Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jón Kristinn fjórfaldur meistari - gerđi betur en alţjóđlegu meistararnir tvisvar!

Jokko - meistari

Skákţingi Norđlendinga, hinu 81. í röđinni lauk í gćr á Akureyri. Mótiđ var jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar. 20 keppendur mćttu til leiks, ţar af tveir alţjóđlegir meistarar og einn alţjóđlegur dómari.

Ađalskák dagsins í dag var viđureign Símons og Jóns Kristins á efsta borđi. Símon ţurfti ađ vinna til ađ krćkja í titlana tvo sem voru í bođi, en Jóni nćgđi ađ líkindum jafntefli. Sá síđarnefndi fékk heldur ţrengra tafl og átti e.t.v. ađeins í vök ađ verjast; en snöfurleg gagnsókn tryggđi honum betri stöđu og sigurinn. Hafđi Símon ţá hafnađ jafntefli skömmu áđur. Ađrar viđureignir á efstu borđum voru "eftir bókinni" en magnađar skákir engu ađ síđur.

Jón hlaut 6 vinninga, Guđmundur Kjartansson annar međ 5,5 vinninga og Einar Jensson ţriđji međ 5 vinninga. Símon og Sigurđur Arnarson urđu í 4.-5. sćti međ 4,5 vinninga. Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results

Í lokin var svo efnt til hrađskákmóts. Ţar vann Jón Kristinn einnig:

  • 1. Jón Kristinn Ţorgeirsson     10 v. af 11
  • 2. Guđmundur Kjartansson         9,5
  • 3. Einar Hjalti Jensson          8
  • 4. Arnar Ţorsteinsson            7,5
  • 5. Gauti Páll Jónsson og Áskell Örn Kárason 6,5

Jón vann ţví alla titlana fjóra sem hann átti kost á:

Skákmeistari Norđlendinga + Hrađkákmeistari Norđlendinga

Skákmeistari Skákfélags Akureyrar + Hrađkákmeistari Skákfélags Akureyrar.

Glćsilegur árangri hjá pilti.


Atkvöld hjá Hugin í kvöld

Mánudaginn 21. september 2015 verđur atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

 

Og ţá eru eftir sextán - áfrýjun Nepo hafnađ

Naka hrókerar međ báđum

Sextán manna úrslit Heimsbikarmótsins í skák hefjast kl. 10. Mikiđ gekk á 32 manna úrslitum. Atvik í skák Naka og Nepo (Nakamura og Nepomniachtchi) stal athyglinni í dag. Nakamura hrókerađi međ báđum höndum sem er stranglega bannađ. Hvorki Nepo né skákdómararnir gerđu athugasemd á međan skákinni góđ en Nepo áfrýjađi úrslitunum ađ skák lokinni. Bćđi vegna hrókunarinnar sem og ađ Naka vćri ađ snerta menn. Ţađ bar akki árangur og var niđurstađa áfrýjunarnefndarinnar sem hér segir:

  1. The committee decided that the result of the match shall stand in favor of Mr. Nakamura.
  2. According to article 4.7 of the FIDE Laws of Chess (A player forfeits his right to a claim against his opponent’s violation of Article 4 once he deliberately touches a piece). So the applicant has no right to ask to change the result of the game.
  3. The committee recommended that the chief arbiter has to give a warning to Mr. Nakamura and assure him to follow the article 4 of FIDE Laws of Chess (4.1 using one hand to do all his moves in all games and not to touch a piece to adjust it without informing his opponent or the arbiter or he will be forced to move the piece he touches without such necessary notification).
  4. The committee decided to return back the appeal fees (US $500) to Mr. Ian Nepomniachtchi and to assure him that in such cases he has to stop the clock at once and inform the chief arbiter to apply the Article 4 before he himself touches one of his own pieces and of course not after the game.


Nepo var ekki ángćđur međ niđurstöđuna og lét heyra í sér á Twitter: 


Ekki er hćgt ađ sjá ađ áfrýjunarnefndin hafi getađ gert annađ enda kemur ţađ skýrt fram í reglum ađ keppendur verđi ađ gera athugasemdir áđur en skák lýkur. Hins vegar má gagnrýna dómara fyrir ađ hafa ekki gripiđ inn í.

Stćrstu tíđindi 32 manna úrslita voru ţau ađ Kramnik féll úr leik eftir harđa baráttu viđ landa sinni Andreikin. 

Hörkuviđureignir verđa í sextán manna úrslitum. Má ţar nefna Topalov-Svidler, Nakamura-Adams, Eljanov-Jakovenko og Caruana og Mamedyarov sem er eini heimamađurinn sem eftir er. Ţá er ţađ ljóst ađ einn Kínverji verđur í átta manna úrslitum ţví Ding Liren og Wei Yi mćtast. 

Bakú 4. umferđ

Sjá nánar umfjöllun á Chess.com

 


Jón Kristinn vann tvo alţjóđlega meistara í dag!

Jón Kristinn Ţorgeirsson hefur fariđ mjög mikinn á Skákţingi Norđlendinga - Haustmóts Skákfélags Akureyrar sem fram fer um helgina á Akureyri. Í dag, í 5. og 6. umferđ, vann hann alţjóđlegu meistarana Guđmund Kjartansson og Einar Hjalta Jensson. Jón er efstur fyrir lokaumferđina, sem hefst kl. 10 í fyrramáliđ, međ 5 vinninga. Guđmundur, Símon Ţórhallsson og Sigurđur Arnarson koma nćstir međ 4,5 vinninga.

Grípum niđur í frásögn af heimasíđu SA:

5. umferđ

Fimmtu umferđ Skákţings Norđlendinga var ađ ljúka rétt í ţessu ţegar Símon Ţórhallsson mátti játa sig sigrađan eftir harđa baráttu viđ stigahćsta mann mótsins, alţjóđameistarann Guđmund Kjartansson. Skák ţeirra var lögn og ströng og stóđ í ţrjá og hálfan tíma.Helstu tíđindi ţessarar umferđar voru annars ţau ađ fráfarandi Norđurlandsmeistari,Jón Kristinn Ţorgeirsson vann glćsilegan sigur á Einari Hjalta Jenssyni. Einar lék ónákvćmum leik í viđkvćmri stöđu snemma tafls og fékk á sig vinnandi mannsfórn. Til ađ forđast mát varđ Einar ađ gefa drottningu sína fyrir tvo menn. Jokko fór reyndar löngu leiđina ađ sigrinum og gaf alţjóđameistaranum jafnteflismöguleika. Ađ endingu hafđi norđanmađurinn ţó betur.

6. umferđ

Eftir ađ hafa tapađ fyrstu skák sinni á mótinu hefur Jón Kristinn Ţorgeirsson - öđru nafni Jokko - sett í fluggírinn og unniđ fimm skákir í röđ. Fyrr í dag lagđi hann Einar Hjalta Jensson ađ velli og nú bćtti hann um betur og vann skák sína gegn stórmeistaraefninu Guđmundi Kjartanssyni á sannfćrandi hátt. Pilturinn - sem á reyndar tvo meistaratitla ađ verja - hefur ţví tekiđ forystu á mótinu.

Ljóst er ađ baráttan um titlana tvo "Skákmeistari Norđlendinga" og "Skákmeistari Skákfélags Akureyrar" stendur milli félaganna Jóns Kristins, Símonar Ţórhallssonar og magisters ţeirra Sigurđar Arnarsonar. Nú er ađ sjá hver hefur lćrt mest af hverjum.


Skákţáttur Morgunblađsins: Jón L. í 3. sćti á Ródos

Jon i RhodosLiđin sem munu taka ţátt í Evrópumóti landsliđa sem hefst í „gömlu“ Laugardalshöllinni ţann 13. nóvember eru sem óđast ađ tínast inn til skráningar fyrir í mótiđ. Búist er viđ ađ 36 liđ muni keppa í opna flokknum og í kringum 30 liđ í kvennaflokki.

Fyrir Ólympíumótiđ í Tromsö í fyrra var talsverđ spenna í kringum ţátttöku Rússa en á fimmtudag var ákveđinni óvissu eytt ţegar ţeir tilkynntu liđ sitt í opna flokknum og kvennaflokknum. Međ sveitunum koma fjórir ţjálfarar, liđsstjórar, fararstjórar og lćknir. Alexander Grisjúk og Peter Svidler munu leiđa rússnesku sveitina í opna flokknum.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen verđur í liđi Norđmanna og heimsmeistari kvenna, María Muzytsjúk, teflir fyrir kvennaliđ Úkraínu. Ađrir ţekktir kappar eru Levon Aronjan, Vasilí Ívantsjúk, Anish Giri og ýmsir fleiri.

Íslendingar munu tefla fram a.m.k. tveimur liđum í opna flokknum og ljóst er ađ virkustu stórmeistarar okkar eru í góđri ćfingu og til alls vísir. Evrópumótin eru „ţéttari“ en Ólympíumótin og ţar er engin auđveld viđureign. Hvernig hinu svonefnda „gullaldarliđi“ mun reiđa af er ómögulegt ađ segja til um. En menn eru ađ ćfa sig; í byrjun nćsta mánađar munu greinarhöfundur, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson spreyta sig á heimsmeistaramótinu í atskák sem fram fer Berlín. Ţar er tímamörkin 15 10 og heimsmeistaramótiđ í hrađskák fylgir strax í kjölfariđ, ţar sem tímamörkin eru 3 2. Allar skákir verđa sýndar beint á netinu. Eftir síđasta heimsmeistaramót, sem fram fór í Dubai í Sameinuđu arabísku furstadćmunum, er Magnús Carlsen handhafi allra ţriggja heimsmeistaratitlanna.

Jón L. Árnason hefur veriđ ađ hita sig upp, fyrst međ ţátttöku á Skákţingi Íslands í vor og á dögunum skrapp hann til grísku eyjarinnar Ródos ţar sem tók ţátt í allsterku opnu móti, hlaut 6˝ vinning af níu mögulegum og varđ í 3.–7. sćti. Hann gerđi jafntefli viđ tvo stigahćstu keppendur mótsins, annađ jafntefliđ kom eftir 129 leikja maraţonskák, og hann vann tvćr síđustu skákir sínar:

8. umferđ:

Jón L. Árnason – Simeon Avagianos (Grikkland )

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c4 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Rc3 d6 7. Be2 Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Bg5 O-O 10. De3

Hinn möguleikinn í ţessari stöđu er ađ hörfa međ drottninguna til d2.

10. ... Db6 11. Dd2 Be6 12. O-O Dc6 13. Dd3 Hfc8 14. Rd5 Bxd5 15. exd5 De8 16. Hac1 a5 17. b3 Rd7 18. Hfe1

Gallinn viđ uppskiptin d5 er ađ hvítur getur byggt upp mikinn ţrýsting eftir e-línunni.

18. ... Bf6 19. Bh6 Bg7 20. Bxg7 Kxg7 21. Dd4+ Kg8 22. Hc3 Df8 23. He3 Hc7 24. Bg4 Rc5 25. h4!

Reynir ađ opna línur á kóngsvćngum, svartur er merkilega mótspilslaus og peđaframrás á drottningarvćng getur líka reynst erfiđ eins og kemur á daginn.

25. ... f5 26. Bd1 Df6 27. Df4 Kg7 28. Bc2 Hf8 29. a3 Hf7 30. b4 axb4 31. axb4 Ra6?

Hann varđ ađ reyna 31. .... Re4! ţví ađ svara má 32. Bxe4 međ 32. ... Hxc4! o.s.frv. En hvítur leikur eftir sem áđur 32. c5 og á betra tafl.

32. c5! Db2 33. Bb3 Dd2 34. cxd6 exd6 35. h5!

Tíu leikjum eftir ađ ţetta peđ var sent af stađ gerir ţađ út um tafliđ.

GAPUJNDL35. ... Dxb4 36. Dg5! Hc8 37. He7 Hf8 38. hxg6 h6 39. Dg3 Hxe7 40. Hxe7+ Kg8 41. De3

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. september

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđumundur og Símon efstir efstir eftir atskákirnar

Fjórar fyrstu umferđirnar á Skákţingi Norđlendinga - Haustmóti SA voru teflfar í gćrkvöldi međ atskákfyrirkomulagi. Margt gerđist ţar skrautlegt og skemmtilegt; t.d. sýndi ţađ sig í tveimur skákum ađ ţađ er engin ástćđa til annars en ađ tefla áfram ţótt mađúr sé hrók undir fyrir litlar sem engar bćtur. Ţá borgar sig heldur ekki ađ leggja árar í bát ţótt mađur sé međ tapađ stöđu og einungis sjö sekúndur á klukkunni. Svona var ţetta magnađ í Skákheimilinu í gćrkvöldi.

Óvćntustu úrslitin voru kannski ţau ađ Símon gerđi jafntefli viđ nýkrýndan alţjóđameistara Einar Hjalta eftir ađ hafa haft afar góđa vinningsmöguleika um tíma. Ţá náđi Stefán Bergsson óvćnt ađ leggja Sveinbjörn Sigurđsson ađ velli, en Sveinbjörn fagnađi ţví nú ađ hálf öld er liđin frá ţví ađ hann tók ţátt í sínu fyrsta Norđurlandsmóti.

Stađa efstu manna eftir fjórar skákir er ţessi:

Guđmundur Kjartansson og Símon Ţórhallsson 3,5

Einar Hjalti Jensson, Sigurđur Arnarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson 3

Jón Trausti Harđarson, Gauti Páll Jónsson og Arnar Ţorsteinsson 2,5

Keppendur eru alls 20.

Fimmta umferđ hefst á kl. 11.


Viltu vera sjálfbođaliđi á EM - enn laus plás!

Viltu vera sjálfbođaliđi

Skáksamband Íslands mun í vetur ráđast í eitt stćrsta verkefni íslenskrar skáksögu ţegar Evrópumeistaramót landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni dagana 12. – 22. nóvember. Framkvćmdin er gríđarlega umfangsmikil. Skáksambandiđ leitar um ţessar mundir ađ sjálfbođaliđum til ađ starfa viđ mótiđ. Ýmis störf eru í bođi og verđur unniđ á tveimur vöktum. Önnur vaktin er frá 14:00 – 18:00 og hin frá 18:00 – 21:00. Sjálfbođaliđarnir munu m.a. vinna viđ miđasölu, móttöku keppenda, veitingasölu, vörslu verđmćta,uppsetningu og frágang, upplýsingagjöf og öryggisgćslu.

Óskađ er eftir 50-60 sjálfbođaliđum en nú ţegar eru sjálfbođaliđar ţegar orđnir 35 talsins. Skráning verđur opin til 8. október. Fundir međ sjálfbođaliđum verđa haldnir sunnudaginn 11. október. Annar klukkan 13:00 og hinn 20:00 en fariđ verđur yfir sömu atriđi á fundunum og geta sjálfbođaliđar valiđ hvorn fundinn ţeir sćkja.

Skáksambandiđ mun leggja mikla áherslu á góđan ađbúnađ sjálfbođaliđa. Ţeir munu fá góđa leiđsögn og ţjálfun svo störfin verđi sem auđveldust ađ vinna. Sérstakt herbergi í Höllinni verđur tekiđ frá fyrir sjálfbođaliđa ţar sem ţeir geta hvílst og notiđ veitinga. Ţeir sjálfbođaliđar sem taka sjö vaktir eđa fleiri fá bođ á lokhóf mótsins, veglega gjöf frá Skáksambandinu ađ móti loknu og bođ á uppskeruhátíđ mótsins í desember ţar sem landsliđsmenn munu koma í heimsókn og fara yfir ţátttöku sína á mótinu. Allir sjálfbođaliđar fá gefins minjagrip mótsins.

Skáksambandiđ hvetur fólk á öllum aldri til ađ skrá sig sem sjálfbođaliđa og taka ţátt í ţví skákćvintýri sem framundan er.

Bragi Halldórsson og Donika Kolica ćtla bćđi ađ vera sjálfbođaliđar á EM!  Viltu slást í hópinn?

Skráning hér.

ETCC_logo

 


Eljanov, Caruana Mamedyarov og Karjakin byrja vel í 32 manna úrslitum

32 manna úrslit Heimsbikarmótsins í skák hófust í morgun. Alls lauk 12 skákum af 16 međ jafntefli. Eljanov (2723) vann Grischuk (2771) međ svörtu í ćsispennandi skák. Heimamađurinn Mamedyarov (2736) sigrađi Indverjann Sethuraman (2640), Caruana (2808) hafđi betur gegn Kanadamanninum Kovalyov (2616) og Karjakin (2753) lagđi Yu Ynngyi (2721) ađ velli.

Síđari skák 32 manna úrslita verđur tefld á morgun. Verđi jafnt verđur teflt til ţrautar á laugardaginn. 


Oliver Aron efstur á Haustmóti TR

Önnur umferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gćr. Í a-flokki vann Oliver Aron Jóhannesson (2198) Benedikt Jónasson (2230) og Gylfi Ţórhallsson (2080) lagđi Lenku Ptácníková (2235) ađ velli. Öđrum skákum lauk međ jafntefli og náđu alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2414) og Einar Hjalti Jensson (2392) ekki ađ knésetja Björgvin Víglundsson (2169) og Stefán Bergsson (2067).

Oliver er efstur međ fullt hús en Bragi og Einar Hjalti eru í 2.-4. sćti međ 1˝ vinning ásamt Erni Leó Jóhannssyni (2123)

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur:

Landsliđskonan Guđlaug Ţorsteinsdóttir (1934) byrjar best allra í b-flokki. Hún vann Jóhann H. Ragnarsson (2033) í gćr og hefur fullt hús. Agnar Tómas Möller (1854), sem vann Vigni Vatnar Stefánsson (1921), er annar međ 1˝ vinning.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur:

Aron Ţór Mai (1502), sem vann Róbert Luu (1490), og Gauti Páll Jónsson (1769), sem hafđi betur, gegn Veroniku Steinunni Magnúsdóttir (1843) eru efstir međ fullt hús.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

Opinn flokkur:

Hjálmar Sigurvaldason (1488) hefur fullt hús í opnum flokki. Í 2.-5. sćti međ 1˝ vinning eru Jóhann Arnar Finnsson (1496), Daníel Ernir Njarđarson (1337) Alexander Oliver Mai (1242) og Halldór Atli Kristjánsson (1441) 

Sjá nánar á Chess-Results

Ţriđja umferđ fer fram á sunnudaginn og hefst kl. 14.

 


Skákţing Norđlendinga - Haustmót SA hefst á morgun: Guđmundur og Einar Hjalti taka ţátt

Skákţing Norđlendinga - Haustmót Skákfélags Akureyrar verđur haldiđ 18-20. september nk. í Skákheimilinu á Akureyri. Međal keppenda á mótinu er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson og FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson.

Fyrirkomulag:

Telfdar verđa sjö umferđir eftir svissnesku kerfi. Fyrst fjórar atskákir (25 mín) og svo ţrjár kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik).

Dagskrá:

  • 1-4. umferđ, föstudaginn, 18. september, kl. 20.00
  • 5. umferđ, laugardaginn, 19. september, kl. 11.00
  • 6. umferđ, laugardaginn 19. september, kl. 16.30
  • 7. umferđ, sunnudaginn, 20. september, kl. 10.00.

Mótinu lýkur međ hrađskákmóti sem hefst kl. 15.00 (eđa a.m.k. 25 mín eftir lok 7. umferđar).

Verđlaun:

  • Fyrstu verđlaun               kr. 40.000
  • Önnur verđlaun                kr. 30.000
  • Ţriđju verđlaun               kr. 20.000
  • Stigaverđlaun                 kr. 10.000

Norđurorka er ađalstyrktarađili mótsins.

Meistaratitlar og skipting verđlauna:

Peningaverđlaun skiptast jafn milli ţeirra sem eru jafnir ađ vinningum. Sami keppandi getur fengiđ bćđi stigaverđlaun og verđlaun fyrir sćti.

Skákmeistari Norđlendinga verđur sá keppandi sem fćr flesta vinninga og á lögheimili á Norđurlandi. Verđi fleiri en einn jafnir ađ vinningum munu stig ráđa.

Skákmeistari Skákfélags Akureyrar verđur sá félagsmađur í Skákfélaginu sem fćr flesta vinninga. Verđi tveir eđa fleiri jafnir ađ vinningum ţarf ađ aukakeppni um titilinn.

Ţátttökugjöld eru kr. 2.500, en kr. 1.500 fyrir keppendur yngri en 18 ára.

Skákstjóri er Áskell Örn Kárason og tekur hann viđ skráningum í mótiđ (askell@simnet.is).

Nöfn skráđra ţáttakenda má finna hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 21
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8779267

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband