Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Nýtt Fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í gćr. Međal efnis í Fréttabréfinu er:

  • Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram á laugardag
  • TR Íslandsmeistari unglingasveita
  • Björgvin og Guđmundur Íslandsmeistarar eldri skákmanna
  • Atskákmót Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák
  • Keppendur á Reykjavíkurskákmótiđ komnir á annađ hundrađiđ
  • Magnus Carlsen heimsmeistari í skák
  • Guđlaug skákmeistari Garđabćjar
  • Ný íslensk skákbók
  • Laugarlćkjaskóli og Rimaskóli sigruđu á Jólamóti TR og SFS
  • Björn Hólm sigrađi á TORG-móti Fjölnis
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.


Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram í FRAMHEIMILINU

TILKYNNING: JÓLASKÁKMÓT VÍKINGAKLÚBBSINS FYRIR BÖRN OG UNGLINGA VERĐUR Í FRAM-HEIMILINU! í dag klukkan 17:00 EKKI VÍKINNI! Ástćđan er sprenging í ţátttöku. Gunnar Freyr formađur Víkinga fer um eins og vindurinn ađ bregđast viđ ţessari auknu ţátttöku og nú vantar bara Kristján Má í gulu vesti ađ segja fréttir af viđburđarrásinni sem er í gangi. Góđar stundir og látiđ berast.


Guđmundur efstur fyrir lokaumferđina í El Salvador

Hannes og Guđmundur í Kosta RíkaGuđmundur Kjartansson (2451) er í miklu stuđi á alţjóđlegu móti í El Salvador. Guđmundur er efstur međ 7 vinninga ađ loknum 8 umferđum. Í gćr vann hann spćnska stórmeistarann Alfonso Remero Holmes (2470). 

Hannes Hlífar Stefánssyni (2564) hefur líka gengiđ vel og er í 2.-5. sćti međ 6˝ vinning.

Árangur Guđmundar samsvarar nánast stórmeistaraáfanga en ţví miđur eru međalstig andstćđinga örlítiđ of lág. Fyrir lokaumferđin hefur Guđmundur hćkkađ um 24 skákstig.

Lokaumferđin fer fram í kvöld.

131 skákmađur frá 12 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru sex stórmeistarar og níu alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 3 í stigaröđ keppenda en Guđmundur eru nr. 7.


Skáknámskeiđ á Fischer-setri

Fischer-setur29. nóvember sl. lauk tíu vikna skáknámskeiđi grunnskólabarna í Fischersetri. Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands hafđi yfirumsjón međ námskeiđinu og var Nökkvi Sverrisson honum til ađstođar. Ţá komu gestakennararnir Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og Björgvin Guđmundsson formađur Skákfélags Selfoss og nágrennis í heimsókn.

Teflt var á laugardögum og voru alls 18 börn á námskeiđinu. Hugmyndin er svo ađ halda annađ 10 skipta námsskeiđ eftir áramót og byrja ţá fljótlega upp úr áramótum, en ţađ verđur nánar auglýst síđar.

Síđasta dag kennslunnar var haldiđ skákmót og bođiđ var upp á heitt súkkulađi og kleinur. Börn frá Ungmennafélaginu á Hellu komu í heimsókn. Ţá má geta ţess ađ ein unglingasveit skipuđ börnum frá námsskeiđinu tók ţátt í Íslandsmóti unglingasveita 15. nóv. s.l. og stóđu ţeir sig međ prýđi á sínu fyrsta móti.

Mynd: Ţátttakendur í skáknámskeiđinu ásamt Helga Ólafssyni skólastjóra Skákskóla Íslands og Nökkva Sverrissyni ađstođarmanni.

Framkvćmdastjórn Fischerseturs.


Atskákmót Skákklúbbs Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair – verđur ađ ţessu sinni einnig Íslandsmótiđ í atskák.

Mótiđ fer fram laugardaginn 27. desember í Hótel Natura (áđur Hótel Loftleiđir) og hefst kl. 13

Tefldar eru 9 umferđir eftir svissneska kerfinu međ 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt eru í einum flokki og verđa veitt verđlaun í fjórum flokkum.

Ţáttökugjald: 3.000 og 2.000 fyrir 12 og yngri.

Verđlaun verđa veitt í 4 flokkum:

  • 2300-yfir
  • 2000-2299
  • 1700-1999
  • 0-1699

Miđađ verđur viđ FIDE stig 1. des -> annars íslensk stig 1. des -> atskákstig -> Frammistöđu á síđasta atskákmóti ef fyrir hendi annars 1.500 stig.

Verđlaun í hverjum flokki eru ţessi:

1. verđlaun: Farmiđi fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair (skattar ekki innifaldir)
2. verđlaun: Farmiđi fyrir tvo innanlands (skattar ekki innifaldir)
3. verđlaun: Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverđarhlađborđ

Íslandsmeistarinn í atskák fćr aukreitis 50.000 kr. peningaverđlaun.

Verđi tveir eđa fleiri jafnir í verđlaunaflokkum gildir stigaútreikningur. Sama gildir um Íslandsmeistaratitilinn.

Aukaverđlaun (Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverđarhlađborđ) verđa fyrir óvćntasta sigurinn samkvćmt stigamun.

Skráning fer fram á Skák.is og stendur til miđnćttis ţann 26. desember nk. Mótshaldarar áskilja sér rétt til ađ takmarka ţátttöku viđ 80 manns. 


Fullt hús hjá Björgvini í dag

Ţađ var vel mćtt hjá Ásum í Stangarhyl í dag. Tuttugu og níu öldungar mćttu til leiks  og tefldu tíu umferđir eins og venja er á ţessum hefđbundu skákdögum, en ţetta var síđasta skákćfingin á ţessari haustönn. Nćsta ţriđjudag verđur svo jólahrađskákmótiđ haldiđ. Ţá verđa tefldar  ellefu umferđir međ 7 mínútna umhugsunar tíma.

Björgvin landađi fullu húsi af vinningum í dag,eins og hann hefur stundum gert áđur. Síđan komu ţrír jafnir međ 7 vinninga, ţeir Stefán Ţormar, Guđfinnur R Kjartansson og Gísli Gunnlaugsson. 

Sjá nánari úrslit dagsins á međf. töflu (ESE).

Ćsir 2014-12-09

 

 

 


Ţađ er bara einn Skákjólasveinn: Róbert sigrađi á jólamótinu í Vin!

IMG_4460Mótiđ var vel skipađ og keppendur alls 17. Helgi Ólafsson stórmeistari, heiđursgestur mótsins, lék fyrsta leikinn fyrir Árna Jóhann Árnason gegnHerđi Jónassyni. Bökunarilmur úr hinu frćga eldhúsi í Vin lá í loftinu ţegar klukkurnar fóru af stađ og í hönd fór stórskemmtilegt mót, sem einkenndist af góđum tilţrifum og eldglćringum á skákborđinu.

Vert er ađ geta vasklegrar framgöngu Björgvins Kristbergssonar sem hlaut 3 vinninga og skákađi valinkunnum kempum.

IMG_4464Róbert tók forystu strax í upphafi og hélt henni fyrirhafnarlítiđ til loka, jafnframt ţví ađ stýra mótinu af alkunnri snilld. Góđir gestir fylgdust međ taflmennskunni, m.a. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og séra Gunnţór Ingasonsem kallađur er skákklerkurinn.

Í mótslok var bođiđ upp á rjúkandi kakó međ rjóma og nýbakađar smákökur. Í verđlaun voru splunkunýjar jólabćkur frá Sögum útgáfu.

Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn ţakka keppendum og öđrum vinum. Nćsta mót á dagskrá er Jólamót Stofunnar á fimmtudagskvöld kl. 20

SćtiNafnVinningar
1Róbert Lagerman5,5
2Magnús Magnússon5
 3-5Björn Hólm Birkisson4
 3-5Bárđur Örn Birkisson4
 3-5Gunnar Freyr Rúnarsson4
 6-7Arnljótur Sigurđarson3,5
 6-7Hrafn Jökulsson3,5
 8-11Hörđur Jónasson3
 8-11Hjálmar Sigurvaldason3
 8-11Björgvin Kristbergsson3
 8-11Héđinn Briem3
 12-13Hörđur Garđarsson2,5
 12-13Úlfur Orri Pétursson2,5
 14-16Finnur Kr. Finnsson2
 14-16Óskar Einarsson2
 14-16Haukur Halldórsson2
17Árni Jóhann Árnason1

Jólastemning og skákstuđ á jólaskákćfingu TR!

Laugardaginn 6. desember, var haldin síđasta skákćfingin á árinu 2014, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákćfing TR. Jólaskákćfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viđburđur fyrir krakkana í TR, ţví ţá er bćđi hátíđleiki og leikur í gangi. Ţetta er uppskeruhátíđ haustannarinnar og krakkarnir fá viđurkenningu fyrir ástundun og árangur.



Jólaskákćfingin í gćr var sameiginleg fyrir alla fjóra skákhópana sem hafa veriđ í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsćfingahópinn og afrekshópinn.


Fyrst á dagskrá á Jólaskákćfingunni voru ţrjú tónlistaratriđi. Hin 6 ára gamla Guđrún Katrín Tómasdóttir, sem nýlega hefur byrjađ ađ ćfa međ stúlknahópnum spilađi eitt lag á fiđlu. Ţví nćst spiluđu ţćr Freyja Birkisdóttir og Vigdís Tinna Hákonardóttir, báđar 8 ára úr stúlknahópnum, saman á blokkflautu. Ađ lokum spilađi Mykhaylo Kravchuk, 11 ára gamall úr afrekshópnum, tvö lög á pianó/hljómborđ. Hann spilađi nú í ţriđja skipti á jólaskákćfingu! Öll hlutu ţau mikiđ lófaklapp í lokin! Ţađ er einstaklega skemmtilegt ađ tónlistaratriđi á jólaskákćfingunni skuli vera fastur liđur og alltaf einhverjir krakkar tilbúnir ađ spila á sín hljóđfćri. Skákhöllin okkar verđur alltaf örlítiđ hátíđlegri ţegar tónlist hljómar í salnum!


Fjölskylduskákmótiđ tók svo viđ, en ţađ er tveggja manna liđakeppni. Krökkunum hafđi veriđ bođiđ upp á ađ taka einhvern fjölskyldumeđlim međ sér á jólaskákćfinguna og mynda liđ. Flest allir komu međ einhvern úr fjölskyldunni međ sér.
Hvorki meira né minna en 32 liđ tóku ţátt, samtals 65 ţátttakendur og liđanöfnin voru mjög svo frumleg og skemmtileg!
Tefldar voru 5 umferđir međ 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo ađ í fyrsta sćti urđu liđin Kóngarnir og Balotelli međ 8 vinninga af 10 mögulegum. Sjö fyrstu liđin fengu Hátíđarpoka Freyju í verđlaun.

En úrslit urđu annars sem hér segir:
1.-2. Kóngarnir: Bárđur Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson,
Balotelli:Benedikt Ernir Magnússon og Magnús Pálmi, 8 vinninga.
3.-5. Grýlugaffallinn: Mykhaylo Kravchuk og Vladimir,
Jólaskákfélagiđ: Róbert Luu og Quan,
Biskupapariđ: Bjarki Arnaldarson og Arnaldur Loftsson, 7 vinninga.
6.-7. Rut & Aron: Rut Sumarrós og Aron Ţór Mai,
Stúfur og Leppunarlúđinn: Alexander Björnsson og Björn Jónsson, 6,5 vinninga.
8.-10. Stjörnurnar: Adam Omarsson og Lenka Ptacnikova,
Ginger gaming: Eldar Sigurđsson og Alexander Sigurđarson,
Riddararnir: Eiríkur Tumi Briem og Atli Antonsson, 6 vinninga.
11.-12. Skákmennirnir: Vignir Sigur Skúlason og Skúli Sigurđsson,
Jólakóngarnir: Alexander Már og Gabríel Sćr Bjarnţórssynir, 5,5 vinninga.
13.-17. Svalur og Valur: Halldór Ríkharđsson og Ríkharđur Sveinsson
Bismarck: Ólafur Örn Olafsson og Ţröstur Olaf Sigurjónsson,
Drekatemjararnir: Guđrún Katrín og Björgvin Víglundsson, Peđasníkir & Mátţefur: Stefán Gunnar Maack og Kjartan Maack,
Skáksnillarnir: Sćvar Halldórsson og Guđmundur Kári Jónsson, 5 vinninga.
18.-19. Hvítu biskuparnir: Davíđ Dimitry og Indriđi Björnsson,
Stúfur og Kjötkrókur í jólaskapi: Freyja Birkisdóttir og Bárđur Guđmundsson, 4,5 vinninga.
20.-27-. Black Knights: Freyr Grímsson og Grímur,
Peđin í takkaskónum:
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Halldór Atli Kristjánsson,
Stúfarnir: Funi Freyr Bjarkason og Bjarki Fannar Atlason,
Hrókurinn og peđiđ: Baldur Karl og Björn Magnússon,
Lakers: Samúel Narfi Steinarsson og Steinar Sigurđsson,
Jólaliđiđ: Iđunnn Helgadóttir og Helgi Pétur Gunnarsson,
Svörtu riddararnir: Stefán Geir Hermannsson og Kristján Dagur Jónsson
Borgargerđi: Magnús Hjaltason og Hjalti Magnússon, 4 vinninga.
28.-29. Pantanóarnir: Benedikt Pantano og Antoine Pantano,
Jólabiskup: Égor og Mateusz Jakubek, 3,5 vinning.
30.-31. Hrókar: Stefán Logi Hermannsson og Hermann Stefánsson,
Sana og Mir: Sana Salah og Mir Salah, 3 vinninga.
32. Peđ í jólastuđi: Vigdís Tinna Hákonardóttir og Sólveig Freyja Hákonardóttir/Hákon Ágústsson 2 vinninga.

 



Ađ ţessari skemmtilegu liđakeppni lokinni fór fram verđlaunaafhending. Fyrst voru veitt verđlaun (medalíur) fyrir mćtingu og árangur á skákćfingunum á ţessari önn í byrjendahópnum, stúlknahópnum og laugardagsćfingahópnum.

 



Verđlaun fyrir Ástundun eru veitt í ţremur aldurshópum og einum stelpuhóp:

Aldursflokkur 6-7 ára, fćdd 2007-2008, (1.-2. bekk). Frá byrjendahópi og laugardagsćfingahópi.
1. Einar Tryggvi Petersen, Gunnar Ţórđur Jónasson, Lóa Margrét Hauksdóttir. 8 mćtingarstig.
2. Benedikt Ţórisson, Bjartur Ţórisson, John Lyvie Abando, Samúel Narfi Steinarsson, Adam Omarsson. 7 mćtingarstig.
3. Halldór Ríkharđsson, Svanur Ţór Heiđarsson, Thelma Sigríđur Möller, Tómas Möller, Tómas Davidson, Vésteinn Sigurgeirsson. 6 mćtingarstig.

 

 

Aldursflokkur 8-9 ára, fćdd 2005-2006, (3.-4. bekk)
1. Alexander Már Bjarnţórsson, Gabríel Sćr Bjarnţórsson 13/14
2. Róbert Luu 12/14
3. Bjarki Freyr Mariansson, Kristján Dagur Jónsson, Stefán Geir Hermannsson 11/14

Aldursflokkur 10-12 ára, fćdd 2002-2004, (5.-7. bekk)
1. Alexander Oliver Mai 13/14
2. Ottó Bjarki Arnar 9/14
3. Arnar Milutin Heiđarsson 8/14

 

 

 

Skákćfingar stúlkna.
1. Iđunn Helgadóttir 14 mćtingarstig.
2. Freyja Birkisdóttir 13 mćtingarstig.
3.-4. Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vigdís Tinna Hákonardóttir 12 mćtingarstig.

 

 



Ţrenn verđlaun voru veitt fyrir samanlögđ stig fyrir Ástundun og Árangur:
1. Alexander Oliver Mai 40 stig.
2. Alexander Már Bjarnţórsson 36 stig.
3. Róbert Luu 33 stig.

 



Ţví nćst fór fram verđlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótiđ og ađ lokum var happdrćtti, dregiđ úr skráningarnúmerum liđanna. Í happdrćtti var einn Freyju Hátíđarpoki og fimm bćkur úr bókalager TR. Ađ ţessu sinni var ţađ bókin Viđ skákborđiđ í aldarfjórđun. 50 valdar sóknarskákir Friđriks Ólafssonar. Friđrik Ólafsson verđur 80 ára 26. janúar á nćsta ári og ţví var kćrkomiđ ađ minnast á ţennan fyrsta stórmeistara Íslendinga og einn dyggasta félagsmann TR á jólaskákćfingunni.


Ţá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákćfingunni. Malt og appelsín, piparkökur, súkkulađibitakökur og súkkulađikex - allt átti ţetta vel viđ á vel heppnađri jólaćfingu.
Nokkrir foreldrar tóku til hendinni í jólahressingunni og hafi ţau ţökk fyrir ţađ!
Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.


Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum sem tóku ţátt í bráđskemmtilegri jólaskákćfingu félagsins!

Skákćfingarnar hefjast ađ nýju á nýju ári laugardaginn 10. janúar 2015. Sjáumst ţá!


Gleđileg jól!


Jólaskákmót í Stofan Café á fimmtudagskvöld

Stofan-620x330Hrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efna til jólaskákmóts fimmtudagskvöldiđ 11. desember kl. 20. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma og leggur Stofan til verđlaun í formi gjafabréfa, auk ţess sem sérstakt tilbođ verđur á veitingum fyrir keppendur.

Hrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efna til jólaskákmóts fimmtudagskvöldiđ 11. desember kl. 20. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma og leggur Stofan til verđlaun í formi gjafabréfa, auk ţess sem sérstakt tilbođ verđur á veitingum fyrir keppendur. 

Skák hefur um aldir notiđ mikilla vinsćlda á kaffihúsum, og Stofan hefur fest sig í sessi sem vinsćlasta skákkaffihús borgarinnar. Ţar er góđ ađstađa til taflmennsku, einstaklega góđur andi og fjölbreyttar veitingar. Í október var haldiđ fyrsta hrađskákmót Hróksins og Stofunnar, sem heppnađist sérlega vel. Ţar sigrađi Róbert Lagerman og hreppti titilinn Stofumeistarinn 2014. Nú er spurningin hver verđur Stofujólasveinninn!

Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig í chesslion@hotmail.com ţar sem hámarksfjöldi keppenda er 24. 

Allir eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis.


Rafn sigurvegari Jólaskákmóts Bríó

Bríó2Jólaskákmót Bríó 2014 fór fram laugardaginn 6. desember í Hlutverkasetrinu viđ Borgartún. Mótiđ var fyrst og fremst hugsađ fyrir fólk sem kemur ađ málefnum geđfatlađra,  ţ.e. íbúa og notendur búsetukjarna og athvarfa, ásamt starfsmönnum, vinum og vandamönnum. Til ađ hafa mótiđ sem jafnast og skemmtilegast var hámarksstyrkleiki keppanda miđađur viđ 2000 elo-stig.

9 keppendur mćttu til leiks og voru ţví tefldar 8 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og náđu ţar međ allir ađ tefla viđ alla. Mótiđ var jafnt og spennandi og voru úrslit eftirfarandi:

1.-2. Rafn Jónsson 7,5v
1.-2. Hjálmar Sigurvaldason 7,5v
3.-4. Héđinn Briem 6v
3.-4. Dagbjartur Taylor 6v
5.-6. Hörđur Jónasson 5,5v
5.-6. Úlfur Orri Pétursson 5,5v
7.     Árni Jóhann Árnason 4v
8.     Orri Hilmarsson 2v
9.     Guđjón Knútsson 1v

Tefldar voru bráđabanaskákir um efstu ţrjú sćtin og endađi mótiđ ţannig ađ Rafn sigrađiBríó1 Hjálmar og Héđinn sigrađi Dagbjart. Röđ efstu manna var ţví eftirfarandi:

1. Rafn Jónsson
2. Hjálmar Sigurvaldason
3. Héđinn Briem

Styrktarađilar mótsins voru nokkrir og ber ţar helst ađ nefna Landsbankann, Olís og Skeljung og ţví voru glćsileg verđlaun og veitingar í bođi. Einnig styrkti Sigurbjörn Björnsson mótiđ međ skákbókum til vinninga.

Sérstakar ţakkir fá Hlutverkasetriđ, Vin og Gunnar Freyr Rúnarsson fyrir ađstođ og hjálp viđ mótiđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778706

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband