Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Skákmót í Rauđakrosshúsinu á mánudag

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn halda skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25 á mánudaginn 2. nóv kl. 13:30.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Harđar rimmur hafa veriđ háđar á mótum ţessum undanfarna mánuđi og ekkert verđur gefiđ eftir enda verđlaun fyrir efstu sćti og dregnir verđa út happadrćttisvinningar.

Skákstjóri er Róbert Lagerman, Alţjóđlegi meistarinn geđţekki.

Kaffi á könnunni og allt skákáhugafólk velkomiđ.

Kostar ekki krónu.


Fimmtudagsmót í TR í kvöld - Skákbókasala kl. 19

Ađ venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

ATH.  Fyrir mótiđ verđur Sigurbjörn Björnsson međ bókakynningu, en hann hóf nýveriđ innflutning á skákbókum frá Gambit forlaginu sem er stćrsti skákbókaútgefandinn á markađnum í dag.  Tilvaliđ ađ mćta og kynna sér gćđaskákbćkur á góđu verđi en kynningin hefst strax um kl. 19.

Heimasíđa Skákbókarsölu Sigurbjarnar.


Tómas og Sveinn Ingi efstir á Íslandsmótinu í Víkingaskák

Sveinn Ingi, Gunnar forseti og TómasStórglćsilegu Íslandsmóti í Víkingaskák fór fram í gćrkvöld í húnsćđi Vinjar viđ Hverfisgötu. Tefldar voru 6 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. 20 manns tóku ţátt í mótinu, sem jafnframt var alţjóđlegt heimsmeistaramót í greininni. Tveir erlendir ríkisborgarar tóku ţátt, ţeir Róbert Lagerman USA og Spánverjinn Jose Fonsega.

Ţetta er fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldiđ hefur veriđ og var ţađ glćsilegt í alla stađi, ţótt margir keppendur hefđu eflaust viljađ gera mun betur í víkingaskákinni sjálfri. Margir voru ađ tefla Víkingaskák í fyrsta sinn og sérstaklega ánćgjulegt var ađ sjá ađ ţrjár stúlkur skráđu sig til leiks og stóđu ţćr sig međ miklum sóma. Efstir og jafnir á mótinu voru Tómas Björnsson og Sveinn Ingi Sveinsson og eru ţeir ţví Íslandsmeistarar í Víkingaskák 2009. Ásrún Bjarnadóttir og Ţorbjörg Sigfúsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna og Íslandsmeistari unglinga 15 ára og yngri er Birgir Karl Sigurđsson.

Lokastađan:

1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 5 16.0 23.0 18.0
Tómas Björnsson 5 14.0 21.0 17.5
3 Jorge Fonseca 4.5 14.5 19.5 15.0
4-6 Ingi Tandri Traustason 4 14.0 21.0 17.0
Kristian Guttesen 4 13.5 18.5 12.0
Róbert Lagerman 4 12.5 19.5 13.0
7-8 Halldór Ólafsson 3.5 15.0 22.5 14.5
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 14.5 20.5 16.0
9-13 Siguringi Sigurjónsson 3 13.0 19.0 13.0
Helgi Ragnarsson 3 13.0 19.0 10.0
Ásrún Bjarnadóttir 3 11.5 15.5 8.0
Haukur Halldórsson 3 10.5 17.0 9.0
Ţorbjörg Sigfúsdóttir 3 8.0 12.0 8.0
14 Arnar Valgeirsson 2.5 12.5 17.5 10.0
15-18 Jón Birgir Einarsson 2 12.5 18.5 7.0
Saga Kjartansdóttir 2 12.0 19.0 9.0
Ólafur Guđmundsson 2 10.5 15.5 7.0
Ólafur B. Ţórsson 2 8.0 11.0 4.0
19 Gunnar Björnsson 1 9.5 13.0 2.0
20 Birgir Karl Sigurđsson 0 12.0 17.5 0.0


EM: Sigur gegn Skotum

Jón Viktor, Dagur, Björn og BragiÍslenska liđiđ sigrađi sveit Skota í sjöundu umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag í Novi Sad í Serbíu.  Björn Ţorfinnsson (2396) sigrađi skákmeistara Skota Alan Tate (2175) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Íslenska liđiđ er nú í 33. sćti.  Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, tefla Íslendingar viđ Wales.

Ţrjár ţjóđir eru efstar međ 11 stig.  Ţađ eru Rússar, sem eru efstir međ 18 vinninga, Armenar sem eru ađrir 17,5 vinning og Aserar sem eru ţriđju međ  16,5 vinning.  Danir eru efstir norđurlandanna, eru í 16. sćti međ 8 stig.  Rússar og Georgíumenn leiđa í kvennaflokki međ 12 stig.  Rússarnir ţar hafa hins vegar 2 vinningum meira og eru ţví í forystu í báđum flokkum.

Skáksveit Wales

 

Bo. NameRtg
1FMJones Richard S 2321
2FMRees Ioan 2336
3 Dineley Richard 2270
4 Kett Tim 2238
5 Bennett Alan 2108


Árangur íslensku sveitarinnar:

 

Bo. NameRtgPts. GamesRprtg+/-
1IMGunnarsson Jon Viktor 2462272366-9,4
2IMArngrimsson Dagur 23962,572357-6,4
3IMThorfinnsson Bjorn 23953,5723990,8
4IMThorfinnsson Bragi 23603,572322-2,7


Alls taka 38 liđ í keppninni.  Íslenska liđiđ er ţađ 33. sterkasta ţannig ađ búast má viđ erfiđum róđri ađ ţessu sinni. Sterkustu liđ keppninnar eru Rússland (2740) Azerbaijan (2721), Armenía (2703) og Búlgaría (2673) en međ Búlgörum teflir stigahćsti skákmađur heims Veselin Topalov (2813).  Fjögur norđurlandaliđ taka ţátt og vekur fjarvera Svía ţar nokkra athygli.  Öll eru ţau í stiglćgri helmingi mótsins en auk Íslands taka Danmörk (2541) - nr. 23, Noregur (2477) - nr. 29, og Finnland (2453) - nr. 31 ţátt. 


Jóhann Örn sigrađi Grand Prix-mótaröđ öldunga

Jóhann Örn 29.9.2007 18 12 46Hinni skemmtilegu mótaröđ Riddarans, skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu, til heiđurs heiđurs Fjölni Stefánssyni, tónskáldi og skákmanni, fyrir áratugatryggđ viđ listagyđjurnar tvćr, er nú lokiđ međ knöppum sigri Jóhanns Arnar Sigurjónssonar. 

Góđ ţátttaka var í  mótinu, um 25 keppendur ađ jafnađi og tćpur helmingur ţeirra náđi ađ skora stig, en stigagjöf var eins og í Formúlu 1, 10-8-6-5-4-3-2-1 stig fyrir 8 efstu sćti í hverju móti.

 

Lokastađa eftir 4 mót:   

 

Jóhann Örn Sigurjónsson       -         8      10     10    =  28

Ingimar Halldórsson               8       10       8        -     =  26

Guđfinnur R. Kjartansson       0        5        5       8     =  18

Ţór Valtýsson                         0        6        4       6     =  16

Sigurđur A. Herlufsen             6        3       (2)      5     =  14

Stefán Ţ. Guđmundsson        5        4        3      (3)    =  12

Össur Kristinsson                   0        1        6       4      =  11

Gunnar Finnlaugsson            10        -        -       -        =  10

Páll G. Jónsson                      3        0        0       2      =   5

Kristinn Bjarnasson                0        0        4       0      =   4

Sigurđur E. Kristjánsson         1        2        0       1      =   4      

Gísli Gunnlaugsson                2        0        1       0      =   3

 

Ath. Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til vinnings.

Myndaalbúm frá Einari S. Einarssyni


FIDE-ţjálfaranámskeiđ fyrirhugađ í mars/apríl

Stjórn SÍ hefur í hyggju ađ halda 5-6 daga FIDE-ţjálfaranámskeiđ á nćsta ári sem liđ í afreksstarfi sínu.  Námskeiđiđ gefur annars vegar réttindi sem "FIDE Instructor" (fyrir ţá sem eru međ a.m.k 1800 stig og starfađ hafa ađ ţjálfun í 2 ár) og hins vegar sem "FIDE Trainer" (fyrir ţá sem eru međ a.m.k. 2300 stig og starfađ hafa ađ ţjálfun í 5 ár).  Próf eru í lok námskeiđsins. 

Gert er ráđ fyrir ađ FIDE Instructor ţjálfi skákmenn upp ađ 1800 stigum, en FIDE Trainer ţjálfi skákmenn međ 2300-2450 stig.  Meiri kröfur eru einnig til verkefna, sem unnin eru af ţeim sem vilja verđa FIDE Trainer. Alţjóđlegar ţjálfaragráđur ţekkjast í öđrum greinum, eins og knattspyrnu, ţar sem Knattspyrnusamband Evrópu býđur t.d. upp á "UEFA B" og "UEFA A" og "UEFA Pro" ţjálfaragráđur.

Á FIDE ţjálfaranámskeiđi fyrr á ţessu ári var t.d. fariđ yfir skáksálfrćđi, notkun á ChessBase viđ stúderingar og kennslu, greiningar á miđtaflinu, hvernig eigi ađ byggja upp byrjanakerfi, kenna eigi taktík og bćta útreikninga.  Međal kennara á námskeiđinu voru úkraínski/slóvenski stórmeistarinn Adrian Mikhalchishin, sem er varaformađur ţjálfaranefndar FIDE, og austurţýski stórmeistarinn Uwe Bönsch, sem er skólastjóri Ţjálfaraakademíu FDIE. 

Stjórn SÍ hefur ţegar sent erindi vegna námskeiđsins til Ţjálfaraakademíu FIDE og hefur hún tekiđ ţví mjög vel. Stefnt er ađ halda námskeiđiđ í mars eđa apríl á nćsta ári, en endanleg dagsetning fer eftir samkomulagi viđ FIDE og íslenska skákdagatalinu.  Ţađ er ljóst ađ ţátttakendur á námskeiđinu ţurfa ađ taka frí frá vinnu í 2-3 daga.  SÍ hefur ađ hyggju ađ greiđa fastan kostnađ ađ mestu leyti (flug, gisting, uppihald og laun kennara) en annar kostnađur mun ađ lenda á ţátttakendum nemendum.  Ţađ getur ţýtt kostnađ upp á 75.000 kr. á mann miđađ viđ 20 skákkennarar taki ţátt.  Sjálfsagt geta menn fundiđ ýmsar leiđir til ađ ná upp í ţann kostnađ.  Margir geta sótt til verkalýđsfélaga og svo gćtu menn sótt um styrki til félaganna og jafnvel unniđ af sér gagnvart félaginu, međ kennslu/taflmennsku o.ţ.h. 

Áđur en endanleg ákvörđun vill stjórn SÍ kanna undirtektir.  Ţetta námskeiđ gćti einnig hentađ metnađarfullum skákmönnum sem vilja bćta fagleg vinnubrögđ sín viđ stúderingar til ađ ná betri árangri í greininni. Ţeir sem telja líklegt ađ ţeir taki ţátt eru vinsamlegast beđnir um ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is.

Mikilvćgt er ađ menn svari heiđarlega ţví Skáksambandiđ ţarf ađ hafa býsna góđar hugmyndir um ţátttöku áđur en ţađ verđur fariđ fariđ út í jafn dýra framkvćmd.


Björn Ívar efstur fyrir lokaumferđ Haustmóts TV

Björn Ívar KarlssonBjörn Ívar Karlsson (2170) er efstur međ 5˝ vinning ađ lokinni sjöttu umferđ Haustmóts Taflfélags Vestmannaeyja.  Annar međ 5 vinninga er Einar Guđlaugsson (1810) og ţriđji međ 4˝ vinning er Sverrir Unnarsson (1875).    Haustmótinu lýkur á morgun međ lokaumferđinni.

 

Úrslit 6. umferđar:

NamePts.Result Pts.Name
Karlsson Bjorn Ivar 1 - 0 3Olafsson Olafur Freyr 
Gudlaugsson Einar 41 - 0 4Sverrisson Nokkvi 
Unnarsson Sverrir 1 - 0 Gislason Stefan 
Jonsson Dadi Steinn 3˝ - ˝ 3Gautason Kristofer 
Hjaltason Karl Gauti 1 - 0 Sigurdsson Johannes T 
Eysteinsson Robert A       2Ellidason Nokkvi Dan 
Magnusson Sigurdur A - - + Palsson Valur Marvin 
Long Larus Gardar 1+ - - 1Johannesson David Mar 



Stađan:


1. Björn Ívar Karlsson 5,5 vinn.
2. Einar Guđlaugsson  5 vinn.
3. Sverrir Unnarsson  4,5 vinn.
4. Nökkvi Sverrisson  4 vinn.
5-7. Kristófer, Karl Gauti og Dađi Steinn 3,5 vinn.
8. Ólafur Freyr Ólafsson 3 vinn.
9. Róbert Aron Eysteinsson 2,5 vinn + 1 ólokin skák
10-12. Stefán Gíslas., Jóhannes Ţór og Valur Marvin 2,5 vinn.
13. Nökkvi Dan Elliđason 2 vinn + 1 ólokin skák
14. Lárus Garđar Long 2 vinn.
15. Sigurđur A Magnússon 1,5 vinn.
16. Davíđ Már Jóhannesson 1 vinn.

 

 


Lenka efst á Íslandsmóti kvenna

Picture 006Lenka Ptácníková (2258) er efst međ fullt hús ađ lokinni 2. umferđ Íslandsmóts kvenna sem fram fór í Hellisheimilinu í kvöld.  Lenka vann Elsu Maríu Kristínardóttur (1766). Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1941) sigrađi Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1710) og Harpa Ingólfsdóttir (2016) lagđi Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1721).  Fjórir keppendur eru í 2.-5. sćti međ 1 vinning en ţađ eru Hallgerđur, Tinna, Elsa og Harpa. 

Ţriđja umferđ fer fram á föstudagskvöld.  Ţá mćtast: Harpa - Lenka, Elsa - Hallgerđur og Tinna - Jóhanna.

Í b-flokki eru Hrund Hauksdóttir (1465), Elín Nhung og Sóley Lind Pálsdóttir efstar međ fullt hús. 

A-flokkur:


Úrslit 2. umferđar:

 

Thorsteinsdottir Hallgerdur 1 - 0Finnbogadottir Tinna Kristin 
Johannsdottir Johanna Bjorg 0 - 1Ingolfsdottir Harpa 
Ptacnikova Lenka 1 - 0Kristinardottir Elsa Maria 


Stađan:

 

Rk. NameRtgIClub/CityPts. rtg+/-
1WGMPtacnikova Lenka 2258Hellir23,2
2 Thorsteinsdottir Hallgerdur 1941Hellir11,2
3 Finnbogadottir Tinna Kristin 1710UMSB19,8
4 Kristinardottir Elsa Maria 1766Hellir15,4
  Ingolfsdottir Harpa 2016Hellir1-10,6
6 Johannsdottir Johanna Bjorg 1721Hellir0-8,9

 

B-flokkur:

Úrslit 2. umferđar:

NamePts.Result Pts.Name
Sverrisdottir Margret Run 10 - 1 1Hauksdottir Hrund 
Finnbogadottir Hulda Run 10 - 1 1Bui Elin Nhung Hong 
Kolica Donika 00 - 1 1Palsdottir Soley Lind 
Johannsdottir Hildur Berglind 01 - 0 0Kristjansdottir Karen Eva 
Mobee Tara Soley 00 - 1 0Juliusdottir Asta Soley 
Johnsen Emilia 01 bye


Stađan:


Rk.NameRtgNClub/CityPts. 
1Hauksdottir Hrund 1465Fjolnir2
 Bui Elin Nhung Hong 0 2
 Palsdottir Soley Lind 0TG2
4Sverrisdottir Margret Run 0Hellir1
5Johnsen Emilia 0TR1
6Finnbogadottir Hulda Run 1265UMSB1
 Johannsdottir Hildur Berglind 0Hellir1
8Juliusdottir Asta Soley 0Hellir1
9Kolica Donika 0TR0
10Mobee Tara Soley 0Hellir0
11Kristjansdottir Karen Eva 0 0



Tómas og Sveinn efstir á Haustmóti SA

Sveinn ArnarssonTómas Veigar Sigurđarson (2034) og Sveinn Arnarsson (1961) eru efstir og jafnir međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu umferđ Haustmóts Skákfélags Akureyrar sem fram fór í kvöld.  Ţriđji er Hjörleifur Halldórsson (2005) međ 4,5 vinning.  Sjöunda umferđ fer fram á fimmtudag. 


Úrslit 6. umferđar:

Olafsson Smari 1 - 0Jonsson Hjortur Snaer 
Bjorgvinsson Andri Freyr 0 - 1Arnarsson Sveinn 
Arnarson Sigurdur 1 - 0Jonsson Haukur H 
Halldorsson Hjorleifur ˝ - ˝Sigurdarson Tomas Veigar 
Karlsson Mikael Johann 1 - 0Thorgeirsson Jon Kristinn 


Stađan:

 

Rk.NameRtgIRtgNClub/CityPts. Rprtg+/-
1Sigurdarson Tomas Veigar 20341825SA519226
2Arnarsson Sveinn 19611775Haukar518476,5
3Halldorsson Hjorleifur 20051870SA4,519445,4
4Karlsson Mikael Johann 17021665SA4178716,8
5Arnarson Sigurdur 20661930SA3,518560
6Thorgeirsson Jon Kristinn 01470SA31682 
7Olafsson Smari 20781870SA31740-42,3
8Jonsson Hjortur Snaer 00SA11519 
 Bjorgvinsson Andri Freyr 01155SA11507 
10Jonsson Haukur H 01505SA0949 


Pistill frá EM landsliđa

Neđangreindur pistill ritađur af Birni Ţorfinnssyni, einum keppenda Íslands á EM landsliđa, var birtur fyrr í kvöld á spjallţrćđi skákmanna, Skákhorninu, og er endurbirtur hér skákahugamönnum sem ekki lesa Horniđ til upplýsingar.

Sćlir félagar,

Ţessi orđ eru skrifuđ úr íbúđ okkar félaganna í Novi Sad, Acenter Birotel. Hér fer ágćtlega um okkur ađ mörgu leyti, rúmgott, ódýrt og snyrtilegt. Hinsvegar erum viđ víst eina liđiđ sem ađ tók sér ţađ bessaleyfi ađ gista ekki á opinberu hótelunum (enda voru ţau tvöfalt dýrari) og ţađ gerir ţađ reyndar ađ verkum ađ viđ erum ekki í neinu sambandi viđ önnur liđ (og í raun og veru mótiđ). Eftir á ţá hefđi ég sennilega kosiđ ađ punga út meira fé fyrir gott hótel og lifa og hrćrast ţannig meira í stemmingunni sem fylgir óneitanlega ţátttöku í móti sem ţessu.

Viđ vorum ađ koma heim eftir sárt tap gegn stórmeistarasveit frá Makedóníu - enn og aftur međ minnsta mun. Ég reif mig loksins upp eftir ömurlega frammistöđu hingađ til og vann stórmeistarann Stojanovski međ hvítu í Benkö-inum. Jón Viktor gerđi jafntefli í hörkuskák ţar sem Makedóníumađurinn sá sér leik á borđi og ţráskákađi til ađ tryggja tvö matchpoint í hús. Bragi tefldi hinsvegar ţví miđur sína verstu skák hingađ til og Dagur lenti í einhverju afbrigđi í skoska leiknum sem ađ andstćđingurinn kunni upp á sína tíu fingur (enda teflir hann eingöngu skoska leikinn međ hvítu).

Ég get ekki sagt ađ viđ séum stoltir af stöđu okkar í mótinu hingađ til og ţrátt fyrir ađ ég greini ákveđna bölsýni í ákveđnum pennum á okkar ágćta skákhorni ţá get ég fullvissađ skákáhugamenn um ađ viđ erum hvergi nćrri hćttir ţá stađan sé slćm eins og er. Viđ erum harđákveđnir í ţví ađ klára ţetta mót međ sćmd og tryggja okkur sćti ofar en upphaflegu stigin sögđu til um. Sú stađreynd ađ viđ erum međ talsverđan fjölda af vinningum býđur upp á ákveđna möguleika ef ađ matchpointin fara ađ detta okkur í vil á lokasprettinum.

Eins og fram hefur komiđ ţá höfum viđ tapađ ţremur viđureignum međ minnsta mun - 2,5-1,5 (gegn Tékkum, Norđmönnum og Makedónum). Ţćr viđureignir hafa veriđ gríđarlega spennandi - enda hafa úrslitin veriđ ađ ráđast oft í tímahraki í síđustu skák. Viđ vorum eiginlega mest svekktir yfir ţví ađ ná ekki matchpointi í hús gegn Tékkum enda var sú viđureign alveg rosaleg ađ mörgu leyti.

Í gćr töpuđum viđ svo fyrir Litháen, 3-1. Ţau úrslit líta engan veginn nógu vel út en eftir sem áđur ţá áttum viđ samt góđa möguleika. Bragi var međ gjörunniđ tafl á fjórđa borđi og Jón Viktor var einnig međ unniđ tafl eftir ađ hafa barist á hćl og hnakka í ögn strembinni byrjun. Dagur var svo međ mun betra tafl eftir byrjunina en missteig sig ţví miđur í miđtaflinu og lenti í vonlausri stöđu. Ég brást hinsvegar algjörlega međ ţví gefa peđ í byrjun sem ég taldi vera jafnteflisvaríant en svo byggđist ţađ á algjörum misskilningi.

Talsvert hefur veriđ talađ um Tyrkjaviđureignin og ađ mörgu leyti er hún náttúrulega óafsakanleg. Ég og Jón Viktor tefldum einfaldlega hrikalega illa en Bragi og Dagur virtust vera ađ bćta okkur ţađ upp međ vćnlegum stöđum. Á tímabili var ég orđinn bara nokkuđ bjartsýnn á ađ ná jafntefli en í viđureigninni en ţá misstíga ţeir félagar sig báđir og fáránlega stórt tap var stađreynd.

Viđureignina gegn Mónakó ţarf ekki ađ rćđa - ţar áttu eđlilegir hlutir sér stađ og viđ unnum stóran sigur.

Eins og áđur segir er mótiđ hinsvegar hvergi nćrri búiđ og viđ félagarnir óskum einfaldlega eftir ţví ađ menn rćđi niđurstöđuna eftir umferđirnar níu ţví ýmislegt getur breyst. Ţađ sem viđ erum ađ fara í gegnum á ţessu móti er gríđarlegur skóli og ég er viss um ađ viđ verđum sterkari skákmenn fyrir vikiđ. Okkur finnst einnig ađ mörgu leyti ósanngjarnt ađ menn séu ađ tala um ađ viđ séum ađ eyđileggja heiđur skáklandsins Íslands (kannski sterk túlkun hjá mér!). Skáksambandiđ ákvađ einfaldlega ađ gera ţetta međ ţessum hćtti - ađ óska eftir stigahćstu mönnunum sem vćru til í ađ taka ţátt í mótinu ţví sem nćst algjörlega á eigin kostnađ. Eđlilega hafđi ţađ ţćr afleiđingar ađ atvinnumennirnir okkar gáfu ekki kost á sér en mennirnir sem vilja ná auknum vegsemdum voru óđir og uppvćgir ađ taka ţátt. Persónulega fannst mér (og finnst mér) ađ ţetta sé ágćtis tilraun ţótt ađ hún sé ef til vill ađ mistakast (eins og er!). Frćndţjóđir okkar hafa sent "veikari liđ" til leiks, meira ađ segja á ÓL-móti til ađ gefa nýjum mönnum tćkifćri og til lengri tíma skilađi ţađ sér ríflega.

Menn virđast gjörsamlega gleyma hjákátlegri frammistöđu íslenska Ólympíuliđsins á síđasta Ólympíumóti ţar sem atvinnumennirnir okkar lentu fyrir neđan Fćreyjar í mótinu og töpuđu fyrir liđum sem voru mun slakari en ţau sem viđ erum ađ tapa fyrir hérna. Eftir ţann árangur var orgađ á breytingar en núna ţykir algjörlega fáránlegt ađ sama liđ sé ekki hérna á stađnum og allur kostnađur greiddur (sem vćri ekki undir 2 milljónum fyrir Skáksambandiđ).

Hinsvegar er ţađ ljóst ađ mikill metnađur verđur lagđur í Ólympíumótiđ á nćsta ári og ljóst ađ ţar verđur hart barist um sćtin. Eftir upplifun okkar félaganna hérna í Novi Sad ţá er alveg ljóst ađ erlendur ţjálfari fyrir ÓL-liđiđ er skref sem Skáksambandiđ ţyrfti ađ stíga. Á ţessu móti eru nánast öll liđ međ sterkan erlendan ţjálfara - t.a.m. eru meira ađ segja Lúxemborgarar međ Jansa sem ţjálfara. Liđsfélagar mínir rćddu ţessi mál viđ Kiril Georgiev, Búlgarann snjalla, og hann tjáđi okkur ađ fyrirkomulag slíkrar ţjálfunar vćri ţađ ađ liđsmenn hugsuđu um ađ hvílast og nćrast en hann ynni bróđurpart nćturinnar viđ undirbúning. Ađ morgni vćri hver og einn liđsmađur svo tekinn í massífan undirbúning af honum fyrir viđureign dagsins. Slík ţjónusta kostar víst 200 evrur á dag hjá Kiril - talsverđir peningar í dag en var klink áriđ 2007 :-)Smile

Allar sveitirnar sem viđ höfum teflt viđ hingađ til hafa veriđ međ massífa umgjörđ í kringum sig. Til dćmis er Peter Heine Nielsen liđstjóri Norđmanna og ég get alveg sagt ykkur ađ ţađ er ekkert ţćgilegt ađ vera ađ ţjösnast í einhverju afbrigđi (eins og sérstaklega Jón Viktor lenti í) međ ađstođarmann Carlsens og Anands ađ horfa á og jafnvel brosandi til liđsmanna. Ákveđiđ óöryggi sem fer ađ blossa upp! Tyrkirnir eru síđan međ massíft prógram í gangi og m.a. fylgist forseti tyrkneska skáksambandsins međ bróđurparti umferđarinnar. Algjör áfellisdómur yfir Gunnari Björnssyni - HVAR ER FORSETI VOR :-)Smile

Sumsé ţađ er hćgt ađ draga gríđarlega lćrdóm af ţessu móti. Ađ mörgu leyti finnst mér sárast ađ Gummi Kjartans og Hjörvar séu ekki hérna međ liđinu ţví eins og komiđ hefur fram ţá munu ţeir pottţétt skipa ţetta liđ í framtíđinni og mót sem ţetta jafnast á viđ svona tíu alţjóđleg mót ađ mínu mati.

En ađ öđru! Margt skondiđ hefur átt sér stađ í mótinu, eins og t.d. sigur Conquest gegn Delchev ţar sem gsm-sími ţess síđastnefnda hringdi eftir fyrsta leik hans. Hann lét hinsvegar eins og ekkert hefđi í skorist og endađi ţetta fíaskó međ ţví ađ skákstjórar ţurftu ađ leita á manninum, fundu ţar símann og dćmdu ţá umsvifalaust tap. Annađ fíaskó átti sér stađ útaf "zero tolerance" stefnu Evrópska Skáksambandsins. Reglurnar hérna eru einfaldlega ţćr ađ ef rassinn er ekki á stólnum ţegar skákstjórinn tilkynnir ađ umferđin byrji ţá tapa menn skákinni umsvifalaust. Tékkinn Laznicka hélt t.d. upp á tapiđ gegn Degi Arngrímssyni međ ţví ađ gleyma sér í örstutta stund og var án gríns svona fimm sekúndum of seinn ađ setjast gegn Pons Vallejo frá Spáni í 2.umferđ. Umsvifalaust tap og Spánverjar 1-0 yfir!

Viđ félagarnir löbbum yfirleitt á skákstađ sem tekur rúmlega 20 mín. Ţótt ađ viđ leggjum af stađ rúmlega 30 mín. fyrir umferđ ţá erum viđ alltaf á tauginni - erum viđ ađ labba of hćgt? Voru klukkurnar vitlausar o.s.frv. Gjörsamlega óţolandi regla!

En ţá er best ađ fara ađ lúlla enda ćtlum viđ okkur epískan lokasprett. Óska eftir góđum straumum frá Íslandi - it aint over till its over.

Bestu kveđjur,
Bjössi


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 22
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 8779572

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband