Færsluflokkur: Spil og leikir
3.3.2017 | 00:31
Huginn með eins vinnings forskot á TR
Taflfélag Reykjavíkur minnkaði forystu Skákfélagsins Hugins niður í aðeins einn vinning í sjöttu umferð Íslandsmóts skákfélaga í kvöld. TR vann þá 7½-½ sigur á Skákdeild KR. Á sama tíma töpuðu Huginsmenn niður 2 vinningum á móti Skákfélagi Reykjanesbæjar þar sem Haukur Bergmann gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlega meistarann Einar Hjalta Jensson þrátt fyrir mikinn stigamun.
Skákdeild Fjölnis er þriðja sæti eftir sigur á Víkingaklúbbnum með minnsta mun 4½-3½. Taflfélag Bolungarvíkur er í fjórða sæti ásamt Víkingaklúbbnum en þeir unnu b-sveit TR 5½-½. B-sveit Hugins vann Skákfélag Akureyrar 5-3 og er í sjötta sæti.
Einstaklingsúrslit má finna hér.
Gríðarleg spennandi fallbarátta er framundan en aðeins munar 3 vinningum á sjötta sætinu og fallsæti.
Staðan:
Sjöunda umferð fer fram á morgun. Þá teflir Hugin við Víkingaklúbbinn og TR við Skákfélag Akureyrar.
Mótið á Chess-Results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2017 | 10:49
Síðari hluti Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst á morgun með taflmennsku í fyrstu deild. Deildir 2-4 hefjast á föstudagskvöldið. Taflmennsku lýkur á laugardaginn. Teflt er í Rimaskóla í Grafarvogi.
Íslandsmót skákfélaga er mikil árshátíð skákmanna. Þar tefla allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Meðal keppenda um helgina má nefna Gunnar Gunnarsson, 84 ára. Gunnar varð Íslandsmeistari í skák árið 1966 og Jósef Omarsson, 5 ára en Jósef tefldi með liði leikskólans Laufásborgar á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir skemmstu en frammistaðan skólans vakti feyki athygli. Sennilega er það einsæmi að aldurmunur á keppendum á sama móti sé um 80 ár!
Mikil spenna er í öllum deildum. Í fyrstu deild berjast Íslandsmeistarar Hugins við Taflfélag Reykjavíkur um titilinn. Huginsmenn hafa 2½ vinnings forskot á TR. Skákdeild Fjölnis er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Í annarri deild eru Taflfélag Garðabæjar og b-sveit Skákfélag Akureyrar í forystu. C-sveit Hugins er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Hrókar alls fagnaðar eru efstir í þriðju deild. Skákfélag Selfoss og b-sveit Skákfélags Reykjanesbæjar eru í 2.-3. sæti.
Stöðunu má nálgast hér.
B-sveit Víkingaklúbbsins er efst í fjórðu deild. Skákfélag Sauðárkróks er í 2. sæti og e-sveit Taflfélags Reykjavíkur í því þriðja.
Stöðuna má finna hér.
Teflt er á fimmtudagskvöldið kl. 19:30, föstudagskvöldið kl. 20 og á laugardaginn kl. 11 og 17.
Lokahóf mótsins verður í Kringlukránni um kl. 22:00. Þangað eru allir 20 ára og eldri velkomnir.
Spil og leikir | Breytt 3.3.2017 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2017 | 10:47
Fannar Breki sigurvegari Skákþings Akureyrar - yngri flokka
Þeir Fannar Breki Kárason og Arnar Smári Sigrúnarson urðu efstir og jafnir á mótinu um síðustu helgi, eins og komið hefur fram hér á síðunni. Báðir tryggðu sér það með Akureyrarmeistaratitil í skólaskák, hvor í sínum flokki. Til að skera úr um sigurvegara á Skákþinginu og titilinn skákmeistari Akureyrar í yngri flokkum var efnt til einvígis sem fór fram í Skákheimilinu í gær.
Fannar vann fyrstu skákina nokkuð örugglega eftir að Arnar lék af sér manni í upphafi miðtaflsins. Í annarri skákinni snerist þetta við; Arnar náði undirtökum strax eftir byrjunina og nýtti sér yfirburði sína til að vina öruggan sigur. Þar sem staðan var þá jöfn tefldu þeir eina skák til úrslita. Var hún sviptingasöm eins og efni stóðu til. Eftir að hafa fengið góða stöðu úr byrjuninni lék Fannar illa af sér og tapaði manni. Hann klóraði þó í bakkann og á örlagastundu uggði Arnar ekki að sér, hótaði máti með kröftugum riddaraleik en sást yfir að hann gaf um andstæðingum leið færi á mái í leiknum. Fannar greið tækifærið og vann þar með einvígið og Skákþingið. Við óskum honum til hamingju með sigurinn, en báðir mega þeir félagar vera stoltir af árangrinum og framsókn sinni á skáksviðinu.
1.3.2017 | 20:51
Aeroflot Open: Gott og slæmt gengi
Aeroflot Open lauk í dag í Moskvu. Það gekk upp og niður hjá íslensku keppendum. Sigurður Daði Sigfússon (2226) og Dagur Ragnarsson (2276) áttu báðir gott mót í b-flokki og hækka vel á stigum. Guðmundur Kjartansson (2464) fékk flesta vinninga íslensku keppendanna og var nálægt pari. Helgi Ólafsson (2540), sem tefldi í a-flokki, náði sér ekki á strik á mótinu.
Helgi hlaut 2,5 vinning í 9 skákum í a-flokki. Guðmundur Kjartansson varð efstur strákanna í b-flokki en hann hlaut 5,5 vinninga. Sigurður Daði Sigfússon hlaut 4 vinninga og Dagur Ragnarsson 3,5 vinninga.
Sigurður Daði hækkar um 26 stig fyrir frammistöðu sína, Dagur um 17 stig þrátt fyrir hafa tapað þremur síðustu skákunum. Guðmundur lækkar um 2 stig og Helgi um 26 stig.
1.3.2017 | 20:46
KALAK fagnar 25 ára afmæli á laugardag -- allir velkomnir
KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til 25 ára afmælisfagnaðar laugardaginn 4. mars kl. 14-16 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Rifjuð verður upp saga félagsins, boðið upp á veitingar og nýir og gamlir Grænlandsvinir boðnir velkomnir til fagnaðarfundar.
KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, var stofnað í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars 1992. Í fyrstu stjórn KALAK voru Guðmundur Hansen formaður, Magnús Magnússon, Elísabeth B. Nielsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Stofnfélagar voru 43.
Markmið KALAK er að vinna að auknum samskiptum Íslands og Grænlands, einkum á sviði félags- og menningarmála. Félagið hefur gegnum tíðina haldið fjölmörg mynda- og fræðslukvöld, staðið fyrir Grænlenskum dögum og stutt við samfélagsleg verkefni á Grænlandi, sérstaklega í þágu ungs fólks.
Stærsta verkefni KALAK árlega er heimsókn 11 ára barna frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands. Hingað koma þau ásamt fylgdarliði kennara og dvelja á Íslandi í rúmlega 2 vikur. Börnin sækja skóla í Kópavogi, þar sem þau kynnast jafnöldrum, fara í sundtíma tvisvar á dag og gera ótal margt skemmtilegt meðan á dvölinni stendur. KALAK hefur líka frá upphafi, árið 2003, tekið virkan þátt í skáklandnámi og verkefnum Hróksins á Grænlandi, og eiga félögin góða og nána samvinnu.
Allir eru hjartanlega velkomnir í afmælisfögnuðinn á laugardaginn.
Um KALAK: http://kalak.is/um-kalak/
1.3.2017 | 11:59
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst á morgun
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst á morgun með taflmennsku í fyrstu deild. Deildir 2-4 hefjast á föstudagskvöldið. Taflmennsku lýkur á laugardaginn. Teflt er í Rimaskóla í Grafarvogi.
Íslandsmót skákfélaga er mikil árshátíð skákmanna. Þar tefla allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Meðal keppenda um helgina má nefna Gunnar Gunnarsson, 84 ára. Gunnar varð Íslandsmeistari í skák árið 1966 og Jósef Omarsson, 5 ára en Jósef tefldi með liði leikskólans Laufásborgar á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir skemmstu en frammistaðan skólans vakti feyki athygli. Sennilega er það einsæmi að aldurmunur á keppendum á sama móti sé um 80 ár!
Mikil spenna er í öllum deildum. Í fyrstu deild berjast Íslandsmeistarar Hugins við Taflfélag Reykjavíkur um titilinn. Huginsmenn hafa 2½ vinnings forskot á TR. Skákdeild Fjölnis er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Í annarri deild eru Taflfélag Garðabæjar og b-sveit Skákfélag Akureyrar í forystu. C-sveit Hugins er í þriðja sæti.
Stöðuna má nálgast hér.
Hrókar alls fagnaðar eru efstir í þriðju deild. Skákfélag Selfoss og b-sveit Skákfélags Reykjanesbæjar eru í 2.-3. sæti.
Stöðunu má nálgast hér.
B-sveit Víkingaklúbbsins er efst í fjórðu deild. Skákfélag Sauðárkróks er í 2. sæti og e-sveit Taflfélags Reykjavíkur í því þriðja.
Stöðuna má finna hér.
Teflt er á fimmtudagskvöldið kl. 19:30, föstudagskvöldið kl. 20 og á laugardaginn kl. 11 og 17.
Lokahóf mótsins verður í Kringlukránni um kl. 22:00. Þangað eru allir 20 ára velkomnir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekk, fór fram laugardaginn 25. febrúar sl. Vatnendaskóli kom sá og sigraði. Sveitin hafði miklu yfirburði og hlaut 25 vinninga í 28 skákum. Ekki nóg með það heldur vann einnig skólinn gull fyrir bestan árangur b-, c- og d-sveita! Glæsilegur árangur hjá skólanum en Einar Ólafsson hefur þar haldið utan um skákkennslu af mjög miklum myndarskap. Annar skóli úr Kópavogi, Hörðuvallaskóli, varð í öðru sæti og Háteigsskóli varð í þriðja sæti.
Alls tóku 24 sveitir þátt í þessu skemmtilega mót sem fram fór í skákhöll TR í Faxafeninu.
Sveit Íslandsmeistara Vatnsendaskóla skipuðu:
Gísli Benóný Ragnarsson, Tómas Möller, Mikael Bjarki Heiðarsson og Guðmundur Orri Sveinbjörnsson.
Liðsstjóri Einar Ólafsson.
Skáksveit silfurhafa Hörðuvallaskóla skipuðu:
- Andri Hrannar Elvarsson
- Bjarki Steinn Guðlaugsson
- Emil Gauti Vilhelmsson
- Guðrún Briem
Liðsstjóri er Gunnar Finnsson.
Skáksveit bronshafa Háteigsskóla skipuðu:
Anna Katarina Thoroddsen, Soffía Arndís Berndsen, Karen Ólöf Gísladóttir, Erling Ottason og 1.va. var Atli Hjálmar Björnsson. Liðsstjóri var Jón Fjörnir.
B-sveit Vatnsendaskólia
Arnar Logi Kjartansson, Árni Kristinn B. Kristófersson, Jakob Kári Leifsson, Markús Flosi Blöndal Sigurðsson og Kristján Logi Kristjánsson.
C-sveit:
Rúnar Frostason, Friðbjörn Orri Friðbjörnsson, Thelma Sigríður Möller og Jóhann Helgi Hreinsson.
D-sveit:
Daníel Freyr Ófeigsson, Fjölnir Þór Örvarsson, Stefán Carl Erlingsson, Fannar Jón Ófeigsson, Jóhann Ari Jóhannsson og Gylfi Ágúst Jónsson.
Árangur leikskólans Laufásborgar vakti verðskuldaðan athygli en sveitin endaði í tólfta sæti. Frétt um árangur Laufásskólans mátti meðal annars finna á forsíðu Fréttblaðsins í morgun.
Öllum liðsstjórum er þakkað fyrir þeirra aðstoð við að mótið færi vel fram. Skákdómarar og umsjónarmenn voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Páll Sigurðsson, Donika Kolica og Kjartan Maack.
Fleiri myndir má finna í myndaalbúmi.
Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, fer fram í Grindavík 11. mars nk. Nánari upplýsingar hér.
28.2.2017 | 18:59
Ný alþjóðleg skákstig
Ný alþjóðleg eru komin út og taka þau gildi á morgun 1. mars. Engar breytingar á toppnum enda tefldu okkar stigahæstu menn ekkert í nýliðnum mánuði. Hannes Hlífar Stefánsson (2570) er því sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Sex nýliðar eru á listanum og þeirra langstigahæstur er Jón Hálfdánarson (2144). Guðmundur Peng Sveinsson hækkar mest frá febrúar-listanum eða um 117 skákstig.
Listann í heild sinni má finna hér sem PDF-viðhengi.
Topp 20
Engar breytingar eru á efstu mönnum. Hannes Hlífar Stefánsson (2570) er stigahæstur og Héðinn Steingrímsson (2564) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) í næstu sætum.
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms |
1 | Stefansson, Hannes | GM | 2570 | 0 | 0 |
2 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2564 | 0 | 0 |
3 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | GM | 2563 | 0 | 0 |
4 | Olafsson, Helgi | GM | 2540 | 0 | 0 |
5 | Hjartarson, Johann | GM | 2531 | -9 | 6 |
6 | Petursson, Margeir | GM | 2513 | 0 | 0 |
7 | Danielsen, Henrik | GM | 2490 | 0 | 0 |
8 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2471 | 7 | 14 |
9 | Kristjansson, Stefan | GM | 2459 | 0 | 0 |
10 | Arnason, Jon L | GM | 2458 | -13 | 6 |
11 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2456 | 6 | 4 |
12 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2454 | 1 | 9 |
13 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2447 | -1 | 4 |
14 | Thorsteins, Karl | IM | 2432 | 0 | 0 |
15 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2431 | 0 | 0 |
16 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2419 | 5 | 6 |
17 | Thorfinnsson, Bjorn | IM | 2410 | 6 | 22 |
18 | Jensson, Einar Hjalti | IM | 2386 | 0 | 0 |
19 | Ulfarsson, Magnus Orn | FM | 2380 | 5 | 4 |
20 | Arngrimsson, Dagur | IM | 2375 | 0 | 0 |
Nýliðar
Jón Hálfdanarson (2144) er langstigahæsti nýliði listans. Í næstum sætum eru Hjörtur Steinbergsson (1692) og Ágúst Ívar Árnasn (1383).
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms |
1 | Halfdanarson, Jon | 2144 | 2144 | 5 | |
2 | Steinbergsson, Hjortur | 1692 | 1692 | 6 | |
3 | Arnason, Agust Ivar | 1383 | 1383 | 5 | |
4 | Hjaltason, Thorarinn | 1334 | 1334 | 10 | |
5 | Olafsson, Heidar | 1257 | 1257 | 5 | |
6 | Vigfusson, Robert Orn | 1254 | 1254 | 5 |
Mestu hækkanir
Guðmundur Peng Sveinsson (117) hækkar mest allra frá febrúar-listanum. Í næstu sætum eru Róbert Luu (92) og Daði Ómarsson (76).
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms |
1 | Sveinsson, Gudmundur Peng | 1384 | 117 | 14 | |
2 | Luu, Robert | 1721 | 92 | 12 | |
3 | Omarsson, Dadi | 2273 | 76 | 14 | |
4 | Gudmundsson, Gunnar Erik | 1223 | 75 | 11 | |
5 | Orrason, Alex Cambray | 1470 | 72 | 6 | |
6 | Karlsson, Isak Orri | 1266 | 66 | 11 | |
7 | Alexandersson, Orn | 1350 | 65 | 5 | |
8 | Olafsson, Arni | 1286 | 62 | 10 | |
9 | Baldursson, Atli Mar | 1286 | 60 | 7 | |
10 | Sigurmundsson, Arnar | 1570 | 49 | 8 | |
11 | Magnusson, Thorsteinn | 1427 | 44 | 8 | |
12 | Jonasson, Benedikt | FM | 2250 | 42 | 15 |
13 | Jonsson, Gauti Pall | 2075 | 39 | 14 | |
14 | Briem, Stephan | 1842 | 39 | 14 | |
15 | Ulfsson, Olafur Evert | 1790 | 38 | 6 | |
16 | Danielsson, Sigurdur | 1797 | 37 | 6 | |
17 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2245 | 35 | 14 |
18 | Sigurdarson, Tomas Veigar | 1976 | 34 | 14 | |
19 | Birkisson, Bjorn Holm | 2012 | 33 | 14 | |
20 | Briem, Hedinn | 1609 | 33 | 9 | |
21 | Arnarson, Smari | 1534 | 33 | 6 |
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2245) er langstigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2050) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2016).
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms |
1 | Ptacnikova, Lenka | WGM | 2245 | 35 | 14 |
2 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | WFM | 2050 | 0 | 0 |
3 | Thorsteinsdottir, Gudlaug | WFM | 2016 | -2 | 6 |
4 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1894 | 0 | 0 | |
5 | Davidsdottir, Nansy | 1881 | -16 | 10 | |
6 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1829 | 0 | 0 | |
7 | Magnusdottir, Veronika Steinunn | 1773 | 0 | 0 | |
8 | Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina | 1764 | 0 | 0 | |
9 | Helgadottir, Sigridur Bjorg | 1763 | 0 | 0 | |
10 | Hauksdottir, Hrund | 1758 | -18 | 6 |
Stigahæstu ungmenni landsins (20 ára og yngri)
Vignir Vatnar Stefánsson (2353) er sem fyrr stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Dagur Ragnarsson (2298) og Oliver Aron Jóhannesson (2255).
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms | B-day |
1 | Stefansson, Vignir Vatnar | FM | 2353 | -31 | 12 | 2003 |
2 | Ragnarsson, Dagur | FM | 2298 | 22 | 21 | 1997 |
3 | Johannesson, Oliver | FM | 2255 | 31 | 12 | 1998 |
4 | Thorgeirsson, Jon Kristinn | 2192 | 16 | 9 | 1999 | |
5 | Heimisson, Hilmir Freyr | 2174 | -18 | 7 | 2001 | |
6 | Hardarson, Jon Trausti | 2148 | -9 | 6 | 1997 | |
7 | Birkisson, Bardur Orn | 2142 | -33 | 20 | 2000 | |
8 | Thorhallsson, Simon | 2085 | 0 | 0 | 1999 | |
9 | Jonsson, Gauti Pall | 2075 | 39 | 14 | 1999 | |
10 | Birkisson, Bjorn Holm | 2012 | 33 | 14 | 2000 |
Stigahæstu öldungar landsins (65 ára og eldri)
Friðrik Ólafsson (2365) er sem fyrr langstigahæsti skákmaður landsins 65 ára og eldri. Í næstu sætum eru Jónas Þorvaldsson (2258) og Arnþór Sævar Einarsson (2257).
No. | Name | Tit | mar.17 | Diff | Gms | B-day |
1 | Olafsson, Fridrik | GM | 2365 | -8 | 4 | 1935 |
2 | Thorvaldsson, Jonas | 2258 | 0 | 0 | 1941 | |
3 | Einarsson, Arnthor | 2257 | 8 | 1 | 1946 | |
4 | Thorvaldsson, Jon | 2168 | 0 | 0 | 1949 | |
5 | Kristinsson, Jon | 2166 | 0 | 0 | 1942 | |
6 | Viglundsson, Bjorgvin | 2146 | -39 | 14 | 1946 | |
7 | Halfdanarson, Jon | 2144 | 2144 | 5 | 1947 | |
8 | Fridjonsson, Julius | 2131 | -14 | 8 | 1950 | |
9 | Gunnarsson, Gunnar K | 2115 | 0 | 0 | 1933 | |
10 | Kristjansson, Olafur | 2112 | 0 | 0 | 1942 |
Reiknuð mót
- Janúarmót Hugins (Húsavík, Vöglum og úrslitakeppni)
- Nóa Síríus mót Hugins og Breiðabliks (a- og b-flokkar)
- Skákþing Vestmannaeyja
- Skákþing Reykjavíkur
- Skákþing Akureyrar (aðalmót og úrslitakeppni)
- Bikarsyrpa TR #4
- Hraðskákmót Reykjavíkur (hraðskák)
- Hraðkvöld Hugins (hraðskák)
- Nóa Síríus hraðskákmótið (hraðskák)
- Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur (atskák)
Næsta daga verður gerð úttekt á hraðskákstigum.
Heimslistinn
Magnus Carlsen (2838) er stigahæsti skákmaður heims eins og venjulega. Sutt er í næstu menn en Wesley So (2822) og Fabiano Caruana (2817).
Topp 100 má finna á heimasíðu FIDE.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2017 | 13:06
Grischuk, Mamedyarov og MVL jafnir og efstir í Sharjah
Fyrsta Grand Prix-mótið fór fram í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Mótið vakti litla athygli og hafa þessi Grand Prix-mót hafa gengið hörmulega hjá FIDE. Sigurvegarar á mótinu urðu Grischuk (2742), Vachier-Lagrave (2796) og Mamedyarov (2766) en þeir hlutu 5½ vinning í 9 skákum. Átján skákmenn tóku þótt og var teflt eftir svissneska kerfinu.
Í umfjöllun Chess.com segir svo um mótið:
And so one of the least entertaining top tournaments in years has come to an end—from looking at what the experts have posted on social media, the attention vacuum on Twitter and the comments under our reports, this seems to be universally agreed upon.
For example, after the closing ceremony, Eljanov posted on Facebook: "Concerning chess content it was one of the most boring tournaments I ever played with so many quick draws every round. It's a complex topic but it seems that for the sake of attractiveness should be invented some kind of no draw offer rule in every tournament."
Næsta Grand Prix-mót fer fram í Moskvu í maí. Seinni tvö eru tefld í Genf (júlí) og Mallorca (nóvember). Tveir efstu menn Grand Prix-mótaseríunnar fá keppnisrétt á næsta áskorendamóti.
28.2.2017 | 08:47
Hraðskákmót og lokahóf Nóa Síríus mótsins
Þriðjudaginn 21. febrúar voru veitt verðlaun fyrir hið firnasterka Nóa Síríus mót 2017. Í tengslum við það fór fram sjö umferða lauflétt hraðskákmót.
Það var allvel mætt í stúkuloft Breiðabliksvallar þetta þriðjudagskvöld. Skemmtileg blanda af reyndum meisturum og ungum og efnilegum skákmönnum. Grjóthörðum. Það er alveg ljóst að ekkert bætir menn meira í skákinni en að tefla við sér sterkari andstæðinga. Það sást glögglega í þessu móti. Hinir ungu skákmenn gáfu ekki þumlung eftir og hlaut margur meistarinn skráveifu. En hei, hvað með það – eins og einhver sagði. Skák er einmitt svona skemmtileg, vegna þess að hún brúar kynslóðabilið og það er mikið um óvænt úrslit. Það eru allir jafnir við upphaf tafls og ungum mönnum fer hratt fram ef þeir halda sig við efnið og já, fá tækifæri til þess að tefla við sér sterkari. Með hinum rifjast upp sá tími þegar þeir stóðu vart fram úr hnefa en áttu í fullu tré við eldri og reyndari. Annars er aldur afstæður eins og við vitum og það sannast vel í manntafli.
Eftir harða en sanngjarna baráttu í hraðskákinni, stóð Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari mótsins eftir að Jóhann Hjartarson hafði verið í forystu lengst af. Í síðustu umferð náði Benedikt Jónasson að leggja Jóhann að velli en Helgi sigraði Þröst Þórhallsson.
Röð efstu manna varð þessi: 1, sæti Helgi Áss Grétarsson með 6 vinninga, 2. varð Jóhann Hjartarson með fimm og hálfan. Jafnir í 3.-6. sæti urðu Þröstur Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Benedikt Jónasson og Björn Hólm Birkisson.
Lokaröð keppenda má finna hér: http://chess-results.com/tnr265009.aspx?lan=1&art=1&wi=821
Að loknu móti voru veitt verðlaun fyrir hraðskákina en svo var komið að aðal dagskrárlið kvöldsins – nefnilega verðlaunaafhending fyrir Nóa Síríus mótið 2017.
Nóa Síríus mótinu hafa verið gerð góð skil annars staðar, en það þótti með eindæmum vel heppnað í ár enda ekki við öðru að búast þegar snillingar eins og Jón Þorvaldsson og Halldór Grétar Einarsson taka höndum saman.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra var aðstandendum til halds og trausts við afhendingu verðlaunanna.
B-flokkur
1.-2. sæti Hörður Aron Hauksson (peningaverðlaun)
1.-2. sæti Jón Trausti Harðarson (peningaverðlaun)
3. sæti Stephan Briem (skákbókarúttekt)
Unglingaverðlaun 14 ára og yngri Óskar Víkingur Davíðsson (skákbókarúttekt)
Heiðursverðlaun
Friðrik Ólafsson (gjafakarfa)
Endurkomuverðlaun
Björn Halldórsson (gjafaveski)
Jón Hálfdánarson (gjafaveski)
Sagan um Friðrik og Vilhjálm
Jón Hálfdánarson notaði tækifærið og þakkaði mótshöldurum fyrir skemmtilegt mót með óvenjulegri umgjörð – það hefði verið gaman að koma aftur að skákinni með þessum hætti eftir langt hlé. Jón sagði í framhaldinu skemmtilega sögu sem góður rómur var gerður að. Friðrik bætti við söguna á stöku stað, auk þess sem ritari leitaði heimilda. Til gamans fer þessi saga hér á eftir.
Jón sagði að í uppvexti sínum á 6. áratugnum hefði landinn helst barið sér á brjóst fyrir tvö stórvirki. Hið fyrra var þegar Friðrik vann stórmótið í Hastings 1955-56 ásamt Korchnoi, hið síðara var afrek Vilhjálms Einarssonar þegar hann tók silfur í þrístökki í nóvember 1956, í Melbourne, tæpu ári síðar.
Það hefði verið sérstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að glíma við Friðrik, því auðvitað var það hann sem dró skákvagninn og hvatti landann til dáða. Jón minntist þess, að skákin hefði með afrekum Friðriks notið velvilja landsmanna. Til dæmis hefðu nokkrir einstaklingar úr Stúdentaráði Háskólans tekið höndum saman og stofnað sjóð til þess að standa straum af ferðum Friðriks á mót erlendis. Meðal þessara framsýnu stúdenta voru Ólafur Haukur Ólafsson, læknir, Jón Böðvarsson, skólameistari og Njálufræðingur og Sverrir Hermannsson, síðar ráðherra og seðlabankastjóri. Sjóðurinn var kallaður Friðrikssjóður og munaði nokkuð um hann.
Þó var það þannig að fyrir áskorendamótið 1959 í Júgóslavíu, þar sem teflt var á þremur stöðum, Bled (Slóveníu), Zagreb (Króatíu) og Belgrad (Serbíu), æxluðust mál þann veg að að ekki var nóg í sjóðnum til þess að standa straum af aðstoðarmanni Fyrir Friðrik. Þá bárust böndin að SÍ að sjá um fjármögnun en þar hringlaði í kassanum. Þá voru góð ráð dýr. Það fór svo að kvisast út að Friðrik fengi ekki aðstoðarmann með sér á þetta mikilvæga, langa og stranga mót. Það var svo áhugamaður einn, Pétur Halldórsson sjómaður, sem tók sig til og hringir í Ólaf Thors og segir honum allt af létta. Ólafur sem var mikill skákáhugamaður og einn af stofnendum TR og var í stjórn félagsins fyrstu árin, var mjög vel kunnugur skákmálum. Eftir að Pétur talar við Ólaf, hringir Ólafur í Friðrik og spyr hvernig málin stæðu. Þegar hann fregnaði það frá fyrstu hendi að ekki væri útlit fyrir að Friðrik gæti haft með sér aðstoðarmann, hugsaði Ólafur sig um, hummaði aðeins og sagði svo: „Það er nefnilega það. Það getur ekki verið stórt vandamál, ef hægt er að senda mann alla leið til Ástralíu til þess eins að hoppa þar eins og kengúra, þá hlýtur að vera hægt að senda mann til Júgóslavíu“. Ekki svo að skilja að Ólafur væri að gera lítið úr afrekum Vilhjálms, en gat ekki stillt sig um að taka svo til orða. Ólafur spurði svo Friðrik hvort hann kysi frekar að það færi fram söfnun, eða að styrkurinn færi á fjárlög. Friðrik var hlynntari síðari kostinum.
Það leit svo út fyrir að Ingi R. Jóhannsson kæmist ekki með og því fékk Friðrik Vestur-þýska stórmeistarann, Klaus Viktor Darga til liðs við sig. Þegar til kom, hafði Ingi R. tök á því að komast með og upphæðin var næg til að standa straum af kostnaði beggja. Friðrik hafði því tvo aðstoðarmenn með sér út til Júgóslavíu til þessa 28 umferða ofurmóts þar sem Tal sigraði og vann sér inn rétt til þess að skora á heimsmeistarann, Botvinnik. Tal varð svo heimsmeistari 1960 eins og skákáhugamenn vita.
Sérstök verðlaun
Sérstök verðlaun fyrir sigur á æfingamóti Taflfélags Reykjavíkur árið 1967 voru veitt fjármálaráðherranum sjálfum, Benedikt Jóhannessyni. Hann er sterkur skákmaður og þótti afar efnilegur uns hann sneri sér að öðrum hugðarefnum og hugaríþróttum. Við setningu mótsins hafði það einmitt komið í ljós, að Benedikt hafði aldrei fengið bókarverðlaun afhent fyrir téðan sigur. Jón Þorvaldsson bætti úr þessu 50. árum síðar og Friðrik Ólafsson afhenti Benedikt fyrir Jóns hönd vandaða bók um snillinginn frá Riga, Mikhail Tal.
Kvennaverðlaun
Lenka Ptacnikova (gjafakarfa)
Sérstök þroskaverðlaun
Benedikt Jónasson (gjafakarfa)
Skákmeistari Breiðabliks
Dagur Ragnarsson (bikar)
Unglingameistari Breiðabliks
Stephan Briem (bikar)
A-flokkur
1.-2. sæti: Daði Ómarsson (peningaverðlaun og gjafakarfa)
1.-2. sæti: Þröstur Þórhallsson (peningaverðlaun og gjafakarfa)
3.-4. sæti: Guðmundur Kjartansson (peningaverðlaun og gjafakarfa)
3.-4. sæti: Jón Viktor Gunnarsson (peningaverðlaun og gjafakarfa)
Skákstjóri hraðskákmótsins, eins og aðal mótsins var Vigfús Vigfússon sem stjórnaði af hnökralausri alúð og snilli.
Þar með lýkur umfjöllun um Nóa Síríus mótið 2017. Bakhjarli mótsins, Nóa Síríus, er kærlega þakkaður stuðningurinn og keppendum þátttakan og drengileg framganga.
Í mótsnefnd voru, auk prímusanna Jóns Þorvaldssonar og Halldórs Grétars Einarssonar, þeir Gunnar forseti Björnsson, Pálmi Ragnar Pétursson, Tómas Veigar Sigurðsson, Þorsteinn formaður Þorsteinsson og Vigfús Vigfússon.
Sjáumst að ári!
Myndskreytta frásögn má finna á Skákhuganum.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar