Fćrsluflokkur: Spil og leikir
6.1.2015 | 11:22
FIDE-ţjálfara námskeiđ hefst á fimmtudag
Skákskóli Íslands og Skáksamband Íslands kynna:
FIDE trainer námskeiđ 8.-11. janúar 2015
Haldiđ í samvinnu viđ FIDE, FIDE trainers commision (TRG ) og Evrópska skáksambandinu (ECU)
Síđustu árin hafa sífellt fleiri komiđ ađ skákkennslu- og ţjálfun barna og unglinga. Áhugasamt og hćft fólk er á hverju strái en til ađ auka enn ţekkingu og hćfni til kennslu efnir Skákskóli Íslands og Skáksambandiđ til FIDE trainer námskeiđs. Eftir setu á námskeiđinu og próf ađ ţví loknu öđlast ţátttakendur mismunandi gráđur eftir árangri á prófinu, reynslu, ELO-stigum og öđrum ţáttum.
Eftir áramót mun hefjast stefnumótun um menntun kennara og ţjálfara, hvađa réttindi gráđur fela í sér o.s.frv. Sú vinna mun tengjast inn í hugmyndir innan stjórnar SÍ um ađ hanna leyfiskerfi eins og er til stađar í öđrum íţróttum. Til dćmis yrđu félögum í efstu deild skylt ađ hafa ákveđiđ marga innan sinna rađa međ tiltekin réttindi til ţjálfunar og kennslu.
Rétt er ađ geta ţess ađ mót á vegum FIDE greiđa götu ţjálfara sem eru međ FIDE ţjálfara gráđu. Mót sem FIDE stendur fyrir gera kröfu til ţess ađ ţjálfarar og liđsstjórar hafi gráđu af ţessu tagi.
Einnig má ţess FIDE-trainer gráđu geta gefiđ mönnum tćkifćri á ađ ţjálfa á erlendri grundu stefni hugurinn ţangađ.
Umsjónarmađur:
Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Hann er FIDE senior trainer (FST) og á sćti í stjórn FIDE trainers commision. Helgi er eini Íslendingurinn sem hefur réttindi til ađ halda námskeiđ af ţessu tagi sem veitir full réttindi.
Dagsetning:
8.11. janúar 2015
Lengd:
16 klst.
Tilhögun:
Námskeiđiđ stendur í 16 klst og verđur gert stutt hlé eftir eftir hverja kennslustund. Ţađ hefst:
Fimmtudaginn 8. janúar kl. 17-21
Föstudaginn 9. janúar kl. 17-21.
Laugardaginn 10. janúar kl. 14-18.
Sunnudaginn 11. janúar kl. 14-18.
Í lok námskeiđsins taka ţátttakendur próf sem samanstendur af 30 spurningum upp úr ţví námsefni sem ţátttakendur hafa undir höndum.
Standist ţátttakandi próf og hefur haft fulla viđveru út námskeiđiđ mun viđkomandi fá útnefningu og diploma sem FIDE trainer eđa samkvćmt nánari skilgreiningu:
Ţćr gráđur sem eru bođi eru. Nánari skýringar eru í viđauka á ensku.
- FIDE Trainer (FT) Ţjálfarar hafi kunnáttu og getu til ađ ţjálfa skákmenn sem hafa vilja til ađ ná langt.
- FIDE Instructor (FI) Ţjálfarar kunni grundvallaratriđi í miđtafli og endatafli. Geti ađstođađ viđ ađ byggja upp byrjunarkerfi.
- National Instructor (NI) Ţjálfarar geti ađstođađ skákmenn til ađ ná góđri getu og geti kennt nemendum upp ađ 1.700 skákstigum.
- Developmental Instructor (DI) Ţjálfarar sem geta aukiđ áhuga krakka á skák og komiđ ţeim á nćsta stig. Leiđbeinendur fyrir byrjendur og ţá sem eru skemmra komnir. Tilvaliđ fyrir kennara í skólum. .
Innifalin eru kennslugögn og verđur prófađ upp úr ţeim kennslugögnum sem ţátttakendur fá.
Efni sem notađ er á námskeiđinu kemur frá TRG.
Ţátttökugjald er kr. 39.000.
Innifaliđ í ţátttökugjöldum er námskeiđsgjald til FIDE (100), gjald til FIDE fyrir ţjálfaragráđuna í tvö ár (allt ađ 200) sem og öll kennslugögn.
Bent er á ađ flest verkalýđsfélög taka ţátt í greiđslu námskeiđsgjalda af ţessari tegund.
Ítarupplýsingar: http://www.fide.com/images/stories/NEWS_2014/Trainers/FTS-REY_2015-Prospectus.pdf
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).
Viđauki
FIDE Trainer (FT)
Introducing the trainee to important aspects of chess, such as the concept of and preparation for competitive success. This is necessary for trainees who wish to reach a high level of play or seek competitive success in any form.
FIDE Instructor (FI)
Teach the trainee the theory of the middlegame and the endgame. He will work closely with the trainee towards the creation of the trainee's personalized opening repertoire, which he will also help enrich with new ideas.
National Instructor (NI)
- Raising the level of competitive chess players to a national level standard.
- Training trainees with rating up to 1700.
- School teacher.
Developmental Instructor (DI)
- Spread the love for chess among children and methodically bring them to a competitive level.
- Instructor for beginners, elementary, intermediate and recreational level players.
- School teacher.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 07:00
Jólahrađskákmót Ása fer fram í dag
Ćsir urđu ađ fresta jólahrađskákmóti sínu sem átti ađ fara fram 16. desember sl. vegna kolbrjálađs veđurs sem geisađi ţann dag. Nú er meiningin ađ halda ţetta mót í dag ţ.e. a s á ţrettándanum. Ţađ eru síđustu forvöđ ţví eftir ţađ vćri ekki hćgt ađ kalla ţađ jólahrađskákmót,
Ţađ verđa tefldar 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ byrjar á mínútunni kl.13.00
Ţess vegna er gott ađ mćta tímanlega eins og ţiđ geriđ alla jafna. Allir skákmenn velkomnir sem náđ hafa virđulegum aldri. Karlar 60+ og konur 50+
Skákstađur er Stangarhylur 4, félagsheimili F E B
Veriđ velkomin.
Spil og leikir | Breytt 4.1.2015 kl. 20:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 00:14
Tómas efstur í austur og fimm efstir í vestur
Janúarmót Hugins er ađ líkindum víđfemasta skákmót sem haldiđ hefur veriđ á landinu ef miđađ er viđ búsetu keppenda. Ţeir koma allt frá Siglufirđi í vestur og Raufarhöfn í austur.
Teflt er í tveim riđlum, austur og vestur og ađ lokum mćtast liđin í skákveislu ţar sem efstu menn mćtast, annađ sćtiđ o.s.frv. í keppni um endanleg sćti í mótinu. Eđli máls skv. verđur jafnframt tekist á um hvort austriđ eđa vestriđ sé sterkara; heiđurinn sjálfur er ađ veđi!
Ţriđja umferđ mótsins fór fram í kvöld.
Vestur

Í vestur riđli er allt á suđupunkti ţví fimm keppendur eru efstir međ tvo vinninga af ţrem mögulegum! Umferđ dagsins var tefld ađ Vöglum í Fnjóskadal, en ţar býr skógarvörđurinn Rúnar Ísleifsson (1799).
Lífskúnstnerinn og fylkisstjóri vesturveldisins Hermann Ađalsteinsson (1342) heldur áfram góđu gengi og gerđi nú jafntefli viđJakob Sćvar Sigurđsson (1806). Hermann er greinilega í rosalegu formi, ţví hann gerđi jafntefli viđ Hjörleif Halldórsson (1920) um helgina og markađi sú skák tímamót í skáksögunni ţví skákin tryggđi Hermanni sín fyrstu FIDE-stig. Til hamingju Hermann!

Ţá hefur veriđ sannađ ađ Landssímapeningunum var sannarlega variđ til uppbyggingar farsímakerfisins ţví svo illa vildi til ađ einhver ţurfti nauđsynlega ađ rćđa viđ skógarvörđin um illa međferđ jólatrjáa í miđri skák. Óljóst er hver hringdi en Sigurbjörn Ásmundsson (1156) kann honum líklega sínar bestu ţakkir fyrir.
Ađ öđru leyti voru úrslit í vestur ţannig
Jakub Piotr Statkiewicz 0.5 0.5 Jón Ađalsteinn Hermannsson
Sigurbjörn Ásmundsson 1 0 Rúnar Ísleifsson
Hjörleifur Halldórsson 1 0 Ármann Olgeirsson
Hermann Ađalsteinsson 0.5 0.5 Jakob Sćvar Sigurđsson
Austur

Heldur rólegra er yfir austurmönnum enda um sérstaklega vandađan hóp manna ađ rćđa. Umferđ austurveldis fór fram á Húsavík ţar sem allt er til alls og opiđ í sundlauginni.
Í ţriđju umferđ fór fram ein af stćrri viđureign mótsins ţegar fv. messaguttinn hann Sigurđur G. Daníelsson (1793) mćtti Smára Sigurđssyni(1905). Sigurđur sótti fast međ talsverđum látum og tókst ađ lokum ađ saxa niđur varnarmúr Smára.
Ađ öđru leyti voru úrslit austursins ţannig í ţriđju umferđ
Hlynur Ski-Doo Viđarsson 1 0 Ćvar Ákason
Heimir Bessason 0 1 Tómas Veigar Sigurđarson
Sigurđur G Daníelsson 1 0 Smári Sigurđsson
5.1.2015 | 22:37
Guđmundur vann í nćstsíđustu umferđ - er í 3.-7. sćti
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451) heldur áfram ađ gera góđa hluti á alţjóđlega mótinu í Hastings. Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann Ísraelsmanninn Wahbi Kheit (2223). Gummi hefur 6 vinninga og er í 3.-7. sćti. Í lokaumferđinni sem fram fer á morgun mćtir hann enska stórmeistaranum Mark Hebden (2523).
Hćgt verđur ađ fylgjast međ Gumma beint á vefnum en lokaumferđin hefst kl. 14:15.
Einstök úrslit Gumma má nálgast hér.
Alls taka 110 skákmenn ţátt frá 29 löndum ţátt í ţessu fornfrćga móti. Ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 15 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útstendingar (hefjast kl. 14:15)
- ChessBomb
5.1.2015 | 14:20
Guđmundur međ enn eitt gott jafntefli
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum á Hastings-mótinu. Í sjöundu umferđ, sem fram fór í gćr, gerđi hann jafntefli viđ pólska stórmeistarann Aleksander Mista (2614). Gummi hefur 5 vinninga og er í 8.-14. sćti.
Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer í dag, teflir hann viđ Ísraelsmanninn Wahbi Kheit (2223).
Hćgt verđur ađ fylgjast međ Gumma beint á vefnum.
Einstök úrslit Gumma má nálgast hér.
Alls taka 110 skákmenn ţátt frá 29 löndum ţátt í ţessu fornfrćga móti. Ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 15 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útstendingar (hefjast kl. 14:15)
- ChessBomb
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2015 | 12:45
Íslandsmót barna fer fram á laugardaginn
Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 10. janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börnfćdd 2004 og síđar og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2015 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ verđur í Fćreyjum um miđjan febrúar.
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.
Peđaskákmót verđur haldiđ samhliđa mótinu og hefst klukkan 13:00. Ţađ er ćtlađ fyrir leikskólabörn og ţau allra yngstu í grunnskólum sem eru ekki tilbúin fyrir Íslandsmótiđ.
Skákdeild Fjölnis verđur međ veitingasölu á međan mótinu stendur.
Ţetta er í 22. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Vignir Vatnar Stefánsson.
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst hér á Skák.is. Fram ţarf ađ koma fullt nafn, grunnskóli og fćđingarár. Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf umferđar.
Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
- 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
- 1995 Hlynur Hafliđason
- 1996 Guđjón H. Valgarđsson
- 1997 Dagur Arngrímsson
- 1998 Guđmundur Kjartansson
- 1999 Víđir Smári Petersen
- 2000 Viđar Berndsen
- 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
- 2002 Sverrir Ţorgeirsson
- 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2004 Svanberg Már Pálsson
- 2005 Nökkvi Sverrisson
- 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
- 2007 Kristófer Gautason
- 2008 Kristófer Gautason
- 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
- 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
- 2011 Dawid Kolka
- 2012 Nansý Davíđsdóttir
- 2013 Vignir Vatnar Stefánsson
- 2014 Vignir Vatnar Stefánsson
5.1.2015 | 10:05
Allt eftir bókinni í fyrstu umferđ Skákţings Reykjavíkur
Skákţing Reykjavíkur, sem jafnframt er stórafmćlismót Friđriks Ólafssonar, hófst í gćr en Friđrik á afmćli á međan mótiđ er í gangi. Alls taka 67 skákmenn ţátt og er mótiđ vel skipađ. Einn stórmeistari og ţrír alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda. Friđrik, sem er sigrađi á ţrisvar á mótinu, lék fyrsta leikinn í skák Óskars Long Einarssonar og Stefán Kristjánssonar.
Ekkert kom á óvart í gćr nema ţá helst ađ ţađ ađ ekkert hafi komiđ óvart en oftar en ekki eru a.m.k. 1-2 óvćnt úrslit í fyrstu umferđ. Hinir stigahćrri unnu ávallt hina stigalćgri ţrátt fyrir harđa mótspyrnu á einstaka borđum.
Önnur umferđ fer fram á miđvikudagskvöld og ţá minnkar styrkleikamunurinn. Ţá mćtast međal annars:
- Heimasíđa TR
- Chess-Results
- Myndir á Facebook (Hrafn Jökulsson)
5.1.2015 | 07:00
Atkvöld hjá Hugin í kvöld
Fyrsta skákkvöld í Mjóddinni hjá Skákfélaginu Huginn verđur atkvöld mánudaginn 5. janúar 2014. og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 3.1.2015 kl. 10:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2015 | 20:54
Jólahrađskákmót Ása á ţrettándann
Ćsir urđu ađ fresta jólahrađskákmóti sínu sem átti ađ fara fram 16. desember sl. vegna kolbrjálađs veđurs sem geisađi ţann dag. Nú er meiningin ađ halda ţetta mót á nćsta ţriđjudag ţ.e. a s á ţrettándanum. Ţađ eru síđustu forvöđ ţví eftir ţađ vćri ekki hćgt ađ kalla ţađ jólahrađskákmót,
Ţađ verđa tefldar 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ byrjar á mínútunni kl.13.00
Ţess vegna er gott ađ mćta tímanlega eins og ţiđ geriđ alla jafna. Allir skákmenn velkomnir sem náđ hafa virđulegum aldri. Karlar 60+ og konur 50+
Skákstađur er Stangarhylur 4, félagsheimili F E B
Veriđ velkomin.
4.1.2015 | 13:12
Guđmundur međ gott jafntefli í gćr - er í hópi efstu manna
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451) heldur áfram ađ gera góđa hluti í Hastings Í gćr gerđi hann gott jafntefli viđ brasíliska stórmeistarann Alexandr Fier (2592). Guđmundur hefur 4,5 vinning eftir 6 umferđir og er í 3.-15. sćti.
Í sjöundu umferđ, sem fram fer í dag og hefst kl. 14:15, teflir Guđmundur viđ pólska stórmeistarann Aleksander Mista (2614).
Hćgt verđur ađ fylgjast međ Gumma beint á vefnum.
Einstök úrslit Gumma má nálgast hér.
Alls taka 110 skákmenn ţátt frá 29 löndum ţátt í ţessu fornfrćga móti. Ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 15 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útstendingar (hefjast kl. 14:15)
- ChessBomb
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 8778705
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar