Fćrsluflokkur: Spil og leikir
3.9.2016 | 22:00
Ólympíuskákmótiđ: 2. umferđ í kvennaflokki
Viđ mćttum sterku liđi Ítalíu í dag, sem er međ međalstig 2304. Ég var bjartsýnn fyrir viđureignina, ţrátt fyrir ađ ítalska liđiđ hafi ekki veriđ árennilegt á pappírunum. Ađalliđiđ tefldi í dag, svo Veronika hvíldi. Lenka hafđi ţví svart á fyrsta borđi gegn hinni ţrautreyndu IM Olgu Zimina (2389). Olga tefldi frekar bitlaust vćngtafl og Lenka jafnađi tafliđ auđveldlega. Eftir mikinn ţćfing í miđtaflinu lenti hún óţarflega í tímahraki sem kostađi hana yfirsjón. Lenka tapađi skiptamun í framhaldinu, eftir lúmskt trikk frá Olgu, og féll á tíma stuttu seinna, međ tapađ tafl. Ţetta var skák sem hefđi međ réttu átt ađ enda međ jafntefli. Tímanotkunin var ađ stríđa okkur svolítiđ í dag og ţađ er eitthvađ sem viđ ćtlum ađ bćta í umferđinni á morgun.
Hér lek IM Olga Zimina 35. Re4! sem vinnur liđ eftir 35...Dxe5 36. Rg5+ eđa 35...dxe4 36. Hxc5
Gulla hafđi hvítt gegn FM Marinu Brunello (2376). Marina hefur teflt á Reykjavik Open, ásamt bróđur sínum Sabino, svo viđ könnumst ágćtlega viđ hana. Upp kom drottningarbragđ og fljótlega skiptist upp á mönnum, sem létti talsvert á svörtu stöđunni, svo Gulla hafđi ekki mikiđ upp á ađ tefla. Hugsanlega hefđi hún átt ađ reyna ađ tefla upp á minnihlutaárás á drottningarvćng međ Hb1 og svo b4 á einhverjum tímapunkti. Hún valdi ađra áćtlun, ađ reyna ađ leika e4 en ţađ gekk ţví miđur ekki nógu vel. Í framhaldinu ţurfti hún ađ taka á sig veikleika á kóngsvćngnum og lenti í vandrćđum í tímahrakinu. Hún tapađi liđi í framhaldinu og neyddist til ađ gefast upp eftir ađ tímamörkunum var náđ.
Í ţessari stöđu lék Brunello 37...Re3 og Gulla neyddist til ađ gefa skiptamun međ 38. Hxe3
Halla hafđi svart gegn WFM Danielu Movileanu (2268). Upp kom Caro-kann vörn og eftir 4...Bf5 lék Daniela 5. Rc5!? (Spurning: Hver er upphafsmađur ţessa leiks?) Halla tefldi framhaldiđ vel og jafnađi ađ öllum líkindum tafliđ ţrátt fyrir ađ hafa tekiđ á sig veikt peđ á c6. Í framhaldinu telfdi hún sennilega ekki nógu virkt og lenti í erfiđu endatafli, peđi undir. Hún barđist hetjulega en sú ítalska sýndi afbragđs tćkni (ţví miđur!) og innbyrti sigurinn af öryggi.
Hér lék Halla 30...Hd2 og lenti peđi undir eftir 31. Rb7. Hún hefđi hugsanlega frekar átt ađ leika 30...Hb8 og tefla virka vörn eftir 31. b3 Hb4 og ţar sem riddarinn á c5 fer ekki langt lendir svartur varla í miklum vandrćđum međ c6-peđiđ.
Hrund hafđi hvítt gegn WFM Desiree Di Benedetto (2183). Hrund tefldi gamla og gleymda leiđ í uppskiptaafbrigđi franskrar varnar sem viđ höfđum undirbúiđ mjög vel fyrir skákina (liđsstjórinn gleymir engu!). Di Benedetto virtist ekki ţekkja afbrigđiđ vel og kom međ mjög vafasama nýjung eftir langa umhugsun, 10...Df6?! í stađ 10...Re7 sem er algengastur. Hrund hefđi getađ notfćrt sér ţessa ónákvćmni međ ţví ađ halda frumkvćđinu og setja pressu á svarta kónginn á miđborđinu međ leikjum eins og 11. He1, 11. Rbd2 eđa 11. Bg5. Hún eyddi smá tíma í ađ hirđa peđ á drottningarvćngnum og missti ađeins ţráđinn í framhaldinu, ţrátt fyrir ađ vera enn međ mun betra tafl. Í framhaldinu fékk Di Benedetto ađ hróka í friđi og hafđi auk ţess biskupapariđ gegn ađgerđalitlu riddarapari Hrundar. Sú ítalska nýtti sér stöđuyfirburđina í framhaldinu og vann af öryggi.
Di Benedetto lék síđast 10...Df6?! Hér gat Hrund tekiđ frumkvćđiđ međ 11. He1+, 11. Rbd2 eđa jafnvel 11. Bg5, međ góđum fćrum. Hún lék í stađinn eđlilegum leik, 11. Dxa4, en tapađi viđ ţađ mikilvćgu tempói og svartur fékk smá svigrúm til ađ laga stöđuna.
4-0 tap var svekkjandi ţví stöđurnar bentu til annars eftir byrjunina. Ţađ snérist eiginlega allt okkur í óhag ţegar viđ lentum í tímahraki á öllum borđum. Viđ ţurfum ađ passa betur upp á tímanotkunina á morgun; ekki eyđa tíma ađ óţörfu, treysta á innsćiđ og okkar útreikninga - ekki andstćđinginn.
Andstćđingar okkar á morgun, í 3. umferđ, er sterkt liđ Englands (međalstig: 2236) Liđsstjóri Englendinga er hinn sérkennilegi, en bráđskemmtilegi stórmeistari, Jonathan Speelman. Ég var mikill ađdáandi Speelmans ţegar ég var ungur drengur, ađallega vegna frumlegrar taflmennsku hans. Eftir ađ IM Jón Viktor Gunnarsson tók Speelman í bakaríiđ á Ólympíumótinu í Istanbúl áriđ 2000 fór ég ađ halda minna upp á Speelman og meira upp á Jón Viktor! Speelman kom reyndar ađ máli viđ mig viđ upphaf 1. umferđar í gćr og bađ mig ađ skrifa undir mótmćlabréf sem hann hafđi sett saman, fyrir hönd liđsstjóranna á mótinu. Mótmćlabréfiđ tengdist ţeirri reglu á mótinu ađ keppendur og liđsstjórar ţurfi ađ tilkynna skákdómurum sérstaklega ef ţeir ćtli ađ nota salerniđ. Eđlilega fannst Speelman ţessi regla sérkennileg, enda er salernisađstađan inni á keppnissvćđinu, sem auk ţess er rćkilega girt af međ málmleitartćkjum og öryggisvörđum. Ég skrifađi ađ sjálfsögđu undir, enda ekki bara ađdáandi Speelmans heldur líka ţess ađ geta fariđ á salerniđ án ţess ađ biđja um leyfi.
Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.
- Björn Ívar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 21:46
Jón Viktor vann Ljósanćturmót HS Orku
Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson vann ljósanćturmót HS Orku međ fullu húsi í dag og tryggđi sér međ ţví vegleg peningaverđlaun. Í öđru sćti frekar óvćnt var hinn ungi Fjölnismađur Jón Trausti Harđarson međ 8,5 vinning af 11. Ţriđji varđ svo alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson međ 8 vinninga.
Röđ | Nafn | Elo | Félag | Fl. | Vinn | Stig | |
1 | IM | Jón Viktor Gunnarsson | 2484 | TR | 11 | 72 | |
2 | Jón Trausti Harđarson | 1976 | Fjölnir | 8˝ | 71 | ||
3 | IM | Björn Ţorfinnsson | 2533 | TR | 8 | 77 | |
4 | FM | Davíđ Kjartansson | 2341 | Fjölnir | 7˝ | 76˝ | |
5 | Örn Leó Jóhannsson | 2158 | SR | 7 | 73˝ | ||
6 | FM | Guđmundur Stefán Gíslason | 2278 | TB | 7 | 72˝ | |
7 | IM | Sćvar Jóhann Bjarnason | 2057 | TR | 6˝ | 70 | |
8 | Ólafur Gunnar Ingason | 1898 | SR | 6˝ | 60˝ | ||
9 | Ţorvarđur F Ólafsson | 2202 | TR | 6 | 73˝ | ||
10 | Vigfús Óđinn Vigfússon | 1865 | Huginn | 6 | 67 | ||
11 | Páll Ţórhallsson | 1996 | SR | 6 | 66˝ | ||
12 | Bragi Halldórsson | 2194 | Huginn | 6 | 64˝ | ||
13 | Smári Arnarson | 0 | TR | 6 | 56 | ||
14 | Gauti Páll Jónsson | 1923 | TR | 5˝ | 74 | ||
15 | Hörđur Aron Hauksson | 1794 | Fjölnir | 5˝ | 64 | ||
16 | Páll Andrason | 1957 | TG | 5 | 63˝ | ||
17 | Árni Ólafsson | 1183 | TR | U15 | 5 | 59 | |
18 | Snorri Sigurđur Karlsson | 1633 | Haukar | 5 | 59 | ||
19 | Sólon Siguringason | 1303 | TG | U15 | 5 | 53˝ | |
20 | Björn Kristinn Jóhannsson | 0 | SR | 5 | 50˝ | ||
21 | Ingólfur Kristinsson | 0 | Njarđvík | U15 | 5 | 49 |
Veitt voru 2 aukaverđlaun. í flokki 14 ára og yngri varđ efstur Árni Ólafsson úr TR sem var međ 5 vinninga en ofar á stigum en Sólon Siguringason TG og Ingólfur Kristinsson Reykjanesbć sem voru međ jafn marga vinninga.
Nokkur óvćnt úrslit voru í mótinu engin ţó óvćntari en hjá Smára Arnarsyni sem er stigalaus gegn Braga Halldórssyni í fyrstu umferđ en reiknađ var međ ađ stigalausir vćru međ 1000 stig. Alls munađi ţví 1194 stigum á ţeim og ţví stjarnfrćđilega lítill möguleiki á ađ Smári skyldi sigra skákina.
Alls tóku 28 manns ţátt í mótinu og var gaman ađ sjá unga krakka úr Reykjanesbć og stúlknahóp úr Grindavík sem settu mikinn svip á mótiđ.
Myndaalbúm mótsins má finna međ ţví ađ smella hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)

Evrópumót ungmenna sem lýkur um helgina fer fram Prag í Tékklandi og ţar tefla íslensku keppendurnir, sem er ellefu talsins, viđ geysiöflugt liđ ţví austurblokkin međ Rússa, Úkraínumenn, Asera og Armena, svo nokkrar ţátttökuţjóđir séu nefndar, hefur ađ venju sterka viđveru.
Yngstu íslensku keppendurnir eru ţeir Bjartur Ţórisson 7 ára og Tómas Möller sem er 8 ára og tefla ţeir í keppnisflokki drengja 8 ára og yngri. Ásamt Benedikt Ţórissyni sem teflir í 10 ára flokknum fá ţeir sér ţannig reynslu sem síđar mun reynast dýrmćt. Ţađ sést best á frammistöđu hinnar 10 ára gömlu Freyju Birkisdóttur sem hefur hlotiđ 4 vinninga af sjö mögulegum en hún tefldi á HM ungmenna í Grikklandi í fyrra og ţekkir ţví vel til á ţessum vettvangi.
Akureyringarnir Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson hafa virkađ ćfingalausir ţrátt fyrir góđa spretti. Ţađ sama gildir um Gauta Pál Jónsson og Robert Luu. Ţrír íslensku keppendanna tefldu á Ólympíumóti 16 ára og yngri í Slóvakíu á dögunum: Vignir Vatnar Stefánsson hefur ekki náđ sér á strik og er međ 3 ˝ vinning af sjö mögulegum sem er nokkuđ undir ćtluđum árangri ţó hann hafi yfirleitt skilađ góđum árangri á ţessum mótum. Tvíburabrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir hafa hinsvegar náđ góđum árangri og Bárđur, sem er međ 4 vinninga, hefur veriđ í mikilli framför undanfarin misseri. Ţegar frammistađa Freyju bćtist viđ geta ţau systkin veriđ ánćgđ međ sinn hlut í Prag. Í 6. umferđ vann Bárđur hollenskan skákmann á sannfćrandi hátt í eftirfarandi skák:
EM ungmenna 2016:
Kevin Nguyen Bárđur Örn Birkisson
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 g6 7. h3 Bg7 8. Bg5 h6 9. Be3 O-O 10. Rbd2 Rh5 11. g3 Bd7 12. Bc2 De8!
Uppbygging svarts minnir á kóngsindverska vörn. Drottningin gefur f-peđinu lausan tauminn međ ţví ađ valda riddarann á h5 óbeint.
13. De2 f5 14. O-O-O f4 15. gxf4 exf4 16. Bd4 Rxd4 17. Rxd4 b5
Hann gat líka leikiđ 17. ... c5, nú er ein hótunin 18. ... b4 o.s.frv.
18. R2f3 c5 19. Bb3+ Kh7 20. Rc2 Bc6 21. Hhe1 a5 22. Dd2?
Byrjun hvíts hefur veriđ stefnulaus og ţessi leikur bćtir ekki úr skák. Hann varđ ađ forđa biskupinum međ 22. Bd5.
Króar biskupinn af.
23. dxc4 a4 24. cxb5 axb3 25. axb3 Bxb5 26. Dxd6 Hf6 27. Dd5 Bc6 28. Dd3 Hf7 29. Rfd4 Bd7 30. e5 He7 31. e6
E-peđiđ var ađ falla og ekkert mótspil hefst upp úr ţessu.
31. ... Bxe6 32. De4 Ha6 33. b4 Bf6 34. b5 Hd6 35. Dd3 Bd7 36. c4 Hxe1 37. Hxe1
37. ... Hxd4!
Nú fellur enn meira liđ. Eftirleikurinn er auđveldur.
38. Df3 Df7 39. Rxd4 Bxd4 40. De2 Bxh3 41. b4 Rg7 42. Hd1 Da7 43. Dd2 Da3+
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. ágúst 2016
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 08:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 17:19
Tvö töp í dag - Mjög góđ sigurskák Hjörvars
Ţađ gekk ekki vel hjá íslenku liđunum í 2. umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú í Aserbaísjan. Íslenska liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir sterku liđi Tékka en kvennaliđiđ steinlá fyrir ítalska liđunu 0-4. Bćđi liđin voru ađ tefla viđ umtalsvert sterkari sveitir.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2547) vann mjög góđan sigur á stórmeistaranum Viktor Laznicka (2651). Ingvar, liđsstjóri, á án efa eftir ađ fara yfir ţá skák.
Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11. Pörun liggur ekki fyrir enn.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 14:26
Ný alţjóđleg skákstig
Ný alţjóđleg skákstig komu út 1. september sl. Hannes Hlífar Stefánsson er sem fyrr stigahćsti skákamđur landsins. Í nćstu sćtum eru Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Jón Magnússon er stigahćstur nýliđa og tvíburabrćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir hćkkuđu langmest allra frá ágúst-listanum.
Heildarlistann má finna hér.
Topp 20
No. | Name | Tit | Rtng | Gms | Diff |
1 | Stefansson, Hannes | GM | 2574 | 9 | -3 |
2 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2572 | 0 | 0 |
3 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | GM | 2547 | 10 | -9 |
4 | Hjartarson, Johann | GM | 2545 | 0 | 0 |
5 | Olafsson, Helgi | GM | 2539 | 0 | 0 |
6 | Petursson, Margeir | GM | 2512 | 0 | 0 |
7 | Danielsen, Henrik | GM | 2480 | 0 | 0 |
8 | Arnason, Jon L | GM | 2478 | 0 | 0 |
9 | Kristjansson, Stefan | GM | 2464 | 0 | 0 |
10 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2457 | 0 | 0 |
11 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2448 | 0 | 0 |
12 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2442 | 0 | 0 |
13 | Thorsteins, Karl | IM | 2439 | 0 | 0 |
14 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2431 | 0 | 0 |
15 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2430 | 9 | -3 |
16 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2411 | 0 | 0 |
17 | Thorfinnsson, Bjorn | IM | 2398 | 0 | 0 |
18 | Ulfarsson, Magnus Orn | FM | 2385 | 0 | 0 |
19 | Jensson, Einar Hjalti | IM | 2378 | 10 | 7 |
20 | Arngrimsson, Dagur | IM | 2378 | 0 | 0 |
Heildarlistann má finna hér.
Nýliđar
Ţrír nýliđar eru á listanum. Stigahćstur ţeirra er Jón Magnússon (1563). Nćstir eru Steinţór Örn Gíslason (1156) og Tómas Möller (1028)
No. | Name | Tit | Rtng | Gms | Diff |
1 | Magnusson, Jon | 1563 | 6 | 1563 | |
2 | Gislason, Steinthor Orn | 1156 | 5 | 1156 | |
3 | Moller, Tomas | 1028 | 9 | 1028 |
Mestu hćkkanir
Tvíburabrćđurnir Björn Hólm (111) og Bárđur Örn (92) hćkkuđu langmest allra frá ágúst-listanum. Ţriđji varđ Halldór Atli Kristjánsson (39).
No. | Name | Tit | Rtng | Gms | Diff |
1 | Birkisson, Bjorn Holm | 2019 | 9 | 111 | |
2 | Birkisson, Bardur Orn | 2120 | 9 | 92 | |
3 | Kristjansson, Halldor Atli | 1417 | 4 | 39 | |
4 | Baldursson, Haraldur | 1957 | 9 | 31 | |
5 | Bergsson, Stefan | 2018 | 3 | 25 | |
6 | Thorsteinsdottir, Svava | 1335 | 4 | 24 | |
7 | Johannesson, Oliver | FM | 2255 | 9 | 23 |
8 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2159 | 5 | 23 |
9 | Ingason, Sigurdur | 1869 | 17 | 23 | |
10 | Thorarinsson, Pall A. | 2292 | 9 | 22 | |
11 | Hardarson, Jon Trausti | 2100 | 9 | 22 | |
12 | Lee, Gudmundur Kristinn | 1778 | 3 | 22 |
Stigahćstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2159) er sem fyrr stigahćsta skákkona landsins. Í nćstu sćtum eru Guđlaug (2046) og Hallgerđur Helga (2015) Ţorsteinsdćtur.
No. | Name | Tit | Rtng | Gms | Diff |
1 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2159 | 5 | 23 |
2 | Thorsteinsdottir, Gudlaug | WFM | 2046 | 5 | -5 |
3 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 2015 | 5 | 1 | |
4 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1894 | 5 | -37 | |
5 | Davidsdottir, Nansy | 1842 | 0 | 0 | |
6 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1836 | 2 | -2 | |
7 | Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina | 1802 | 10 | -13 | |
8 | Hauksdottir, Hrund | 1793 | 5 | 4 | |
9 | Magnusdottir, Veronika Steinunn | 1777 | 14 | -9 | |
10 | Helgadottir, Sigridur Bjorg | 1769 | 0 | 0 |
Stigahćstu ungmenni landsins (20 ára og yngri)
Dagur Ragnarsson (2272) er stigahćsta ungmenni landsins. Í nćstu sćtum eru Oliver Aron Jóhannesson (2255) og Vignir Vatnar Stefánsson (2129).
No. | Name | Tit | Rtng | Gms | B-day | Diff |
1 | Ragnarsson, Dagur | FM | 2272 | 9 | 1997 | -2 |
2 | Johannesson, Oliver | FM | 2255 | 9 | 1998 | 23 |
3 | Stefansson, Vignir Vatnar | 2129 | 9 | 2003 | -31 | |
4 | Birkisson, Bardur Orn | 2120 | 9 | 2000 | 92 | |
5 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 2102 | 9 | 1999 | -49 | |
6 | Hardarson, Jon Trausti | 2100 | 9 | 1997 | 22 | |
7 | Thorhallsson, Simon | 2085 | 9 | 1999 | -84 | |
8 | Jonsson, Gauti Pall | 2082 | 9 | 1999 | 7 | |
9 | Birkisson, Bjorn Holm | 2019 | 9 | 2000 | 111 | |
10 | Heimisson, Hilmir Freyr | 1988 | 0 | 2001 | 0 |
Upplýsingar um stigahćstu skákmenn heims má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 08:31
Viđureignir dagsins: Tékkland og Ítalía
Íslenska liđiđ í opnum flokki mćtir liđi Tékka í dag. Bragi Ţorfinnsson hvílir.
Íslenska kvennaliđiđ mćtir sveit Ítalíu. Veronika Steinunn Magnúsdóttir hvílir.
Umferđin hefst kl. 11.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 07:00
Stórt start hjá SA í dag!
Nú ţegar sumri hallar fara kóngar og drottningar á kreik. Riddarar, biskupar og peđ. Og framhjáhlaupin byrja fyrir alvöru.
Viđ hjá Skákfélagi Akureyrar ćtlum ađ hleypa okkar taflmönnum á skeiđ á STÓRA STARTMÓTINU laugardaginn 3.september. Ţá er meiningin ađ kalla til leiks alla ţá sem peđi geta valdiđ og hafa minnsta grun um ţađ hvernig riddarin hoppar um taflborđiđ. Viđ stefnum ađ fjölmennasta móti norđan heiđa í áratugi - jafnvel aldir. Markmiđiđ er ađ ná saman minnst 40 ţátttakendum.
Stađur og stund: Íţróttahöllin viđ Skólastíg, ath gengiđ inn ađ sunnan um ađaldyr! Laugardaginn 3. september kl. 13.00
Á STÓRA STARTMÓTINU geta keppendur og gestir:
Kynnt sér haustdagskrá Skákfélagsins
Fengiđ sér kaffisopa
Skráđ sig í félagiđ eđa á vinalista á Facebook
Skráđ sig á mót eđa ađra viđburđi félagsins
Tekiđ eina bröndótta
Teflt ţrjár sjö mínútna skákir á Startmótinu - fyrri hluta
Gćtt sér á veitingum í hléi í góđra vina hópi
Teflt allar sjö skákirnar á Startmótinu - fyrri og seinni hluta
Ţeir sem vilja geta sumsé látiđ ţrjár skákir nćgja og hellt sér í veitingarnar eđa ef skákviljinn er brennandi, teflt til ţrautar allat umferđirnar sjö. Umhugsunartími fyrir hverja skák verđur 7 mínútur.
Fjölmörg verđlaun verđa í bođi - ađallega ţó ánćgjan af ţví ađ tefla skák.
Sjáumst öll í höllinni laugardaginn 3. september!
Spil og leikir | Breytt 25.8.2016 kl. 17:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2016 | 05:58
Ólympíuskákmótiđ hófst međ látum í gćr
Ólympíuskákmótiđ hófst í gćr. Ţađ 42. í sögunni. Vel gekk hjá íslensku liđunum sem fram hefur komiđ í pistlum Ingvars og Björns Ívars. Skipulagningin virđist vera ađ mestu leyti í góđu lagi. Ţađ sem hefur truflađ mig mest eru ađgangsmál en í FIDE-fulltrúar hafa enn sem komiđ er ekki ađgang ađ sjálfu keppnissvćđinu. Í gćr fékk ég bara ađgang ađ áhorfendasvćđinu. Ég gafst fljótlega upp og fór fremur upp á hótel. Ég vonast eftir ţví ađ ţetta komist í lag í dag.
Einnig fá afar fáir leyfi til ađ taka myndir og t.d. voru engar myndir teknar af karlaliđinu í gćr. Ég hef einnig óskađ eftir myndatökuleyfi sem ég vonast eftir ađ fá.
Töskurnar skiluđu sér loks í fyrrinótt. Ţađ er settur mikill ţrýstingur á mótshaldara og ţeim bent á ađ í töskunum vćru lyf sem vćri einum liđsmanni lífsnauđsynleg. Yfirstjórn FIDE var blandađ inní málin og ţađ virkađi. Kjartan greyiđ ţurfti ađ vaka til 4 um nóttu eftir töskunum. Mikil var gleđi liđsmanna ţegar töskurnar voru komnar.
Íslenski hópurinn er á ţremur hótelum. Ég á sérhóteli, keppendur á öđru hóteli og skákstjórarnir á ţví ţriđja. Ţótt ótrúlegt megi vera hef ég ekki enn hitt á Róbert og Ingu! Ţađ breytist í dag.
Andstćđingar dagsins í opnum flokki eru Tékkar. Sautjánda sterkasta liđiđ á pappírnum međ međalstigin 2631 á međan viđ erum ţađ 44. sterkasta međ međalstigin 2527. Jafntefli 2-2 vćru stórgóđ úrslit.
Viđ höfum aldrei mćtt ţeim á Ólympíuskákmóti en Íslendingar mćttu Tékkóslóvakíu 12 sinnum á árunum 1930-1992. Minnistćđur sigur vannst á ţeim í lokaumferđinni í Manila 1992,2˝-1˝, sem fleytti Íslandi upp í sjötta sćti ţess móts. Ţá tefldi Jóhann Hjartarson á fyrsta borđi og Hannes á ţví fjórđa. Ţeir gerđu báđir jafntefli. Jón L. Árnason vann sína skák.
Viđ höfum hins vegar ţrívegis mćtt Tékklandi á EM landsliđa. Síđast í fyrstu umferđ í Varsjá 2013. Viđureign sem tapađist međ minnsta mun.
Íslenska kvennaliđiđ mćtir liđi Ítalíu sem er ţađ 20. sterkasta međ međalstigin 2304 til samanburđar viđ 2003 međalstig íslenska liđsins. Róđurinn verđur ţungur í dag.
Íslenska kvennalandsliđiđ hefur 5 sinnum teflt viđ ţađ ítalska. Síđast áriđ 2010 í Khanty-Mansiysk. Ţá náđist afar gott 2-2 jafntefli gegn mun sterkari sveit. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var ţá hetja íslenska liđsins. Lenka og Hallgerđur gerđu góđ jafntefli á 1. og 2. borđi.
Stefnum á tvö góđ úrslit í dag!
Umferđin hefst kl. 11.
Kveđja frá Bakú,
Gunnar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 06:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 20:58
Ólympíuskákmótiđ: 1.umferđ opinn flokkur
Pörunin í fyrstu umferđ í opnum flokki var ţótt órúlegt megi virđast nákvćmlega sú sama og á Ólympíumótinu í Tromsö 2014. Eţíópíumenn voru mótherjar dagsins en ţeir voru lagđir 4-0 fyrir fjórum árum. Ţessi 100 milljónaţjóđ er e.t.v. ekki ţekkt fyrir afrek á skáksviđinu en ţess ţá heldur á hlaupabrautum.
Ákveđiđ var ađ Jóhann myndi hvíla í ţessari umferđ. Uppstillingin var ţví Hannes - Hjörvar - Guđmundur - Bragi. Stigahćstur andstćđinganna var fyrsta borđ međ rúm 2100 skákstig en ađrir voru međ 1800-1900 stig. Borđ 2 og 3 gáfu CM-titilinn ţó hann virđist hafa veriđ fenginn á öđrum forsendum en skákstigum :-)
Skipuleggjendur voru full gjafmildir á tíma annarra ţegar ţeir bođuđu keppendur niđur í móttöku hótelsins klukkan 13:45 til ađ ferđast um 5 km leiđ á skákstađ. Okkar beiđ hálftíma biđ í rútunni og svo nokkur biđ á skákstađ ţar sem 1. umferđ tafđist einnig um 15 mínútur. Ađ öđru leiti hefur skipulagiđ veriđ skrambi gott, mikiđ lagt í hlutina og gríđarlegt yfirframbođ á sjálfbođaliđum.
Á leiđinni á skákstađ sáum viđ eitt ţađ stćrsta fánaflykki sem nokkur okkar hefur séđ. Eftir umferđina var google leit fljót ađ sýna ađ á ferđinni var stćrsti fáni í heimi, 70x35m og gríđarlega tignarlegur.
En snúum okkur ađ viđureigninni. Eţíópíumennirnir mćttu í forláta gulum adidas göllum og voru fánalitirnir áberandi í búningnum. Viđ Íslendingar mćttum einnig í flottum Henson jökkum sem hafa vakiđ mikla athygli og höfum viđ ţurft ađ taka nokkur víkinga "HÚH" fyrir ađdáendur íslenska fótboltalandsliđsins.
1.borđ - Hannes
Hannes fékk stigahćsta skákmann andstćđingana eins og vera ber og tefldi hann nokkuđ furđulega í byrjuninni međ tempótöpum eins og ..Re5 og nokkuđ linkulega leiki. Snemma kom svo afleikur og Hannes vann peđ.
Hér steindrap Hannes á finnur sex sem ţýddi ađ svartur tapađi ţvingađ peđinu á d6 vegna óţćgilegra riddaraleikja, Rb5 eđa Rd5 eftir atvikum. Hannes vann nokkuđ vel úr stöđuyfirburđunum ţrátt fyrir ađ hafa ekki fundiđ "tölvukiller" á ákveđnum stađ. Reyndar er ţađ gott heilrćđi sem reyndasti lismađur okkar benti á ađ ţađ vćri óţarfi ađ fórna í unnum stöđum!
Hannes endađi á ađ fá hróksendatafl sem hann vann auđveldlega.
2.borđ - Hjörvar
Hjörvar tefldi gegn CM á 2. borđi. Í byrjuninni hefđi líklegast veriđ best fyrir Hjörvar ađ halda biskupaparinu en engu ađ síđur var innsći hans líklega rétt ađ hann hefđi átt ađ hafa betri stöđu og fćri eftir uppskiptin á c3. Hjörvar hefđi ţurft ađ tefla af krafi en gaf ţessi í stađ andstćđingi sínum fćri á ađ laga stöđuna.
Svo fór ađ Eţíópubúinn sótti í sig veđriđ eins og sönnum langhlaupara og lagađi stöđu sína og fékk loks mun betra tafl. Á einum tímapunkti átti hann gangandi ţráksák en af dirfsku ákvađ hann ađ tefla til vinnings. Ţađ varđ honum ađ falli ţegar hann ađ lokum missti af ţráskák.
Hér var De6+ aftur gangandi ţráskák en ţess í stađ kom Df8+? og svarti kóngurinn lagđi í leiđangur sem ađ lokum myndađi mátnet fyrir hvíta kónginn. Hurđ skall nćrri hćlum en svona sleppa ţessir bestu!
3. borđ - Gummi
Í stuttu máli tefldi Gummi eins og herforingi. Hvítu mennirnir höguđu sér eins og sjálfur Karpov vćri viđ stjórnvölinn. Stađan var bćtt jafnt og ţétt milli ţess sem mennirnir voru hreyfđir fram og til baka og beđiđ átekta. Loks gaf svartur eftir og tapađi liđi.
Hér kom Re5 og skiptamunur féll í kjölfariđ og eftirleikurinn varđ auđveldur ţó skákin yrđi sú lengsta í viđureigninni.
4. borđ - Bragi
Andstćđingur Braga tefldi byrjunina rólega og var međ verra en Bragi missti tökin ađeins og var međ ađeins verra ţó ţađ vćri ekki alvarlegt ástand.
Ekki varđi ţađ ástand ţó lengi ţegar hvítur lék illa af sér međ Hc2??
Hér klárađi Bragi dćmiđ međ ...f5 ţar sem veikleikinn í borđinu kostar hrók eftir ...Dxc2 í nćsta leik.
Á morgun í 2.umferđ má segja ađ alvaran hefjist ţegar viđ mćtum grjótharđri sveit Tékka. Á fyrsta borđi mun líklegast mćta til leiks Íslandsvinurinn David Navara sem iđullega er međ skákstigin sín vel yfir 2700 stiga múrnum. Tékkar eru númer 17 í röđinni og ţví ljóst ađ verkefniđ verđur erfitt en ţó engan veginn óyfirstíganlegt og mćtum viđ galvaskir til leiks á morgun!
- Ingvar Ţór Jóhannesson, liđsstjóri í opnum flokki. (myndir : Bidur Gautam)
Spil og leikir | Breytt 3.9.2016 kl. 10:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 20:28
Tékkar og Ítalar á morgun
Pörun annarrar umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú liggur fyrir. Bćđi liđin tefla töluvert upp fyrir sig. Karlaliđiđ liđiđ teflir viđ liđ Tékka en kvennaliđiđ teflir viđ Ítalíu.
Helsta stjarna Tékka er Íslandsvinurinn David Navara, 20. stigahćsti skákmađur heims.
Liđ Tékklands er ţađ 17. sterkasta á međan liđ Íslands er nr. 44 í stigaröđinni svo búast má viđ erfiđri viđureign.
Liđ Tékka skipa
Liđ Ítalíu skipa:
Ítalska liđiđ er ţađ 20. sterkasta á međan íslenska liđiđ er hiđ 61. sterkasta.
Tvćr erfiđar viđureignir framundan á morgun.
Áfram Ísland!
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778721
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar