Leita í fréttum mbl.is

Hrađskákmót og lokahóf Nóa Síríus mótsins

noa-sirius_hradskak_verdlaun_027_2017

Ţriđjudaginn 21. febrúar voru veitt verđlaun fyrir hiđ firnasterka Nóa Síríus mót 2017. Í tengslum viđ ţađ fór fram sjö umferđa lauflétt hrađskákmót.

Ţađ var allvel mćtt í stúkuloft Breiđabliksvallar ţetta ţriđjudagskvöld. Skemmtileg blanda af reyndum meisturum og ungum og efnilegum skákmönnum. Grjóthörđum. Ţađ er alveg ljóst ađ ekkert bćtir menn meira í skákinni en ađ tefla viđ sér sterkari andstćđinga. Ţađ sást glögglega í ţessu móti. Hinir ungu skákmenn gáfu ekki ţumlung eftir og hlaut margur meistarinn skráveifu. En hei, hvađ međ ţađ – eins og einhver sagđi. Skák er einmitt svona skemmtileg, vegna ţess ađ hún brúar kynslóđabiliđ og ţađ er mikiđ um óvćnt úrslit. Ţađ eru allir jafnir viđ upphaf tafls og ungum mönnum fer hratt fram ef ţeir halda sig viđ efniđ og já, fá tćkifćri til ţess ađ tefla viđ sér sterkari. Međ hinum rifjast upp sá tími ţegar ţeir stóđu vart fram úr hnefa en áttu í fullu tré viđ eldri og reyndari. Annars er aldur afstćđur eins og viđ vitum og ţađ sannast vel í manntafli.

Eftir harđa en sanngjarna baráttu í hrađskákinni, stóđ Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari mótsins eftir ađ Jóhann Hjartarson hafđi veriđ í forystu lengst af. Í síđustu umferđ náđi Benedikt Jónasson ađ leggja Jóhann ađ velli en Helgi sigrađi Ţröst Ţórhallsson.

Röđ efstu manna varđ ţessi: 1, sćti Helgi Áss Grétarsson međ 6 vinninga, 2. varđ Jóhann Hjartarson međ fimm og hálfan. Jafnir í 3.-6. sćti urđu Ţröstur Ţórhallsson, Andri Áss Grétarsson, Benedikt Jónasson og Björn Hólm Birkisson.

Lokaröđ keppenda má finna hér: http://chess-results.com/tnr265009.aspx?lan=1&art=1&wi=821

Ađ loknu móti voru veitt verđlaun fyrir hrađskákina en svo var komiđ ađ ađal dagskrárliđ kvöldsins – nefnilega verđlaunaafhending fyrir Nóa Síríus mótiđ 2017.

Nóa Síríus mótinu hafa veriđ gerđ góđ skil annars stađar, en ţađ ţótti međ eindćmum vel heppnađ í ár enda ekki viđ öđru ađ búast ţegar snillingar eins og Jón Ţorvaldsson og Halldór Grétar Einarsson taka höndum saman.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráđherra var ađstandendum til halds og trausts viđ afhendingu verđlaunanna.

B-flokkur

1.-2. sćti Hörđur Aron Hauksson (peningaverđlaun)
1.-2. sćti Jón Trausti Harđarson (peningaverđlaun)
3. sćti Stephan Briem (skákbókarúttekt)
Unglingaverđlaun 14 ára og yngri Óskar Víkingur Davíđsson (skákbókarúttekt)

Heiđursverđlaun

Friđrik Ólafsson (gjafakarfa)

Endurkomuverđlaun

Björn Halldórsson (gjafaveski)
Jón Hálfdánarson (gjafaveski)

Sagan um Friđrik og Vilhjálm

Jón Hálfdánarson notađi tćkifćriđ og ţakkađi mótshöldurum fyrir skemmtilegt mót međ óvenjulegri umgjörđ – ţađ hefđi veriđ gaman ađ koma aftur ađ skákinni međ ţessum hćtti eftir langt hlé. Jón sagđi í framhaldinu skemmtilega sögu sem góđur rómur var gerđur ađ. Friđrik bćtti viđ söguna á stöku stađ, auk ţess sem ritari leitađi heimilda. Til gamans fer ţessi saga hér á eftir.

Jón sagđi ađ í uppvexti sínum á 6. áratugnum hefđi landinn helst bariđ sér á brjóst fyrir tvö stórvirki. Hiđ fyrra var ţegar Friđrik vann stórmótiđ í Hastings 1955-56 ásamt Korchnoi, hiđ síđara var afrek Vilhjálms Einarssonar ţegar hann tók silfur í ţrístökki í nóvember 1956, í Melbourne, tćpu ári síđar.

Ţađ hefđi veriđ sérstaklega skemmtilegt ađ fá tćkifćri til ţess ađ glíma viđ Friđrik, ţví auđvitađ var ţađ hann sem dró skákvagninn og hvatti landann til dáđa. Jón minntist ţess, ađ skákin hefđi međ afrekum Friđriks notiđ velvilja landsmanna. Til dćmis hefđu nokkrir einstaklingar úr Stúdentaráđi Háskólans tekiđ höndum saman og stofnađ sjóđ til ţess ađ standa straum af ferđum Friđriks á mót erlendis. Međal ţessara framsýnu stúdenta voru Ólafur Haukur Ólafsson, lćknir, Jón Böđvarsson, skólameistari og Njálufrćđingur og Sverrir Hermannsson, síđar ráđherra og seđlabankastjóri. Sjóđurinn var kallađur Friđrikssjóđur og munađi nokkuđ um hann.

Ţó var ţađ ţannig ađ fyrir áskorendamótiđ 1959 í Júgóslavíu, ţar sem teflt var á ţremur stöđum, Bled (Slóveníu), Zagreb (Króatíu) og Belgrad (Serbíu), ćxluđust mál ţann veg ađ ađ ekki var nóg í sjóđnum til ţess ađ standa straum af ađstođarmanni Fyrir Friđrik. Ţá bárust böndin ađ SÍ ađ sjá um fjármögnun en ţar hringlađi í kassanum. Ţá voru góđ ráđ dýr. Ţađ fór svo ađ kvisast út ađ Friđrik fengi ekki ađstođarmann međ sér á ţetta mikilvćga, langa og stranga mót. Ţađ var svo áhugamađur einn, Pétur Halldórsson sjómađur, sem tók sig til og hringir í Ólaf Thors og segir honum allt af létta. Ólafur sem var mikill skákáhugamađur og einn af stofnendum TR og var í stjórn félagsins fyrstu árin, var mjög vel kunnugur skákmálum. Eftir ađ Pétur talar viđ Ólaf, hringir Ólafur í Friđrik og spyr hvernig málin stćđu. Ţegar hann fregnađi ţađ frá fyrstu hendi ađ ekki vćri útlit fyrir ađ Friđrik gćti haft međ sér ađstođarmann, hugsađi Ólafur sig um, hummađi ađeins og sagđi svo: „Ţađ er nefnilega ţađ. Ţađ getur ekki veriđ stórt vandamál, ef hćgt er ađ senda mann alla leiđ til Ástralíu til ţess eins ađ hoppa ţar eins og kengúra, ţá hlýtur ađ vera hćgt ađ senda mann til Júgóslavíu“. Ekki svo ađ skilja ađ Ólafur vćri ađ gera lítiđ úr afrekum Vilhjálms, en gat ekki stillt sig um ađ taka svo til orđa. Ólafur spurđi svo Friđrik hvort hann kysi frekar ađ ţađ fćri fram söfnun, eđa ađ styrkurinn fćri á fjárlög. Friđrik var hlynntari síđari kostinum.

Ţađ leit svo út fyrir ađ Ingi R. Jóhannsson kćmist ekki međ og ţví fékk Friđrik Vestur-ţýska stórmeistarann, Klaus Viktor Darga til liđs viđ sig. Ţegar til kom, hafđi Ingi R. tök á ţví ađ komast međ og upphćđin var nćg til ađ standa straum af kostnađi beggja. Friđrik hafđi ţví tvo ađstođarmenn međ sér út til Júgóslavíu til ţessa 28 umferđa ofurmóts ţar sem Tal sigrađi og vann sér inn rétt til ţess ađ skora á heimsmeistarann, Botvinnik. Tal varđ svo heimsmeistari 1960 eins og skákáhugamenn vita.

Sérstök verđlaun

Sérstök verđlaun fyrir sigur á ćfingamóti Taflfélags Reykjavíkur áriđ 1967 voru veitt fjármálaráđherranum sjálfum, Benedikt Jóhannessyni. Hann er sterkur skákmađur og ţótti afar efnilegur uns hann sneri sér ađ öđrum hugđarefnum og hugaríţróttum. Viđ setningu mótsins hafđi ţađ einmitt komiđ í ljós, ađ Benedikt hafđi aldrei fengiđ bókarverđlaun afhent fyrir téđan sigur. Jón Ţorvaldsson bćtti úr ţessu 50. árum síđar og Friđrik Ólafsson afhenti Benedikt fyrir Jóns hönd vandađa bók um snillinginn frá Riga, Mikhail Tal.

Kvennaverđlaun

Lenka Ptacnikova (gjafakarfa)

Sérstök ţroskaverđlaun

Benedikt Jónasson (gjafakarfa)

Skákmeistari Breiđabliks

Dagur Ragnarsson (bikar)

Unglingameistari Breiđabliks

Stephan Briem (bikar)

A-flokkur

1.-2. sćti: Dađi Ómarsson (peningaverđlaun og gjafakarfa)
1.-2. sćti: Ţröstur Ţórhallsson (peningaverđlaun og gjafakarfa)
3.-4. sćti: Guđmundur Kjartansson (peningaverđlaun og gjafakarfa)
3.-4. sćti: Jón Viktor Gunnarsson (peningaverđlaun og gjafakarfa)

Skákstjóri hrađskákmótsins, eins og ađal mótsins var Vigfús Vigfússon sem stjórnađi af hnökralausri alúđ og snilli.

Ţar međ lýkur umfjöllun um Nóa Síríus mótiđ 2017. Bakhjarli mótsins, Nóa Síríus, er kćrlega ţakkađur stuđningurinn og keppendum ţátttakan og drengileg framganga.

Í mótsnefnd voru, auk prímusanna Jóns Ţorvaldssonar og Halldórs Grétars Einarssonar, ţeir Gunnar forseti Björnsson, Pálmi Ragnar Pétursson, Tómas Veigar Sigurđsson, Ţorsteinn formađur Ţorsteinsson og Vigfús Vigfússon.

Sjáumst ađ ári!

Myndskreytta frásögn má finna á Skákhuganum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband