Fćrsluflokkur: Spil og leikir
30.8.2015 | 16:10
Ćfingar skákdeildar Fjölnis hefjast miđvikudaginn 16. september
Vikulegar skákćfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miđvikudaginn 16. september og verđa ţćr framvegis alla miđvikudaga í vetur frá kl. 17:00 18:30. Ćfingarnar eru í Rimaskóla og er gengiđ inn um íţróttahús skólans. Árangur ţeirra barna sem sótt hafa reglulega skákćfingar Fjölnis hefur veriđ mjög góđur á undanförnum árum og skákdeildin hlotiđ mörg verđlaun og viđurkenningar fyrir árangursríkt starf.
Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuđborgarsvćđinu öllu eru hvattir til ađ nýta sér skemmtilegar og áhugaverđar skákćfingar Fjölnis sem bjóđast ókeypis.
Í fyrra mćttu ađ jafnađi 30 krakkar á hverja ćfingu. Ćfingarnar miđast viđ ađ ţátttakendur kunni góđ skil á öllum grunnatriđum skáklistarinnar og tefli sér til ánćgju. Foreldrar eru hvattir til ađ mćta međ börnunum sínum og ađstođa sem alltaf er ţörf fyrir. Reynt er ađ hafa ćfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, kennsla og skákmót til skiptis. Bođiđ er upp á veitingar á hverri ćfingu svo sem ávexti, kexmeti og vatn. Öllum skákćfingum lýkur međ verđlaunaafhendingu. Međal leiđbeinenda í vetur verđa m.a. afreksunglingar í skáklistinni úr úrvalsflokki Skákskóla Íslands.
Umsjón međ skákćfingum Fjölnis í vetur hefur líkt og undanfarin ár Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar. Muniđ fyrstu skákćfinguna 16. september.
30.8.2015 | 13:03
Skákţing Norđlendinga 2015 - Haustmót Skákfélags Akureyrar
Skákţing Norđlendinga 2015 verđur haldiđ á Akureyri dagana 18.-20. september 2015. Mótiđ er jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar.
Telfdar verđa sjö umferđir. Fyrstu fjórar umferđirnar verđa atskákir (25 mín) en lokaumferđirnar ţrjár verđa kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik).
Dagskrá:
- 1-4. umferđ föstudaginn 18. september kl. 20.00.
- 5. umferđ laugardaginn 19. september kl. 10.00.
- 6. umferđ laugardaginn 19. september kl. 15.00 (eđa a.m.k. 45 mín eftir lok 5. umferđar)
- 7. umferđ sunnudaginn 20. september kl. 10.00.
Hrađskákmót Norđlendinga/Hausthrađskákmótiđ kl. 15.00 (eđa a.m.k. 25 mín eftir lok 7. umferđar)
Verđlaunafé ađ lágmarki 100.000 kr. Nánar auglýst síđar.
Titlar og verđlaun:
Mótiđ er öllum opiđ og allir keppa um sömu verđlaun, óháđ búsetu eđa félagsađild.
Titilinn Skákmeistari Norđlendinga getur ađeins sá hlotiđ er á lögheimili á Norđurlandi.
Titilinn Skákmeistari Skákfélags Akureyrar getur ađeins hlotiđ félagsmađur í SA.
Verđi fleiri en einn jafn í keppni um titilinn Skákmeistari Norđlendinga munu stig ráđa og eru keppendur hvattir til ađ kynna sér stigaútreikning áđur en móti lýkur.
Verđi fleiri en einn jafn í keppni um titilinn Skákmeistari Skákfélags Akureyrar verđur telft um titilinn.
30.8.2015 | 11:12
Glćsisigur Nakamura á So - Carlsen og Aronian efstir
Hikaru Nakamura (2814) stal athyglinni á Sinquefield-mótinu í gćr međ glćsisigri í mikilli fórnarskák í Kóngsindverjanum á landa sínum Wesley So (2779). Á Chess.com er ţví velt upp hvort skákin verđi hin "ódauđlega fórnarskák". Nakamura náđi öđru sćti á lifandi stigalistanum.
Garry Kasparov var hrifinn af taflmennsku Nakamura og tísti:
Congrats to @GMHikaru on his victory today. The King's Indian requires the courage of your convictions & courage to ignore machine opinions!
Garry Kasparov (@Kasparov63) August 29, 2015
Carlsen (2853) og Aronian (2765) gerđu jafntefli og eru sem fyrr efstir. Nakamura, Giri (2793) og MVL (2731) sem vann Topalov (2816) eru hálfum vinningi á eftir ţeim.
Sjöunda umferđ fer fram í kvöld og hefst kl. 18. Ţá teflir Carlsen viđ Grischuk (2771) og Aronian viđ Nakamura.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2015 | 10:25
Orđsending til eldri skákmanna - Ćsir hefja taflmennsku á ţriđjudaginn
Ćsir eru ađ vakna eftir sumarsvefninn. Ţeir byrja ađ tefla ţriđjudaginn 1 september í Ásgarđi, félagsheimili eldri borgara í Reykjavík sem er í Stangarhyl 4.
Allir eldri borgarar sem hafa gaman af skák hjartanlega velkomnir til leiks, karlar 60+ og konur 50+.
Viđ teflum alla ţriđjudaga frá kl 13.00 til 16.30
Ţátttökugjald er kr. 500 innifaliđ kaffi og međlćti.
Hittumst hress á hvítum reitum og svörtum.
Stjórn Ása.
29.8.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur efstur í Litháen
Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Oliver Aron Jóhannesson luku um síđustu helgi keppni á sterku, opnu móti í höfuđborg Lettlands, Riga. Alexei Shirov bar sigur úr býtum, hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum. Jafn honum en lćgri á stigum var Armeninn Hovhannisjan. Hjörvar endađi í 11.- 38. sćti međ 6 vinniga, Guđmundur fékk 5 ˝ vinning og varđ í 39.- 56. sćti en Oliver fékk 3 vinninga og endađi neđar í mótstöflunni. Keppendur voru 191 talsins. Í Riga hefur á torgi einu veriđ reist stytta af Mikhael Tal og margir skákunnendur gera sér ferđ ţangađ og hylla töframanninn sem lést sumariđ 1992 eftir langvarandi vanheilsu, ađeins 55 ára ađ aldri.
Guđmundur Kjartansson sat ekki lengi auđum höndum og degi eftir mótiđ í Riga hóf hann ađ tefla á lokuđu alţjóđlegu móti í Panevezys í Litháen. Ef marka má frammistöđu hans og taflmennsku ţar verđur ţess vćntanlega ekki langt ađ bíđa ađ hann nái lokaáfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Eftir sjöttu umferđ, sem fram fór á fimmtudaginn, var hann međ 5 vinninga af sex mögulegum og deildi efsta sćtinu međ heimamanninum Titas Stremavicius. Hann ţarf 1 ˝ vinning úr ţrem síđustu skákunum til ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Nú um stundir er hann međ 2447 elo-stig en ţarf ađ ná 2500 elo-stigum til ađ uppfylla skilyrđi ţau sem Alţjóđaskáksambandiđ FIDE setur varđandi útnefningu titilsins. Ađ ná ţessu stigamarki ćtti ekki ađ vefjast fyrir honum, elo-stigin eru reiknuđ í hverjum mánuđi.
Ţar sem skákir nú til dags eru ađgengilegar í beinum útsendingum á netinu, t.d. á vefnum Chessbomb, hefur gefist ágćtt tćkifćri til ađ rýna í skákir Guđmundar frá Litháen. Sigur hans i fjórđu umferđ var stórglćsilegur:
Panevezys 2015; 4. umferđ:
Guđmundur Kjartansson Ottormar Ladva
Pirc-vörn
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. a4 Rf6 6. Be2 O-O 7. O-O Rbd7 8. h3 e5 9. dxe5 dxe5 10. Be3 De7 11. Rd2 Rc5 12. Dc1 a5 13. Hd1 Be6 14. b3 Hfd8 15. Da3 Bf8 16. He1 Rfd7 17. Had1 f5!?
Eftir mikla liđsflutninga telur svartur óhćtt ađ opna stöđuna. En viđ ţađ myndast ýmsir veikleikar í stöđunni.
18. exf5 gxf5 19. Bc4 Df6 20. Dc1 e4?! 21. Re2 Bd6?
Tveir síđustu leikir svarts voru vanhugsađir. En andstćđingur Guđmundar hefur varla áttađ sig á ţví sem í vćndum var.
Glćsileg mannsfórn. Hugmyndin kristallast eftir 26. leik hvíts.
22. ... Rxe4 23. Hxd6! Rxd6 24. Bg5! Df7 25. Bxe6 Dxe6 26. Bxd8
Nú rann upp fyrir Ladva ađ eftir 26. ... Hxd8 + leikur hvítur 27. Dg5+ og hrókurinn felur óbćttur. Ţó ađ hvítur hafi ađeins eitt peđ upp úr krafsinu er ómögulegt ađ verja veikleikana á kóngsvćng.
26. ... Re4 27. Bc7 De7 28. Rg3 Rdf6 29. Dg5+!
Annar bráđskemmtilegur leikur og nú fellur annađ peđ.
29. ... Dg7 30. Dxg7+ Kxg7 31. Rxf5+ Kg6 32. Rg3 Rxg3 33. Bxg3 Hd8 34. He7
Öruggara var 34. He2 en ţessi dugar líka.
34. ... Hd2 35. Hxb7 Hxc2 36. Ha7 Re4 37. Hxa5 Rd2
Hyggst bjarga sér međ ţráskák: 38. ... Hc1+ og 39. ... Rf1+.
38. h4! Rxb3 39. h5+ Kg7 40. Ha7+ Kh6 41. Bf4+ Kxh5 42. Hg7! Rc5 43. Hg5+ Kh4 44. f3!
Svartur er fastur í mátneti og á enga vörn viđ hótuninni 45. g3+ Kh3 46. Hh5 mát. Ein tilraun 44. ... Hc1+ 45. Kh2 Hc2 dugar skammt vegna 46. Hf5! sem hótar 47. Bg3 mát.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. ágúst 2015
Spil og leikir | Breytt 26.8.2015 kl. 11:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2015 | 18:01
Huginn b-sveit lagđi Taflfélag Garđabćjar örugglega
Huginn b-sveit og Taflfélag Garđabćjar (TG) áttust viđ í 8 liđa úrslitum Hrađskákkepni taflfélaga í gćrkvöldi. Viđureignin fór fram í glćsilegum húsakynnum TG í Garđabćnum. Skemmst er frá ţvi ađ segja ađ Huginn vann öruggan sigur međ tölunum 60-12 en nokkra lykilmenn vantađi í liđ Garbćinga.
Bestum árangri Huginsmanna náđi Sćberg Sigurđsson sem hlaut 11˝ vinning í 12 skákum. Nćstir í liđi Hugins voru ţeir Sigurđur Dađi Sigfússon og Kristján Eđvarđsson, báđir međ 11 vinninga í 12 skákum. Ţorsteinn Ţorsteinsson hlaut svo 10 vinninga í 11 skákum en ţetta var hans fyrsta viđureign međ sínu nýja félagi. Bestum árangri í liđi heimamanna náđi Páll Andrason sem hlaut 4˝ vinning í 12 skákum.
Hrađskákeppni taflfélaga
Úrslit/pörun annarrar umferđar:
- Skákfélag Akureyrar - Víkingaklúbburinn 45-27
- Taflfélag Bolungarvíkur - TRuxvi (Sunnudaginn, 30. ágúst í TR, kl. 19:30)
- Taflfélag Reykjavíkur - Skákfélagiđ Huginn a-sveit (Mánudaginn, 31. ágúst í TR, kl. 20:00)
- Skákfélagiđ Huginn b-sveit - Taflfélag Garđabćjar 60-12
Litla bikarkeppnin
Úrslit/pörun fyrstu umferđar
- Skákfélag Íslands - Skákgengiđ (dags. ekki vituđ)
- Ungmennasamband Borgarfjarđar - Skákfélag Selfoss og nágrennis 34-38
- Vinaskákfélagiđ - Skákddeild Fjölnis (dags. ekki vituđ)
- Skákdeild Hauka - Skákfélag Reykjanesbćjar (dags. ekki vituđ)
Átta liđa úrslitum á ađ vera lokiđ í sl. 31. ágúst.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2015 | 17:59
Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015
Einnig verđur á sama móti haldiđ liđakeppni milli skákfélaga, en veitt verđa verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur liđa, en tveir keppendur eru í hvoru liđi. Liđiđ sem sigrar á fćstum samanlögđum höggum fćr titilinn Íslandsmeistari Skákfélaga í golfi 2015. Ţau liđ sem reiknađ er međ ađ mćti til leiks, eru m.a:
Víkingaklúbburinn (liđstjóri, Gunnar Fr. Rúnarsson), Skákfélag Vinjar (Ingi Tandi Traustason), Breiđablik (Halldór Grétar Einarsson), Huginn og TR og Kristján Örn frá Skákfélaginu hefur m.a skráđ sig til leiks. Mótiđ er opiđ öllum golfskákmönnum. Reiknađ er međ ađ keppendur verđi á bilinu 12 -16 (3-4 holl).
Mótsgjald verđur c.a 3500 kr og skráning fer fram á facebook eđa í gsm: 8629744 (Gunnar).
Eftir hádegishlé verđur haldiđ niđur í Skáksamband, ţar sem fer fram 5. mínútna hrađskákmót (allir viđ alla), ţar sem keppt verđur í samanlögđum árangri í golfskák, međ og án forgjafar. Nánari upplýsingar um mótiđ gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm: 8629744) og Halldór Grétar Einarsson (gsm: 6699784).
Vinsamlegast veriđ i samband á mótsdag, vegna hugsanlegra breytinga.
Skákstjóri og tćknimeistari mótisins er Halldór Grétar Einarsson.
Úrslit mótsins 2014 hér og hér:
28.8.2015 | 16:22
Einar Hjalti og Davíđ efstir á Meistaramóti Hugins
FIDE-meistararnir Einar Hjalti Jensson (2394) og Davíđ Kjartansson (2366) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Meistaramóts Hugins sem fram fór í gćrkvöldi. Ţeir lögđu tvíburana, Björn Hólm (1907) og Bárđ Örn (1854) ađ velli í hörkuskákum. Loftur Baldvinsson (1988), Snorri Ţór Sigurđsson (1956) og Jón Trausti Harđarson (2117) eru í 3.-5. sćti međ 2˝ vinning.
Mikiđ var um óvćnt úrslit í 1. og 2. umferđ en í 3. umferđ var lítiđ sem ekkert um óvćnt úrslit.
Nú verđur hlé á mótinu ţar til á mánudag. Ţá mćtast međal annars: Einar Hjalti - Davíđ, Jón Trausti - Loftur og Snorri Ţór - Björn Hólm.
28.8.2015 | 14:56
Carlsen og Aronian efstir í St. Louis
Magnus Carlsen (2853) er kominn á mikinn skriđ á Sinquefield-mótinu. Í fimmtu umferđ, sem fram fór í gćr, vann hann Wesley So (2779). Norđmađurinn er efstur ásamt Levon Aronian (2765) sem gerđi jafntefli viđ Grischuk í hörkuskák (2771). Topalov (2816) sem var efstur fyrir umferđina tapađi hins vegar vegar fyrir Caruana (2808) og er í 3.-4. sćti ásamt Anish Giri (2793) međ 3 vinninga.
Vert er ađ benda á góđa umfjöllum á Chess24.
Frídagur er í dag. Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 18. Ţá mćtast forystusauđirnir Aronian og Carlsen.
28.8.2015 | 09:48
Íslandsmót skákfélaga hefst 24. september
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2015-2016 fer fram dagana 24. 27. sept. nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 24. september. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 25. september. kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 26. september. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 27. september.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.
Ţátttökugjöld:
- 1. deild kr. 55.000.-
- 2. deild kr. 50.000.-
- 3. deild kr. 15.000.-
- 4. deild kr. 15.000.-
Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ. Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.
Međfylgjandi er 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga. Ný reglugerđ verđur send fljótlega.
Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:
- gr.
Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga. Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.
Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 4. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.
Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga: Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni.
Skráning fer fram á Skák.is. Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.
Stjórn SÍ mćlist til af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8779207
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar