Fćrsluflokkur: Spil og leikir
7.9.2016 | 21:21
Ólympíuskákmótiđ: 5. umferđ í kvennaflokki
Ísland 1 ˝ - Mexíkó 2 ˝
Andstćđingar okkar í 5. umferđ voru Mexíkó (međalstig: 2082). Stelpurnar voru fullar sjálfstrausts fyrir umferđina, enda hafa ţćr veriđ ađ tefla vel. Sigrar okkar bćđi gegn Englandi og Moldavíu hafa vakiđ athygli. Margeir Pétursson kom til Bakú í gćr og tók međal annars góđa ćfingu međ okkur í dag ţar sem viđ fórum yfir skákir gćrdagsins. Hann fćrđi okkur einnig sérstakar kveđjur frá íslenska landsliđshópnum í knattspyrnu sem gladdist víst mikiđ yfir sigri okkar á Englendingum í 3. umferđ.
Liđ Mexíkó var ađ mestu skipađ ungum skákkonum sem mćtti sennilega segja ađ séu efnilegar og ,,underrated eins og margir skákmenn frá Suđur-Ameríku. Viđ höfđum reyndar komist ađ ţví í undirbúningi okkar fyrir umferđina ađ ţćr virtust ekki vera neitt sérstaklega sterkar í byrjunum. Viđ lögđum ţví upp međ ađ koma ţeim ađeins á óvart.
Lenka hafđi hvítt á 1. borđi gegn WIM Diana Carime Real Pereyra (2136). Pereyra var međ 4 vinninga í 4 skákum, fyrir umferđina, og hafđi veriđ ađ tefla mjög sannfćrandi. Hún hafđi teflt vafasamt afbrigđi í Sikileyjarvörn fyrr á mótinu og viđ fórum vel yfir ţađ. Lenka tefldi af miklum krafti og Pereyra fékk algjörlega óteflanlega stöđu ţar sem hún náđi hvorki ađ virkja biskupinn á f8 né hrókinn á h8. Lenka bćtti stöđuna jafnt og ţétt og á hárréttum tímapunkti lét hún vađa og fórnađi manni fyrir óverjandi sókn.
Hér lék Lenka 22. Rdxe7! og eftir 22...Bxe7 23. Rxd6 Bxd6 24. Hxd6 Hc7 25. e5! hrundi svarta stađan.
Pereyra varđist ágćtlega í framhaldinu en Lenka gerđi engin mistök og skipti upp í endatafl ţar sem hún hafđi drottningu og sex peđ gegn tveimur hrókum og ţremur peđum. Hrókarnir unnu illa saman og á međan ýtti Lenka samstćđum frípeđum sínum á g- og h-línunum sem Pereyra átti engin svör viđ. Glćsilegur sigur hjá Lenku sem er búin ađ eiga frábćrt mót hingađ til.
Guđlaug hafđi svart gegn WIM Alejandra Guerrero Rodriguez (2043) á 2. borđi. Viđ áttum von á ađ Rodriguez myndi tefla Alapin afbrigđiđ gegn Sikileyjarvörn og bjuggum okkur vel undir ţađ. Hún kom okkur á óvart međ ţví ađ leika snemma b3 og upp kom frekar óvenjuleg stađa ţar sem hvítur stóđ alltaf betur. Raunar var stađa Gullu strategískt vafasöm í miđtaflinu en hún varđist af mikilli hörku og ţađ var ekki auđvelt fyrir hvítan ađ finna eitthvađ rakiđ ţó stađan liti vel út. Eftir tímamörkin gat Rodriguez unniđ peđ á f4 og ţá hefđi Guđlaug átt erfiđa vörn fyrir höndum. Sem betur fer tók sú mexíkóska ţá ákvörđun ađ taka peđiđ međ drottningu, í stađinn fyrir hrók, og ţá gat Gulla leppađ hvíta hrókinn á d4 sem leit mjög hćttulega út fyrir hvítan.
Hér lék Rodriguez 43. Dxf4? í stađ 43. Hxf4. Gulla svarađi međ 43...Dc5! međ hugmyndinni 44. Hd1 Hd8!
Ég hélt jafnvel ađ viđ vćrum ađ stela sigrinum á ţessum tímapunki en Rodriguez fann einu vörnina sem byggđist á ţráskák međ 43. Dxf4 Dc5 44. Hb8 sem ekkert var hćgt ađ gera viđ. Jafntefli niđurstađan.
Hallgerđur Helga hafđi hvítt á 3. borđi gegn WIM Lilia Ivonne Fuentes Godoy (2142). Halla ákvađ ađ koma henni á óvart međ ţví ađ drepa snemma međ biskup á c6 í Sikileyjarvörn og leika b3 í framhaldinu, eins og Anand hafđi teflt gegn Gelfand í einvígi ţeirra hérna um áriđ. Hugmyndin var ađ reyna ađ fá upp stöđu ţar sem vćri hćgt ađ tefla gegn tvípeđi svarts á c-línunni í anda Nimzowitsch. Sú áćtlun gekk fullkomlega upp og auk ţess notađi sú mexíkóska mikinn tíma. Halla fékk mun betra tafl og náđi ađ stilla öđrum riddaranum sínum upp á e4, sem ,,kontrólerađi stöđunni algjörlega eins og Margeir orđađi ţađ. Engu ađ síđur var ekki auđvelt ađ finna neitt rakiđ vinningsplan og stađan var svolítiđ vantefld. Godoy fór ađ sprikla á kóngsvćngnum og var međ hćttulegar hótanir sem Halla ţurfti ađ eyđa töluverđum tíma í ađ finna vörn gegn. Hún fann mjög góđa leiđ og gat á einum tímapunkti komist út í vćnlegt, ef ekki unniđ, endatafl.
Hér gat Halla leikiđ 27. Dxe6+ međ hugmyndinni 27...Dxe6 28. Hxe6 Bf7 29. Rf5! sem ţvingar strax fram vćnlegt endatafl. Hún lék í stađinn 27. Rf5 sem er líka góđur leikur en svartur fékk fćri í framhaldinu sem Halla réđ ekki viđ.
Halla missti af bestu vörninni og réđ svo ekkert viđ spil svarts. Godoy komst međ hrókinn niđur á ađra reitaröđ og ásamt sterkum biskup og hćttulegu frípeđi átti Halla enga vörn. Svekkjandi tap eftir vel útfćrđa skák.
Veronika hafđi svart á 4. borđi gegn WFM Miriam Parkhurst Casas (1993). Upp kom sjaldgćft afbrigđi Sikileyjarvarnar ţar sem sú mexíkóska lék snemma c4. Viđ vorum međ stöđuna eftir 10 leiki á ,,eldhúsborđinu fyrir skákina svo Veronika vissi alveg hvađ hún var ađ gera. Eftir byrjunina skipti hún hins vegar um áćtlun og ćtlađi ađ losa um stöđuna međ ţví ađ leika 12...d5. Sennilega hefđi veriđ betra ađ leika 12...Bd4 og halda stöđunni lokađri. Eftir ađ miđborđiđ opnađist lifnuđu biskupar hvíts viđ og í framhaldinu vann Casas peđ á e5. Í framhaldinu missti Veronika af leiđindar trikki sem sú mexíkóska lagđi fyrir hana, tapađi manni og neyddist til ađ gefast upp.
Hér lék Veronika 22...Hfe8 og tapađi manni eftir 23. Db5 De6? 24. Hxa2! međ hugmyndinni 24...Dxa2 25. Bc4. Ţess í stađ hefđi hún átt góđa varnarmöguleika međ 22...Bb3.
Í stađ ţess ađ gefa manninn átti Veronika ágćta möguleika á ţví ađ halda stöđunni međ ţví ađ blokkera peđ hvíts á drottningarvćngnum. Margeir benti á ţađ eftir skákina ađ í ţannig stöđutýpu vćri gott ađ forđast uppskipti á drottningum, sem var mjög lćrdómsríkt. Ţessi skák fer í reynslubankann.
Svekkjandi tap 2˝ - 1˝ stađreynd eftir gott gengi í síđustu umferđum en ég var samt mjög ánćgđur međ taflmennskuna ađ mörgu leyti. Lenka og Halla áttu vel útfćrđar skákir og viđ hefđum átt ađ fá 2 vinninga úr ţeim á góđum degi. Einnig náđi Gulla í gott jafntefli međ hörku vörn. Viđ gćtum ţví hćglega haft 8 stig af 10 í 6.-16. sćti sem vćri ótrúlegt. Viđ erum ţess í stađ í 31.-58. sćti međ 6 stig (vorum í sćti 61. fyrir mótiđ á stigum). Ţađ ţýđir lítiđ ađ svekkja sig á ţessu ţví viđ eigum erfiđa viđureign gegn hörkusterku liđi Perú (međalstig: 2175) á morgun, međ WGM Deysi Cori (2402) á 1. borđi.
Í dag var kćrkominn frídagar og sumir (ég), sem hafa lítiđ sofiđ síđan viđ komum til Bakú, gátu hvílt sig vel. Ţađ er gott ađ halda góđri rútínu á skákmótum, ţađ hafa reynsluboltar í greininni eins og Helgi Ólafsson kennt okkur. Engu ađ síđur er líka mikilvćgt ađ geta brotiđ rútínuna ađeins upp og viđ Ingvar og Gummi hvíldum hótelmatinn ađeins í kvöld og kíktum út á rómantískan, ţokkalegan pítsustađ. Ađrir fóru í skođunarferđir, göngutúra, kíktu í búđir eđa slökuđu á. Ţađ segir ýmislegt um metnađinn og andann sem ríkir í hópnum ađ á pítsustađinum var mesta athyglin á skáksettinu sem Ingvar hafđi auđvitađ međferđis.
Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.
Björn Ívar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2016 | 17:21
Afmćlismót TV: góđ kjör á gistingu og góđ peningaverđlaun
Afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja fer fram komandi helgi en félagiđ er nú á sínu 90. ári. Helgi Ólafsson stórmeistari og Vestmanneyingur er stigahćstur skráđra keppenda sem eru nú um 20 talsins.
Enn er hćgt ađ skrá sig til leiks á skak.is. Afar góđ kjör fást á gistingu eđa tveggja manna herbergi í uppábúnum rúmum á 5500 kr. samtals. Ef ţrír í herbergi ţá er herbergiđ samtals á kr. 7000. Alger kostakjör og er gistingin í göngufćri viđ skákstađ. Áhugasamir um gistinguna hafi samband viđ Jóhannes í síma: 778-1500
Nánar um mótiđ má lesa hér; http://skak.blog.is/blog/skak/entry/2179051/
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2016 | 08:17
Steinţór Baldursson: Minning
Steinţór leigđi bát í Tromsö fyrir dómarana og stóđ ađ sjálfsögđu í stefni.
Steinţór Baldursson kom eins og stormsveipur inn í íslenskt skáklíf ţegar sonur hans Felix byrjađi ađ tefla. Steinţór hafđi skođanir á hlutunum og ţar fór mikill framkvćmdamađur. Á hann var hlustađ međ athygli og innan skamms var hann bćđi kominn í stjórn Skáksambands Íslands og Taflfélagsins Hellis og reyndist gríđarlega öflugur stjórnarmađur.
Skákdómarinn Steinţór ađ störfum.
Ađ sjálfsögđu hafđi gamli handboltadómarinn mikinn áhuga á skákdómgćslu og var mjög fljótlega kominn í hlutverk skákdómarans. Tćknikunnátta Steinţórs nýttist einnig mjög vel og var hann einn helsti sérfrćđingur landsins í beinum skákútsendingum.
Íslensku dómararnir ađ störfum í Tromsó. Steinţórs er sárt saknađ í Bakú.
Steinţór var einn allra öflugasti skákdómari landsins og hafđi alţjóđleg dómararéttindi. Hann var einn skákdómara á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 2014 og á Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöllinni 2015. Steinţór var ţrautseigur međ afbrigđum og lét veikindin sem minnst stöđva sig. Hans síđasta skákstjóraverkefni var dómgćsla á Íslandsmótinu á Seltjarnarnesi í maí-júní sl.
Ţađ var gott ađ leita til Steinţórs. Hann var einstaklega úrráđagóđur og reyndist mér oft mjög vel ţegar ég ţurfti ráđ.
Garry Kasparov í góđum félagsskap.
Ţegar Steinţór er borđinn til grafar eru ég og margir ađrir úr skákhreyfingunni staddir á Ólympíuskákmótinu í Bakú í Aserbaísjan. Okkur ţykir leitt ađ geta ekki veriđ viđstödd útför Steinţórs, en viđ munum ţess í stađ kveđja okkar góđa vin međ okkar hćtti í Bakú. Til Bakú stefndi Steinţór á ađ fara en ţví miđur gekk ţađ ekki eftir. Hans er sárt saknađ.
Frasi Steinţórs, "gríđarlega vandađ", er mikiđ notađur í Bakú og mun lifa í skákhreyfingunni um ókomna tíđ.
Skákhreyfingin hefur misst einn sinn besta mann. Margir í hreyfingunni hafa misst frábćran vin.
Claire, börnum Steinţórs, foreldrum hans og öđrum ađstandendum sendi ég einlćgar samúđarkveđjur.
Gunnar Björnsson,
Forseti Skáksambands Íslands
7.9.2016 | 07:00
Íslandsmót öldunga 65+ fer fram á laugardaginn
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verđur haldiđ laugardaginn 10. september nk. í Ásgarđi, félagsheimili FEB ađ Stangarhyl. Ađ ţessu sinni standa báđir skákklúbbar eldri borgara á Höfuđborgarsvćđinu, RIDDARINN og ĆSIR, sameiginlega ađ mótinu, sem áđur hefur fariđ fram á vegum hins fyrrnefnda í Hafnarfirđi.
Ţetta er í ţriđja sinn sem slíkt Íslandsmót međ atskákarsniđi fer fram í ţessum aldursflokki.
Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma auk 3 sekúndna viđbótartíma á leik. Fjórar umferđir verđa tefldar fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm eftir hádegisverđarhlé.
Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.30 međ verđlaunaafhendingu.
Ţátttökugjald er kr. 1000 og innifelur kaffi, svaladrykki og snarl međan á móti stendur. Björgvin Víglundsson er núverandi Íslandsmeistari og hefur unniđ mótiđ í bćđi skiptin sem ţađ hefur veriđ haldiđ.
Ađalverđlaun mótsins er kr. 50.000 ferđastyrkur á Norđurlandamótiđ í skák í Sastamala, Finnlandi, 22. -30. október nk. Auk verđlaunagripa sem gefnir eru af Sportvöruverzluninni JÓA ÚTHERJA, verđa veitt vegleg bókaverđlaun og aldursflokkaviđurkenningar (65-70; 71-75; 76-80; 81 og eldri). Vćnst er góđrar ţátttöku sem víđast hvar ađ af landinu.
Mótsnefndina skipa fulltrúar "Öđlinganefndar SÍ" ţeir: Einar S. Einarsson, formađur; Finnur Kr. Finnsson; Guđfinnur R. Kjartansson; Sigurđur E. Kristjánsson og Össur Kristinsson.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2016 | 05:00
Íslandsmót skákfélaga hefst 29. september - félagaskiptaglugginn lokar ţann 9. september
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept 2. okt. nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 29. september. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 30. september. kl. 20.00 og síđan tefla 1. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 2. október.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.
Ţátttökugjöld:
- 1. deild kr. 70.000.-
- 2. deild kr. 60.000.-
- 3. deild kr. 20.000.-
- 4. deild kr. 15.000.-
Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ. Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ.
Međfylgjandi er 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga og reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga.
Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:
- gr.
Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga. Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.
Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 9. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga.
Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga: Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni.
Ţátttökutilkynningar ţurfa ađ berast Skáksambandi Íslands fyrir 20. september međ bréfi, tölvupósti (skaksamband@skaksamband.is), símleiđis eđa á Skák.is (guli kassinn). Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.
Stjórn SÍ mćlist til af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2016 | 18:03
ÓL: Ísland blandar sér í toppbaráttuna í Bakú
Íslenska liđiđ í opnum flokki Ólympíuskákmótsins í Bakú vann Eistland í dag af miklu öryggi. Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Hjartarson og Bragi Ţorfinnsson unnu sínar skákir en Guđmundur Kjartansson tapađi. Ţessi 3-1 sigur tryggđi liđinu 8 stig af 10 mögulegum og er sveitin ţví komin í hóp ţjóđa á borđ viđ Rússland, Kína og Aserbaísjan.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2547) hefur fariđ á kostum í mótinu til ţessa og hefur unniđ allar fimm skákir sínar. Ađeins ţrír ađrir skákmenn hafa unniđ allar fimm skákir sínar; Jan-Krzysztof Duda (2675) frá Póllandi, Santosh Gujrathi Vidit (2669) frá Indlandi og Ian Nepomniachtchi (2740) frá Rússlandi. Ţá hefur Bragi Ţorfinnsson (2430) einnig unniđ allar sínar skákir en Bragi hefur teflt einni skák fćrra en Hjörvar Steinn.
Jóhann Hjartarson vann sína skák í dag međ einkar laglegum hćtti, en Guđmundur Kjartansson tapađi.
Kvennaliđ Íslands atti kappi viđ Mexíkó í dag og tapađi naumlega 1,5-2,5. Liđiđ var hársbreidd frá ţví ađ nćla sér í jafntefli í viđureigninni. Eftir tap í 2.umferđ gegn Ítalíu hafa hamskipti Lenku Ptacnikovu (2159) veriđ slík ađ engin mótherji hefur séđ til sólar gegn henni, ţó oft hafi ţeim sýnst léttskýjađ. Lenka hefur unniđ síđustu ţrjár skákir og hefur nú 4 vinninga í 5 skákum. Guđlaug Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli í dag, en Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuđu sínum skákum.
Í 6.umferđ opins flokks, sem hefst á fimmtudag klukkan 11 ađ íslenskum tíma, mćtir Ísland liđi Tyrklands. Í kvennaflokki mćtir Ísland liđi Perú. Báđar íslensku sveitirnar tefla ţví viđ andstćđinga sem hafa mun hćrri međalstig.
Í efstu sćtum opins flokks eru Holland, Úkraína og Indland, öll međ 10 stig. Úkraína hefur fariđ geysivel af stađ og hefur lagt bćđi Rússland og Kína ađ velli. Úkraína mćtir ofursveit Bandaríkjanna í 6.umferđ á međan Holland og Indland leiđa saman hesta sína. Í kvennaflokki eru tvćr ţjóđir međ fullt hús, Rússland og Úkraína, en ţessi liđ mćtast einmitt í nćstu umferđ.
Á morgun er eini frídagur mótsins.
6.9.2016 | 16:46
Kennari verđur skákkennari: Neskaupsstađur
Nesskóli Neskaupstađ er ţátttakandi í verkefninu Kennari verđur skákkennari. Klara Sigríđur Sveinsdóttir mun í vetur kenna nemendum sínum í fjórđa bekk skák einu sinni í viku. Stefán Bergsson verkefnisstjóri heimsótti Klöru og nemendur hennar í morgun. Kennt var ţrjá tíma fyrir hádegi og fariđ yfir skákleiki og kennsluađferđir sem Klara getur nýtt sér í framhaldinu. Skólastjóri skólans er Einar Már Sigurđsson sem er mikil skákáhugamađur. Einar hafđi frá ýmsu ađ segja og m.a. sögum af alţjóđlega skákmótinu á Neskaupstađ áriđ 1984 sem Helgi Ólafsson vann. Skólinn fjárfesti í nýjum töflum og fara nemendur og Klara ţví vel búin inn í komandi skákvetur. Styrktarađili heimsóknarinnar var Hótel Capitano.
6.9.2016 | 07:59
Viđureignir dagsins: Eistland og Mexíkó
Fimmta umferđ Ólympíuskákmótsins hefst kl. 11 í dag. Andstćđingar dagsins eru Eistar í opnum flokki og Mexíkóar í kvennaflokki.
Hannes Hlífar Stefánsson hvílir í dag gegn Eistum.
Íslenska kvennaliđiđ mćtir sveit Mexíkóa. Hrund Hauksdóttir hvílir.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 11)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2016 | 07:00
Bikarsyrpa TR hefst á föstudaginn
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.
Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á alvöru mótum einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.
Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.
Fyrsta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 9. september og stendur til sunnudagsins 11. september. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Dagskrá Bikarsyrpu I:
1. umferđ: 09.september kl. 17.30 (fös).
2. umferđ: 10.september kl. 10.00 (lau).
3. umferđ: 10.september kl. 13.00 (lau).
4. umferđ: 10.september kl. 16.00 (lau).
5. umferđ: 11.september kl. 10.00 (sun).
6. umferđ: 11.september kl. 13.00 (sun).
7. umferđ: 11.september kl. 16.00 (sun).
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7.umferđ.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hverja yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2.sćti og 3.sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1.sćti gefur 5 einkatíma, 2.sćti gefur 3 einkatíma og 3.sćti gefur 2 einkatíma.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 22:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2016 | 22:41
Ólympíuskákmótiđ: 4. umferđ í kvennaflokki
Moldavía 1 ˝ - Ísland 2 ˝
Viđ fengum liđ Moldavíu í dag, međ međalstig 2167.
Lenka hafđi svart gegn WIM Diana Baciu (2279) á 1. borđi. Upp kom tískuvörn sem viđ höfđum litiđ á fyrir skákina og bjuggumst viđ einhverju bitlausu g3-afbrigđi sem Baciu hafđi teflt nokkrum sinnum áđur. Sú moldavíska breytti ţó útaf og lék snemma h3, Be3 og Dd2 og stillti upp í kóngssókn. Lenka lenti í krappri vörn og í miđtaflinu var hún međ ,,koltapađ í tölvunum. Hún fann ţó leiđir til ţess ađ gera úrvinnsluna flókna fyrir hvítan og á ótrúlegan hátt missti Baciu af vinningsleiđinni sem tölvan mat á +17,98! Lenka fór međ kónginn á d6, beint í skotlínu hvítu mannanna og skyndilega var hún međ unniđ tafl ţví Baciu átti engar góđar skákir vegna lúmskra máthótanna Lenku. Á ţessum tímapunkti gekk undirritađur um gólf og púlsinn var ađ nálgast 200! Á sama tíma heima á Íslandi var einn Björn Ţorfinnsson ađ sturlast af spennu:
Hér lék Lenka 37...Kd6! og öllum fráskákum međ riddarnum er auđvitađ svarađ međ 38...Dd2 mát, takk fyrir!
Frábćr baráttusigur Lenku, sem hefur unniđ tvćr skákir í röđ gegn mjög sterkum andstćđingum.
Guđlaug hafđi hvítt gegn IM Svetlana Petrenko (2176) á 2. borđi. Upp kom kóngs-indversk vörn og Gulla fékk ţćgilega stöđu út úr byrjuninni. Petrenko var međ veikt peđ á f5 og óvirka menn á kóngsvćngnum og hugsanlega hefđi Gulla getađ haldiđ pressunni og gert tilraun til ađ tefla til vinnings. Á ţessum tímapunkti var stađan í viđureigninni ađ snúast okkur í hag og viđ ţađ slakađi Gulla ađeins á klónni og hleypti Petrenko inn í skákina.
Hér var spurning hvort 34. a4 hefđi ekki gefiđ hvítum smá möguleika á ađ svíđa skákina. Gulla lék í stađinn 34. He1 og missti ađeins tökin á stöđunni í framhaldinu.
Sú moldavíska nýtti tćkifćriđ og sýndi góđa tćkni í framhaldinu. Gulla neyddist út í erfitt hróksendatafl og ţví varđ ţví miđur ekki bjargađ.
Hallgerđur Helga hafđi svart gegn WFM Olga Hincu (2125) á 3. borđi. Upp kom óvenjuleg leiđ gegn Grunfelds-vörn međ 3. Rd2!? Hvítur fékk rýmra og betra tafl og Halla mátti sćtta sig viđ ţrönga og erfiđa stöđu. Hún hefur sýnt ţađ hingađ til í mótinu ađ hún er hörku varnarskákmađur og ţrátt fyrir ađ hafa ţurft ađ leika riddaranum sínum til a8, ţar sem hann mátt dúsa í 21 leik(!), barđist hún eins og ljón.
Halla var ađ enda viđ ađ leika 19...Ra8 ţar sem hann valdar c7-peđiđ. Ţar fékk hann ađ dúsa í 21 leik ţangađ til ađ birtist skyndilega og klárađi skákina!
Hincu gerđi heiđarlega tilraun til ţess ađ vinna skákina, setti mikla pressu á Höllu sem fann alltaf varnir viđ hótunum hvíts. Hincu fór svo međ kónginn sinn alla leiđ á d5 en ţá sprakk svarta stađan allt í einu út međ skemmtilegu trikki, og Halla var skyndilega komin međ frumkvćđiđ.
34...b5! og svartur er allt í einu kominn međ betra. Hrókurinn á a6 sveiflar sér yfir á e6 og riddarinn á a8 vaknar til lífsins. 35. Hxb5 gengur ekki ţví eftir 35...c6+ fellur hrókurinn á b5.
Halla tefldi óađfinnanlega í framhaldinu og vann frábćran sigur sem skrifast algjörlega á ótrúlega ţolinmćđi og baráttuţrek.
Veronika hafđi hvítt gegn WGM Elena Partac (2086) á 4. borđi. Viđ höfđum fyrir skákina krufiđ afbrigđi Partac í sikileyjarvörn og fundiđ ýmsar hugmyndir til ţess ađ gera henn lífiđ leitt. Veronika fór međ riddarann sinn til c4 samkvćmt planinu okkar og eftir ađ sú moldavíska hrókađi langt upphófst mikiđ kapplaup á báđum vćngjum; Veronika sótti á drottningarvćng og Partac á kóngsvćng. Veronika var alltaf međ betra tafl og vantađi ađeins herslumuninn upp á ađ fá vćnlegt endatafl og leggja ţar međ stórmeistarann ađ velli. Í tímahraki beggja endutóku ţćr stöđuna tvisvar og ţá var Veronika skynsöm og spurđi mig hvort hún ćtti ađ taka jafntefli, sem var hárrétt ákvörđun hjá henni.
33. Re8+ og sama stađan komin upp ţrisvar. Mikilvćgt jafnteli.
Á ţessum tímapunkti voru stöđurnar hjá Lenku og Höllu ađ snúast okkur í hug svo jafntefli voru mjög góđ úrslit. Áfram hélt yfirstressađur Björn Ţorfinnsson:
Flott skák hjá Veroniku, sem var vel undirbúin og hafđi trú á sér í dag.
Á sama tíma og viđ lögđum Moldavíu ađ velli var Bragi ađ innsigla öruggan 3 1/2 - 1/2 sigur gegn Fćreyjum međ óađfinnanlegri úrvinnslu í endatafli. Ţađ voru ţví stoltir og glađir landsliđsmenn Íslands sem gengu út úr Kristalhöllinni og ţađ var glatt á hjalla í rútunni á leiđinni heim á hótel!
Á morgun fáum viđ sveit Mexíkó (međalstig: 2082) og erum fullar sjálfstrausts fyrir ţá viđureign. Ég er ánćgđur međ mjög margt í taflmennsku stelpnanna. Ţađ sem hefur skyniđ í gegn er baráttuţrekiđ í erfiđum stöđum, sem hefur veriđ ađ skila mörgum vinningum í hús. Viđ gćtum enn bćtt tímanotkunina ađeins til ţess ađ komast hjá tímahraki. Ađ sama skapi hefđi ég getađ gert betur sem liđsstjóri í dag og bent Guđlaugu á ađ bjóđa jafntefli í betri stöđu ţegar viđureignin var ađ snúast okkur í vil. Ţađ er hins vegar lúxusvandamál en mađur verđur ekki betri nema ađ vera tilbúinn ađ gagnrýna sjálfan sig - jafnvel eftir góđa sigra!
Ţangađ til nćst, bestu kveđjur frá Bakú.
Björn Ívar
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 14
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 137
- Frá upphafi: 8778737
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar