Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jón Trausti vann í fyrstu umferđ

Jón Trausti í lok skákar

Opna tékkneska skákmótiđ (Czech Open) hófst í gćr í Pardubice. Sjö íslenskir skákmenn taka ţátt í mótinu. Tveir tefla í a-flokki mótsins en fimm tefla í b-flokki. Dagur Ragnarsson (2274) og Oliver Aron Jóhannesson (2232), fulltrúarnir í a-flokki töpuđu báđir fyrir sterkum stórmeisturum. Hetja gćrdagsins var Jón Trausti Harđarson (2078) sem vann Tékkann Vojech Riha (1872).

Úrslit 1. umferđar

Czech1

 

 

 

 

 

 

 


Loks vann Carlsen Giri - búinn ađ tryggja sér sigur á mótinu

Níunda og nćstsíđasta umferđ Bilbaó-mótsins fór fram fór í gćr. Loks tókst heimsmeistaranum Magnus Carlsen (2855) ađ vinna Anish Giri (2785). Hollendingurinn vann ţeirra fyrstu kappskák áriđ 2011 í Wijk aan Zee en síđan gerđu ţeir 14 jafntefli í röđ. Öđrum skákum í gćr lauk međ jafntefli. Carlsen hefur tryggt sér sigur á mótinu en hann hefur 5 stiga forskot á Nakamura en lokaumferđin fer fram í dag og hefst kl. 13.

Nánar má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.


Tap gegn ţýskri sveit í fyrstu umferđ

Ól undir 16

Íslenska sveitin á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri tapađi í fyrstu umferđ fyrir Ţýskalandi 1-3. Ţýska sveitin er ein sú allra sterkasta á mótinu. Sá sem teflir á fyrsta borđi er heimsmeistari 16 ára og yngri. Bárđur Örn Birkisson og Hilmir Freyr Heimisson gerđu góđ jafntefli á 2. og 4. borđi en Vignir Vatnar Stefánsson og Björn Hólm Birkisson töpuđu.

Úrslit 1. umferđar:

Ól16-1

 

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir og hefjast ţćr kl. 8 og 14:30. Í fyrri umferđ dagsins teflir Ísland viđ eina af sveitum heimamönnum. Hilmir Freyr hvílir en Svava Ţorsteinsdóttir teflir.

Pörun 2. umferđar:

Ól16-2

 

Íslenska liđiđ er 32. í styrkleikaröđ 54 liđa.  Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 7 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins og mun skrifa reglulega pistla frá skákstađ.


Ólympíuskákmót 16 ára og yngri hafiđ í Slóvakíu - Íslendingarnar í beinni

Viđureign viđ útitafliđ

Ólympíuskákmót 16 ára og yngri hófst fyrr í dag í Poprad – Tatry í Slóvakíu. Nú stendur yfir viđureign viđ sterkt liđ Ţýskalands. Hćgt er ađ fylgjast međ krökkun beint á vefmótsins.

Bein útsending

Viđureign dagsins

Ól16-1

 

 

 

 

Íslenska liđiđ er 32. í styrkleikaröđ 54 liđa. Liđ skipa auk strákanna, sem tefla í dag, Svava Ţorsteinsdóttir. Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 7 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins og mun skrifa reglulega pistla frá skákstađ.


Íslandsmót kvenna hefst 3. ágúst

Íslandsmót kvenna hefst miđvikudaginn 3. ágúst í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum.

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki.

Dagskrá:         

  • 1. umferđ: Miđvikudagurinn, 3. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ: Föstudagurinn, 5. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ: Laugardagurinn, 6. ágúst kl. 14:00
  • 4. umferđ: Sunnudagurinn, 7. ágúst kl. 14:00
  • 5. umferđ: Ţriđjudagurinn, 9. ágúst kl. 19:30
  • 6. umferđ: Fimmtudagurinn, 11. ágúst, kl. 19:30
  • 7. umferđ: Laugardagurinn, 13. ágúst kl. 14:00

Leyfilegt er taka tvćr hálfvinnings yfirsetur (bye) í umferđum 1-4. 

Verđlaun:       

  • 1. 75.000-
  • 2. 45.000.-
  • 3. 30.000.-

Íslandsmeistari kvenna fór einnig bođ á Norđurlandamót kvenna sem fram fer í Sastamala Finnlandi 22.-30. október nk. 

Verđi tvćr eđa fleiri konur efstar verđur teflt til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma um Íslandsmeistaratitlinn.

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Öllum skákum sjöundu umferđar lauk međ jafntefli

Öllum skákum sjöundu umferđar Bilbaó-mótsins lauk međ jafntefli. Carlsen gerđi jafntefli viđ Wei Yi (2696). Heimsmeistarinn hefur ţví sem fyrr 3 stiga forystu á Nakamura. Áttunda umferđ hefst kl. 14 og ţá fćr áskorandinn Karjakin (2773), sem enn hefur ekki unniđ skák á mótinu, annan séns á móti heimsmeistaranum. 

Stađan

Clipboard01

 

Nánar má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.


Hrađskákkeppni taflfélaga hefst í ágúst

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í 22. skipti sem keppnin fer fram en Skákfélagiđ Huginn er núverandi meistari. Í fyrra tóku 18 liđ ţátt keppninni.

Ţátttökugjöld eru kr. 6.000 kr. á hverja sveit, en sendi sama félag tvćr sveitir í keppnina er gjaldiđ fyrir b-sveitina 4.000 kr. Greiđa skal inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640 og senda greiđslukvittun á netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is fyrir 31. júlí.

Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.

Skráningarfrestur rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn efst). Hćgt er ađ skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varđandi ţátttöku komi til ţess ađ fleiri en 16 liđ skrái sig til leiks.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.

 

Dagskrá mótsins er sem hér segir:

  1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 15. ágúst
  2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst
  3. umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram sunnudaginn, 18. september
  4. umferđ (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 24. september

Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eđa undanúrslitum međ samţykki allra viđkomandi taflfélaga.

 

Reglur keppninnar

  1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
  2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
  3. Undanúrslit og úrslit keppninnar verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
  4. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
  5. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
  6. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
  7. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
  8. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
  9. Međlimir b-sveita skula ávallt vera stigalćgri en međlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferđar. Skákmađur sem hefur teflt međ a-sveit getur ekki teflt međ b-sveit síđar í keppninni.
  10. Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
  11. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
  12. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hugins, skakhuginn.is sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
  13. Mótshaldiđ er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvćmd mótsins og mun útvega verđlaunagripi.

Wei Yi vann Giri í Bilbaó - góđ forysta Carlsen

Kínverski undradrengurinn Wei Yi (2696) vann hinn ofurörugga Anish Giri (2785) í sjöttu umferđ Bilbaó-mótsins í gćr. Ţetta er fyrsta viđureignin sem ekki fer jafntefli ađ skákum Carlsens undanskyldum. Carlsen (2855) gerđi jafntefli viđ Nakamura (2787) í gćr. Carlsen er efstur međ 11 stig, Nakamura annar međ 8 stig og Wei Yi ţriđji međ 7 stig. 

Sjöunda umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Carlsen viđ Wei Yi, Nakmaura viđ landa sinn Wesley So (2770) og Giri viđ Karjakin (2773).

Nánar má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.


Kempurnar grimmar

Viđureign viđ útitafliđ

Ólympíuliđ Íslands í skák 16 ára og yngri heldur á morgun til Slóvakíu ţar sem liđiđ mun tefla á Ólympíumótinu í sínum aldursflokki. Vignir Vatnar Stefánsson ţrettán ára er yngstur liđsmanna en leiđir ţó sveitina á fyrsta borđi. Á nćstu tveimur borđum tefla tvíburabrćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir. Hilmir Freyr Heimisson sem býr nú í Danmörku teflir á fjórđa borđi og Svava Ţorsteinsdóttir sem er 14 ára stúlka úr Hagaskóla er varamađur. Liđsstjóri er Kjartan Maack varaforseti Skáksambands Íslands.

Áriđ 1995 vann íslensk sveit frćkinn sigur á ţessu móti. Liđsmenn ţeirrar sveitar áttu allir eftir ađ láta ađ sér kveđa í íslensku skáklífi og mun Bragi Ţorfinnsson sem ţá tefldi á öđru borđi tefla fyrir a-landsliđ Íslands á Ólympíumótinu í Bakú sem fer fram í september.

Ólympíumeistararnir frá 1995 mćttu Slóvakíuförunum í vináttuviđureign viđ útitafliđ. Eldri mennirnir létu eilitla rigningu ţetta ţriđjudagshádegiđ lítiđ á sig fá og lönduđu öruggum sigri. 


Ólympíufarar gegn Ólympíumeisturum í dag kl. 12 viđ útitafliđ

Ólympíumót 16ára og yngri fer fram síđar í mánuđinum í Slóvakíu. Skáksamband Íslands sendir liđ til keppni. Liđiđ skipa Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Bárđur Örn Birkisson og Svava Ţorsteinsdóttir en eitt stúlknasćti er í hverri sveit. Krakkarnir hafa veriđ dugleg viđ ćfingar undanfariđ sem hafa veriđ í umsjón og skipulagningu Skákskóla Íslands. Liđsstjóri sveitarinnar verđur Kjartan Maack varaforseti Skáksambandsins.

Á ţriđjudaginn kemur mun sveitin fá góđa upphitun. Ţá munu sjálfir Ólympíumeistararnir 16ára og yngri frá árinu 1995 etja kappi viđ sveitina. Sú sveit eins og flestir muna vann afar merkilegan sigur á ţessu móti fyrir röskum tuttugu árum og lifir setning liđsstjórans Haralds Baldurssonar góđu lífi ţegar hann sagđi; "ekki má vanmeta Rússana".

Viđureignin fer fram á ţriđjudaginn klukkan 12:00. Tefldar verđa fjórar hrađskákir allir viđ alla og fer viđureignin fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu. Áhorfendur hvattir til ađ mćta!

Hér má lesa gamalt viđtal viđ Braga og Björn Ţorfinnssyni sem voru međal liđsmanna 1995; http://www.mbl.is/greinasafn/grein/203459/

Sveitirnar á Ól má sjá hér; http://www.chess-results.com/tnr229224.aspx?lan=1&art=32&turdet=YES&flag=30&wi=984


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779233

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband