Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.10.2015 | 10:15
Ćskan & Ellin - Olísmótiđ í skák
Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN, ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í 12. sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni.
TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu međ stuđningi OLÍS standa saman ađ mótshaldinu 3ja sinn en ţađ hefur eflst mjög ađ öllu umfangi međ árunum. ĆSIR frá skákklúbbi FEB í Ásgarđi, mćta fjölmennir til leiks eins og ţeirra er von og vísa.
Fyrstu 9 árin var mótiđ veriđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđar-kirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring. Ţessi mót - ţar sem kynslóđirnar mćtast - hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og velheppnuđ. Yfir 80 ára aldursmunur er hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans.
Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
Vegleg verđlaun og viđurkenningar!
Auk ađalverđlauna verđa aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf fyrir flugmiđum á mót erlendis međ Icelandair fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 19-12 ára og 13-15 ára. Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk ţess fćr efsta stúlkan sem og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun. Verđlaunpeningar verđa veittir í öllum flokkum auk bókaverđlauna ofl.
Mótsnefnd skipa ţeir Björn Jónsson, formađur TR, Einar S. Einarsson, formađur Riddarans.
Skráning til ţátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is vikuna fyrir mót. Hámarksfjöldi keppenda miđast viđ 100 og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem fyrst og/eđa mćta tímanlega á mótsstađ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2015 | 07:00
Atskákmót Reykjavíkur fer fram í dag
Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi fer fram mánudaginn 19. október. Mótiđ fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt ţá bráđabani.
Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari Hugins er Hjörvar Steinn Grétarsson.
Verđlaun:
- 15.000
- 8.000
- 4.000
Ţátttökugjöld:
- 16 ára og eldri: 1000 kr
- 15 ára og yngri: 500
Spil og leikir | Breytt 18.10.2015 kl. 10:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2015 | 22:18
Oliver Aron sigrađi á Hrađskákmóti Taflfélags Reykjavíkur
Í dag fór fram Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll félagsins. Setja átti mótiđ klukkan tvö en beđiđ var til hálfţrjú eftir nokkrum keppendum sem voru ađ taka ţátt í Íslandsmóti ungmenna í Rimaskóla um morguninn og komu svo brunandi í Feniđ.
Stigahćstir keppenda voru FM hnakkarnir úr Grafarvoginum Dagur Ragnarsson (2272) og Oliver Aron Jóhannesson (2198) en ţeim nćstir á stigum voru feđgarnir og vöđvabunktin Jóhann Ingvason (2172) og Örn Leó Jóhannsson (2123). Nokkrir nýbakađir Íslandsmeistarar ungmenna komu sjóđandi heitir inn en Hilmir Freyr Heimisson (14), Bárđur Örn Birkisson (15) og litla systir hans Freyja (9) voru međal ţess fríđa hóps sem mćtti beint í mótiđ úr Rimaskóla.
Baráttan um silfriđ var mjög hörđ en fyrir lokaskákirnar tvćr voru ţeir Hilmir Freyr, Bárđur Örn og Dagur Ragnarsson jafnir í 2-4 sćti međ 8 1/2 vinning. Bárđur Örn og Dagur mćttust ţá međan Hilmi beiđ ţađ erfiđa verkefni ađ kljást viđ Oliver. Bárđur og Dagur sćttust á skiptan hlut, unnu sitthvora skákina međan Hilmir Freyr gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi Oliver 1 1/2 1. Hann kom ţví annar í mark međ 10 vinninga sem er frábćr árangur en Hilmir er einungis 14 ára. Annađ sćtiđ tryggđi honum einnig hrađskákmeistaratitil Taflfélags Reykjavíkur 2015 en eflaust ţarf ađ leita nokkuđ langt aftur til ađ finna jafn ungan skákmann til ađ hampa ţeim titli. Dagur tók svo bronsiđ á stigum međ 9 1/2 vinning.
Mótiđ var hiđ skemmtilegasta, ćvintýralegur klukkubarningur í nokkrum skákum, mát á síđustu sekúndunum og töp međ ólöglegum leikjum voru nokkur. Mótiđ fór ţó prúđmannlega fram og ţurfti skákstjóri lítiđ ađ hafa sig í frammi. Helst var ţađ ađ setja ţurfti út á ađ menn vćru ađ nota báđar hendur viđ uppskipti í tímahraki en ţađ reynist mörgum erfitt ađ venja sig af ţví.
Nokkur skringileg atvik komu upp, t.d. tapađi séntilmađurinn Hörđur Jónasson fyrir Pétri Jóhannessyni. Pétur skildi kónginn sinn eftir í uppnámi eitt sinn en Hörđur benti honum bara á ţađ og skákin hélt áfram. Nokkrum leikjum síđar skildi svo Hörđur kónginn eftir í uppnámi og krafđist Pétur umsvifalaust sigurs. Skákdómari stóđ ţá yfir skákinni og gat ekki annađ en samţykkt kröfuna.
Freyju urđu á ţau mistök í byrjun ađ víxla kóng og drottningu í upphafi skákar sem hvorki hún né Björgvin Kristbergsson tóku eftir. Eftir nokkuđ marga leiki bombađi Björgvin svo út Dh5(+) og hélt ađ hann vćri ađ skáka ţeirri litlu. Ţau stoppuđu klukkuna ţegar ţau áttuđu sig á ađ mistökunum. Dómari lét skákina halda áfram ţótt skákmađurinn sem stillti upp rangt hagnist hér á mistökum sínum. De8xh5! var náttúrulega svariđ.
Taflfélag Reykjavíkur óskar verđlaunahöfum Haustmótsins til hamingju. Oliver Aron međ sigurinn á hrađskákmótinu og hinum unga Hilmi Frey međ titilinn Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2015. Einnig viljum viđ ţakka kćrlega öllum ţeim sem tóku ţátt í mótunum og vonumst til ađ sjá ykkur öll ađ ári!
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR
18.10.2015 | 07:00
Hrađskákmót TR fer fram í dag
Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 18. október kl. 14:00. Tefldar verđa 2×7 umferđir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótiđ er jafnan vel sótt, en fjörutíu ţátttakendur voru međ í fyrra.
Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.
Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.
Í fyrra sigrađi Róbert Lagerman en hann hlaut 12 vinninga í skákunum fjórtán. Kjartan Maack er núverandi Hrađskákmeistari félagsins eftir harđa baráttu í fyrra.
Spil og leikir | Breytt 15.10.2015 kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Taugaspenna í úrslitaeinvígi
Sergei Karjakin sem fćddur er og uppalinn í Úkraínu en teflir nú fyrir Rússland er sigurvegari heimsbikarmóts FIDE sem lauk í Baku í Aserbadsjan sl. mánudag. Karjakin var stálheppinn ađ vinna keppnina. Ţađ gerđi gćfumuninn ađ hann var sterkari á taugum en eldri andstćđingar hans. Ţannig var afar gremjulegt fyrir Úkraínumanninn Pavel Eljanov í undanúrslitum ađ leyfa Karjakin sem var međ koltapađ tafl ađ fá upp sömu stöđuna ţrisvar í 6. skák einvígis og missa ţannig af tćkifćri til ađ fylgja eftir magnađri frammistöđu á fyrri stigum; Eljanov hlaut 9 ˝ úr 12 kappskákum. Úrslit í fimm af sjö einvígjum Karjakins réđust í skákum međ styttri umhugsunartíma. Alls hófu 128 skákmenn heimsbikarmótiđ og stóđ keppnin í 25 daga. Úrslitaeinvígi sitt háđi Karjakin viđ Rússann Peter Svidler og ţeir tefldu samtals 10 skákir og ekki einni einustu lauk međ jafntefli! Fyrst tefldu ţeir fjórar kappskákir og Svidler vann tvćr fyrstu tvćr og ţurfti ađeins jafntefli í tveim síđustu. En hiđ mikla álag á taugakerfiđ sem fylgir keppni af ţessu tagi varđ honum um megn. Í vćnlegri stöđu ţriđju einvígisskákarinnar gerđist ţetta:
3. skák:
Svidler Karjakin
Ţú leikur alltaf vitlausa hróknum, stóđ einhversstađar skrifađ. Eftir 27. Hfe1! er hvíta stađan unnin t.d. 27. ... Df5 28. Hbc1! Rd3 29. Hf1 o.s.frv. eđa 27. ... Dxe3 28. Hxe3 e5 29. Rd7! o. s.frv. Ţrátt fyrir ţessa ónákvćmni er hvíta stađan enn mun betri.
27. ... exd5? 28. Hxf2??
Eftir 28. Dc3! getur svartur gefist upp.
28. ...Dh4 29. Dd2??
Algert hrun. 29. Dxe8 Dxf2+ 30. Kh2 Dxb6 31. He7+ Kh7 32. Dd7 dugar til jafnteflis.
29. ... Hxf2 30. Dc3+ d4!
og Svidler gafst upp, 31. Dc7+ er svarađ međ 31. ... Hf7! o.s.frv.
Degi síđar vann Karjakin fjórđu kappskákina og jafnađi 2:2. Mánudaginn 5. október var svo tekiđ til viđ skákir međ styttri umhugsunartíma, fyrst atskákirnar, 25 10. Aftur jafnt og samkvćmt reglum tóknu nú viđ ţá tvćr hrađskákir međ tímamörkunum 10 10. Aftur jafnt og nú stađan 4:4. Ţá voru tefldar tvćr hrađskákir, 5 3. Í ţeirri fyrri var leikiđ svo ónákvćmt ađ undrum sćtti. Ţegar hér er komiđ sögu í ţeirri skák var Svidler međ mun betri tíma og vinningsstöđu:
9. skák:
Karjakin Svidler
Leik áđur hafđi Svidler sleppt valdi á hróknum og nú vildi hann laga kóngsstöđuna ađeins ...
Ţar fauk hrókur fyrir ekki neitt og Svidler gafst upp. Hann byggđi upp vinningsstöđu í 10. skákinni og fćri svo yrđu ţeir ađ tefla svonefnda Armageddon-skák. En taugaorkan sem Rússum er svo tíđrćtt um var búin og hann tapađi hörmulega. Lokaniđurstađan 6:4, Karjakin í vil en ţeir komast ţó báđir í áskorendakeppnina.
Bragi efstur á Haustmóti TR
Bragi Ţorfinnsson er efstur í keppni A-riđils á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Bragi hefur hlotiđ 4 ˝ vinning af fimm mögulegum og á í harđri keppni viđ Oiver Aron Jóhannesson og Einar Hjalta Jensson sem eru međ 4 vinninga. Í B-riđli eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir og Agnar Tómas Möller efst međ 4 vinninga en Guđlaug á skák til til góđa. Gauti Páll Jónsson er langefstur í C-riđli međ fullt hús eftir fimm umferđir og í Opna flokknum er Oliver Alexander Mai efstur međ 4 ˝ vinning.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10.október
Spil og leikir | Breytt 12.10.2015 kl. 14:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2015 | 16:03
Einar Hjalti sigurvegari Haustmóts TR
Alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson er sigurvegari Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur 2015. Einar hlaut 7,5 vinning í skákunum níu og er vel ađ sigrinum kominn en hann fór taplaus í gegnum mótiđ. Í öđru sćti međ 6,5 vinning var kollegi hans, Bragi Ţorfinnsson, og ţá var Oliver Aron Jóhannesson ţriđji međ 6 vinninga. Bragi var efstur TR-inga og er ţví Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2015.
Í B-flokki sigrađi Guđlaug Ţorsteinsdóttir međ 7 vinninga en hún leiddi flokkin frá byrjun. Međ sigrinum tryggđi Guđlaug sér sćti í A-flokki ađ ári. Í öđru sćti međ 6 vinninga var Vignir Vatnar Stefánsson og ţriđji í mark međ 5,5 vinning kom Agnar Tómas Möller.
Gauti Páll Jónsson vann glćsilegan sigur í C-flokki en hann fékk fullt hús vinninga í skákunum níu og hćkkar um 111 Elo-stig. Gauti Páll teflir án nokkurs vafa í ađ minnsta kosti B-flokki ađ ári. Veronika Steinunn Magnúsdóttir kom nćst međ 6,5 vinning og ţá Aron Ţór Mai međ 6 vinninga en Aron átti mjög gott mót og hćkkar um hvorki meira né minna en 124 Elo-stig.
Skemmtilegum opnum flokki lauk međ sigri Arnars Milutins Heiđarssonar sem hlaut 7 vinninga. Sannarlega glćsilegur og athyglisverđur sigur í ljósi ţess ađ Arnar var ađeins nr. 17 í stigaröđ 20 keppenda. Fyrir árangurinn hćkkar Arnar um 125 Elo-stig og er ţví óumdeildur stigakóngur mótsins. Í öđru sćti međ 6,5 vinninga var Alexander Oliver Mai sem einnig átti afar gott mót og hćkkar mikiđ á stigum. Jafnir í 3.-4. sćti međ 6 vinninga urđu svo Ţorsteinn Magnússon og Jón Ţór Lemery.
Lokaumferđin sem fram fór í gćrkveld galt nokkuđ fyrir ţá stađreynd ađ allnokkrir keppendur virtust ekki hafa áttađ sig á ţví ađ níunda og síđasta umferđin yrđi tefld á ţessum tíma ţrátt fyrir góđa kynningu á dagskrá mótsins. Međal ţeirra sem misstu af lokaumferđinni var einmitt alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson en hann var í toppbaráttu fyrir umferđina. Ţá vantađi keppendur bćđi í B- og C-flokki og nokkuđ marga vantađi í opna flokknum. Mótshaldarar vilja nota tćkifćriđ og ítreka mikilvćgi ţess ađ keppendur kynni sér vel dagskrá móta sem ţeir eru ţátttakendur í.
En lítum nú á helstu úrslit lokaumferđarinnar. Í A-flokki hafđi sigurvegari mótsins, Einar Hjalti, betur gegn Gylfa Ţórhallssyni en Oliver Aron fékk frían vinning gegn Braga vegna fyrrgreindra ástćđna. Oliver átti gott mót og tapađi ađeins gegn Einari. Ţá tefldi Björgvin Víglundsson vel í mótinu og lauk ţví međ sigri á Erni Leó Jóhannssyni en Björgvin varđ fjórđi međ 5,5 vinning og er nú á leiđ yfir 2200 Elo-stig en ekki er langt síđan hann snéri aftur ađ skákborđinu eftir margra ára hlé.
Í heild var A-flokkurinn mjög skemmtilegur en eins og viđ var búist voru Einar Hjalti og Bragi í nokkrum sérflokki. Stutt jafntefli voru hverfandi en af skákunum 45 lauk ţriđjungi ţeirra međ skiptum hlut, 19 unnust á hvítt og 10 á svart. Björgvin hćkkađi mest á stigum (28) og ţá Gylfi (20) og Örn Leó (20).
Í B-flokki tapađi Guđlaug sinni fyrstu viđureign og var ţađ annar af tvíburunum knáu, Bárđur Örn Birkisson, sem knésetti hana. Ţrátt fyrir ţađ er sigur Guđlaugar verđskuldađur en hún var í forystu frá fyrstu mínútu. Hćkkar hún um 50 Elo-stig fyrir árangurinn og virđist komin á beinu brautina á ný eftir öldudal ađ undanförnu. Vignir Vatnar gerđi jafntefli viđ Siguringa Sigurjónsson og tryggđi sér međ ţví annađ sćtiđ ţar sem Agnar Tómas Möller mćtti ekki til leiks. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá Vigni Vatnar vera kominn í gang en hann hćkkar um 67 Elo-stig og ljóst er ađ hann verđur međ um 2100 stig á nćsta stigalista Fide.
Eins og svo oft áđur var B-flokkurinn mjög jafn og spennandi ţar sem ekki munađi mörgum stigum á stigahćsta og stigalćgsta keppandanum sem sést kannski vel á nokkuđ háu jafnteflishlutfalli en tćpum helmingi viđureignanna lauk međ skiptum hlut.
Toppbaráttan í C-flokki náđi aldrei ađ vera spennandi, til ţess var Gauti Páll einfaldlega einu númeri of stór fyrir flokkinn. Gauti hélt öruggri forystu allan tímann og stakk ađra keppendur af en í lokaumferđinni lagđi hann hinn unga og efnilega Róbert Luu. Ţađ er engu ađ síđur vel af sér vikiđ hjá Gauta ađ vinna međ fullu húsi en hann hćkkar um 111 Elo-stig og stefnir nú hrađbyri ađ ţví ađ fara aftur yfir 1900 stig ţar sem hann á miklu frekar heima.
Veronika Steinunn var sú eina sem veitti Gauta einhverja keppni en líkt og ađrir keppendur ţurfti hún ađ horfa á eftir honum í reyknum. Ţrátt fyrir ađ vera í öđru sćti á Veronika enn mikiđ inni og einvörđungu tímaspursmál hvenćr nćsta stökk kemur. Aron Ţór Mai heldur áfram mikilli siglingu og hćkkar sem fyrr segir mikiđ á stigum en hann var áttundi í stigaröđ tíu keppenda.
Sigur Arnars Milutins í opna flokknum er sannarlega glćsilegur en sá ungi piltur er á hrađri uppleiđ ásamt mörgum ţeirra sem kepptu í opna flokknum. Alexander Oliver átti líka mjög gott mót og var í forystu lengi vel en ţurfti ađ lokum ađ láta toppsćtiđ af hendi eftir mikla baráttu.
Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim sem tóku ţátt í Haustmótinu fyrir ađ skapa međ okkur enn eitt spennandi og skemmtilegt Haustmót. Hér ađ neđan fylgir lítilein samantekt. Sjáumst ađ ári!
A-flokkur
- AM Einar Hjalti Jensson 7,5v
- AM Bragi Ţorfinnsson 6,5v
- Oliver Aron Jóhannesson 6v
B-flokkur
- Guđlaug Ţorsteinsdóttir 7v
- Vignir Vatnar Stefánsson 6v
- Agnar Tómas Möller 5,5v
C-flokkur
- Gauti Páll Jónsson 9v
- Veronika Steinunn Magnúsdóttir 6,5v
- Aron Ţór Mai 6v
Opinn flokkur
- Arnar Milutin Heiđarsson 7v
- Alexander Oliver Mai 6,5v
- Ţorsteinn Magnússon, Jón Ţór Lemery 6v
Mestu stigahćkkanir
Arnar Milutin Heiđarsson (125), Aron Ţór Mai (124), Gauti Páll Jónsson (111), Alexander Oliver Mai (85), Vignir Vatnar Stefánsson (67).
Ítarlega myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2015 | 09:48
Ćskan og Ellin fer fram laugardaginn 24. október
Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN, ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í tólfta sinn laugardaginn 24. október í Skákhöllinni í Faxafeni.
Ţetta er í ţriđja sinn sem TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu međ stuđningi OLÍS standa saman ađ mótshaldinu til ađ tryggja ţađ ađ myndarlega sé ađ ţví stađiđ.
Fyrstu 9 árin var mótiđ veriđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđar-kirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring. Ţessi mót ţar sem kynslóđirnar mćtast hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og velheppnuđ. Yfir 80 ára aldursmunur hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans.
Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
Verđlaunasjóđur mótsins er kr. 100.000, auk ţess sem veitt verđa aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf fyrir flugmiđum á mót erlendis međ Icelandair fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 10-12 ára og 13-15 ára. Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk ţess fćr efsta stúlkan sem og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun. Fagrir verđlaunagripir og verđlaunapeningar verđa í öllum flokkum auk bókaverđlauna ofl.
Myndarlegt vinningahappdrćtti í mótslok.
Mótsnefnd skipa ţeir Björn Jónsson, formađur TR, og Einar S. Einarsson, formađur Riddarans.
Hámarksfjöldi keppenda miđast viđ 100 og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem fyrst og mćta tímanlega á mótsstađ.
Fylgjast má međ skráningu hér.
16.10.2015 | 14:24
Framsýnarmótiđ fer helgina 23.-25. október
Framsýnarmótiđ 2015 verđur haldiđ í matsal fyrrverandi Litlaugaskóla á Laugum í Reykjadal helgina 23-25 október nk. Tefldar verđa 7 umferđir alls, fyrstu fjórar međ atksákartímamörkum (25 mín) en ţrjár síđari skákirnar međ 90 mín + 30 sek/leik.
Ţátttökugjald 2.000 kr en 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri.
Dagskrá:
Föstudagur 23. október kl 20:00 1. umferđ
Föstudagur 23. október kl 21:00 2. umferđ
Föstudagur 23. október kl 22:00 3. umferđ
Föstudagur 23. október kl 23:00 4. umferđ
Laugardagur 24. október kl 10:30 5. umferđ
Laugardagur 24. október kl 16:30 6. umferđ
Sunnudagur 25. október kl 10:30 7. umferđ
Mótiđ verđur reiknađ til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.
Nánari upplýsingar um mótiđ verđa birtar ţegar nćr dregur en einnig fást upplýsingar hjá Hermanni Ađalsteinssyni í síma 821-3187
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)
16.10.2015 | 10:07
Einvígi Einars og Braga á Haustmótinu
Alţjóđlegu meistararnir Einar Hjalti Jensson og Bragi Ţorfinnsson eru í nokkrum sérflokki á Haustmóti TR en ţeir eru efstir og jafnir međ 6,5 vinning ţegar ein umferđ er ótefld. Bragi hefur ţegar tryggt sér titilinn skákmeistari TR 2015.
Nokkra athygli vekur ađ Björgvin Víglundsson er ţriđji međ 4,5 vinning en hann hefur nú snúiđ aftur ađ taflborđinu eftir langt hlé. Ţess ber ţó ađ geta ađ stađan getur enn breyst nokkuđ ţar sem enn á eftir ađ tefla tvćr frestađar viđureignir, annarsvegar á milli alţjóđlega meistarans Sćvars Bjarnasonar og Olivers Arons Jóhannessonar og hinsvegar Olivers og Arnar Leós Jóhannssonar. Í nćstsíđustu umferđ sem fór fram í gćr sigrađi Bragi stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, en Einar hafđi betur gegn Oliver.
Í B-flokki sigrađi Guđlaug Ţorsteinsdóttir Hörđ Aron Hauksson og tryggđi sér ţar međ sigur í flokknum og sćti í A-flokki ađ ári. Guđlaug hefur átt mjög gott mót og ađ loknum átta umferđum er hún međ 7 vinninga, 1,5 vinningi meira en Agnar Tómas Möller og Vignir Vatnar Stefánsson sem koma nćstir međ 5,5 vinning. Ólíkt umferđunum tveimur á undan lauk ađeins einni viđureign međ skiptum hlut en hún var á milli Agnars og Bárđar Arnar Birkissonar. Vignir sigrađi hinsvegar Snorra Ţór Sigurđsson.
Gauti Páll Jónsson hefur algjöra yfirburđi í C-flokknum og hefur tryggt sér glćsilegan sigur en hann hefur fullt hús vinninga eftir ađ hafa lagt Hörđ Jónasson ađ velli í áttundu umferđ. Veronika Steinunn Magnúsdóttir er önnur međ 5,5 vinninga en hún beiđ lćgri hlut gegn Ólafi Guđmarssyni. Aron Ţór Mai hefur átt mjög gott mót og er sem stendur í ţriđja sćti međ 4,5 vinning en hann á inni frestađa skák gegn Héđni Briem.
Í opna flokknum heldur Arnar Milutin Heiđarsson áfram góđu gengi en hann lagđi Jón Ţór Lemery međ laglegri fléttu. Arnar hefur 6,5 vinning en nćstur kemur Alexander Olvier Mai međ 5,5 vinning og síđan fylgja fimm keppendur međ 5 vinninga.
Níunda og lokaumferđin fer fram í kvöld og hefst hún kl. 19.30.
Nánar á heimasíđu TR
15.10.2015 | 14:53
Heimsmeistarinn snappađi í Berlín
Heimsmeistarinn í skák átti ekki gott mót á heimsmeistaramótinu í hrađskák í Berlín. Sérstaklega gekk honum illa í gćr og endađi ađ lokum í sjötta sćti.
Á myndbandi á NRK má sjá viđbrögđ Magnúsar í tapskákunum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ heimsmeistaranum ţyki ekki gaman ađ tapa.
P.s. Takiđ sérstaklega eftir svipbrigđum Ivanchuks ţegar hann mátar Carlsen (eftir rúmar 30 sekúndur). Svipbrigđin eru hreint og beint stórkostleg.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 5
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 8779283
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar