Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Íslandsmót 50 ára + og 65 ára + ekki haldiđ í ar

Íslandsmót 50 ára + og 65 ára + verđur ekki haldiđ í ár. Skipuleggjendur stefndu ađ a.m.k. 20 manna móti en ţegar um vika er í upphaf móts er ljóst ađ ţađ markmiđ nćst ekki ađ sinni. Stefnt er ađ mótinu ađ ári.

Engu ađ síđur er stefnt á ađ halda atskákmót fyrir ţennan hóp helgina 14.-16. nóvember - ţegar seinni hluti Íslandsmótsins átti ađ fara fram.

Nánar um ţađ síđar.


Nýtt Fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í dag. Međal efnis í fréttabréfinu er:
  • Skákfélagiđ Huginn efst á Íslandsmóti skákfélaga - TR og TV skammt undan
  • Fimm manna hópur heldur á EM ungmenna
  • TR hrađskákmeistari taflfélaga
  • Tólf íslenskir skákmenn tóku ţátt í Västerĺs Open 
  • Mykhaylo sigrađi á fyrstu Bikarsyrpu TR
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Sú villa er í bréfinu ađ Símon og Gauti tefla í flokki 14 ára og yngri á EM ungmenna. Hiđ rétta er ađ ţeir tefla í flokki 16 ára og yngri. Beđist er velvirđingar á ţví.

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Caruana efstur í Bakú

Fabiano CaruanaÍtalski stórmeistarinn Fabiano Caruana (2844) heldur áfram ađ brillera. Í sjöttu umferđ Grand Prix-mótsins í Bakú sem fram fór í dag vann hann Peter Svidler (2732). Ítalinn ungi er efstur međ 4˝ vinning og hćkkar enn á lifandi skákstigum. Ţar hefur hann nú 2851 skákstig og er ađeins 12 stigum á eftir Carlsen.

Ađrar sigurvegarar dagsins voru Radjavov sem vann Grischuk og Kasimdzhanov sem hafđi betur gegn Andreikin (2722). Öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Stađan efstir sex umferđir

 

RankNameRtgFEDPts
1Caruana Fabiano2844ITA
2Gelfand Boris2748ISR4
3Radjabov Teimour2726AZE
4Nakamura Hikaru2764USA
 Kasimdzhanov Rustam2706UZB
6Tomashevsky Evgeny2701RUS3
7Karjakin Sergey2767RUS3
8Svidler Peter2732RUS3
9Dominguez Perez Leinier2751CUB
10Grischuk Alexander2797RUS2
11Mamedyarov Shakhriyar2764AZE2
12Andreikin Dmitry2722RUS

 

 


Björgvin efstur hjá Ásum í dag

Björgvin VíglundssonEins og alla ađra ţriđjudaga ţá mćtti vaskur hópur eldri skákmanna í Stangarhyl 4 í dag og tefldu sér til gamans. Ţađ voru tuttuguogfimm skákmenn sem settust viđ skákborđin á mínútunni kl. 13.00

Björgvin Víglundsson hélt sínu striki og varđ efstur eins og oft áđur en hann fékk átta og hálfan vinning af tíu mögulegum.

Guđfinnur R Kjartansson fékk sjö og hálfan vinning í öđru sćti.

Sćbjörn Guđfinnsson fékk svo sjö vinninga í ţriđja sćti.

Ţađ voru margir sterkir karlar ţarna í dag.

Sjá nánari úrslit í töflu.

 

2014_sir_-_m_tstafla_7_okt_7_10_2014_21-27-07.jpg

 


Eitt skemmtilegasta mót ársins: Alţjóđa geđheilbrigđismótiđ á fimmtudagskvöld!

IMG_3794
Alţjóđa geđheilbrigđismótiđ í skák verđur haldiđ í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, fimmtudaginn 9. október kl. 20. Ţetta er tíunda áriđ í röđ sem mótiđ er haldiđ, en ţađ er eitt fjölmennasta og skemmtilegasta skákmót ársins.  
 
Mótiđ er liđur í hátíđarhöldum vegna Alţjóđa geđheilbrigđisdagsins, og er opiđ skákmönnum á öllum aldri og er ţátttaka ókeypis. 

Ađ mótinu standa Taflfélag Reykjavíkur, Hrókurinn og Vinaskákfélagiđ. Međal sigurvegara fyrri ára á Alţjóđa geđheilbrigđismótinu eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson.

Forlagiđ og Sögur útgáfa gefa vinninga og eru verđlaun veitt í ýmsum flokkum.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst í netfangiđ chesslion@hotmail.com.

Annađ mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst á föstudaginn

 

 

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Annađ mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 10. október og stendur til mánudagsins 13. október. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.


Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á "alvöru mótum" mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar.  Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.


Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (10.október)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (11.október)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (11.október)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (12.október)
5. umferđ 17.30 á mánudegi. (Lokaumferđ + verđlaunaafhending) (13. október).

ATH. breyting frá fyrsta mótinu.  Ţá fór seinasta umferđ fram seinnipart sunnudags.  Vegna Haustmóts T.R. fer lokaumferđin fram á mánudegi.

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur og á Skák.is (guli glugginn efst).

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Stefnt er ađ ţví ađ Bikarsyrpan samanstandi af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Íslandsmót 50+ ára og 65+ ára hefst 16. október

Íslandsmót skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + verđa haldin í fyrsta skipti nú í haust. Fyrri hluti mótsins verđur haldinn 16.-19. október í Reykjavík og sá síđari á Hótel Selfossi 14.-16. nóvember. 

Fyrirkomulag

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 90 mín. + 30. sek. viđbótartími á hvern leik.

Flokkaskipting

Teflt verđur í tveimur flokkum 50 ára + (1964 og fyrr) og 65 ára + (1949 og fyrr). Ţeir sem eru 65+ geta valiđ um í hvorum flokkum ţeir tefla.  

Verđi skráđir keppendur í öđrum hvorum flokknum fćrri en 12 verđi teflt í einum flokki en engu ađ síđur teflt um tvo Íslandsmeistaratitla

Verđi tveir eđa fleiri efstir og jafnir verđur stigaútreikningur látinn ráđa.

Dagskrá mótsins

Fyrstu fjórar umferđir mótsins verđa haldnar í Reykjavík.

  • 1. umf., fimmtudaginn 16. október, kl. 19
    3. umf., laugardaginn, 18. október, kl. 13
    4. umf., sunnudaginn, 19. október, kl. 13
  • 4. umf., fimmtudaginn, 13. nóvember, kl. 19

Síđustu ţrjár umferđir mótsins verđa haldnar á Hótel Selfossi.

  • 5. umf., föstudaginn, 14. nóv., kl. 19
    6. umf., laugardaginn, 15. nóv., kl. 13
    7. umf., sunnudaginn, 16. nóv., kl. 13

Tilbođ frá Hótel Selfossi

 Hótel Selfoss býđur keppendum upp á fćđi og gistingu á eftirfarandi verđi:

  • Tvíréttađur hádegisverđur frá 2.800- kr
  • Ţriggja rétta kvöldverđur pr. skipti. 6.100.- kr
  • Ţriggja rétta hátíđarkvöldverđur. 7.200.- kr.

Gisting á föstudegi     10.500 tveggja manna herbergi
                                      8.500 eins manns herbergi

Gisting á laugardegi   18.000 tveggja manna herbergi
                                   16.000 eins manns herbergi

Nánari upplýsingar og pantanir sendist í info@hotelselfoss.is.

Verđlaun

  • Fyrstu verđlaun í hvorum flokki eru 50.000 kr. styrkur á HM eđa EM öldunga
  • 2.-3. verđlaun - gripir
  • Einnig gripir í flokkum 70+, 75+ og 80+

Ţátttökugjöld:

6.000 kr. fyrir alla. Kaffi innifaliđ í verđi.

Skráning

www.skak.is eđa hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Vignir Vatnar í námunda viđ toppinn á HM ungmenna

Vignir Vatnar í DurbanDurban, Suđur-Afríku 25. september

Hafgolan sveigir pálmatrén viđ ströndina, hvítfyssandi öldur en stórskipalćgi í fjarska; svo byrjar barnakór ađ syngja á gangstéttinni umkringdur mannmergđ og mađur er kominn til Suđur-Afríku. Durban, sem er vettvangur heimsmeistaramóts ungmenna 8-18 ára, ţar sem Vignir Vatnar Stefánsson er eini keppandi Íslands, liggur nćstum ţví eins langt suđur frá Íslandi og hćgt er ađ komast. Flugleiđin London-Jóhannesarborg tekur 11 klst. sem er ţó varla nema eins og „ein vakt á stíminu" svo mađur noti nú orđalag Stefáns Péturssonar, gamals sjómanns og föđur Vignis Vatnars sem er međ í för. Truflun á dćgursveiflunni er ţó ekki mikil; tímamismunur á Íslandi og Durban eru tvćr klukkustundir. Ţeir glíma viđ beltahrollinn sem koma frá Eyjaálfu og nćrliggjandi svćđum og ţađ er eini gallinn viđ skipulag ţessa móts ađ fyrstu dagana hafa krakkarnir stundum veriđ látnir tefla tvćr skákir á dag. Vignir Vatnar, sem er 11 ára gamall og er á fyrra ári í sínum flokki, tefldi langar og strangar morgunumferđir en brast úthald í seinni skákinni, og missti t.d. af rakinni vinningsleiđ snemma tafls í 6. umferđ. Hann er međ 4˝ vinning af sjö mögulegum og viđ gerum okkur góđar vonir um lokasprettinn enda hefur pilturinn teflt vel.

Skákmót af ţessari stćrđargráđu, ţar sem sem keppendur eru í kringum ţúsund talsins, hefur ekki veriđ haldiđ áđur í Suđur-Afríku en afar vel skipulagt. Keppnin fer öll fram í einum sal í fimm stjörnu ráđstefnuhöll í miđborginni. Norđurlandaţjóđirnar eiga a.m.k einn fulltrúa á mótinu en Norđmenn, sem sigla á bylgju Magnúsar Carlsens, senda hvorki fleiri né fćrri en 27 keppendur til leiks. Skáksambandiđ leggur meiri áherslu á EM ungmenna sem hefst í Georgíu í nćsta mánuđi ţar sem fimm íslenskir skákmenn taka ţátt en kostnađur viđ ţátttöku Vignis Vatnars er auđvitađ mikill. Sameinađir kraftar leystu máliđ. Vignir tefldi viđ gamlan kunningja frá Noregi í fimmtu umferđ. Framan af var skákin í járnum en í miđtaflinu var Vignir úrrćđabetri og vann međ snarpri kóngssókn:

5. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson - Andre Nielsen

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Be7 6. Bb7 Bb7 7. 0-0 0-0 8. Rc3 Re4 Dc2 Rxc3 10. Dxc3 d5

Ţessi eđlilegi leikur hefur ekki gott orđ á sér. Eftir 11.... c5 eđa 11.... f5 á svartur ađ jafna tafliđ.

11. cxd5 exd5 12. Bf4 c5 13. Hfd1 Rc6 14. dxc5 bxc5 15. h4!?

Vignir vildi hindra framrás g-peđsins en ţessi leikur nýtist vel ađ ýmsu öđru leyti.

15.... d4 16. Dc4 Ra5 17. Dc2 Db6 18. Hb1 Hac8 19. Bh3 Ha8 20. Re5 Hfd8 21. Kh2 f6 22. Rf3 Bxf3?

Gefur eftir hvítu reitina, 22.... c4 leit vel út en eftir 23. b4! d3 24. exd3! Bxf3 25. bxa5 Bxd1 á hvítur millileikinn 26. Dxc4+! og vinnur.

23. exf3 Bd6 24. Bd2 Hb8 25. h5 He8 26. Bf5 h6 27. He1! He5 28. Be6+ Kh8 29. Dg6 Bf8 30. Hxe5 fxe5

Hćgt og bítandi hefur hvítur náđ ađ byggja upp sterka sóknarstöđu. Nú rífur hann upp kóngsstöđuna.

g8kt0j8l.jpg31. Bxh6!

Vitaskuld ekki 31.... gxh6 32. Dg8 mát.

31.... c4 32. Bxg7+! Bxg7 33. h6 Dc7 34. Bf7

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 27. september 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Huginn efstur í hálfleik eftir sigur á TR

 

P1020903

Skákfélagiđ Huginn er efst eftir fyrra hluta Íslandsmóts skákfélaga eftir 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur í fimmtu umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag í Rimaskóla. Huginn náđi ţar međ forystusćtinu af TR en ađeins munar hálfum vinningi. Taflfélag Vestmannaeyja er svo öđrum hálfum vinningi ţar á eftir, eftir góđan 6,5-1,5 á Fjölnismönnum. Félögin ţrjú hafa öll góđan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en síđari hlutinn fer fram í mars 2015.

 

Úrslit 5. umferđar:

No.TeamTeamRes.:Res.
1  Skákfélagđ Huginn a-sveit  Taflfélag Reykjavíkur5:3
2  Skákfélag Íslands  Víkingaklúbburinn3:5
3  Skákdeild Fjölnis  Taflfélag Vestmannaeyja:
4  Skákfélag Akureyrar  Taflfélag Bolungarvíkur:
5  Skákfélag Reykjanesbćjar  Skákfélagiđ Huginn b-sveit4:4


Stađan:

  1. Skákfélagiđ Huginn 28,5 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur 28 v.
  3. Taflfélag Vestmanneyja 27,5 v.
  4. Skákdeild Fjölnis 23 v.
  5. Taflfélag Bolungarvíkur 21,5 v.
  6. Skákfélagiđ Huginn b-sveit 18 v. (5 stig)
  7. Skákfélag Akureyrar 18 v. (4 stig)
  8. Víkingaklúbburinn 12,5 v.
  9. Skákfélag Reykjanesbćjar 12 v.
  10. Skákfélag Íslands 11 v.
Sjá nánar á Chess-Results


Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 16,5 v.
  2. Skákdeild KR 16 v.
  3. Taflfélag Garđabćjar 14,5 v.
  4. Skákfélag Akureyrar b-sveit 14,5 v..

Sjá nánar á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í 3. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 8 stig (18,5 v)
  2. Skákfélag Selfoss og nágrennis 7 stig (14 v.)
  3. Skákdeild Fjölnis b-sveit 6 stig (16 v.)

Sjá nánar á Chess-Results

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 8 stig (20,5 v.)
  2. Skákfélag Sauđárkróks 6 stig (17 v.)
  3. Taflfélag Garđabćjar 6 stig (15 v.)
  4. Skákfélag Siglufjarđar 6 stig (13,5 v)

Sjá nánar á Chess-Results


TR međ 1,5 vinnings forskot á Hugin - sveitirnar mćtast á morgun

Skáksveit Taflfélags Reykjavíkur hefur 1,5 vinnings forskot á Skákfélagiđ Huginn ađ lokinni fjórđu umferđ Íslandsmót skákfélaga sem fram fór í kvöld í Rimaskóla

TR vann Skákfélag Reykjanesbćjar 7-1 og Skákfélagiđ Huginn vann Íslandsmeistara Víkingaklúbbsins međ sama mun.

Skákdeild Fjölnis er í ţriđja sćti 2 vinningum á eftir Hugin eftir góđan sigur á Bolvíkingum 5,5-2,5. Eyjamenn, sem gersigruđu Skákfélag Íslands, 7,5-0,5, eru fjórđu hálfum vinningi ţar á eftir. Ţessar sveitir virđast vera í sérflokki.

Sveitirnar mćtast innbyrđis á morgun. Annars vegar mćtast TR og Huginn og hins vegar mćtast Fjölnir og Eyjamenn.

Taflfélag Garđabćjar er í forystu í 2. deild. TR-c og TR-d eru svo efstar í 3. og 4. deild

Stađan í 1. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur 25 v.
  2. Skákfélagiđ Huginn 23,5 v.
  3. Skákdeild Fjölnis 21,5 v.
  4. Taflfélag Vestmannaeyja 21 v.
  5. Taflfélag Bolungarvíkur 17 v.
  6. Skákfélag Akureyrar 14,5 v
  7. Skákfélagiđ Huginn b-sveit 14 v.
  8. Skákfélag Íslands 8 v.
  9. Skákfélag Reykjanesbćjar 8 v.
  10. Víkingaklúbburinn 7,5 v

Sjá nánar á Chess-Results


Stađa efstu liđa í 2. deild:

  1. Taflfélag Garđabćjar 13 v.
  2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 v.
  3. Vinaskákfélagiđ 11 v.
  4. Skákfélag Akureyrar 11 v.

Sjá nánar á Chess-Results.

Stađa efstu liđa í 3. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 6 stig (13,5 v.)
  2. Skákfélag Selfoss og nágrennis 5 stig (10 v.)
  3. Ungmennasamband Borgarfjarđar 4 stig (12 v.)
  4. Skákdeild Fjölnis b-sveit 4 stig (12 v.)
  5. Skákdeild KR b-sveit 4 stig (12 v.)

Sjá nánar á Chess-Results

Stađa efstu liđa í 4. deild:

  1. Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 6 stig (16,5 v)
  2. Skákfélag Siglufjarđar 6 stig (12 v.)
  3. Skákgengiđ 4 stig (13 v.)

Sjá nánar á Chess-Results


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 8778834

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband