Fćrsluflokkur: Spil og leikir
8.12.2014 | 22:42
Hannes efstur í San Salvador
Hannes Hlífar Stefánsson (2564) er efstur međ 5,5 vinning ađ loknum sex umferđum á alţjóđlegu móti í El Salvador. Í fimmtu umferđ í gćr gerđi hann jafntefli viđ Guđmund Kjartansson (2451) og í dag hann kúbverska FIDE-meistarann Roberto Carlo Sanchez Alvarez (2390).
Guđmundur er í 2.-7. sćti međ 5 vinninga en hann gerđi jafntefli viđ bandaríska stórmeistarann Alejandro Ramirez (2579).
Hannes teflir viđ Ramirez í sjöundu umferđ en Guđmundur teflir viđ kúberska stórmeistarann Omar Almeida Quintana (2485).
131 skákmađur frá 12 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru sex stórmeistarar og níu alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 3 í stigaröđ keppenda en Guđmundur eru nr. 7.
8.12.2014 | 12:52
Hrađskákmóti Garđabćjar frestađ
Hrađskákmóti Garđabćjar sem átti fara fram í kvöld hefur veriđ frestađ um viku vegna veđurs.
8.12.2014 | 09:58
Jólaskákmótiđ í Vin í dag kl. 13

8.12.2014 | 09:41
Jón, Kristján og Viktor hérađsmeistarar HSŢ 2014
Jón Ađalsteinn Hermannsson, Kristján Davíđ Björnsson og Viktor Hjartarson unnu sigur hver í sínum aldursflokki á hérađsmóti HSŢ í skák 2014 fyrir 16 ára og yngri sem fram fór á Laugum sl. ţriđjudag. Ađeins tveir keppendur mćttu til leiks í flokki 8 ára og yngri og tefldu ţeir ţví međ keppendum í flokki 9-12 ára. Viktor og Sváfnir Ragnarsson náđu báđir ađ vinna eina skák, en Viktor Hjartarson vann tiltilinn ţar sem hann vann skákina viđ Sváfni. Kristján Davíđ Björnsson hafđi mikla yfirburđi í flokki 9-12 ára og vann allar sínar skákir. Tímamörk voru 7 mín á mann.


Lokastađan í flokki 8 ára og yngri og 9-12 ára.
1. Kristján Davíđ Björnsson 7 vinninga af 7 mögulegum
2. Ari Ingólfsson 5
3. Stefán Bogi Ađalsteinsson 4,5
4. Björn Gunnar Jónsson 4
5. Hilmar Örn Sćvarsson 3,5
6. Magnús Máni Sigurgeirsson 2
7. Viktor Hjartarson 1
8. Sváfnir Ragnarsson 1
Keppni í flokki 13-15 ára var mjög jöfn og hörđ og ţegar upp var stađiđ voru ţrír keppendur efstir og jafnir međ fjóra vinninga, eftir tvöfalda umferđ. Var ţví ákveđiđ ađ ţessir ţrír efstu tefldu aftur daginn eftir tvöfallt einvígi um titilinn, en međ 7. mín umhugsunartíma í stađ 10 mín og gerđi Jón Ađalsteinn Hermannsson sér lítiđ fyrir og vann allar skákirnar fjórar og hérađsmeistaratitilinn í flokknum um leiđ. Eyţór og Jakub fegnu báđir einn vinning og háđu ţví hrađskákeinvígi um annađ sćtiđ, Aftur komu ţeir jafnir í mark međ einn vinning hvor. Ţá tefldu ţeir svokallađa armageddon-skák ţar sem hvítur var međ 5 mín en svartur 4 mínútur en svörtum dugđi jafntefli til sigurs. Ţađ fór svo ađ Jakub sem stýrđi hvítu mönnunum vann sigur og ţar međ annađ sćtiđ. Eyţór hafnađi ţví í ţriđja sćti.

Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2014 | 07:00
Hrađskákmót Garđabćjar fer fram í kvöld
Hrađskákmót Garđabćjar verđur haldiđ mánudaginn 8. desember 2014. Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi.
Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki. Reikna má međ ađ mótiđ verđi búiđ um kl. 22.
1. verđlaun í Hrađskákmóti Garđabćjar eru 15.000 kr. auk verđlaunagrips. Medalíur fyrir 2. og 3. sćti. Efsti TG-ingur hlýtur 5.000 kr. Verđlaunafé skiptist eftir Hort kerfi.
Frítt er í hrađskákmótiđ fyrir ţátttakendur skákţingsins og félagsmenn TG en ađrir gestir borga 1.000 kr.
Hrađskákmeistari 2013 var Hjörvar Steinn Grétarsson
Eftir hrađskákmótiđ er verđlaunahending fyrir bćđi Hrađskákmótiđ auk Skákţings Garđabćjar.
Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 7.12.2014 kl. 21:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2014 | 21:23
Góđ byrjun Hannesar og Guđmundar
Hannes Hlífar Stefánsson (2564) og Guđmundur Kjartansson (2451) hafa fullt hús ađ loknum fjórum umferđum á alţjóđlegu móti sem nú er í gangi í El Salvador. Í fjórđu umferđ vann Guđmundur hinn sterka venesúelska stórmeistara Eduardo Iturrizaga (2654). Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri mćtast ţeir félagarnir frá Íslandi.
131 skákmađur frá 12 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru sex stórmeistarar og níu alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 3 í stigaröđ keppenda en Guđmundur eru nr. 7.
6.12.2014 | 21:50
Fjölmennasta Jólaskákmót TR og SFS frá upphafi!
Árlegt Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur var haldiđ dagana 1.-2.desember síđastliđinn. Líkt og síđustu ár var mótiđ afar vel sótt, bćđi af ungum skákmönnum sem og gestum. Alls tefldu 50 skáksveitir á mótinu sem er metţátttaka, en í fyrra var einnig sett ţátttökumet ţegar 44 skáksveitir öttu kappi.
Mótiđ í fyrra heppnađist frábćrlega sem hefur vafalítiđ átt ţátt í ţví hve margar skáksveitir tóku ţátt ađ ţessu sinni, en ekki má heldur gleyma ţví ađ skákstarf í skólum og taflfélögum borgarinnar er međ blómlegasta móti ţessi misserin. Áćtlađ er ađ hátt í 300 manns hafi heimsótt Taflfélag Reykjavíkur ţá tvo daga sem mótiđ stóđ yfir. Yngri flokkur reiđ á vađiđ á sunnudeginum en ţeir eldri settust viđ skákborđin daginn eftir.
Yngri flokkur opinn flokkur
Yngstu skákmennirnir tefldu í tveimur riđlum; Norđur riđli og Suđur riđli. Ţađ fyrirkomulag var tekiđ upp í fyrra enda stćkkar mótiđ ár frá ári. Ţessi tvískipting yngri flokks hefur gefist vel og gengu mótin afar vel ţrátt fyrir ţennan mikla fjölda keppenda.
Suđur riđill hófst klukkan 10:30 og voru margar sterkar skáksveitir skráđar til leiks. Í opnum flokki fór ţar fremst a-sveit Ölduselsskóla sem mćtti til leiks grá fyrir járnum međ reynslumikla og sterka skákpilta á öllum borđum. Bjuggust flestir viđ ađ Ölduselsskóli myndi vinna riđilinn og tryggja sér annađ af tveimur sćtum í úrslitakeppni yngri flokks sem fyrirhuguđ var daginn eftir. Ţađ fór enda svo ađ Ölduselsskóli sigrađi međ miklum yfirburđum og fékk hvorki fleiri né fćrri en 23 vinninga í 24 skákum. Frábćr árangur hjá ţessari vösku sveit sem á svo sannarlega framtíđina fyrir sér, enda liđsmenn enn ungir ađ árum og munu tefla í yngri flokki nćstu árin.
Baráttan um 2.sćtiđ var ćsispennandi og er ţá vćgt til orđa tekiđ. Fyrir síđustu umferđ hafđi a-sveit Háteigsskóla 1,5 vinnings forskot á a-sveit Norđlingaskóla, en svo skemmtilega vildi til ađ sveitirnar mćttust í síđustu umferđinni. Norđlingaskóli ţurfti ađ vinna ţá viđureign 3-1 til ađ tryggja sér 2.sćtiđ og nćla sér í sćti í úrslitakeppninni. Ađ loknum ţremur skákum leiddi Norđlingaskóli 2-1 og stóđ auk ţess til vinnings í síđustu skákinni. Eftir mikinn barning reyndust ţó lukkudísirnar á bandi Háteigsskóla ţegar liđsmađur Norđlingaskóla varđ fyrir ţví óláni ađ patta andstćđing sinn ţegar stutt var í mátiđ. Ţar međ lauk viđureigninni međ sigri Norđlingaskóla 2,5-1,5, en ţađ dugđi Háteigsskóla hins vegar til ađ halda 2.sćtinu. Háteigsskóli endađi međ 16 vinninga en Norđlingaskóli varđ í 3.sćti međ 15,5 vinning. Ţess má til gamans geta ađ ţađ var einmitt Norđlingaskóli sem kom í veg fyrir ađ Ölduselsskóli sigrađi međ fullu húsi.
Norđur riđill hófst klukkan 14:00 og voru nokkuđ fleiri sveitir skráđar til leiks ţar samanboriđ viđ Suđur riđil. Á međal sterkra skáksveita í Norđur riđli var a-sveit Rimaskóla sem átti titil ađ verja en auk hennar var a-sveit Fossvogsskóla vel skipuđ og til alls líkleg. Ţessar tvćr sveitir voru í nokkrum sérflokki og tryggđu ţćr sér báđar sćti í úrslitakeppninni. Sveit Rimaskóla varđ hlutskörpust međ hvorki fleiri né fćrri en 23 vinninga í 24 skákum. Munađi ţar mestu um glćsilegan sigur sveitarinnar í 3.umferđ gegn helstu keppinautum sínum í Fossvogsskóla, 4-0.
Ţađ voru einmitt ţessir 4 vinningar sem skyldu liđin ađ. Fossvogsskóli endađi í 2.sćti međ 19 vinninga og a-sveit Ingunnarskóla nćldi sér í 3.sćti međ 16,5 vinning.
Úrslitakeppni yngri flokks
Ţađ skein mikil eftirvćnting úr augum ţeirra 16 keppnismanna sem tefldu fyrir hönd sinna skóla í úrslitakeppni yngri flokks. Spennustigiđ var hátt en einbeitingin góđ. Fyrirfram mátti búast viđ harđri baráttu Rimaskóla og Ölduselsskóla um sigurinn í mótinu. Líklegt var ađ innbyrđis viđureign ţeirra myndi fara langt međ ađ ráđa úrslitum í mótinu. Eftir ađ dregiđ hafđi veriđ um töfluröđ var ljóst ađ Rimaskóli og Ölduselsskóli áttu ađ mćtast í 1.umferđ. Viđureignin stóđ svo sannarlega undir vćntingum og var alls ekki fyrir hjartveika. Eftir mikla baráttu og sviptingar hafđi Rimaskóli sigur í viđureigninni 2,5-1,5.
Hin reynslumikla sveit Rimaskóla steig ekki feilspor eftir ţađ og vann bćđi Fossvogsskóla og Háteigsskóla 4-0. Rimaskóli stóđ ţví uppi sem verđugur sigurvegari í yngri flokki og varđi ţví titil sinn frá ţví í fyrra. Sveitin var leidd áfram af hinni reynslumiklu skákdrottningu Nansý Davíđsdóttur sem sýndi styrk sinn í úrslitakeppninni, einkum og sér í lagi ţegar stöđurnar voru tvísýnar og lítiđ eftir á klukkunni. Strákarnir höfđu ekki rođ viđ henni í ţeim ađstćđum. Sveit Ölduselsskóla hafnađi í 2.sćti eftir örugga sigra á Fossvogsskóla og Háteigsskóla. Fossvogsskóli nćldi í 3.sćtiđ međ sigri á Háteigsskóla 3-1.
Yngri flokkur - Stúlkur
Í stúlknaflokki voru tvćr sveitir efstar og jafnar međ 13 vinninga; Melaskóli og Breiđholtsskóli. Ţví ţurfti ađ grípa til stigaútreiknings til ađ fá fram sigurvegara og ţá kom í ljós ađ skáksveit Melaskóla hafđi hlotiđ efsta sćtiđ en Breiđholtsskóli varđ í 2.sćti. Í 3.sćti varđ stúlknasveit Rimaskóla en hún hlaut 12,5 vinning. Skammt ţar á eftir kom Ingunnarskóli međ 11 vinninga.
Eldri flokkur opinn flokkur
Í eldri flokki skráđu sig til leiks níu skáksveitir frá fimm skólum. Keppni í opnum flokki reyndist ćsispennandi, en fyrirfram var búist viđ miklu af sveitum Rimaskóla, Laugalćkjarskóla og Árbćjarskóla. Ţessar ţrjár sveitir fylgdust ađ í toppbaráttunni nánast allt mótiđ og voru innbyrđis viđureignir ţeirra oftar en ekki ćsispennandi. Í seinni hluta mótsins varđ sveit Rimaskóla ţó fyrir nokkrum skakkaföllum er tveir liđsmenn ţurftu frá ađ hverfa, og tefldi sveitin međal annars á ţremur mönnum undir lokin. Ţađ varđ til ţess ađ sveitin dróst eilítiđ aftur úr forystusauđunum og endađi ađ lokum í 3.sćti međ 17 vinninga. Árbćjarskóli og Laugalćkjarskóli mćttust í nćstsíđustu umferđ í spennuţrunginni viđureign ţar sem Laugalćkjarskóli hafđi sigur 3-1. Sá sigur reyndist piltunum í Laugalćkjarskóla einkar mikilvćgur ţví ţeir náđu 1,5 vinnings forskoti fyrir síđustu umferđ. Árbćjarskóli var ţó ekki af baki dottinn og vann góđan 4-0 sigur í síđustu umferđ.
Laugalćkjarskóli hélt ţó velli og vann sína viđureign 3-1. Laugalćkjarskóli stóđ ţví uppi sem sigurvegari í eldri flokki međ 18,5 vinning, en Árbćjarskóli kom í humátt á eftir međ 18 vinninga. Rimaskóli varđ sem fyrr segir í 3.sćti međ 17 vinninga.
Eldri flokkur Stúlkur
Í stúlknaflokki voru tvćr sveitir skráđar til leiks; Breiđholtsskóli og Rimaskóli. Sveit Rimaskóla reyndist sterkari er upp var stađiđ og hlaut sveitin 10 vinninga. Fráfarandi jólameistarar Beiđholtsskóla nćldu sér í 8,5 vinning.
Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til ţeirra fjölmörgu barna og unglinga sem lögđu leiđ sína í húsakynni félagsins og gerđu Jólamót TR og SFS ađ ţeirri frábćru skákveislu sem raunin varđ. Vöskum liđsstjórum skáksveitanna 50 sem og foreldrum og öđrum gestum eru jafnframt fćrđar miklar og góđar ţakkir fyrir samveruna. Sérstakar ţakkir fćr Skóla og frístundasviđ Reykjavíkurborgar fyrir frábćrt samstarf, sem og Skákakademía Reykjavíkur sem annast kennslu í fjölmörgum skólum borgarinnar.
Viđ hlökkum til ađ sjá ykkur öll aftur ađ ári, og vonandi fleiri til!
Nánari úrslit í riđlunum tveimur í yngri flokk, sem og úrslit í yngri og eldri flokk má sjá hér ađ neđan.
Spil og leikir | Breytt 7.12.2014 kl. 10:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Davíđ Kjartansson sigrađi á Haustmóti TR
Haustmót Taflfélags Reykjkavíkur hefur löngum veriđ eitt af best skipuđu reglulegu mótum hérlendis og er ţá átt viđ mót međ fullum umhugsunartíma en minna frambođ er af slíkum mótum nú en oft áđur. Gamla góđa kappskákin stendur alltaf fyrir sínu og vonandi heldur TR áfram ađ halda haustmótiđ og Skákţing Reykjavíkur međ hefđbundnum hćtti. Haustmóti TR lauk ekki alls fyrir löngu međ öruggum sigri Davíđ Kjartanssonarsem hlaut 7 vinninga af níu mögulegum í vel skipuđum A-flokki mótsins. Ţar sem Davíđ er ekki félagsmađur í TR gengur sćmdarheitiđ Skákmeistari TR 2014 til Ţorvarđar Ólafssonar sem varđ í 2. 3. sćti ásamt Ţorsteini Ţorsteinssyni, gömlum TR-ingi sem undanfariđ hefur teflt fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Ţeir hlutu báđir 6 vinninga af níu mögulegum.
Í B-flokki sigrađi Spánverjinn Damia Benet Menet međ 7 vinninga af níu mögulegum og í C-riđli var Bárđur Örn Birkisson hlutskarpastur međ 8 vinninga af níu mögulegum. Í D-riđli gerđi Ólafur Evert Úlfsson sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar níu talsins og varđ langefstur.
Davíđ Kjartansson hefur lengi veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna. Hann vann Skákţing Reykjavíkur 2009 fyrir ofan Henrik Danielssen og aftur ţetta sama mót 2013 og hefur vart tölu á sigrum sínum á haustmóti TR eđa á meistaramóti Hellis ţar sem hann var lengstum félagi. Hann varđ tvisvar Norđurlandameistari unglinga í sínum aldursflokki og Íslandsmeistari skáksveita međ Víkingasveitinni og Helli. Ţá hefur Davíđ getiđ sér gott orđ sem skákkennari en starfar nú sem hótelstjóri á ION luxury Adventury hotel ađ Nesjavöllum. Hann hefur býsna frumlega skákstíl og er ekki mikiđ fyrir ađ fara trođnar slóđir.
Um helstu keppinautar hans ţá Ţorvarđ Ólafsson og Ţorstein Ţorsteinsson er ţađ segja áttu báđir gott mót en ţó var sigur Davíđs einhvern veginn aldrei í hćttu. Í einni ađ lokaumferđunum mćtti hann reynsluboltanum Sćvari Bjarnasyni og hafđi betur:
Haustmóti TR 2014; 7. umferđ:
Sćvar Bjarnason Davíđ Kjartansson
Kóngsindversk vörn
1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 g6 4. c4 Bg7 5. Rc3 O-O 6. Be3 a5!?
Frekar óvenjulegur leikur, svartur byggir tafliđ oftar upp međ 6. .. a6, Hb8 o.s.frv.
7. Dd2 Rc6 8. Rge2 e5 9. d5 Rb4 10. Rc1 Rd7 11. a3 Ra6 12. b4 f5 13. Bd3 Rf6 14. exf5?!
Ekkert lá á ţessum uppskiptun. Eftir 14. Rb3, sem hótar 15. b5, á hvítur góđa stöđu.
14. ... gxf5 15. Hb1 axb4 16. axb4 e4!
Setur af stađ hrinu snarpra peđsleikja sem tryggja frumkvćđi svarts.
17. Be2 exf3 18. gxf3 f4!19. Bf2 Bf5 20. Hb3 Rd7 21. Rb5 Re5 22. Rd4 Bd7 23. Re6?
Ótímabćr innrás riddarans. Hvítur gat leikiđ 23. O-O en hefr sennilega óttast 23. ... Bh3 sem má svara međ 24. Kh1 Bxf1 25. Bxf1 og ţó hvítur sé skiptamun undir er stađan býsna vćnleg, öflugur riddari á leiđ til e6.
23. ... Bxe6 24. dxe6 De7 25. O-O Kh8 26. Kh1 Dxe6 27. Dc2 Rb8 28. De4 c6 29. Bd3 Dh3 30. Bd4 Rbd7 31. De2 Hae8 32. Hg1 Rf6 33. Bb1 Rh5 34. Bf2 Bf6
Bćtir sífellt viđ sóknarmáttinn kóngsmegin.
35. Dc2 Hf7 36. Hg2 Hg8 37. Hxg8 Kxg8 38. De2 Hg7 39. Be1
Ţessi biskup reynir ađ fremsta megni ađ verja kógsstyđuna en međ nćsta leik sínum ryđur svartur honum úr vegi.
- og Sćvar gafst upp enda stađan hrunin.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. nóvember 2014
Spil og leikir | Breytt 1.12.2014 kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2014 | 11:47
Jólapakkamót Hugins fer fram 20. desember
Jólapakkaskákmót Hugins (áđur Jólapakkaskákmót Hellis) verđur haldiđ laugardaginn 20. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 17. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum: Flokki fćddra 1999-2001, flokki fćddra 2002-2003, flokki fćddra 2004-2005, flokki fćddra 2006-2007 og flokki fćddra 2008 síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn) og á Skákhuganum.
5.12.2014 | 19:38
Jólaskákmót í Vin á mánudaginn!



Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 4
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8778708
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar