Fćrsluflokkur: Spil og leikir
18.2.2011 | 15:34
NM - Pistill fyrstu umferđar
Ţá er Norđurlandamótiđ barna- og unglinga 2011 hafiđ. Teflt er í húsnćđi Oslóarskákklúbbsins sem er fallegt og snyrtilegt. Eini gallinn er kannski sá ađ ţegar allur ţessi fjöldi keppenda, liđstjórar og foreldrar eru saman komin í húsnćđinu ţá er rýmiđ ađ skornum skammti.
Eins og vant er ţá kláruđu keppendur í E- og D-flokki sínar skákir fyrst. Spennustigiđ var kannski full mikiđ hjá okkar mönnum ţví Heimir Páll og Oliver léku snemma slćmum fingurbrjótum sem var sérstaklega sárt í tilviki Olivers ţví hann var kominn međ talsvert betra tafl. Međ ţví ađ sitja ađeins á puttunum ţá hefđu ţeir auđveldlega komiđ auga á mistökin. Oliver og Jón Kristinn áttu í höggi viđ tvo afar sterka Norđmenn sem eru langstigahćstu menn flokksins og ţurfti norđlenska ljóniđ sömuleiđis ađ játa sig sigrađađ eftir snarpa baráttu.
Vignir Vatnar, sem er nýorđinn átta ára gamall, sigrađi örugglega í sinni skák og notađi gaffla og leppanir listilega vel út um allt borđ. Hann átti líklega móment dagsins ţegar hann var búinn ađ plata mann af andstćđingi sínum. Forsagan var sú ađ um morguninn höfđu fararstjórarnir orđ á ţví ađ andstćđingarnir gćtu brúkađ skrítin orđ á borđviđ J´adoube og remi ţegar veriđ vćri ađ laga mennina og bjóđa jafntefli. Litli kútur var greinilega orđinn fullur sjálfstraust ţví hann pikkađi í fararstjórann sinn og spurđi: Björn, hvađ segja ţeir viđ mann ţegar ţeir gefast upp?.
Í C-flokki tefldu Emil og Dagur viđ sterka andstćđinga. Lengi vel leit út fyrir ađ Emil vćri ađ valta yfir andstćđing sinn og Dagur var sömuleiđis búinn ađ plata ţriđja stigahćsta manninn upp úr skónum! Andstćđingar ţeirra börđust ţó á hćl og hnakka og svo fór ađ lokum ađ Dagur tapađi niđur unninni stöđu en Emil knésetti sinn andstćđing.
Í B-flokki uppskáru Íslendingar einnig einn vinning. Örn Leó tefldi afar góđa skák gegn dönskum andstćđingi sem er sá ţriđji stigahćsti í flokknum. Hann vann peđ og sveiđ hann svo hćgt og rólega í endatafli ţar til Daninn féll á tíma međ tapađ tafl. Mögulega átti sá danski betri möguleika til ađ verjast en ég verđ ađ hrósa taflmennsku Arnar enda tefldi hann rúmlega 50 leiki alltaf međ minna en mínútu á klukkunni. Nökkvi tefldi viđ nćst stigahćsta keppendann, sem sigrađi í C-flokki Norđurlandameistaramótsins áriđ 2008, og lenti í leiđindarbeyglu í kóngsindverskri vörn. Eyjamađurinn knái náđi ţví miđur ekki ađ snúa sig út úr erfiđleikunum ţrátt fyrir góđa baráttu og var hann hundfúll út í sjálfan sig ţví hann vissi vel hvar hann hafđi fariđ út af sporinu.
Í A-flokki fengum viđ 2 vinninga í hús eins og búist var viđ enda eru Hjörvar og Sverrir stigahćstu menn flokksins. Hjörvar vann sína skák af miklu öryggi og sömuleiđis Sverrir sem vann úr sinni stöđu á afar lćrdómsríkan hátt.
Heilt yfir var uppskeran ágćt úr fyrstu umferđ enda voru menn ađ tefla viđ mjög sterka andstćđinga í flestum flokkum. Pörun nćstu umferđar er kominn upp og hefst baráttan eftir rúmlega klukkustund.
Áđan buđu Norđmenn uppá forláta pizzuveislu hér í félagsheimilinu sem vakti mikla lukku hjá öllum (meira ađ segja fararstjóra í ađhaldi!) og til ţess ađ hausinn á keppendum vćri í lagi ţá voru yngstu keppendurnir sendir út í göngutúra međ ađstandendum sínum.
Meira síđar!
Björn Ţorfinnsson
18.2.2011 | 09:28
Jóhanna og Elsa efstar á hrađkvöldi
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir urđu efstar og jafnar á jöfnu og spennandi hrađkvöldi Hellis sem fram fór 14. febrúar sl. Ţćr fengu báđar 5,5v en Jóhanna var úrskurđuđ sigurvegari á stigum. Ţađ hefur svo ekki gerst áđur ađ konur skipi tvö efstu sćtin á ţessum ćfingum ţótt ţćr hafi vissulega áđur sigrađ. Nćstir komu svo Páll Andrason og Dagur Kjartansson međ 4,5v
Lokastađan á hrađkvöldinu:
- 1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5v (28,5 stig)
- 2. Elsa María Kristínardóttir 5,5v (26)
- 3. Páll Andrason 4,5v (23)
- 4. Dagur Kjartansson 4,5v (22,5)
- 5. Vigfús Ó. Vigfússon 4v (29,5)
- 6. Jón Úlfljótsson 4v (29)
- 7. Eiríkur Örn Brynjarsson 4v (28,5v)
- 8. Oliver Aron Jóhannesson 4v (28)
- 9. Birkir Karl Sigurđsson 4v (23,5)
- 10. Kristófer Jóel Jóhannesson 4v (19,5)
- 11. Bjarni Sćmundsson 3v (29)
- 12. Finnur Kr. Finnsson 3v (22,5)
- 13. Jón Trausti Harđarson 3v (19)
- 14. Pétur Jóhannesson 1,5v (21)
- 15. Ívar Örn Halldórsson 1v (21,5)
- 16. Björgvin Kristbergsson 0,5v (20)
18.2.2011 | 07:00
Skákţing Gođans hefst í kvöld
Skákţing Gođans 2011 fer fram helgina 18.-20. febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Mótiđ er öllum opiđ.
Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir.
Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra og fideskákstiga.
Dagskrá:
Föstudagur 18 febrúar kl 20:00 1-4 umferđ. (atskák 25 mín )
Laugardagur 19 febrúar kl 10:00 5. umferđ. (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 19 febrúar kl 15:00 6. umferđ. -------------------
Sunnudagur 20 febrúar kl 10:00 7. umferđ. -------------------
Verđlaun verđa međ hefđbundnu sniđi. 3 efstu í fullorđins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.
Farandbikar fyrir sigurvegarann.
Ţátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu Gođans. Einnig er hćgt ađ skrá sig til leiks í síma 464 3187 eđa 821 3187.
Listi yfir skráđa keppendur er hér.
Núverandi skákmeistari Gođans er Rúnar Ísleifsson.
Ţetta verđur 8. skákţing Gođans og lista yfir titilhafanna er hér fyrir neđan:
2004 Baldur Daníelsson.
2005 Ármann Olgeirsson
2006 Ármann Olgeirsson
2007 Smári Sigurđsson
2008 Smári Sigurđsson
2009 Benedikt Ţorri Sigurjónsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 ?
Spil og leikir | Breytt 12.2.2011 kl. 01:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 00:46
Dađi sigrađi á fimmtudagsmóti TR
Dađi Ómarsson sigrađi međ fullu húsi á fimmtudagsmótinu í TR í gćr. Ađ öđru leyti var baráttan hörđ um nćstu sćti en ţar urđu ţeir Eiríkur (Kolbeinn ţ.e.a.s.) og Birkir Karl hlutskarpastir eftir harđa baráttu viđ Elsu Maríu, Jón og Eirík Örn. Skákstjóri var Eiríkur K. Björnsson. Lokastađan í gćrkvöldi varđ:
1 Dađi Ómarsson 7
2 Eiríkur K. Björnsson 6
3 Birkir Karl Sigurđsson 5
4 Elsa María Kristínardóttir 4.5
5-8 Jón Úlfljótsson 4
Eiríkur Örn Brynjarsson 4
Gauti Páll Jónsson 4
Tjörvi Schiöth 4
9-11 Jon Olav Fivelstad 3.5
Sigurjón Haraldsson 3.5
Guđmundur Gunnlaugsson 3.5
12-14 Pétur Jóhannesson 3
Davíđ Sigurđsson 3
Kjell Valerhaugen 3
15-16 Óskar Long Einarsson 2
Björgvin Kristbergsson 2
17 Eysteinn Högnason 1
17.2.2011 | 22:14
NM í skólaskák: Noregspistill nr. 1
Klukkan er 19.13 á stađartíma og undirritađur situr í setustofunni á farfuglaheimilinu Haraldsheim. Á međan liggur hinn fararstjórinn, Stefán Bergsson, afvelta í kojunni sinni međ svefngrímu yfir augunum og tappa í eyrunum. Ćtla ég á engan hátt ađ vega ađ brothćttri karlmennsku hans međ ţví ađ grínast međ ţá stađreynd ađ miđaldra flugfreyja hefđi veriđ fullsćmd af ađförunum hans viđ ađ undirbúa ţennan stutta blund.
Ferđalagiđ til Noregs gekk vel og einhvern veginn rötuđum viđ á gististađinn ţökk sé góđum leiđbeiningum frá mótshöldurum. Farfuglaheimiliđ Haraldsheim er eins ţćgilegt og farfuglaheimili getur orđiđ. Um er ađ rćđa fjögurra til sex manna herbergi ţar sem gist er í kojum og deila menn hreinlćtisađstöđu međ allri hćđinni. Ţađ sem bjargar hinsvegar öllu er ađ á hverri hćđ eru ţćgilegar stofur ţar sem hröđ nettenging er í bođi, poolborđ, spil og sjónvarp.
Ađeins er yfir einu ađ kvarta en ţađ er sú stađreynd ađ ţađ tekur 30 mín. ađ ferđast á skákstađ. Fyrst 10 mín. strćtóferđ og svo 20 mín. ganga - í tveimur áföngum. Ţađ er ansi mikill munur frá tćplega 1-2 mín. rölti frá hóteli á skákstađ sem bođiđ var uppá í Svíţjóđ í fyrra. Ţađ lítur ţví allt út fyrir ţađ ađ dagarnir verđi ansi langir hér í Osló ţví krakkarnir tefla tvćr skákir á dag og viđ munum vćntanlega ekki hafa tíma til ađ koma upp á farfuglaheimiliđ milli umferđa.
Helstu áföll dagsins tengjast verđlagi í Noregi. Tónninn var settur strax í byrjun ţegar Stefán Már, fađir Vignis, keypti sér Pepsi -flösku á 600 kr. og skömmu síđar fjárfesti Stefán fararstjóri í 200 kr. banana! Tilraun til ráns ferđarinnar átti sér hinsvegar stađ ţegar hópurinn fór út ađ borđa um miđjan daginn. Viđ fundum flottan veitingarstađ sem bauđ upp á pizzahlađborđ fyrir 2.000 kr. á mann sem var ansi vel sloppiđ. Reyndar heimtuđu sumir ađ fara á McDonalds viđ misjafnan fögnuđ annarra, förum ekki nánar út ţađ. Ţegar ađ menn ćtluđu ađ kaupa sér kókglas međ matnum ţá kostađi ţađ 1.000 kr! Varđ ţá skyndilega kúvending úr kókpöntunum yfir í vatnspantanir sem var svo sem ágćtt frá manneldislegum sjónarmiđum. Menn töldu sig ţarna hafa fundiđ hvađ fáránlegasta verđlagiđ en botninn sló úr ţegar Siggi Emilspabbi tékkađi á rćktinni, langađi ađ rífa ađeins í lóđ og negla sér á brettiđ, en menn ţurfa víst ađ snara 4000 kr. fram til ađ leyfa sér smá sprikl!
Nú er fundi međ öllum hópnum nýlokiđ og klukkan farin ađ ganga tíu. Á ţessum fundi var fariđ yfir morgundaginn en 1. umferđ hefst 11:00 ađ norskum tíma og leggur hópurinn af stađ frá Haraldsheim 09:15 undir handleiđslu hinnar leyndardómsfullu Irisar Brecker en menn bíđa í ofvćni eftir ţeim kynnum. Menn eru núna margir hverjir farnir ađ náttbuxna sig í gang og taka til skrínukosts síns. Ţađ var nefnilega ákveđiđ eftir ferđina á veitingastađinn um miđjan daginn ađ hver myndi bjarga sér um kvöldiđ hvađ varđar nćringu. Menn keyptu hinn ýmsa skrínukost; flestir ávöxtuđu sig í gang, sumir tóku vel til sykursins en sérstaklega var tekiđ eftir skrínukosti Björns fararstjóra. Björn er í heilsuátaki miklu og samanstóđ skrínukostur hans af bláberjasojamjólk, blóđappelsínum, vatni og melónum! Hitaeiningasnautt ţađ.
Framundan er langur og strangur dagur međ tveimur umferđum. Mikil spenna er í keppendum og sérstaklega ţeim yngstu í E-flokknum sem hafa veriđ til mikils sóma og eru nú lagstir til hvíldar. Allir keppendur hafa reyndar veriđ til sóma sem og hagađ sér vel sem er langt frá ţví sjálfsagt ţegar um rćđir svo stóran hóp. Eins og áđur segir hefur ferđin gengiđ vel og er ţađ ekki síst ađ ţakka ţeim foreldrum og ömmu sem eru međ í för sem hjálpa til viđ ađ hafa stjórn á hlutunum og sínum krökkum.
Ţađ er hugur í mönnum og spenna fyrir morgundaginn. Meira síđar.
Stefán og Björn
Fulltrúar Íslands eru (stigaröđ keppenda í sviga - 12 keppendur í hverjum flokki):
A-flokkur (18-20 ára):
- 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2460)
- 2. Sverrir Ţorgeirsson (2330)
B-flokkur (16-17 ára):
- 9. Örn Leó Jóhannsson (1940)
- 10. Nökkvi Sverisson (1805)
C-flokkur (14-15 ára):
- 9. Emil Sigurđarson (1720)
- 11. Dagur Kjartansson (1660)
D-flokkur (12-13 ára):
- 8. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1645)
- 9. Oliver Aron Jóhannesson (1545)
E-flokkur (11 ára og yngri):
- 7. Vignir Vatnar Stefánsson (1225)
- 8. Heimir Páll Ragnarsson (1200)
Spil og leikir | Breytt 18.2.2011 kl. 00:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 17:40
Vinverjar lögđu Selfyssinga
Skákfélag Vinjar lagđi Skákfélag Selfoss og nágrennis í viđureign félaganna sem fram fór í Vin í gćr. 44-37. Hinn hógvćri formađur SSON bendir ţó í ţađ í afar skemmtilegri grein sinni á heimasíđu SSON ađ sigurinn sé Flóamanna, 73-72, samtals en Selfyssingar lögđ Vinverja í viđureign félaganna í Selfossi fyrr í vetur.

Bestum árangri gestanna náđu ţeir Úlfhéđinn Sigurmundsson og Magnús Matthíasson međ 7,5 vinninga, Ingimundur, bróđir Úlfhéđins, var síđan međ 5,5 vinninga.
Bent er aftur á heimasíđu SSON ţar sem m.a. má finna myndaalbúm frá mótinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 17:20
Skákţing Íslands 2011 - Áskorendaflokkur
Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveđiđ ađ keppni í áskorendaflokki 2011 fari fram dagana 15. - 24. apríl n.k. . Mótiđ mun fara fram í Faxafeni 12, Reykjavík. Efstu tvö sćtin gefa föst sćti í Landsliđsflokki 2012.
Dagskrá:
- Föstudagur, 15. apríl, kl. 18.00, 1. umferđ
- Laugardagur, 16. apríl, kl. 14.00, 2. umferđ
- Sunnudagur, Frídagur
- Mánudagur, 18. apríl, kl. 18.00, 3. umferđ
- Ţriđjudagur, 19. apríl, kl. 18.00, 4. umferđ
- Miđvikudagur, 20. apríl, kl. 18.00, 5. umferđ
- Fimmtudagur, 21. apríl, Frídagur
- Föstudagur, 22. apríl, kl. 11.00, 6. umferđ
- Föstudagur, 22. apríl, kl. 17.00, 7. umferđ
- Laugardagur, 23. apríl, kl. 14.00, 8. umferđ
- Sunnudagur, 24. apríl, kl. 14.00, 9. umferđ
Umhugsunartími:
90 mín. + 30 sek. til ađ ljúka.
Verđlaun:
- 1. 40.000.-
- 2. 25.000.-
- 3. 15.000.-
Aukaverđlaun:
- U-2000 stigum 8.000.-
- U-1600 stigum 8.000.-
- U-16 ára 8.000.-
- Kvennaverđlaun 8.000.-
- Fl. stigalausra 8.000.-
Aukaverđlaun eru háđ ţví ađ a.m.k. 5 keppendur séu í hverjum flokki og eingöngu er hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna. Reiknuđ verđa stig séu fleiri en einn í efsta sćti. Stigaverđlaunin miđast viđ íslensk skákstig.
Ţátttökugjöld:
- 18 ára og eldri 3.000.-
- 17 ára og yngri 2.000.-
Skráning:
Skráningu skal senda í tölvupósti á skaksamband@skaksamband.is eđa tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 í síđasta lagi 11. apríl 2011. Hćgt verđur ađ skrá sig beint á Skák.is ţegar nćr dregur móti.
17.2.2011 | 07:00
Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld
Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.
Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Spil og leikir | Breytt 13.1.2011 kl. 08:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 00:35
Metţátttaka á MP Reykjavíkurskákmóti
Ţađ stefnir í algjöra metţátttöku á MP Reykjavíkurskákmótinu, minningarmóti um Inga R. Jóhannsson, en nú ţegar 3 vikur eru til móts eru 170 skákmenn skráđir til leiks. Og fleiri met verđa slegin, aldursmet, mesti fjöldi erlendra skákmanna og stórmeistara. Og margir áhugaverđir keppendur eru međ. Yngsti stórmeistari heims, náfrćndi eins ţekktasta fótboltamanns heims, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, og blindur skákmađur eru međal keppenda. Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki og á kvenkyniđ óvenju marga fulltrúa ađ ţessu sinni.
Stigahćstur keppenda er Úkraínumađurinn Evgenij Miroshnichenko (2670). Nćstur í stigaröđinni er Luke McShane (2664), sem fékk flesta vinninga á London Chess Classic ásamt heimsmeistaranum Anand og stigahćsta skákmanni heims, Magnúsi Carlseni. Ţriđji í stigaröđinni er Ivan Sokolov (2657), sem var einn sigurvegara síđasta MP Reykjavíkurmóts.
Međal Norđurlandabúa má nefna, jafnaldra og félaga besta skákmanns heims, Magnúsar Carlsen, Jon Ludvig Hammer (2647) Og ađ sjálfsögđu mćtir heimavarnarliđiđ međ stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Héđin Steingrímsson og Henrik Danielsen fremsta í flokki.
Stigahćsti skákmađur Afríku Ahmed Adly (2640) er einnig međ. Og ekki vantar gođsagnir en međal keppenda er Lettinn Evgeny Sveshnikov (2521), sem kemur hingađ ásamt syni sínum.
Sem fyrr má finna marga af yngstu og efnilegustu skákmönnum heims. Yngsti stórmeistari heims í dag, Illya Nyzhnik (2530) mćtir. Ţađ gerir einnig búlgarski alţjóđlegi meistarinn Kiprian Berbatov (2437) sem ţykir mikiđ efni en hann tefldi međ hinu sterka búlgarska Ólympíuliđi í Síberíu síđasta haust.
Og ekki má gleyma skákkonunum. Ein stigahćsta skákkona heims, Harika Dronavalli (2520) auđvitađ kemur til leiks en međal kvenna má nefna samlanda hennar Tania Sachdev (2391), frönsku skákkonuna Sophie Millet (2375) og sterkustu skákkonu Hvíta-Rússlands, Anna Sharevich (2332). Sjá nýlegt viđtal viđ Önnu á ChessBase.
Og blindir eiga sinn fulltrúa í fyrsta skipti á Reykjavíkurskákmóti, ţví pólski alţjóđlega meistarinn Piotr Dukaczewski (2312) tekur ţátt en hann er einn sterkasti blindi skákmađur heims.
Af 170 skráđum keppendum koma 108 erlendis frá og eru samtals frá 31 landi! Flestir koma frá Ţýskalandi eđa 19 en nćstir koma Norđmenn (15) og Indverjar (10). Sumir keppendanna koma langt frá en ţar má nefna keppenda frá Hondúras og Brasilíu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 22:50
Undrabörn í Kastljósi og á Eyjunni
MP Reykjavíkurskákmótiđ nálgast og ţar verđa nokkur met slegin. Tvö ţeirra eru vís, ţátttökumet og aldursmet en međal keppenda má nefna ţau Vigni Vatnar Stefánsson, 7 ára, og Nansý Davíđsdóttur, 8 ára en ţau eru langyngstu keppendurnir sem tekiđ hafa ţátt í í tćplega hálfrar aldar sögu mótsins.
Umfjöllun um ţau og ţátttöku ţeirra var ađ finna í Kastljósinu í kvöld og í frétt Eyjunnar í gćr.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 8779237
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar