Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hjörvar Steinn međ fullt hús eftir fjórar umferđir

Hjörvar Steinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) hefur fullt hús ađ loknum fjórum umferđum á Xtracon-mótinu (Politiken Cup). Í gćr vann hann Ţjóđverjann Malte Colpe (2385). Einar Hjalti Jensson (2371) hefur 3˝ vinning en hann gerđi jafntefli viđ ţýska stórmeistarann Rasmus Svane (2549) í gćr.  

Fimmta umferđ fer fram í dag. Hjörvar teflir ţá viđ viđ ţýska alţjóđlega meistarann Dr. Erik Zude (2403) en Einar Hjalti teflir viđ ítalska stórmeistarann og Íslandsvininn Sabino Brunello (2567). 

Umferđ dagsins hefst kl. 11:15. 

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1815) hefur 2 vinninga og Lárus H. Bjarnason (1516) hefur 1˝ vinning. 

398 skákmenn frá 26 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 27 stórmeistarar. 


Hjörvar Steinn sigrađi á Minningarmóti Jorge Fonseca

13

Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigrađi á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016, hlaut 7,5 vinning af 8 mögulegum. Í öđru sćti varđ alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson međ 7 vinninga og bronsiđ hreppti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. Skákfélagiđ Hrókurinn stóđ fyrir mótinu og voru keppendur alls 27. 

2

Jorge Fonseca fćddist 1976 og lést á síđasta ári, ađeins 39 ára gamall. Hann ólst upp í Salamanca á Spáni og flutti á unglingsaldri til Madrid. Jorge menntađi sig á Spáni og Belgíu og var stćrđfrćđingur ađ mennt. Hann bjó um árabil á Íslandi og var virkur í skáklífinu hér og međal helstu meistara í kotru. 

5

Minningarmótiđ fór fram viđ afar góđar ađstćđur í Pakkhúsi Hróksins viđ Reykjavíkurhöfn. Ţar er miđstöđ fatasöfnunar Hróksins í ţágu barna, ungmenna og heimilislausra á Grćnlandi, og hefur mikiđ magn af vönduđum og góđum fatnađi veriđ sent ţangađ á sl. 2 árum. 

25

Hjörvar Steinn fékk í sigurlaun málverk eftir hinn fjölhćfa listamann Guđjón Kristinsson frá Dröngum, Jón Viktor fékk inneignarbréf hjá Flugfélagi Íslands og Helgi Grétarsson kassa af Gulli. Helstu bakhjarlar Minningarmóts Jorge Fonseca voru Ölgerđin, Flugfélag Íslands og Ísspor.


Erik Blomqvist skákmeistari Svíţjóđar

Erik

Skákţing Svíţjóđar fór fram í Uppsölum nú í júlí. Erik Blomqvist (2531) varđ skákmeistari Svíţjóđar en hann hafđi mikla yfirburđi á mótinu. Erik hlaut 7˝ vinning og varđ tveimur vinnum fyrir ofan nćsta mann. Fyrirfram ţótt Nils Grandelius (2643) langsigurstranglegastur en hann varđ ađ gera sér góđa sćtiđ ađ góđu. Alţjóđlegi meistarinn Jonathan Westerberg (2489) varđ svo ţriđji. 

Ţessir ţrír skipa sćnska landsliđiđ á ólympíuskákmótinu í Bakú ásamt Tiger Hillarp og Axel Smith.

 

Lokastađan

Skákţing Svíţjóđs


Nánari umfjöllun um mótiđ og međal annars viđtal viđ Erik tekiđ af G. Sverri Ţór má finna á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Tap gegn Suđur-Afríku - tćkifćri til hefndar í dag!

Ól-hópurinn

Ísland tapađi 1˝-2˝ fyrir suđur-afríski sveit á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í gćr. Hilmir Freyr Heimsson vann sína skák á ţriđja borđi, Vignir Vatnar Stefánsson gerđi jafntefli á efsta borđi, en Björn Hólm Birkisson og Svava Ţorsteinsdóttir töpuđu.

Íslenska sveitin mćtir hins vegar annarri suđur-afrískri sveit í fimmtu umferđ í dag og ţví gćti tćkifćri til hefndar!

Úrslit 4. umferđar

Ól16-4

 

Umferđin dagsins hefst kl. 12. Bárđur Örn kemur aftur inn í liđiđ en Svava hvílir í dag. 

Pörun 5. umferđar

Ól16-5

Hćgt er ađ fylgjast međ krökkun beint hér

Íslenska liđiđ er 32. í styrkleikaröđ 54 liđa. Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 9 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins.


Hjörvar Steinn og Einar Hjalti međ fullt hús á Xtracon-mótinu

Einar Hjalti

Xtracon-mótiđ (ţekkt sem Politiken Cup) hófst fyrir skemmstu í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn. Fjórir íslenskir skákmenn taka ţátt. Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) og Einar Jensson (2371) eru báđir međ fullt hús eftir ţrjár umferđir.

Andstćđingarnir fara nú ađ ţyngjast eftir fremur rólegar upphafs umferđir. Í 4. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Hjörvar viđ Ţjóđverjann Malte Colpe (2385) en Einar viđ ţýska stórmeistarann Rasmus Svane (2549).

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákum Hjörvars og Einars beint á netinu. Umferđin hefst kl. 11:15.

Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1815) og Lárus H. Bjarnason (1516) taka einnig ţátt og hafa 1 vinning eftir ţrjár umferđir.

398 skákmenn frá 26 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 27 stórmeistarar. 


Jón Trausti međ fullt hús - Oliver međ jafntefli viđ stórmeistara

Jón Trausti og Oliver

 

Ţremur umferđum er lokiđ á Opna tékkneska mótinu(Czech Open)  í Pardubice í Tékklandi. Sjö íslenskir taka ţátt. Tveir keppendur, Dagur Ragnarsson (2274) og Oliver Aron Jóhannesson (2232) tefla í a-flokki en 5 íslenskir skákmenn tefla í b-flokki. 

Dagur hefur 2 vinninga en Oliver hefur 1˝ vinning en hefur fengiđ sterkari andstćđinga en Dagur. Í gćr gerđi hann jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Kirill Bryzgalin (2411) og í dag teflir Oliver viđ gođsögnina Vlstimil Jansa (2411)

Jón Trausti Harđarson (2078) hefur byrjađ mjög vel í b-flokki og unniđ alllar sínar skákir. Hinir íslensku skákmennirnir hafa ˝-1˝ vinning. 

Fjórđa umferđ fer fram í dag. 

Czech1


Tap gegn Kínverjum - Suđur Afríka andstćđingur dagsins

Ísland - Suđur-Afríka

Ísland tapađi ˝-3˝ fyri Kína í 3. umferđ Ólympíuskákmóts 16 ára og yngri í Slóvakíu í gćr. Hilmir Freyr Heimisson gerđi jafntefli viđ 11 ára stúlku á fjórđa borđi, sem á örugglega eftir ađ komast langt, en ađrar skákir töpuđust. Slćm úrslit en gegn afar sterkri sveit. Andstćđingirnir í dag er sveit Suđur-Afríku. 

Úrslit 3. umferđar

Ól16-3

Fjórđa umfeđr hófst nú kl. 12:00. Svava Ţorsteinsdóttir kemur aftur inn en en Bárđur Örn hvílir í dag. 

Pörun 4. umferđar

Ól16-4

Hćgt er ađ fylgjast međ krökkun beint hér

Íslenska liđiđ er 32. í styrkleikaröđ 54 liđa. Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 9 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins.


Carlsen öruggur sigurvegari Bilbaó-mótsins

Carlsen Bilbaó

Lokaumferđ Bilbaó-mótsins fór fram í gćr. Öllum skákum umferđinnar lauk međ jafntefli. Carlsen (2855) gerđi jafntefli viđ Wesley So (2770). Heimsmeistarinn vann öruggan sigur á mótinu en hann hlaut 17 stig. Nakamura varđ annar međ 12 stig og Wei Yi ţriđji međ 11 stig. 

Lokastađan

Bilbaó-lokastađa

 

Nánar má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.


Skákţáttur Morgunblađsins: Í mestri taphćttu í fyrstu umferđ

Carlsen-Nakamura

Skákunnendur sem bíđa í ofvćni eftir ţví ađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin hefjist áttu ekki von á ţví ađ sjá ţá ađ tafli fyrir uppgjöriđ mikla í nóvember. Ţeir voru báđir skráđir til leiks á „norska mótinu“ í vor en Karjakin sá sér ekki fćrt ađ vera međ og bar viđ ţreytu en ţá blésu Baskar til ofurmóts í Bilbao ţar sem sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ – og ţeir eru báđir međ Carlsen og Karjakin! Ađrir ţátttakendur eru Nakamura, So, Hollendingurinn Giri og Kínverjinn Wei Yi.

Í Bilbao kemur aftur á daginn ađ norski heimsmeistarinn er aldrei í meiri taphćttu en í fyrstu umferđ hvers móts. Í ţetta sinn tapađi hann fyrir Bandaríkjamanninum Hikaru Nakamura og mun ţađ vera í fyrsta sinn sem Nakamura vinnur Magnús í kappskák; ţeir hafa teflt 30 slíkar og Magnús unniđ 12 sinnum međ 27 jafnteflum. Ţrátt fyrir ţetta óvćnta tap eiga flestir von á Magnúsi sterkum ţegar líđa tekur á keppnina.

Hvađ Bandaríkjamenn varđar liggur fyrir ađ ţeir stefna á ólympíugull. Liđiđ sem teflir í Baku er ekki árennilegt međ Nakamura, Caruana og Wesley So í broddi fylkingar. Nú eru 40 ár síđan Bandaríkin unnu Ólympíumót síđast en austurblokkin sat heima. Nakamura er á mikilli siglingu ţessa dagana og sýndi ţađ í eftirfarandi skák:

Magnús Carlsen – Hikaru Nakamura

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Re2

Keres átti ţađ til ađ leika riddaranum ţangađ. Fljótlega beinist tafliđ yfir í ţekkta stöđu.

2. ... d6 3. Rbc3 a6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. 0-0 0-0 9. b3 Rc6 10. Rxc6 bxc6 11. Bb2 Da5 12. Ra4 Bg4 13. De1 Dh5 14. f3 Bh3 15. g4 Dh6 16. Hd1

Hann gat teygt sig eftir peđi međ 16. Bc1 g5 en eftir 17. Bxg5 Dxg5 18. Bxh3 Rh5! og – Rf4 er svarta stađan betri og 17. Bxh3 Dxh3 18. Bxg5 er svarađ međ 18. ... Rxg4! o.s.frv.

16. ... g5 17. Bc1 Bxg2 18. Kxg2 Dg6 19. h4 gxh4 20. Dxh4 d5 

GVJVV9G9Eftir fremur óhefđbundna byrjun er einfaldast og best ađ leika 21. exd5 cxd5 (eđa 21. ... Rxd5 22. c4) 22. c3 og hvíta stađan er eilítiđ betri. En Magnús velur ađra leiđ og lakari.

21. g5? dxe4 22. f4 e6!

( Stöđvar f-peđiđ. )

23. c4 Hfd8 24. Hde1 Re8 25. Rc5 Rd6 26. Df2 f5!

Nakamura vill alls ekki láta peđiđ af hendi. Og brátt segir liđsmunurinn til sín.

27. Bb2 Rf7 28. Bxg7 Kxg7 29. Dg3 Hd6 30. Hd1 Had8 31. Hxd6 Hxd6 32. Dc3 Kg8 33. Hf2 Dh5!

Svartur stendur vel til varnar og sóknar. Ţađ er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ verja ţessa stöđu.

34. Dh3 Dd1 35. De3 e5! 36. Dg3 Hg6 37. Kh2 exf4 38. Dxf4 Dh5+ 39. Kg1 Dd1+ 40. Kh2 Dh5+ 41. Kg1 Rxg5 42. Db8+ Kg7 43. De5+ Kh6 44. Df4 Dd1 45. Kh2 Dd4 46. b4 Kg7 47. Dc7 Kh8 48. Dc8 Hg8 49. Dxf5 Rf3 50. Kh3 

GVJVV9GDEnn er smá von: 50. ... Dxf2 51. Df6+ Hg7 52. Df8+ og hvítur ţráskákar.

50. ... Dd6!

Hótar 51. .. Dg3 mát og 51. ... Dh6+. Ţađ er engin vörn. Magnús gafst upp. 

Hjörvar Steinn vann opna mótiđ í Suđur-Wales

Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur á opna skákmótinu sem lauk í Cardiff í Suđur-Wales sl. miđvikudag. Hjörvar hlaut 8 vinninga af tíu mögulegum og var ˝ vinningi fyrir búlgörsku stórmeistarana Boris Chatalbashev og Marian Petrov en Hjörvar vann ţá báđa í sjöundu og áttundu umferđ svo sigurinn var sanngjarn og jákvćtt skref fram á viđ eftir Skákţing Íslands á dögunum.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


4-0 stórsigur gegn sveit heimamanna

Svava og Björn Hólm

Ísland vann sveita heimamanna 4-0 í annarri umferđ Ólympíuskákmóts 16 ára og yngri sem fram fór nú í morgunsáriđ í Poprad Tatry í Slóvakíu. Vignir Vatnar Stefánsson, tvíburarnir, Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir, og Svava Ţorsteinsdóttir unnu öll sínar skákir. Svava međ svörtu gegn skákkonu sem var 200 skákstigum hćrri. Vel tefldar skákir og virkilega góđ úrslit. 

Ţriđja umferđ hefst kl. 14:30. Pörun liggur ekki fyrir.

Íslenska liđiđ er 32. í styrkleikaröđ 54 liđa. Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 7 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins og mun skrifa reglulega pistla frá skákstađ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8779233

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband