Fćrsluflokkur: Spil og leikir
14.2.2018 | 23:04
Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ miđvikudagskvöldiđ 21. febrúar
Hrađskákmót Reykjavíkur, sem fresta ţurfti síđastliđinn sunnudag vegna veđurs, verđur haldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 miđvikudaginn 21.febrúar og hefst tafliđ kl.19:30.
Tefldar verđa 9 umferđir međ tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga og er opiđ öllum.
Ţátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótiđ fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Skráning fer fram á skákstađ og lýkur henni kl.19:20. Skákstjórar verđa Ríkharđur Sveinsson og Ólafur Ásgrímsson.
Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur.
Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem krýndur verđur Hrađskákmeistari Reykjavíkur. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum verđur skoriđ úr um sćtaröđ međ stigaútreikningi (tie-break). Röđ stigaútreiknings: 1.Innbyrđis úrslit 2.Bucholz (-1) 3.Bucholz (median) 4.Sonneborn-Berger.
Ríkjandi hrađskákmeistari Reykjavíkur er Dagur Ragnarsson. Sigurvegari mótsins í fyrra varđ hins vegar Vestfjarđarvíkingurinn Guđmundur Gíslason sem vann ţađ ţrekvirki ađ vinna međ fullu húsi! Undanfarin 11 ár hafa sex skákmeistarar boriđ titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar af einn stórmeistari og fjórir FIDE-meistarar:
2017: Dagur Ragnarsson 2016: Róbert Lagerman 2015: Dagur Ragnarsson 2014: Róbert Lagerman 2013: Oliver Aron Jóhannesson 2012: Davíđ Kjartansson 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson 2010: Torfi Leósson 2009: Hjörvar Steinn Grétarsson 2008: Davíđ Kjartansson 2007: Davíđ Kjartansson.
14.2.2018 | 18:33
Reykjavik Puffins gegn Cannes Blockbusters í kvöld
Í kvöld klukkan 19:35 hefst 5. umferđ í PRO Chess League. Umferđin sjálf hefst í raun fyrr um daginn en viđureign Reykjavik Puffins og Stockholm Snowballs hefst á slaginu 19:35 á Chess.com.
Um síđustu helgi lögđu Lundarnir liđ Stockholm Snowballs ađ velli á glćsilegan hátt 10-6. Ţröstur Ţórhallsson átti stórleik fyrir Puffins og eins voru Jóhann og Hannes mjög traustir á međan ađ Björn Ţorfinnsson náđi sér ekki á strik aldrei ţessu vant.
Cannes Blockbusters er annađ franskt liđ í okkar riđli og tefla fram tveimur stórmiesturum en má segja ađ liđ ţeirra sé sýnd veiđi en ekki gefin. Frakkarnir ţurftu ađ breyta sinni liđsuppstillingu eftir á og hefjs ţví leik međ hálfan vinning í refsingu. Ţví er ljóst ađ jafntefli í viđureigninni sjálfri dugir til sigurs Lundanna.
Liđ Lundanna ađ ţessu sinni skipa:
GM Hjörvar Grétarsson(2567),GM Hannes Stefansson (2512), IM Bragi Ţorfinnsson (2461) og GM Ţröstur Ţórhallsson (2420).
Allir tefla viđ alla á fjórum borđum og ţví 16 vinningar í bođi. Búast má viđ jöfnum og spennandi match.
Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum og Chess.com en viđ mćlum međ ţví ađ kíkja á beina útsendingu Puffins í umsjón FM Ingvars Ţórs Jóhannessonar sem verđur hér: http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins
14.2.2018 | 13:02
Reykjavíkurmót grunnskólasveita: Keppni 4.-7. og 8.-10. bekkja fer fram mánudaginn 19. febrúar
Reykjavíkurmót grunnskólasveita heldur áfram í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12 mánudaginn 19. febrúar kl. 16.30 međ keppni 4.-7. bekkja og kl. 19.30 međ keppni 8.-10. bekkja. Mótiđ er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verđur skipt í ţrennt ađ ţessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.
Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bćtast 3 sekúndur viđ eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar eru hvattir til ţess ađ senda skáksveitir í mótiđ. Engar takmarkanir eru á fjölda skáksveita og er skáksveitum hvers skóla styrkleikarađađ međ bókstöfum (a-sveit, b-sveit, c-sveit og svo framvegis). Í hverri skáksveit tefla 4 keppendur og má hver sveit hafa 0-2 varamenn. Keppanda er heimilt ađ tefla í eldri flokki en aldur hans segir til um, en ţó má einungis tefla í einum flokki (sem dćmi ţá má keppandi í 3.bekk tefla í flokki 4.-7.bekkjar, en hann getur ţá ekki teflt í flokki 1.-3.bekkjar). Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla og er ćskilegt ađ hver liđsstjóri stýri ekki fleiri en ţremur liđum.
Mótshaldarar vilja ítreka mikilvćgi ţess ađ bćđi liđsstjórar og keppendur mćti á mótsstađ eigi síđar en 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts til ađ unnt sé ađ hefja mótiđ á tilsettum tíma.
Dagskrá:
- Mánudagur 19.febrúar kl.16:30-19:00; 4.-7.bekkur.
- Mánudagur 19.febrúar kl.19:30-22:00; 8.-10.bekkur.
Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í hverjum flokki. Einnig fćr efsta stúlknasveit hvers flokks verđlaun.
Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má í gula kassanum á skak.is. Skráningu lýkur sunnudaginn 18.febrúar klukkan 21:00. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ. Hér má fylgjast međ skráningunni.
14.2.2018 | 07:30
Vigfús sigrađi á hrađkvöldi Hugins
Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi á hrađkvöldi Hugins sem fram fór 5. febrúar sl. Vigfús fékk 9,5v í tíu skákum og var ţađ Sigurđur Freyr Jónatansson sem náđi jafntefli. Sigurđur Freyr varđ líka örugglega í öđru sćti međ 7,5v. Ţriđji var svo Árni Ólafsson međ 5,5v sem hefđu alveg getađ orđiđ fleiri.
Tölvan var biluđ á ćfingunni svo ekki var hćgt ađ nota hana til ađ draga. Ţađ var ţví gert upp á gamla máttann og sigurvegarinn fékk ţađ hlutverk. Ţurfti ţá ekki ađ spyrja ađ ţví hver yrđi dreginn međ ţessu fyrirkomulagi. Pétur Jóhannesson kom upp úr hatttinum eins og viđ var ađ búast fyrst Björgvin var ekki mćttur. Nćsta skákkvöld verđur mánudaginn 26. febrúar og ţá verđur atkvöld.
Lokastađan á chess-results:
13.2.2018 | 18:44
Íslandsmót barnaskólasveita - 1.-3. bekk
Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2018 fer fram í Rimaskóla, laugardaginn 24. febrúar nk.
Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótiđ hefst kl. 11 og áćtlađ er ađ ţví ljúki međ verđlaunaafhendingu um kl. 14. Stutt hlé verđur tekiđ um 12:30 til ađ keppendur geti fengiđ sér nćringu.
Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt ađ fjögurra varamanna).
Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.
Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir. Einnig borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi.
Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Vatnsendaskóli. Nánar um mótiđ í fyrra hér.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Skráningu lýkur á hádegi (12:00), föstudaginn 23. febrúar.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
13.2.2018 | 07:00
Lokamót Skákhörpunnar fer fram á morgun
Lokamótiđ Skákhörpunnar verđur teflt á miđvikudaginn kemur og ţá rćđst hver vinnur mótaröđina ţetta áriđ. Ađeins ţrjú bestu mót telja svo úrslitin eru óráđin enn.
Gunnar vann fyrsta mótiđ, Friđgeir ţađ annađ og Guđfinnur ţađ ţriđja. Svo nú er ađ duga eđa drepast fyrir hina síteflandi öldungadeildarskákmenn.
Stöđuna má sjá á myndinni hér ađ neđan međ ţví ađ tvíklikka á hana.
Spil og leikir | Breytt 12.2.2018 kl. 16:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2018 | 16:33
Skákţing Akureyrar: Rúnar kominn í 1. sćti
Sjötta og nćst síđasta umferđ Akureyrarmótsins í skák fór fram í Skákhöllinni í dag. Ţrjár skákir voru tefldar en Jón Kristinn Ţorgeirsson sat yfir og nýtti tímann til ađ tefla á Norđurlandamótinu í skólaskák. Var fylgst međ lokaskákinni í beinni útsendingu á međan á umferđinni stóđ. Jón gerđi jafntefli gegn dönskum skákmanni og endađi í ţriđja sćti í sínum flokki.
Hér heima áttust viđ Benedikt og Sigurđur E., Símon og Haraldur og Rúnar og Andri.
Benedikt lenti í dálítilli beyglu gegn Sigurđi og ţurfti ađ láta mann fyrir tvö peđ. Skömmu síđar missti hann af ţví ađ Sigurđur gat skákađ af honum annan mann og var ţá tilgangslaust ađ halda baráttunni áfram.
Í skák Símonar og Haraldar var lengi vel ţung undiralda. Í endatalinu náđi Símon ađ tefla glimrandi vel og virkja kónginn sinn. Hafđi hann biskup gegn riddara í opinni stöđu međ peđ á báđum vćngjum. Reyndist biskupinn sterkari og svo fór ađ Haraldur varđ ađ gefast upp ţegar einsýnt var ađ Símon nćđi ađ vekja upp drottningu.
Mesta athygli vakti skák Rúnars og Andra. Fyrir umferđina var Andri einn efstur međ fullt hús vinninga en Rúnar fylgdi á hćla honum međ hálfum vinningi meira. Svo fór ađ Andri virtist jafna tafliđ nokkuđ auđveldlega međ svörtu en tefldi fyrri hluta miđtalfsins ekki nógu vel og lék af sér peđi. Skákin var ţó fjćrri ţví ađ vera lokiđ og ýmsar víđsjár um allt borđiđ. Smátt og smátt tókst Rúnari ađ bćta stöđu sína og náđi ađ opna g-línuna og ná kóngssókn sem Andri gat ekki stađist. Stađa hans hrundi og Rúnar stóđ uppi sem sigurvegari.
Rúnar leiđir nú mótiđ međ 4,5 vinninga en Andri hefur 4 vinninga. Ţeir berjast ţví enn um titilinn.
12.2.2018 | 15:44
Friđrikskóngurinn 2018 framhaldiđ í kvöld: Örn Leó enn efstur
Mótaröđin heldur áfram í kvöld ţegar ţriđja mótiđ af fjórum verđur háđ. Búast má viđ harđri baráttu ţví ţrjú bestu mót hvers keppanda telja og ţví geta efstu ţrír allir unniđ enn.
Gunnar Fr. Rúnarsson kom sterkur inn síđast en hann vann keppnina 2015. Mikil ófćrđ hamlađi ţá för sumra en ţađ viđrar betur sem stendur í dag.
Nú er ađ sjá hvernig köppunum ţremur Erni Leó, Gunnari Frey og Björgvini
gengur í ţriđju atrennu ađ konungstigninni sómakćru.
12.2.2018 | 10:31
Vel heppnađ Pönnuskákmót á Selfossi
Krakka- og unglingastarfiđ á Suđurlandi er ákaflega öflugt og er skemmst ađ minnast ţegar 12 skólar mćttu skólakeppni á Suđurlandi. Í gćr var haldiđ Pönnukökuskákmóti á Selfossi. Létu ekki smá rok stöđva sig. Guđbergur Davíđ Ágústsson vann í yngri flokki og Anton Kristinsson og Martin Srichakham í ţeim yngri.
Úrslit og má myndir má finna hér.
12.2.2018 | 07:00
Bikarsyrpa TR hefst á föstudaginn
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.
Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á alvöru mótum einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.
Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.
Fjórđa mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 16. febrúar og stendur til sunnudagsins 18. febrúar. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Dagskrá:
1. umferđ: 16. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 17. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 17. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 17. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 18. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 18. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 18. febrúar kl. 16.00 (sun)
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.
Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Skráningarform
Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr
Skákstjórn: Ţórir Benediktsson, s. 867 3109, thorirbe76@gmail.com
Spil og leikir | Breytt 6.2.2018 kl. 08:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778676
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar