Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Kennsla fyrir byrjendur - og styttra komna!

Skákfélag Vinjar stendur fyrir skákkennslu fyrir byrjendur og ţau sem minna kunna. Talsvert margir kunna mannganginn en eru óöruggir og vilja ţ.a.l. ekki taka ţátt í mótum.

Sf. Vinjar hyggst laga ţađ og hefur fengiđ ţrjá úrvals pilta, hokna af reynslu, til kennslunnar sem fram fer nćstu ţrjá mánudaga í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík og hefst kl. 13:00. Kennslan verđur til ca. 14:00 og eftir ţađ verđur teflt sem enginn sé morgundagurinn. Eftir síđasta tímann, mánudaginn 29. mars verđur ţessu slúttađ međ léttu móti. Allir eru hjartanlega velkomnir ađ vera međ, hvar sem ţeir eru staddir í frćđunum.

Mánudagur 15. mars kl. 13: Hrannar Jónsson, skákkennari hjá Hróknum og fyrirliđi Skákfélags Vinjar.

Mánudagur 22. mars kl. 13: Magnús Matthíasson, varaforseti Skáksambands Íslands og skákgúrú sunnlendinga.

Mánudagur 29. mars kl. 13: Róbert Lagerman, Fide meistarinn eitilharđi og varaforseti Hróksins.

Fariđ verđur yfir mannganginn, helstu byrjanir og litiđ á skákţrautir, svona međal annars. Endilega kíktu - ef ţú ţorir...

Síminn í Vin er 561-2612


Hannes í beinni á móti Fridman í kl. 14:30

Skák Hannesar Hlífars Stefánssonar (2574) gegn hinum kunna ţýska stórmeistara Daniel Fridman (2650) verđur sýnd beint frá EM einstaklinga og hefst útsendingin kl. 14:30

Skákin er sýnd beint á vefsíđu mótsins, einnig á Chessdom, auk ţess sem líklegt er ađ međ henni verđi fylgst á Skákhorninu

EM einstaklinga er ćgisterkt mót.  Ţátt taka 306 skákmenn og ţar af 187 stórmeistarar!   Hannes er númer 120 í stigaröđinni en Henrik er númer 186.   Níu skákmenn hafa yfir 2700 skákstig en stigahćstur keppenda er Ungverjinn Zoltan Almasi (2720).

Stefán Bergsson sigrađi á fimmtudagsmóti

Stefán Bergsson - svalasti keppandinnStefán Bergsson hafđi sigur á fjölmennu fimmtudagsmóti í gćrkvöldi. Stefán tapađi ţó í ţriđju umferđ og lengst af leiddi Unnar Ţór Bachmann mótiđ. Stefán vann hins vegar síđustu fjórar skákirnar og komst hálfum vinningi yfir Jon Olav Fivelstad međ sigri í innbyrđis viđureign ţeirra í síđustu umferđ. Úrslit urđu annars sem hér segir:  

 

  • 1   Stefán Bergsson                 6 
  • 2-3  Jon Olav Fivelstad             5.5
  •      Unnar Ţór Bachmann             5.5
  • 4   Örn Leó Jóhannsson              5 
  • 5-8  Hörđur Aron Hauksson           4.5
  •      Stefán Pétursson               4.5
  •      Gunnar Finnsson                4.5
  •      Guđmundur Guđmundsson          4.5
  • 9-10 Emil Sigurđarson               4  
  •      Oliver Aron Jóhannesson        4  
  • 11-17 Elsa María Kristínardóttir    3.5
  •       Kristófer Jóel Jóhannesson    3.5
  •       Finnur Kr. Finnsson           3.5
  •       Gunnar Friđrik Ingibergsson   3.5
  •       Jóhann Bernhard               3.5
  •       Birkir Karl Sigurđsson        3.5
  •       Friđrik Dađi Smárason         3.5
  • 18-20 Friđrik Helgason              3
  •       Gauti Páll Jónsson            3
  •       Kristinn Andri Kristinsson    3
  •  21   Vignir Vatnar Stefánsson      2.5
  • 22-24 Heimir Páll Ragnarsson        2 
  •       Vébjörn Fivelstad             2 
  •       Sigurđur Kjartansson          2 
  •  25   Donika Kolica                 1

Sterkur keppendalisti Árnumessumóts

Ţađ er sterkur keppendalistinn á Árnamessu mótinu sem fram fer í Stykkihsólminu á sunnudag.    Rútuferđn fer frá BSÍ / ESSÓ Ártúnshöfđu kl. 9.

Á listanum eru allir nema heimamenn og örfáir bođsgestir.  Á sama má er ţetta mikiđ úrvalsliđ sem kemur úr bćnum.

 

No.NameFEDRtgIRtgNGrClub/City
1Johannsson Orn Leo ISL17451630eTR - Laugalćkjarskóli
2Sigurdarson Emil ISL16411530eHellir - Laugarlćkjaskóli
3Andrason Pall ISL16041620eTR - Salaskóli
4Hauksdottir Hrund ISL16161475eFjölnir - Rimaskóli
5Lee Gudmundur Kristinn ISL15341465eHellir - Salaskóli
6Johannesson Oliver ISL15311280yFjölnir - Rimaskóli
7Hardarson Jon Trausti ISL01515eFjölnir - Rimaskóli
8Kjartansson Dagur ISL14801440eHellir - Hólabrekkuskóli
9Ragnarsson Dagur ISL01455eFjölnir - Rimaskóli
10Sigurdsson Birkir Karl ISL14481420eTR - Salaskóli
11Jonsson Robert Leo ISL01285yHellir - Hjallaskóli
12Johannesson Kristofer Joel ISL01205yFjölnir - Rimaskóli
13Rocha Theodor ISL01195eFjölnir - Rimaskóli
14Vignisson Fridrik Gunnar ISL01140eFjölnir - Rimaskóli
15Marelsson Magni ISL01085yHaukar - Hvaleyrarskóli
16Johannsdottir Hildur Berglind ISL01035yHellir - Salaskóli
17Palsdottir Soley Lind ISL01035yTG - Hvaleyrarskóli
18Gautadottir Aldis Birta ISL00yEngjaskóli
19Saevarsson Alexander Orn ISL00y 
20Bergsson Aron Freyr ISL00  
21Thorarinsdottir Asdis Birna ISL00yFjölnir - Rimaskóli
22Juliusdottir Asta Soley ISL00yHellir - Hjallaskóli
23Olafsdottir Asta Sonja ISL00yHellir - Hjallaskóli
24Heimisson Baldur Bui ISL00e 
25Olafsson Brynjar ISL00yHaukum - Hvaleyrarskóli
26Eggertsson Daniel Andri ISL00  
27Johannesson Daniel Gudni ISL00eSnćfellsbćr
28Saevarsdottir Daniela ISL00eTG - Flataskóli
29Kolica Donika ISL00eTR - Hólabrekkuskóli
30Gudmundsson Einar Kari ISL00yTG - Flataskóli
31Thorsteinsson Einar Logi Th ISL00 Hjallaskóli
32Ludviksson Elias ISL00y 
33Nhung Elin ISL00 Engjaskóli
34Johannsson Eythor Trausti ISL00e 
35Birgisson Fannar Skúli ISL00y 
36Soto Franco ISL00eHelli - Laugalćkjarskóli
37Smarason Fridrik Dadi ISL00yHolabrekkuskóli
38Omarsson Fridrik Snaer ISL00yFjölnir - Rimaskóli
39Duret Gabriel Orri ISL00yHaukar - Hvaleyrarskóli
40Ferreira Gabriela Iris ISL00y 
41Jonsson Gauti Pall ISL00y 
42Gudmundsson Gudni Thor ISL00yTG - Flataskóli
43Hjaltadottir Gudrun Heida ISL00yTG - Flataskóli
44Darradottir Gudrun Helga ISL00yHólabrekkuskóli
45Vilhjalmsson Halldor Runar ISL00  
46Kristjansdottir Heida Mist ISL00eTG - Flataskóli
47Hauksdottir Heidrun Anna ISL00yFjölnir - Rimaskóli
48Ragnarsson Heimir Pall ISL00  
49Jonsson Helgi Gunnar ISL00y 
50Stefansson Hilmar Pall ISL00yFjölnir - Hamraskóli
51Heimisson Hilmir Freyr ISL00y 
52Franklinsson Hnikar Bjarmi ISL00yath artal
53Bargamento Honey Grace ISL00y 
54Eythorsson Hrannar Thor ISL00y 
55Oddsson Huginn Jarl ISL00yFjölnir - Rimaskóli
56Arnarsdottir Hugrun Greta ISL00yTG - Flataskóli
57Petersen Jakob A ISL00yTR
58Finnsson Johann Arnar ISL00yFjölnir - Rimaskóli
59Bjargthorsson Johann Isfjord ISL00yFjölnir - Rimaskóli
60Kristjansson Johannes Karl ISL00yEngjaskóli
61Olafsson Jon Smari ISL00  
62Fridriksdottir Kristin Lisa ISL00yFjölnir - Rimaskóli
63Kristinsson Kristinn Andri ISL00e 
64Kristinsdottir Kristjana Osk ISL00eTG - Flataskóli
65Thorsteinsson Leifur ISL00y 
66Gudmundsson Mani Karl ISL00yFjölnir - Rimaskóli
67Davidsdottir Nancy ISL00yFjölnir - Rimaskóli
68Unnsteinsson Oddur Thor ISL00y 
69Helgason Olafur ISL00yKarsnesskoli
70Olafsson Oli Jokull ISL00y 
71Fridriksson Rafnar ISL00e 
72Oddsson Sigurdur Kalman ISL00yFjölnir - Rimaskóli
73Kjartansson Sigurdur ISL00yHellir
74Fridriksdottir Sonja Maria ISL00yHjallaskóli
75Rikhardsdottir Svandis Ros ISL00yFjölnir - Rimaskóli
76Mobee Tara Soley ISL00yHellir - Hjallaskóli
77Kristjansson Throstur Smari ISL00yHellir
78Adalsteinsdottir Tinna Sif ISL00yFjölnir - Rimaskóli
79Hafberg Tomas Helgi ISL00y 
80Magnusdottir Veronika Steinunn ISL00yTR - Melaskóli
81Stefansson Vignir Vatnar ISL00yTR - Lćkjarskóli
82Asbjornsson Viktor ISL00yFjölnir - Rimaskóli

 

 

 


EM: Hannes vann - Henrik gerđi jafntefli

Hannes Hlífar Stefánsson (2574) vann austurríska alţjóđlega meistarann Martin Neubaer (2465) í sjöttu umferđ EM einstaklinga, sem fram fór í Rijeka í Króatíu í dag.  Henrik Danielsen gerđi jafntefli viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexander Chudinovskikh (2314).  Hannes hefur 4 vinninga og Henrik hefur 3 vinninga.  Skák Hannesar verđur sýnd beint á vefnum á morgun og hefst kl. 14:30.

Hann mćtir ţá ţýska stórmeistaranum Daniel Fridman (2650) en Henrik mćtir Rússanum Nikolay Maevsky (2275).

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ austurríska alţjóđlega meistarann Martin Neubaer (2465) en Henrik viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexander Chudinovskikh (2314).

Efstir í opnum flokki, međ 5˝ vinning, eru stórmeistararnir Zahar Efimenko (2640), Úkraínu, og Baadur Jobava (2695), Georgíu.

Efstar í kvennaflokki međ 5 vinninga eru Monika Socko (2465), Póllandi, Anotoaneta Stefanova (2555), Búlgaríu, Viktorija Cmilyte (2485), Litháen og Lilit Galjjan (2380), Armeníu.



Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Ađ venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin
fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar
húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir
sigurvegarann.Mótin
eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en
frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum
veitingum án endurgjalds.


Fleiri myndir frá Íslandsmóti skákfélaga

IMG 7091Enn er búiđ ađ fjölga myndum frá Íslandsmóti skákfélaga.  Búiđ er ađ setja í myndaalbúmiđ myndir frá Einari S. Einarssyni, Sigurbjörn Ásmundssyni og Gunnari Björnssyni.   Ríflega 175 myndir eru nú komnar í albúmiđ.  

Myndaalbúm mótsins


EM: Hannes og Henrik sigruđu báđir

Hannes Hlífar Stefánsson (2574) og Henrik Danielsen (2494) sigruđu báđir í fimmtu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Rijeka í Króatíu í dag.  Hann sigrađi króatíska alţjóđlega meistarann Josip Rukavina (2409) en Henrik ítalska alţjóđlega meistarann Mario Lanzani (2371).  Hannes hefur 3 vinninga í Henrik 2˝ vinning.

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ austurríska alţjóđlega meistarann Martin Neubaer (2465) en Henrik viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexander Chudinovskikh (2314).

Efstir í opnum flokki, međ 4˝ vinning, eru stórmeistararnir Zahar Efimenko (2640), Úkraínu, Liviu-Dieter Nisipeanu (2661), Rúmeníu, Artyom Timofeev (2655), Rússlandi, og Baadur Jobava (2695), Georgíu.

Efstar í kvennaflokki međ 4˝ vinning eru Ketevan Arakhamia-Grant (2447), Skotlandi, Tatian Kosintseva (2524), Rússlandi, og Monika Socko (2465), Póllandi, en ţćr eru allar stórmeistarar.  

Heimasíđa mótsins

Skráningu lokiđ á Skákmót Árnamessu

IMG 3417Vegna fjölda ţátttökutilkynninga og takmarkađs fjölda keppenda ţá er skráningu á Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi lokiđ og ađeins haldiđ eftir nokkrum plássum fyrir bođsgesti. Gífurlegur áhugi er á mótinu einkum hjá ţeim krökkum sem hafa veriđ í skákkennslu hjá Skákskóla Íslands, Skákakademíu Reykjavíkur og taflfélögum á höfuđborgarsvćđinu.

Međal skráđra keppenda á skákmóti Árnamessu verđa liđsmenn Norđurlandameistarasveitar Salaskóla í Kópavogi, Íslandsmeistarasveitar Rimaskóla í barnaskólaflokki og stúlkurnar knáu úr Hjallaskóla og Engjaskóla sem urđu í efstu sćtum á ÍslandsmótiIMG 3848 grunnskólasveita stúlkna í febrúar sl. Af einstökum skákmönnum mun athyglin beinast ađ ţeim Vigni V. Stefánssyni sex ára úr Hafnarfirđi og Nansý Davíđsdóttur sjö ára úr Rimaskóla sem bćđi ţykja međ ţeim efnilegustu sem komiđ hafa fram lengi og gefa eldri krökkunum lítiđ eftir. Flestir ţátttakendur mótsins koma af höfuđborgarsvćđinu en vonir standa til ţess ađ Eyjastrákarnir Kristófer Gautason og Dađi Steinn Jónsson nái ađ vera međ.

Ţrír efstu ţátttakendur í eldri (1994-1997) og yngri flokki (1998-2003) fá eignarbikara auk verđlauna. Um 30 verđlaun verđa í bođi og fá ţeir efstu í stúlknaflokki og flokki 2001 - 2003 sinn skerf af ţeim. Rúta leggur af stađ á sunnudagsmorgun 14. mars kl. 9:00 og kemur viđ stuttu síđar á N1 í Ártúnsbrekku. Fararstjórar verđa ţau Inga María Friđriksdóttir kennari og Páll Sigurđsson mótstjóri. Viđ komuna í Hólminn verđur bođiđ upp á pylsur og safa fyrir keppendur og í skákhléi býđur útgerđarfyrirtćkiđ Sćfell upp á kók og prins. Skákmótiđ hefst í grunnskólanum Stykkishólmi kl. 13:00 ţegar bćjarstjórinn í Stykkishólmi Erla Friđriksdóttir leika fyrsta leikinn. Mótinu. lýkur um kl. 16:30 eftir verđlaunaafhendingu


Áskorendaflokkur fer fram í Mosfellsbć um páska

LágafellÁskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram í íţróttamiđstöđinni, Lágafelli, í Mosfellsbć dagana 30. mars til 10. apríl nk.  Teflt verđur yfir páska og hefst taflmennskan kl. 18 á virkum dögum en kl. 14 um helgar.

Skráning fer fram á Skák.is

Samhliđa mótinu fer fram skákvika í Mosfellsbć í samvinnu bćjarfélagsins og Skákskóla Íslands.  

Tímamörk eru 1˝ klst. á skákina auk 30 sekúnda á leik.

 

Dagskrá:

 

UmferđirDags.VikudagurByrjarEndar
131.marMiđvikudagur18:0023:00
Frídagur01.aprFimmtudagur  
202.aprFöstudagur14:0019:00
303.aprLaugardagur14:0019:00
404.aprSunnudagur14:0019:00
Frídagur05.aprMánudagur  
506.aprŢriđjudagur18:0023:00
607.aprMiđvikudagur18:0023:00
708.aprFimmtudagur18:0023:00
809.aprFöstudagur18:0023:00
910.aprLaugardagur14:0019:00

 

 

Mótiđ verđur nánar kynnt ţegar nćr dregur.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8779207

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband