Fćrsluflokkur: Spil og leikir
4.9.2014 | 07:00
Undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld
Í kvöld skýrist hvađa liđ mćtast í úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga en ţá fara fram undanúrslit keppninnar. Í viđureignum kvöldsins mćtast annars vegar Skákfélagiđ Huginn og Skákfélag Reykjanesbćjar og hins vegar Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Bolungarvíkur. Viđureignirnar fara fram í Huginsheimilinu, Álfabakka 14a, og hefjast kl. 20.
Áhorfendur eru velkomnir og heitt verđur á könnunni.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 22:57
Caruana - sjöunda sigurskákin í röđ! - Mćtir Carlsen á morgun
Fabiano Caruana (2801) heldur áfram ađ fara á kostum á Sinquefield Cup. Í kvöld vann sína sjöundu skák í röđ ţegar hann hreinlega yfirspilađi franska stórmeistarann Maxime Vachier-Lagrave (2768) međ svörtu. Ađ hafa sjö vinninga ađ ađ loknum sjö umferđum á svo sterku móti verđur ađ teljast stórkostlegt. Carlsen (2877) vann Nakamura (2787) mjög örugglega og er annar međ 4 vinninga.
Gríđarleg spenna er fyrir umferđ morgundagsins en ţá mćtast tveir sterkustu skákmenn heims; Caruana og Carlsen.
Stađan:- 1. Caruana (2801) 7 v.
- 2. Carlsen (2877) 4 v.
- 3. Topalov (2772) 3 v.
- 4.-5. Vachier-Lagrave (2768) og Aronian (2805) 2,5 v.
- 6. Nakamura (2787) 2 v.
3.9.2014 | 22:44
Davíđ vann sjöttu skákina í röđ
FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2331) reynir ađ gera sitt besta til ađ halda í Fabiano Caruana. Í sjöttu umferđ, sem fram fór í kvöld, vann hann sínu sjöttu skák í röđ á Meistaramóti Hugins. Fórnarlamb dagsins var Ólafur Kjartansson (1997).
Sćvar Bjarnason (2095) er annar međ 5 vinninga eftir sigur á Vigfúsi Ó. Vigfússyni (1962). Loftur Baldvinsson (1986) er svo ţriđji međ 4,5 vinning.
Nú er hlé á mótinu fram á nćsta mánudagskvöld. Ţá teflir Davíđ viđ Árna Guđbjörnsson (1696) og Sćvar mćtir Lofti.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 13:00
Afmćlismót Gylfa um nćstu helgi
Eins og áđur hefur komiđ fram varđ Gylfi Ţórhallsson, sem manna lengst hefur setiđ í stjórn Skákfélags Akureyrar - ţar af formađur ţess í nćr tvo áratugi - sextugur sl. vor. Í tilefni af ţví efnum viđ til skákmóts nú um helgina og vonumst eftir sem bestri ţátttöku ungra sem aldinna. Gylfi sjálfur verđur auđvitađ međal keppenda - og tekur ţátt í baráttunni um sigurlaunin ef viđ ţekkjum hann rétt.
Mótiđ hefst laugardaginn 6. september kl. 13.00 í Skákheimilinu á Akureyri. Tefldar verđa 10 mínútna skákir og áformađ ađ tefla 7 umferđir á laugardeginum og 6 á sunnudeginum, en ţá hefst tafliđ einnig kl. 13.00. Fjöldi umferđa rćđst ţó endanlega ţegar ţátttaka liggur fyrir, en skráning verđur í netfangiđ askell@simnet.is, eđa á skákstađ, kl. 12.30-12.50 fyrir upphaf móts.
Peningaverđlaun verđa veitt sem hér segir:
1. verđlaun kr. 15.000
2. verđlaun kr. 10.000
3. verđlaun kr. 5.000
Viđ hlökkum til skemmtilegs og spennandi móts og minnum líka á hiđ árlega STARTMÓT félagsins sem hefst fimmtudaginn 4. september kl. 18.00. Tímasetningin er óvenjuleg en mótiđ verđur bara skemmtilegra fyrir vikiđ!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 11:00
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótiđ á 80 ára afmćli í ár, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.
Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa tvćr umferđir á viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.
Tímamörk eru 1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast 15 mínútur viđ.
Skráning fer fram hér. Skráningarform er vćntanlegt á Skák.is og einnig á heimasíđu T.R. síđar í vikunni.
Fylgjast má međ skráningu hér.
Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 13. september kl. 18.
Lokaumferđ fer fram föstudaginn 17. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 19. október ţegar Hrađskákmót T.R. fer fram.
Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Kjartan Maack.
Dagskrá:
1. umferđ: Sunnudag 14. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 17. september kl.19.30
3. umferđ: Sunnudag 21. september kl.14.00
4. umferđ: Miđvikudag 24. september kl.19.30
5. umferđ: Sunnudag 28. september kl.14.00
---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---
6. umferđ: Miđvikudag 8. október kl.19.30
7. umferđ: Sunnudag 12. október kl.14.00
8. umferđ: Miđvikudag 15. október kl. 19.30
9. umferđ: Föstudag 17. október. kl.19.30
Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér jafnframt rétt til ţess ađ halda eftir 25% af verđlaunafé ţeirra sem ekki mćta á verđlaunaafhendinguna.
Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.
Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 09:00
Ný íslensk skákstig
Ný íslensk skákstig komu út 1. september sl. Jóhann Hjartarson er sem fyrr stigahćstur íslenskra skákmanna. Aron Ţór Mai er stigahćstur nýliđa. Björn Hólmi Birkisson og Jón Ađalsteinn Hermannsson hćkka mest allra frá júní-listanum.
Topp 20
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Club |
1 | Jóhann Hjartarson | 2603 | 0 | - | GM | TB |
2 | Margeir Pétursson | 2589 | 0 | - | GM | TR |
3 | Hannes H Stefánsson | 2581 | -8 | - | GM | TR |
4 | Helgi Ólafsson | 2548 | 0 | - | GM | TV |
5 | Héđinn Steingrímsson | 2543 | -2 | - | GM | Fjölnir |
6 | Hjörvar Grétarsson | 2532 | -3 | - | GM | Huginn |
7 | Jón Loftur Árnason | 2514 | 0 | - | GM | TB |
8 | Henrik Danielsen | 2500 | -3 | - | GM | TV |
9 | Helgi Áss Grétarsson | 2488 | -10 | - | GM | Huginn |
10 | Stefán Kristjánsson | 2480 | 0 | - | GM | Huginn |
11 | Friđrik Ólafsson | 2459 | 0 | SEN | GM | TR |
12 | Karl Ţorsteins | 2457 | 0 | - | IM | TR |
13 | Guđmundur Kjartansson | 2440 | 44 | - | IM | TR |
14 | Ţröstur Ţórhallsson | 2432 | 4 | - | GM | Huginn |
15 | Bragi Ţorfinnsson | 2426 | -8 | - | IM | TB |
16 | Jón Viktor Gunnarsson | 2425 | 0 | - | IM | TR |
17 | Arnar Gunnarsson | 2400 | 0 | - | IM | TR |
18 | Dagur Arngrímsson | 2400 | 0 | - | IM | TB |
19 | Björn Ţorfinnsson | 2390 | 0 | - | IM | Víkingaklúbburinn |
20 | Magnús Örn Úlfarsson | 2366 | 0 | - | FM | Huginn |
Nýliđar
Aron Ţór Mai (1268) er stigahćstur nýliđa er Sólon Siguringason (1123) er nćststigahćstur.
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Club |
1 | Aron Ţór Mai | 1268 | 1268 | U14 | TR | |
2 | Sólon Siguringason | 1123 | 1123 | U10 | TG | |
3 | Alexander Már Bjarnţórsson | 1000 | 1000 | U10 | TR | |
4 | Gabríel Sćr Bjarnţórsson | 1000 | 1000 | U08 | TR |
Mestu hćkkanir
Björn Hólm Birkisson og Jón Ađalsteinn Hermannsson (47) hćkka mest allra frá júní-listanum. Nćstir koma Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson og Róbert Luu (44).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Club |
1 | Björn Hólm Birkisson | 1568 | 47 | U14 | TR | |
2 | Jón Ađalsteinn Hermannsson | 1047 | 47 | U16 | Huginn | |
3 | Guđmundur Kjartansson | 2440 | 44 | - | IM | TR |
4 | Róbert Luu | 1060 | 44 | U10 | TR | |
5 | Hermann Ađalsteinsson | 1350 | 37 | - | Huginn | |
6 | Ţorsteinn Magnússon | 1233 | 32 | U14 | TR | |
7 | Sighvatur Karlsson | 1298 | 30 | - | Huginn | |
8 | Guđmundur Agnar Bragason | 1392 | 29 | U14 | TR | |
9 | Heimir Páll Ragnarsson | 1381 | 29 | U14 | Huginn | |
10 | Óskar Víkingur Davíđsson | 1341 | 29 | U10 | Huginn |
Reiknuđ mót
- Meistaramót Skákskóla Íslands
- Íslandsmótiđ í skák - landsliđsflokkkur
- Íslandsmótiđ í skák - áskorendaflokkur
- Framsýnarmótiđ - 5.-7. umferđ
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2014 | 00:39
Enn sigrar Caruana - sjötta sigurskákin í röđ!
Ekkert virđist getađ stöđvađ ítalska stórmeistarann Fabiano Caruna (2801) sem í kvöld vann sína sjöttu (!!!) skák í röđ ţegar hann vann Topalov (2772) á Sinquefield Cup-mótinu. Hreint og beint ótrúlegur árangur. Ţađ stefnir í einn besta mótaárangur sögunnar í St. Louis. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Magnus Carlsen (2877) er annar međ 50% vinningshlutfall - heilum ţremur vinningum á eftir Caruana ţegar ađeins fjórum umferđum er ólokiđ.
- 1. Caruana (2801) 6 v.
- 2. Carlsen (2877) 3 v.
- 3.-4. Vachier-Lagrave (2768) og Topalov (2772) 2,5 v.
- 5.-6. Nakamura (2787) og Aronian (2805) 1,5 v.
3.9.2014 | 00:23
Davíđ efstur á Meistaramóti Hugins
FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson (2331) vann alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason (2095) í fimmtu umferđ Meistaramóts Hugins sem fram fór í kvöld og er efstur međ fullt hús. Fjórir keppendur hafa 4 vinninga en ţađ eru auk Sćvars ţeir Loftur Baldvinsson (1986), Vigfús Ó. Vigfússon (1962) og Ólafur Kjartansson (1997).
Sjötta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast međal annars: Davíđ-Ólafur og Vigfús-Sćvar.
2.9.2014 | 20:50
Fyrsti skákdagur Ása í dag eftir sumarfrí
Ţađ var vel mćtt á ţessum fyrsta skákdegi á ţessari vetrarvertíđ. Tuttugu og átta karlar gengu í salinn og ein kona. Hún var bođin velkomin en ţví miđur tefldi hún bara fyrstu umferđina og hvarf svo af vettvangi, sem var slćmt ţvi ađ viđ höfum veriđ ađ hvetja konur til ţess ađ mćta og ögra ţessum körlum viđ skákborđiđ. Ţađ er auđvitađ óţarfi ađ jarđa ţćr alveg í fyrstu umferđ jafntefli er t.d kurteisleg byrjun.
Ţađ voru margir vígfimir skákvíkingar sem mćttu í dag og úrslitin urđu nokkuđ eftir bókinni. Björgvin Víglundsson varđ efstur međ 8˝ vinning af 10 mögulegum.
Í öđru sćti varđ Jóhann Örn Sigurjónsson međ jafnmarga vinninga en örlítiđ fćrri stig. Jóhann er ađ koma aftur til leiks eftir erfiđ veikindi og virđist engu hafa gleymt sem betur fer.
Í ţriđja sćti varđ svo Ingimar Halldórsson međ 7 vinninga.
SJÁ NANARI ÚRSLIT Í MEĐF. TÖFLU.

Spil og leikir | Breytt 3.9.2014 kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2014 | 19:52
Golfskákmót - Spassky-bikarinn í golfi
Nesklúbburinn haldur óvenjulegt golfmót 7. september nćstkomandi. Mótiđ er sambland af golfmóti og hrađskák.
Tilefniđ er ađ eftir heimsmeistaraeinvígiđ í skák 1972 hittust ţeir Boris Spassky og Bobby Fischer á Bessastöđum 5. september. Eftir fundinn fór Fischer til Keflavíkur ađ spila keilu en Spassky fór út á Nesvöll ađ slá golfkúlur. Til ađ minnast ţessa og 50 ára sögu Golfklúbbs Ness er golf-skákmótiđ haldiđ.
Golf-skák fer ţannig fram ađ keppendur keppa fyrst í golfi og síđan í hrađskák. Leikinn verđur 9 holu höggleikur og rćst er út á öllum teigum samtímis. Eftir golfleikinn er sest niđur viđ tafl og leiknar 7 hrađskákir eftir Monradkerfi.
Sigurvegari verđur sá sem hefur bestan samanlagđan árangur, sćtaskipan, í golfleiknum og skákinni. Verđi tveir eđa fleiri jafnir rćđur betri árangur í golfinu hver hlýtur Spasky-bikarinn.
Bođiđ verđur upp á súpu eftir golfmótiđ áđur en skákmótiđ hefst. Golf-skákmótiđ er opiđ öllum sem kunna bćđi skák og golf. Keppendur eru beđnir ađ hafa međ sér taflmenn, klukku og golfkylfur. Styrktarađilar mótsins eru WOW-air, AGA-Gas og Nói-Síríus.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 8779107
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar