Fćrsluflokkur: Spil og leikir
2.9.2016 | 19:37
Ólympíuskákmótiđ: 1. umferđ Kvennalandsliđsins
Eftir langt og strangt ferđalag en góđa hvíld síđasta sólarhringinn var loksins komiđ ađ upphafi mótsins. Ţađ var eftirvćnting í hópnum fyrir 1. umferđ. Umgjörđin í kringum mótiđ er mögnuđ og tilkomumikil. Ţađ fer ekki framhjá nokkrum manni ađ hér í Bakú fer fram Ólympíuskákmót. Alls stađar eru skilti, auglýsingar og upplýsingabásar sem tengjast mótinu. Fjöldi sjálfbođaliđa í tengslum viđ mótiđ er ótrúlegur. Öryggisgćslan á svćđinu hefur einnig vakiđ sérstaka athygli okkar en rúturnar sem flytja keppendur til og frá skákstađ fá lögreglufylgd međ blikkandi ljósum. Vopnađir lögreglumenn og öryggisverđir eru einnig víđa. Af ţessum sökum tók ţađ smá tíma fyrir undirritađan, sem er liđsstjóri og ţjálfari kvennaliđsins, ađ komast inn á skákstađinn fyrir umferđ í dag. Ţannig er mál međ vexti ađ ég er međ insúlíndćlu, sem ég lifi ekki án og get ţví ekki tekiđ af mér, og ţađ tók sex öryggisverđi töluverđan tíma ađ samţykkja ađ tćkiđ vćri hvorki skákreiknir né sprengja. Ađ ţessari rannsókn lokinni fékk ég ađ fara í keppnissalinn, liđsmönnum til mikillar skemmtunar!
Liđ Íslands í kvennaflokki á mótinu er ţannig skipađ:
1. Lenka Ptacnikova 2159
2. Guđlaug Ţorsteinsdóttir 2049
3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 2015
4. Hrund Hauksdóttir 1793
Varamađur: Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1777
Andstćđingar okkar voru kornungar stúlkur frá Maldíveyjum, sem eru nr. 134 í röđinni af 140 keppnisliđum. Viđ erum nr. 61. Guđlaug hvíldi í umferđinni í dag. Einungis andstćđingur Lenku, Mohammed Shahudha (1022), á 1. borđi var međ skákstig, svo viđ vissum ekki alveg viđ hverju mátti búast. Ţađ var ţó fljótlega ljóst ađ skákţekking maldívsku stúlknanna var takmörkuđ. Lenka fékk fljótlega yfirburđarstöđu, vann peđ, hafđi biskupapariđ og alla stöđuna. Eftir ađ hafa hrókađ langt og stillt upp í kóngssókn opnađi Lenka tafliđ međ d5 og ţá hrundi allt hjá svörtum.
Hér lék Lenka 20. d5! og vann létt eftir 20...exd5 21. cxd5 Dxd5? 22. Bf6 Hde8?? 23. Bc4
Hallgerđur Helga hafđi svart gegn Abdulla Zaura (0). Upp kom Caro-Kann vörn og ţrátt fyrir vafasama byrjunartaflmennsku fékk Zaura ţolanlega stöđu. Halla vildi refsa henni strax en missti af 19. g3 og fékk tćknilega tapađ tafl. Hún tók ţá mjög skynsamlega ákvörđun og fór út stöđu ţar sem hún var skiptamun og peđi undir en hafđi ţó töluverđar bćtur sem fólust í sterkum riddara á f5 og lélegum biskup hvíts á c1, sem rakst í eigin peđ. Zaura hefđi ţurft ađ tefla nokkuđ nákvćmt til ţess ađ nýta sér liđsyfirburđina en henni varđ strax á í messunni međ 25. He5??
25...Rxd4! 26. cxd4? Dxd4+ 27. De3? Bxe5! og eftirleikurinn var auđveldur.
Hrund hafđi hvítt gegn Mohamed Shareef Aishah Alya, sem er einungis 10 ára gömul. Byrjunartaflmennskan hennar var mjög vafasöm. Hrund nýtti sér ţađ vel, tefldi mjög nákvćmt, og refsađi henni grimmilega.
12...Bd6?? 13. Rxc6 dxc6 14. e5 og Hrund vann auđveldlega í framhaldinu.
Veronika hafđi svart gegn Rilwan Nuha, 11 ára gamalli. Rilwan tefldi á óhefđbundinn hátt, eins og liđsfélagar hennar, og Veronika nýtti sér mistök hennar í miđtaflinu og vann mann. Nokkrum leikjum síđar stytti sú maldvíska ţjáningar sínar međ ţví ađ leika sig beint í mát.
14. b3?? Be5 15. Dd3 h6 16. Rf3 Bxc3 17. Dxc3 d5 og manni yfir vann Veronika stuttu seinna.
Á morgun fáum viđ liđ Ítalíu sem er afar sterkt, međ međalstig 2304. Ţangađ til ţá, bestu kveđjur frá Bakú.
- Björn Ívar Karlsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 16:58
Tveir 4-0 sigrar í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins
Fyrsta umferđ Ólympíuskákmótsins fór fram í dag. Íslensku sveitirnar unnu báđar góđa 4-0 sigra. Karlaliđ gegn sveit Eţíópíu og kvennaliđiđ gegn Maldíveyjum. Sigur kvennaliđsins var mjög öruggur en smá lukka var yfir sigri Hjörvars á öđru borđi í viđureigninni gegn Eţíópíu.
Myndir David Llada.
Skákir dagsins:
Liđsstjórar sveitanna munu gera betri grein fyrir skákum dagsins í pistlum.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 15:49
Kennari verđur skákkennari: Hvammstangi
Stefán Bergsson hélt hringferđ sinni um landiđ áfram í morgun. Viđkomustađur dagsins í verkefninu Kennari verđur skákkennari var Grunnskóli Húnaţings vestra á Hvammstanga. Skólinn er nokkuđ fjölmennur enda ţjónar hann nćr öllum íbúm Húnaţings vestra sem telur 1250 manns. Í hverjum árgangi er einn bekkur og nemendafjöldi kringum 15 í hverjum bekk. Kennsla dagsins fór fram í fyrsta til fjórđa bekk og var hver bekkur í eina kennslustund í skák. Stefán kenndi nemendum sem höfđu flestir einhvern grunn í skák. Ţorbjörn Gíslason umsjónarkennari í ţriđja bekk fylgdist međ kennslunni. Ţorbjörn sem er fyrrum bréfskákmađur mun í vetur kenna yngstu nemendum skólans skák og tekur ţátt í verkefninu fyrir hönd skólans.
Ţorbjörn ásamt nemendum sínum.
Suzuki umbođiđ er helsti styrktarađili ferđarinnar og Hótel Hvammstangi styrkti kennsluna í Grunnskóla Húnaţings vestra.
2.9.2016 | 09:45
Ólympíuskákmótiđ: Viđureignir dagsins
Beinar slóđir á viđureignir dagsins á Ólympíuskákmótinu Bakú eru:
Umferđin hefst kl. 11.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
2.9.2016 | 07:00
Ljósanćturmót HS Orku fer fram á morgun
Skákfélag Reykjanesbćjar í samstarfi viđ HS Orku halda Ljósanćturmót laugardaginn 3.sept kl.13:00. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og í einum opnum flokki. Stađsetning í Njarđvíkurskóla og skráning hér ađ ofan í gula kassanum. Lokađ verđur fyrir skráningu ef fjöldi fer yfir 80 keppendur.
Verđlaunarfé frá HS Orku er 100.000 kr. og mun deilast.
- 1.verđlaun 40.000 kr.
- 2.verđlaun 25.000 kr.
- 3.verđlaun 15.000 k.r
Sérstök unglingarveđlaun fyrir 14 ára og yngri 10.000 kr. og fyrir óvćntustu úrstlitin 10.000 kr.
Mćting 12:45 og stađfesta skráningu hjá Palla
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Mótstjóri verđur Páll Sigurđsson
Spil og leikir | Breytt 30.8.2016 kl. 13:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 06:31
Eţópía og Maldvíeyjar í fyrstu umferđ - Reynsluboltarnir hvíla í dag
Eţíópía og Maldíveyjar verđa andstćđingar Íslands í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins sem hefst kl. 11 í dag. Bćđi liđin eru mun veikari en íslensku liđin á pappírnum.
Hjá körlunum hvílir Jóhann Hjartarson en hjá konunum hvílir Guđlaug Ţorsteinsdóttir.
Umferđ dagsins
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2016 | 06:11
Flest eftir bókinni í annarri umferđ á Meistaramóti Hugins
Önnur umferđ í Meistaramóti Hugins sem lauk í kvöld var jafn róleg og tíđindalítil og sú fyrsta var viđburđarríka. Sá sem var stigahćrri vann ađ jafnađi ţann stiglćgri nema í skák ţeirra Óskars Víkings Davíđssonar (1666) og Stephan Briem (1569) ţar sem sćst var á skiptan hlut. Miđađ viđ reynslu mína af viđureign viđ Stephn í fyrstu umferđ er spurning hvort telja eigi ţađ óvćnt úrslit. Ţótt úrslitin vćru eftir bókinni ţá var mikil barátta á öllum borđum og engin stutt viđureign nema ţar sem símagambíturinn réđ úrslitum. Ţeir stigalćgri velgdu ţeim stigahćrri undir uggum og gáfum ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Mér sýndist viđ lauslega skođun á viđureignum ađ Mikael Jóhann ţurfa ađ sćkja sigurinn djúpt á móti Ţorsteini Magnússyni og eins komst ég ekki hjá ţví ađ fylgjast međ skákinni á nćsta borđi ţar sem Jón Trausti kreisti vinning út úr skákinni viđ Heimi Pál en ţeir voru síđastir til ađ ljúka umferđinni.
Ađ lokinni annarri umferđ eru fimm skákmenn efstir og jafnir međ 2 vinninga. Ţriđja umferđ fer fram á mánudagskvöldiđ 5. september og hefst kl. 19.30. Eftir ţá umferđ hljóta línur ađ fara ađ skýrast nokkuđ.
Stađan eftir 2 umferđir í chess-results.
1.9.2016 | 21:37
Glćsileg setningarathöfn veislan hefst kl. 11 í fyrramáliđ.
Opnunarhátiđ Ólympíuskákmótsins í Bakú var einkar glćsileg í kvöld. Greinilegt ađ Aserar hafa lagt mikla vinnu og peninga í mótiđ. Međal viđstaddra var Ilham Aliyev forseti landsins. Ţađ var athyglisvert vart ađ hlusta á setningu mótsins en rćđuhöld gengu mikiđ ađ upphefja hans og föđur hans Heydar Aliyev, fyrrum forseta landsins og ţeirra afrek viđ uppbyggingu skáklífs.
Og ţađ eiga ţeir fyllilega skilađ. Núverandi forseti landsins og hefur stađiđ sem klettur á bakviđ aserskt skáklíf og pabbinn, sem er algjör ţjóđhetja hér, stóđ einnig mjög ţétt á bakviđ skáklífiđ á međan hann lifđi. Skilst mér međal annars á frásögnum ţeirra sem til ţekkja ađ hann hafi tekiđ Kasparov uppá sína arma útvegađ honum ţjálfara og húsnćđi ţegar hann var ungur. Fengiđ honum allt til sem til ţurfti.
Kasparov, sem er ekki ţekktur fyrir ađ ţakka mikiđ fyrir sig, orđađi ţađ svo síđar í viđtali:
I always said that Heydar Aliyev has done a lot for me to become the Champion. He created proper conditions for playing. If not him, maybe I wouldn't become the Champion in 1982 and 1984
Töskuleysi hefur hrjáđ hópinn. Viđ fengum ţeir fréttir í kvöld ađ 9 af 13 töskum hafi skilađ sér. Ekki vitum viđ enn hvađa 9 töskur ţađ eru en ţeim á ađ skila til okkur í kvöld/nótt. Frekar óţćgilegt en verslunareigendur í Bakú hafa notiđ góđs af ţessu af ţessu ástandi. Forseti og varaforseti SÍ fóru t.d. í verslunarleiđangur í dag og keyptu reyndar meira í sumarútsölu í Pierre Cardin en til stóđ.
Verđlagiđ hér er mjög lágt í samanburđi viđ Reykjavík og auđvelt ađ gera góđ kaup. Hluti hópsins notađi daginn til ađ heimsćkja gamla bćinn. Ađrir hvíldu sig og söfnuđu kröftum eftir langt og strang ferđalag og mikinn tímamismun.
Umferđ morgundagsins hefst kl. 11. Ekki liggur enn fyrir hverjir verđa andstćđingar morgundagsins ţrátt fyrir klukkan sé orđin 1:30.
Hćgt verđur ađ nálgast allar upplýsingar um hvernig megi fylgjast međ viđureignum morgundagins á Skák.is. Einnig er bent á Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn en ţar verđur vel fylgst međ Ólympíuskákmótinu.
Kveđja frá Bakú,
Gunnar Björnsson
Spil og leikir | Breytt 2.9.2016 kl. 19:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2016 | 18:33
Meistaramót Hugins hófst í gćrkvöldi.
Ţađ var engin lognmolla í fyrstu umferđ Meistaramóts Hugins sem hófst í gćrkvöldi. Draumur skákstjórans um rólega og stutta fyrstu umferđ rćttist ekki ţví síđast skák klárđist ekki fyrr en um miđnćtti og sjálfur bar hann nokkra ábyrgđ á ţessu međ ađ vera nćst síđastur til ađ klára.
Ţađ komu tvenn óvćnt úrslit í í fyrstu umferđ. Héđinn Briem vann Dag Ragnarsson í ţeirri skák sem lengst stóđ, eftir ađ Dagur fórnađi manni í jafnteflislegri stöđu. Héđinn var ţegar ţar var komiđ sögu mjög tímanaumur og ţurfti ađ tefla lengi viđ ţćr ađstćđur en reyndist vandanum vaxinn. Hann viđurkenndi samt eftir skákina ađ hann hefđi veriđ orđinn svo skekinn af atganginum ađ hann hefđi veriđ ađ ţví kominn ađ leika peđi afturá bak. Mikael Jóhann Karlsson lék af sé manni á móti Heimi Páli Ranarssyni og ţurfti ađ lúta í lćgra haldi. Vigfús var svo hćtt kominn á móti Stephan Briem en hafđi sigur í tímahrakinu undir lok skákar.
Önnur umferđ verđur tefld í kvöld og hefst kl. 19.30. Ţá mćtast m.a. Aron Ţór Davíđ, Sćvar Jón Eggert og Heimir Páll -Jón Trausti.
Úrslit 1. umferđar í chess-results:
1.9.2016 | 16:58
Kennari verđur skákkennari: Hringferđ hófst á Húnavöllum
Skák eflir skóla - kennari verđur skákkennari hefur hafiđ göngu sína ţetta skólaáriđ. Verkefniđ sem er samstarfsverkefni menntamálaráđuneytisins og Skáksambands Íslands er nú unniđ annađ áriđ í röđ. Inntak verkefnisins er ađ kenna almennum kennurum ađ kenna skák. Tólf skólar víđs vegar af á landinu taka ţátt. Kennsla hófst í skólum á höfuđborgarsvćđinu í fyrstu skólaviku. Helmingur skólanna er á landsbyggđinni og heimsćkir Stefán Bergsson verkefnisstjóri ţá í hringferđ sinni um landiđ í ţessari og nćstu viku. Hringferđin hófst í Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu í morgun. Í Húnavallaskóla sjá Grímur Guđmundsson og Áslaug Inga Finnsdóttir um skákkennsluna. Skákkennslan er kennd í samkennslu fjórđa til sjötta bekkjar; á stundaskrá einu sinni í viku. Grímur sem er smíđakennari og húsvörđur skólans hefur töluverđan skákgrunn en hann var nemandi í Laugalćkjarskóla í skólastjóratíđ Ţráins Guđmundssonar heitins. Í skákkennslunni í morgun kenndi Stefán nemendum og kennurum nokkra skákleiki fyrir nemendur til ađ ćfa sig, fór yfir einföld mátstef og helstu atriđi í byrjun tafls. Í fyrramáliđ verđur Grunnskóli Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga heimsóttur.
Suzuki umbođiđ er helsti styrktarađili ferđarinnar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 13
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8778717
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar