Fćrsluflokkur: Spil og leikir
8.2.2015 | 18:17
Heimir Páll sigrađi á hrađkvöldi Hugins
Heimir Páll Ragnarsson sigrađi á hrađkvöldi Hugins sem haldiđ var 2. febrúar sl. Heimir Páll fékk 7,5v af níu mögulegum. Annar varđ Kristján Halldórsson međ 7v og ţriđji Stefán Orri Davíđsson međ 5,5v. Heimir Páll fékk ţá ađ draga í fyrsta skipti á ţessum ćfingum einn heppinn ţátttakanda. Hann vandađi valiđ og dró Björgvin Kristbergsson og völdu ţeir báđir pizzu frá Dominos. Nćsta hrađkvöld verđur svo mánudaginn 23. febrúar nk.
Lokastađan á hrađkvöldinu:
- Heimir Páll Ragnarsson, 7,5v/9
- Kristján Halldórsson, 7v
- Stefán Orri Davíđsson, 5,5v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
- Óskar Víkingur Davíđsson, 4,5v
- Hörđur Jónasson, 4,5v
- Sigurđur Freyr Jónatansson, 4v
- Björgvin Kristbergsson, 4v
- Hjálmar Sigurvaldason, 3v
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2015 | 07:00
Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag
Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik).
Ţátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstađ.
Ţrenn verđlaun í bođi.
Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur 2015.
Núverandi hrađskákmeistari er Róbert Lagerman.
Spil og leikir | Breytt 7.2.2015 kl. 09:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2015 | 23:23
Carlsen efstur ásamt Naiditsch í Baden-Baden
Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen (2866), vann Ţjóđverjann David Baramidze (2594) í fimmtu umferđ GRENKE-mótsins í Baden-Baden í dag. Aronian (2777) vann Anand (2797) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen er efstur ásamt Arkadij Naiditsch (2706), sem gerđi jafntefli viđ Caruana (2811). Carlsen og Naiditsch eru efstir međ 3,5 vinning.
Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir heimsmeistarinn viđ Caruana en Naiditsch mćtir Bacrot (2711)
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţrír skákmenn eru efstir og jafnir fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fer á sunnudaginn. Stefán Kristjánsson, Björn Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson hafa allir hlotiđ 6˝ vinning úr átta skákum en í 4.-6. sćti koma ungu mennirnir Dagur Ragnasson, Mikael Jóhann Karlsson og Jón Trausti Harđarson međ 6 vinninga. Í síđustu umferđ mćtast Björn og Jón Viktor og Stefán hefur svart gegn Mikhael Jóhanni. Mikiđ hefur veriđ um óvćnt úrslit en ţrír efstu, sem jafnfamt eru stigahćstu ţátttakendur mótsins, hafa allir náđ vopnum sínum ţrátt fyrir smávegis ágjöf á köflum.
Magnús Carlsen einn efstur í Wijk aan Zee
Ţrátt fyrir jafntefli í fjórum síđustu skákum sínum tókst heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen ađ sigra á skákmótinu í Wijk aan Zee sem lauk um síđustu helgi. Eftir slaka byrjun kom magnađur sprettur er hann vann sex skákir í röđ. Ţađ dugđi til sigurs en í nćstu sćtum komu nokkrir ungir skákmenn sem tefldu mun betur en Caruana og Aronjan sem álitnir voru helstu keppinautar Norđmannsins.
Lokastađan: 1. Magnús Carlsen 9 v. 2.-5. Vachier-Lagrave, Giri, Liren Ding og So 8˝ v. 6. Ivantsjúk 7˝ v. 7. Caruana 7 v. 8. Radjabov 6 v. 9. 10. Wojtazek og Aronjan 5˝ v. 11. Hou Yifan 5 v. 12. Saric 4˝ v. 13. Van Wely 4 v. 14. Jobava 3 v.
Í B-flokknum sem einnig var gríđarlega sterkur vann kínverska ungstirniđ Wei međ 10˝ vinning af 13 möglegum.
Guđmundur og Hannes byrja vel á Gíbraltar
Hannes Hlífar Stefánssson og Guđmundur Kjartansson hafa byrjađ vel á einu sterkasta opna móti ársins sem fram fer á Gíbraltar. Kletturinn dregur til sín marga nafntogađa meistara á borđ viđ Topalov, Nakamura og Svidler. Hannes er nr. 40 á stigalistanum og Guđmundur nr. 82 en keppendur í efsta flokknum eru 256 talsins og tefla 10 umferđir.
Guđmundi tókst ađ leggja Pólverjann Bartel í 2. umferđ eftir miklar sviptingar
Mateusz Bartel Guđmundur Kjartansson
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. De2 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. d4 Bg4 10. Hd1 exd4 11. cxd4 d5 12. e5 Re4 13. a4 b4 14. a5 Bh4 15. Be3 Re7 16. h3 Bxf3?!
Eftir óvenjulega byrjun gat Guđmundur leikiđ 16. ... Rf5! međ hugmyndinni 17. hxg4 Rxe3 18. fxe3 Bf2+ 19. Kh2 Dd7! sem ćtti ađ duga til jafnteflis.
17. Dxf3 f5 18. Rd2 Kh8 19. Dh5 Rg6 20. f4 Bg3 21. Hf1 c6 22. Hac1 Hc8 23. Rxe4 fxe4
Byrjunin lofar ekki góđu en til ţess ađ vinna međ svörtu ţarf stundum smá ađstođ. Hér gat Bartel leikiđ 24. Dg4! og verđur ţá fátt um varnir t.d. 24. ... Dh4 25. f5 Dxg4 26. hxg4 Re7 27. Bg5! međ vinningsstöđu. Nćsti leikur lítur vel út en gefur svarti kosti á mannsfórn sem flćkir tafliđ óţarflega mikiđ.
24. f5?! Rxe5 25. dxe5 Bxe5 26. De2 Dxa5 27. Bc5 Hfe8 28. Dd2 Dd8 29. Dxb4?
Pólverjinn byrjađi ađ missa ţráđinn ţegar í 24. leik og hér fer hann endanlega út af sporinu, eftir 29. Bd4 eđa 29. Df2 er hvíta stađan betri.
29. ... Hb8 30. Da4 Dg5!
Kemur drottningunni í ógnandi ađstööu.
31. Hfe1 Dg3 32. He3 Dh2+ 33. Kf2 Hb5 34. Dxa6 Hxc5! 35. Hxc5 Bd4!
Hvítur er hrók yfir en fćr ekkert viđ ráđiđ.
36. Hcc3 Df4+ 37. Ke1
Eđa 37. Ke2 Bxe3 38. Hxe3 d4 og vinnur.
37. ... Bxe3 38. De2 d4 39. Hxc6 d3
og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. janúar 2015.
Spil og leikir | Breytt 1.2.2015 kl. 23:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2015 | 22:06
Carlsen vann Anand - Naiditsch efstur
Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen (2866), vann Vishy Anand (2797) í fjórđu umferđ GRENKE-mótsins sem fram fór í Baden Baden í Ţýskalandi í dag. Fyrsta skák ţeirra síđan Carlsen lagđi Indverjann í heimsmeistaraeinvígi í nóvember sl.
Ţjóđverjinn geđţekki, Arkadij Naiditsch (2706), er efstur međ 3 vinninga en hann vann landa sinn, David Baramidze (2594) í dag. Carlsen er í 2.-3. sćti, međ 2,5 vinning, ásamt Caruana (2811).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24)
6.2.2015 | 21:56
Jón efstur á Norđurorkumótinu - Skákţingi Akureyrar
Í gćr lauk 4. umferđ Norđurorkumótsins, Skákţings Akureyrar.
Í fyrradag voru tefldar ţrjár skákir. Smári vann Sigurđ Eiríksson međ svörtu eftir grófan afleik ţess síđarnefnda. Ţá var stađa Smára töluvert betri en vel teflanleg á hvítt. Í viđureign ungu mannanna Gabríels og Benedikts sigrađi Bensi nokkuđ örugglega. Ţriđju skákinni, skák Jakobs og Ulker varđ fremur stutt jafntefli.
Í gćr tefldu ungir menn gegn reynsluboltum á fyrstu ţremur borđunum. Viđureignirnar gengu fyrir sig sem hér segir.
Á fyrsta borđi atti Áskell Örn kappi viđ Símon. Báđir höfđu ţeir unniđ allar sínar viđureignir fram ađ ţessari. Stađan var lengi flókin en í jafnvćgi. Í 23 leik fórnađi Símon manni fyrir 2 peđ og sóknarfćri. Stađa hans var nokkuđ álitleg en endađi međ jafntefli eftir ţráleik.
Í skák Jóns og Haraldar lenti hvítur í beyglu og svartur vann skiptamun og sótti stíft. Jón varđist vel og eftir ađ hann náđi drottningaruppskiptum fjarađi sóknin út hjá Haraldi. Jón náđi ţá ađ bćta stöđu sína jafnt og ţétt ţrátt fyrir ađ vera ađeins međ peđ upp í skiptamuninn. Hann fékk tvö samstćđ frípeđ og gat rekiđ svarta kónginn á undan sér eins og fé í rétt. Í réttinni flćktist hvíti kóngurinn í mátnet. Ţar međ komst Jón upp fyrir Áskel og Símon.
Andri Freyr stýrđi hvítu mönnunum gegn Ólafi. Hann tefldi vel og var lengst af međ heldur betra. Hann fékk góđan og virkan riddara gegn slćmum biskupi. Ţađ dugđi honum til ađ vinna peđ en ţví fylgdi nokkurt tímahrak. Í tímahrakinu tókst Ólafi ađ snúa á Andra og vann ađ lokum eftir ađ Andra tókst ekki ađ finna réttu varnarleikina.
Karl lék af sér peđi međ hvítu gegn Hreini og fékk töluvert verra. Smám saman tókst honum ţó ađ bćta stöđu sína og náđi mótspili. Hrein greip til ţess bragđs ađ fórna skiptamun og úr varđ jafntefli.
Kristján tefldi kröftuglega á móti Haka. Haki ţurfti ađ finna kóngi sínum skjól á miđborđinu og tókst ţađ. Hann hafđi sitt hvorn hrókinn á hálfopnum b- og g-línum en Kristján sótti á miđborđinu. Eftir 26 leiki hafđi hvítur heldur vćnlegra tafl en lék ţá slćmum fingurbrjót og fékk vonlitla stöđu. Kristján barđist ţó áfram og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ţá hafđi leikjafjöldinn veriđ tvöfaldađur frá afleiknum.
Logi fékk heldur betri peđastöđu međ hvítu mönnunum út úr byrjuninni gegn Hjörleifi. Hjörleifur fór ţá í sóknarađgerđir á kóngsvćng en Logi hratt ţeim öllum og bćtti stöđu sína smám saman. Loga tókst ađ vinna tvö peđ af Hjörleifi sem dugđi honum til sigurs ţótt hann hafi ekki valiđ einföldustu leiđina í tímahrakinu.
Í skák hins reynslumikla Sveinbjarnar gegn hinum unga Oliver fékk svartur ágćta stöđu upp úr byrjuninni. Sveinbjörn tefldi kóngsbragđ en Oliver lét f4 peđiđ eiga sig í nokkra leiki. Ţegar á leiđ skákina hélst ungmenninu illa á peđum svo ţeim fćkkađi óeđlilega hratt í hans herbúđum. Reynslan hafđi sigur ađ lokum. Ţví miđur náđi fréttaritari ekki ađ ráđa ađ fullu í rúnirnar á skorblađi ţeirra félaga og vantar ţví nokkra leiki í fylgiskjaliđ. Úr ţví verđur vonandi bćtt hiđ fyrsta.
Stöđu og pörun nćstu umferđar má finna á Chess-Results.
Skákir mótsins má nálgast á heimasíđu SA
6.2.2015 | 21:52
Á döfinni hjá T.R.
Starf Taflfélags Reykjavíkur blómstrar sem aldrei fyrr nú ţegar sól hćkkar á lofti. Hér gefur ađ líta nokkra ţá viđburđi sem eru framundan hjá félaginu í febrúar.
Laugardaginn 7. febrúar Barna- og unglingaćfingar
Sunnudaginn 8. febrúar Hrađskákmót Reykjavíkur
Mánudaginn 9. febrúar Reykjavíkurmót grunnskólasveita
Miđvikudaginn 11. febrúar Skákkeppni vinnustađa
Föstudaginn 13. febrúar til sunnudagsins 15. febrúar Bikarsyrpa #3
Sunnudaginn 22. febrúar Barna- unglinga- og stúlknameistaramót Reykjavíkur
Föstudaginn 27. febrúar Skemmtikvöld
Laugardaginn 28. febrúar Barna- og unglingaćfingar
Dagskrá Taflfélags Reykjavíkur
Sjötta umferđ Nóa Siríusmótsins Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđablis var tefld sl. fimmtudag.
Ţađ var sannkölluđ risaviđureign á 1. borđi, en ţar mćttust IM Jón Viktor Gunnarsson og GMŢröstur Ţórhallsson sem báđir voru skráđir međ 2433 Elo-stig viđ upphaf móts.
Jón Viktor var einn efstur međ 4,5 vinninga eftir 5. umferđ og Ţröstur kom fast á hćla hans međ 4 vinninga. Var ţví tekist á um efsta sćtiđ af fullri hörku.
Viđureigninni lauk međ ţví ađ Jón Viktor Gunnarsson hafđi betur og hefur ţví 5,5 vinninga af 6 mögulegum og heldur hálfs vinnings forystu sem hann náđi í 5. umferđ.
Vestfirđingurinn knái, FM Guđmundur Stefán Gíslason kemur í humátt á eftir og er međ 5 vinninga eftir sigur gegn hinum unga Degi Ragnarssyni.
Jón Viktor og Guđmundur Gíslason eru báđir taplausir eftir 6 umferđir!, en ţeir mćtast einmitt í 7. og nćst síđustu umferđ í kvöld Ekki missa af ţví.
Af óvćntum úrslitum er ţetta helst ađ frétta:
- Örn Leó Jóhannsson (2048) Guđmundur Halldórsson (2219) 1 0
- Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) Magnús Teitsson (2205) 1/2 1/2
- Gauti Páll Jónsson (1871) Oliver Aron Jóhannesson (2170) 1/2 1/2
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (1938) Sverrir Örn Björnsson (2117) 1/2 1/2
Nokkrir keppendur hafa mokađ inn skákstigum ţađ sem af er móti, má ţar m.a. nefna:
- Dagur Ragnarsson (2059) hefur unniđ 82,8 stig! Hann vann einnig 81,6 stig á nýafstöđnu Skákţingi Reykjavíkur og mćlist ţví međ 2223 stig Sannarlega glćsileg frammistađa!
- Gauti Páll Jónsson (1871) hefur unniđ 74,4
- Agnar Tómas Möller (1749) hefur unniđ 52,4
Spil og leikir | Breytt 19.2.2015 kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2015 | 10:03
Árbótarmóti frestađ
Árbótarmótinu sem átti fara fram um helgina í Árbót í Ţingeyjarsýslu hefur veriđ frestađ um óákveđin tíma vegna veđurs.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2015 | 00:57
Kapptefliđ um Friđrikskónginn IV. - Gunnar Freyr sigrađi
Mótaröđinni sem nú var haldin í fjórđa sinn í samstarfi Gallerý Skákar og Sd. KR lauk sl. mánudag eftir fjögurra vikna harđa baráttu ţar sem ţrjú bestu mót hvers og eins keppanda töldu til stiga og vinnings. Áunnin stig ţeirra sem tefldu ađeins í einu móti féllu niđur.
Lokaúrslitin urđu ţau ađ ţađ var enginn annar en
víkingurinn frćkni Gunnar Freyr Rúnarsson, hinn rammi, sem stóđ uppi sem sigurvegari međ sćlubros á vör. Sigur hans var einkar glćsilegur ţví hann hlaut 28 stig af 30 mögulegum og varđ jafnframt fjórđi Gunnarinn í röđ til ađ vinna ţetta árlega kapptefli um skákkónginn til heiđurs Friđriki Ólafssyni og ber nafn hins ástsćla meistara. Ţví má segja ađ Gunnar Freyr hafi jafnframt haldiđ uppi nafni Gunnara ţess lands. Hann fćr ađ launum nafn sitt skráđ gullnu letri á stall styttunnar, jafnframt ţví ađ fá fagran verđlaunagrip til eignar međ lágmynd af meistaranum, nafni hans og sínu ágreyptu.
Ţađ eru hinir valinkunnu nafnar hans, Skarphéđinsson; Birgisson og Gunnarsson, sem hafa leikiđ ţetta á undan honum. Allir tóku ţeir ţátt i einhverju mótanna nú ásamt nćrri 30 öđrum og aldursforsetinn Gunni Gunni gerđi sér lítiđ fyrir og vann síđasta mótiđ á stigum og varđ annar í kappteflinu međ 15 stig eftir tvo mót.
Til stendur ađ halda sérstakt mót innan tíđar "Gunnarsslag" ţar sem ţátttakendur geta freistađ gćfu sinnar gegn ţeim og öđrum öflugum meisturum. Ţar er vćnst ţátttöku ţeirra allra, forseta SÍ og fleiri liđtćkra skákmanna međ bera ţetta garplega nafn međ rentu. Keppikefliđ verđur ađ leggja sem flesta Gunnara af velli og vinna til veglegra verđlauna. /ESE
Myndaalabúm (ESE)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 8779033
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar