Fćrsluflokkur: Spil og leikir
12.2.2015 | 20:56
Skáknámskeiđ fyrir stúlkur í Stúkunni í Kópavogi.
Skáknámskeiđ fyrir stúlkur í Kópavogi og nágrenni verđur haldiđ í Stúkunni á Kópavogsvelli á laugardögum í vetur.
Kynningarćfing verđur laugardaginn 14. febrúar kl. 10.30 og verđur hún ókeypis.
Námskeiđiđ hefst laugardaginn 21. febrúar kl. 10.30 12.00. 10 skipti kosta kr. 10.000.-
Kennarar verđa Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir.
Skráning verđur á kynningarćfingunni og á netfanginu skaksamband@skaksamband.is
12.2.2015 | 20:27
Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita
Ţađ var líf og fjör í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur mánudaginn 9.febrúar er Reykjavíkurmót grunnskólasveita var haldiđ međ pompi og prakt. Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar hélt mótiđ í samstarfi viđ Taflfélag Reykjavíkur og var mótiđ hiđ 37. í röđinni. Hátt í 130 vaskir sveinar og stúlkur á grunnskólaaldri reimuđu á sig skákskóna ţennan mánudagseftirmiđdag og tefldu fyrir hönd skóla sinna. Tefldar voru 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Liđsstjórar skólanna höfđu í nógu ađ snúast og foreldrar og ađrir ćttingjar fylgdust af ákafa međ framgöngu sinna barna.
28 skáksveitir frá 16 grunnskólum tefldu í mótinu ađ ţessu sinni og var mótiđ ţví einkar vel sótt, líkt og í fyrra. Flestar sveitanna komu frá Rimaskóla eđa sex talsins. Ţá tefldi Ingunnarskóli fram fjórum skáksveitum. Heildarfjöldi skáksveita var sá sami og áriđ áđur, en ţó jókst fjöldi grunnskóla sem sendu fulltrúa sína í mótiđ um einn, samanboriđ viđ í fyrra, sem er ánćgjuefni.
Fyrirfram ţótti Rimaskóli sigurstranglegastur í opnum flokki enda hefur skólinn orđiđ Reykjavíkurmeistari undanfarin tvö ár. Auk ţess mćtti Rimaskóli međ ţaulreynda skákmenn í hlutverkum liđsstjóra, ţar á međal nýkrýndan hrađskákmeistara Reykjavíkur, Dag Ragnarsson. Skáksveitir Ölduselsskóla, Laugalćkjarskóla og Árbćjarskóla mćttu einnig sterkar til leiks og ţóttu líklegar til ţess ađ blanda sér í baráttuna um gulliđ. Í stúlknaflokki tefldu fimm nokkuđ jafnar skáksveitir og var búist viđ spennandi keppni ţeirra á milli. Athygli vakti ađ bćđi Melaskóli og Breiđholtsskóli sendu ađeins stúlknasveit til leiks, en ţessar tvćr stúlknasveitir hafa ávallt tekiđ ţátt í skólaskákmótum undanfarin misseri. Ţá hafa Rimaskóli og Ingunnarskóli einnig sent stúlknasveitir í ţessi mót undanfariđ međ góđum árangri. Sveit Rimaskóla var ţó líklegust til afreka ađ ţessu sinni enda höfđu Grafarvogsstúlkur unniđ mótiđ undanfarin fjögur ár.
Í opnum flokki varđ fljótlega ljóst í hvađ stefndi. A-sveit Rimaskóla vann fyrstu fjórar viđureignir sínar 4-0 á međan keppinautar ţeirra töpuđu skákum. A-sveit Ölduselsskóla fylgdi Rimaskóla eftir sem skugginn og mćttust sveitirnar loks í 5.umferđ. Ţar vann Rimaskóli sannfćrandi sigur og ţví var A-sveit Laugalćkjarskóla eina sveitin sem átti raunhćfa möguleika á ţví ađ velta Rimaskóla úr sessi í 1.sćti. Ţegar sveitirnar mćttust í 6.umferđ munađi ađeins einum vinning á sveitunum og var viđureignin ćsispennandi. Svo fór ađ lokum ađ Rimaskóli vann međ minnsta mun. Rimaskóla urđu svo ekki á nein mistök í síđustu umferđ og sigurinn í mótinu var gulltryggđur. A-sveit Rimaskóla hlaut 25 vinninga í efsta sćti jafn marga vinninga og sigursveitin áriđ áđur. Tapiđ gegn Rimaskóla í 6.umferđ virtist sitja eilítiđ í sterkum skákmönnum Laugalćkjarskóla enda annálađir keppnismenn sem ćtluđu sér ekkert annađ en sigur í mótinu- ţví ţeir steinlágu fyrir Ölduselsskóla í síđustu umferđ, 3-1. Ţar međ skaust hin efnilega A-sveit Ölduselsskóla í 2.sćtiđ međ 22 vinninga og var hún vel ađ ţví komin eftir góđan endasprett og heilsteypta taflmennsku í úrslitaviđureigninni um silfriđ í síđustu umferđ. A-sveit Laugalćkjarskóla sat hins vegar eftir í 3.sćti međ 20,5 vinning.
Í stúlknaflokki var mikil spenna frá upphafi til enda ţví úrslit réđust ekki fyrr en ađ lokinni síđustu skák. Fyrir síđustu umferđina voru stúlknasveitir Rimaskóla og Melaskóla efstar og jafnar í 1.sćti međ 11 vinninga. Minnti ţessi stađa óneitanlega á stöđuna fyrir síđustu umferđ sama móts í fyrra ţegar ţessir sömu skólar börđust um efsta sćtiđ. Fast á hćla ţeirra voru stúlknasveitir Breiđholtsskóla og Ingunnarskóla međ 10 vinninga. Svo fór ađ lokum ađ Melaskóli vann sína viđureign međ minnsta mun en Rimaskóli náđi ađeins einu jafntefli í sinni viđureign. Á sama tíma unnu stúlknasveitir Ingunnarskóla og Norđlingaskóla stóran sigur og Breiđholtsskóli vann sína viđureign međ minnsta mun. Melaskóla tókst ţví hiđ ómögulega, ađ velta Rimaskóla úr sessi sem sterkasta stúlknasveit Reykjavíkur. Melaskólastúlkur hlutu 13,5 vinning en stúlknasveit Ingunnarskóla fékk 13 vinninga sem dugđi ţeim í 2.sćtiđ. Í 3.sćti varđ Breiđholtsskóli međ 12,5 vinning. Norđlingaskóli fékk 12 vinninga í 4.sćti og loks fékk Rimaskóli 11,5 vinning.
Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák áriđ 2015 er ţví lokiđ. Ţađ sem stendur upp úr er ađ Rimaskóli er Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita annađ áriđ í röđ. Skólinn er afar vel ađ ţví kominn enda skákstarf ţar á bć gróskumikiđ og glćsilegt. Til marks um ţađ er vert ađ geta ţess ađ af sjö efstu skáksveitum mótsins átti Rimaskóli fjórar. Til hamingju Rimaskóli! Einnig stendur upp úr frábćr frammistađa hinna glađlyndu og samheldnu stúlkna í Melaskóla sem unnu stúlknaflokkinn eftir ćsispennandi lokaumferđ. Er ţađ mjög vel af sér vikiđ, sérstaklega sé litiđ til ţess ađ Rimaskóli hefur unniđ stúlknaflokkinn undanfarin fjögur ár. Til hamingju Melaskóli!
Mótiđ í heild sinni heppnađist afar vel og gekk framkvćmd ţess eins og í sögu. Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til allra keppenda, liđsstjóra, foreldra og annarra sem áttu leiđ í skákheimiliđ og áttu ţátt í ţví ađ skapa hiđ magnađa og skemmtilega andrúmsloft sem ávallt ríkir á ţessu móti. Sérstakar ţakkir fćr Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar fyrir ánćgjulegt og árangursríkt samstarf. Einnig fá Skákakademía Reykjavíkur sem og Skákskóli Íslands góđar ţakkir fyrir ţeirra ađkomu og ađstođ. Hlökkum til ađ sjá alla og fleiri til- á nćsta ári!
12.2.2015 | 13:50
Ţriđja mót Bikarsyrpu TR hefst á föstudaginn
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.
Ţriđja mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 13. febrúar og stendur til mánudagsins 16. febrúar. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á alvöru mótum mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (13. febrúar)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (14. febrúar)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (14. febrúar)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (15. febrúar)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (15. febrúar). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).
Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk og TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu.
Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins! Skráđir keppendur.
Stefnt er ađ ţví ađ Bikarsyrpan samanstandi af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju
 móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.
Hlökkum til ađ sjá ykkur!
11.2.2015 | 13:42
Össur efstur hjá Ásum í gćr
Össur Kristinsson varđ efstur í gćr hjá Ásum í Stangarhyl 4. Ţađ var óvenju lágt vinninga skor hjá toppnum í gćr. Menn voru óvenju nćgjusamir á vinninga. Sumir af okkur hefđu örugglega ţegiđ fleiri vinninga, en ţađ er nú eins og ţađ er. Össur Kristinsson fékk 8 vinninga af 10 mögulegum. Kristinn Bjarnason varđ í öđru sćti međ 7˝ vinning. Síđan komu ţeir jafnir međ 7 vinninga ţeir Gunnar Finnsson og Jóhann Örn Sigurjónsson.
Nćsta ţriđjudag verđur svo skemmtilegt mót. Eđalskákmót Magga P ţá fá ţeir einir vinninga sem náđ hafa 75 ára aldri eđa verđa ţađ á árinu.
Garđar formađur sat viđ stjórnvölinn í gćr.
Sjá nánari úrslit og myndir frá ESE
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2015 | 09:00
Skákţing Skagafjarđar - Landsbankamótiđ hefst í kvöld
Skákţing Skagafjarđar Landsbankamótiđ, hefst miđvikudaginn 11. febrúar klukkan 20. Teflt verđur í Safnađarheimili Sauđárkrókskirkju, Ađalgötu 1 á Sauđárkróki. Tefldar verđa 5 umferđir samkvćmt svissnesku kerfi.*
Dagskrá:
- 1. umf. miđvikudagur 11. febrúar kl. 20
- 2. umf. laugardagur 14 febrúar kl. 10
- 3. umf. miđvikudag 18. febrúar kl. 20
- 4. umf. laugardag 21. febrúar kl. 10
- 5. umf. miđvikudag 25. febrúar kl. 20
Öllum er heimil ţáttaka í mótinu og hlýtur sigurvegarinn sćmdarheitiđ Skákmeistari Skagafjarđar 2015.**
Heimilt verđur ađ sitja hjá eina umferđ (ađ undanskilinni síđustu umferđ) og taka ˝ vinning fyrir ţađ. Ósk um yfirsetu ţarf ađ berast mótsstjórn í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan.
Umhugsunartími verđur 90 mín á skákina auk ţess sem 30 sek bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90 mín + 30 sek á leik). Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga. Skráning er á netfangiđ thor@minjastofnun.is og á skákstađ eigi síđar en 15 mín fyrir upphaf fyrstu umferđar.
* Mótsstjórn áskilur sér rétt til ţess ađ gera breytingar á auglýstu fyrirkomulagi ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Endanlegt fyrirkomulag verđur tilkynnt keppendum fyrir upphaf fyrstu umferđar.
** Skákmeistari Skagafjarđar getur ađeins sá orđiđ sem er búsettur í Skagafirđi og/eđa er fullgildur félagi í Skákfélagi Sauđárkróks eđa Skákfélagi Siglufjarđar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2015 | 07:00
Skákkkeppni vinnustađa fer fram í kvöld
Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt íSkákkeppni vinnustađa 2015 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miđvikudaginn 11. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótiđ, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjöriđ fyrir hinn almenna skákáhugamann ţar sem vinnufélagar geta myndađ liđ og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustađa.
Dagsetning
Miđvikudagur 11. febrúar kl. 19.30
Stađur
Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
Keppnisfyrirkomulag
Ţriggja manna liđ međ 1-2 varamönnum
Vinnustađur getur sent nokkur liđ til keppni sem verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv.
Svissneskt pörunarkerfi og flestir vinningar gilda
7-11 umferđir (bundiđ ţátttöku)
Umhugsunartími er 10 mínútur á mann
Verđlaun
- Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga fyrir keppendur
- Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga fyrir keppendur
- Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga fyrir keppendur
Ţátttökugjald
15.000 kr fyrir hvert liđ
Nánari upplýsingar
Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang:rz@itn.is gsm: 7722990.
Skráning og stađfesting ţátttöku
Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur
Ţátttökugjaldiđ greiđist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: VINNUST
Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2015 hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt 7.2.2015 kl. 09:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 17:10
Dagur Ragnarsson hrađskákmeistari Reykjavíkur
Dagur Ragnarsson kom sá og sigrađi á vel sóttu Hrađskákmóti Reykjavíkur sem fór fram síđastliđinn sunnudag. Alls tóku 40 skákmenn ţátt í mótinu, allt frá reyndum meisturum niđur í kornunga keppendur sem mćta orđiđ á öll skákmót sem eru í bođi.
Omar Salama byrjađi mótiđ međ látum og var efstur međ fullt hús eftir fimm umferđir en tapađi í ţeirri sjöttu fyrir Degi. Baráttan á toppnum var geysihörđ og menn skiptust á ađ leiđa mótiđ í lokaumferđunum.
Fyrir 11. og síđustu umferđ stóđ Ólafur B. Ţórsson međ pálmann í höndunum og leiddi međ međ 8.5 vinning. Ólafur sem tvisvar hefur hampađ titlinum, fyrst fyrir akkúrat 20 árum mćtti Oliver Aron Jóhannessyni í lokaumferđinni međan Dagur sem var í öđru sćti međ 8 vinninga tefldi viđ menntaskólakennarann knáa Eirík K. Björnsson. Dagur sigrađi örugglega og ţví varđ Ólafur helst ađ vinna Oliver. Ţađ gékk ţó ekki eftir og Oliver sigrađi og rétti ţví félaga sínum úr gamla Rimaskólagenginu hjálparhönd á ögurstundu.
Dagur er vel ađ sigrinum kominn og hefur fariđ mikinn viđ skákborđiđ ađ undaförnu. Hann endađi í 3.-8. sćti á Skákţingi Reykjavíkur á dögunum og tapađi ţar einungis einni skák, gegn sigurvegara mótsins alţjóđameistaranum Jóni Viktori Gunnarssyni. Dagur er einnig ađ gera mjög vel á Nóa Síríusmótinu sem nú stendur yfir og situr ţar sem stendur í ţriđja sćti međ 4 vinninga eftir 5 umferđir. Ţar hefur hann lagt ađ velli ekki minni spámenn en alţjóđameistarann Karl Ţorsteins og stórmeistara kvenna Lenku Ptácníkovu.
Ólafur B. Ţórsson náđi öđru sćtinu á stigum ţrátt fyrir tapiđ í síđustu umferđ en ţriđji varđ Omar Salama. Báđir hlutu ţeir átta og hálfan vinning.
Ýmis óvćnt úrslit litu dagsins ljós í mótinu og voru ungu skákmennirnir ţar oft í ađalhlutverki. Sérstaklega ber ţar ađ nefna glćsilegan sigur Arons Ţórs Mai (1262) á stórmeistara kvenna Lenku Ptácníkovu (2270) en ţar munar heilum 1008 skákstigum! Aron hefur veriđ gríđarlega duglegur ađ sćkja ćfingar Taflfélagsins, mćtir á öll mót og er í hrađri framför. Björgvin Kristbergsson (1165) lagđi síđan Kjartan Maack (2115) ađ velli í sjöttu umferđ. Kjartan féll á tíma međ koltapađ tafl og virtist brugđiđ. Honum til happs var gert stutt hlé eftir ţá umferđ og náđi hann ţá aftur vopnum sínum vann fimm síđustu skákirnar og endađi í 6.-8. sćti međ sjö vinninga.
Tvíburabrćđurnir ungu Björn Hólm og Bárđur Örn vöktu einnig athygli en ţeir tefldu báđir lengi móts uppi á pallinum og fengu ţar dýrmćta reynslu gegn sér miklu reyndari skákmönnum. Ţeir virtust ţó báđir saddir í lokaumferđunum og fengu samanlagt einungis ˝ vinning í ţremur seinustu umferđunum. Björn endađi međ 6 vinninga og Bárđur međ hálfum vinning minna.
Enginn virtist koma sjálfum sér meira á óvart en Pirc sérfrćđingurinn Kristján Örn Elíasson sem var kominn alla leiđ upp á annađ borđ í áttundu umferđ. Gaman ađ ţessu kom ađ sjálfsögđu í upphafi skákar hans ţar gegn Degi Ragnarssyni. Hann tapađi örugglega og hvarf svo fljótt af pallinum!
Heildarúrslit: http://chess-results.com/tnr161147.aspx?lan=1&art=1&rd=11&fed=ISL&wi=821
Eftir verđlaunaafhendingu fyrir Hrađskákmót Reykjavíkur voru veitt verđlaun fyrir Skákţing Reykjavíkur. Eins og komiđ hefur fram í fréttum sigrađi alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson á skákţinginu og er ţví Skákmeistari Reykjavíkur 2015. Ţar vakti glćsileg frammistađi hins unga Mikaels Jóhanns Karlssonar sérstaka athygli en hann endađi í öđru sćti eftir öruggan sigur á stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni í lokaumferđinni.
Veitt voru verđlaun í fjölda stigaflokka og hér á eftir fylgja úrslit í ţeim.
Skákmeistari Reykjavíkur 2015
- Jón Viktor Gunnarsson Skákmeistari Reykjavíkur 2015 7.5
- Mikhael Jóhann Karlsson Silfur 7.0
3.-8. Stefán Kristjánsson Brons 6.5
Dagur Arngrímsson
Guđmundur Gíslason
Dagur Ragnarsson
Björn Ţorfinnsson
Jón Trausti Harđarsson
Undir 2000
- Ţórir Benediktsson Gull 5.5
- Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir Silfur 5.5
- Vignir Vatnar Stefánsson Brons 5.5
Undir 1800
- Dagur Kjartansson Gull 5.5
- Jón Úlfljótsson Silfur 5.0
- Felix Steinţórsson Brons 5.0
Undir 1600
- Hörđur Jónasson Gull 5.0
- Héđinn Briem Silfur 5.0
- Heimir Páll Ragnarsson Brons 4.5
Undir 1400
- Aron Ţór Mai Gull 4.5
- Robert Luu Silfur 4.5
- Óskar Einarsson Brons 4.0
Undir 1200
- Jón Ţór Lemery Gull 3.5
- Stefán Orri Davíđsson Silfur 3.5
- Arnar Milutin Heiđarsson Brons 3.5
Stigalausir
- Atli Mar Baldursson Gull 3.5
- Alexander Ragnarsson Silfur 2.5
- Axel Ingi Árnason Brons 2.0
Taflfélag Reykjavíkur óskar öllum vinningshöfum til hamingju međ árangurinn og ţakkar öllum ţeim sem tóku ţátt í Skákţingi Reykjavíkur og Hrađskákmóti Reykjavíkur!
Heimasíđa TR (myndskreytt frásögn)
Spil og leikir | Breytt 11.2.2015 kl. 15:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 14:59
Carslen sigrađi á GRENKE-mótinu
Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen (2866), sigrađi á GRENKE-mótinu í Baden Baden sem lauk í gćr. Norđmađurinn kom jafn í mark og heimamađurinn Arkadij Naiditsch (2706). Ţeir háđu atskákeinvígi um titilinn sem lauk 1-1. Ađ ţví loknu var teflt hrađskákeinvígi sem lauk einnig 1-1. Ţá kom til bráđabanaskák (Armageddon) og ţar hafđi Carlsen hvítt og 6 mínútur gegn 5 mínútum. Ţjóđverjanum dugđi hins vegar jafntefli Ţar hafđi Carlsen sigur og ţar međ sigur á mótinu.
Lokastađa mótsins
Rg. | SNr | Name | Elo | FED | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | Pkte | Sieg | |
1 | 6 | GM | Carlsen Magnus | 2865 | NOR | * | 0 | 1 | ˝ | ˝ | ˝ | 1 | 1 | 4˝ | 3 |
2 | 5 | GM | Naiditsch Arkadij | 2706 | GER | 1 | * | ˝ | ˝ | ˝ | ˝ | ˝ | 1 | 4˝ | 2 |
3 | 4 | GM | Adams Michael | 2738 | ENG | 0 | ˝ | * | ˝ | ˝ | ˝ | 1 | 1 | 4 | 2 |
4 | 1 | GM | Caruana Fabiano | 2811 | ITA | ˝ | ˝ | ˝ | * | 1 | ˝ | ˝ | ˝ | 4 | 1 |
5 | 3 | GM | Aronian Levon | 2777 | ARM | ˝ | ˝ | ˝ | 0 | * | ˝ | 1 | ˝ | 3˝ | 1 |
6 | 2 | GM | Bacrot Etienne | 2711 | FRA | ˝ | ˝ | ˝ | ˝ | ˝ | * | ˝ | ˝ | 3˝ | 0 |
7 | 8 | GM | Anand Viswanathan | 2797 | IND | 0 | ˝ | 0 | ˝ | 0 | ˝ | * | 1 | 2˝ | 1 |
8 | 7 | GM | Baramidze David | 2594 | GER | 0 | 0 | 0 | ˝ | ˝ | ˝ | 0 | * | 1˝ | 0 |
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24)
9.2.2015 | 07:00
Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram í dag
Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 9. febrúar n.k. og hefst kl.17.
Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar sem og ţrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna.
Hverjum skóla er heimilt ađ senda fleiri en eina sveit til ţátttöku og skal ţá sterkasta sveitin nefnd A, sú nćststerkasta B, o.s.frv. Sigursveitin verđur Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2015 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Mótiđ hefst, sem áđur segir, kl. 17 og lýkur um kl. 20. Verđlaunaafhending verđur strax ađ móti loknu.
Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Skóla-og frístundasviđs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.
Mikilvćgt er ađ skólarnir sendi fylgdarmann međ sínu liđi, keppendum til halds og trausts.
Ţátttaka tilkynnist til skrifstofu Skóla og frístundasviđs eđa ásoffia.palsdottir@reykjavik.is Einnig er hćgt ađ senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is eigi síđar en föstudaginn 6. febrúar.
Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.
Ţátttökurétt hafa eingöngu nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.
Spil og leikir | Breytt 7.2.2015 kl. 09:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2015 | 19:21
Norđurorkumótiđ - Skákţing Akureyrar: Jón Kristinn međ fullt hús
Í dag hófst 5. umferđ Norđurorkumótsins, Skákţings Akureyrar 2015. Tveimur skákum var frestađ og verđa ţćr tefldar á miđvikudaginn kl. 16.30.
Ţađ bar hćst ađ ţriđju skákina í röđ fékk Jón Kristinn verri stöđu út úr byrjuninni en tókst ađ snúa á andstćđinginn og sigra. Nú var ţađ vinur hans og ćfingafélagi, Símon Ţórhallsson sem ţurfti ađ bíta í hiđ súra epli.
Úrslit urđu:
- Símon-Jón 0-1
- Haraldur-Karl 1-0
- Logi-Jakob 0-1
- Hreinn-Andri 0-1
- Sigurđur-Sveinbjörn 1-0
- Hjörleifur Eymundur 0-1
- Oliver-Gabríel +/-
Skákum Smára og Áskells annarsvegar og Ólafs og Haka hinsvegar var frestađ til miđvikudags.
Stađan er ţannig
Jón 5 vinningar af 5 mögulegum
Áskell 3,5 + frestuđ skák
Símon 3,5
Smári og Ólafur 3 + frestuđ skák
Haraldur, Jakob og Andri 3
Haki 2,5 + frestuđ skák
Sigurđur E og Ulker2,5
Karl Egill, Logi, Eymundur, Hreinn og Benedikt 2
Sveinbjörn, Oliver og Kristján 1,5
Hjörleifur 1
Gabriel 0,5
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 4
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8779010
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar