Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákţáttur Morgunblađsins: Hilmir Freyr vann fimm í röđ á ÓL 16 ára og yngri

Hilmir einbeittur
Íslenska sveitin sem teflir á Ólympíumóti ungmenna 16 ára og yngri í Poprad í Slóvakíu var í 18. sćti međ 9 stig og 19 ˝ vinning af 32 mögulegum fyrir lokaumferđ mótsins sem fram fór í gćr. Eftir erfiđa byrjun í fyrstu fjórum umferđum mótsins fóru hjólin ađ snúast og í sjöundu umferđ vann sveitin Hong Kong 3:1 og síđan Belga 3 ˝: ˝.


Alls eru tefldar níu umferđir og nýtt stórveldi skákarinnar virđist vera ađ koma fram: Íranir. Ţeir hafa ţegar tryggt sér ólympíugulliđ međ 15 stig, í 2. sćti koma Rússar og Armenar í 3. sćti. Í lokaumferđinni dróst Ísland á móti sterkri sveit Moldavíu.

Fyrirkomulag mótsins er nýtt; fimm í sveit ţar af ein stúlka en teflt er á fjórum borđum. Varamađur sveitarinnar, Svava Ţorsteinsdóttir, er ađ stíga sín fyrstu skref á ţessum vettvangi, hún vann sannfćrandi í fyrstu umferđ og byggđi upp góđar stöđur í nćstu tveim skákum en tapađi. Vignir Vatnar Stefánsson sem er 13 ára gamall hefur teflt vel og er međ 4 ˝ vinning af sjö mögulegum. Bárđur Örn Birkisson er einnig međ 4 ˝ vinning af sjö á 2. borđi. Björn Hólm hefur hlotiđ 3 ˝ vinning af átta og Hilmir Freyr Heimisson er í banastuđi; eftir jafntefli í tveim fyrstu umferđunum vann hann fimm skákir í röđ, 6 vinningar af sjö mögulegum á 4. borđi!

Ţátttökuţjóđirnar eru 54 talsins og Íslandi var fyrirfram rađađ í 32. sćti. Indland verđur vettvangur Ólympíumóts 16 ára og yngri áriđ 2017 samkvćmt mótaáćtlun FIDE.

Niđurstađa ţessa móts er í takt viđ stöđu Íslands á alţjóđavettvangi međal ungra skákmanna og talsvert betri ef eitthvađ er. 

Hjörvar viđ toppinn í Kaupmannahöfn

Íslenskir skákmenn sitja einnig ađ tafli í Kaupmannahöfn ţar sem fram fer hiđ svonefnda Xtracon-mót sem hét áđur Politiken cup. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli í sjöundu umferđ og var međ 5 ˝ vinning í toppbaráttunni en Egyptinn Amin Bassem er efstur međ 6 ˝ vinning. 


Á opna tékkneska meistaramótinu í Pardubice í Tékklandi bar helst til tíđinda ađ Oliver Aron Jóhannesson vann stórmeistarann Jansa í fjórđu umferđ. Oliver Aron og Dagur Ragnarsson eru báđir međ 3 ˝ v. af sjö mögulegum og voru ađ ná árangri umfram vćntingar í A-flokknum ţar sem Armeninn Movsesian og Indverjinn Ganguly voru efstir. 

Magnús Carlsen sigrađi međ yfirburđum

Magnús Carlsen vann hiđ sterka mót í Bilbao á Spáni sem lauk um síđustu helgi. Gefin voru ţrjú stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli og lokaniđurstđan var ţessi: 


Carlsen 17 stig
, 2. Nakamura 12 stig, 3. – 4. So og Wei Yi 11 stig, 5. Karjakin 9 stig, 6. Giri 7 stig.

Heimsmeistarinn á síđasta orđiđ. Andstćđingi hans virđist standa stuggur af nálega öllum leikjum Magnúsar, saklausum peđsleikjum eins 9. a3 og 10. b4. Og svo kemur hrina snilldarleikja, 17. De1, 18. Rd2, 19. Rc4. So leggur niđur vopnin ţegar hann stendur frammi fyrir mátsókn:

Bilbao 2016; umferđ:

Magnús Carslen – Wesley So

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. De2 De7 7. Rbd2 Bg4 8. h3 Bh5 9. a3 Rd7 10. b4 Bd6 11. Rc4 f6 12. Re3 a5 13. Rf5 Df8 14. bxa5 Hxa5 15. O-O Df7 16. a4 Rc5 17. De1 b6 18. Rd2 Hxa4 19. Rc4 Bf8 20. Be3 Kd7 21. Dc3 Rxe4 

GNM10115622. Rxb6+ cxb6 23. dxe4 Dc4 24. Dd2+ Kc7 25. g4 Bg6 26. Hfd1

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Lenka efst eftir tvćr umferđir á Íslandsmóti kvenna

Íslandsmót kvenna

Önnur umferđ Íslandsmóts kvenna fór fram í gćrkveldi. Teflt var fjörlega og allar skákir tefldar í botn. Lenka Ptácníková (2136) er efst međ fullt hús en Hrund, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2014) og Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2051) hafa 1 vinning. Sú síđastnefnda á frestađa skák gegn Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1786) til góđa.

Hallgerđur Helga átti leik gegn Veroniku Steinunni í gćr sem lék síđast 24...De8xe5?

Halla-Veronika

26. Rf6+! Liđstap er óumflýjanlegt. Veró reyndi 26...Dxf6 en eftir 27. Hxf6 Dxf6 28. De5 hafđi Halla stöđuyfirburđi sem dugđu henni til sigurs 12 leikjum síđar.

Hrund átti leik gegn Lenku sem lék síđast 38...Da3-e7!

Lenka-Hrund

Hrund  hélt um örskotsstund ađ hún hafđi blekkt Íslandsmeistarann ţegar hún lék 39. Hxf6. Lenka hafđi hins séđ lengra og svarađi um hćl međ 39...Dxf6! Hrund gafst upp ţremur leikjum síđar.

Mest gekk á skák Tinnu og Guđlaugu og um tíma hafđi Tinna unniđ endatafl. Hún tefldi hins vegar ónákvćmt og tókst Guđlaugu sem stýrđi svörtu mönnunum ađ tryggja sér sigur.

Tinna-Gulla

58...h4! Svörtu peđin komast á undan upp í borđ. Tinna gafst upp skömmu síđar.

Ţriđja umferđ fer fram á mánudaginn. Ţá mćtast:

Lenka-Hallgerđur

Guđlaug-Hrund

Veronika - Tinna

 


Sumarsyrpa Breiđabliks hófst í dag - Batel stal senunni

Sumarsyrpa Skákdeildar Breiđabliks hófst í dag. 16 krakkar taka ţátt. Almennt sigruđu hinir stigahćrri ţá stigalćgri en ţó var ein undantekning ţar á ţar sem á 6.borđi sigrađi Batel Örn Alexandersson sannfćrandi ţrátt fyrir ađ vera mun yngri og óreyndari. Undirritađur var gáttađur á taflmennsku Batelar en ţar er greinilega framtíđar landsliđskona. Önnur umferđ hefst í fyrramáliđ klukkan 10.30

Birkir Karl Sigurđsson.

Úrslit á Chess-Results.


Meistaramót Hugins (suđursvćđi) hefst mánudaginn 31. ágúst

meistaramot_sudur_logo_stort

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2016 hefst miđvikudaginn 31. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 19. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-5. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótiđ fer fljótlega af stađ á skák.is en einnig er hćgt ađ skrá sig međ ţví ađ hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús).

Skákdagar eru mánudagar, miđvikudagar og fimmtudagar en aldrei eru meira en tvćr umferđir í viku.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Aukaverđlaun (miđađ er viđ alţjóđleg skákstig)

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá skákbóksölunni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, miđvikudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, fimmtudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 3. umferđ, mánudaginn, 5. september, kl. 19:30
  • 4. umferđ, miđvikudaginn, 7. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, mánudaginn, 12. september, kl. 19:30
  • 6. umferđ, fimmtudaginn, 15. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudaginn, 19. september, kl. 19:30

Sumarsyrpa Breiđabliks hefst í dag

Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR.
Mótiđ er ćtlađ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Mótiđ er reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţađ margborgar sig ađ vanda sig og nota tímann, en samt má búast viđ ţví ađ margar skákir klárist á styttri tíma.

Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum. Fyrir 16 ára og svo fyrir 12 ára og yngri. 

Dagskrá:

  • Föstudagurinn 5.ágúst :  1 umferđ klukkan 17.30
  • Laugardagurinn 6.ágúst : 2 umferđ klukkan 10.30
  • Laugardagurinn 6.ágúst : 3 umferđ klukkan 14
  • Sunnudagurinn 7.ágúst : 4 umferđ klukkan 10.30
  • Sunnudagurinn 7.ágúst : 5 umferđ klukkan 14

Teflt er í Glersalnum í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.


Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 7.ágúst.

Ţetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orđinn fastur viđburđur í skákdagatalinu.

Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 7 mín. á  skák.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjald í Stórmótinu er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er  fyrir yngri en 18 ára og er ţátttökugjald jafnframt ađgangseyrir í  safniđ. Ţeir sem fá ókeypis ađgang í safniđ, t.d. eldri borgarar og öryrkjar borga ekkert ţátttökugjald.

Skráning fer fram á stađnum og opnar kl.13.15, e


Borgarskákmótiđ fer fram 17. ágúst

Borgarskákmótiđ fer fram miđvikudaginn 17. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00. Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagiđ Huginn, ađ mótinu, eins og ţau hafa gert síđustu ár. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga og er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is

Einnig er hćgt ađ skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 862 0099 (Kjartan). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ţetta er í 29. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Jón Viktor Gunnarsson, sem ţá tefldi fyrir Malbikunarstöđina Höfđa.

Verđlaun:

  1. 30.000 kr.
  2. 20.000 kr.
  3. 10.000 kr.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.


Afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja fer fram 10.-11. september


Taflfélag_Vestmannaeyja_90 ára_GunnarJúl8440806

Helgina 10.-11. september 2016 fer fram atskákmót í Eyjum í tilefni af  90 ára  afmćli Taflfélags Vestmannaeyja.

Keppendur verđa úr Eyjum og á fastalandinu. Reiknađ er međ flestir keppendur ofan af landi komi međ Herjólfi laugardaginn 10. september. frá Landeyjahöfn kl. 09.45 og til Eyja um kl. 10.30.  Akstur frá Reykjavík til Landeyjahafnar tekur tćplega  2 klst. og ţurfa farţegar og ökutćki ađ vera mćtt 30 mín. fyrir brottför Herjólfs frá Landeyjahöfn.  Algengt er  ađ farţegar geymi ökutćki sín á bílastćđum í Landeyjahöfn međan á dvöl ţeirra í Eyjum stendur.

Nćsta  ferđ til Landeyjahafnar frá Eyjum ađ loknu skákmótinu  er kl. 18.30  sunnudaginn 11. sept og nú síđasta ţann dag  kl. 21.00 um kvöldiđ. Mćting um borđ  30 mín. fyrir brottför.

Tefldar verđa níu umferđir, umhugsun 20 mín.  á  skák  auk 5 sek. á hvern leik.  Reiknađ er međ ađ umferđin taki um 60 mín. Skákstjóri verđur  Stefán Bergsson.

Laugardagur 10. sept. 2016

Kl. 12.00 – 17.00  Tefldar verđa fimm umferđir fyrri daginn.

Kl. 17.00 – 18.00   Skođunarferđ međ rútu um Heimaey.

Sunnudagur 11. sept. 2016

Kl. 12.00 - 16.00   Tefldar verđa fjórar umferđir seinni daginn.

Kl. 16.30 – 17.00   Mótsslit og verđlaunahending.

Ekkert ţátttökugjald á  atskákmótiđ og í  skođunarferđina.

Fyrstu verđlaun  verđa 75 ţús. kr., önnur verđlaun  kr. 50 ţús. kr. og ţriđju verđlaun  kr. 25 ţús. kr. Landsbankinn er helsti stuđningsađili mótsins.

Nánari upplýsingar um ferđir til  og frá Eyjum á  herjolfur.is og gistingu í Eyjum  á visitvestmannaeyjar.is   

Skráning ţátttakenda á 90 ára afmćlismótiđ  fer fram á Skák.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Afmćlisnefnd Taflfélags Vestmannaeyja.


Hrund vann Hallgerđi á Íslandsmóti kvenna

Hrund og Hallgerđur

Íslandsmót kvenna hófst í kvöld međ tveimur skákum. Strax urđu óvćnt úrslit ţegar Hrund Hauksdóttir vann Hallgerđi Helga Ţorsteinsdóttur ţrátt fyrir ađ vera lćgri um 225 skákstig. 

Íslandsmeistarinn Lenka Ptácníková hóf titilvörnina međ góđum sigri á Tinnu Kristínu Finnbogadóttur. Grípum niđur í skákina eftir eftir 22. leik svarts 22...Rb6-d5.

Lenka-Tinna

Lenka lék 23. Rxb7! Eftir 23...Dxb7 24. Rxc6 er hvítur međ yfirburđatafl. Tinna reyndi 23...Bxe5 en eftir 24. fxe5 Hxe5 25. Da6 var hún međ gjörtapađ tafl. Lenka innbyrti vinninginn í 37 leikjum.

 

 

 

 

 

Lenka og Tinna

Hrund tefldi skákina gegn Hallgerđi af mikilli nákvćmni. Eftir 21 leik kom ţessi stađa upp.

Hrund-Halla1

Hrund lék hinum bráđsnjalla leik 22. b4! 22...Dc3 er svarađ međ 23. Bxb5. Mannstap er ţví ekki umflúiđ. Hallgerđur gafst ţví upp.

Skák Guđlaugar Ţorsteinsdóttur og Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur var frestađ fram yfir ţriđju umferđ. 

Önnur umferđ fer fram á föstudaginn. Ţá mćtast međal annars forystukonurnar Lenka og Hrund.


Taflmennska og kennsla á útitaflinu

Á morgun, fimmtudag, spáir blíđskaparviđri á höfuđborgarsvćđinu. Ađ ţví tilefni efnir Skákakademía Reykjavíkur til taflmennsku og skákkennslu í hádeginu á Útitaflinu viđ Lćkjargötu. Hefst viđburđurinn kl. 12:00. Öllum er frjálst ađ líta viđ, taka nokkrar skákir í sólinni og ţiggja skákkennslu hjá Birni Ívari Karlssyni landsliđsţjálfara kvennalandsliđsins.

Skákakademían hefur stađiđ fyrir reglulegum viđburđum í góđa veđrinu á Útitaflinu í sumar sem hafa veriđ mjög vel sóttir af skákáhugamönnum borgarinnar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8779194

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband