Fćrsluflokkur: Spil og leikir
4.11.2015 | 07:00
Guđfinnur vopnfimastur hjá Ásum í gćr.
Ćsir tefldu sinn níunda skákdag í gćr. Guđfinnur R Kjartansson var vopnfimastur í dag og uppskar 8˝ vinning af 10 mögulegum. Guđfinnur tapađi engri skák en gerđi ţrjú jafntefli viđ ţá Ara Stefánsson, Gísla Árnason og Gísla Gunnlaugsson.
Í öđru sćti varđ Stefán Ţormar međ 7 vinninga. Svo komu fjórir jafnir međ 6˝ vinning, ţađ voru ţeir Gísli Gunnlaugsson, Sćbjörn Larsen, Kristinn Bjarnason og Ari Stefánsson. Gísli međ bestu stiga stöđu.
Nćsta laugardag verđur Íslandsmót öldunga haldiđ í safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju. Riddarar sjá um mótshald. Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mín umhugsun +3 sek. á leik.
Ég vil hvetja skákfélaga mina til ţess ađ taka ţátt í ţessu móti.
Sjá nánari úrslit gćrdagsins í töflu og myndir frá ESE.
Spil og leikir | Breytt 3.11.2015 kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2015 | 23:18
Frábćrt gengi í dag á HM ungmenna
Aldrei hefur gengiđ betur á HM ungmenna en í dag. 12 vinningar komu í hús af 17 mögulegum! Dagur Ragnarsson (u18), Oliver Aron Jóhannesson (u18), Bárđur Örn Birkisson (u16), Björn Hólm Birkisson (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Heimir Páll Ragnarsson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson (u12), Óskar Víkingur Davíđsson (u10), Róbert Luu (u10) og Stefán Orri Davíđsson (u10) unnir allir í dag. Auk ţess gerđu fjórir krakkanna jafntefli.
Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)
Nánar á Chess-Results
Vignir Vatnar (u12) er efstur íslensku krakkana međ 6 vinninga. Símon (u16) og Óskar Víkingur (u10) hafa 5,5 vinning. Jón Kristinn (u16) og Hilmir Freyr (14) hafa 5 vinninga.
Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.
3.11.2015 | 14:09
HM ungmenna: 9. pistill
8. umferđ
Oliver hafđi hvítt á Leao (1994) frá Portúgal. Hann fékk yfirburđartafl eftir byrjunina en svartur varđist vel og á krítísku augnabliki missti Oliver af vćnlegu framhaldi og ţurfti ađ sćtta sig viđ jafnt endatafl. Hann var orđinn tímanaumur og tók jafntefli sem var sennilega skynsamleg ákvörđun á ţeim tímapunkti. Símon heldur áfram ađ eiga gott mót. Hann hafđi svart á Sousa (2251), sem einnig er frá Portúgal. Sousa lék 2. b3 gegn sikileyjarvörn Símons sem hann var ţó vel undirbúinn fyrir. Símon fékk trausta stöđu og beiđ átekta á međan Sousa ţandi sig á kóngsvćngnum. Um leiđ og hann fékk tćkifćri snéri Símon vörn í sókn og hvítur missti öll tök á stöđunni. Viđ Helgi vorum ánćgđir međ ţessa taktík og ef ég man rétt kallađi Helgi ţetta ,,ađ drepa andstćđinginn gjörsamlega úr leiđindum´´! Símon fórnađi skiptamun fyrir góđ fćri í framhaldinu og í erfiđri stöđu lék Sousa af sér drottningunni og gafst upp í kjölfariđ. Mjög góđur sigur.
Dawid Kolka og Bárđur Örn mćttust innbyrđis. Dawid tefldi uppskiptaafbrigđiđ í spćnskum leik og hafa ţeir félaga víst teflt nokkrar hrađskákir í gegnum tíđina í ţví afbrigđi. Dawid hafđi kynnt sér vel sigur Fischers gegn Spassky, í 9. einvígisskák endurkomueinvígisins frá árinu 1992. Hann nýtti sér vel hugmyndir Fischers úr skákinni og vann góđan sigur. Ţađ eina sem skyggđi á ţennan góđa sigur Dawids var ađ ţetta skyldi vera gegn öđrum Íslendingi.
Björn Hólm hafđi svart gegn Szustakowski (2057) frá Póllandi. Björn tefldi traust og uppskar ţćgilega stöđu. Hvítur reyndi ađ pressa en Björn varđist vel og hélt jafntefli í langri skák. Björn er í góđum stigagróđa eins og stađan er núna. Hilmir Freyr átti mjög góđan dag. Hann hafđi hvítt gegn Liang (1808) frá Kanada. Hilmir tefldi trausta leiđ í byrjuninni og fékk mun ţćgilegra tafl. Svartur gerđi strategísk mistök og veikti sig illa á hvítu reitunum sem Hilmir nýtti sér vel. Hann skipti svo upp í endatafl ţar sem svartur var međ vonlausa peđastöđu. Úrvinnslan var sannfćrandi og góđur sigur í höfn. Vignir Vatnar hafđi svart á Pislaru (1809) frá Ţýskalandi. Vignir jafnađi tafliđ snemma og nýtti sér mistök andstćđingsins í miđtaflinu. Hann fékk í framhaldinu mun betra tafl, vann skiptamun, og í framhaldinu skákina af öryggi. Lok skákarinnar birtust í Fréttablađinu í dag. Óskar Víkingur hafđi hvítt gegn Ratnesan (1613) frá Englandi. Óskar fékk betra tafl eftir byrjunina og hefđi á einum tímapunkti getađ komist út í endatafl peđi yfir. Hann fékk engu ađ síđur vćnlegt endatafl en sćtti sig heldur snemma viđ jafntefli, í stöđu sem hann hefđi getađ teflt ađeins lengur án ţess ađ vera í taphćttu. Ţetta fer í reynslubankann.
Róbert Luu hafđi hvítt gegn heimamanninum Dimitros Nikolakopoulos (1143). Róbert fékk ţćgilega sóknarstöđu eftir byrjunina og ţrátt fyrir ađ svartur ynni peđ réđ hann ekkert viđ sóknartilburđi Róberts á kóngsvćngnum. Róbert innsiglađi sigurinn svo međ skemmtilegri mátfléttu. Öruggur sigur. Adam hafđi hvítt gegn Thoreux-Josso, frá Monaco. Adam tefldi nokkuđ trausta byrjun og fékk heldur ţćgilegra tafl. Eftir töluverđ uppskipti á mönnum sömdu keppendur um jafntefli. Adam hefđi kannski, eins og Óskar, getađ teflt ađeins lengur án ţess ađ vera í taphćttu. Ţetta fer líka í reynslubankann!
Veronika hafđi hvítt á Mendez (1589) frá Mexíkó. Veronika vann mann í miđtaflinu og hafđi yfirburđarstöđu ţegar henni yfirsást leikur sem snéri dćminu algjörlega viđ og Veronika sat uppi međ tapađ tafl. Henni tókst ţó af mikilli útsjónarsemi ađ plata andstćđinginn í endatafl ţar sem Veronika hafđi kóng gegn svartreita biskup og h-peđi. Veronika kom kóngnum á h1 og flestir sćmilega ţenkjandi skákmenn ţekkja ađ sú stađa er rakiđ jafntefli. Mendez ákvađ ţó ađ reyna ađ vinna stöđuna í meira en 30 leiki áđur en hún sćttist á jafntefli!
Freyja hafđi svart gegn Viktoria Russeva frá Úkraínu. Freyja tefldi byrjunina vel, vann peđ, og hafđi sómastöđu. Ţegar Russeva fór skyndilega í kóngssókn missti Freyja af bestu varnarleiđinni og tapađi í framhaldinu 2 peđum. Hún fór út í erfitt hróksendatafl en varđist vel (eins og áđur!) og hélt jafntefli međ góđri baráttu.
Dagur, Jón Trausti og Jón Kristinn töpuđu allir gegn sterkum andstćđingum. Einnig töpuđu Heimir Páll og Stefán Orri í erfiđum skákum.
Hópurinn fór aftur í góđan göngutúr í gćrkvöldi. Viđ röltum međfram sjónum og rćddum skákir dagsins, stjörnurnar á himninum, óendanleikann og hiđ stóra samhengi lífsins. Ég get sagt ykkur ađ íslensku keppendurnir á HM ráđast ekki á garđinn ţar sem hann er lćgstur! Ţađ var nokkuđ skemmtilegt ađ mćta Arthur Jussupow á göngu, í myrkrinu, en Helgi hafđi ţćr skýringar á reiđum höndum ađ Jussupow ţekkti ađ sjálfsögđu prinsipp Botvinniks!
Ţegar ţessi orđ eru rituđ er 9. umferđin nýhafin. Símon, sem hefur 5 vinninga, hefur hvítt á FM Livaic (2372) á einum af toppborđunum. Vignir, sem einnig hefur 5 vinninga, hefur einnig hvítt á Nakada (1831) á efstu borđunum.
Viđ vonum ţađ besta fyrir alla okkar keppendur í dag, eins og alltaf!
Bestu kveđjur heim,
Björn Ívar
3.11.2015 | 08:37
Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ haldiđ á föstudaginn
Íslandsmót eldri skákmanna 65+ (fćdda 1950 eđa fyrr) verđur haldiđ laugardaginn 7. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju í umsjá RIDDARANS - skákklúbbs öldunga, sem ţar hefur ađsetur sitt.
Ţetta er í annađ sinn sem slíkt mót međ atskákarsniđi fer fram í ţessum aldursflokki. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma plús 3 sekúndur á leik. Fjórar umferđir fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm eftir hádegisverđarhlé.
Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16 međ verđlaunaafhendingu og kaffisamsćti. Teflt verđur í hátíđarsalnum viđ kjörađstćđur. Bođiđ verđur upp á kaffi, svaladrykki og snarl međan á móti stendur. Góđ verđlaun og aldursflokkaviđurkenningar.
Verđlaun
- 1. 10.000 kr.
- 2. 6.000 kr.
- 3. 4.000 kr.
Aldurflokkaverđlaun.
- 65-70
- 71-75
- 76 -80
- 81 og eldri
Jói Útherji gefur alla verđlaunagripi.
Sértök verđlaun fyrir 70+, 75+ og 80+. Jói Útherji gefur aukaverđlaunin.
Ţátttökugjald er kr. 2.500.
Skráing fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
2.11.2015 | 19:55
HM ungmenna: Átta vinningar í hús í dag
Átta vinningar duttu í hús í dag í áttundu umferđ HM ungmenna. Símon Ţórhallsson (u16), Dawid Kolka (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson U12), Róbert Luu (u10) unnu allir í dag. Sex krakkanna gerđu jafntefli.
Međal úrslita dagsins má nefna ađ Símon vann andstćđing sem eru um 200 skákstigum hćrri en hann sjálfur.
Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)
Nánar á Chess-Results
Símon og Vignir eru efstir íslensku krakkanna en ţeir hafa 5 vinninga. Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16) og Óskar Víkingur Davíđsson (u10) hafa 4˝ vinning. Hilmir Freyr Heimisson og Freyja Birkisdóttir (u10) hafa 4 vinninga.
Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.
2.11.2015 | 14:45
HM ungmenna: 8. pistill
7. umferđ
Dagur hafđi hvítt á Norđmanninn Lobersli (2101). Viđ höfđum undirbúiđ óvćnta leiđ gegn Norđmanninum en hann virđist hafa grunađ eitthvađ og kom Degi á óvart á móti. Dagur fékk íviđ verri stöđu eftir byrjunina en tókst međ útsjónarsemi ađ ţvinga fram jafntefli međ ţráleik. Jón Trausti mćtti Weerashinge (1692) frá Sri Lanka, međ hvítu mönnunum. Viđ höfđum litlar upplýsingar um andstćđinginn fyrir skákina en Jóni tókst ađ fá vel teflanlega stöđu eftir byrjunina. Á krítísku augnabliki tók Weerashinge ţá undarlegu ákvörđun ađ skipta upp í endatafl ţar sem Jón Trausti hafđi tvo biskupa gegn hrók svarts. Svartur réđ lítiđ viđ sterkt biskupapar Jóns og hann vann endatafliđ sannfćrandi.
Jón Kristinn var í beinni útsendingu, međ hvítt, gegn FM Makhynov (2399) frá Kasakstan. Jokkó fékk ágćta stöđu út úr byrjuninni og tókst ađ veikja kóngsstöđu svarts í miđtaflinu. Tölvurnar mátu stöđuna engu ađ síđur betri fyrir svartan en međ taktískri kćnsku sinni tóks Jokkó ađ töfra fram fćri gegn svarta kóngnum sem endađi međ ţráskák. Fín úrslit og Jón Kristinn er aftur í beinni útsendingu í dag á einum af toppborđunum. Símon hafđi líka hvítt gegn FM Philippe (2260) frá Frakklandi. Símon hafđi undirbúiđ sig vel fyrir skákina og tefldi byrjunina hratt og sannfćrandi. Hann uppskar mun betra tafl en Frakkinn varđist vel. Eftir uppskipti á mönnum í tímahraki ákvađ Símon ađ taka jafntefli í stöđu sem var ţá orđin jöfn. Skynsöm ákvörđun og Símon stendur vel ađ vígi fyrir framhaldiđ. Dawid Kolka hafđi svart gegn Marais (1674) frá Suđur-Afríku. Hann tefldi afbrigđi sem hann ţekkir vel og uppskar góđa stöđu og vann af öryggi. Mjög mikilvćgur sigur fyrir Dawid. Björn Hólm gerđi jafntefli, međ hvítu, gegn Tifferet (2028) frá Ísrael. Björn hefur veriđ ađ tefla vel í mótinu og er greinilega ađ bćta
sig mikiđ.
Stefán Orri hafđi hvítt gegn Osmonaliev (1383) frá Kirgistan. Stefán tefldi byrjunina af krafti og fékk mun betri stöđu. Osmonaliev vann peđ í miđtaflinu en Stefán fékk fyrir ţađ góđ fćri. Hann fór beint í mátsókn og svartur fann ekki bestu vörnina. Stefán töfrađi ţá fram úr erminni glćsilega mátfléttu. Lok skákarinnar birtast í DV á morgun!
Róbert Luu hafđi svart gegn hinum rússneska Velikovich (1232). Róbert tefldi traust í byrjuninni og skipti á hárréttu augnabliki upp í hagstćtt hróksendatafl. Róbert hefur rólegan og traustan stíl og svona stöđur virđast henta honum vel. Hann yfirspilađi andstćđinginn í endataflinu og vann af öryggi.
Freyja hafđi hvítt gegn Kalavala frá Wales. Freyja fékk prýđilega stöđu eftir byrjunina. Hún vann mann en tapađi honum aftur ásamt tveimur peđum í miklum flćkjum í miđtaflinu. Ţá kom fram helsti styrkleiki Freyju. Hún berst alltaf eins og ljón, alveg sama hvernig stađan er! Henni tókst ađ búa til hćttulegar hótanir í kringum kóngsstöđu andstćđingsins í framhaldinu og vinna af henni hrók. Úrvinnslan var svo upp á 10 og góđur sigur í höfn. Oliver, Bárđur Örn, Hilmir Freyr, Heimir Páll, Vignir Vatnar, Óskar Víkingur, Adam og Veronika töpuđu öll.
Veđriđ hefur veriđ gott í dag, heiđskýrt og hćgur vindur. Viđ fórum nokkur í góđan göngutúr í morgun međ Helga. Daglegir göngutúrar eru góđir ţegar krakkarnir sitja viđ taflborđiđ allan liđlangan daginn. Helgi sagđi okkur frá ţví ađ Botvinnik hefđi alltaf fariđ í göngutúr ađ kvöldi dags og tekiđ hann svo alvarlega ađ ţegar gesti bar ađ garđi hefđi hann undantekningalaust tekiđ göngutúrin framyfir gestina, til ađ raska ekki rútínunni!
Viđ nýttum sólina vel eftir hádegiđ og fórum nokkur niđur ađ strönd. Ţađ er magnađ dýralíf hér á svćđinu. Sjórinn morandi í fiskum og smásílum og falleg fiđrildi flögrandi um í gróđrinum. Sjórinn er orđinn frekar kaldur en viđ, Adam, Freyja og Símon, skelltum okkur í hressandi sjóbađ međ Birki, pabba Freyju og tvíburanna Bárđar og Björns. Freyja skorađi ítrekađ á okkur í kappsund en viđ strákarnir áttum ekkert í hana í sjósundinu enda er stelpan ţaulćfđ sundkona!
Í 8. umferđinni, sem er nýhafin, mćtast međal annars Dawid Kolka og Bárđur Örn. Ţetta er í ţriđja skiptiđ sem Íslendingar mćtast í ferđinni! Jón Kristinn er í beinni útsendingu gegn FM Valentin Dragnev (2380) sem sjá má hér:
FM Dragnev - Jón Kristinn
Bestu kveđjur frá Porto Carras!
Björn Ívar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2015 | 11:29
Yfir farinn veg međ Bobby Fischer - eftir Garđar Sverrisson
Út er komin bókin Yfir farinn veg međ Bobby Fischer eftir Garđar Sverrison. Í bókinni birtist lifandi og áhrifamikil frásögn af hinum umdeilda Bobby Fischer, allt frá barnćskunni í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Í bókinni kynnumst viđ loks manninum á bak viđ ţann Bobby sem hingađ til hefur veriđ heiminum ráđgáta. Hér fáum viđ í fyrsta sinn heilsteypta mynd af tilfinningum hans og nánu sambandi viđ móđur sína ţar sem arfur gyđinga birtist í óvćntu ljósi. Viđ verđum vitni ađ ţví hvernig Balkanstríđiđ leikur Bobby og umbreytir viđhorfum hans til Bandaríkjanna. Einnig kynnumst viđ ţví hvernig kaţólsk viđhorf efla međ honum fágćta afstöđu sem enginn mannlegur máttur fćr haggađ afstöđu sem á ríkan ţátt í ţví hvernig hann mćtir örlögum sínum.
Höfundur bókarinnar, Garđar Sverrisson, var nánasti vinur Bobby Fischers síđustu ćviár hans.
Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn efst). Verđ ađeins kr. 4.199 sé pantađ í í gegnum Skák.is sem er 30% afsláttur frá almennu verđi (kr. 5.999).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2015 | 07:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 2. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 1.11.2015 kl. 21:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2015 | 20:23
HM ungmenna: Sjö vinningar í dag
Sjö vinningar duttu í hús Íslendinga í dag í sjöundu umferđ HM ungmenna. Jón Trausti Harđarson (u18), Dawid Kolka (u16), Róbert Luu (u10), Stefán Orri Davíđsson (u10) og Freyja Birkisdóttir (u10) unnu. Dagur Ragnarsson (u18), Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16) og Símon Ţórhallsson (u16) gerđu jafntefli.
Úrslit krakkanna má finna hér (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)
Nánar á Chess-Results
Jón Kristinn (u16) er efstur íslensku krakkanna međ 4˝ vinning. Símon (u16), Vignir Vatnar (u12) og Óskar Víkingur hafa 4 vinninga. Dagur (u18) og Freyja (u10) hafa 3˝ vinning.
Jón Kristinn verđur í beinni útsendingu á morgun en ţá teflir hann viđ austurríska FIDE-meistarann Valentin Dragnev (2380).
Sautján fulltrúar taka ţátt fyrir hönd Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.
1.11.2015 | 15:55
HM ungmenna: 7. pistill
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 7
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 8779381
Annađ
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar