Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Opiđ fyrir skráningu í Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák

Búiđ er ađ opna fyrir skráningu í Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák, sem fram fer laugardaginn 13. desember í útibúi Landsbankans í Austurstrćti.

Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ um u.ţ.b. 80 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku.

Frekar upplýsingar um mótiđ má nálgast hér.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

 

 


Yu Yangyi vann í Katar

Ya Yangvi - nćst sterkasta ungmenni heimsKínverski stórmeistarinn Yu Yangyi (2705) kom sá og sigrađi á ofurmótinu í Katar sem lauk í dag. Yu vann Kramnik (2760) í lokaumferđinni en heimsmeistarinn fyrrverandi hafđi unniđ sex skákir í röđ fyrir umferđ dagsins. Kínverjinn ungi, sem var međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2013, hlaut 7,5 vinning. Kramnik varđ í 2.-3. sćti međ 7 vinninga ásamt Anish Giri (2776).

Lokaröđ efstu manna

Katar

Alls taka 92 stórmeistarar ţátt í mótinu og hafa 14 ţeirra meira en 2700 skákstig.

 


Magnús Pálmi og Ţorvarđur Fannar efstir fyrir lokaumferđ Vetrarmóts öđlinga

Magnús Pálmi Örnólfsson og Ţorvarđur Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir međ 5 vinninga ađ loknum sex umferđum á Vetarmóti öđlinga. Í sjöttu og nćstsíđustu umferđinni sem fór fram í gćrkveldi vann Magnús Siguringa Sigurjónsson en Ţorvarđur lagđi Sverri Örn Björnsson. Hvorki fleiri né fćrri en sex keppendur koma nćstir međ 4 vinninga.

Stađa efstu manna:

Vetrarmót öđlinga

Ţađ er ljóst ađ baráttan á lokasprettinum verđur ćsispennandi en lokaumferđin fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst hún kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Ţorvarđur og Kristján Halldórsson, Magnús og Vignir Bjarnason, John Ontiveros og Sverrir sem og Guđmundur Aronsson og Magnús Magnússon.

Áhorfendur eru velkomnir en ávallt er heitt á könnunni.


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram 13. desember

Skakmot LB 2013   0079Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 13. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Tímamörkin eru 5+2 og tefldar eru ellefu umferđir.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) og hefst á morgun 5. desember nk. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ um u.ţ.b. 80 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku.

Ţetta er ellefta áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

1. 100.000 kr.
2.  60.000 kr.
3.  50.000 kr.
4.  30.000 kr.
5.  20.000 kr.

Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu.

Aukaverđlaun

  • Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (1998 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (1998 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsti eldri skákamađur (1954 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg skákstig 1. desember sl.(íslensk skákstig hafi keppendur ekki alţjóđleg stig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir.
Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Fyrri sigurvegarar

  • 2013 – Helgi Ólafsson
  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Jólamót Víkingaklúbbsins

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 10. desember. Í A og B flokki verđa telfdar 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann, en í C flokki verđa telfdar 4. umferđir međ 7. mínútur á mann.  Mótiđ hefst mótiđ kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Skákstjóri verđur hinn reynslumikli Stefán Bergsson. 

Keppt verđur ţrem aldursflokkum á mótinu.  

A flokkur keppendur fćddir 1999-2004 (5-10 bekkur).
B flokkur keppendur fćddir 2005-2007 (2-4 bekkur).
C flokkur keppendur fćddir 2008 og yngri, PEĐASKÁK (1. bekkur).  Ţeir keppendur sem fćddir 2008 og yngri sem vilja taka ţátt í B flokki geta ţađ ađ sjálfsögđu.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn)

Einnig verđa sérstök stúlknaverđlaun auk ţess sem veitt verđa fjöldi aukaverđlauna. Barna og unglingaćfingar voru vikulega í vetur, en nćsta ćfing eftir jólafríđ verđur miđvikudaginn 14. janúar og verđa ćfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Í fyrra sigrađi Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Óskar Víkingur Davđsson sigrađi í yngri flokki

Úrslit jólamótsins 2013 hér:

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagiđ Víkingur


Gallerý Skák - Gunnar Björnsson vann grjótiđ

Gunnar grjótharđi 27.11.2014 22 03 47Kappteflinu um Patagóníusteininn lauk nýlega međ verđskulduđum sigri hins kunna skákforkólfs Gunnars Björnssonar, sem uppskar 38 stig af 40 mögulegum og var vel ađ sigrinum kominn. Ritstjórinn hefur ţví góđa afsökun fyrir ţví ađ birta mynd af sjálfum sér hér á fréttasíđunni ađ ţessu sinni. smile

X  

Eftir ađ hafa unniđ 3 mót í röđ međ afar Vettvangsmynd frá síđasta mótinu af sex 2.12.2014 21 49 22.2014 21 49 22...sannfćrandi hćtti og hlotiđ 30 vinninga af 33 mögulegum varđ forsetinn ţó ađ sćtta sig viđ ţriđja sćtiđ í lokamótinu eftir ađ hafa lotiđ í gras fyrir Guđfinni, Páli og Tóta Tönn. Ţeir tveir síđarnefndu eru gamlir meistaraflokksmenn frá ţví fyrir rúmri hálfri öld sem gengiđ hafa í endurnýjun lífdaganna í skákinni. Páll kominn yfir áttrćtt og Ţórarinn ađ nálgast ţann virđulega aldur, mesti aflakóngur landsins á stöng og ţó víđar vćri leitađ.  Hann sést hér á myndinni etja kappi viđ Jon Olav Fivelstad, nojarann glađbeitta, en Páll og ađrir keppendur fylgjast spenntir međ baráttu ţeirra á borđinu.

  X

Einar Ess afhendir Gunnari grjótiđ  27.11.2014 22 03 17Ţetta dugđi Gunnari hinum grjótharđa til sigurs ţar sem Stefán Bergsson, útbreiđslustjóri, var fjarri góđu gamni sem hefđi getađ sett smá strik í reikninginn hefđi hann veriđ i stuđi. Mótsstjórinn afhenti síđan sigurvegaranum Patagóníusteininn í hendur sem hann fékk ađ handleika smá stund međan klappađ var fyrir honum og hann hneigđi sig djúpt. Ţetta er farandgripur sem ţrír efstu menn fá nafn sitt greypt á gullnu letri og fer á Skáksögusafniđ í fyllingu tímans - en ţeir ekki.

X

Lokaúrslitin í ţessari 6 kvölda Grand Prix mótaröđ urđu eins og sést á međf. mynd af fimm efstu mönnum sem ţar eru nafngreindir ásamt skoruđum stigum sínum.  Alls hlutu 18 keppendur stig í mótunum sex en fjögur bestu töldu til stiga og vinnings. 

X

Skákkvöldin í Gallerýinu á fimmtudagskvöldum hafa veriđ nokkuđ vel sótt af ástríđuskákmönnum á öllum aldri ţađ sem af er vetri. Tvo mót er eftir  fyrir Jól og annan fimmtudag verđur ađeins meira um dýrđir en venjulega  ţegar sérstakt JólaKapp&Happ-mót verđur haldiđ. Ţá verđur vćntanlega kátt í skákhöllinni í Faxafeni ef ađ líkum lćtur. Muniđ ađ mćta kl. 18 réttstundis.

Myndaablúm (ESE)

Kapptefliđ um Patgagóníusteinninn   efstu menn 3.12.2014 09 57 31


Björgvin efstur í ellefta sinn

Ţađ var nú frekar afslappađ andrúmsloft á ţessum tólfta skákdegi haustsins hjá skákfélaginu Ćsir í dag.

Auđvitađ var barist til síđasta manns í mörgum viđureignum, en ţađ fór allt fram innan velsćmismarka  og ţađ komu ekki upp nein alvarleg ágreinings efni í orrustunum 140 sem háđar voru í dag.

Menn verđa ekkert kátir ţegar ţeir leika ólöglegum leik og tapa ţar međ skákinni,kannski eftir örfáa leiki.

Ţađ er ekki viđ neinn ađ sakast nema sína eigin fljótfćrni.

Björgvin Víglundsson tefldi af sínu venjulega öruggi eins og venjulega og uppskar 9 vinninga af 10,

Ţađ voru samt tveir kappar sem náđu jafntefli viđ hann,ţađ voru ţeir Jón Ţorleifur Jónsson og Ţorsteinn Ţorsteinsson.

Friđgeir Hólm náđi öđru sćtinu međ 8 ˝ vinning, svo kom Guđfinnur R Kjartansson í ţriđja sćti međ 8 vinninga. 

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE

Ćsir 2014-12-02

 


Kramnik vann Giri - eru efstir og jafnir

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2760), vann Anish Giri (2776) í sjöundu umferđ opna ofurmótsins í Katar í dag. Ţar međ stöđvađi hann siguröngu Hollendings sem hafđi unniđ allar sínar sex skákir. Ţeir eru efstir og jafnir. Úsbekinn Saleh Salem(2586) og Kínverjinn Yu Yangvi (2705) eru í 3.-4. sćti međ hálfum vinningi minna.

Áttundua og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast Giri - Yangvi og Salem - Kramnik.

Röđ efstu manna:

Katar

Alls taka 92 stórmeistarar ţátt í mótinu og hafa 14 ţeirra meira en 2700 skákstig.

 


Guđlaug skákmeistari Garđabćjar

Guđlaug Ţorsteinsdóttir 6.5.2014 13 09 55Gauđlaug Ţorsteinsdóttir (2006) kom sú og sigrađi á Skákţingi Garđabćjar sem lauk í gćr. Segja má ađ Guđlaug hafi komiđ ađ hliđ en hún tapađi í fyrstu umferđ en hlaut svo 5˝ vinning í lokaumferđunum sex. Í síđustu umferđ vann hún Agnar Tómas Möller (1657). 

Bárđur Örn Birkisson (1636) og Páll Sigurđsson (1919) urđu í 2.-3. sćti međ 5 vinninga. Frábćr árangur hjá Bárđi sem hćkkar um 117 stig fyrir frammistöđu sína! Páll byrjađi rólega eins og Guđlaug. Tapađi tveimur fyrstu skákunum en vann ţćr fimm síđustu! Fórnarlambiđ í lokaumferđin var Jóhann Helgi Sigurđsson (2013).

Vert er ađ benda einnig á árangur Agnars Tómasar Möller sem endađi í 4.-6. sćti og hćkkar um 101 fyrir frammistöđuna. 

Lokastöđuna í a-flokki má finna á Chess-Results.

B-flokkurŢorsteinn Magnússon


Ţorsteinn Magnússon (1241) sigrađi í b-flokki en hann hlaut 6 vinninga í sjö skákum. Góđur árangur hjá Ţorsteini en var ađeins sjötti í stigaröđ keppenda. Ţorsteinn hćkkar um 85 stig fyrir frammistöđuna.

Guđmundur Agnar Bragason (1352) og Róbert Luu (1315) urđu í 2.-3. sćti međ 5˝ vinning.

Lokastöđuna í b-flokki má nálgast á Chess-Results.

Hrađskákmót Garđabćjar fer fram nk. mánudagskvöld. 


Riddarinn - Kapptefliđ um Skáksegliđ

Friđgeir K. Hólm međ skáksegliđ 26.11.2014 22-57-50Hinni árlegu mótaröđ um Skáksegliđ lauk í síđustu viku međ sigri Friđgeirs K. Hólm, hins brúnaţunga en samt brosmilda skáköđlings.    

Hin vikulegu skákmót á vegum Riddarans eru ađ jafnađi mjög vel sótt, sumpart af sömu skággeggjurunum og tefla í hinum skákklúbb eldri borgara, sem Ćsir heitir.  Munurinn er sá ađ ţar syđra tefla menn allt áriđ um kring og slá ekkert af yfir sumariđ, enda oftast rigning hvort sem er eđa sem betra er ađ komast í forsćlu undan sólarhitanum. Ţví miđur stefnir í ađ mótin verđi ađeins 50 á ţessu ári ţví ađfangadag og gamlársdag ber upp á miđvikudag ađ ţessu sinni.   

Sextán garpar sátu ţar ađ tafli í síđustu viku viđ Suđurgötuna í Gaflarabć og eltu  grátt silfur saman. Allt var ţetta ţó í góđu en baráttan stóđ um ţađ hver myndi verđa efstur ađ stigum í kappteflinu um Skáksegliđ, minningargrip um Grím Ársćlsson, sem nú var keppt um í 6. sinn. Friđgeir og Jón Ţ. Ţór stóđu best ađ vígi ađ ţrem mótum loknum en í fjarveru ţess síđarnefnda í dag átti Friđgeir međ tvo mót unnin og 20 stig á hendi besta möguleika.

Ţannig fór ţađ líka ađ Guđfinnur R. Kjartansson, sigurvegari sl. árs og Friđgeir urđu efstir og jafnir og ţađ dugđi hinum síđarnefnda til sigurs. Hann hlaut alls 28 stig, Guđfinnur 21 og Sigurđur E. Kristjánsson og Jón Ţ. Ţór 18 (2. mót). Ţrjú bestu mót hvers keppanda töldu til stiga og vinnings. Sigurvegarinn fćr nafn sitt skráđ silfruđu letri á hinn fagra farandgrip sem fer á Skáksögusafniđ í fyllingu tímans.

Teflt verđur grimmt í Vonarhöfn nćstu 3 miđvikudaga en Jólamót Riddarans verđur háđ og haldiđ 17. desember.  Öll mót hefjast kl. 13 og tefldar eru 10. mínútna hvatskákir, 11. umferđir.  Allir skákţyrstir skákgarpar 60+ velkomnir til tafls og skrafs milli skáka.

 

sKÁKSEGLIĐ-Lokamótiđ  26.11.2014 22-57-50


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8778717

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband