Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađskákmót TR fer fram á sunnudaginn

Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 18. október kl. 14:00. Tefldar verđa 2×7 umferđir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótiđ er jafnan vel sótt, en fjörutíu ţátttakendur voru međ í fyrra.

Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.

Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

Í fyrra sigrađi Róbert Lagerman en hann hlaut 12 vinninga í skákunum fjórtán.  Kjartan Maack er núverandi Hrađskákmeistari félagsins eftir harđa baráttu í fyrra.


Íslandsmót ungmenna fer fram um nćstu helgi - ENN OPIĐ FYRIR SKRÁNINGU

Íslandsmót ungmenna fer fram helgina 17.–18. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verđa 10 Íslandsmeistarar - efsta strákur og stelpa í öllum flokkunum fimm.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) - Upplýsingar um ţegar skráđar kepepndur má finna hér.

Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum. Tekiđ verđur viđ ţátttökugjöldum og stađfestingu á mćtingu frá 11:20 – 11:50. Ţeir keppendur sem mćta eftir 11:50 geta misst sćti sitt í mótinu.

Glćsilegar vinningar í bođi - auk ţess sem happdrćtti verđur ađ loknu móti.

Ţátttökugjald er krónur 1.500 og greiđist međ reiđufé viđ stađfestingu á mćtingu.

Stelpur og strákar tefla saman í flokkum en veitt eru verđlaun fyrir bćđi kyn. Sigurvegari í flokki 9-10 ára tryggir sér sćti á Norđurlandamótinu í skák sem fer fram í febrúar í Svíţjóđ. Sigurvegarar í elstu flokkunum ţremur tryggja sér sćti á Unglingameistaramóti Íslands.

Verđi menn jafnir í efstu sćtum er teflt um Íslandsmeistaratitla en stig reiknuđ um önnur sćti.

Skráning er á Skák.is til og međ 14. október. Mikilvćgt er ađ mćta tímanlega milli 11:20 – 11:50 á laugardeginum til ađ stađfesta mćtingu. Ekki er tekiđ viđ skráningum eftir 14. október.

8 ára og yngri (f. 2007 og síđar)

Umhugsunartími: 7 mínútur.

Fjöldi umferđa: Allir keppendur tefla fimm umferđir á laugardeginum. Eftir fimm umferđir verđur niđurskurđur ţannig ađ keppendur međ ţrjá vinninga eđa fleiri komast áfram og mćta líka á sunnudegi. Umferđafjöldi á sunnudegi verđur tvćr til fjórar umferđir eftir heildarfjölda keppenda.

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir ţá sem komast áfram. 

9-10 ára (f. 2005 og 2006)

Umhugsunartími: 10 mínútur.

Fjöldi umferđa: Allir keppendur tefla fimm umferđir. Eftir fimm umferđir verđur niđurskurđur ţannig ađ keppendur međ ţrjá vinninga eđa fleiri komast áfram og mćta líka á sunnudegi. Umferđafjöldi á sunnudegi verđur tvćr til fjórar umferđir eftir heildarfjölda keppenda.

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir ţá sem komast áfram.

11–12 ára (f. 2003 og 2004)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir.

13–14 ára (f. 2001 og 2002)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir.

15–16 ára (f. 1999 og 2000)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir.

 


Yfirlit yfir skákkennslu í reykvískum grunnskólum

Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur hefur tekiđ saman skýrslu um skákkennslu í skólum borgarinnar fyrir ţetta skólaár.

Eins og síđustu ár er skákkennsla í um 30 skólum borgarinnar međ einhverjum hćtti.

Björn Ívar Karlsson er sem fyrr drjúgastur en hann kennir alls í níu skólum. 

Skýrslan fylgir međ sem viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Grischuk heimsmeistari í hrađskák - Hannes og Jóhann efstir Íslendinga

Grischuk

Rússneski stórmeistarinn, Alexander Grischuk (2814), sem mun fara fyrir sveit Rússa á EM landsliđa í Höllinni í nóvember nk., varđ í dag heimsmeistari í hrađskák. Hann hlaut 15˝ vinning í 21 umferđ. Frábćr endasprettur tryggđi honum titilinn en hann hlaut 8 vinninga í 9 síđustu umferđunum. 

Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave (2854) og heimsmeistarinn fyrrverandi Vladimir Kramnik (2763) urđu í 2.-3. sćti međ 15 vinninga. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2914) varđ "ađeins" sjötti međ 14 vinninga.

Jóhann Hjartarson (2632) og Hannes Hlífar Stefánsson (2619) urđu efstir íslensku stórmeistaranna međ 10 vinninga. Helgi Ólafsson (2537) og Margeir Pétursson (2525) hlutu 8˝ vinning. 

Friđrik Ólafsson var formađur áfrýjunarnefndar mótsins.

Einstaklingsúrslit íslensku keppendanna má nálgast hér.

Skákir mótsins má nálgast á Chess24

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.


Guđfinnur efstur í Ásgarđi í gćr

Ćsir tefldu í Ásgarđi í gćr eins og ţeir gera alltaf á ţriđjudögum. Skrásetjari varđ ađ taka sér frí frá skákinni í gćr vegna annarra anna. Mér sýnist úrslitin vera nokkuđ hefđbundin. Guđfinnur R Kjartansson var vígfimastur og uppskar 8˝ vinning í fyrsta sćti. 

Friđgeir Hólm varđ annar međ 7˝ vinning og Sćbjörn Larsen kom svo í ţriđja sćti međ  7 vinninga. Ţađ voru tuttugu og sex kappar sem mćttu til leiks í gćr.

Á nćsta ţriđjudag verđur svo haustmótiđ haldiđ. Björgvin Víglundsson vann ţađ á síđasta ári međ 9˝ vinning af 10 möglegum.

Ţá verđa menn verđlaunađir eftir aldri líka. 60-70 ára 70-8o ára  og 80 +

Sjá nánari úrslit gćrdagsins í međf. töflu og myndir frá  ESE.

 

Ćsir 2015-10-13


Jóhann efstur Íslendinga - MVL efstur á mótinu

Fyrri hluti heimsmeistaramótsins í hrađskák fór fram í gćr. Maxime Vachier-Lagrave (2854) er efstur međ 9˝ vinning af 11 mögulegum. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2914) er annar međ 9 vinning. Sergei Karjakin (2759) og Leinier Doninguez (2717) koma nćsti međ 8˝ vinning.

Jóhann Hjartarson (2632) er efstur íslensku stórmeistaranna međ 5˝ vinning. Hannes Hlífar Stefásson (2619) er nćstur međ 5 vinninga. Hann byrjađi hrćđilega í gćr en vann fjórar síđustu skákirnar. Helgi Ólafsson (2537) og Margeir Pétursson (2525) hafa 4 vinninga.

Einstaklingsúrslit íslensku keppendanna má finna hér.

Umferđir 12-21 verđa tefldar í dag.

Hćgt er ađ fylgjast međ mótinu beint á Chess24

Hćgt er ađ fylgjast međ stöđu og úrslitum á Chess-Results.


Ađalfundur TG og ný stjórn

Ađalfundur TG var haldinn 22. september síđastliđinn. Félagiđ hefur nú fengiđ nýja stjórn og hana skipa; Páll Sigurđsson formađur, Kristinn Sigurţórsson gjaldkeri og Bjarnsteinn Ţórsson ritari. 

Fundargerđ ađalfundar Taflfélags Garđabćjar 21. september 2015

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fram kom tillaga um ađ Páll Sigurđsson yrđi fundarstjóri og Björn Jónsson fundarritari og var ţađ samţykkt.

b) Skýrsla stjórnar.

Páll Sigurđsson flutti skýrslu stjórnar en hann hefur veriđ formađur undanfarin ár. Auk ţess hefur starfađ sk. skákráđ sem komiđ hefur saman í tengslum viđ styrkbeiđnir til Garđabćjar o.fl.

  • Helsta mót síđasta árs var Skákţing Garđabćjar ţar sem Guđlaug Ţorsteinsdóttir sigrađi.
  • Félagiđ tók ţátt í Íslandsmóti skákfélaga međ góđum árangri,
    B-sveit félagsins vann sig upp úr 4. deild upp í 3. deild en A-sveitin er í 2. deild.
  • Íslandsmót unglingasveita verđur haldiđ í Garđabć í haust. Félagiđ hefur veriđ međ skákkennslu fyrir börn og unglinga sem Siguringi Sigurjónsson hefur séđ um. Árangur barna og unglinga á árinu 2014 var góđur.
  • Nauđsynlegt er orđiđ ađ endurnýja margar af skákklukkum félagsins. 

c) Ársreikningar félagsins lagđir fram. Páll Sigurđsson lagđi fram ársreikninga félagsins.

d) Umrćđur og afgreiđsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum. Skákkennsla rćdd.  Ársreikningar samţykktir samhljóđa.

e) Upphćđ árgjalds ákveđin. Samţykkt mótatkvćđalaust ađ hćkka árgjaldiđ úr 2500 í 4000 kr. en gjaldiđ hafđi veriđ óbreytt mjög lengi. Börn og unglingar fá 50% afslátt.

f) Lagabreytingar. Engar tillögur komu fram um lagabreytingar.

g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns. Páll Sigurđsson, Bjarnsteinn Ţórsson og Kristinn Sigurţórsson voru kosnir í stjórn. Jón Magnússon var kosinn skođunarmađur reikninga.

h) Önnur mál. Páll Sigurđsson fékk klapp fyrir vel unnin störf fyrir félagiđ mörg undanfarin ár.


Skákţing Garđabćjar hefst 26. október

Skákţing Garđabćjar hefst mánudaginn 26. október 2015.   Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga. 

Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umferđatafla:

  • 1. umf. Mánudag, 26. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag, 2. nóv.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Fimmtudag, 5. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag, 9. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag, 23. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag, 30. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag, 7. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verđlaunaafhending og Hrađskákmót Garđabćjar 14. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurđsson. Sími 860 3120.

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum og geta ţví stigalágir valiđ milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn međ 1499 stig eđa minna. Umhugsunartími  er 45 mín + 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferđum 1-5 ađ taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hćgt ađ taka hjásetu eftir ađ pörun í umferđ liggur fyrir.

Verđlaun auk verđlaunagripa:

Heildarverđlaun uţb. 60% af ađgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu. Amk. 3 verđlaun í hvorum flokki.

Verđlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverđlaun í A flokki eru 20.000 og 10.000 í B flokki.  

Mótiđ er um leiđ skákţing Taflfélags Garđabćjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Aukaverđlaun verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi Skákţingi Garđabćjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-

Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn. Fullorđnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
  • Utanfélagsmenn. Fullorđnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr 

Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu TG. www.tgchessclub.com

Skákmeistari Garđabćjar 2014 er Guđlaug Ţorsteinsdóttir.


Góđ frammistađa Guđmundar í Vegas - Nakamura sigurvegari mótsins

Nakamura

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2474) stóđ sig vel á Millonair Chess-mótinu sem lauk í Las Vegas í gćr. Guđmundur hlaut 5˝ vinning í 9 skákum. Frammistađa hans samsvarađi 2556 skákstigum og hćkkađi hann um 9 stig. Hann var ađeins hálfum vinningi frá ţví ađ komast í "Millonair Monday" eins og Degi Arngrímssyni tókst eftirminnilega í fyrra.

Hikaru Nakamura sigrađi á mótinu eftir sigur á Víetnamanum Quang Liem Le í úrslitaeinvígi. 

Óskar Long Einarsson (1735) tefldi í flokki ţeirra sem hafa 1800 stig eđa minna. Óskar Long hlaut 3˝ í 7 umferđum.


Magnus varđi heimsmeistaratitilinn í atskák - Jóhann efstur Íslendinganna

Magnus Carlsen (2847) varđi heimsmeistaratitilinn sinn í atskák en mótinu lauk í dag í Berlín. Magnus hlaut 11˝ vinning í 15 umferđum. Í 2.-4. sćti urđu Ian Nepomniachtchi (2789), Rússlandi, Teimor Radjbov (2741), Aserbaísjan., sem báđir tefla á EM landsliđa í nóvember og Kúbumađurinn Leinier Dominguez (2749).

Jóhann Hjartarson (2529) varđ efstur íslensku stórmeistaranna en hann hlaut 7˝ vinning. Réđi ţar góđur endasprettur mestu en Jóhann vann Alexander Morozevich (2717) í lokaumferđinni. Helgi Ólafsson (2542) hlaut 7 vinninga, Hannes Hlífar Stefánsson (2510) 6 vinninga og Margeir Pétursson (2454) 4˝ vinning.

Einstök úrslit íslensku stórmeistaranna má finna á Chess-Results.

Á morgun hefst svo heimsmeistaramótiđ í hrađskák. Ţar taka íslensku stórmeistararnir allir ţátt sem og heimsmeistarinn.

Friđrik, Kirsakan og Herbert

Friđrik Ólafsson er í formsnnesku áfrýjunarnefndar í báđum mótum.

Hćgt er ađ fylgjast međ mótinu beint á Chess24

Hćgt er ađ fylgjast međ stöđu og úrslitum á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8779281

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband