Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jólaskákmót Riddarans í Strandbergi í dag

RIDDARAJÓL 15.12.2014 08-31-07.121Jólaskákmót RIDDARANS - Skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu - verđur hátíđlega haldiđ miđvikudaginn 17. desember í Vonarhöfn Strandbergs og hefst kl. 13. Glćsilegur jólaglađningur í verđlaun, vinningahappdrćtti og veitingar. 

ĆSIR sérstaklega bođnir velkomnir til ađ bćta sér upp jólamótsmissi í gćr vegna veđurs.  Allir 60+ sem "vinningi" geta valdiđ velkomnir til ađ sjást og kljást. Gott međ kaffinu.


Skákţing Reykjavíkur hefst 4. janúar

skakthingreykjavikurlogo15
Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 4. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bćtast viđ eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram tvisvar í viku, á miđvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Mótiđ í ár er haldiđ sérstaklega til heiđurs fyrsta stórmeistara ţjóđarinnar, eđal TR-ingnum Friđriki Ólafssyni, sem verđur áttrćđur međan mótiđ stendur stendur yfir. Skákmenn eru hvattir til ađ heiđra meistarann međ ţátttöku sinni í ađalmóti vetrarins sem nú fer fram í 84. sinn!

Bođiđ er upp á tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiđni um yfirsetu til skákstjóra í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Dagskrá:

1. umferđ sunnudag 4. janúar kl. 14
2. umferđ miđvikudag 7. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 11. janúar kl. 14.00
4. umferđ miđvikudag 14. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 18. janúar kl. 14.00
6. umferđ miđvikudag 21. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 25. janúar kl. 14
8. umferđ miđvikudag 28. janúar kl. 19.30
9. umferđ sunnudag 1. febrúar kl. 14

Verđlaun:

1. sćti kr. 120.000
2. sćti kr. 60.000
3. sćti kr. 30.000

Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1400 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1200 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur stigalausra - bókaverđlaun

 

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna - annars íslensk stig.


Ţátttökugjöld:

kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri

Keppt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2015" og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.


Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti. Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


KR & Gallerý Skák - Jólamótiđ - Sigurđur Áss sigrađi

Efstu menn á palli 15.12.2014 22 58 08Hart bar barist og varist í KR-heimilinu ţegar sameiginlegt Jólaskákvöld KR og Gallerý skákar fór ţar fram í gćrkvöldi međ hátíđarbrag. Tvo mót í einu, tvenn verđlaun á mann fyrir efstu sćtin, veglegt vinningahappdrćtti og veitingar. Jafnframt var ţetta sigurhátíđ fyrir kapptefli haustsins í klúbbunum tveimur ţar sem verđlaun fyrir ţau voru veitt. 

Ţađ var hinn hćgláti en ţó eitilharđi Sigurđur ÁssAFMĆLISMÓTARÖĐ KR   EFSTU MENN 16.12.2014 14 47 39 16.12.2014 14 47 39.2...
 Grétarsson,
sem fór međ sigur af hólmi međ 8 vinninga af 9 mögulegum. Náđi langsóttu jafntefli gegn Jon Olav í lokaskákinni, sem tryggđi honum sigurinn. Hinir góđkunnu meistarar Stefán Bergsson og Bragi Halldórsson komu nćstir og gátu líka leyft sér ađ brosa breitt í kampinn í mótslok, enda viđ verđuga andstćđinga ađ etja í ţessu velheppnađa móti. 

Mikla ánćgju vakti ţátttaka Gunnars Kr. Gunnarssonar hins aldna meistara, sem sneri loks aftur ađ taflinu eftir erfiđ veikindi. Reis aftur upp á ţriđja mánuđi en ekki degi - eins og hann sagđi sjálfur léttur á brún. Gunnar varđ í 4.-5. sćti ásamt Gylfa Ţórhallssyni, sem var ađ tefla í fyrsta sinni í Frostaskjólinu.  

Eins og sjá má á međf. myndum og mótstöflu var létt yfir mannskapnum ţó ekkert vćri gefiđ eftir í baráttunni á borđinu.

Myndaalbúm (ESE)

 JÓLAKAPP HAPP  KR OG GALLERÝ SKÁKAR   MÓTSTAFLA MEĐ MYNDUM 16.12.2014 0...

 


Jólapakkamót Hugins fer fram á laugardag

IMG 1536Jólapakkaskákmót Hugins (áđur Jólapakkaskákmót Hellis) verđur haldiđ laugardaginn 20. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 17. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum: Flokki fćddra 1999-2001, flokki fćddra 2002-2003, flokki fćddra 2004-2005, flokki fćddra 2006-2007 og flokki fćddra 2008 síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn) og á Skákhuganum.

Yfirlit yfir ţegar skráđa keppendur má finna hér.

 


Jólaskákmót Riddarans í Strandbergi á morgun

RIDDARAJÓL 15.12.2014 08-31-07.121Jólaskákmót RIDDARANS - Skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu - verđur hátíđlega haldiđ miđvikudaginn 17. desember í Vonarhöfn Strandbergs og hefst kl. 13. Glćsilegur jólaglađningur í verđlaun, vinningahappdrćtti og veitingar. 

ĆSIR sérstaklega bođnir velkomnir til ađ bćta sér upp jólamótsmissi í dag vegna veđurs.  Allir 60+ sem "vinningi" geta valdiđ velkomnir til ađ sjást og kljást. Gott međ kaffinu.


Jólahrađskákmóti Ása aflýst

Jólahrađskákmóti Ása sem átti ađ hefjast núna kl. 13 hefur veriđ aflýst vegna veđurs.


Anand vann í London

vishy-anandÍ fyrradag lauk London Chess Club mótinu. Sigurvegari ađ ţessu sinni varđ Vishy Anand sem hefur átt mjög gott skákár. Ţriđji sigur hans á stórmóti í ár. Anand kom reyndar jafn í mark og Kramnik og Giri en hafđi sigurinn eftir stigaútreikning.

Alls konar hliđarviđburđir fylgdu mótinu nú. Ítarlega góđa umfjöllun um mótiđ og alla hátíđina,eftir Tómas Veigar Sigurđarson, má finna á heimasíđu Hróksins.

Heimasíđa mótsins.

 


Jólamót Skákdeildar Breiđabliks

Sindri SnćrJólamót Skákdeildar Breiđabliks fór fram í föstudaginn 12. desember í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Alls tóku 9 krakkar ţátt á mótinu. 


Halldór Atli og Ólafur Örn urđu efstir og jafnir međ 6v af 8 mögulegum. Sindri Snćr varđ í 3.sćti međ 5,5 vinning (kom inn í 2.umferđ). Veitt voru verđlaun fyrir mestu framfarir sem Sindri Snćr hlaut.

Sömuleiđis voru veitt verđlaun fyrir Halldór Atli"ţrautakónginn" ţann sem gerđi flestar ţrautir réttar í haust og hlaut Halldór Atli ţann titil.


Ćfingar Skákdeildar Breiđabliks eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 6.janúar og verđa 4x í viku fram á vor.


Allir krakkar velkomnir!

Áfram Breiđablik!

Úrslit:

1. Halldór Atli 6/8
2. Ólafur Örn 6/8
3. Sindri Snćr 5,5/8
4. Jón Ţór 4/8
5. Stefán Orri 3/6
6. Ísak Orri 2,5/8
7. Axel Ingi 2,5/8
8. Hrannar Ingi 2,5/8
9. Gunnar Erik 1/6


Jólahrađskákmót Ása fer fram á morgun

Jólahrađskákmót Ása verđur haldiđ nćsta ţriđjudag í Stangarhyl 4. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsun. Tafliđ hefst á mínútunni kl 13.00

Allir skákkarlar velkomnir sem eru 60+ og konur 50+.


Hrađskákmót Garđabćjar fer fram í kvöld

Hrađskákmót Garđabćjar verđur haldiđ mánudaginn 15. desember 2014.  kl. 19:30

Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki, stefnt ađ 9. umferđum.

Reikna má međ ađ mótiđ verđi búiđ um kl. 22.

Smelliđ hér til ađ skrá ykkur í mótiđ

Smelliđ hér til ađ sjá hverjir eru skráđir

Fyrstu verđlaun í Hrađskákmóti Garđabćjar eru 15.000 kr. auk verđlaunagrips. Medalíur fyrir 2 og 3 sćti.

Efsti TG ingur hlýtur 5000 kr.

Verđlaunafé skiptist eftir Hort kerfi. 

Fritt er í hrađskákmótiđ fyrir ţátttakendur skákţingsins og félagsmenn TG en ađrir gestir borga 1000 kr. 

Hrađskákmeistari 2013 var Hjörvar Steinn Grétarsson. 

Eftir hrađskákmótiđ er verđlaunafhending fyrir bćđi Hrađskákmótiđ auk Skákţings Garđabćjar. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 145
  • Frá upphafi: 8778679

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband