Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

HT - Vinaskákmótiđ hefst kl. 13 í dag

Jón Kristjánsson heilbrigđisráđherra teflir viđ Hrafn í Vin.Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til HT- Vinaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, nk. mánudag klukkan 13. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Heiđursgestur mótsins er Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra. 

Í leikhléi verđur bođiđ upp á veglegar veitingar og vígt nýtt vöfflujárn sem Heimilistćki gefa í Vin. Er vöfflujárniđ sömu gerđar og notađ er í Karphúsinu til ađ fagna kjarasamningum!

Hróksmenn hafa stađiđ fyrir skáklífi í Vin, batasetri Rauđa krossins, síđan áriđ 2003 og ţar starfar hiđ fjörmikla Vinaskákfélag, sem m.a. tekur ţátt í Íslandsmóti skákfélaga og hefur náđ alla leiđ í efstu deild. Vinaskákfélagiđ hefur átt mikinn ţátt í ađ auđga líf margra einstaklinga, rjúfa félagslega einangrun og auka lífsgćđi.

Fastar ćfingar eru í Vin á mánudögum kl. 13 en ţar er teflt flesta daga. Allir eru hjartanlega velkomnir á ćfingar og mót Hróksins og Vinaskákfélagsins.


Huginn sigrađi örugglega í hrađskákkeppni taflfélaga

Huginn-Íslandsmeistari-í-hrađskák

Ţađ voru einbeittir liđsmenn Hugins sem mćttu til leiks í gćr og unnu öruggan sigur á Bolvíkingum međ 52,5 vinningum gegn 19,5 vinningum í úrslitum hrađskákkeppni taflfélaga.

Helgarnir í liđi Hugins fóru mikinn og slepptu einungis einum vinningi hvor. Ţröstur, Stefán og Magnús Örn voru einnig allir mjög drjúgir. Jóhann Hjartarson stóđ upp úr liđi Bolvíkinga međ 9 vinninga í 12 skákum.

Árangur einstakra liđsmanna Hugins

Helgi Ólafsson 11/12
Ţröstur Ţórhallsson 9,5/12
Stefán Kristjánsson 9/12
Helgi Áss Grétarsson 8/9
Magnús Örn Úlfarsson 8/12
Ađrir minna

Sjá nánari úrslit hér á Chess-results


Hörđuvallaskóli međ silfur og Rimaskóli međ brons!

Skáksveit Hörđuvallaskóla endađi međ silfur á NM barnaskólasveita sem lauk fyrr í dag í Kaupamannahöfn. Kópavogsmenn unnu sćnsku sveitina 2˝-1˝ í lokaumferđinni og hlutu 11˝ í 20 skákum. Önnur danska sveitin vann mótiđ međ 13 vinningum. Rimaskóli byrjađi keppnina hćgt en tveir 4-0 sigrar í tryggđu sveitinni broniđ. Sveitin hlaut 10˝ vinning.

Hörđuvallaskóli

Silfurliđ Hörđuvallaskóla skipuđu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Sverrir Hákonarson
  3. Arnar M. Hreiđarsson
  4. Stephan Briem
  5. Óskar Hákonarson

Liđsstjóri var Gunnar Finnsson.

IMG 8215

Bronssveit Rimaskóla skipuđu:

  1. Nansý Davíđsson
  2. Jóhann Arnar Finnsson
  3. Kristófer Jóel Jóhannesson
  4. Joshua Davíđsson
  5. Kristófer Halldór Kjartansson

Liđsstjóri var Jón Trausti Ragnarsson.

 

 


Hörđuvallaskóli í öđru sćti fyrir lokaumferđina

HörđuvallaskóliSkáksveit Hörđuvallaskóla vann 2˝-1˝ sigur á annarri dönsku sveitinni á Norđurlandamóti barnaskólasveita í morgun. Hörđuvallaskóli hefur hlotiđ 9 vinninga af 16 mögulegum og er í öđru sćti fyrir lokaumferđina sem fram fer síđar í dag. Međ góđum úrslitum í dag hefur Hörđuvallaskóli möguleika á gullinu en ţá ţarf allt ađ falla ţeim í vil. 

Rimaskóli vann 4-0 sigur á finnsku sveitinni. IMG 8215Rimaskól1 er í 4.-5. sćti međ 6˝ vinning. Rimaskóli er ađeins hálfum vinningi frá verđlaunasćti.

Lokaumferđin hefst nú kl. 12 og ljóst er ađ mikiđ er í húfi fyrir báđar sveitir. 

 


Bakú: Stór nöfn ţegar fallin úr leik - teflt til ţrautar í dag

Baku World Cup40 einvígum af 64 lauk međ hreinum úrslitum í fyrstu umferđ heimsbikarmótsins í skák. 24 einvíganna halda áfram í dag ţar sem teflt verđur til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma. Gata Kamsky er sennilega stćrsta nafniđ af ţeim sem fallnir eru úr leik.

Flestir sterkustus skákmennirnir fóru áfram nokkuđ auđveldlega. Međal ţeirra sem ţurfa ađ tefla ţó til ţrautar í dag eru Grischuk og Gelfand.

Hćgt er ađ fylgjast međ fjörinu á heimasíđu mótsins en taflmennska hófst kl. 10 í morgun.

Sjá nánar á Chess.com.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Nakamura bauđ skákreiknum birginn

So og NakamuraEr Magnús Carlsen ađ gefa eftir? Úrslit tveggja síđustu stórmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í virđast benda til ţess. Á Sinquefield Cup sem lauk í St. Louis í Missouri-ríki um helgina varđ hann í 2. sćti međ ţrem öđrum. Hann er efstur á nýbirtum Elo-lista FIDE en liđin er sú tíđ ţegar hann bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína. Armeninn Levon Aronjan sigrađi nokkuđ óvćnt en lengi vel var útlit fyrir ađ Magnús Carlsen nćđi efsta sćti; eftir slćma byrjun komu ţrír sigrar og hann var kominn á toppinn en tefldi kćruleysislega í jafnri stöđu og tapađi međ hvítu fyrir Rússanum Alexander Grischuk. Um svipađ leyti tók Aronjan sprett og vann mótiđ ađ lokum og hafđi ţá vinningi meira en nćstu menn:

1. Aronjan 6 v. (af 9) 2.–5. Giri, Carlsen, Vachier-Lagrave, Nakamura 5 v. 6.–7. Topalov, Grischuk 4˝ v. 8.–9. Caruana, Anand 3˝ v. 10. So 3 v.

Beinar vefútsendingar eru í dag frá öllum helstu skákmótum og vefurinn chess24 leiđandi á ţví sviđi. Í útsendingunum frá St. Louis var í ađalhlutverki skákdrottningin Jennifer Shahade, höfundur bókarinnar „Chess Bitch“, og hafđi sér til ađstođar Yasser Seirawan og Maurice Ashley. Međal nýjunga í útsendingum var „skriftaklefi“, en skákmenninrir voru fengnir til ađ líta ţar inn annađ veifiđ og „leiđa út“ um tilfinningar sínar sínar gagnvart stöđunni í skákum sínum svo áhorfendur gátu heyrt – ţó ekki andstćđingurinn. Međal gesta á skákstađ var Garrí Kasparov, sem hrósađi Hikaru Nakamura sérstaklega fyrir ađ hafa bođiđ skákreiknum birginn er hann ţrćddi öngstrćti kóngsindversku varnarinnar og vann glćsilegan sigur:

Saint Louis 2015; 6. umferđ:

Wesley So – Hikaru Nakamura

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7

Klassíski kóngsindverjinn – „ekkert annađ en brögđ og brellur,“ hefur Vladimir Kramnik sagt.

9. Re1 Rd7 10. f3 f5 11. Be3 f4 12. Bf2 g5

Afbrigđi „...sem hefur veriđ reiknađ til ţvingađs máts,“ stóđ skrifađi í frćgri bók, „60 minnisverđar skákir“ – Kannski fullmikiđ sagt en á vel viđ um ţessa viđureign!

13. Rd3 g6 14. c5 Rf6 15. Hc1 Hf7 16. Kh1 h5 17. cxd6 cxd6 18. Rb5 a6 19. Ra3 b5 20. Hc6 g4 21. Dc2 Df8 22. Hc1 Bd7 23. Hc7?!

So skaut byrjunarleikjunum út undrahratt en „vélarnar“ mćla ţó međ 23. Hb6 og telja stöđu hvíts betri. Ekki er ađ sjá ađ ţreföldun á c-línunni gefi mikiđ.

23. ... Bh6 24. Be1 h4! 25. fxg4?

Peđaflaumur svarts var orđinn ógnandi en nú fyrst fer skriđan af stađ.

25. ... f3! 26. gxf3 Rxe4!

Međ hugmyndnni 27. gxf3 Hf1+! 28. Kg2 Be3 o.s.frv

27. Hd1 Hxf3 28. Hxd7 Hf1+ 29. Kg2

Getur hvítur variđ ţessa stöđu?

GIFUIRQ229. ... Be3!

„Kóngsindverski biskupinn“ hefur gegnt lykilhlutverki í ţessari skák. Eftir 30. Bxf1 kemur 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dxf1+ 32. Dg2 Rg5 mát.

30. Bg3

Hann gat fariđ međ biskupinn í ađra átt, 30. Ba5 og ţá kemur ţvingađ mát í fimm leikjum: 30. ... h3+! 31. Kxh3 Dh6+ 32. Kg2 Rf4+ 33. Kxf1 Rg3+! og mát í nćsta leik, 34. Ke1 Rg2 mát eđa 34. hxg3 Dh1 mát.

30. ... hxg3! 31. Hxf1 Rh4+ 32. Kh3 Dh6 33. g5 Rxg5+ 34. Kg4 Rhf3! 35. Rf2 Dh4+ 36. Kf5 Hf8+ 37. Kg6 Hf6+! 38. Kxf6 Re4+ 39. Kg6 Dg5 mát.

Glćsilegur endir á frábćrri sóknarskák.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Úrslitaviđureign Hugins og Bolvíkinga hefst kl. 14

Úrslitaviđureign Skákfélagsins Hugins og Taflfélags Bolungarvíkur í Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram í dag og hefst kl. 14. Bćđi liđin hafa á afar sterku liđi ađ skipa og má búast viđ spennandi viđureign.

Allt ađ sjö stórmeistarar mćta til leiks í dag og ţar af ţrír úr hinu svokollađa gullaldarliđi.  

Teflt er í húsnćđi Skákskóla Íslands og hefst kl. 14. Áhorfendur velkomnir. Heitt kaffi á könnunni.

Líkleg liđskipan liđanna er sem hér segir:

Skákfélagiđ Huginn

Hjörvar Steinn Grétarsson
Helgi Ólafsson
Helgi Áss Grétarsson
Stefán Kristjánsson
Ţröstur Ţórhallsson
Einar Hjalti Jensson
Magnús Örn Úlfarsson

Taflfélag Bolgunarvíkur

Jóhann Hjartarson
Jón L. Árnason
Dagur Arngrímsson
Guđmundur Gíslason
Halldór Grétar Einarsson
Guđmundur Halldórsson
Magnús Pálmi Örnólfsson

Heimasíđa mótsins

 


Heimsbikarmótiđ hófst í Bakú í gćr - taflmennskan hafin í dag

Baku World CupHeimsbikarmótiđ í skák hófst í gćg í Bakú í Aserbaísjan. Nánast allir sterkustu skákmenn heims ađ Carlsen og Anand taka ţátt. Keppendur eru alls 128 talsins og er teflt eftir útsláttarfyrirkomulagi. Á ýmsu gekk í gćr. Athygli vakti óvenjuharđar reglur gegn svindli og var keppendum bannađ ađ taka međ sér síma og penna í skáksalinn.

Töluvert var um óvćnt úrslit. Má ţar nefna:

  • Lu Shanglei (2599) 1-0 Alexander Moiseenko (2710)  
  • Gadir Guseinov (2634) 1-0 Maxim Matlakov (2689) 
  • Ray Robson (2680) 0-1 Yuri Vovk (2624)
  • Wen Yang (2620) 1-0 Igor Kovalenko (2702)
  • Gata Kamsky (2691) 0-1 Hrant Melkumyan (2622)
  • Sandra Mareco (2599) 1-0 Ni Hua (2704)
  • Federico Perez Ponsa (2563) 1-0 Leinier Perez Dominguez (2732)

Seinni skák fyrstu umferđar hefst núna kl. 10 í dag. Verđi jafnt 1-1 verđur teflt til ţrautar á morgun međ styttri umhugsunartíma.


Hörđuvallaskóli međ 2-2 jafntefli í fyrstu umferđ

IMG 8215Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita hófst í gćr í Kaupmmannahöfn. Rimaskóli teflir í flokki grunnskólasveita og Hörđuvallskóli í flokki barnaskólasveita. Hörđuvallaskóli gerđi 2-2 jafntefli gegn finnsku sveitinni en Rimaskóli tapađi illa, ˝-3˝ fyrir sćnsku sveitinni.

Stephan Briem vann sína skák hjá Hörđuvallaskóla. Vignir Vatnar Stefánsson og Sverrir Hákonarson gerđu jafntefli.Hörđuvallaskóli

Krsitófer Jóel Jóhannesson var sá eini sem náđi punkti hjá Rimaskóla.

Tvćr umferđir fara fram í dag og er sú fyrri hafin. Hćgt er ađ fylgjast međ henni á vefsíđu mótsins.

 


Haustmót TR hefst á morgun - skráningu lýkur kl. 18 í kvöld

5_haustmotidHaustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótiđ, sem er hiđ 82. í röđinni, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa tvćr umferđir á viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 12. september kl. 18.

Lokaumferđ fer fram föstudaginn 16. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 18. október ţegar Hrađskákmót TR fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Ţorvarđur Fannar Ólafsson.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Dagskrá:

  • 1. umferđ: Sunnudag 13. september kl. 14.00
  • 2. umferđ: Miđvikudag 16. september kl. 19.30
  • 3. umferđ: Sunnudag 20. september kl. 14.00
  • —Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga—
  • 4. umferđ: Miđvikudag 30. september kl.19.30
  • 5. umferđ: Sunnudag 4. október kl. 14.00
  • 6. umferđ: Miđvikudag 7. október kl. 19.30
  • 7. umferđ: Sunnudag 11. október kl. 14.00
  • 8. umferđ: Miđvikudag 14. október kl. 19.30
  • 9. umferđ: Föstudag 16. október. kl. 19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér jafnframt rétt til ţess ađ halda eftir 25% af verđlaunafé ţeirra sem ekki mćta á verđlaunaafhendinguna.

Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur.

Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

Uppgjör Haustmótsins 2014


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8779246

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband