Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
14.1.2017 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Leikurinn sem birtist ekki á tölvuskjánum
Greinarhöfundur var ađ fylgjast međ Guđmundi Kjartanssyni í beinni útsendingu frá lokaumferđ Hastings-mótsins sl. fimmtudag. Hann var í baráttunni um efsta sćtiđ, ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. Og taflmennska hans var skínandi góđ. Indverskur andstćđingur hans reyndi ađ flćkja tafliđ, fyrst međ peđasókn á kóngsvćng og síđan einhverju sprikli á drottningarvćng. Guđmundur svarađi međ ţví ađ gefa skiptamun og opna síđan á kóngsstöđu Indverjans. Gamalkunnir taktar Friđriks Ólafssonar frá Hastings á sjötta áratug síđustu aldar komu upp í hugann. Til ţess ađ bćta um betur fórnađi Guđmundur manni. Hann var hrók undir en menn biđu eftir ţví ađ hann léki peđi til f7. Fleira ţurfti ekki til. En leikurinn sá birtist aldrei á tölvuskjánum; í stađinn lék hann biskup upp í borđ og varđ mát. Sorgleg endalok:
Hastings 2017; 9. umferđ:
Guđmundur Kjartansson Das Arghyadip
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7.
O-O Be7 8. Hb1 g5
Viktor Kortsnoj lék ţessu fyrstur manna en Guđmundur lćtur ekki slá sig út af laginu.
9. d3 g4 10. Rd2 Be6 11. b4 h5 12. b5 Ra5 13. Dc2 a6 14. Bb2 f6 15. a4 h4 16. Rce4 hxg3 17. hxg3 Rd5 18. Hfc1 axb5 19. axb5 b6 20. Rc3 Rb4 21. Dd1 Ra2 22. Rxa2 Bxa2
Hann gat líka leikiđ 23. Bxa8 og siđan lokađ međ e2-e4.
23. ... Bxb1 24. Hxb1 Hg8 25. De4! Ha7 26. d4! Kf8 27. dxe5! Dxd2 28. exf6 Bc5
Og nú blasir vinningsleiđin viđ, 29. f7! t.d. 29. ... Kxf7 30. Df5+ Ke7 31. Bf6+ Ke8 32. De6+ Kf8 33. Bd5! og svartur er varnarlaus.
29. Bc1??
Ţađ er ekki hćgt ađ skýra ţennan afleik, sem eyđileggur frábćra skák, međ ţví ađ Guđmundur hafi leikiđ of hratt. Ţađ gerđi hann ekki og hann átti nćgan tíma á klukkunni. Eina skýringin hlýtur ađ vera sú ađ hann hafiđ taliđ hrókinn valda e1-reitinn.
29. .. De1+ 30. Kh2 Hh8+
og hvítur gafst upp.
Skákţing Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótiđ
Af skráningu keppenda ađ dćma má ćtla ađ Skákţing Reykjavíkur sem hefst á morgun í húsakynnum TR viđ Faxafen verđi vel skipađ en međal ţátttakenda eru Guđmundur Kjartansson, brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir og Dagur Ragnarsson. Fleiri kunnir meistarar eiga eftir ađ bćtast í hópinn en tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu og fara ţćr fram á sunnudögum og miđvikudögum. Skákstjóri verđur Ríkharđur Sveinsson.
Á ţriđjudaginn kl. 19 hefst svo í Stúkunni á Kópavogsvelli Nóa Sírusmótiđ Gestamót Hugins og Breiđabliks. Ţađ er Jón Ţorvaldsson skákmótafrömuđur sem hefur haft veg og vanda af skipulagningunni undanfarin ár og hefur af mikilli fortölulist tekist ađ fá til keppni marga nafntogađa skákmeistara. Teflt er einu sinni í viku í tveim riđlum, alls sex umferđir. Dagsetningar mótsins rekast ekki á viđ Skákţing Reykjavíkur svo ađ sumir verđa međ í báđum mótunum. Mesta athygli vekur ţátttaka Jóhanns Hjartarsonar og Jóns L. Árnasonar en ađrir kunnir kappar eru Helgi Áss Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Ţorfinnsson, Björgvin Jónsson og svo margir af sterkustu ungu skákmönnum okkar. Ţá hefur Jóni tekist ađ lađa til keppni á ný meistara sem ekki hafa teflt lengi, Jón Hálfdánarson og Björn Halldórsson.
------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. janúar 2017
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2017 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Lausnir á jólaskákţrautum
M. Lipton 1965
Hvítur leikur og mátar í 2. leik
Lausn: 1. Bf5
a) 1. ... Kxb5 2. Rc3 mát; b) 1. ... axb5 2. Rxc5 mát. c) 1. ... Kxb3 2. Rxc5 mát.
H.D.O. Bernand 1903
Hvítur leikur og mátar í 2. leik.
Lausn: 1. Ha1
a) 1. ... Kf5 2. Db1 mát; b) 1. ... d5 2. Bd3 mát. c) 1. ... e6 2. Rxd6 mát. d) 1. ... e5 2. Rxd6 mát.
W. Shinkman 1877
Hvítur leikur og mátar í 2. leik
Lausn: 1. Ba4
a) 1. ... Kxd5 2. Bb3 mát; b) 1. ... d6 2. Rbc7 mát; c) 1. ... f6 2. Rdc7 mát; d) 1. ... f5 2. Dg8 mát.
1. O. Würzburg 1896
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Lausn: 1. Bh3
a) 1. ... a5 2. Da6+ Kxa6 3. Bc8 mát; b) 1. ... e4 2. Dg4 og 3. Dc8 mát;; c) 1. ... Ka8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; d) 1. ... Kb8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; e) 1. ... Kc7 2. Dg4 e1) 2. ... Kd8 3. Dd7 mát; e2) 2. ... Kb8 3. Dc8 mát.
A. Kraemer 1936
Hvítur leikur og mátar í 3. leik
Lausn: 1. Hb1 Kg7 2. Db7+
a) 2. ... Kh8 3. Db2 mát; b) 2. ... Kh6 3. h8(D) mát; c) 2. ... Kf6 3. Hb6 mát; d) 2. ... Kf8 3. h8(D) mát.
E. Pogosjants 1964
Hvítur leikur og vinnur.
Lausn: 1. Kf6 Kh6 2. d6 Re8+!
Góđ vörn. Eftir 2. ... e3 3. d7 e2 4. Bxe2 Re8+ 5. Ke7 vinnur hvítur auđveldlega.
3. Bxe8 e3 4. d7 e2 5. d8(R)! e1(R)
Ekki 5. ... e1(D) 6. Rf7+ Kh5 7. Re5+ og svartur verđur mát eđa drottningin fellur; 7. ... Kh6 8. Rg4 mát eđa 7. ... Kh4 8. Rf3+ og síđan 9. Rxe1. Endatafliđ međ kóng, biskup og riddara gegn kóngi er frćđilega unniđ ţó ađ góđa tćkni ţurfi til.
6. Rc6 riddaraleikur 7. Re7 riddaraleikur 8. Rg8 mát.
------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 3.1.2017 kl. 12:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Jólaskákţrautir
Eins og stundum áđur um jólin leggur skákpistlahöfundur blađsins nokkrar skákţrautir fyrir lesendur sína, en lausnir munu birtast í blađinu á gamlársdag. Ţrautirnar eru fengnar úr efniviđ sem enski stórmeistarinn og stćrđfrćđingurinn John Nunn hefur tekiđ saman og birt opinberlega. Varla hefur nokkur núlifandi skákmeistari ritađ jafn mikiđ um skákţrautir og Nunn. Hann var um langt skeiđ einn fremsti skákmađur Englendinga og hefur ţrisvar sigrađ á heimsmeistaramótinu í skákdćmalausnum. Í ţeim keppnum fá ţátttakendur sex klukkustundir til ađ leysa geysilega erfiđ dćmi af margvíslegum toga. Ţótt Íslendingar hafi eignast nokkra skákdćmahöfunda hefur enginn Íslendingur tekiđ ţátt í alţjóđlegum mótum á ţessum vettvangi.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Brćđurnir hćkkuđu um ríflega 500 elo-stig
Alţjóđaskáksambandiđ FIDE hóf ađ birta styrkleikalista sinn byggđan á elo-stigum áriđ 1970. Á fyrsta listanum var fjöldi skákmanna í kringum 600 talsins og enginn ţeirra var undir 2200 elo-stigum. Í dag eru nokkur hundruđ ţúsund manns og konur á elo-lista FIDE. Elo-stigin eru ađ einhverju leyti einnig notuđ sem viđmiđun í ýmsum öđrum keppnisgreinum, t.d. í snóker, amerískum ruđningi og hafnabolta.
Ţađ er margt sem elo-stigin mćla ekki; glćsileg afrekaskrá er ekki metin sérstaklega, né heldur hugkvćmni eđa sköpunargáfa. Oft virđist mönnum umbunađ um of fyrir íhaldssama og leiđinlega taflmennsku. Samanburđur á skákmönnum milli tímabila byggđur á elo-stigum er líka hćpinn vegna verđbólgu í stigunum. Og ţó. Nýlega birti vefsíđan chess.com niđurstöđu byggđa á tölvuútreikningum á nákvćmni leikja heimsmeistarans Magnúsar Carlsen á síđustu fimm árum og fékk hann einkunnina 98,38%. Fyrir sitt besta fimm ára tímabil var Bobby Fischer međ 97,59% nákvćmni og Garrí Kasparov 97,51%.
Magnús hefur mest náđ 2882 elo-stigum en Garrí Kasparov 2851. Ţađ er of snemmt ađ efna til uppgjörs en langur ferill Kasparovs er ríkari ađ innihaldi.
Einn galli viđ stigakerfiđ hefur löngum veriđ talinn sá ađ stigin virđast ekki ganga í takt viđ framfarir ungra skákmanna. Viđ ţví var brugđist međ ţví ađ hćkka stuđul skákmanna 17 ára og yngri upp í 40 elo-stig á hvern vinning.
Á tveim opnum mótum sem lauk um síđustu helgi, annarsvegar í Róm ţar sem tefldu brćđurnir Aron Thor Mai og Alexander Oliver Mai, og hinsvegar í Benidorm ţar sem brćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri Davíđssynir voru međal ţátttakenda, skilađi frammistađa ţessara hćkkun upp á 514 elo-stig.
Í Róm vann Alexander gullverđlaun í stigaflokknum 1500-1799 elo, hlaut 5 vinninga af níu og hćkkađi um 120 elo-stig. Eldri bróđir hans, Aron Thor, tefldi viđ stigahćrri skákmenn allt mótiđ og hćkkađi um 72 elo-stig. Hann átti glćsilega leikfléttu sem tekiđ var eftir:
Aron Thor Rinaldo
26. Hb3 Dd2 27. Hg3 Hxc2 28. Rf5!
Aron var í tímahraki og sá ađ jafntefli var ađ hafa međ 28. Hxg7+ Kxg7 29. Rf5+ Kg8 30. Rh6+ Kg7 31. Rf5+ o.s.frv. en ţetta er enn sterkara.
28. ... Hc6
Hćgt var ađ verjast međ 28. ... Hc7 ţó hvíta stađan sé betri eftir 29. Df6! Rg5! 30. Dxg5 međ sterkri sókn.
29. Rh6+! Kh8 30. Rxf7+ Kg8 31. Rg6+ Kh8 32. Dg8+! Hxg8 33. Rf7 mát.
Á Benidorm tefldu brćđurnir Óskar Víkingur 11 ára og Stefán Orri 10 ára á tveim mótum, fyrst á opnu móti og síđan á aldursskiptu unglingamóti. Á ţessum tveim mótum hćkkađi Óskar Víkingur um 136 elo-stig sem er ekki lítiđ en yngri bróđirinn Stefán Orri vann flokk keppenda 10 ára og yngri, hlaut ţar 5 ˝ vinning af sex mögulegum og hćkkađi um 186 elo-stig. Ţeir fiska sem róa.
Í umferđ opna mótsins sýndi Óskar Víkingur mikla keppnishörku í vondri stöđu í 5. umferđ gegn mun stigahćrri andstćđingi:
Louis Fernandes Óskar Víkingur
Ţađ virđist fokiđ í flest skjól en Óskar var ekki af baki dottinn:
24. ... Hg7 25. Bxg7 Kxg7 26. gxh7 Db2!? 27. h8(D)+ Hxh8 28. Hxh8 Kxh8 29. Df1?
Allir hróksleikir hefđu unniđ.
29. ... Dg7+! 30. Kh1 Rf2+!
Nú varđ hvítur ađ gefa hrókinn á a1. Í jöfnu drottningaendatafli átti Óskar Víkingur svo síđasta orđiđ og vann!
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Mark Taimanov var frćgastur fyrir einvígiđ viđ Fischer
Hann var gćfumađur í lífinu en er samt frćgastur fyrir ađ tapa međ núlli í einvígi viđ Bobby Fischer í Vancouver í Kanada voriđ 1971. Rússneski stórmeistarinn Mark Taimanov sem lést ţann 28. nóvember sl., 90 ára ađ aldri, var eitt af óskabörnum Sovétríkjanna; hann lék kornungur stórt hlutverk í frćgri kvikmynd um Beethoven, fékk tónlistaruppeldi sem aflađi honum heimsfrćgđar sem m.a. kom fram í ţví ađ verk sem hann flutti tvíhent međ fyrstu eiginkonu sinni Kjuob Bruk var nýlega gefiđ út af stóru forlagi, Philips & Steinway, undir titlinum Great pianists of the 20th century. Löngu fyrir einvígiđ viđ Fischer var Taimanov landsfrćgur hér fyrst ţegar hann tapađi fyrir Friđriki Ólafssyni á skákmótinu í Hastings um áramótin 1955´56 og nokkrum vikum síđar tefldi hann hér á landi en jafnteflisskák viđ Benóný Benediktsson á Guđjóns-mótinu verđur lengi í minnum höfđ. Ţetta sama ár varđ Taimanov Sovétmeistari eftir aukakeppni viđ Spasskí og Averbakh.
Taimanov mátti ţola margháttađar kárínur af hendi yfirvalda ţegar hann sneri til baka eftir einvígiđ viđ Fischer. Tollverđir veiddu upp úr farangri hans bannfćrđa bók eftir Alexandr Solzhenitsyn og erlendan gjaldeyri. Fyrir ţessar syndir en fyrst og fremst 0:6 tapiđ var hann settur í keppnisbann og farbann, sviptur launum, titlum og tćkifćrum og var um skeiđ ţađ sem kalla mátti óćskileg persóna í Sovét. Ţegar eiginkonan svo yfirgaf hann leystist hinn frćgi píanó-dúett sjálfkrafa upp. Um ţetta tímabil skrifađi Taimanov síđar bókina: Hvernig ég varđ fórnarlamb Fischers.
Um mitt sumar 1971 mildađist ţó afstađan til hans; Bent Larsen tapađi nefnilega líka 0:6 fyrir Fischer og svo féll síđasta vígiđ; Tigran Petrosjan steinlá um haustiđ í Buenos Aires, 2 ˝ : 6 ˝, og Bobby Fischer vann réttinn til ađ skora á heimsmeistarann, Boris Spasskí.
Hlutlćg endurskođun á einvígi Fischers og Taimanovs leiđir í ljós ađ barátta ţeirra var afar innihaldsrík. Viđ undirbúning naut Taimanov ađstođar gamla heimsmeistarans Botvinniks sem sat heima en fékk leikina gefna upp í langlínusamtali. Honum var ekki skemmt ţegar Taimanov klúđrađi jafntefli í ţessari stöđu:
Vancover 1971; 2. einvígisskák:
Fischer Taimanov
Fischer var snillingur međ hvítreita biskupinn en Botvinnik sá á augabragđi ađ svartur gćti náđ jafntefli, 81. ... Rd3 82. h4 Rf4 83. Kf5 Kd6 84. Kxf4 Ke7 og kóngurinn kemst til h8 og stađan er frćđilegt jafntefli. Taimanov lék hinsvegar 81. ... Ke4?? og Fischer svarađi ađ bragđi, 82. Bc8! og nú var ekki nokkur leiđ ađ hindra för h-peđsins upp í borđ.
En öll él styttir upp um síđir. Hann varđ heimsmeistari öldunga áriđ 1994, kvćntist aftur og eignađist tvíbura 78 ára gamall. Taimanov hvíldi sig á skákinni međ ţví ađ spila á tónleikum og hvíldi sig á píanóleik međ ţví ađ tefla. Áriđ 1977 skein stjarna Karpovs heimsmeistara skćrt og ţeir mćttust á heimavelli:
Leningrad 1977:
Karpov Taimanov
Karpov sem skynjađi hćttu betur en flestir uggđi ekki ađ sér í ţessari stöđu sem er í dínamísku jafnvćgi og lék 37. b6 en eftir 37. ... Ha1! 38. Hb1 kom alveg óvćnt 38. ... Rg3 +! og hvítur gafst upp ţví ađ 39. hxg3 er svarađ međ 39. .. Ha8! međ óverjandi máthótun á h8.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 12.12.2016 kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Kjartansson í Fćreyjum
Guđmundur Kjartansson vann fimm fyrstu skákir sínar á Rúnavik open, skákmóti sem Fćreyingar héldu öđrum ţrćđi til ađ fagna ţví ađ ţeir hafa nú eignast sinn fyrsta stórmeistara, Helga Dam Ziska. Helgi var í hópi ţeirra sem sćmdir voru titlinum á ţingi FIDE í Bakú á dögunum. Hann var stigahćsti keppandi mótsins og Jóhann Hjartarson kom nćstur.
Mótiđ fór fram í Rúnavík á Austurey en ţar búa um ţrjú ţúsund manns. Skipuleggjendur gerđu vel viđ íslensku skákmennina; á Ólympíumótinu í Bakú var ţeim bođin ţátttaka Jóhanni Hjartarsyni og Guđmundi Kjartanssyni og síđan bćttust í hóp keppenda Ţröstur Ţórhallsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Gauti Páll Jónsson, Loftur Baldvinsson og Heimir Páll Ragnarsson.
Fćreyingar hyggjast halda mótiđ aftur ađ ári og má búast viđ mörgum skákmönnum héđan enda ekkert ţví til fyrirstöđu ađ Íslendingar eigi gott samstarf á skáksviđinu viđ frćndur vora Fćreyinga. Gunnar Björnsson forseti SÍ var međal skákstjóra og annar kunnur einstaklingur úr skákhreyfingunni, Rúnar Berg, var međal gesta á mótsstađ en hann er nú búsettur í Fćreyjum.
Úrslit mótsins voru mikill sigur fyrir Guđmund Kjartansson sem vann fimm fyrstu skákir sínar og varđ síđan einn efstur. Keppendur voru 40 talsins en í efstu sćtum urđu:
1. Guđmundur Kjartansson 7 v. (af 9 mögulegum). 2.-3. Miquel Munoz og Nikolaj Mikkelsen 6 ˝ v. 4. 7. Jóhann Hjartarson, Helgi Dam Ziska, Jakob van Glud og Hans Kristian Simonsen 6 v. 8.- 12. Daniel Semecen, Simon Bekker Jensen, Ţröstur Ţórhallsson, Rogvi Egilstoft Nielsen og Vignir Vatnar Stefánsson 5 ˝ v.
Međ frammistöđu sinni á ţessu móti náđi hinn 13 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson ţví markmiđi ađ komast yfir 2400 elo-stig og á nýbirtum lista FIDE er hann í 17.sćti međal íslenskra skákmanna međ 2404 elo stig. Hann er í 5. sćti yfir sterkustu skákmenn Evrópu 14 ára og yngri og í 11. sćti á heimslistanum. Má mikils vćnta af ţessum unga manni.
Guđmundur Kjartansson tefldi af miklu öryggi en sigrar hans yfir öflugum andstćđingum í 3.-5. umferđ voru lykillinn ađ frammistöđu hans ţegar hann vann Munoz, Jóhann Hjartarson og Hamitevici. Skákin viđ hinn öfluga alţjóđlega meistara fra Moldóvíu gekk ţannig fyrir sig:
Rúnavík 2016; 3. umferđ:
Guđmundur Kjartansson Vladimir Hamitevici
Hollensk vörn
1. c4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. d4 d6 5. Rf3 Bg7 6. Rc3 O-O 7. O-O c6 8. Hb1 Kh8 9. b4 Be6 10. d5 Bg8 11. Rd4 a5?!
Öruggara er 11. ... cxd5.
12. dxc6 Rxc6 13. Rxc6 bxc6 14. Bxc6 axb4 15. Hxb4 Hc8 16. Bb5 h6 17. a4 g5 18. Rd5 Re4 19. Be3 Rc5 20. Bd4 e5 21. Bxc5!?
21. Bxc3 kom einnig til greina en ţar sem svartur hefur lokađ hornalínunni a1-h8 á ţessi leikur fullan rétt á sér.
21. ... Hxc5 22. e4 fxe4 23. Re3 Hf3 24. Da1 Da5 25. De1 Be6 26. Hb2!
Og nú kemst a-peđiđ á skriđ.
26. ... Da8 27. Dd2 Bf8 28. Hd1 h5 29. a5 h4 30. gxh4?
Ónákvćmni, 30. a6 var best og svartur er án gagnfćra.
30 ... Hc7 31. Kh1 g4?!
Enn sterkara var 31. ... Hh7!
32. a6 Hh7 33. Hg1 Hxh4 34. Hg2 Hh7 35. Ha2 Hf4 36. Kg1 Db8 37. Ha1 Db6 38. Da5 Da7?
Hann varđ ađ fara í drottningarkaupin.
39. Bc6! Be7
Hamitevici féll á tíma um leiđ og hann lék ţessum leik. Athugun leiđir í ljós ađ svarta stađan er töpuđ eftir 40. Hb1! ásamt Db6.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 4.12.2016 kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Snilldarleikur sem gerđi út um einvígiđ
Magnús Carlsen átti síđasta orđiđ í heimsmeistaraeinvíginu sem lauk í New York laust fyrir miđnćtti á fimmtudaginn. Síđasti leikurinn í einvíginu, drottningarfórn á h6, minnti á rothögg í hnefaleikahringnum. Ţegar leikurinn birtist á skjánum skildu allir hvađ höggiđ ţýddi, fáir höfđu séđ ţađ fyrir nema auđvitađ skákvélarnar en einvígiđ fékk verđugan endi. Eftir tvö jafntefli og sigur Magnúsar í ţriđju skákinni reyndi Karjakin lengi ađ brjótast út úr ţrengri stöđu sem hann varđ ađ vinna. Hvađ eftir annađ bauđ Magnús honum upp á ţráleik en honum dugđi jafntefli og ţađ kom vitaskuld ekki til greina séđ frá bćjardyrum Karjakins. Ţegar hér var komiđ sögu hótađi hann samt máti á g2:
16. einvígisskák:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
En Magnús hafđi séđ ţetta fyrir og lék nćr samstundis:
og Karjakin gafst upp, hann verđur mát í nćsta leik, 50. ... Kxh6 er svarađ međ 51. Hh8 mát og eftir 50. ... gxh6 kemur 51. Hxf7 mát.
Ef Norđmenn gefa út skák-frímerki í tilefni sigurs Magnúsar Carlsen ţá mun ţessi mynd fylgja međ.
Ţó ađ baráttan í kappskákunum tólf hafi oft veriđ skemmtileg og spennandi er hćtt viđ ađ ýmsir leikir hafi fariđ fyrir ofan garđ og neđan hjá hinum almenna skákáhugamanni. Sannleikurinn er sá ađ Karjakin taldi vćnlegast til árangurs ađ tileinka sér fremur neikvćđan skákstíl. Hann tók aldrei neina áhćttu, sóttist eftir uppskiptum og valdi byrjanir sem ekki bjóđa upp á líflega baráttu, t.d. Berlínarvörnina. Kannski voru skákir einvígisins of fáar; fyrrverandi heimsmeistari, Indverjinn Wisvanathan Anand, hefur orđađ ţađ svo ađ í svo stuttu einvígi sitji menn ađ tafli og yfir ţeim hangi einhver óútskýranlegur kraftur međ hlađna skammbyssu, eins og hann orđađi ţađ og hefur ţá vćntanlega átt viđ ađ ađ viđ minnstu yfirsjón geti allt glatast. Í framtíđinni verđur umhugsunartíminn trúlega styttur, at-skákirnar fjórar á fimmtudaginn höfđu miklu meira skemmtigildi heldur en ţyngslaleg barátta hefđbundnu kappskákanna og ţađ var fylgst međ ţessum viđureignum á risatjaldi á Rauđa torginu í Moskvu og á Times Square í New York.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 4.12.2016 kl. 18:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Gríđarlega mikil taugaspenna á úrslitastundu
Magnús Carlsen varđi heimsmeistaratitilinn í skák međ ţví ađ vinna atskákhluta einvígisins 3:1 og einvígiđ samtals 9:7. Hann knúđi fram sigur í síđustu skákinni međ glćsilegri drottningarfórn. Carlsen vann 15. einvígisskák sína og ţá 16. viđ Sergei Karjakin skömmu fyrir miđnćtti ađ íslenskum tíma.
Gríđarleg taugaspenna einkenndi skákirnar í gćr en ţćr hófust kl. 19 ađ íslenskum tíma og virtist norski heimsmeistarinn, sem varđ 26 ára ţennan dag, stađráđinn í ađ vinna en mćtti ađ venju harđvítugri mótspyrnu. Skákirnar vöktu mikla athygli um allan heim og voru t.a.m. sýndar á risatjaldi á Times square í New York.
Kvöldiđ hófst á fjórum atskákum međ tímamörkunum 25 10 en síđan var gert ráđ fyrir tveim hrađskákum, 5 3 ef ekki fengjust úrslit og loks bráđabanaskák. Carlsen var yfirleitt međ betri tíma og í 2. skákinni í gćr munađi á köflum á ţeim um tíu mínútum. Fyrsta skákin, sú ţrettánda í einvíginu, var fremur bragđdauf og lauk međ jafntefli eftir 37 leiki en í ţeirri nćstu dró til tíđinda:
14. einvígisskák:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d3 0-0 6. a4 a6 7. c3 d6 8. He1 Ba7 9. h3 Re7 10. d4 Rg6 11. Rbd2 c6 12. Bf1 a5 13. dxe5 dxe5 14. Dc2 Be6 15. Rc4 Dc7 16. b4!?
Reynir ađ ţenja út svćđi sitt á drottningarvćng.
16.... axb4 17. cxb4 b5!?
Karjakin hefđi betur sleppt ţessu ţó ađ leikurinn sé freistandi ţar sem lúmsk gildra leynist í stöđunni, 18. axb5 Bxf2+! og hrókurinn á a1 stendur valdlaus eftir.
18. Re3! bxa4 19. Hxa4
Tímamismunur 10 mínútur Carlsen í vil.
19.... Bxe3!? 20. Bxe3
Fórnar e-peđinu en öruggara var 20. Hxe3.
20.... Hxa4 21. Dxa4 Rxe4 22. Hc1 Bd5 23. b5
23.... cxb5?!
Sú ákvörđun ađ leysa upp stöđuna og tefla međ hrók og peđi á móti tveim léttum var vafasöm en tíminn var ađ styttast hjá Karjakin.
24. dxe4 Dxc1 25. Dxd5 Dc7 26. Dxb5 Hb8 27. Dd5 Hd8 28. Db3 Hb8 29. Da2 h6 30. Dd5 De7 31. De4 Df6 32. g3 Hc8 33. Bd3 Dc6 34. Df5 He8 35. Be4 De6 36. Dh5 Re7?
37. Dxe5
Magnús var fljótur ađ grípa e-peđiđ en hann gat unniđ međ 37. Rg5! Df6 (37.... hxg5 tapar eftir 38. Dh7+ Kf8 39. Dh8+ Rg8 40. Bc5+ He7 41. Bh7.) 38. Bh7+ Kf8 39. Bd3 Kg8 40. Rxf7! Dxf7 41. Bc4! o. s.frv.
37. .. Dxe5 38. Rxe5 Rg6 39. Bxg6 Hxe5 40. Bd3
Ţessa stöđu međ tvo biskupa ćtti ađ vera hćgt ađ vinna en í framhaldinu lék Magnús af sér f-peđinu og varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli eftir 84 leiki.
En hann var ekki af baki dottinn og tefldi af miklum ţrótti í nćstu skák:
New York 2016; 15. einvígisskák:
Sergei Karjakin Magnús Carlsen
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 0-0 9. Rc3 Ra5 10. Ba2 Be6 11. b4 Rc6 12. Rd5 Rd4 13. Rg5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Re4 f5 16. Rd2 f4 17. c3 Rf5 18. Re4 De8 19. Bb3 Dg6 20. f3 Bh4 21. a4 Rf6 22. De2 a5 23. axb5 axb4 24. Bd2 bxc3 25. Bxc3 Re3 26. Hfc1 Hxa1 27. Hxa1 De8 28. Bc4 Kh8 29. Rxf6 Bxf6 30. Ha3
30.... e4 31. dxe4 Bxc3 32. Hxc3 De5 33. Hc1 Ha8 34. h3 h6 35. Kh2 Dd4 36. De1 Db2 37. Bf1 Ha2 38. Hxc7??
Mistök í miklu tímahraki. Hann gat varist međ 38. Hb1.
38.... Ha1!
og Karjakin gafst upp.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. desember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 4.12.2016 kl. 11:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslit ráđast á afmćlisdegi Magnúsar Carlsen
Jafntefli varđ í tólftu og síđustu einvígisskák Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin í New York í gćr eftir ađeins 24 leikja dauflega viđureign. Lokaniđurstađan er ţví 6:6 og fleiri skákir verđa ekki tefldar međ venjulegum umhugsunartíma sem á tćknimáli útleggst 100 30 á fyrstu 40 leikina, 50 30 á nćstu 20 leiki og síđan 15 30 til ađ ljúka skákinni. Einvígiđ verđur til lykta leitt í skákum međ styttri umhugsunartíma.
Í gćr gerđi Magnús Carlsen enga tilraun til ţess ađ nýta sér ţađ hagrćđi sem felst í ţví ađ vera međ hvítt og virtist sáttur međ ađ útkljá einvígiđ í fjórum at-skákum sem tefldar verđa nćsta miđvikudag hinn 30. nóvember sem er afmćlisdagur hans. Hann verđur ţá 26 ára gamall. Úrslitaskákirnar hefjast kl. 19 ađ íslenskum tíma og tímamörkin eru 25 10 ţ.e. hvor skákmađur fćr 25 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 10 sekúndum sem bćtast viđ tímann eftir hvern leik. Verđi enn jafnt tefla ţeir tvćr hrađskákir međ tímamörkunum 5 3 og ef ekki hafa fengist úrslit ţá tekur viđ bráđabani en sá sem dregur hvítt verđur ađ vinna og hefur betri tíma svo munar mínútu, 5 3 á móti 4 3. Margir hafa kosiđ ađ tefla međ svörtu undir ţeim kringumstćđum.
Ţađ er ţví ljóst ađ úrslitin í heimsmeistaraeinvíginu munu ráđast á miđvikudaginn en skákunnendur geta búiđ sig undir magnađa baráttu ţví styttri tímamörkin bjóđa yfirleitt upp fjörugar skákir og mikla spennu. Magnús sigurstranglegri en hann hefur orđiđ heimsmeistari í atskák árin 2014 og 2015. Í gćr féllu leikir ţannig en skákin stóđ í rúmlega 30 mínútur:
New York 2016; 12. einvígisskák:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6
Berlínar-vörnin hefur veriđ afar vinsćl međ fremstu skákmanna ć síđan Kramnik beitti henni í einvígi sínu viđ Kasparov áriđ 2000.
4. 0-0 Rxe4 5. He1 Rd6 6. Rxe5 Be7 7. Bf1 Rxe5 8. Hxe5 0-0 9. d4 Bf6 10. He1 He8 11. Bf4 Hxe1 12. Dxe1 Re8 13. c3 d5 14. Bd3 g6 15. Ra3 c6 16. Rc2 Rg7 17. Dd2 Bf5 18. Bxf5 Rxf5 19. Re3 Rxe3 20. Dxe3 De7 21. Dxe7 Bxe7 22. He1
Meinlaus leikur sem inniheldur ţó eina gildru, 22.... Kf8 tapar vegna 23. Bh6+! Ke8 24. Bg5 og biskupinn fellur.
22.... Bf8 23. Kf1 f6 24. g4 Kf7
Jafntefli.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. nóvember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Spennan í hámarki úrslitaskák Carlsen og Karjakin verđur tefld í kvöld
Heimsmeistarinn Magnús Carlsen og áskorandi hans, Sergei Karjakin, setjast niđur kl. 19 í kvöld ađ íslenskum tíma og tefla tólftu og síđustu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn, sem stađiđ hefur yfir í New York síđan 11. nóvember sl. Margt bendir til ţess ađ Norđmađurinn muni tefla stíft til sigurs í kvöld en hann er međ hvítt og eftir ađ hann jafnađi metin hefur sjálfstraust hans aukist, eins og sást ţegar ellefta skákin fór fram á laugardaginn en ţar mátti Karjakin gćta sín ţó ađ hann hefđi hvítt en náđi ađ knýja fram jafntefli međ ţráskák. Stađan er ţví jöfn fyrir skákina í kvöld, 5 ˝ : 5 ˝, og spennan í hámarki.
Í sögulegu samhengi, og ef frá er taliđ tímabiliđ 1993 2005 ţegar tveir heimsmeistaratitlar voru í umferđ, ţá er ţetta í fimmta sinn í sögunni sem slík stađa kemur upp fyrir lokaskák heimsmeistaraeinvígis: Botvinnik gegn Bronstein 1951, Botvinnik gegn Smyslov 1954, Kramnik gegn Topalov 2006 og Anand gegn Gelfand 2012.
Ljúki skákinni í kvöld međ jafntefli verđa tefldar fjórar atskákir á miđvikudaginn međ tímamörkunum 25 10. Magnús vann heimsmeistaramótiđ í atskák 2014 og 2015 og er sigurstranglegur á ţeim vettvangi en sé miđađ viđ ţá erfiđleika sem hann hefur átt viđ ađ stríđa í einvíginu er ekkert gefiđ. Verđi áfram jafnt eftir atskákirnar eru á dagskrá tvćr hrađskákir, 5 3 og svo ađ lokum bráđabanaskák.
Sergei Karjakin hefur lengi aliđ međ sér ţann draum ađ verđa heimsmeistari. Hann er yngsti stórmeistari skáksögunnar, náđi tilskildum áföngum ađeins 12 ára gamall. Hann er fćddur áriđ 1990 í Simferopol í Úkraínu á áhrifasvćđi Rússa á Krímskaganum. Fyrir sjö árum fluttist hann til Moskvu og gerđist rússneskur ríkisborgari. Taflmennska hans í einvíginu bendir til ţess ađ hann hafi dregiđ mikinn lćrdóm af öllum heimsmeistaraeinvígjum sem háđ hafa veriđ frá árinu 1951:
New York 2016; 11. einvígisskák:
Sergei Karjakin Magnús Carlsen
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
Spćnski leikurinn hefur komiđ fyrir í sjö af ellefu skákum einvígisins.
3. ... a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 O-O 9. Rc3 Be6
Carlsen lék 9. ... Ra5 í 2. einvígisskákinni. Báđir leikirnir eru góđir.
10. Rd5 Rd4 11. Rxd4 exd4 12. Rxf6 Bxf6 13. Bxe6
Dćmigert fyrir taflmennsku Karjakin. Var ekki ađeins meira púđur í 13. Bd5?
13. ... fxe6 14. f4 c5 15. Dg4 Dd7 16. f5
Eftir mikil uppskipti sem ţóttu benda til ţess ađ Magnús vćri sáttur viđ skiptan hlut virtist stađa Karjakin örlítiđ betri. En ekki er allt sem sýnist.
16. ... Hae8 17. Bd2 c4 18. h3 c3 19. bxc3 d5!
Tveir síđustu leikir Carlsens ţóttu bráđsnjallir ţótt ţeir nái ekki ađ raska jafnvćgi stöđunnar.
20. Bg5 Bxg5 21. Dxg5 dxe4 22. fxe6 Hxf1+ 23. Hxf1 Dxe6 24. cxd4
Nú liggur beinast viđ ađ leika 24. ... exd3 25. cxd3 De3+ 26. Dxe3 Hxe3 27. Hd1 He2 og stađan er jafnteflisleg. En Magnús reynir ađ hrista upp í stöđunni međ ţví ađ veđja á e-peđiđ.
24. ... e3!? 25. He1 h6 26. Dh5 e2 27. Df3 a5 28. c3 Da2
Hótar 29. ... Dd2 en Karjakin finnur bestu varnarleiđina.
29. Dc6! He6 30. Dc8+ Kh7 31. c4 Dd2 32. Dxe6 Dxe1+ 33. Kh2 Df2 34. De4+
- og hér sćttust keppendur á jafntefli, hvítur ţráskákar. Mćlt er međ vefsvćđinu Chess24.com til ađ fylgjast međ skákinni í kvöld.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. nóvember 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 184
- Frá upphafi: 8779122
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar