Leita í fréttum mbl.is

NM í skólaskák: Noregspistill nr. 1

Klukkan er 19.13 á stađartíma og undirritađur situr í setustofunni á farfuglaheimilinu Haraldsheim. Á međan liggur hinn fararstjórinn, Stefán Bergsson, afvelta í kojunni sinni međ svefngrímu yfir augunum og tappa í eyrunum.  Ćtla ég á engan hátt ađ vega ađ brothćttri karlmennsku hans međ ţví ađ grínast međ ţá stađreynd ađ miđaldra flugfreyja hefđi veriđ fullsćmd af ađförunum hans viđ ađ undirbúa ţennan stutta blund.

Ferđalagiđ til Noregs gekk vel og einhvern veginn rötuđum viđ á gististađinn ţökk sé góđum leiđbeiningum frá mótshöldurum.  Farfuglaheimiliđ Haraldsheim er eins ţćgilegt og farfuglaheimili getur orđiđ.  Um er ađ rćđa fjögurra til sex manna herbergi  ţar sem gist er í kojum og deila menn hreinlćtisađstöđu međ allri hćđinni.  Ţađ sem bjargar hinsvegar öllu er ađ á hverri hćđ eru ţćgilegar stofur ţar sem hröđ nettenging er í bođi, poolborđ, spil og sjónvarp.

Ađeins er yfir einu ađ kvarta  en ţađ er sú stađreynd ađ ţađ tekur 30 mín. ađ ferđast á skákstađ. Fyrst 10 mín. strćtóferđ og svo 20 mín. ganga - í tveimur áföngum. Ţađ er ansi mikill munur frá tćplega 1-2 mín. rölti frá hóteli á skákstađ sem bođiđ var uppá í Svíţjóđ í fyrra. Ţađ lítur ţví allt út fyrir ţađ ađ dagarnir verđi ansi langir hér í Osló ţví krakkarnir tefla tvćr skákir á dag og viđ munum vćntanlega ekki hafa tíma til ađ koma upp á farfuglaheimiliđ milli umferđa.

Helstu áföll dagsins tengjast verđlagi í Noregi. Tónninn var settur strax í byrjun ţegar Stefán Már, fađir Vignis, keypti sér Pepsi -flösku á 600 kr. og skömmu síđar fjárfesti Stefán fararstjóri í 200 kr. banana! Tilraun til ráns ferđarinnar átti sér hinsvegar stađ ţegar hópurinn fór út ađ borđa um miđjan daginn. Viđ fundum flottan veitingarstađ sem bauđ upp á pizzahlađborđ fyrir 2.000 kr. á mann sem var ansi vel sloppiđ. Reyndar heimtuđu sumir ađ fara á McDonalds viđ misjafnan fögnuđ annarra, förum ekki nánar út ţađ. Ţegar  ađ menn ćtluđu ađ kaupa sér kókglas međ matnum ţá kostađi ţađ 1.000 kr! Varđ ţá skyndilega kúvending úr kókpöntunum yfir í vatnspantanir sem var svo sem ágćtt frá manneldislegum sjónarmiđum.  Menn töldu sig ţarna hafa fundiđ hvađ fáránlegasta verđlagiđ en botninn sló úr ţegar Siggi Emilspabbi tékkađi á rćktinni, langađi ađ rífa ađeins í lóđ og negla sér á brettiđ, en menn ţurfa víst ađ snara 4000 kr. fram til ađ leyfa sér smá sprikl!

Nú er fundi međ öllum hópnum nýlokiđ og klukkan farin ađ ganga tíu. Á ţessum fundi var fariđ yfir morgundaginn en 1. umferđ hefst 11:00 ađ norskum tíma og leggur hópurinn af stađ frá Haraldsheim 09:15 undir handleiđslu hinnar leyndardómsfullu Irisar Brecker en menn bíđa í ofvćni eftir ţeim kynnum. Menn eru núna margir hverjir farnir ađ náttbuxna sig í gang og taka til skrínukosts síns. Ţađ var nefnilega ákveđiđ eftir ferđina á veitingastađinn um miđjan daginn ađ hver myndi bjarga sér um kvöldiđ hvađ varđar nćringu. Menn keyptu hinn ýmsa skrínukost; flestir ávöxtuđu sig í gang, sumir tóku vel til sykursins en sérstaklega var tekiđ eftir skrínukosti Björns fararstjóra. Björn er í heilsuátaki miklu og samanstóđ skrínukostur hans af bláberjasojamjólk, blóđappelsínum, vatni og melónum! Hitaeiningasnautt ţađ.

Framundan er langur og strangur dagur međ tveimur umferđum. Mikil spenna er í keppendum og sérstaklega ţeim yngstu í E-flokknum sem hafa veriđ til mikils sóma og eru nú lagstir til hvíldar. Allir keppendur hafa reyndar veriđ til sóma sem og hagađ sér vel sem er langt frá ţví sjálfsagt ţegar um rćđir svo stóran hóp.  Eins og áđur segir hefur ferđin gengiđ vel og er ţađ ekki síst ađ ţakka ţeim foreldrum og ömmu sem eru međ í för sem hjálpa til viđ ađ hafa stjórn á hlutunum og sínum krökkum.

Ţađ er hugur í mönnum  og spenna fyrir morgundaginn. Meira síđar.

Stefán og Björn

Fulltrúar Íslands eru (stigaröđ keppenda í sviga - 12 keppendur í hverjum flokki):

A-flokkur (18-20 ára):

 • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2460)
 • 2. Sverrir Ţorgeirsson (2330)

B-flokkur (16-17 ára):

 • 9. Örn Leó Jóhannsson (1940)
 • 10. Nökkvi Sverisson (1805)  

C-flokkur (14-15 ára):

 • 9. Emil Sigurđarson (1720)
 • 11. Dagur Kjartansson (1660)

D-flokkur (12-13 ára):

 • 8. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1645)
 • 9. Oliver Aron Jóhannesson (1545)

E-flokkur (11 ára og yngri):

 • 7. Vignir Vatnar Stefánsson (1225)
 • 8. Heimir Páll Ragnarsson (1200)
Heimasíđa mótsins

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.7.): 7
 • Sl. sólarhring: 29
 • Sl. viku: 184
 • Frá upphafi: 8705288

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband