Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Ţriđja mót Bikarsyrpu TR

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.


Ţriđja mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 13. febrúar og stendur til mánudagsins 16. febrúar. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.



Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.



Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (13. febrúar)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (14. febrúar)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (14. febrúar)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (15. febrúar)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi  (15. febrúar). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk og TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu.



Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!  Skráđir keppendur.


Stefnt er ađ ţví ađ Bikarsyrpan samanstandi af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.



Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Guđmundur međ góđa frammistöđu í Gíbraltar - nálgast 2500 skákstig

Guđmundur Kjartansson vann sína fyrstu ÓlympíuskákGuđmundur Kjartansson (2484) stóđ sig afar vel á Gíbraltar-mótinu sem lauk í dag. Guđmundur gerđi tvö góđ jafntefli í lokaumferđunum tveimur og endađi međ 6 vinninga í 10 umferđum og hćkkađi um sjö stig fyrir frammistöđuna. Hann vantar ţví ađeins 9 stig í 2500 skákstigin sem eru honum nauđsynleg til ađ verđa stórmeistari. 

Í lokaumferđunum tveimur gerđi Gummi jafntefli viđ Ju Wenjun (25479 eina sterkustu skákkonu heims og viđ rúmenska stórmeistarann Ioan-Cristian Chirila (2548).

Flott frammistađa hjá Gumma. Slćmur kafli um miđbiki mótsins en hann vann sig vel út úr ţví í lokaumferđunum.

Hannes Hlífar Stefánsson (2573) hlaut 5 vinninga. Hann átti góđa byrjun en missti dampinn um miđbik mótsins, ţ.e. eftir ađ hann tók sér yfirsetu (bye) í sjöttu umferđ. Hann lćkkar um 13 stig. 

Magnús Kristinsson (1744) hlaut 4 vinninga eftir frábćran endasprett. Hann hćkkar um 26 stig fyrir frammistöđuna. Dóttir hans, Veronika Steinunn (1566), átti líka góđan endasprett og endađi međ 2,5 vinning. Hún hćkkar um 5 stig fyrir frammistöđuna.

Hikaru Nakamura (2776) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8,5 vinning. David Howell (2670) varđ annar međ 8 vinninga. 

Alls tóku 253 skákmenn ţátt frá 46 löndum ţátt í efsta flokki mótsins. Ţar af voru 72 stórmeistarar. Hannes var nr. 40 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 82.


Naiditsch vann Carlsen - aftur!

NaiditschŢjóđverjinn geđţekki, Arkadij Naiditsch (2706) vann heimsmeistarann Magnus Carlsen (2866) í ţriđju umferđ GRENKE-mótins í Baden Baden í dag. Athyglisvert ekki síst í ljósi ađ Naiditsch vann Carlsen einnig á ólympíuskákmótinu í Tromsö. Carlsen tefldi djarft í dag - fórnađi manni fyrir óljósar bćtur. Heimsmeistarinn náđi síđar góđri stöđu en tefdli ónákvćmt í endataflinu og laut í gras.

Caruana (2811) vann Aronian (2777) og er efstur međ 2 vinninga ásamt Ţjóđverjanum geđţekka.

 


Skákkeppni vinnustađa fer fram miđvikudaginn 11. febrúar

vinnustadabanner2015

 

Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt íSkákkeppni vinnustađa 2015 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miđvikudaginn 11. febrúar og hefst kl. 19.30.  Mótiđ, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur,  er kjöriđ fyrir hinn almenna skákáhugamann ţar sem vinnufélagar geta myndađ liđ og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustađa.

Dagsetning

Miđvikudagur 11. febrúar kl. 19.30

Stađur

Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppnisfyrirkomulag

Ţriggja manna liđ međ 1-2 varamönnum
Vinnustađur getur sent nokkur liđ til keppni sem verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv.
Svissneskt pörunarkerfi og flestir vinningar gilda
7-11 umferđir (bundiđ ţátttöku)
Umhugsunartími er 10 mínútur á mann

Verđlaun

  1. Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga fyrir keppendur
  2. Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga fyrir keppendur
  3. Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga fyrir keppendur

Ţátttökugjald

15.000 kr fyrir hvert liđ

Nánari upplýsingar

Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang:rz@itn.is gsm: 7722990.

Skráning og stađfesting ţátttöku

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur

Ţátttökugjaldiđ greiđist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: VINNUST

Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2015 – hlökkum til ađ sjá ykkur!


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í gćr. Međal efnis í Fréttabréfinu er:

  • GAMMA ađalstyrktarđili Reykjavíkurskákmótsins
  • Friđrik heiđursborgari Reykjavíkur
  • Reykjavíkurborg styđur Skáksamband Íslands
  • Valgerđur, Nansý, Freyja og Elsa Kristín Íslandsmeistarar stúlkna
  • Rimaskóli og Smáraskóli Íslandsmeistarar stúlknasveita
  • Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur
  • NM í skólaskák
  • Tómas Veigar sigrađi á Janúarmóti Hugins
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Björgvin og Guđfinnur í sérflokki í Ásgarđi

ĆsisćfingŢađ var ţó nokkur atgangur í Ásgarđi í gćr ţar sem 29 heiđursmenn börđust viđ skákborđin. Tveir vígamenn reyndust áberandi vígfimari en ađrir í gćr en ţađ voru ţeir Björgvin Víglundsson sem fékk 10 vinninga eđa fullt hús og Guđfinnur R Kjartansson međ 9 vinninga. Guđfinnur tapađi ađeins fyrir sigurvegaranum Björgvini.

Jafnir í ţriđja til fjórđa sćti urđu ţeir Stefán Ţormar og Valdimar Ásmundsson međ 6,5 vinning.

Síđan kemur miđjumođiđ ţar sem ađeins einn vinningur skilur ađ fimmta sćti (6 vinningar) og ţađ nítjánda (5 vinningar).

Ţetta má allt  sjá  nánar á međf. töflu og myndir frá ESE

Ćsir 2015-02-03


Guđmundur međ sigur í dag í Gíbraltar

Guđmundur Kjartansson (2484) hefur 5 vinninga ađ loknum átta umferđum á Gíbraltar-mótinu. Eftir góđa byrjun kom smá hiksti um miđbikiđ en vonandi eigum viđ von á góđum endaspretti hjá Gumma eins og svo oft áđur. Í lokaumferđinni mćtir hann kínversku stúlkunni Wenjun Ju (2547) sem er fimmta stigahćsta skákkona heims.

Hannes Hlífar Stefánsson (2473) hefur 4,5 vinning. 

Magnús Kristinsson (1744) hefur 2 vinning og dóttir hans Veronika Steinunn (1566) hefur ekki náđ sér á strik.

Hikaru Nakamura (2776) er efstur međ 7,5 vinning. Í 2.-4. sćti međ 6,5 vinning eru Dawid Howell, Daniel Naroditsky (2622), sem verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu og Axel Bachmann (2629) sem hefur ađeins tapađ einni skák, ţ.e. gegn Guđmundi! 

Alls taka 253 frá 46 löndum ţátt í efsta flokki mótsins. Ţar eru 72 stórmeistarar. Hannes er nr. 40 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 82.


Carlsen byrjar best í Baden-Baden

Carlsen heimsmeistariHeimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen (2865), byrjar best allra á GRENKE-mótinu sem hófst í gćr í Baden-Baden í gćr. Magnús vann í dag Englendinginn Mickey Adams (2738) en öllum hinum skákunum sjö í fyrstu umferđunum tveimur hefur lokiđ međ jafntefli.

Átta skákmenn taka ţátt í mótinu. Auk Carlsen og Adams má finna Caruana (2820), Anand (2797), Aronian (2797) međal annarra á keppendalistanum.

 


Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudag

rvk-grunn14Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 9. febrúar n.k. og hefst kl.17.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar sem og ţrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna.

Hverjum skóla er heimilt ađ senda fleiri en eina sveit til ţátttöku og skal ţá sterkasta sveitin nefnd A, sú nćststerkasta B, o.s.frv. Sigursveitin verđur Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2015 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Mótiđ hefst, sem áđur segir, kl. 17 og lýkur um kl. 20. Verđlaunaafhending verđur strax ađ móti loknu.

Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Skóla-og frístundasviđs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Mikilvćgt er ađ skólarnir sendi fylgdarmann međ sínu liđi, keppendum til halds og trausts.

Ţátttaka tilkynnist til skrifstofu Skóla og frístundasviđs eđa ásoffia.palsdottir@reykjavik.is Einnig er hćgt ađ senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is eigi síđar en föstudaginn 6. febrúar.

Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.

Ţátttökurétt hafa eingöngu nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 8. febrúar kl. 14.


Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik).

Ţátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstađ.

Ţrenn verđlaun í bođi.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur 2015.

Núverandi hrađskákmeistari er Róbert Lagerman.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779037

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband