Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Guđmundur gerđi jafntefli viđ Savchenko

4turec_8

Guđmundur Kjartansson (2463) gerđi jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Boris Savchenko (2634) í fjórđu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í gćr í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Guđmundur hefur 2,5 vinning. Frídagur er í dag vegna lokaumferđar minningarmóts Sveinbjarnar á Akureyri. 

Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir međ 4,5 vinninga. Ţađ eru Ivan Cheparinov (2688), Hrank Melkumyan (2613), Yuriy Kuzubov (2637) og Daniel Fridman (2605).

Sjá má umfjöllun um mótiđ á Chessbase.

Mótiđ er gríđarlega sterkt. Ţátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur er ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


Ingvar efstur á minningarmóti Sveinbjörns

Ţegar fimm umferđum af átta er lokiđ á minningarmótinu um Sveinbjörn Sigurđsson, hefur stigahćsti keppandinn tekiđ forystuna. Á hćla hans fylgir altmeister Ólafur Kristjánsson og tefla ţeir saman í 6. umferđ, sem hefst á morgun kl. 11. Röđ efstur manna er sumsé ţessi:

  1. Ingvar Ţór Jóhannesson     4,5
  2. Ólafur Kristjánsson        4
  3. Tómas Veigar Sigurđarson   3,5
  4. Gunnar Björnsson           3,5
  5. Stefán Bergsson            3,5

Í sjöttu umferđ lýstur saman ţeim Ingvar og Ólafi; Stefáni og Tómasi og Gunnari og Jóni Kristni. Stöđuna og öll úrslit má annars sjá á Chess-results.

Heimasíđa SA


Skákţáttur Morgunblađsins: Titilhafar á ţriđjudegi

Rosa-Gummi

Nú eru meir en 20 ár liđin síđan taflmennska á netinu hófst fyrir alvöru og vinsćlasti ţjónninn í ţá daga var Internet chess club, ICC. Menn tóku oft góđar rispur á ţessum vettvangi en fyrir 15 árum eđa svo hćtti greinarhöfundur ađ tefla ţarna svo heitiđ gćti og lágu til ţess ástćđur sem ekki er ţörf á ađ rekja hér. Ágćtur tölvumađur og vefhönnuđur, Ingvar Ţ. Jóhannesson, kom mér aftur á sporiđ og setti upp ađgang á Chess.com. Ţessi vefur slćr flestu viđ sem gerist á netinu; ţarna má finna ágćtar ćfingar fyrir börn, byrjendur og lengra komna, alls kyns vídeó og sagnfrćđilegar upprifjanir. Áskrifendur eru kringum 18 milljón talsins og á degi hverjum eru tefldar yfir tvćr milljónir skáka. Ţeir sem hafa rangt viđ eiga ekki sjö dagana sćla á Chess.com; „vélarnar“ hafa ţađ hlutverk ađ ţefa ţá uppi sem nota hugbúnađ til ađ bćta árangur sinn. Og meiri háttvísi er ríkjandi; menn semja yfirleitt jafntefli í dauđum jafnteflisstöđum en ţví var ekki alltaf ađ heilsa á ICC. Vinsćlustu tímamörkin eru 3 0 og „bullett“, 1 0, ţ.e. mínúta á alla skák án viđbótartíma, er ađ sögn ţeirra sem ţekkja, stórkostleg rússíbanareiđ. Ţar er Hikaru Nakamura kóngurinn en hann hefur skrifađ bók um efniđ sem vel gćti heitiđ: klćkjabrögđ götustráks á skáksviđinu.

Chess.com virđist lađa til sín alla bestu skákmenn heims og heldur reglulega hrađskákmót. Eitt ţeirra nefnist „Titled tuesday“ eđa Titilhafar á ţriđjudegi. Tímamörkin er 3 2 sem ţýđir ađ tvćr sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik. Ţessi tímamörk eru notuđ á heimsmeistaramótunum í hrađskák. Ţau krefjast gífulegrar einbeitni, minnsta truflun í nćrumhvefinu getur kostađ, síminn hringir, eđa: „...ertu til í ađ fara út međ rusliđ“ – nei elskan, ég er ađ tefla viđ heimsmeistarann“.

En ţegar öllu er á botninn hvolft dásamar mađur enn og aftur ţennan frábćra samruna tölvutćkni og skáklistar. Fyrr í ţessum mánuđi, nánar tiltekiđ rétt eftir kl. 8 ţriđjudagkvöldiđ 2. maí, hafđi ég byrjađ vel á „Titled tuesday“ og beiđ spakur eftir nćsta mótherja:

Helgi Ólafsson – Magnús Carlsen

Drottningarbragđ

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bf4 Bd6 7. Bg3 Bf5 8. e3 O-O 9. Hc1 He8 10. Be2 c6 11. O-O Bxg3 12. hxg3 Rbd7 13. b4 De7 14. a3 b5 15. Rd2 a5 16. g4 axb4 17. axb4 Bg6 18. g5 Re4 

GHL11AS8SÁđur en lengra er haldiđ vill greinarhöfundur taka ţađ strax fram ađ afsakanir fyrir tapi eru hér ekki teknar gildar, ástćđan fyrir tapi er yfirleitt vitlaus ákvörđun einhvern tíma í skákinni. „Vélarnar“ gera ekki mikinn greinarmun á međ hvorum riddaranum tekiđ er á e4. Mistökin koma síđar. En nánari athugun á stöđunni leiđir í ljós ađ eftir 19. Rdxe4 dxe4 20. d5! á svartur viđ ramman reip ađ draga.

19. Rcxe4 dxe4 20. Hxc6 Dxg5 21. Hc7 Bf5 22. Db3?

Afleikur. Hvíta stađan er ađeins betri eftir 22. g3. Í framhaldinu gefur Magnús engin fćri.

22....Bh3 23. g3 h5 24. Hfc1 h4 25. Kh2 Be6 26. Dc2 hxg3+ 27. fxg3 Rf6 28. Rf1 Ha2 29. Dd1 Dh5+!

- og hvítur gafst upp.

Eftir tveggja klukkustunda mótshald vann Magnús Carlsen međ yfirburđum, hlaut 9 ˝ vinning af tíu mögulegum. Nakamura varđ í 2.-3. sćti međ 8 vinninga. Greinarhöfundur hlaut 5 ˝ vinning, jafnmarga og hinn íslenski ţátttakandinn „Eldur 16“ – Jóhann Hjartarson.

Myndaexti: Íslandsmeistari í annađ sinn Rósa Guđbjartsdóttir, formađur bćjarráđs Hafnarfjarđar, afhenti hinum nýbakađa Íslandsmeistara Guđmundi Kjartanssyni hinn glćsilega verđlaunagrip gefinn af VISA viđ verđlaunaafhendingu um síđustu helgi. Var myndin tekin viđ ţađ tćkifćri. — Morgunblađiđ/SÍ

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţrír međ fullt hús á Sveinbjarnarmótinu

Nú er lokiđ tveimur fyrstu umferđunum á minningarmótinu um Sveinbjörn Sigurđsson hér á Akureyri. Keppendur eru 20 og mótiđ ţokkalega sterkt. Ţrír keppendur hafa unniđ báđar fyrstu skákir sínar; Tómas Veigar Sigurđarson, Gunnar Björnsson og Ţór Valtýsson. Á eftir ţeim koma svo FIDE-meistararnir Ingvar Ţór Jóhannesson og Áskell Örn Kárason međ 1,5 vinning.

Í ţriđju umferđ, sem hefst kl. 11 eigast m.a. viđ ţeir Gunnar Björnsson og Tómas Veigar, nafnarnir Ţór Valtýsson og Ingvar Ţór og Áskell og Ásgeir Sigurđsson. Ţá mćtast stálin stinn ţar á nćsta borđi ţar á eftir, ţar sem ţeir Haraldur Haraldsson og Ólafur Kristjánsson brýna kutana. 

Annars er stađan í mótinu og pörun í nćstu umferđ ađgengileg á Chess-results

Heimasíđa SA.


Guđmundur tapađi gegn Beliavsky

4turec_8

Guđmundur Kjartansson (2463) tapađi í gćr fyrir slóvenska stórmeistaranum Alexander Belivsky (2589) í 4. umferđ EM einstakling í hörkuskák. Guđmundur hefur 2 vinninga. Í dag teflir Gummi viđ rússneska stórmeistarann Boris Savchenko (2634).  Umferđin hefst kl. 12:45 og verđur skák Gumm í beinni.

Útsendingu má nálgast hér.

Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov (2637) er efstur međ fullt hús. Sjá má umfjöllun um mótiđ á heimasíđu ECU.

Mótiđ er gríđarlega sterkt. Ţátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur er ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


EM einstaklinga: Guđmundur vann í gćr - mćtir Beliavsky í dag

round-3

Guđmundur Kjartansson (2463) vann í gćr hvít-rússneska skákmeistarann Oleg Deblik (1725) í 3. umferđ EM einstaklinga. Teflt er í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Í dag teflir Gummi viđ gođsögnina og Íslandsvininn. Alexander Beliavsky (2589) sem teflir undir fána Slóveníu. Umferđin kl. 12:45. Skákin verđur í beinni.

Útsendingu má nálgast hér.

Beliavsky

Níu skákmenn eru efstir og jafnir á mótinu. Sjá má umfjöllun um mótiđ á heimasíđu ECU.

Mótiđ er gríđarlega sterkt. Ţátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur er ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


Meistaramót Truxva í hrađskák fer fram 5. júní

Truxvi, ungliđahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hrađskák nćstkomandi mánudag og hefst tafliđ stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verđa 11 umferđir međ umhugsunartímanum 4+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Mótiđ er opiđ öllu ţví vaska skákfólki sem mćtt hefur á afreksćfingar Dađa Ómarssonar síđastliđinn vetur ásamt ţví sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofiđ 2000 stiga múrinn er bođiđ ađ tefla međ. Ađgangseyrir er enginn.

Skráning fer fram á rafrćnu skráningarformi sem finna má í gula kassanum á skak.is.

Skráđir keppendur.


EM einstaklinga: Guđmundur vann hvít-rússneskan skákmeistara

66118

Guđmundur Kjartansson (2463) vann hvít-rússneska skákmeistarann Valiantsin Yezhel (2156) í 2. umferđ EM einstaklinga sem fram fór í gćr í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Guđmundur hefur 1 vinning eftir 2 umferđir. 

Ţriđja umferđ fer fram í dag og teflir Gummi viđ stigalágan heimamann, Oleg Deblik (1725), ađ nafni. Sá er sýnd veiđi en ekki gefin enda vann hann sterkan FIDE-meistara (2323) í gćr. 

Sjá umfjöllun um mótiđ má finna á Chessbase.

Mótiđ er gríđarlega sterkt. Ţátt taka 397 skákmenn frá 38 löndum og ţar af er 171 stórmeistari. Ţađ segir ýmislegt um styrkleika mótsins ađ Guđmundur er ađeins nr. 220 í stigaröđ keppenda. 


Minningarmót um Sveínbjörn hefst á morgun

Sveinbjörn Óskar Sigurđsson

Föstudaginn 2. júní hefst marglofađ MINNINGARMÓT UM SVEINBJÖRN SIGURĐSSON. Um ţađ má ţetta segja:

Fyrirkomulag: 8 umferđir eftir svissnesku kerfi, umhugsunartími á skák 45 mínútur +15 sekúndur fyrir hvern leik.  Reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga

Dagskrá: 

 

  • 1. umferđ, föstudag 2. júní kl. 18.00
  • 2. umferđ, föstudag 2. júní kl. 20:30
  • 3. umferđ, laugardag 3. júní kl. 11:00
  • 4. umferđ, laugardag 3. júní kl. 13:30
  • 5. umferđ, laugardag 3. júní kl. 18:00
  • 6. umferđ, sunnudag 4. júní kl. 11:00
  • 7. umferđ, sunnudag 4. júní kl. 13:30
  • 8. umferđ, sunnudag 4. júní kl. 18:00

 

Ţátttökugjald: 3000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 1000 fyrir ţá yngri.

Verđlaun (ađ lágmarki):

 

  • 1. verđlaun kr. 40.000
  • 2. verđlaun kr. 30.000
  • 3. verđlaun kr. 20.000
  • stigaverđlaun 1800-1999 stig (og stigalausir) 15.000
  • stigaverđlaun 1799 stig eđa minna 15.000

 

Hver keppandi getur ađeins unniđ til einnra verđlauna. Miđađ verđur viđ 1)alţjóđleg atskákstig, ef ţau verđa ekki fyrir hendi verđur miđađ viđ 2)alţjóđleg kappskákstig og ađ lokum viđ 3)íslensk kappskákstig ef hin stigin eru ekki fyrir hendi. Ađeins ţeir sem ekki finnast á eftirtöldum stigalistum teljast stigalausir. 

Skráning inn á skak.is, eđa međ beinu sambandi viđ formann félagsins. 

Teflt verđur í ţróttahöllinni á Akureyri.


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun, 1. júní. Héđinn Steingrímsson (2576) endurheimti toppsćtiđ eftir mjög góđa frammistöđu á Skákţingi Íslands eftir nokkra fjarveru á toppnum. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) er annar og Hannes Hlífar Stefánsson (2548) ţriđji. Almar Máni Ţorsteinsson (1155) er stigahćstur nýliđa og Gunnar Erik Guđmundsson (103) hćkkar mest frá maí-listanum eftir frábćra frammistöđu á Meistaramóti Skákskóla Íslands.

Topp 20

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Steingrimsson, HedinnGM25761414
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256700
3Stefansson, HannesGM25489-18
4Hjartarson, JohannGM254100
5Petursson, MargeirGM251600
6Olafsson, HelgiGM251200
7Danielsen, HenrikGM249000
8Kjartansson, GudmundurIM2464927
9Thorfinnsson, BragiIM246100
10Gunnarsson, Jon ViktorIM246000
11Arnason, Jon LGM245800
12Gretarsson, Helgi AssGM244800
13Kristjansson, StefanGM244700
14Thorsteins, KarlIM243200
15Gunnarsson, ArnarIM242800
16Thorhallsson, ThrosturGM242000
17Thorfinnsson, BjornIM23989-9
18Kjartansson, DavidFM23869-3
19Arngrimsson, DagurIM237600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM237500

 

Heildarlistinn

 

Nýliđar


Tveir nýliđar eru á listanum nú. Annars vegar er ţađ Almar Máni Ţorsteinsson (155) eftir flotta frammistöđu á Landsmótinu í skólaskák og hins vegar er ţađ Bjartur Ţórisson (1022).

 

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Thorsteinsson, Almar Mani 115561155
2Thorisson, Bjartur 1022131022

 

Mestu hćkkanir

 

Gunnar Erik Guđmundson (103) hćkkađi mest frá maí-listanum eftir frábćra frammistöđu á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Í nćstu sćtum eru Magnús Hjaltason (93) og Hilmir Freyr Heimisson sem báđir stóđu sig frammúrskarandi vel á Meistaramótinu.

 

No.NameTitJUN17GmsDiff
1Gudmundsson, Gunnar Erik 13509103
2Hjaltason, Magnus 1262793
3Heimisson, Hilmir Freyr 2215871
4Thorsteinsdottir, Svava 1423748
5Jonsson, Kristjan Dagur 1271346
6Haile, Batel Goitom 1270844
7Ragnarsson, DagurFM2355935
8Mai, Aron Thor 1973529
9Arnason, Saemundur 1285229
10Kjartansson, GudmundurIM2464927
11Alexandersson, Orn 1371724
12Sigurdarson, Tomas Veigar 1985419
13Briem, Stephan 1905319
14Davidsdottir, Nansy 1954818
15Karason, Fannar Breki 1413118
16Akason, Aevar 1538417
17Moller, Tomas 1137517
18Steingrimsson, HedinnGM25761414
19Viglundsson, Bjorgvin 2137914
20Asmundsson, Sigurbjorn 1417310

 

Stigahćstu ungmenni (u20)

Dagur Ragnarsson (2355) endurheimti toppsćtiđ sem stigahćsta ungmenni landsins (u20) eftir frábćra frammistöđu á Skákţingi Íslands. Annar er Vignir Vatnar Stefánsson (2312) og ţriđji er Oliver Aron Jóhannesson (2272).

No.NameTitJUN17GmsB-dayDiff
1Ragnarsson, DagurFM23559199735
2Stefansson, Vignir VatnarFM2312122003-22
3Johannesson, OliverFM2272019980
4Thorgeirsson, Jon Kristinn 2232019990
5Heimisson, Hilmir Freyr 22158200171
6Birkisson, Bardur Orn 21641420002
7Hardarson, Jon Trausti 214631997-11
8Thorhallsson, Simon 2074019990
9Birkisson, Bjorn Holm 202352000-54
10Jonsson, Gauti Pall 201151999-17

 

Reiknuđ skákmót

  • Íslandsmótiđ í skák (landsliđsflokkur)
  • Meistaramót Skákskóla Íslands (y1600 og u1600)
  • Meistaramót Hugins (norđur)
  • Landsmótiđ í skólaskák (eldri og yngri flokkar - bćđi kapp- og atskák)
  • Hrađkvöld Hugins (tvö talsins)

 

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2832) er sem fyrr stigahćsti skákmađur heims. Í nćstu sćtum eru Wesley So (2812) og Vladimir Kramnik (2808). Athygli vekur ađ Skakhriyar Mamedyarov (2800) er nú kominn í fimmta sćti stigalistans. 

Topp 100 má finna hér.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 8780638

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband