Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda.

Ţetta er í fimmta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótiđ, en ţess má geta ađ Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir hefur boriđ sigur úr býtum fjögur ár í röđ!

Keppt er í ţriđja sinn um veglegan farandbikar sem hjónin Ólafur S. Ásgrímsson og Birna Halldórsdóttir gáfu. Einnig verđa eignarbikarar fyrir ţrjú efstu sćtin.

Öllum stúlkum á grunnskólaaldri í landinu er heimil ţátttaka og geta unniđ eignarbikar, en titilinn og farandbikarinn hreppir sú sem efst er ađ vinningum ţeirra er búsettar eru í Reykjavík.

Ađ lokinni verđlaunaafhendingu verđur pizzuveisla fyrir keppendur í bođi TR. Skráning fer fram á stađnum og hefst kl.13:30. Skákstjóri verđur Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir.


Skákţing Norđlendinga

Skákţing Norđlendinga verđur haldiđ á Bakkaflöt í Skagafirđi helgina 11-13. apríl nk. Tefldar verđa 4 umferđir međ atskákfyrirkomulagi á föstudagskvöldi. Tvćr kappskákir á laugardegi og ein á sunnudegi. Ađ loknu skákmótinu verđur haldiđ Hrađskákmót Norđlendinga.

Skákţing Norđlendinga hefur veriđ haldiđ frá árinu 1935, en ţá varđ Sauđkrćkingurinn Sveinn Ţorvaldsson skákmeistari Norđlendinga. Núverandi skákmeistari er Áskell Örn Kárason.

Bođiđ verđur uppá gistingu og veitingar á Bakkaflöt og er áćtlađ ađ kostnađur verđi milli 15-18.000 fyrir einstakling. Ţ.e. mótsgjöld, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldverđur. Bakkaflöt er í um 10 km. fjarlćgđ frá Varmahlíđ. Ţar er góđ ađstađa fyrir gesti. Heitir pottar og lítil sundlaug. Sjá nánar:  http://www.bakkaflot.com/

Auk ţess sem keppt verđur um sćmdarheitiđ Skákmeistari Norđurlands, sem eingöngu er veitt Norđlendingum, verđa veitt peningaverđlaun - 30.000 krónur fyrir fyrsta sćti, 20. 000 fyrir annađ sćti og 10.000 fyrir ţriđja sćti. Ţá verđa veitt aukaverđlaun. Norđlendingar sem ađrir eiga möguleika á ađ keppa um peningaverđlaunin. Ef ţátttaka verđur góđ, getur verđlaunafé hćkkađ.  Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra stiga.

Dagskrá. 

Mćting á Bakkaflöt kl. 19:30 föstudagskvöldiđ 11. apríl (kvöldmatur fyrir ţá sem ţađ vilja frá kl. 18:30)

  • Á föstudagskvöldinu verđa tefldar 4 atskákir (25. mín umhugsunartími). Áćtluđ lok eru kl. 24:00 
  • 5. umf. Kl. 10.00 12. apríl (umhugsunartími 90 mín + 30 sec)
  • 6. umf kl. 16.00 12 apríl (umhugsunartími 90 mín + 30 sec)
  • 7. umf. Kl. 10.00 13 april (umhugsunartími 90 mín + 30 sec)
Gisting og fćđi 

Bođiđ er upp á gistingu og fćđi á Bakkaflöt á međan á móti stendur. Sjá www.bakkaflot.com Um er ađ rćđa:

  • Gistingu 2 nćtur
  • Kvöldmatur á föstudegi.
  • Morgunmatur á laugardag og sunnudag
  • Hádegismatur laugardag ( um kl. 14.00) Kaffi laugardag um kl. 17:00.  Kvöldmatur laugardag (um kl. 20.00)
  • Bođiđ verđur upp á kaffi og hressingu á međan á móti stendur.
  • Kaffiveisla verđur ađ lokinni 7 umferđ á sunnudegi í bođi Sparisjóđs Skagafjarđar Kl: 15:00
  • Hćgt verđur ađ kaupa einstakar máltíđir.

Verđ fyrir allan pakkann ađeins 15.100,- Ađ auki verđa keppendur ađ greiđa mótsgjald kr. 1500,-  

Skráđir keppendur:

  • Áskell Örn Kárason
  • Björn Ţorfinnsson
  • Davíđ Örn Ţorsteinsson
  • Einar K. Einarsson
  • Guđmundur Gunnarsson
  • Hörđur Ingimarsson
  • Jakob Sćvar Sigurđsson
  • Jón Arnljótsson
  • Kjartan Guđmundsson
  • Sigurđur H. Jónsson
  • Stefán Bergsson
  • Unnar Ingvarsson

Hrađkvöld hjá Helli

Hrađkvöld hjá Helli verđur haldiđ mánudaginn 7. apríl í Hellisheimilinu í Mjódd og hefst kl. 20.  Eins og venjulega eru tefldar 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma ţannig ađ mótiđ tekur tiltölulegan stuttan tíma!  Ljúffeng verđlaun í bođi! Von er á ađ einhverjir af ţátttakendum á alţjóđlega unglingamóti Hellis verđi međ á hrađkvöldinu. 

Sigurvegarinn fćr pizzu fyrir tvo frá Domionos auk ţess sem einn heppinn útdreginn keppandinn fćr sömu verđlaun. 

Ţátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 500 fyrir ađra.

Ţátttökugjald er kr. 200 fyrir 15 ára og yngri félagsmenn en kr. 300 fyrir ađra.

Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a.  

Allir velkomnir

Kona í hverju liđi á Íslandsmóti skákfélaga?

Í fyrri frétt um ađalfund SÍ misfórst ađ birta lagabreytingartillöngu frá Lenku Ptacnikovu, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Páli Sigurđssyni um ađ ein kona skuli hiđ minnsta tefla í hverju liđi.

Lagabreytingartillögur

lagđar fram af Lenku Ptacnikovu, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Páli Sigurđssyni fyrir ađalfund 3. maí 2008 

Skáklög SÍ

3. kafli Íslandsmót skákfélaga 

19. grein

Keppendur skulu vera fullgildir félagsmenn ţeirra taflfélaga sem ţeir tefla fyrir.  Rađa skal keppendum í sveitir og borđ eftir styrkleika.  Ekki er leyfilegt ađ breyta röđ keppenda eftir ađ keppni hefst.  Keppandi getur flust upp eđa niđur um sveit hvenćr sem er keppninnar en heildarröđ keppenda verđur ađ haldast.  Komi liđ ekki til keppni án orsaka tapar ţađ skákum á öllum borđum.  Komi slíkt fyrir tvisvar skal liđiđ dćmt úr keppninni.  Í hverri viđureign skal a.m.k. helmingur liđsmanna hverrar sveitar vera íslenskir ríkisborgarar eđa hafa veriđ međ lögheimili sitt á Íslandi undanfariđ ár. 

Breytingartillaga: 

Í lok 19. greinar bćtist viđ eftirfarandi klausa:

Frá og međ Íslandsmóti skákfélaga 2009-2010 skal ađ minnsta kosti ein stúlka/kona vera í sérhverri sveit mótsins.

Greinargerđ:

Í löndum eins og Frakklandi, Spáni, Bretlandi og víđar er ţađ ófrávíkjanleg regla ađ ein stúlka/kona sé í hverri sveit ţegar félög og liđ keppa um meistaratitilinn í skák. Ţessi tillaga er ţví lögđ fram međ fyrirmyndum erlendis frá. Hugsunin er einföld: Međ ţví ađ skylda félög til ađ hafa a.m.k. eina konu í sveitinni hjá sér á Íslandsmóti skákfélaga er tryggt ađ sérhvert félag í landinu hlúi á einhvern hátt ađ skákiđkun stúlkna/kvenna og leggi kapp á ađ ţjálfa ţćr og hafa međ í liđinu. Ţetta hvetur um leiđ félögin til ađ leggja sig fram viđ ađ kveikja áhuga stúlkna/kvenna á skák, leita uppi áhugasamar stúlkur/konur og tryggja ţátttöku nýrra kvenna sem annars vćru ekki međ á skákmóti. Ţá er einnig mun líklegra ađ ţćr sem tefla međ liđi á Íslansmóti skákfélaga verđi međ á öđrum og fleiri skákmótum. Ef ţessi breytingatillaga yrđi ađ veruleika mundi íslenskt skáklíf sjá margfalt fleiri íslenskar konur en áđur hafa sést saman á skákmóti. 

Framkvćmd ţessarar tillögu vex án efa ýmsum í augum en ţá er til ţess ađ líta ađ vel virđist hafa tekist til í ţeim löndum sem ţetta hefur veriđ tekiđ upp. Ţađ vćri í ţađ minnsta vel ţess virđi ađ láta á ţetta reyna og sjá hvernig til tekst. Hér er lagt til ađ ţetta taki gildi frá og međ árinu 2009-2010 ţannig ađ félögin hafi rúmt ár til ađ undirbúa breytinguna. Nćsta Íslandsmót skákfélaga 2008-2009 fćri ţví fram međ hefđbundnum hćtti en mótiđ ţar á eftir yrđi međ konu í hverri sveit. 

Í ţessu samhengi er vert ađ taka fram ađ í reglugerđ um Íslandsmót skákfélaga er lagt upp međ ađ einungis 6 séu í liđi í öđrum deildum en fyrstu deild. Full ástćđa er til ađ endurskođa ţessa reglu og spyrja hvort ekki eigi ađ hafa 8 liđsmenn í öllum sveitum allra deilda, ţar af eina konu. Ţetta ţarf hins vegar ekki lagabreytingu heldur ítarlega umrćđu á ađalfundi og umbođ til stjórnar um ađ breyta reglugerđinni. Ef samţykkt er ađ ein kona skuli vera í hverri sveit vćri í ţađ minnsta ástćđa til ađ hafa 7 liđsmenn í öllum öđrum deildum en fyrstu deild (ţar vćru áfram 8), en eđlilegast vćri etv. ađ í öllum deildum vćri sami fjöldi liđsmanna, alls átta. Ţetta ţarf sem fyrr segir ađ rćđa á komandi ađalfundi.


Dagur Andri unglingameistari Reykjavíkur

Dagur AndriDagur Andri Friđgeirsson, 13 ára og  Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir, 15 ára, sem jöfn urđu í efsta sćti og á dögunum á Unglingameistaramóti Reykjavíkur, háđu einvígi um Unglingameistaratitil Reykjavíkur í Skákhöllinni á fimmtudagskvöld. Tefldar voru fyrst tvćr skákir međ fimmtán mínútna umhugsunartíma, sama tíma og í mótinu.

Lauk ţeirri viđureign svo ađ bćđi náđu sigri međ hvítu og voru ţví enn jöfn. Var ţá umhugsunartíminn styttur í tíu mínútur og náđi Dagur Andri ađ knýja fram sigur í báđum skákunum og ljúka ţar međ einvíginu međ 3-1 sigri. Dagur Andri er fćddur í janúar 1995 og er sterkasti skákmađur landsins í sínum aldursflokki.

Verđlaun voru afhent af mótsstjóranum Óttari Felix Haukssyni formanni Taflfélags Reykjavíkur.


Úrslit á Bođsmóti Hauka: Ţorvarđur sigrađi Inga

Í gćrkvöldi fór fram 2. umferđ Bođsmóts Hauka í húsakynnum Skákskólans.  Úrslit urđu sem hér segir:

A-Riđill:

Stefán - Helgi 0-1
Björn - Tinna  Frestađ
Torfi - Árni   0-1

Stađan:

Helgi   1,5
Árni    1 + frestuđ
Torfi   1
Tinna  0,5
Björn   2 frestađar
Stefán 0

B-Riđill


Kjartan - Gísli         1-0
Ingi - Ţorvarđur        0-1
Guđmundur - Sigurbjörn  0-1

Stađan:

Kjartan     2
Ţorvarđur  2
Sigurbjörn 2
Gísli         0
Ingi         0
Guđmundur 0

C-Riđill

Hjörvar - Marteinn    1-0
Omar - Oddgeir        1-0
Hrannar - Geir        Frestađ

Stađan:

Omar     2
Hjörvar  1 + frestuđ
Geir       1
Oddgeir  0,5
Hrannar  0,5
Marteinn 0

D-Riđill

Ţórir - Stefán        0-1 (án ábyrgđar)
Jorge - Einar         1-0
Ađalsteinn - Róbert   Frestađ

Stađan:

Stefán F 2
Jorge     2
Róbert   1 + frestuđ
Ađalsteinn  0+ frestuđ
Ţórir      0
Einar     0

Heimasíđa Hauka 


Góđ heimsókn Skákskólans til Bolungarvíkur

Nemendur GB (Grunnskóla Bolungarvíkur)Á dögunum fékk Grunnskóli Bolungarvíkur góđa heimsókn frá Skákskóla Íslands. Ţađ var skákmađurinn Davíđ Kjartansson sem sótti Bolvíkinga heim og miđlađi af kunnáttu sinni til nemdenda grunnskólans. Hann tefldi auk ţess fjöltefli viđ nemendur GB [Innskot ritstjóra:  Hér er átt viđ Grunnskóla Bolungarvíkur, ekki Gunnar Björnsson] og ađ kvöldi dags bauđ Taflfélag Bolungarvíkur til opins skákmóts sem vakti mikla lukku.

Davíđ hóf heimsókn sína á ađ fara inn í 1. til 3. bekk ţar sem hann kenndi skák og lukkađist ţađ vel. Ţá fór hann inn í 4. til 6. bekk og var međ umrćđur um gildi skákarinnar í bćđi leik og starfi. Ađ lokum fengu nemendur ađ tefla undir leiđsögn skákmeistarans.

Ađ skákkennslu lokinni bauđ Davíđ Kjartansson upp á fjöltefli og skráđu 54 nemendur grunnskólans sig til leiks. Davíđ vann allar skákir nema tvćr, hann gerđi jafntefli til Sigurđ Bjarna Benediktsson úr 6.bekk og Patryk Ringwelski úr 1.bekk og sat hann m.a. annars í klukkutíma og 40 mín ađ tafli.  Eftir fjöltefliđ tók Davíđ á móti ţeim 7 unglingum sem hafa veriđ ađ ćfa skák og fór hann međal annars í skákţrautir, byrjanir og fleira. 

Loks um kvöldiđ var haldiđ opiđ skákmót ţar sem allir voru velkomnir og mćttu 21 til leiks en ţar af voru 8 fullorđnir og voru úrslitin ţannig ađ: Í 1. til 2. sćti voru Davíđ Kjartansson og Magnús Sigurjónsson međ 6 vinningam, í 3. sćti var Unnsteinn Sigurjónsson međ 5 1/2 vinning og í 4. til 5. sćti lentu Falur Ţorkelsson og Daníel Ari Jóhannson. 

Sjá nánar frétt Víkara (m.a. myndir frá heimsókninni)


Arnar Gunnarsson sigrađi og fékk fyrstu Grand Prix könnuna

Ţađ var fámennt en góđmennt Grand Prix skákmót TR og Fjölnis fimmtudagskvöldiđ 3. apríl. Í fyrsta sinn fékk sigurvegarinn Grand Prix könnu til merkis um sigur. Ţađ fór vel á ţví ađ sigursćlasti Grand Prix skákmađurinn eftir áramót, Arnar Gunnarsson, skyldi vinna öruggan sigur og fá merkta Grand Prix könnu fyrstur allra. Könnurnar verđa framvegis afhentar sigurvegurum Grand Prix mótanna og eru ţćr í líki taflmanna. Kanna Arnars er í líki riddara. Hann sigrađi alla andstćđinga sína. Í öđru sćti var nafni sigurvegarans Arnar Ţorsteinsson og Kristján Örn Elíasson varđ ţriđji. Ţeir hlutu allir CD diska ađ launum. Mótiđ var ađ venju bráđskemmtilegt en ţátttakan ţyrfti sannarlega ađ vera meiri. Skákstjóri ađ ţessu sinni var Helgi Árnason. Mótin halda áfram nćstu fimmtudaga.


Bókin 61 minnisstćđ skák eftir Fischer virđist ekki vera til

61 minnisstćđ skák eftir Bobby FischerFyrr í vetur kom um ţađ kvittur ađ bókin 61 minnisstćđ skák (61 Memorable Games) vćri komin út og vćri gefin út međ leyfi sjálfs Fischers.  Um ţetta var skrifađ mikiđ á netinu og komst máliđ m.a. á síđur DV og Helgi Ólafsson blandađ í málin ađ ósekju.  Nú hefur komiđ í ljós ađ ţetta átti viđ ekkert ađ styđjast og flest bendir til ţess ađ ekki einu eitt eintak hafi veriđ prentađ af bókinni.

Sjá nánar tengil á Skákhorninu ţar sem fram kemur ađ sá sem á bak viđ ţetta standi sé ađ öllum líkindum Bandaríkjamađur ađ nafni Ed Trice.   

 


Bragi vann í áttundu umferđ

Bragi_Thorfinnsson.jpgAlţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2406) sigrađi  danska FIDE-meistarann Daniel V. Pedersen (2258) í áttundu umferđ Scandinavian Open sem fram fór í dag.  Henrik Danielsen (2506) gerđi jafntefli viđ sćnska stórmeistarann Stellan Brynell (2463) og Björn Ţorfinnsson (2368) og Sverrir Ţorgeirsson (2120) gerđu jafntefli.

Efstur er danski stórmeistarinn Lars Scandorff (2526) međ 6 vinninga.  Henrik er í 2.-3. sćti međ 5,5 vinning ásamt  danska FIDE-meistaranum Nokolaj Mikkelsen (2390).   Bragi og Björn eru í 8.-12. sćti međ 3,5 vinning og Sverrir er í 14. sćti međ 1,5 vinning.  

Í níundu umferđ, sem hefst í fyrramćliđ mćtast:
  • Henrik - AM Esben Lund (2403)
  • Bragi - Mikkelsen
  • FM Daniel Semcesen (2349) - Björn
  • Axel Smith (2458) - Sverrir

Alls taka 14 skákmenn ţátt í mótinu en alls eru tefldar 11 umferđir.  Međal ţátttakenda eru fjórir stórmeistarar.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 181
  • Frá upphafi: 8779387

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband