Fćrsluflokkur: Íţróttir
3.3.2011 | 10:32
Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld
Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.
Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 19:04
Henrik međ skákkennslu á vefnum
Stórmeistarinn Henrik Danielsen býđur áhugasömum skákmönnum upp á skákkennslu í gegnum netiđ. Kennslan fer fram međ skákmyndböndum. Henrik mun daglega senda myndbönd međ útreikningum, byrjunum og endatöflum.
Nánar á Skákhorninu.
Áhugasamir hafi samband viđ Henrik í netfangiđdanielsen.h@gmail.com
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 09:47
Ţorsteinn efstur í Ásgarđi
Ţorsteinn Guđlaugsson var í stuđi í Ásgarđi í gćr hann leyfđi ađeins eitt jafntefli viđ Harald Axel, en vann alla ađra, fékk 9.5 v af 10
Síđan komu ţrír jafnir í 2.-4. sćti ţeir Haraldur Axel Sveinbjörnsson, Valdimar Ásmundsson og Jón Víglundsson allir međ 7 vinninga.
Heildarúrslit;
- 1 Ţorsteinn Guđlaugsson 9.5 vinninga
- 2-4 Valdimar Ásmundsson 7 - 47.5 stig
- Haraldur Axel 7 - 47 -
- Jón Víglundsson 7 - 45.5 -
- 5 Óli Árni Vilhjálmsson 6 -
- 6-11 Gísli Sigurhansson 5.5 -
- Jónas Ástráđsson 5.5 -
- Finnur Kr Finnsson 5.5 -
- Eiđur Á Gunnarsson 5.5 -
- Ásgeir Sigurđsson 5.5 -
- Birgir Ólafsson 5.5 -
- 12-13 Gísli Árnason 5 -
- Hálfdán Hermannsson 5 -
- 14-17 Garđar Ingólfsson 4.5 -
- Bragi G Bjarnarson 4.5 -
- Sćmundur Bjarnason 4.5 -
- Baldur Garđarsson 4.5 -
- 18-19 Viđar Arthúrsson 4 -
- Halldór Skaftason 4 -
- 20 Friđfik Sófússon 2.5 -
- 21 Hrafnkell Guđjónsson 2 -
- 22 Sćmundur Kjartansson 0 -
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 18:46
Heilabrot eru heilsubót

Vongóđir mćta vel á ţriđja tug aldrađra skákkempna (knapa) til tafls í Vonarhöfn, heimahöfn Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, alla miđvikudaga milli kl. 13-17 áriđ um kring. Ţađ ađ brjóta heilann yfir skáktafli er ekki ađeins góđ dćgradvöl heldur hefur einnig mikiđ heilsufarslegt og félagslegt gildi.
Í hinum veglegu húsakynnum Safnađarheimilis Hafnarfjarđarkirkju er ýmislegt á dagskrá alla daga, ţar mćta ekki bara uppgjafa skákarar af eldri kynslóđinni til ađ vegast á og falla í valinn einu sinni í viku til dýrđar Kaissu, heldur einnig uppgjafa alkóhólistar reglulega til ađ brýna sig á ţví ađ falla ekki í valinn fyrir Bakkusi. Ţá er ţar viđamikiđ barnastarf í gangi, vegleg tónlistarkennsla, kórćfingar ofl.ofl. Ţegar jarđarfarir fara farm á sama tíma og skákmótin, slá menn nettara á klukkurnar og tefla hljóđlega eins og reyndar vera ber ćvinlega. Sumir keppendurnir verđa andaktugir ţegar hátíđlegir hljómar berast frá orgelinu og sálmasöngurinn hljómar og tefla fyrir

fegurđina. Salurinn Vonarhöfn er á 2.hćđ byggingarinnar og gengiđ inn frá Suđurgötu, en einnig má ganga inn Strandgötumeginn og síđan upp skákstigann í hinu tignarlega anddyri Safnađarheimilisins. Ţátttökugjald er kr. 300 og innfelur kaffi og kex. Ţátttakendur eru af öllu Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu.
Tefldar eru 11 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. "Hvatskákir" svona mitt á milli hrađskáka og atskáka, sem henta gamlingjunum vel, ţó brugđiđ geti samt til beggja vona í endataflinu oft á tíđum. Merkilegt hvađ margar skákir vinnast eđa tapast "í blálokin" ţegar tímahrakiđ fer ađ sverfa ađ, enda engin jafnteflishugur í mönnum. Fallegustu skákirnar vinnast ţó á borđinu ţegar gamlir meistarataktar taka sig upp, hjá Birni Víkingi eđa Palla í Pólaris og fleiri snillingum. Mikil spenna er jafnan í lofti og oft unun ađ

fylgjast međ síđustu skákunum í hverri umferđ, ţegar menn hnappast saman og halda niđri í sér andanum af ćsingi, kemur blóđinu á hreyfingu. Heilabrot eru heilsubót, ţađ hefur vísindalega veriđ sannađ ađ skák er fyrirbyggjandi gegn elliglöpum.
Á mótinu í síđustu viku sigrađi hinn sigursćli Sigurđur Alfređ Herlufsen međ 9 v. af 11 og er ţađ í annađ skipti á árinu, sem hann er allra snjallastur. Ţann 16/2 bar Ingimar Halldórsson sigur úr bítum međ 9.5 v og ţar á undan Dr. Ingimar Jónsson međ 10v.; Jóhann Örn Sigurjónsson, Egill Ţórđarson, Guđfinnur R. Kjartansson og Matthías Z.Kristinsson, hafa allir unniđ sitt mótiđ hver ţađ sem af er ári,svo tvísýnna getur ţetta varla veriđ. Skákmenn, 60 ára og eldri: Látiđ ekki mát úr hendi sleppa" og mćtiđ galvaskir til tafls./ESE
Nánari úrslit má sjá á međf.mótstöflu og öll mót á www.riddarinn.net ásamt fjölda mynda.
Myndaalbúm: http://www.skak.blog.is/album/knapar_2011/
Íţróttir | Breytt 3.3.2011 kl. 10:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 14:19
Undanrásir fyrir Deloitte Reykjavík Barnablitz langt komnar
Nú eru undanrásir fyrir Deloitte Reykjavík Barnablitz langt komnar og sterkir skákmenn af yngri kynslóđinni búnir ađ tryggja sér ţátttökurétt.
Oliver Aron Jóhannesson tryggđi sér ţátttökurétt međ sigri á Fjölnisćfingu. Vignir Vatnar Stefánsson TR-ingur vann laugardagsćfingu TR međ fullu húsi.
Vignir Vatnar lét ekki ţar viđ sitja heldur vann einnig Hellisćfinu sem fram fór í gćr. Ţar sem Vignir Vatnar var kominn áfram fór sćtiđ í úrslitunum í hendur Dawids Kolka sem lenti í öđru sćti.
Síđasti sénsinn til ađ tryggja sér sćti í úrslitunum er á morgun miđvikudag á opinni skákćfingu í Skákakademíu Reykjavíkur.
Framvegis verđa opnar skákćfingar í Skákakademíu Reykjavíkur á miđvikudögum klukkan 17:15.
Ćfingin hefst 17:15 og eru allir krakkar fćddir 1998 velkomnir.
Ćskilegt er ađ keppendur skrái sig fyrirfram međ ţví ađ senda póst á stefan@skakakademia.is
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 16:00
Ćfingaskákmót TG
Skákmót ţurfa ekki oft langan undirbúning. Hugmynd fćddist í fyrradag hjá Taflfélagi Garđabćjar um ađ búa til lágstiga ćfingamót og tók ađeins um 1 tíma ađ smíđa mótiđ, ţ.e. ađ fá keppendur í ţađ, eftir ađ ákvörđun var tekin.
Sex keppendur tefla allir viđ alla og eru eftir fyrstu 3 umferđirnar 3. efst og jöfn međ 2,5 vinning hvert. Ţetta eru Sveinn Gauti Einarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Sóley Lind Pálsdóttir.
Fjórđa. umferđ fer fram kl. 17 á morgun og sú 5. kl. 19.
Sjá má öll úrslit og pörun á chess-results.
Skákirnar má svo sjá međ ţví ađ smella hér.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 11:08
Undanrásir Deloitte Reykjavík Barnablitz í gangi - teflt í Helli í dag
Deloitte Reykjavík Barnablitz fer fram sunnudaginn 13. mars. Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur; á sama stađ og MP Reykjavik Open mun fara fram. Fyrirkomulagiđ verđur ţannig ađ átta skákmenn munu verđa í úrslitunum. Til ađ komast í úrslitin ţarf ađ vinna skákćfingu hjá taflfélögunum í borginni. Ţannig verđur keppt um fjögur sćti en hin fjögur sćtin verđa bođssćti.
Úrslitin verđa međ útsláttarfyrirkomulagi; hrađskákir og sá fyrri til ađ vinna tvćr skákir kemst áfram.
Ef keppendur eru jafnir eftir fyrri skák tefla ţeir armageddon-skák ţar sem hvítur hefur 6 mínútur gegn 5 hjá svörtum en svarti nćgir jafntefli til ađ komast áfram.
Teflt verđur um sćtin á efirfarandi ćfingum;
Taflfélagi Reykjavíkur: Laugardaginn 26. febrúar - Vignir Vatnar Stefánsson kominn í úrslit
Taflfélaginu Helli: Mánudaginn 28. febrúar kl: 17:15
Skákakademíu Reykjavíkur - Tjarnargötu 10 A: Miđvikudaginn 2. mars kl: 17:15
Undankeppni í Fjölni verđur auglýst síđar.
Rétt til keppni eiga allir skákmenn fćddir 1998 eđa síđar.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 07:00
Atkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 28. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Um er rćđa styttingu á umhugsunartíma ţannig ađ ćfingin ćtti ađ vera lokiđ um kl. 22. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá verđur einnig dreginn út af handahófi annar keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri)
Íţróttir | Breytt 26.2.2011 kl. 10:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótiđ er öllum opiđ og yngstu íslensku ţátttakendurnir eru sjö og átta ára gamlir. Í framtíđinni gćtu Reykjavíkurskákmótin haft burđi til ţess ađ keppa viđ sterkustu opnu mótin ţau sem fram fara á Gíbraltar og í Moskvu. Munurinn liggur helst í ţví ađ mótshaldarar ţar reisa alls kyns stigagirđingar.
Í A-flokki Aeroflot-mótsins sem lauk í Moskvu á miđvikudaginn var gert ráđ fyrir ađ ţátttakendur hefđu a.m.k. 2.550 elo-stig. Mótiđ hefur veriđ kjörinn vettvangur fyrir unga og metnađarfulla skákmenn. Ađ ţessu sinni létu ýmsir fastagestir sig ţó vanta. Ţekktasti keppandinn var Gata Kamsky, sem eins og skákunnendur vita gerđist bandarískur ríkisborgari eftir opna New York-mótiđ 1989 og tefldi um FIDE - heimsmeistaratitilinn viđ Karpov sjö árum síđar.
Á síđasta ári vöktu tveir skákmenn frá Víetnam mikla athygli og annar ţeirra, Le Quang, sigurvegarinn frá ţví í fyrra var aftur mćttur til leiks og aftur hafđi hann sigur en ţurfti ţó ađ deila 1. verđlaunum eftir ađ hafa náđ vinningsforystu ţegar skammt var til loka:
1.-3. Le Quang, Vitiugov og Tomashevsky báđir frá Rússlandi 6˝ v.(af 9) 4. - 10. Khismatullin, Yangvi, Rodshtein, Kasimdzhanov, Kamsky, Mamedov og Cheparinov 6 v. Keppendur voru 86 talsins.
Gata Kamsky byrjađi vel en í 5. umferđ var hann bókstaflega skotinn í kaf af áđurnefndum Le Quang og í sjöttu umferđ biđu hans sömu örlög er hann mćtti lítt ţekktum kínverskum skákmanni sem vann ţar einn glćsilegasta sigur ţessa öfluga móts. Nafn hans tónar ágćtlega viđ ţá bráđsnjöllu leiki sem hann finnur eftir ađ byrjuninni sleppir:
Aeroflot open 2011;
Gata Kamsky - Liren Ding
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Re2 Be7 8. c3
Heimsmeistarinn Anand byggđi stöđu sína upp svipađ í nokkrum ţekktum skákum viđ Alexei Shirov.
8.... 0-0 9. Be3 f6 10. g3 Db6 11. Dd2 fxe5 12. dxe5 Hd8 13. Bh3 d4! Upphafiđ ađ snarpri atlögu.
14. Bf2 d3! 15. Rc1
15. Dxd3 má svara međ 15.... Rdxe5! o.s.frv.
Rf8 16. b3 Da6 17. a4 b5 18. 0-0 Bb7 19. Ha2 b4 20. c4 Ra5 21. Be3 Rxc4!
Hárrétt fórn ţví ađ svartur getur myndađ öflugan peđaher á drottningarvćngnum.
22. bxc4 Dxc4 23. f5 exf5 24. Bxf5 Dd5 25. Bxd3 c4 26. Bb1 Dc6 27. De1 Rg6 28. Haf2 Rxe5 29. Re2
Annar glćsilegur leikur. Rybka mćlir međ" 29.... Rxf3+ ásamt 30.... Dxa4. 30. Red4 Dd5 31. Bxd3 Rxd3 32. Dd2 Rxf2 33. Hxf2 Hf8 34. h4 c3 35. Dd3 Bc5!
Hvítur getur sig hvergi hrćrt ţó hann sé manni yfir. Leppunin eftir skálínunni a7-g1 rćđur úrslitum.
36. Bf4 Hd8 37. Be5 He8 38. Bf4 He1+! 39. Hf1 Dxf3! 40. Dxf3 Bxd4+
- og Kamsky gafst upp. Hann gaf sig ekki og vann ţrjár síđustu skákirnar.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. febrúar 2011.
Íţróttir | Breytt 19.2.2011 kl. 18:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 16:00
Gallerý Skák: "Sjáumst og kljáumst"

EinkaSkákklúbbar eru ótal margir á landinu kalda og gegna mikilvćgu hlutverki jafnt í skáklegu sem félagslegu tilliti. Ţar mćtast stálin oft stinn enda ţótt um vináttuskákir" sé ađ rćđa, ţví enginn er annars bróđir í leik ef mát er í sigti. Segja má ađ til viđbótar hinum formlegu tafl- og skákfélögum séu einkaklúbbarnir viss burđarás í íslensku skáklífi. Ţátttaka í ţeim stuđlar mjög ađ skákiđkun hins almenna áhugaskákmanns og margra uppgjafa skákmeistara, sem hittast reglulega til tafls á bak viđ tjöldin, bćđi í heimahúsum eđa á vinnustöđum. Segja má ađ tilurđ ţeirra efli skáklistina og styrki skákhreyfinguna í sessi, beint og óbeint. Kannski er ţetta hin mikilvćga grasrót" sem skáklífiđ og öll félagsstarfsemi byggist á, ţví margir ţessara skákmanna tefla líka innan sinna taflfélaga eđa eru kallađir til tafls ţegar mikiđ liggur viđ eins og ţegar keppni í ÍMS (Íslandsmóti Skákfélaga) fer fram, eins og verđur um nćstu helgi. Ţá birtast margir ţessara skákmanna á bak viđ tjöldin" viđ taflborđiđ annađ hvort einir sér eđa í minni hópum", eins og Bjarni Fel alias Laddi myndi

orđa ţađ, sem má reyndar til sannsvegar fćra, ţví sumir ţessara einkaklúbba mćta til leiks undir eigin nafni.
Lista- og skákstofan GALLERÝ SKÁK, í Bolholti 6, hefur opnađ dyr sínar fyrir hinum almenna skákmanni jafnframt ţví ađ vera ađsetur fyrir GS-klúbbinn, fjölmennan og gamalgróinn einkaskákklúbb, áđur VISA-klúbbinn, sem hist hefur til tafls í tćpan aldarfjórđung eđa síđan 1987. Klúbburinn, sem nokkrar máttarstođir skákhreyfingarinnar hafa átt ađild ađ, m.a. 4 fyrrv. forsetar SÍ, ţeir Ţráinn Guđmundsson, Ţorsteinn Ţorsteinsson, Guđmundur G. Ţórarinsson auk undirritađs, 2 fv. formenn TR, ţeir Jóhann Ţórir Jónsson og Guđfinnur R. Kjartansson og fleiri valinkunnir ástríđuskákmenn, átti fyrstu13 árin skjól í höfuđstöđvum VISA Íslands, en síđan í FG (Fjölbrautaskóla Garđabćjar) í 10 vetur, hefur nú flutt ađsetur sitt í Gallerýiđ. GS-klúbburinn sem telur 20 skákmenn, hefur ađ hluta til endurnýjast, ţar sem nýjir félagar hafa veriđ bođnir velkomnir í stađ annarra sem falliđ hafa í valinn. Skákfundir eru haldnir hálfsmánađarlega yfir veturinn ţar sem menn tefla fyrir ánćgjuna og fegurđina, jafnan ţetta 12-14 félagar mćttir hverju sinni. Tefldar eru 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma, alvöruátök á hvítum reitum og svörtum, ţar sem menn hvíla hugann frá amstri dagsins og gleyma stađ og stund, leggja allt í sölurnar til ađ hnésetja andstćđinginn/fagna sigri.

Annan hvern fimmtudag kl. 18 eru svo haldin opin skákmót í Gallerýinu undir mottóinu Sjáumst og Kljáumst". Nú fer ţar fram Kapptefliđ um Patagóníusteininn", 6 kvölda mótaröđ međ Grand Prix sniđi, ţar sem 4 bestu mót hvers keppanda telja til vinnings. Óháđ ţví geta ađrir áhugasamir skákmenn blandast í hópinn, enda telft eftir svissneska kerfinu. Sl. fimmtudag voru 19 skákmenn mćttir til leiks, úr 6 taflfélögum og ađrir ófélagsbundnir. Stađan í kappteflinu er nú ţannig ađ Gunnar Kr. Gunnarsson, sigurvegari síđasta árs, er búinn ađ tryggja sér sigurinn ađ ađeins 4 mótum loknum, er komin međ 34 GP stig, enginn getur skákađ honum úr ţessu, en tvísýn barátta er um 2 og 3 sćtiđ, en efstu menn fá nafn sitt ritađ gullnu letri á sökkul hins langtađkomna steins úr iđrum jarđar. Nánari úrslit má sjá hér og neđan ásamt myndum en ítarlegar á www.galleryskak.net
Á veffangi Gallerý Skákar er rekiđ Nettorg á vegum GRK fyrir 3 skákklúbba auk fleiri heimasíđna. Ţar er ađ finna margt fróđlegt og forvitnilegt ađ finna undir ýmsum flipum, svo sem Skáklok, Skákţrautir, hagnýtar byrjanir, gamlar Sögulegar myndir og sitthvađ fleira sem kann ađ koma gestum ţćgilega á óvart og ţykja forvitnilegt. Stöđugt bćtist fleira efni viđ á síđurnar sem vert er ađ heimsćkja auk ţess sem áhugasömum er velkomiđ ađ líta viđ á fimmtudagskvöldum. / ESE
KAPPTEFLIĐ UM PATAGÓNÍUSTEINNINN II 2011
Stađan eftir 4 mót af 6: GP-stig
1. Gunnar Kr.Gunnarsson.....34 (4)
2. Ingimar Halldórsson..........22 (4)
3. Bjarni Hjartarson..............15 (2)
4. Friđgeir K. Hólm..............12 (3)
5. Guđm. G. Ţórarinsson ....11 (2)
6. Gunnar Skarphéđinsson...10 (3)
7. Sigurđur E. Kristjánsson... 9 (3)
8. Guđfinnur R. Kjartansson.. 8 (4)
9. Kristján Stefánsson.......... 8 (4)
10.Stefán Ţormar Guđm. ...... 6 (4)
7 keppendur minna
9 keppendur ekkert
Myndaalbúm mótsins: http://www.skak.blog.is/album/sjaumst_og_kljaumst_2011/
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar