ţátt í Ólympíuskákmótinu í Hamborg áriđ áriđ og í ár eru 75 ár síđan Íslendingar unnu Copa Argentina, b-riđilinn á Ólympíumótinu í Buenos Aires. Jón Guđmundsson vann ellefu skákir í röđ, ţar af allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu talsins.
Úrslit allra Ólympíumótanna og skákir má finna á frábćrum vef olimpbase.com. Á vefnum kemur í ljós ađ einungis 26 ţjóđir tóku ţátt í mótinu í Argentínu en Englendingar drógu liđ sitt úr mótinu í miđjum klíđum ţegar heimsstyrjöldin síđari braust út 1. september 1939. Liđsmenn ţýsk-austurríska liđsins sem vann keppnina urđu allir eftir í Argentínu.
Fyrir nokkru var kerfi Ólympíumótanna breytt ţannig ađ nú skiptir vinningatalan minna máli, en í ţessu ellefu umferđa kapphlaupi skipta úrslit einstakra viđureigna höfuđmáli, 2 stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Skiptar skođanir er um ágćti ţessa fyrirkomulags. Vinningarnir gilda ađ einhverju leyti verđi ţjóđir jafnar ađ stigum en afar lítill munur er oft á stigum efstu ţjóđa sem sést vel á úrslitum opna flokksins á síđasta Ólympíumóti ţar sem Armenar fengu 19 stig eins og Rússar en afar flókiđ kerfi setti Armena í 1. sćti. Bandaríkjamenn lentu í 5. sćti međ 17 stig og fleiri vinninga en Kína sem varđ í 4. sćti. Ísland hlaut 13 stig og fékk fleiri vinninga en flestar ţjóđirnar í 34.-51. sćti. Á fjórum síđustu Ólympíumótum hafa Armenar unniđ ólympíugull ţrisvar. Ţeir tefla fram einum besta skákmanni heims á 1. borđi, Levon Aronjan, en sú er ekki eina ástćđan fyrir velgengni ţeirra heldur fyrst og fremst frábćr liđsandi. Skákmađur sem fáir ţekkja, Gabriel Sargissjan, heldur sveitinni oft á floti međ miklum baráttukrafti.
Tilkynnt hefur veriđ um skipan liđa á Ólympíumótinu í Tromsö en Vladimir Kramnik er á 1. borđi fyrir Rússa sem eiga sterkustu sveit mótsins hvađ stig varđar, Moissenko teflir á 1. borđi fyrir Úkraínu en ţar er Ivantsjúk á 3. borđi og Ponomariov á 2. borđi, Frakkar tefla fram Vachier-Lagrave á 1. borđi, Nakamura er á 1. borđi Bandaríkjamanna, í ungverska liđinu er Zoltan Almasi á 1. borđi en Leko og Judit Polgar á ţriđja og fjórđa borđi.
Í ađdraganda ţessa móts hafa ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson lokiđ ţátttöku á alţjóđlegum mótum. Hannes tefldi í efsta flokki skákhátíđarinnar í Pardubice í Tékklandi, hlaut 6 ˝ vinning af 9 mögulegum og varđ í 5.-15. sćti. Stóru tíđindin frá Pardubice í ţví móti voru frammistađa brćđranna Björns Hólm og Bárđar Arnar Birkissona en sá fyrrnefndi gerđi sér lítiđ fyrir og vann B-flokkinn, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum og Bárđur kom í humátt á eftir, hlaut 7 ˝ vinning og varđ í 2.- 4. sćti.
Hjörvar Steinn Grétarsson var á svipuđu róli og Hannes á alţjóđlegu móti í Andorra. Hann hlaut 7 vinninga af níu mögulegum og varđ í 2.-6. sćti en sigurvegari var Julia Granda frá Perú sem mun tefla á nćsta Reykjavíkurskákmóti.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 2. ágúst 2014
Spil og leikir | Breytt 3.8.2014 kl. 09:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar