Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Afmćlismót Gylfa hefst í dag

Eins og áđur hefur komiđ fram varđ Gylfi Ţórhallsson, sem manna lengst hefur setiđ í stjórn Skákfélags Akureyrar -  ţar af formađur ţess í nćr tvo áratugi - sextugur sl. vor. Í tilefni af ţví efnum viđ til skákmóts nú um helgina og vonumst eftir sem bestri ţátttöku ungra sem aldinna. Gylfi sjálfur verđur auđvitađ međal keppenda - og tekur ţátt í baráttunni um sigurlaunin ef viđ ţekkjum hann rétt. 

Mótiđ hefst laugardaginn 6. september kl. 13.00 í Skákheimilinu á Akureyri. Tefldar verđa 10 mínútna skákir og áformađ ađ tefla 7 umferđir á laugardeginum og 6 á sunnudeginum, en ţá hefst tafliđ einnig kl. 13.00. Fjöldi umferđa rćđst ţó endanlega ţegar ţátttaka liggur fyrir, en skráning verđur í netfangiđ askell@simnet.is, eđa á skákstađ, kl. 12.30-12.50 fyrir upphaf móts.

Peningaverđlaun verđa veitt sem hér segir:

1. verđlaun    kr. 15.000

2. verđlaun    kr. 10.000

3. verđlaun    kr.   5.000

Viđ hlökkum til skemmtilegs og spennandi móts.


Rimaskóli lagđi danska skólann 4-0 í annarri umferđ

rimaskoli3.jpgNM grunnskóla hélt áfram í Stokkhólmi eftir hádegi og tefldi Rimaskólasveitin viđ dönsku sveitina frá Kirkebakkeskolen í 2. umferđ. Ţrátt fyrir ađ danska sveitin hefđi unniđ góđan sigur í fyrstu umferđ ţá virtust ţau lítil fyrirstađa fyrir Oliver Aron, Nansý, Jóhann Arnar afmćlisbarn og Kristófer Jóel. Sigur Rimaskóla var í höfn 4-0 eftir tćpar tvćr klukkustundir.

Rimaskóli er í 3. sćti á mótinu međ 5 vinninga af 8. Oliver Aronrimaskoli4.jpg hefur unniđ báđar skákirnar en hann er stigahćstur allra keppenda á mótinu. Norska sveitin er ţrćlsterk og leiđir međ 7 vinninga eftir 4-0 sigur á Svíţjóđ2 sveitinni. Ţetta gerđu ţau á sama tíma og ţau leyfđu 1. borđs manninum ađ hvíla sig. Í 2. sćti á NM grunnskóla er sćnski Mälarhöjdens skólinn en í 3. umferđ tefla Svíarnir einmitt viđ Rimaskóla.

 


Startmótiđ - Jón Kristinn byrjar međ stćl!

Jón Kristinn ŢorgeirssonHiđ árlega startmót Skákfélags Akureyrar var haldiđ í gćr 4. september og markar ađ venju upphaf nýs skákárs.  Ţađ má međ sanni segja ađ mótiđ lofi góđu fyrir áframhaldiđ, ţví alls mćttu 16 keppendur til leiks og tveir ađ auki sem komu of seint og urđu ađ sćtta sig viđ ađ horfa á!

Tveir keppenda skáru sig úr hópi keppenda međ ţví ađ vinna allar skákir sínar framyfir mitt mót, annar á áttrćđisaldri, en hinn tćpum 60 árum yngri. Ungstirniđ hélt hreinu skori (Caruana hvađ?) út allt mótiđ en sá gamli var samt skammt undan ţegar komiđ var í mark. Réđust úrslitin í innbyrđis viđureign forystusauđanna í nćstsíđustu umferđ.  Ađrir fengu minna, eins og gefur ađ skilja.

Heildarúrslit:

Jón Kristinn Ţorgeirsson

15

Ólafur Kristjánsson

13˝

Áskell Örn Kárason

12

Símon Ţórhallsson

11˝

Smári Ólafsson

10

Sigurđur Eiríksson

9

Kristinn P Magnússon

9

Karl Egill Steingrímsson

9

Andri Freyr Björgvinsson

Haraldur Haraldsson

7

Kristján Hallberg

Benedikt Stefánsson

4

Gabríel Freyr Björnsson

3

Oliver Ísak Ólason

2

Auđunn Elfar Ţórarinsson

1

Gunnar Breki Gíslason

0

Viđ minnum svo á afmćlismót Gylfa sem byrjar á morgun, laugardag kl. 13


Minningarmót Ragnheiđar Jónu Ármannsdóttur haldiđ á morgun

Ragnheiđur JónaMinningarmót um Ragnheiđi Jónu Ármannsdóttur verđur haldiđ á morgun, laugardaginn, 6. september í húsnćđi Hjálprćđishersins í Mjódd. Ţađ er Eyjólfur Ármannsson, bróđir hennar, sem stendur fyrir mótinu í minningu systur sinnar.

Ragnheiđur hefđi orđiđ 45 ára í sumar hefđi hún lifađ en hún lést 2011. Hún var foringi í Hjálprćđishernum. 

Mótiđ er ćgisterkt en međal keppenda eru 4 alţjóđlegir meistarar og 5 FIDE-meistarar. Keppendalistinn er sem hér segir:

  1. AM Guđmundur Kjartansson (2439)
  2. AM Bragi Ţorfinnsson (2437)
  3. AM Jón Viktor Gunnarsson (2426)
  4. AM Björn Ţorfinnsson (2389)
  5. FM Magnús Örn Úlfarsson (2380)
  6. FM Einar Hjalti Jensson (2349)
  7. FM Davíđ Kjartansson (2331)
  8. FM Guđmundur Gíslason (2309)
  9. FM Ţorsteinn Ţorsteinsson (2242)
  10. Kristján Eđvarđsson (2167)

Keppendur tefla allir viđ alla og umhugsunartíminn verđur 10 mínútur + 5 sekúndur í viđbótartíma á hvern leik.

Fyrstu verđlaun verđa 30.000 kr., önnur verđlaun 20.000 kr. og ţriđju verđlaun 10.000 kr. Hjálprćđishernum verđur auk ţessu veittur 60.000 kr. styrkur.  

Mótiđ hefst kl. 14 og stendur til um ađ vera kl. 18. Áhorfendur velkomnir. 


Rimaskóli tapađi í fyrstu umferđ á NM grunnskólasveita

Rimaskóli Rimaskólasveitin tapađi fyrir sterkri sveit Kannik Ungdomskolen frá Noregi í 1. umferđ NM grunnskóla í Stokkhólmi. Oliver Aron vann á 1. borđi en Nansý, Jóhann Arnar og Kristófer Jóel töpuđu fyrir stigahćrri andstćđingum. Ţađ eru komin ţrjú ár síđan sveit Rimaskóla tapađi síđast viđureign á NM grunnskóla enda munar líka um minna en ađ rimaskoli2.jpgsjá á bak Degi og Jóni Trausta frá síđasta ári. Nokkuđ ljóst ađ Rimaskóli teflir viđ ţrjár sterkustu sveitirnar í fyrstu ţremur umferđunum og ţví spennandi viđureignir framundan hjá Rimaskólakrökkunum nćsta sólarhringinn. 


Golfskákmóti aflýst

Golfskákmóti LEK og Nesklúbbsins hefur veriđ aflýst vegna drćmrar ţátttöku.

LEK vill ţakka Nesklúbbnum og styrktarađilum fyrir samstarfiđ ţó ekki hafi tekist ađ kveikja áhuga nćgilega margra á ţessu óvenjulega móti.

Ţeir sem skráđu sig er beđnir velvirđingar á óţćgindunum.

Fh. LEK

Eggert Eggertsson

 

 


Huginn og TR mćtast í úrslitum

Í gćrkvöldi skýrđist hvađa liđ mćtast í úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga. Huginn vann mjög öruggan sigur á Skákfélagi Reykjanesbćjar 56,5-15,5 en TR-ingar unnu Bolvíkinga einnig fremur örugglega 41,5-30,5 en ţar var spennan nokkur um miđbik keppninnar áđur en TR tók öll völd í lokin.

Hjörvar Steinn Grétarsson fór mikinn fyrir Hugin og hlaut 11,5 vinning í 12 skákum. Ţröstur Ţórhallsson hlaut 10, Magnús Örn Úlfarsson 9,5, Sigurđur Dađi Sigfússon 9 og Kristján Eđvarđsson 8,5 v.

Björgvin Jónsson var langbestur Reyknesinga en hann hlaut 7,5 vinning í 12 skákum. Jóhann Ingvason var nćstur međ 3 vinninga.

Úrslitin má nálgast á Chess-Results.

Hannes Hlífar Stefánsson var bestur TR-inga međ 10,5 vinning í 12 skákum, Benedikt Jónasson nsćtur međ 9 vinninga og Guđmundur Kjartansson ţriđji međ 7 vinninga.

Bragi Ţorfinnsson var bestur Bolvíkinga međ 7,5 vinning og Guđmundur S. Gíslason nćstur međ 6,5 vinning.

Úrsltin má nálgast á Chess-Results

Úrslit Hugins og TR fara vćntanlega fram 27. september nk. 


Caruana hefur tryggt sér sigur á Sinquefield Cup ţrátt fyrir jafntefli viđ Carlsen

Carlsen og CaruanaŢađ kom ađ ţví ađ sigurganga Fabiano Caruana (2801) yrđi stöđvuđ. Ţar ţurfti til sjálfan heimsmeistarann Magnus Carlsen (2877) sem náđi viđ hann jafntefli međ svörtu eftir ađ hafa haft lengi vel vonda stöđu. Međ jafnteflinu tryggir Caruana sér sigur á mótinu en hann hefur hefur 3 vinninga forskot á Carlsen ţegar ađeins tvćr umferđir eru eftir.

Topalov (2772) vann Nakamura (2787) sem virđist alvegum heillum horfinn. Jafntefli varđ í skák Aronian (2805) og MVL (2768)

 Stađan:

  • 1. Caruana (2801) 7,5 v.
  • 2. Carlsen (2877) 4,5 v.
  • 3. Topalov (2772) 4 v.
  • 4.-5. Vachier-Lagrave (2768) og Aronian (2805) 3 v.
  • 6. Nakamura (2787) 2 v.

Í kvöld teflir Caruana viđ Nakamura, sem hefur oft haft hrokafull ummćli í garđ Ítalans, og Carlsen teflir viđ Aronian.

Séu lifandi skákstig (live chess ratings) skođuđ er Caruana nú kominn upp í 2836 skákstig og er nú ađeins 29 stigum á eftir heimsmeistaranum. Ađeins tveir einstaklingar hafa náđ ofar á lifandi stigum en Caruana en ţađ eru Carlsen (2889) og Kasparov (2857). Caruana fór yfir Aronian međ jafnteflinu í gćr.


Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag

bikarsyrpa_banner.pngBikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Fyrsta mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 5. september og stendur til sunnudagsins 7.september. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á "alvöru mótum" einungis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar.  Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:

1. umferđ 17.30 á föstudegi (5. september)

2. umferđ 10.30 á laugardegi (6. september)

3. umferđ 14.00 á laugardegi (6. september)

4. umferđ 10.30 á sunnudegi (7. september)

5. umferđ 14.00 á sunnudegi. (Lokaumferđ + verđlaunaafhending) (7. september).

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is. Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Stefnt er ađ ţví ađ Bikarsyrpan samanstandi af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju móti, en auk ţess verđa veitt sértök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum. 

Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Golfskákmót - Spassky-bikarinn í golfi - skráningu lýkur kl. 16 í dag

meistaramot_golf_nes_200749_20110903_11_147.jpgNesklúbburinn haldur óvenjulegt golfmót 7. september nćstkomandi. Mótiđ er sambland af golfmóti og hrađskák.
Tilefniđ er ađ eftir heimsmeistaraeinvígiđ í skák 1972 hittust ţeir Boris Spassky og Bobby Fischer á Bessastöđum 5. september. Eftir fundinn fór Fischer til Keflavíkur ađ spila keilu en Spassky fór út á Nesvöll ađ slá golfkúlur. Til ađ minnast ţessa og 50 ára sögu Golfklúbbs Ness er golf-skákmótiđ haldiđ.

Golf-skák fer ţannig fram ađ keppendur keppa fyrst í golfi og síđan í hrađskák. Leikinn verđur 9 holu höggleikur og rćst er út á öllum teigum samtímis. Eftir golfleikinn er sest niđur viđ tafl og leiknar 7 hrađskákir eftir Monradkerfi.

Sigurvegari verđur sá sem hefur bestan samanlagđan árangur, sćtaskipan, í golfleiknum og skákinni. Verđi tveir eđa fleiri jafnir rćđur betri árangur í golfinu hver hlýtur Spasky-bikarinn.

Bođiđ verđur upp á súpu eftir golfmótiđ áđur en skákmótiđ hefst. Golf-skákmótiđ er opiđ öllum sem kunna bćđi skák og golf. Keppendur eru beđnir ađ hafa međ sér taflmenn, klukku og golfkylfur. Styrktarađilar mótsins eru WOW-air, AGA-Gas og Nói-Síríus.

Nánari upplýsingar um skráningu hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband