Fćrsluflokkur: Spil og leikir
26.8.2016 | 11:25
Ólympíufarinn: Guđmundur Kjartansson
Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.
Í dag kynnum viđ til leiks Guđmund Kjartansson sem teflir á sínu öđru Ólympíuskákmóti.
Nafn?
Guđmundur Kjartansson
Aldur?
28 ára
Hlutverk?
4.borđi í karlaliđinu
Uppáhalds íţróttafélag?
Fylkir
Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?
Ég ákveđ hvađa byrjanir ég ćtla ađ tefla, tefli hrađskákir á netinu, leysi mikiđ af ţrautum, skođa endatöfl og fylgist međ ţeim mótum sem eru í gangi. Ég tek ţátt í sterku móti í Abu Dhabi sem verđur góđ ćfing rétt fyrir Ólympíumótiđ. Svo kíki ég í fótbolta, fer í göngutúra eđa syndi til ađ halda mér í líkamlegu formi og reyni almennt ađ líđa vel og vera međ rétt hugarfar
Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?
Ég tók fyrst ţátt í Tromsö 2014 svo ţetta verđur í annađ skipti
Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?
Rauf Mamedov
Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Ţađ var alltaf gaman ađ spila fótbolta međ hinum og ţessum stórstjörnum, ég man ţegar nćst stigahćsti skákmađur heims, MVL, var í marki og gerđi tilraun til ţess ađ kasta boltanum út en dreif ţví miđur ekki nema svona einn metra ţannig ađ einn af andstćđingunum okkar náđi boltanum og skorađi frekar auđveldlega.
Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?
Vćntanlega stöđuhaf
Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?
Ţegar ég mćtti Andrew Greet og tefldi kóngsindverjann. Ég var međ tapađ tafl en tókst ađ búa til svaka flćkjur og ađ lokum verjast vel.
Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?
Viđ ćtlum ađ pakka öllum saman!
Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?
Viđ erum allir trúđar! ... en líklega Gunnar Björnsson
Eitthvađ ađ lokum?
Ég hef aldrei komiđ til Bakú áđur og svo er líka mjög sérstök stemmning á svona mótum svo ađ ég er ađ sjálfsögđu spenntur fyrir ferđinni og ekki skemmir fyrir ađ ţađ er mjög góđur 20 manna hópur ađ fara frá Íslandi. Viđ erum allir góđir vinir í liđinu og ţađ verđur gaman ađ tefla í sama liđi og Jói í fyrsta skipti.
26.8.2016 | 08:11
Hannes og Hallgerđur efst á sterku skákmóti Hróksins á Stofunni
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varđ efstur á mjög sterku skákmóti sem Hrókurinn og Stofan Café efndu til á fimmtudagskvöldiđ, í tilefni af Ólympíuskákmótinu sem hefst í Bakú í Aserbaídsjan í nćstu viku. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir sigrađi í kvennaflokki. Keppendur voru 32 og var mótiđ ćsispennandi og bráđskemmtilegt frá upphafi til enda.
Helgi Hrafn Gunnarsson ţingmađur lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Hannes Hlífar gegn Jon Olav Fivelstad. Hannes hefur orđiđ Íslandsmeistari tólf sinnum, oftar en nokkur annar, og hann tefldi af miklu öryggi á mótinu. Gođsögnin Jóhann Hjartarson veitti honum harđa keppni framan af, sem og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, en Hannes gaf engan höggstađ á sér.
Helgi Áss varđ í 2. sćti í karlaflokki og hinn ungi og bráđefnilegi Dagur Ragnarsson náđi bronsinu.
Keppni var mjög tvísýn í kvennaflokki, enda allar landsliđskonurnar fimm međal keppenda, sem og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, fv. Íslandsmeistari. Leikar fóru svo ađ Hallgerđur Helga hreppti gulliđ, Lenka Ptacnikova silfriđ og Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir bronsiđ. Ţćr skipa íslenska kvenna liđiđ á Ólympíumótinu í Bakú, ásamt Hrund Hauksdóttur og Veróniku Steinunni Magnúsdóttur.
Í mótslok afhenti Kristjana Guđmundsdóttir Motzfeldt, heiđursforseti Hróksins á Grćnlandi, verđlaun frá Stofunni og óskađi íslenska landsliđsfólkinu gćfu og gengis á Ólympíumótinu í Bakú.
Liđsmenn Hróksins hafa undanfarin misseri stađiđ fyrir mörgum viđburđum á Stofunni, Vesturgötu 3, og ţar er góđ ađstađa til skákiđkunar.
25.8.2016 | 17:12
Stórt start hjá SA 3. september
Nú ţegar sumri hallar fara kóngar og drottningar á kreik. Riddarar, biskupar og peđ. Og framhjáhlaupin byrja fyrir alvöru.
Viđ hjá Skákfélagi Akureyrar ćtlum ađ hleypa okkar taflmönnum á skeiđ á STÓRA STARTMÓTINU laugardaginn 3.september. Ţá er meiningin ađ kalla til leiks alla ţá sem peđi geta valdiđ og hafa minnsta grun um ţađ hvernig riddarin hoppar um taflborđiđ. Viđ stefnum ađ fjölmennasta móti norđan heiđa í áratugi - jafnvel aldir. Markmiđiđ er ađ ná saman minnst 40 ţátttakendum.
Stađur og stund: Íţróttahöllin viđ Skólastíg, ath gengiđ inn ađ sunnan um ađaldyr! Laugardaginn 3. september kl. 13.00
Á STÓRA STARTMÓTINU geta keppendur og gestir:
Kynnt sér haustdagskrá Skákfélagsins
Fengiđ sér kaffisopa
Skráđ sig í félagiđ eđa á vinalista á Facebook
Skráđ sig á mót eđa ađra viđburđi félagsins
Tekiđ eina bröndótta
Teflt ţrjár sjö mínútna skákir á Startmótinu - fyrri hluta
Gćtt sér á veitingum í hléi í góđra vina hópi
Teflt allar sjö skákirnar á Startmótinu - fyrri og seinni hluta
Ţeir sem vilja geta sumsé látiđ ţrjár skákir nćgja og hellt sér í veitingarnar eđa ef skákviljinn er brennandi, teflt til ţrautar allat umferđirnar sjö. Umhugsunartími fyrir hverja skák verđur 7 mínútur.
Fjölmörg verđlaun verđa í bođi - ađallega ţó ánćgjan af ţví ađ tefla skák.
Sjáumst öll í höllinni laugardaginn 3. september!
25.8.2016 | 11:28
Ólympíufarinn: Hrund Hauksdóttir
Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.
Í dag kynnum viđ til leiks Hrund Hauksdóttir sem teflir á sína fyrsta Ólympíuskákmóti
Nafn?
Hrund Hauksdóttir
Aldur?
20 ára
Hlutverk?
Tefla međ kvennaliđinu.
Uppáhalds íţróttafélag?
Ćtli ţađ sé ekki Fjölnir.
Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?
Ćfingar hjá Birni Ívari.
Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?
Ţetta verđur mitt fyrsta Ólympíumót.
Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?
Kasparov.
Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Veit ekki...
Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?
Mmm stöđuvatn?
Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?
Man ekki eftir neinni svo vonandi verđur einhver skák minnisstćđ á ţessu Ólympíumóti haha
Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?
Ađ viđ endum ofar en í upphafi móts.
Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?
Ţađ eru allnokkrir trúđar í hópnum.
Eitthvađ ađ lokum?
Áfram Ísland!
25.8.2016 | 09:00
Ólympíuskákmót á Stofunni í kvöld
Hrókurinn heldur Ólympíumótiđ í skák á Stofunni, Vesturgötu 3, á fimmtudagskvöldiđ kl. 20 og međal keppenda verđa margir af sterkustu skákmönnum landsins. Mótiđ er haldiđ í tilefni af ţví ađ 42. Ólympíumótiđ í Bakú fer fram í september og ţar tefla karla- og kvennasveitir Íslands.
Međal keppenda á Stofunni verđa stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Lenka Ptacnikova, Hannes Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Kvennalandsliđiđ mćtir í heild en ţađ skipa, auk Lenku, ţćr Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir.
Af öđrum meisturum sem skráđir eru til leiks má nefna landsliđsmanninn Braga Ţorfinnsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Björn Ívar Karlsson og Elvar Guđmundsson. Alls munu 32 skákmenn leika listir sínar á Stofunni og er ţetta eitt alsterkasta hrađskákmót ársins.
Skáklífiđ hefur blómstrađ á Stofunni undanfarin misseri og ţer eru reglulega haldin stórmót. Áhorfendur eru velkomnir og er tilbođ á veitingum í tilefni af mótinu.
Spil og leikir | Breytt 24.8.2016 kl. 16:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2016 | 07:00
Skákţing Norđlendinga hefst á morgun
Skákţing Norđlendinga 2016 verđur haldiđ í safnađarheimili Siglufjarđarkirkju helgina 26. til 28. ágúst nćstkomandi. Skákfélag Siglufjarđar sér um mótshaldiđ. Mótiđ er opiđ öllu skákáhugafólki. Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad-kerfi, ţ.e.a.s. fjórar atskákir og ţrjár kappskákir.
Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verđur Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norđ-lendinga er Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri.
Dagskrá
- Föstudagur 26. ágúst kl. 20.00: 1.-4. umferđ. Atskákir, 25 mínútur á mann.
- Laugardagur 27. ágúst kl. 10.30: 5. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.
- Laugardagur 27. ágúst kl. 16.30: 6. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.
- Sunnudagur 28. ágúst kl. 10.30: 7. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.
Ađalverđlaun
- sćti: 50.000 krónur.
(Ef sigurvegari mótsins er ekki međ lögheimili á Norđurlandi eru verđlaun Skákmeistara Norđlendinga einnig 50.000 krónur.)
- sćti: 25.000 krónur.
- sćti: 10.000 krónur.
Aukaverđlaun
- Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (međ lögheimili á Norđurlandi).
- Efstur heimamanna (í Skákfélagi Siglufjarđar).
- Efstur stigalausra (međ lögheimili á Norđurlandi).
Eingöngu verđur hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.
Peningaverđlaunum verđur skipt á milli manna, verđi ţeir jafnir ađ vinningum. Ţetta á viđ um bćđi ađal- og aukaverđlaun.
Skráning og ţátttökugjald
Skráning er hafin og fer hún fram á vefslóđinni: siglfirdingur.is/skakthing. Upplýsingar um skráđa keppendur er jafnframt ađ finna ţar. Skráningu verđur lokađ á hádegi 26. ágúst. Ţátttökugjaldiđ er krónur 3.000 fyrir 17 ára og eldri, en 1.500 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Hrađskákmót Norđlendinga 2016
Hrađskákmót Norđlendinga 2016 verđur svo haldiđ sunnudaginn 28. ágúst á sama stađ en ţađ hefst ekki fyrr en kl. 15.00. Ekkert ţátttökugjald er í ţađ. Núverandi Hrađ-skákmeistari Norđlendinga er áđurnefndur Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri.
Bakhjarlar
Bakhjarlar ţessara skákmóta tveggja eru Arion banki, Hótel Siglunes, Rammi, Samkaup-Úrval, Siglufjarđarkirkja, Skáksamband Íslands, SR-vélaverkstćđi og Verkfrćđistofan Grundun.
Nánari upplýsingar
Sigurđur Ćgisson, formađur Skákfélags Siglufjarđar, veitir allar frekari upplýsingar um mótin. Símanúmer hans eru 467-1263 og 899-0278 og netfang sae@sae.is.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2016 | 21:38
EM ungmenna: 6˝ vinningur í hús í dag
Vel gekk í dag hjá íslensku ungmennanna í 6. umferđ EM ungmenna. 6˝ vinningur kom í hús í ellefu skákum. Benedikt Ţórisson (u10), Róbert Luu (u12), Bárđur Örn Birkisson (u16), Gauti Páll Jónsson (u18) og Freyja Birkisdóttir (u10) unnu sínar skákir. Björn Hólm Birkisson (u16), Símon Ţórhallsson (u18) og Jón Kristinn Jónsson (u18) gerđu jafntefli.
Bárđur Örn er efstur íslensku ungmennanna međ 3˝ vinning. Róbert, Freyja og Vignir Vatnar Stefánsson (u14) koma nćst međ 3 vinninga.
Sjöunda umferđ af níu verđur tefld á morgun.
Úrslit 6. umferđar:
Stađan
Spil og leikir | Breytt 25.8.2016 kl. 08:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2016 | 16:43
Ađalfundur Vinaskákfélagsins í gćr
Í gćrkvöldi var ađalfundur í Vinaskákfélaginu. Meistari Hörđur Jónasson hafđi veg og vanda af undirbúningi og hann tók viđ embćtti varaforseta af Hrafni Jökulssyni, en hinn ástsćli Róbert Lagerman verđur forseti áfram, međ vaska stjórn. Hrafni hlotnađist hinsvegar sá heiđur ađ vera útnefndur Verndari Vinaskákfélagsins.
Nú eru 13 ár síđan Hróksmenn komu fyrst í Vin Frćđslu Og Batasetur, sem Rauđi krossinn rekur. Ţessi heimsókn hefur fćtt af sér alveg óteljandi gleđistundir.
Allir eru velkomnir í Vin -- og Vinaskákfélagiđ.
Stjórn Vinaskákfélagsins
Forseti: Róbert Lagerman
Varaforseti: Hörđur Jónasson
Gjaldkeri: Héđinn Sveinn Baldursson Briem
Ritari: Ađalsteinn Thorarensen
Međstjórnandi: Ingi Tandri Traustason
Varamađur 1: Hjálmar Hrafn Sigurvaldason
Varamađur 2: Embla Optimisti
Verndari Vinaskákfélagsins er: Hrafn Jökulsson
24.8.2016 | 11:20
Ólympíufarinn: Kjartan Maack
Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.
Í dag kynnum viđ til leiks Kjartan Maack sem verđur fararstjóri hópsins.
Nafn?
Kjartan Maack
Aldur?
40 vetra
Hlutverk?
Fararstjóri. Fréttaflutningur. Aukinheldur mun ég bregđa mér í hvert ţađ hlutverk sem landsliđsfólk okkar ţarfnast hverju sinni.
Uppáhalds íţróttafélag?
Taflfélag Reykjavíkur
Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?
Ég byrja daginn á raddćfingum međ áherslu á framgómmćlt nefhljóđ, til ađ tryggja skýrleika í viđtölum viđ landsliđsfólk okkar í Baku. Ađ öđru leyti er undirbúningur minn međ hefđbundnu sniđi; sprettćfingar, hnébeygjur, upphífingar, jóga, hugleiđsla, uppbyggilegt matarćđi og nćgur svefn.
Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?
Ég var liđsstjóri á Ólympíuskákmóti u16 í Slóvakíu í júlí síđastliđnum. Ţví er skammt stórra högga á milli á ţessu mikla Ólympíuári.
Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?
Já.
Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Ţegar rússnesku bílstjórarnir tveir renndu í hlađ á hóteli u16 ólympíulandsliđsins í Búdapest fyrr á ţessu ári til ţess ađ keyra liđiđ til Poprad í Slóvakíu. Fyrr um morguninn höfđu ţeir sótt landsliđ Azerbaijan á flugvöllinn. Ţeir voru 3 klst ađ keyra frá flugvellinum ađ hótelinu, leiđ sem viđ fórum kvöldiđ áđur á 7 mínútum. Á leiđinni til Slóvakíu varđ rússnesku bílstjórunum reglulega uppsigađ viđ konuna í google maps appinu og fengum viđ ţví ađ dvelja aukalega í klukkustund um borđ í bifreiđ ţeirra félaga. Var ţađ fagnađarefni ţví fyrir vikiđ náđum viđ djúpri tengingu viđ rússneska dćgurlagatónlist. Azerarnir voru gjörsamlega úrvinda ţegar til Slóvakíu var komiđ, eftir ađ hafa setiđ í 8 klukkustundir í óloftkćldum bílnum. Enda voru ţeir heillum horfnir í mótinu, ţó innan rađa ţeirra vćri ungur heimsmeistari. Sökum línuskorts lćt ég vera ađ lýsa ţví er félagarnir tveir drápu á bílnum úti á miđri götu viđ lítinn fögnuđ slavneskra ökumanna, og voru drykklanga stund ađ finna út úr ţví hvernig koma skyldi bílgarminum aftur í gang. Ekki er međ öllu útilokađ ađ ađalpersónur í hinum merku sjónvarpsţáttum 'Klaufabárđarnir' séu byggđar á ţessum tveimur rússnesku atvinnubílstjórum.
Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?
Ţađ er hafiđ yfir allan vafa ađ Kaspíahafiđ er ekki hafiđ sem margir telja ţađ vera, heldur ku ţađ vera rammsalt stöđuvatn.
Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?
Minnisstćđasta skákin frá Ól u16 í Slóvakíu er skák Vignis Vatnars Stefánssonar á 1.borđi gegn Belgíu í 8.umferđ. Í jafnteflislegu mislitu biskupaendatafli smíđađi Vignir Vatnar sannkallađa stórmeistarafléttu sem fól í sér mannsfórn. Í kjölfariđ var allur vindur úr Belgum og Ísland vann 3,5-0,5.
Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?
Ég vćnti ţess ađ landsliđin fari fram úr eigin vćntingum og allir fari heim međ vasa fulla af skákstigum. Jafnframt mun einhver ţurfa auka pláss í ferđatöskunni fyrir grjótharđan áfanga.
Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?
Ég trúi ţví og treysti ađ Björn muni áfram sinna hlutverki sínu af kostgćfni í gegnum samfélagsmiđla. .
Eitthvađ ađ lokum?
Gćtum ađ ţví hvađa hugsunum viđ gefum vćngi. Ţađ getur skipt sköpum viđ skákborđiđ.
24.8.2016 | 09:00
Breiđablik - skákţjálfun veturinn 2016-2017
Viltu ćfa skák oft í viku og stefna á afreksmörk Skáksambands Íslands ?
Skákdeild Breiđabliks í samstarfi viđ Skákakademía Kópavogs og Skákskóla Íslands býđur í vetur upp á öfluga skákţjálfun međ ţađ ađ markmiđi.
Bođiđ er upp á ćfingatíma í stúkunni viđ Kópavogsvöll mánudaga til föstudaga frá 16:00 17:30.
Ţjálfari er Birkir Karl Sigurđsson FIDE National Instructor
Ćfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náđ grunnfćrni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja ćfa skák oft í viku ađ stefna ađ ţví ađ verđa í fremstu röđ á Íslandi og ađ standa sig međ sóma á alţjóđlegum barna- og unglingaskákmótum.
Hver iđkandi velur sér ţrjár ćfingar í viku, en frjálst verđur ađ hafa ţćr fleiri eđa fćrri. Einnig verđur hćgt ađ velja um ađ mćta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á ađrar tómstundir. Viđ búumst viđ ađ geta myndađ tvo kjarna, eldri og reyndari krakkar og svo hóp af ungum og efnilegum. Í athugun er ađ vera međ hóp c.a. 10 ára og yngri í efri byggđum Kópavogs ef nćg ţátttaka fćst.
Iđkendur utan Kópavogs og í hvađa taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mćtt í nokkur skipti til ađ prófa án ćfingagjalds.
Fyrsta ćfing verđur mánudaginn 29.ágúst
Síđasta ćfing fyrir jólafrí verđur föstudaginn 9.desember.
Fyrsta ćfing eftir áramót verđur mánudaginn 2.janúar
Páskafrí mánudag 10.apríl mánudags 17.apríl.
Síđasta ćfing fyrir sumarfrí verđur föstudaginn 12.mai
Frí er á ćfingum alla hátíđisdaga. (fim 20.apríl: Sumardagurinn fyrsti, mán 1.mai: Verkalýđsdagurinn)
Ćfingagjöld veturinn 2016-17: (eru styrkhćf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbć og Reykjavíkurborg):
Ţrisvar sinnum eđa oftar í viku: 30.000kr
Tvisvar sinnum í viku: 20.000kr
Einu sinni í viku: 10.000kr
Skráning í Íbúagátt Kópavogsbćjar
Ćfingarnar eru á jarđhćđ í stúkunni viđ Kópavogsvöll og vonandi einnig í efri byggđum Kópavogs. Gengiđ inn á jarđhćđ í gegnum hliđ eins og veriđ sé ađ fara á fótboltaleik og ţađan inn í glerbygginguna.
Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 19
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 160
- Frá upphafi: 8778694
Annađ
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar