Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

EM: Skotar í sjöundu umferđ

Litháen - ÍslandÍslenska liđiđ mćtir sveit Skota í sjöundu umferđ  EM landsliđa sem fram fer á morgun.  

Aserar eru efstir međ 11 stig.  Í nćstum sćtum međ 9 stig eru Rússar, Armenar og Georgíumenn.  Danir eru efstir norđurlandabúa međ 6 stig.  Ţađ hafa einnig Norđmenn en ţar hefur frammistađa Jon Ludwig Hammer (2585) vakiđ mikla athygli en hann hefur 5 vinninga ţrátt fyrir ađ međalstig andstćđinga hans séu 2600 skákstig.  Hann hefur ţví leyst Carlsen af međ miklum sóma.  Rússar eru efstir í kvennaflokki međ 10 stig en Georgíumenn eru ađrir einnig međ 10 stig.

Skáksveit Skota:

Bo. NameRtg
1FMMorrison Graham 2353
2IMMuir Andrew J 2327
3 Tate Alan 2175
4 Stevenson James 2089


Alls taka 38 liđ í keppninni.  Íslenska liđiđ er ţađ 33. sterkasta ţannig ađ búast má viđ erfiđum róđri ađ ţessu sinni. Sterkustu liđ keppninnar eru Rússland (2740) Azerbaijan (2721), Armenía (2703) og Búlgaría (2673) en međ Búlgörum teflir stigahćsti skákmađur heims Veselin Topalov (2813).  Fjögur norđurlandaliđ taka ţátt og vekur fjarvera Svía ţar nokkra athygli.  Öll eru ţau í stiglćgri helmingi mótsins en auk Íslands taka Danmörk (2541) - nr. 23, Noregur (2477) - nr. 29, og Finnland (2453) - nr. 31 ţátt. 


Skákdeild KR 10 ára - blásiđ til sóknar međ flugeldasýningu.

IMG 621126.10.1999-2009 markar söguleg tímamót í starfi Skákklúbbs KR, sem nú starfar sem sjálfstćđ deild innan KR, undir hinni stóru regnhlíf og fána Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sem jafnan setur markiđ hátt. Hann hefur fjölmarga valinkunna og öfluga skákmenn innan sinna rađa. Af ţessu tilefni hefur forysta skákdeildarinnar mótađ henni nýja framtíđarstefnu. Ţar er rík áhersla er lögđ á einbeittan sigurvilja og glćstan árangur á hvítum reitum og svörtum í anda hins gamalgróna og  metnađarfulla móđurfélags. 

Auk vikulegra skákkvölda/ćfinga verđur nú aukin áhersla lögđ á ađ efla keppnissveitir klúbbsins og gróskumikiđ unglingastarf undir merkjum hans.  Á Íslandsmóti skákfélaga í september sl. mátti sjá ţess merki en ţar mćtti KR  tvíelt til leiks međ 5 sveitir, eina í 2. deild og fjórar í 4. deild, ţar af eina unglingasveit. Góđar horfur er á ţví ađ í vetur muni tvćr sveitir fara upp um deild, ein upp í 1. deild og önnur upp í 3. deild.

Í framtíđinni er ein sveit í hverri deild markmiđiđ enda á skákdeildin ýmis leynivopn upp í erminni í samstarfi viđ vinaklúbba sína erlendis. Áđur hafđi veriđ efnt til samvinnu viđ Örebro skákklúbbinn í Kaupmannahöfn og liđsmenn ţađan teflt međ KR. Nú hefur einnig veriđ efnt til samstarfs viđ Marshall Chess Club í New York og vera má ađ 2 ungir bandarískir stórmeistarar tefli undir merkjum  KR áđur en langt um líđur.  Áformađ er ađ heimsćkja NY voriđ 2012 ţegar Skák(her)deildin, (KR Chess Artillery) mun etja ţar kappi á 20 borđum eđa svo. 

Í maí nćsta vor er hins vegar á dagskrá ađ herja á Sambandslýđveldiđ Ţýskaland og tefla viđ liđ Kreuzenberg Schachklub í Berlin í framhaldi af góđum sigrum gegn Dönum 2008,  Skotum 2006 og Fćreyingum, en keppnisliđ klúbbsins hefur fariđ utan í víking annađ hvert ár.  Í skákćfingu í gćrkvöldi var afmćli klúbbsins fagnađ međ viđeigandi hćtti, veisluhöldum og flugeldasýningu á hvítum reitum og svörtum.  Innan tíđar  er fyrirhugađ ađ halda skákhátíđ ţar sem Unglingamót Vesturbćjar og Opiđ á Hvatskákmót međ góđum gestum verđur á dagskrá. Ţar verđur m.a.keppt um "Knattspyrnuhrókinn", gamlan farandgrip sem gefin var til KR, endur fyrir löngu af merkismanninum Bergi Bergssyni, markmanni.

Dagskráin verđur nánar kynnt síđar.

Forystumađur ađ stofnun klúbbsins og formađur hans frá upphafi er Kristján Stefánsson, hrl.

Úrslitin á afmćlisćfingu KR:

  1. Gunnar Skarphéđinsson 10.5. v. af 13
  2. Sigurđur A. Herlufsen     10.5 
  3. Dr. Ingimar Jónsson       10
  4. Guđfinnur R. Kjartansson 9
  5. Ingólfur Hjaltalín              8
  6. Pétur Viđarsson               8
  7. Jón Steinn Elíasson         7.5
  8. Viđhjálmur Guđjónsson    7.5
  9. Árni Ţór Árnason             7.0
  10. Atli Jóhann Leósson        7.0

11 -20 međ minna.

Myndaalbúm frá Einari S. Einarssyni


Björn međ yfirburđi á Haustmóti Ása

Haustmót Ása 2009Björn Ţorsteinsson gaf engin griđ á Haustmóti Ása sem lauk í dag en Björn fékk 13 vinninga af 13 mögulegum! Jóhann Örn Sigurjónsson varđ í öđru sćti međ 11.5 vinning og í ţriđja sćti varđ Ţór Valtýsson međ 10.5 vinning.

Í hópnum 75 ára og eldri varđ Haraldur Axel Sveinbjörnsson efstur međ 8.5 vinning.  Í 2.-4. sćti urđu jafnir Björn V Ţórđarson, Magnús V Pétursson og Birgir Ólafsson allir međ 7 vinninga en stig voru látin ráđa ţannig ađ Björn fékk silfriđ og Magnús fékk bronsiđ.


Lokastađan:

  • 1         Björn Ţorsteinsson                           13 vinninga
  • 2         Jóhann Örn Sigurjónsson                 11.5       -
  • 3         Ţór Valtýsson                                   10.5       -
  • 4         Haraldur Axel Sigurbjörnsson           8.5       -
  • 5         Ţorsteinn Guđlaugsson                      8          -
  • 6-7      Sigfús Jónsson                                  7.5       -
  •            Einar S Einarsson                               7.5      -
  • 8-11    Björn V Ţórđarson                             7        -
  •            Jón Víglundsson                                 7        -
  •            Magnús V Pétursson                          7        -
  •            Birgir Ólafsson                                   7        -
  • 12-18  Bragi G Bjarnason                              6.5     -
  •             Jónas Ástráđsson                                6.5     -
  •             Jón E Guđfinnsson                             6.5     -
  •             Baldur Garđarsson                              6.5     -
  •             Egill Sigurđsson                                  6,5     -
  •             Óli Árni Vilhjálmsson                         6.5     -
  •              Finnur Kr Finnsson                            6.5     -
  • 19-21    Ásgeir Sigurđsson                              6        -
  •              Sćmundur Kjartansson                       6        -
  •              Hreinn Bjarnason                                6        -
  • 22-23    Halldór Skaftason                               5.5     -
  •              Viđar Arthúrsson                               5.5      -
  • 24          Friđrik Sófusson                               5         -
  • 25          Guđmundur Jóhannsson                   3.5      -
  • 26          Ingi E Árnason                                  3         -
  • 27          Hrafnkell Guđjónsson                       1.5      -

EM: Tap međ minnsta mun fyrir Makedóníu

Ísland   MakedóníaÍslenska liđiđ tapađi međ minnsta mun fyrir stórmeistarasveit Makedóníu í sjöttu umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag í Novi Sad í Serbíu.  Björn Ţorfinnsson (2395) sigrađi stórmeistarann Zvonko Stanojoski (2492) og Jón Viktor Gunnarsson (2462) gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Vladimir Georgiev (2537).  Íslenska sveitin hefur 2 stig og 9 vinninga og er sem fyrr í 36. sćti.


Úrslit 6. umferđar:

Bo.33ÍslandRtg-27MakedóníaRtg1˝:2˝
1IMGunnarsson Jon Viktor 2462-GMGeorgiev Vladimir 2537˝ - ˝
2IMArngrimsson Dagur 2396-GMNedev Trajko 25110 - 1
3IMThorfinnsson Bjorn 2395-GMStanojoski Zvonko 24921 - 0
4IMThorfinnsson Bragi 2360-IMPancevski Filip 24320 - 1



Árangur íslensku sveitarinnar:

 

 

Bo. NameRtgFEDPts. GamesRprtg+/-
1IMGunnarsson Jon Viktor 2462ISL1,562359-7,9
2IMArngrimsson Dagur 2396ISL262356-4,9
3IMThorfinnsson Bjorn 2395ISL2,562380-1,4
4IMThorfinnsson Bragi 2360ISL3623610,6

 

Alls taka 38 liđ í keppninni.  Íslenska liđiđ er ţađ 33. sterkasta ţannig ađ búast má viđ erfiđum róđri ađ ţessu sinni. Sterkustu liđ keppninnar eru Rússland (2740) Azerbaijan (2721), Armenía (2703) og Búlgaría (2673) en međ Búlgörum teflir stigahćsti skákmađur heims Veselin Topalov (2813).  Fjögur norđurlandaliđ taka ţátt og vekur fjarvera Svía ţar nokkra athygli.  Öll eru ţau í stiglćgri helmingi mótsins en auk Íslands taka Danmörk (2541) - nr. 23, Noregur (2477) - nr. 29, og Finnland (2453) - nr. 31 ţátt. 


Ćskan og ellin á laugardag

VI. Strandbergsmótiđ í skák, verđur haldiđ á laugardaginn  kemur, ţann 31.  október  í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju og hefst kl. 13.  

Tefldar verđa 9 umferđir, 7 mínútna skákir eftir svissneska kerfinu.  Mótinu lýkur síđan  međ veglegu kaffisamsćti  og verđlaunaafhendingu.

Vegleg verđlaun eru í bođi, bćđi peningaverđlaun, verđlaunagripir og  vinningahappdrćtti auk viđurkenninga eftir aldursflokkum.  Ţátttaka á Strandbergsmótum er ókeypis og miđast viđ börn og unglinga á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri af höfuđborgarsvćđinu og reyndar landinu öllu.  Markmiđ mótsins er ađ brúa kynslóđabiliđ á hvítum reitum og svörtum.

Fyrri mót hafa veriđ sérlega vel heppnuđ og til mikillar ánćgju fyrir alla ţátttakendur.   Sigurvegari síđustu tveggja móta var  fulltrúi ćskunnar  Hjörvar Steinn Grétarsson.  Ađ mótinu standa auk Hafnarfjarđarkirkju, Riddarinn, skákklúbbur  eldri borgara,  í samvinnu viđ  Skákdeild Hauka, Hafnarfirđi.  Á síđasta ári var 80 árs  aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans. 

Einar S. Einarsson er formađur mótsnefndar og Páll Sigurđsson, skákstjóri.

Hćgt er ađ skrá sig fyrirfram til ţátttöku á netfanginu pallsig@hugvit.is 

en ađalatriđiđ er bara ađ  mćta tímanlega á mótstađ.


EM öldungaliđa

EM öldungaliđa fer fram í Dresden í Ţýskalandi 10. febrúar nk.   Gunnar Finnlaugsson vinnur nú ađ ţví ađ senda a.m.k. eitt liđ til leiks frá Íslandi.

Áhugasamir skákmenn, 60 ára og eldri, eru hvattir til ađ hafa samband viđ Gunnar í netfangiđ, gunfinn@hotmail.com

ítarlegar upplýsingar um mótiđ má finna á heimasíđu mótsins.

 

 


Lenka, Elsa og Tinna unnu í fyrstu umferđ

Lenka og HallgerđurÍslandsmót kvenna hófst í kvöld í Hellisheimilinu.   Lenka Ptácníková (2258) sigrađi Íslandsmeistarann Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur (1941) í mikilli baráttuskák, Elsa María Kristínardóttir (1766) vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1721) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1710) hafđi betur gegn Hörpu Ingólfsdóttur (2016).

Í 2. umferđ, sem fram fer ţriđjudagskvöld og hefst kl. 19, mćtast; Hallgerđur - Tinna, Lenka - Elsa og Jóhanna - Harpa.  

B-flokkur:

Úrslit 1. umferđar:

 

NamePts.Result Pts.Name
Hauksdottir Hrund 01 - 0 0Kolica Donika 
Kristjansdottir Karen Eva 00 - 1 0Finnbogadottir Hulda Run 
Bui Elin Nhung Hong 01 - 0 0Mobee Tara Soley 
Palsdottir Soley Lind 01 - 0 0Johannsdottir Hildur Berglind 
Juliusdottir Asta Soley 00 - 1 0Sverrisdottir Margret Run 


Dagskrá b-flokksins hefur veriđ ađlöguđ a-flokknum og er sem hér segir:

  • 26. okt. kl. 19.30        1. umferđ
  • 27. okt. kl. 19.00        2. umferđ
  • 30. okt. kl. 19.00        3. umferđ
  • 31. okt. kl. 11.00        4. umferđ
  • 1. nóv. kl. 11.00         5. umferđ
  • 1. nóv. kl. 13.30         6. umferđ

 


EM: Tap gegn Litháen

Litháen - ÍslandÍslenska liđiđ tapađi fyrir sveit Litháen, 1-3, í fimmtu umferđ EM landsliđa sem fram fer í Novi Sad í Serbíu í dag.  Jón Viktor Gunnarsson (2462) gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Sarunan Sulkis (2568) og Bragi Ţorfinnsson (2360) gerđi einnig jafntefli.  Íslenska liđiđ er í 36. sćti međ 2 stig og 7,5 vinning.   Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun tefla ţeir viđ stórmeistarasveit Makedóníu.  

Aserar eru efstir međ fullt hús stiga, eitt landa.  Í 2. og 3.  sćti međ 8 vinninga eru Rússar og Georgía.  Danir eru efstir norđurlanda eru í 14. sćti međ 6 stig.   Georgía er efst í kvennaflokki.


Úrslit 5. umferđar:

 

Bo.28
         Lithuania (LTU)
Rtg-33
         Iceland (ISL)
Rtg3 : 1
1GMSulskis Sarunas 2568-IMGunnarsson Jon Viktor 2462˝ - ˝
2GMMalisauskas Vidmantas 2483-IMArngrimsson Dagur 23961 - 0
3IMCmilyte Viktorija 2477-IMThorfinnsson Bjorn 23951 - 0
4IMSarakauskas Gediminas 2424-IMThorfinnsson Bragi 2360˝ - ˝


Skáksveit Makedóníu:

 

Bo. NameRtg
1GMGeorgiev Vladimir 2537
2GMMitkov Nikola 2525
3GMNedev Trajko 2511
4GMStanojoski Zvonko 2492
5IMPancevski Filip 2432

 

Árangur íslensku skáksveitarinnar:

 

Bo. NameRtgPts. GamesRprtg+/-
1IMGunnarsson Jon Viktor 2462152315-8,9
2IMArngrimsson Dagur 23962524020,2
3IMThorfinnsson Bjorn 23951,552277-7,7
4IMThorfinnsson Bragi 23603524184,6

 

Alls taka 38 liđ í keppninni.  Íslenska liđiđ er ţađ 33. sterkasta ţannig ađ búast má viđ erfiđum róđri ađ ţessu sinni. Sterkustu liđ keppninnar eru Rússland (2740) Azerbaijan (2721), Armenía (2703) og Búlgaría (2673) en međ Búlgörum teflir stigahćsti skákmađur heims Veselin Topalov (2813).  Fjögur norđurlandaliđ taka ţátt og vekur fjarvera Svía ţar nokkra athygli.  Öll eru ţau í stiglćgri helmingi mótsins en auk Íslands taka Danmörk (2541) - nr. 23, Noregur (2477) - nr. 29, og Finnland (2453) - nr. 31 ţátt. 


Skákţáttur Morgunblađsins birtist á Skák.is

Helgi_Ol.jpgHelgi Ólafsson farinn á ný ađ skrifa vikulega skákpistla fyrir Morgunblađiđ.  Skákţćttir Helga munu birtast í Sunnudagsmogganum en sá fyrsti birtist um helgina eftir alllangt hlé. 

Framvegis verđa skákţćttir Helga endurbirtir á Skák.is og verđa birtir á sunnudagskvöldum eđa mánudagsmorgnum framvegis.  Fyrsti ţátturinn er hér:

Íslendingar töpuđu 1 ˝ : 2 ˝ fyrir Tékkum á Evrópumóti landsliđa sem hófst á fimmtudaginn í Novi Sad í Serbíu. Íslenska liđiđ sem er skipađ ţeim Jóni Viktor Gunnarssyni, Degi Arngrímssyni, Birni Ţorfinnssyni og Braga Ţorfinnssyni er nr.

Íslendingar töpuđu 1 ˝ : 2 ˝ fyrir Tékkum á Evrópumóti landsliđa sem hófst á fimmtudaginn í Novi Sad í Serbíu. Íslenska liđiđ sem er skipađ ţeim Jóni Viktor Gunnarssyni, Degi Arngrímssyni, Birni Ţorfinnssyni og Braga Ţorfinnssyni er nr. 32 í styrkleikaröđinni af 38 ţátttökuţjóđum.

Ţađ bar helst til tíđinda ađ Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Viktor Laznicka, og Bragi Ţorfinnsson gerđi jafntefli viđ Robert Cvek. Jón Viktor tapađi hinsvegar fyrir David Navara og Björn fyrir Vlastimil Babula. Tékkneska liđiđ er ţrettánda í styrkleikaröđinni.

Margir af sterkustu skákmönnum heims taka ţátt í Evrópumótinu t.a.m. Venselin Topalov sem er stigahćsti skákmađur heims. Á dögunum var gengiđ frá ţví ađ einvígi hans viđ Wisvanathan Anand um heimsmeistaratitilinn fari fram í Sofía í Búlgaríu í apríl nk. Nýr forsćtisráđherra Búlgaríu, Boyko Borisov, hefur persónulega ábyrgst verđlaunafé sem nemur 2 milljónum evra.

Íslenska liđiđ er ágćtlega frambćrilegt og fylgja ţví góđar óskir. Ţađ vekur ţó athygli ađ sigurvegararnir frá síđasta Reykjavíkurmóti ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson eru ekki í liđinu ađ ţessu sinni. Vegna kostnađar virđist Skáksambandiđ hafa gefiđ mótiđ frá sér en styrkir ţó íslensku ţátttakendurna ađ einhverju leyti. Ţessi afstađa vekur ýmsar spurningar. Fyrir liggur ađ mótiđ er ein öflugasta flokkakeppni sem um getur og ćtti ađ vera á verkefnaskrá SÍ.

Önnur „ekki-ţátttaka“ vekur mikla athygli. Magnús Carlsen, nýkominn frá miklum sigri í Kína, hćtti viđ ađ tefla međ Norđmönnum en hann mun taka ţátt í minningarmóti um Mikhail Tal sem hefst í Moskvu í byrjun nóvember. Almennt er álitiđ ađ nýr ţjálfari Magnúsar sjálfur Garrí Kasparov hafi ráđlagt Magnúsi ađ hvíla sig fyrir ţátttöku í Moskvu.

Sigur Dags fylgir hér á eftir. Í flókinni og skemmtilegri baráttuskák missir hvítur tök á stöđunni og Degi tekst međ nokkrum hnitmiđuđum leikjum ađ knýja fram sigur. Ţegar hvítur féll á tíma eftir 38 leiki var stađa hans sennilega töpuđ.

EM - Novi Sad 2009; 1. umferđ: Viktor Laznicka – Dagur Arngrímsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Db6 9. Rxg6 hxg6 10. Bd2 Rbd7 11. Bd3 Be7 12. O-O g5 13. g3 Hd8 14. Hf2 Dxb3 15. axb3 a6 16. g4 O-O 17. Bf1 e5 18. h3 exd4 19. exd4 c5 20. He2 Bd6 21. Rxd5 Rxd5 22. cxd5 cxd4 23. Bxg5 f6 24. Bd2 Rc5 25. Ha3 Rd3 26. Ha2 Be5 27. b4 Bd6 28. b5 axb5 29. He4 Re5 30. Kg2 Hc8 31. b3 Ha8 32. Hxa8 Hxa8 33. Bxb5 Ha2 34. He2 d3 35. Hf2 Bc5 36. Be3 Ha5 37. Bxc5 Hxb5 38. b4 b6

sto_umynd_24-10-09.jpg

- og hvítur féll á tíma.

Hjörvar vann átta skákir í röđ

Hjörvar Steinn Grétarsson vann glćsilegan sigur í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í síđustu viku. Hjörvar hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum í A-riđli og gerđi sér lítiđ fyrir og vann átta fyrstu skákir sínar en tapađi í lokaumferđinni fyrir Sigurbirni Björnssyni. Hjörvar hćkkar um tćp 40 stig fyrir frammistöđuna sem er reiknuđ uppá 2587 elo-stig. Lenka Ptacnikova varđ í 2. sćti međ 6 ˝ vinning en Ingvar Ţ. Jóhannesson ţriđji međ 6 vinninga. Sigurđur Dađi Sigfússon varđ efstur TR-inga í 4. – 5. sćti međ 5 ˝ vinning og hlýtur ţví nafnbótina Skákmeistari TR 2009. Í B-riđli sigrađi Patrekur Maron Magnússon en Helgi Brynjarsson og Frímann Benediktsson komu nćstir. Friđrik Ţjálfi Stefánsson vann C-riđilinn og Örn Leó Jóhannesson D-riđilinn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Íslandsmót kvenna hefst í kvöld - enn opiđ fyrir skráningu í b-flokk

Íslandsmót kvenna hefst í a-kvöld.  Sex sterkar skákkonur taka ţátt í a-flokki.   Enn er opiđ fyrir skráningu í b-flokk og eru skákkonur hvattar til ađ fjölmenna.

Í fyrstu umferđ mćtast:

  • 1. Lenka - Hallgerđur
  • 2. Elsa María - Jóhanna Björg
  • 3. Harpa - Tinna Kristín

Allt mjög áhugaverđar viđureignir.

Dagskrá A-flokksins: 

  • 26. okt. kl. 19.30        1. umferđ
  • 27. okt. kl. 19.00        2. umferđ
  • 30. okt. kl. 19.00        3. umferđ
  • 31. okt. kl. 11.00        4. umferđ
  • 1. nóv. kl. 11.00         5. umferđ

Athygli er vakin á ţví ađ skráning í B-flokkinn er ennţá í gangi en hann hefst einnig  mánudaginn 26. október nk.  Teflt verđur í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a.  Ţátttaka tilkynnist í síma 568 9141 eđa međ tölvupósti- skaksamband@skaksamband.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8779590

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband