Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Bein útsending frá NM barnaskólasveita

Heimasíđa Skáksambandsins liggur niđri í augnablikinu. Fyrir ţá sem vilja fylgjast međ NM barnaskólasveita má finna beina útsendindingu frá annarri umferđ hér og úrslit má finna á Chess-Results.



Álfhólsskóli vann Rimaskóla - Norđmenn og Danir byrja einnig vel

P1020780Norđurlandamót barnaskólasveita hófst í morgun á Hótel Selfossi. Ásta Stefánsdóttir, framkvćmdastjóri Árborgar setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir Nansý Davíđsdóttur hjá Rimaskóla. Ţađ reyndist Nansý vel ţví hún vann Felix Steinţórsson, Álfhólsskóla. Ţađ dugđi hins vegar ekki fyrir Rimaskóla ţví Álfhólsskóli vann viđureignina 2,5-1,5.

Halldór Atli Kristjánsson vann Joshua Davíđsson og RobertP1020774Luu vann Mikael Maron Torfason. Guđmundur Agnar Bragason og Kristófer Halldór Kjartansson gerđu jafntefli í hörkuskák.

Danir unnu Finna örugglega 4-0 og Norđmenn unnu Svía međ sama mun en ţurftu ţó meira ađ hafa fyrir hlutunum. Danir og sérstaklega Norđmenn virđast vera líklegir til afreka.

Önnur umferđ hefst kl. 16. Álfhólsskóli mćtir ţá Dönum en Rimskćlingar mćta Norđmönnum. Hćgt verđur ađ fylgjast međ umferđinni í beinni útsendingu.


Huginn tekur ţátt í Evrópukeppni taflfélaga

Bilbao ChessSkákfélagiđ Huginn, eitt íslenskra skákfélaga, tekur ţátt í Evrópukeppni taflfélaga  sem fer fram í Bilbao á Spáni 14.-21. september. Félagiđ hefur ekki sent áđur liđ í Evrópukeppnina  en Hellir einn af forverum félagsins hefur mörgum sinnum sent liđ til keppninnar og síđast var ţađ 2011 ţannig ađ ţađ má segja ađ kominn hafi veriđ tími á ţađ ađ senda liđ aftur í keppnina.

Ađstćđur og framkvćmd mótsins virđast vera til fyrirmyndar eins og fram kemur á heimasíđu mótsins ECC14. Ţar er einnig hćgt ad skođa ţau liđ sem taka ţátt í keppninni. Ţađ er tiltölulega ţćgilegt ađ komast á keppnisstađ, tvö flug og liđiđ sótt út á flugvöll.

Liđinu fylgja bestu óskir um gott gengi en ţađ skipa:

  1.  Gawain Jones
  2.  Robin van Kampen
  3.  Ţröstur Ţórhallsson
  4.  Einar Hjalti Jensson
  5.  Hlíđar Ţór Hreinsson
  6. Magnús Teitsson
  7. Vigfús Ó. Vigfússon varamađur og liđstjóri

Byrjendaćfingar TR hefjast nćsta laugardag kl.11

Nćstkomandi laugardag kl. 11:00 - 12:15 hefjast skákćfingar fyrir byrjendur hjá Taflfélagi Reykjavíkur í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12. Um er ađ rćđa nýja barnaćfingu sem ćtluđ er ţeim sem eru ađ taka sín fyrstu skref í skáklistinni.

Kennsluefni á ţessum ćfingum er eins og best verđur á kosiđ og reyndist ţađ afar vel á síđasta starfsári. Ţjálfun og kennsla er í höndum ţaulreyndra skákţjálfara sem allir hafa reynslu af starfi međ börnum auk ţess ađ vera sterkir skákmenn. Ţeir krakkar sem ekki treysta sér til ţess ađ taka beinan ţátt á ćfingunni eru velkomnir ađ koma á ćfinguna og horfa á til ađ byrja međ.

Byrjendaćfingarnar verđa á hverjum laugardegi í vetur kl. 11:00 - 12:15. Hefđbundinn Laugardagsćfing fer einnig fram á hverjum laugardegi líkt og áđur, klukkan 14:00 - 15:00. Félagsćfingar fyrir börn í TR eru svo haldnar strax í kjölfar Laugardagsćfinganna, eđa klukkan 15:00 - 16:00.

Viđ hlökkum til ađ taka á móti ykkur á laugardaginn!


NM barnaskólasveita hefst í kl. 10 - beinar útsendingar!

Norđurlandamót barnaskólasveita verđur haldiđ á Hótel Selfossi nú um helgina. Ţátt taka sex liđ frá öllum Norđurlöndunum ađ Fćreyjum undanskyldum.

Ísland á tvo liđ á mótinu. Annars vegar eru ţađ núverandi Íslands- og Norđurlandameistarar Álfhólsskóla frá Kópavogi og svo er ţađ margfaldir Norđurlanda- og Íslandsmeistarar Rimaskóla.

Búast má ađ hart verđi barist á skákborđinu enda tefla ţarna margir af sterkustu og jafnframt efnilegustu skákkrökkum Norđurlandanna.

Heilmikiđ verđur teflt á Selfossi um helgina fyrir utan sjálft mótiđ og verđur međal annars skákmót í Fischer-setri á laugardagskvöldiđ kl. 19:30 sem opiđ er gestum og gangandi.

Mótiđ hefst  kl. 10 og mun Ásta Stefánsdóttir, framkvćmdastjóri Árborgar, setja mótiđ og leika fyrsta leik ţess.

Íslensku liđin skipa:

Sveit Álfhólsskóla

  1. Felix Steinţórsson (1547)
  2. Guđmundur Agnar Bragason (1346)
  3. Halldór Atli Kristjánsson (1351)
  4. Róbert Luu (1016)
  5. Óđinn Örn Jakobsen

Sveit Rimaskóla

  1. Nansý Davíđsdóttir (1531)
  2. Kristófer Halldór Kjartansson (1000)
  3. Joshua Davíđsson
  4. Mikael Maron Torfason
  5. Róber Orri Árnason


Heimasíđa mótsins - beinar útsendingar

Chess-Results

 


Haustmót TR hefst á sunnudag

htr14_banner.png

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótiđ á 80 ára afmćli í ár, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa tvćr umferđir á viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á skak.is og einnig á heimasíđu T.R. Fylgjast má međ skráningu hér.

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 13. september kl. 18.
Lokaumferđ fer fram föstudaginn 17. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 19. október ţegar Hrađskákmót T.R. fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Kjartan Maack.
 
Dagskrá:
1. umferđ: Sunnudag 14. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 17. september kl.19.30
3. umferđ: Sunnudag 21. september kl.14.00
4. umferđ: Miđvikudag 24. september kl.19.30
5. umferđ: Sunnudag 28. september kl.14.00

---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 8. október kl.19.30
7. umferđ: Sunnudag 12. október kl.14.00
8. umferđ: Miđvikudag 15. október kl. 19.30
9. umferđ: Föstudag 17. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér jafnframt rétt til ţess ađ halda eftir 25% af verđlaunafé ţeirra sem ekki mćta á verđlaunaafhendinguna.

Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur.

Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

Flugfélagssyrpan ađ hefjast: Allir velkomnir! Skráiđ ykkur sem fyrst

DSC_0537
Skákmenn af öllum stigum hafa ţegar skráđ sig til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins. Fyrsta mótiđ verđur haldiđ í hádeginu föstudaginn 12. september í Pakkhúsi Hróksins, sem er í vöruskemmu Brims hf., Geirsgötu 11, alveg viđ gömlu höfnina. Fánar og blöđrur munu vísa veginn.

Áhugasamir eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Tefldar verđa 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ hefst klukkan 12:10 og lýkur um klukkan 13. Sigurvegari syrpunnar fćr ferđ fyrir 2 til Grćnlands međ Flugfélagi Íslands. Ţá verđur nafn eins keppanda dregiđ út, og sá heppni fćr líka ferđ fyrir 2 til ćvintýralandsins Grćnlands.

Hannes Hlífar
Stórmeistarar og áhugamenn jafnt sem ungmenni og eldri kempur eru á keppendalistanum. Jóhann Hjartarson, Helgi ÓlafssonHannes H. Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarssoneru allir skráđir til leiks, auk Íslandsmeistarans 2014, Guđmundar Kjartanssonar, og sterkra skákmanna á borđ viđ Róbert Lagerman og Ingvar Ţór Jóhannesson.

untitled7
Af öđrum kunnum köppum má nefna Inga Tandra TraustasonFinn Kr. FinnssonÓskar LongGauta Pál Jónsson og skákfóstbrćđurna úr Vinaskákfélaginu, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason og Hörđ Jónasson.

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ taka ţátt í skemmtilegu hrađskákmóti.

LEIĐBEININGAR UM STAĐSETNINGU

IMG_3588Pakkahús Hróksins er í vöruskemmu Brims hf. viđ Geirsgötu 11. Ţetta er risastór vöruskemma viđ gömlu höfnina, í grennd viđ Hamborgarabúlluna, Kaffi Haiti og DV. Nćg bílastćđi eru viđ bygginguna fyrir keppendur á skákmótinu. Nánari upplýsingar veita Róbert Lagerman í síma 696 9658 og Hrafn Jökulsson í síma 695 0205.

Sendiđ skráningu sem fyrst á hrokurinn@gmail.com eđa skráiđ ykkur hér: http://hrokurinn.is/category/fatasofnun/flugfelagsmotid/

30 ár frá fyrsta einvígi Kasparov og Karpov

Í gćr voru 30 ár frá fyrsta heimsmeistaraeinvígi Kasparovs og Karpovs hófst. Einvíginu var blásiđ af eftir 48 skákir og 5 mánuđi.

Björn Ţorfinnsson í Taflfélag Reykjavíkur

Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur frá Víkingaklúbbnum. Björn hóf skákferilinn međ TR á unga aldri og snýr ţví nú aftur á ćskuslóđirnar. Björn hefur í rúmlega tvo áratugi veriđ einn virkasti mótaskákmađur landsins og í seinni tíđ einn sá sigursćlasti.

 

Helstu afrek:

-          Margfaldur Norđurlandameistari í skólaskák međ liđum Ćfingaskóla KHÍ og MR

-          Ólympíumeistari međ U16 ára landsliđi Íslands 1995

-          Skákmeistari Reykjavíkur í ţrígang (2003, 2011-2012)

-          Íslandsmeistari í atskák 2008

-          Stórmeistaraáfangi á SŢÍ 2013

-          Margfaldur sigurvegari á helstu innanlandsmótum landsins

Helstu súrsćtu augnablikin sem enginn man nema Björn sjálfur:

-          Tvisvar í öđru sćti Landsliđsflokks SŢÍ (2010, 2013 (tap í aukakeppni))

-          Ţrisvar í öđru sćti Hrađskáksmóts Íslands, ţar af tvö töp í aukakeppnum

-          Ađ tapa GM-norma skákum í röđ á alţjóđlegu móti í Rúmeníu 2010 (skjálftinn sko)

Minnistćđustu tragedíur Björns:

-         Ađ komast stoltur inn á skákstigalistann í fyrsta sinn á síđustu öld og detta útaf honum svo aftur eftir afkáralega frammistöđu í opnum flokki HTR (2,5 af 11 samkvćmt skeikulu minni)  Litli bróđir Björns vann hinsvegar flokkinn međ 8,5 af 11 (samkvćmt skeikulu minni) sem gerđi upplifunina talsvert erfiđari fyrir kappann. Ekki er vitađ um marga sem hafa dottiđ útaf íslenska stigalistanum útaf getuleysi

-          Björn á óstađfest heimsmet međ ţví ađ tapa 43 FIDE-stigum í ađeins ţremur skákum á Meistaramóti Hellis 2004 (tölfrćđilegt hámark er 45 stig)

Taflfélag Reykjavíkur er gríđarlega stolt og ánćgt međ ađ hafa endurheimt ţennan litríka, og skemmtilega sóknarskákmann í félagiđ og óskum honum til hamingju međ yfirvegađ og fagmannlegt val fyrir framtíđ sína viđ skákborđiđ.  Hann verđur vćntanlega prufukeyrđur í úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga  og svo komiđ fyrir á viđeigandi stađ í deildarkeppninni sem er framundan.


Haustmót TR hefst á sunnudag

htr14_banner.png

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótiđ á 80 ára afmćli í ár, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa tvćr umferđir á viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á skak.is og einnig á heimasíđu T.R. Fylgjast má međ skráningu hér.

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 13. september kl. 18.
Lokaumferđ fer fram föstudaginn 17. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 19. október ţegar Hrađskákmót T.R. fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Kjartan Maack.
 
Dagskrá:
1. umferđ: Sunnudag 14. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 17. september kl.19.30
3. umferđ: Sunnudag 21. september kl.14.00
4. umferđ: Miđvikudag 24. september kl.19.30
5. umferđ: Sunnudag 28. september kl.14.00

---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 8. október kl.19.30
7. umferđ: Sunnudag 12. október kl.14.00
8. umferđ: Miđvikudag 15. október kl. 19.30
9. umferđ: Föstudag 17. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2015

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér jafnframt rétt til ţess ađ halda eftir 25% af verđlaunafé ţeirra sem ekki mćta á verđlaunaafhendinguna.

Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur.

Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband