Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Einar Hjalti efstur á Haustmóti TR eftir sigur á Braga

Alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2392) er efstur á Haustmóti TR eftir sigur á Braga Ţorfinnssyni (2414) í sjöttu umferđ sem fram fór í gćr. Einar hefur 5 vinninga. Bragi er annar međ 4˝ vinning og Oliver Aron Jóhannesson (2198) er ţriđji međ 4 vinninga auk ţess ađ eiga frestađa skák til góđa.  

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur:

Landsliđskonan Guđlaug Ţorsteinsdóttir (1934) er efst međ 5˝ vinning en ţađ ţurfti Vigni Vatnar Stefánssn (1921) til ađ stöđva sigurgöngu hennar en ţau gerđu jafntefli í gćr. Agnar Tómas Möller (1854) er annar međ 4˝ vinning og Vignir er ţriđji međ 4 vinninga.

er óstöđvandi í b-flokki. Í gćr vann hún Bj og Siguringi Sigurjónsson (1989) eru í 3.-4. sćti međ 2˝ vinning.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur:

Gauti Páll Jónsson (1769) hefur fullt hús eftir 6 vinninga. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1843) er önnur međ 4˝ vinning. Ólafur Guđmarsson og Heimir Páll Ragnarsson (1712) koma nćstir međ 3 vinninga.

Opinn flokkur:

Alexander Oliver Mai (1242) er efstur međ 5 vinninga ţrátt fyrir ađ vera ađeins tíundi í stigaröđ 20 keppenda. Arnar Heiđarsson (1055) og Guđmundur Agnar Bragason (1354) eru nćstir međ 4˝ vinning.

Sjá nánar á Chess-Results

Nćsta umferđ verđur tefld á sunnudaginn.

 


Óskar Víkingur unglingameistari Hugins - Vignir Vatnar sigrađi á mótinu

Freyja og Óskar Víkingur

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á ţriđjudaginn. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum og ţađ var Björn Hólm Birkisson sem náđi jafntefli í nćst síđustu umferđ. Vignir Vatnar tefldi af öryggi í mótinu, lenti sjalda í vandrćđum og landađi sigrinum af öryggi. Jafnir í öđru og ţriđja sćti međ 5,5v voru ţeir brćđur Bárđur Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson. Fjórđi kom svo Óskar Víkingur Davíđsson međ 5v og komst hann fram úr Dawid Kolka á lokametrunum og ţar međ efstur Huginsmanna í mótinu og unglingameistari Hugins í fyrst sinn. Óskar er ungur ađ árum og getur bćtt fleiri titlum í safniđ síđar og Dawid hefur tvívegis unniđ ţennan titil ţótt nokkuđ sé um liđiđ.

Tvinnar og VVS

Vignir Vatnar var einnig í efsta sćti í flokki 12 ára og yngri en ţar var Óskar Víkingur Davíđsson í öđru sćti og Alexander Oliver Mai náđ fjórđa sćtinu međ 4v og fleiri stig en Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Gabriel Sćr Bjarnţórsson sem einnig fengu 4v.  Stúlknameistari Hugins varđ Freyja De Lelon.

Mótshaldiđ gekk vel fyrir sig og allir keppendurnir 28 sem hófu mótiđ luku ţví nema ţrír sem tók mótiđ eins og venjulega mánudagsćfingu og  mćttu bara fyrri daginn en létu vita af ţví ađ ţeir myndu ekki mćta seinni daginn. Seinni daginn bćttist svo nýr keppandi viđ ţannig ađ alls voru ţađ 29 sem tóku ţátt í mótinu sem er međ betri ţátttöku í ţessu móti. Ţetta telst líka harla gott ţegar horft er til ţess ađ um er ađ rćđa tveggja daga mót, međ 20 mínútur í umhugsunartíma og nokkra unga ţátttakendur međ enga mótareynslu,.sem allir stóđu sig svo vel og létu deigan síga ţótt stundum blési á móti.

Nánar á Skákhuganum.

 


Elsti öldungurinn efstur hjá Ásum

Tuttugu og sex öđlingar mćttu til leiks í Stangarhyl í gćr. Ţađ sannađist í gćr ađ sumir harđna bara međ aldrinum. Sá elsti, baráttujaxlinn Páll G. Jónsson, varđ einn efstur međ átta og hálfan vinning. Páll tapađi ađeins einni skák fyrir Ţór Valtýssyni og gerđi jafntefli  viđ Stefán Ţormar. Ţađ er nú nánast regla ađ Páll er í efsta hópnum.

Ţađ má nú segja ađ ţeir elstu hafi stađiđ sig nokkuđ vel í dag, ţví ađ ţeir fjórir semu komnir eru yfir áttrćtt voru allir fyrir ofan miđju.

Ţór Valtýsson og Guđfinnur R. Kjartansson urđu svo jafnir í öđru til ţriđja sćti međ sjö og hálfan vinning. Ţór örlítiđ hćrri á stigum. Sćbjörn Larsen og Stefán Ţormar komu svo fast á hćla ţeim. Ţessir fjórir síđast töldu eru nánast í unglinga deildinni miđađ viđ ţá elstu. 

Sjáum nánar i úrslit í töflu og myndir frá ESE.

 


11. Alţjóđlega geđheilbrigđismótiđ á fimmtudagskvöld

Hjörvar SteinnAlţjóđa geđheilbrigđismótiđ í skák verđur haldiđ í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, fimmtudaginn 8. október kl. 20. Ţetta er ellefta áriđ í röđ sem mótiđ er haldiđ, en ţađ er eitt fjölmennasta og skemmtilegasta skákmót ársins. Mótiđ er liđur í hátíđarhöldum vegna Alţjóđa geđheilbrigđisdagsins, og er opiđ skákmönnum á öllum aldri og er ţátttaka ókeypis.

Ađ mótinu standa Taflfélag Reykjavíkur, Hrókurinn og Vinaskákfélagiđ. Međal sigurvegara fyrri ára á Alţjóđa geđheilbrigđismótinu eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson.

Forlagiđ og Sögur útgáfa leggja til vinninga og eru verđlaun veitt í ýmsum flokkum. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst á Facebook-síđu mótsins.

Alţjóđlega geđheilbrigđismótiđ

 

 


Áskell endurkjörinn formađur SA

Ađalfundur Skáfkfélags Akureyrar var haldinn ţriđjudagskvöldiđ 29. september sl. Áskell Örn Kárason var endurkjörinn formađur félagsins.

Međ honum í stjórn voru kjörnir (verkaskipting innan sviga):

Sigurđur Arnarson (varaformađur)

Smári Ólafsson (gjaldkeri)

Andri Freyr Björgvinsson (ritari)

Haraldur Haraldsson (áhaldavörđur)

Pia Vinikka (međstjórnandi)

Ađ auki hefur stjórnin hvatt tvo félagsmenn til liđs viđ sig skv. heimild í lögum félagsins. Ţetta eru ţau Dalrós J. Halldórsdóttir (fulltrúi foreldra) og Hjörleifur Halldórsson (umsjónarmađur húsnćđis).

 


Brögđóttur Bragi í forystu á Haustmótinu eftir 5.umferđ

Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur hýsti mikla hugsuđi sl. sunnudag er 5.umferđ Haustmóts TR var tefld. Skákmenn létu rigningarsuddann, sem lamdi rúđurnar, hvorki trufla reiknigáfu sína né innsći. Var barist fram í rauđan dauđann á öllum borđum og margir fallegir leikir framleiddir.

Í A-flokki stýrđi Einar Hjalti Jensson hvítu mönnunum til sigurs gegn hinum eitilharđa Benedikt Jónassyni. Međ meira rými á borđinu og biskupapariđ ţrengdi Einar Hjalti ađ svörtu stöđunni hćgt og rólega ţar til eitthvađ varđ undan ađ láta. Bragi Ţorfinnsson beitti sinni alţekktu og lymskulegu kćnsku er hann snéri á Örn Leó Jóhannsson í endatafli. Ţar međ heldur Bragi efsta sćti A-flokks međ 4,5 vinning, en Einar Hjalti fylgir honum eins og skugginn međ 4 vinninga. Ţeir félagarnir mćtast einmitt í 6.umferđ, nćstkomandi miđvikudagskvöld, og búast gárungarnir viđ kyngimögnuđum tilţrifum. Lenka Ptacnikova og Sćvar Bjarnason áttust viđ í lengstu skák mótsins til ţessa en hún taldi heila 112 leiki. Linntu ţau ekki látum fyrr en ţau höfđu leikiđ 50 leiki án ţess ađ hreyfa peđ eđa drepa mann. Vakti Lenka máls á ţví og ţar međ var hin frćga 50 leikja regla virkjuđ. Hćtt er viđ ţví ađ innsláttarţrćll Taflfélagsins muni dreyma eltingaleik riddara og biskups í nótt.

Í B-flokki hélt Agnar Tómas Möller uppteknum hćtti og vann Siguringa Sigurjónsson. Agnar Tómas er ţví enn taplaus í mótinu og hefur 4 vinninga. Bárđur Örn Birkisson sýndi fádćma seiglu er hann lagđi Snorra Ţór Sigurđsson í endatafli. Ţeir kunna endatöflin sín strákarnir í Taflfélaginu, enda rćđur ţar ríkjum endataflsróbótinn Torfi Leósson. Vignir Vatnar Stefánsson lagđi taflfélagsbróđur sinn Björn Hólm Birkisson nćsta örugglega ađ velli eftir ađ Birni Hólm varđ fótaskortur snemma tafls. Ekkert varđ af baráttunni um heilbrigđiskerfiđ ţví skák Ólafs Gísla Jónssonar og Guđlaugar Ţorsteinsdóttur var frestađ. Sú viđureign verđur án efa ţrungin spennu enda nćsta víst ađ Ólafur Gísli ćtlar sér ađ rétta sinn hlut í mótinu eftir ţunga byrjun. Guđlaug er sem fyrr í efsta sćti B-flokks međ fullt hús og virđist hún vera í feyknafínu formi nú um stundir. Lofar ţađ góđu fyrir íslenska kvennalandsliđiđ sem í nóvember mćtir rjóma evrópskrar kvennaskákar í Laugardalshöll.

Í C-flokki hélt Gauti Páll Jónsson uppteknum hćtti er hann lagđi Ingvar Egil Vignisson ađ velli međ sannfćrandi hćtti. Gauti Páll leiđir flokkinn međ fullu húsi og virđist formađur TRUXVI samtakanna stađráđinn í ţví ađ leita uppi hvert einasta skákstig sem hann glatađi fyrr á árinu. Í 2.sćti er Veronika Steinunn Magnúsdóttir međ 3,5 vinning eftir ţćgilegan sigur á ungstirninu Óskari Víkingi Davíđssyni. Ţá gerđi Róbert Luu vandađ jafntefli gegn Heimi Páli Ragnarssyni, en á ţeim munar heilum 222 skákstigum.

Í Opnum flokki var hart barist sem fyrr og unnu hinir stigalćgri ţá stigahćrri á ţremur efstu borđunum. Alexander Oliver Mai tefldi vel á 1.borđi gegn hinum sterka Hjálmari Hrafni Sigurvaldasyni og komst í vćnlegt endatafl. Pilturinn lét ekki tímahrak á sig fá og fann góđa leiki sem tryggđi honum sigur á Hjálmari Hrafni ţrátt fyrir ađ á ţeim muni 246 skákstigum. Alexander Oliver er í mikilli uppsveiflu um ţessar mundir sem sýnir sig í ţví ađ hann leiđir nú opna flokkinn međ 4,5 vinning og er međ 104 skákstig í plús eftir ađeins 5 skákir. Á 2.borđi vann Jón Ţór Lemery skák sína gegn Halldóri Atla Kristjánssyni og situr Jón Ţór í 2-3.sćti međ 4 vinninga. Jafn honum ađ vinningum er Arnar Milutin Heiđarsson en hann lagđi Jason Andra Gíslason ađ velli.

Stađan í Haustmótinu er ađgengileg hér.

6.umferđ Haustmótsins fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og eru gestir sem fyrr velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 


Skák eflir skóla fer vel af stađ

frétt frá Heiđarskóla

Skák eflir skóla hefur fariđ vel af stađ. Kennararnir í verkefninu eru mjög áhugasamir sem skiptir hvađ mestu varđandi árangur verkefnisins. Ţá hafa skólarnir nýtt styrk sinn frá Skáksambandinu í ađ endurnýja taflsettakost sinn sem skiptir miklu máli. Undanfarnar vikur hefur Stefán Bergsson verkefnisstjóri fariđ í heimsókn í skólana. Í heimsóknunum hjálpar Stefán til viđ kennsluna og leggur línurnar nćstu vikurnar í kennslunni en reynt er ađ heimsćkja hvern skóla á um 3-5 vikna fresti.

Á fimmtudag voru skólarnir í Keflavík heimsóttir og í gćr var Ţjórsárskóli heimsóttur í fyrsta sinn. Ţar var mikill áhugi međal nemenda í fyrsta til fjórđa bekk sem taka ţátt í verkefninu. Hugmyndir eru uppi um ađ stofna til vikulegra ćfinga í skólanum fyrir utan skólatíma ţar sem öllum nemendum vćri bođin ţátttaka. Sterkir skákmenn búa í grennd viđ skólann eins og Úlfhéđinn Sigurmundsson sem áđur hefur stađiđ fyrir skákstarfi í skólanum.

Frétt um kennsluna í Keflavík birtist í Víkurfréttum og má nálgast međ ţví ađ smella á myndina sem fylgir međ ţessari frétt.


Vignir Vatnar efstur á Unglingameistaramóti Hugins

Unglingameistaramót Hugins (suđursvćđi) hófst í gćr međ fjórum umferđum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unniđ allar sínar viđureignir og er efstur eftir fyrri hlutann međ 4v.Jafnir í 2. og 3. sćti eru Dawid Kolka og Björn Hólm Birkisson međ 3,5v. Síđan koma fjórir skákmenn jafnir međ 3v en ţađ eru Aron Ţór Maí, Felix Steinţórsson, Bárđur Örn Birkisson og Alexander Oliver Maí. Ţátttakendur eru 28.

Fjórđa umferđ verđur tefld í dag ţriđjudaginn 6. október og hefst kl. 16.30 og ţá verđa ţrjár síđustu umferđirnar tefldar í framhaldinu. Ţá tefla m.a. eftirtaldir saman: Vignir Vatnar og Dawid, Aron Ţór og Björn Hólm, Bárđur Örn og Felix, Óskar Víkingur og Alexander Oliver.


Viltu taka ţátt í skákćvintýrinu mikla og vera sjálfbođaliđi á EM?

Viltu vera sjálfbođaliđi

Bragi Halldórsson og Donika Kolica verđa međal sjálfbođaliđa á EM. Hvađ međ ţig?

Skáksamband Íslands mun í vetur ráđast í eitt stćrsta verkefni íslenskrar skáksögu ţegar Evrópumeistaramót landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni dagana 12. – 22. nóvember. Framkvćmdin er gríđarlega umfangsmikil. Skáksambandiđ leitar um ţessar mundir ađ sjálfbođaliđum til ađ starfa viđ mótiđ. Ýmis störf eru í bođi og verđur unniđ á tveimur vöktum. Önnur vaktin er frá 14:00 – 18:00 og hin frá 18:00 – 21:00. Sjálfbođaliđarnir munu m.a. vinna viđ miđasölu, móttöku keppenda, veitingasölu, vörslu verđmćta,uppsetningu og frágang, upplýsingagjöf og öryggisgćslu.

Óskađ er eftir 50-60 sjálfbođaliđum en nú ţegar eru sjálfbođaliđar ţegar orđnir um 40 talsins. Skráning verđur opin til 8. október. Fundir međ sjálfbođaliđum verđa haldnir sunnudaginn 11. október. Annar klukkan 13:00 og hinn 20:00 en fariđ verđur yfir sömu atriđi á fundunum og geta sjálfbođaliđar valiđ hvorn fundinn ţeir sćkja.

Skáksambandiđ mun leggja mikla áherslu á góđan ađbúnađ sjálfbođaliđa. Ţeir munu fá góđa leiđsögn og ţjálfun svo störfin verđi sem auđveldust ađ vinna. Sérstakt herbergi í Höllinni verđur tekiđ frá fyrir sjálfbođaliđa ţar sem ţeir geta hvílst og notiđ veitinga. Ţeir sjálfbođaliđar sem taka sjö vaktir eđa fleiri fá bođ á lokhóf mótsins, veglega gjöf frá Skáksambandinu ađ móti loknu og bođ á uppskeruhátíđ mótsins í desember ţar sem landsliđsmenn munu koma í heimsókn og fara yfir ţátttöku sína á mótinu. Allir sjálfbođaliđar fá gefins minjagrip mótsins.

Skáksambandiđ hvetur fólk á öllum aldri til ađ skrá sig sem sjálfbođaliđa og taka ţátt í ţví skákćvintýri sem framundan er.

Bragi Halldórsson og Donika Kolica ćtla bćđi ađ vera sjálfbođaliđar á EM!  Viltu slást í hópinn?

Skráning hér.

ETCC_logo

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Hörkubarátta Hugins og TR á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélagaSkákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur hafa algera yfirburđi yfir önnur liđ í 1. deild Íslandsmóts Skákfélaga en fimm umferđir af níu fóru fram fyrri hluta keppninnar í Rimaskóla frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudag. Munurinn á liđunum er vart marktćkur og skilur ađeins ˝ vinningur sveitirnar ađ og ţćr eiga eftir ađ tefla saman í seinni hlutanum sem samkvćmt hefđ fer fram í kringum Reykjavíkurskákmótiđ í marsmánuđi nk. Á milli ţrjú og fjögur hundruđ skákmenn tóku ţátt í Íslandsmótinu um helgina og var teflt í fjórum deildum. Alls tóku á fjórđa hundrađ skákmenn ţátt í keppninni um helgina.

Huginn tefldi fram tveim erlendum stórmeisturum en Taflfélag Reykjavíkur hafđi innan sinna vébanda eingöngu íslenska skákmenn međ Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borđi og Margeir Pétursson á 4. borđi. Stađan í 1. deild er ţessi: 1. Huginn 32 v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 31 ˝ v. 3. Skákfélag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbburinn 20 ˝ v. 6. Huginn b-sveit 18 ˝ v. 7. Bolungarvík 16 v. 8. 10. KR – skákdeild, Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ˝ v.

Nokkrir skákmenn náđu afbragđs árangri um helgina. Hollendingurinn Van Kampen og Ţröstur Ţórhallsson sem tefldu fyrir Skákfélagiđ Huginn unnu allar fimm skákir sínar og ţađ gerđi einnig Björn Ţorfinnsson fyrir Taflfélag Reykjavíkur.

Í keppni 2. deildar hefur Skákfélag Reykjanesbćjar mikiđ forskot međ 19. vinninga af 24 mögulegum. Ţar teflir á 1. borđi Björgvin Jónsson og vann hann allar fjórar skákir sínar um helgina rétt eins og Hauka-mađurinn Sverrir Ţorgeirsson.

Í 3. deild leiđir Vinaskákfélagiđ međ Róbert Harđarson sem vann allar skakir sínar á 1. borđi og í 4. deild eiga í harđri keppni Hrókar alls fagnađar međ 20 vinninga en Taflfélag Vestmannaeyja sem byrjađi aftur 4. deild kemur skammt á eftir međ 18 vinninga.

Mikiđ var um óvćnt úrslit á mótinu. Jón Kristinsson sem varđ Íslandsmeistari 1971 og aftur 74 hefur lítiđ teflt undanfarna áratugi en ekki er langt síđan hann vann Henrik Danielsen. Á fimmtudagskvöldiđ sýndi hann styrk sinn og vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Nýr liđsmađur Skákfélags Akureyrar, Björn Ívar Karlsson, vann TR-inginn Jón Viktor

3. umferđ:

Björn Ívar Karlsson (SA) – Jón Viktor Gunnarsson (TR)

Skileyjarvörn

1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 bxc6 5. O-O Bg7 6. He1 e5 7. b4!

Eftir ađ Bobby Fischer lék ţessum skarpa leik í seinna einvíginu viđ Spasskí í Sveti Stefan áriđ 1992 hefur afbrigđiđ sem hefst međ 6. .. e5 veriđ taliđ nćstum ţví óteflandi fyrir svartan.

7. ... cxb4 8. a3 b3 9. Bb2 d6 10. cxb3 Bg4?

Eftir ţennan leik er svarta stađan erfiđ. Hann varđ ađ reyna ađ spyrna á móti framrás d-peđsins og leika 10. ... c5 t.d. 11. b4 Hb8 o.s.frv.

11. d4! exd4 12. Bxd4 Bxf3 13. gxf3 Dg5+ 14. Kf1 Be5 15. Bxe5 dxe5 16. Rd2!

Skeytir engu um h2-peđiđ, riddarinn er á leiđinni til c4.

16. ... Dxh2 17. Rc4 Hd8 18. Dd4 f6 19. Had1 Df4 20. Rxd6 + Kf8

GPGUM4EU21. Dxa7!

Vinningsleikurinn.

21. ... Hxd6 22. Db8+ Kg7

Jón sá ađ léki hann 22. .. Ke7 kćmi 23. e5! Hxd1 24. exf6+ Kf7 25. Dxf4 međ auđunnu tafli. En nú er eftirleikurinn auđveldur.

23. Dxd6 Dxf3 24. Dc7+ Kh6 25. Dh2+ Kg5 26. Hd8 Rh6 27. Hxh8 Rg4 28. Dg2

– og svartur gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. september 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779280

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband