Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik liđsstjóri gömlu meistaranna

Friđrik Ólafsson er liđsstjóri „Reynslunnar" sem ţessa dagana etur kappi viđ úrvalsliđ kvenna í Marianske Lazne í Tékklandi, smábć sem er rómađur fyrir heilsulindir.

Friđrik Ólafsson er liđsstjóri „Reynslunnar" sem ţessa dagana etur kappi viđ úrvalsliđ kvenna í Marianske Lazne í Tékklandi, smábć sem er rómađur fyrir heilsulindir. Friđrik er ađ ţessu sinni í hlutverki liđsstjóra en Viktor Kortsnoj, Vlastimil Hort, Robert Hubner og Jan Timman heyja keppni á fjórum borđum gegn indversku skákdrottningunni Humpy Koneru, Katerinu Lahno frá Úkraínu og tékknesku skákkonunni Jönu Jackovu og Önnu Muzychuku frá Slóvakíu. Heiđursgestur er fyrrverandi heimsmeistari, Boris Spasskí.

Hinir nafntoguđu jaxlar af gamla skólanum eiga viđ ramman reip ađ draga; eftir fimm umferđir af átta höfđu konurnar náđ öruggri forystu: 11˝ : 8˝.

Margvísleg vopnaviđskipti hafa átt sér stađ millum sexmenninganna um áratuga skeiđ. Sumir hafa háđ fleiri en eitt einvígi sín í milli. Ţar ber hćst tvö mögnuđ einvígi sem Spasskí og Kortsnoj háđu međ tíu ára millibili en sigurvegarinn vann sér ţá inn rétt til skora á heimsmeistarann. Spasskí vann í Kćnugarđi áriđ 1968 6˝ : 3˝ en í Belgrad í ársbyrjun 1978 snerist dćmiđ viđ og Kortsnoj vann 10˝ : 7˝.

16 ára Filippseyingur sló út Ivantsjúk og Kamsky

Fyrir daga Anand og kínversku skákbyltingarinnar voru Filippseyingar herraţjóđin á skáksviđinu í Asíu. Eftir mikinn uppgang á áttunda áratug síđustu aldar var eins og einhver stöđnun tćki viđ og lítil endurnýjun átti sér ţar til nú ađ 16 ára Filippseyingur Wesley So kveđur sér hljóđs á heimsbikarmóti FIDE sem stendur yfir í Khanty Mansiysk í Siberíu. Slćr úr keppni tvo af sigurstranglegustu keppendunum, ţá Vasilí Ivantsjúk og Gata Kamsky. Ekki vakti minni athygli hvernig nýjar reglur FIDE um mćtingu urđu Kínverjunum Wang Yue og Li Chao ađ fótakefli í 3. umferđ; rétt fyrir umferđ virđist Wang Yue hafa „slakađ jurt" til landa síns Li Chao en ţar sem ţeir stóđu í hvíldarherberginu og svćldu hvor sína rettuna var skáklukkan sett í gang. Engin viđvera ţýđir tap: ţeir féllu báđir úr keppni.

Yfir 130 skákmenn hófu keppni á heimsbikarmótinu sem fram fer međ útsláttarfyrirkomulagi. Gaman var ađ sjá Judit Polgar mćtta til leiks. Hún sigrađi Rúmenann í Nisipeanu í 2. umferđ 4˝ : 3˝. Svo mćtti hún Boris Gelfand. Fyrri kappskákinni af tveimur tapađi hún svo ekkert nema sigur dugđi.

Baráttukraftur hennar í ţessari mikilvćgu skák er athyglisverđur. Kraftmiklir leikir eru 19. g4 og 21. Rf5 en 21. Hxf7 virđist sterkara međ hugmyndinni 21. ... Rxd2 22. Rf5! Gelfand er međ dágóđ fćri en flćkjurnar eiga illa viđ hann og ţegar hann opnar allt upp á gátt međ 27. f5 lifna biskuparnir viđ, 32. Hg6 er skemmtilegur lokahnykkur.

Heimsbikarmót FIDE:

Judit Polgar - Boris Gelfand

Vínartafl

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 c6 4. De2 Be7 5. Rf3 0-0 6. Bb3 d6 7. 0-0 Rbd7 8. c3 a5 9. a4 b5 10. Bc2 Ba6 11. axb5 cxb5 12. Rbd2 Dc7 13. d4 a4 14. Bd3 Hfb8 15. Rh4 g6 16. f4 exf4 17. Rdf3 Rh5 18. Bd2 Rb6 19. g4 fxg3 20. Rg5 Rc4 21. Rf5 Bxg5 22. Bxg5 f6 23. Bh4 gxh2+ 24. Dxh2 Hf8 25. Be2 gxf5 26. Bxh5 fxe4 27. Df4 f5? 28. Kh1! Kh8 29. Hg1 Hf7 30. Bxf7 Dxf7 31. Dh6 Hf8

2009-12-05.jpg

32. Hg6 - og svartur gafst upp.

Eftir ţetta var gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma og ţar varđ Ísraelsmađurinn hlutskarpari. Lokatölur urđu 3˝ : 1˝ .

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákţáttur Morgunblađsins: Carlsen heimsmeistari í hrađskák og stigahćstur

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku.

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku. Í fyrsta lagi komst hann upp fyrir Búlgarann Topalov í efsta sćtiđ á stigalista FIDE og í öđru lagi sigrađi hann međ glćsibrag á heimsmeistaramótinu í hrađskák sem á eftir fylgdi.

Ţegar ađeins tvćr umferđir af ađalmótinu voru eftir hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum en á lokasprettinum reif hann sig upp og lagđi Ponomariov og síđan Peter Leko. Samkvćmt óbirtum stigalista FIDE munar ţó ekki miklu á efstu mönnum: 1. Magnús Carlsen 2.805,7 2. Venselin Topalov 2.805,1

Hvađ varđar efsta sćtiđ á minningarmótinu kom endasprettur Magnúsar of seint; Vladimir Kramnik, sem eins og Magnús átti viđ veikindi ađ stríđa á međan á mótinu stóđ, hafđi ţá unniđ ţrjár skákir og stóđ ađ lokum einn uppi sem sigurvegari. Í mótslok lét hann ţess getiđ ađ hann vćri stađráđinn í ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn.

Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Vladimir Kramnik 6 v. 2.-3. Magnús Carlsen og Vasilí Ivantstjúk 5˝ v. 4.-5. Levon Aronjan og Wisvanthan Anand 5 v. 6. Boris Gelfand 4˝ v. 7. Ruslan Ponomariov 4 v. 8. Peter Svidler 3˝ v. 9.-10. Peter Leko og Alexander Morozevich 3 v.

Sigurskák Magnúsar viđ Ponomariov fylgir hér á eftir. Í ensku árásinni kemur nýr „snúningur" í 11. leik, De1 og eins og svo oft áđur snýst tafliđ um ţađ hvort svartur nái ađ koma skipulagi á liđsafla sinn. Oft ţarf ekki nema einn ónákvćman leik og 16. ...Dc5 virđist ekki svara kröfum stöđunnar. Magnús gerir sig reiđubúinn til ađ fórna á e6 međ 17. Db3! og fyrsta sprengjan fellur í 19. leik. Ţađ er svo 29. leikur hvíts sem endanlega gerir út um tafliđ. Gott dćmi um alhliđa stíl Norđmannsins sem nýtur sín ekki síđur í rólegri stöđubaráttu:

Magnús Carlsen - Ruslan Ponomariov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. Dd2 Rbd7 9. g4 h6 10. 0-0-0 Re5 11. De1 Dc7 12. h4 b4 13. Rce2 Rc4 14. Rf4 Rxe3 15. Dxe3 Db6 16. Bc4 Dc5 17. Db3 d5 18. exd5 Bd6 19. Rfxe6 fxe6 20. dxe6 Be7 21. Dd3 0-0 22. Bb3 Hd8 23. g5 Rh7 24. gxh6 Dh5 25. De4 Dxh6+ 26. Kb1 Ha7 27. Rf5 Hxd1+ 28. Hxd1 Df6

09-11-15_937932.jpg

29. Hd7 Bxd7 30. exd7+ Kf8 31. Dd5

- og svartur gafst upp.

Heimsmeistaramótiđ í hrađskák sem fram fór strax á eftir dró til sín 22 skákmenn sem tefldu tvöfalda umferđ. Mótiđ stóđ í tvo daga. Framan af var Anand í fararbroddi en Magnús seig fram úr á lokasprettinum og vann glćsilegan sigur hlaut 31 vinning af 42 mögulegum sem er nálega 75% vinningshlutfall. Hann var međ 10 vinninga af 10 mögulegum á ţá fimm skákmenn sem komu nćstir á töflunni:

1. Magnús Carlsen 31 v. (af 42) 2. Anand 28 v. 3. Karjakin 25 v. 4. Kramnik 24˝ v. 5. Grichukm 24 v. 6.-7. Svidler og Ponomariov 23˝ v.

Tímafyrirkomulagiđ var 3 2 eđa ţrjár mínútur á alla skákina og síđan tvćr sekúndur til viđbótar á hvern leik. Ţetta er sennilega of stíft ţví alltof mörgum skákum lauk međ ţví ađ annar féll allt í einu á tíma í óljósri stöđu. Greinarhöfundur renndi yfir flestar skákir sigurvegarans en hćgt var ađ fylgjast međ mótinu í beinni útsendingu á ýmsum vefsíđum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ handbragđiđ hafi veriđ gott. En hjá honum og öđrum sem ţátt tóku vantar dálítiđ upp á ţá töfra sem einkenndu Tal. Ađ lokum:

Í síđasta pistli var sú ágćta kona Guđrún sögđ Jónsdóttir en er Sigurjónsdóttir og er beđist velvirđingar á ţví.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákţáttur Morgunblađsins: Landsbyggđarkrakkar á heimsmeistaramóti

Íslendingar eiga fjóra keppendur á heimsmeistaramóti barna og unglinga sem nú stendur yfir í Kemer í Tyrklandi.

Íslendingar eiga fjóra keppendur á heimsmeistaramóti barna og unglinga sem nú stendur yfir í Kemer í Tyrklandi. Bjarni Jens Kristinsson teflir í flokki pilta 18 ára og yngri, Tinna Kristín Finnbogadóttir í sama aldursflokki stúlkna, Mikael Jóhann Karlsson teflir í flokki pilta 14 ára og yngri og Kristófer Gautason í flokki pilta 12 ára og yngri. Í ţessu sama móti fyrir tveim árum voru íslensku ţátttakendurnir níu talsins en keppnisflokkarnir eru 12 talsins og yngstu ţátttakendur sjö eđa átta ára gamlir.

Fćkkun íslensku keppendanna nú er auđvitađ samdráttareinkenni og ţar viđ bćtist ađ mótiđ er býsna nálćgt próftíma framhaldsskólanna. Samsetning íslenska hópsins er ţó athyglisverđ ţví fulltrúar okkar koma úr hverjum landsfjórđungi. Eyjamađurinn Kristófer Gautason má ţannig heita fulltrúi Sunnlendinga en fađir hans, Karl Gauti Hjaltason sýslumađur, er formađur Taflfélags Vestmannaeyja og er syninum til halds og trausts á vettvangi í Tyrklandi. Frá Vesturlandi eđa öllu heldur Hítardal á Mýrum kemur Tinna Kristín Finnbogadóttir. Mikael Jóhann Karlsson er réttur og sléttur Norđlendingur og býr á Akureyri og fulltrúi Austurlands er Bjarni Jens Kristinsson frá Fjósakambi í Hallormsstađ. Fararstjóri og ţjálfari hópsins er greinarhöfundur.

Samanburđur viđ Norđurlönd, sem stundum er gripiđ til, er íslenskum ungmennum hagstćđur á skáksviđinu en ţar sem Tyrkland liggur nálćgt ýmsum stórveldum skákarinnar ţyngist róđurinn. Hér í eina tíđ ţótti ţađ nćr örugg ávísun á miklar framfarir ađ teflan austan járntjalds en ţótt skákin hafi misst stöđu sína ađ einhverju leyti ţar er skákhefđin engu ađ síđur afar sterk. Fyrir hina fjölmörgu keppendur frá Rússlandi, Armeníu, Georgíu, Aserbaídsjan og ýmis önnur ríki Austur-Evrópu má ferđast skjótt á keppnisstađ. Utar liggja hin nýju stórveldi skákarinnar Indland og Kína. Ţessi lönd senda fjölmarga ţátttakendur til leiks og ţví er ţetta heimsmeistaramót ungmenna „djúpa laugin" í skákinni.

Sem stendur hefur Tinna Kristín náđ bestum árangri međ 3 vinninga af sex mögulegum en hinir koma í humátt á eftir.

Tinna hóf ađ tefla fyrir alvöru ţegar Guđrún Jónsdóttir frá Glitstöđum í Norđurárdal tók fyrir nokkrum árum ađ stefna börnum og unglingum úr sveitinni í kring á skákćfingar í Borgarnesi. Hún varđ í 2.-3. sćti ásamt Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur á Íslandsmóti kvenna á dögunum og hlýtur ađ knýja dyra hjá Ólympíuliđi kvenna á nćsta ári. Í 3. umferđ vann hún sannfćrandi sigur í skák sem hér fer á eftir. Útţensla peđanna á drottningarvćng var fyrirfram ráđgerđ en svartur má gćta ţess ađ riddari taki sér bólfestu á c5. Ţegar svartur bjóst til gagnatlögu á drottningarvćng uggđi hann ekki ađ sér ţví biskupinn sem réđst inn til atlögu á d7 tćtti sundur peđakeđjuna međ hinum óvćnta 23. leik:

Kemer 2009; HM ungmenna 18 ára og yngri

Tinna Kristín Finnbogadóttir - Amira Hamza (Alsír)

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 cxd4 7. cxd4 f6 8. b4 Dc7 9. Bf4 Rge7 12. Bg3 f5 11. Rbd2 Rg6 12. h4 h5 13. Hc1 Db6 14. Rb3 Be7 15. Bd3 Rd8 16. O-O Ba4 17. Bc2 Bxb3 18. Bxb3 Rf7 19. Ba4+ Kf8 20. Dd3 a5 21. bxa5 Dxa5 22. Bd7 Rd8

sto_umynd_22-11-09.jpg

23. Bxe6 Bxa3 24. Hb1 b5 25. Dxf5+ Ke7 26. Bxd5

- og svartur gafst upp.

Í Tyrklandi eru tefldar ellefu umferđir og lýkur mótinu nú um helgina.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákţáttur Morgunblađsins: Anand og Kramnik í forystu á minningarmótinu um Tal

Ţađ voru góđ tíđindi er Indverjinn Anand varđi heimsmeistaratitil sinn í einvígi viđ Vladimir Kramnik í Ţýskalandi fyrir ári síđan. Hann er verđugur heimsmeistari.

Ţađ voru góđ tíđindi er Indverjinn Anand varđi heimsmeistaratitil sinn í einvígi viđ Vladimir Kramnik í Ţýskalandi fyrir ári síđan. Hann er verđugur heimsmeistari. Innan skamms mun hann kljást viđ stigahćsta virka skákmanns heims, Venselin Topalov og mun einvígiđ fara fram í Sofia í Búlgaríu. Ćskilegra hefđi veriđ ađ finna „hlutlausan" vettvang fyrir ţessa miklu keppni en Búlgarar buđu best og Topalov verđur áreiđanlega dyggilega studdur af heimamönnum.

Anand er í sviđsljósinu ţessa dagana á minningarmótinu um Tal í Moskvu. Ţegar ţetta er ritađ er hann í efsta sćti ásamt Kramnik en báđir hafa ţeir hlotiđ 3 ˝ vinning úr fimm skákum. Aronjan er í 3. sćti en 80% jafnteflishlutfall heldur keppendum i einum hnapp, Magnús Carlsen hefur gert jafntefli í öllum skákum sínum illa haldinn af „háls-smugu", en ţađ sjúkdómsheiti er komiđ frá afmćlisbarni dagsins, Jóni L. Árnasyni.

Í sögulegu samhengi er ţátttaka Anand athyglisverđ; ţetta er í fyrsta sinn síđan 1925 ađ „erlendur" heimsmeistari teflir á ofurmóti í Moskvu. Ţá sótti Jose Raoul Capablanca borgina heim viđ gríđarlega athygli en frćgasta viđureign hans úr ţeirri ferđ var ţó skák utan móts - er hann tapađi í fjöltefli fyrir 14 ára pilti, Mikhael Botvinnik.

Til ađ skyggnast bak viđ sigur Anands yfir hinum frćđilega sterka Ungverja Peter Leko í 5. umferđ er nauđsynlegt ađ hafa undir höndum ađra skák milli Frakkans Bacrot og Armenans Aronjan, sem nýlega var tefld á Evrópumóti landsliđa í Novi Sad. Sennilega hefur Anand látiđ nokkur forrit „malla" yfir stöđum sem ţar komu upp a.m.k. er erfitt ađ finna á tapleik Leko, flestir leikir hans eru t.d. fyrsta val „Rybku", ţess öfluga tölvuforrits. Kannski var 30. ... Hc7 björgunarleikurinn en ţađ er býsna langsótt.

Eitt atriđi um byrjunina: 13. leikur hvíts byggist á hugmyndinni 13. ... Rxe5 14. Dxd4! Rf3+ 15. gxf3 Bxd4 16. Hfe1+ og vinnur. Leko brá á ţađ ráđ ađ gefa mann og satt ađ segja virtist hafa góđar bćtur eđa ţar til Anand skilađi feng sínum til baka međ 22. Rxd4. Leko gat reynt 23. ... Hf6 en hvítur heldur frumkvćđinu. Ţessi skák er enn eitt dćmiđ um ţađ hversu mikilvćgar tölvurnar eru viđ undirbúning:

Minningarmótiđ um Tal; 5. umferđ:

Wisvanathan Anand - Peter Leko

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5 9. Be2 Bb7 10. O-O Rbd7 11. Re5 Bg7 12. Rxd7 Rxd7 13. Bd6 a6 14. a4 e5 15. Bg4 exd4 16. e5 c5 17. He1 Rxe5 18. Bxe5 O-O 19. Bxg7 Kxg7 20. Re2 f5 21. Bh5 f4

09-11-15.jpg

22. Rxd4 cxd4 23. He6 Bc8 24. Hg6 Kh7 25. axb5 Hf6 26. Hxf6 Dxf6 27. Dc2 Bf5 28. Dxc4 Hc8 29. Dd5 axb5 30. h3 Kh8 31. Dxb5 Hf8 32. Ha6 Dg7 33. Hd6 d3 34. Db6 De5 35. Bg6 d2 36. Bxf5 Dxf5 37. Dd4 Kh7 38. Dxd2 Hf7 39. f3 h5 40. Hd5 Dg6 41. Da5 Hg7 42. h4 Db1 43. Kh2 Dxb2 44. Hxg5 Hxg5 45. Dxg5

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákţáttur Morgunblađsins: Vinsćlasti meistarinn

Ţegar Mikhael Botvinnik tók til viđ ađ tefla aftur skák sem fariđ hafđi í biđ í afar erfiđri stöđu í einu af heimsmeistaraeinvígjunum sem hann háđi á sjötta áratug síđustu aldar tóku glöggir menn eftir ţví ađ hinn úr hófi fram vanafasti heimsmeistari...

Ţegar Mikhael Botvinnik tók til viđ ađ tefla aftur skák sem fariđ hafđi í biđ í afar erfiđri stöđu í einu af heimsmeistaraeinvígjunum sem hann háđi á sjötta áratug síđustu aldar tóku glöggir menn eftir ţví ađ hinn úr hófi fram vanafasti heimsmeistari var ekki međ kaffibrúsann međ sér. Slíkt var algjör nýlunda. Fáir vissu ađ ţetta var gildra. Međ ţví ađ skilja kaffibrúsann eftir vildi Botvinnik gefa ţau skilabođ til mótstöđumanns síns Vasilís Smyslovs ađ stađan vćri svo gjörsamlega vonlaus ađ ekki tćki ţví ađ taka kaffibrúsann međ. Botvinnik vonađist til ţess ađ Smyslov myndi fyllast falskri öryggiskennd en hann hafđi eftir margra klukkutíma rannsóknir á biđstöđunni fengiđ hugmynd ađ hreint ćvintýralegri björgunarleiđ.

1987: Skammt var liđiđ á 17. einvígisskák Karpovs og Kasparovs og sá fyrrnefndi var á leiđ út af sviđinu í Lope de Vega-leikhúsinu í Sevilla inn í hvíldarherbergi sitt. Kasparov flýtti sér ađ leika; hann grunađi Karpov, sem átti erfitt međ ađ muna langar leikjarađir, um ađ geyma minnismiđa í axlapúđum jakkans sem hann íklćddist. En Karpov fór samt inn í hvíldarherbergiđ.

Tortryggni og leynimakk og ýmis óhrein međul voru alla tíđ fylgifiskar sovéska skákskólans. En ţegar Mikhael Tal kom fram á sjónarsviđiđ varđ einhvern veginn léttara yfir mönnum. Sennilega hefur enginn skákmađur notiđ viđlíkra vinsćlda og Tal. Leikgleđi hans og hugdirfska bylti skákheiminum á sínum tíma; Tal kvađst aldrei hafa veriđ gefinn fyrir flókna útreikninga viđ skákborđiđ heldur fylgdi hann innsći og tilfinningu fyrir gildi frumkvćđis. Tal kom hingađ til lands viđ ýmis tćkifćri og var ávallt aufúsugestur. Hann féll frá 55 ára gamall áriđ 1992.

Sterkasta mót ársins, sem hófst í Moskvu sl. fimmtudag, er helgađ minningu töframannsins frá Riga eins og Tal var jafnan kallađur. Ţar eru samankomnir tíu af tólf stigahćstu skákmönnum heims, heimsmeistarinn Anand er međal ţátttakenda en stigahćsti keppandinn er Magnús Carlsen sem á dögunum rauf 2.800 stiga múrinn.

Töfluröđin er ţessi: 1. Magnús Carlsen. 2. Alexander Morosevich. 3. Boris Gelfand. 4. Levon Aronjan. 5. Vasilí Ivantsjúk. 6. Wisvanathan Anand. 7. Peter Svidler 8. Ruslan Ponomariov. 9. Peter Leko. 10. Vladimir Kramnik.

Í ţessu ţétt skipađa móti verđur skemmtilegt ađ fylgjast međ hinum unga Magnúsi Carlssyni sem nýtur liđsinnis Kasparovs. Í fyrstu umferđ lauk öllum skákunum međ jafntefli en sú bitastćđasta var viđureign Magnúsar viđ Kramnik sem átti vinningsmöguleika undir lokin eftir miklar sviptingar í byrjun og miđtafli:

Magnús Carlsen - Vladimir Kramnik

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 d5 7. cxd5 Re4 8. Dc2 exd5 9. Bf4 Rc6 10. e3 He8 11. Rf3 g5 12. Bg3 g4 13. Re5 Rxe5 14. Bxe5 c5 15. Bd3 Bf5 16. De2 f6 17. Bxe4 Bxe4 18. Bg3 Da5+ 19. Dd2 Dxd2+ 20. Kxd2 c4 21. f3 gxf3 22. gxf3 Bg6 23. h4 Bh5 24. Ke2 He6 25. Be1 Kf7 26. Kf2 Hae8 27. Bd2 Hb6 28. Bc3 Hb3 29. a4 b6 30. Hhe1 Bg6 31. e4 dxe4

sto_umynd_07-11-09.jpg(Sjá Stöđumynd)

32. d5 a6 33. fxe4 Bxe4 34. d6 f5 35. Hg1 Ke6 36. Hg7 Kxd6 37. Hxh7 Bd3 38. Kf3 He4 39. h5 Hh4 40. Hg1 Be4+ 41. Ke3 Hh3+ 42. Kf4 Hf3+ 43. Kg5 b5 44. axb5 axb5 45. Kf6 Hbxc3 46. bxc3 Hxc3 47. Hg8 Hh3 48. Hc8 c3 49. Hhc7 c2 50. Kg5 Hh2 51. Hc3 Ke6 52. He8+ Kf7 53. Hb8 Hg2+ 54. Kf4 Ke6 55. He8+ Kd7 56. Hb8 Ke6 57. He8+ Kf6 58. Hf8 Ke6

- Jafntefli.

Ađ loknu minningarmótinu fer fram heimsmeistarakeppni í hrađskák.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Krókur á móti bragđi

Margar frćgustu viđureignir skáksögunnar tengjast seinkađri komu keppenda ađ skákborđinu. Alţjóđaskáksambandiđ hefur girt fyrir slíkt háttalag. Nú eiga allir ađ sitja viđ borđiđ ţegar umferđ hefst.

Margar frćgustu viđureignir skáksögunnar tengjast seinkađri komu keppenda ađ skákborđinu. Alţjóđaskáksambandiđ hefur girt fyrir slíkt háttalag. Nú eiga allir ađ sitja viđ borđiđ ţegar umferđ hefst. Sértu of seinn, ţá tapar ţú góurinn, er hin nýja dagskipun FIDE og hefur tekiđ gildi á Evrópumóti landsliđa í Novi Sad. Andstćđingur Dags Arngrímssonar úr 1. umferđ, Tékkinn Viktor Laznicka, var fimm sekúndum of seinn ţegar hann mćtti til leiks í nćstu umferđ og var ţegar í stađ dćmt tap. Annar möguleiki til ađ tapa án baráttu birtist í viđureign Búlgara og Englendinga í 3. umferđ. Ţegar allir Búlgararnir voru sestir eins og reglur gera ráđ fyrir hringdi farsími 3. borđs mannsins Delchev. Fremur vandrćđaleg uppákoma og félagar hans í liđinu, Toplaov og Cheparinov, vissu greinilega ekki hvort ţeir áttu ađ hlćja eđa gráta, ef marka má myndband af vefsíđu mótsins. En Cheparinov var áreiđanlega ekki skemmt ţegar hann mćtti áđurnefndum Viktor Laznicka í 6. umferđ:


Cheparinov - Laznicka

Sikileyjarvörn

1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Dc7 8. Bf4 f5 9. g4 Rh6 10. gxf5 Rxf5 11. Df3 Bb4 12. Bd3 O-O 13. Hg1 Bb7 14. O-O-O Bxc3 15. bxc3 c5 16. Dg4 Hf7 17. Bxf5 exf5 18. Dh5 Dc6 19. Hd3 Da4 20. Dh6 Dc6 21. Hd6 De4 22. e6 dxe6 23. Hxe6 Dc4 24. Be5

sto_umynd_31-10-09.jpg

( Hvítur hefur uppi hótanir gagnvart g7. En svartur sá sér leik á borđi. )

24. ... Bg2!

25. Hxg2 er nú svarađ međ 25. ... Df1+ og 26. ... Dxg2

25. Bxg7 Hxg7 26. He7! Dxc3

( Og nú er ekkert meira en jafntefli ađ hafa međ 27. Hxg7 Dxg7 28. Dxg7 og 29. Hxg2+ o.s.frv. Cheparinov gáir ekki ađ sér.)

27. Hxg2?? Da1+! 28. Kd2 Hd8+

og hvítur gafst upp.

Íslenska liđiđ liggur ţegar ţetta er ritađ í 33. sćti međ 11˝ vinning og 4 stig sem er heldur lakari frammistađa en vonir stóđu til en ţeir geta lagađ stöđu sína í lokaumferđunum. Ekki er uppörvandi fyrir ţessa pilta ađ sitja undir stöđugum árásum frá ađila, nýsloppnum úr eins árs straffi, sem á vinsćlu umrćđuhorni Skákarinnar hefur veriđ ađ „ţeysa spýju" yfir börn og unglinga í u.ţ.b. tíu ár. Fátt virđist geta sefađ huga ţessa einstaklings nema ţá helst er illa gengur og minnir hann ţannig sífellt á púkann á fjósbitanum úr Ţjóđsögum Jóns Árnasonar.

Úrslitaskák í fyrstu umferđ

Margt bendir til ţess ađ viđureign Lenku Ptacnikovu og Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur í 1. umferđ Íslandsmóts kvenna sem nú stendur og lýkur á sunnudag reynist úrslitaskák mótsins. Hallgerđur sem á titil ađ verja mátti játa sig sigrađa eftir langa og stranga viđureign en missti niđur gjörunniđ tafl í tímahraki. Keppendur í efsta flokki eru sex talsins og er Lenka sú eina sem hefur unniđ báđar skákir sínar en ţćr Hallgerđur, Harpa Ingólfsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir hafa allar einn vinning.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákţáttur Morgunblađsins birtist á Skák.is

Helgi_Ol.jpgHelgi Ólafsson farinn á ný ađ skrifa vikulega skákpistla fyrir Morgunblađiđ.  Skákţćttir Helga munu birtast í Sunnudagsmogganum en sá fyrsti birtist um helgina eftir alllangt hlé. 

Framvegis verđa skákţćttir Helga endurbirtir á Skák.is og verđa birtir á sunnudagskvöldum eđa mánudagsmorgnum framvegis.  Fyrsti ţátturinn er hér:

Íslendingar töpuđu 1 ˝ : 2 ˝ fyrir Tékkum á Evrópumóti landsliđa sem hófst á fimmtudaginn í Novi Sad í Serbíu. Íslenska liđiđ sem er skipađ ţeim Jóni Viktor Gunnarssyni, Degi Arngrímssyni, Birni Ţorfinnssyni og Braga Ţorfinnssyni er nr.

Íslendingar töpuđu 1 ˝ : 2 ˝ fyrir Tékkum á Evrópumóti landsliđa sem hófst á fimmtudaginn í Novi Sad í Serbíu. Íslenska liđiđ sem er skipađ ţeim Jóni Viktor Gunnarssyni, Degi Arngrímssyni, Birni Ţorfinnssyni og Braga Ţorfinnssyni er nr. 32 í styrkleikaröđinni af 38 ţátttökuţjóđum.

Ţađ bar helst til tíđinda ađ Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Viktor Laznicka, og Bragi Ţorfinnsson gerđi jafntefli viđ Robert Cvek. Jón Viktor tapađi hinsvegar fyrir David Navara og Björn fyrir Vlastimil Babula. Tékkneska liđiđ er ţrettánda í styrkleikaröđinni.

Margir af sterkustu skákmönnum heims taka ţátt í Evrópumótinu t.a.m. Venselin Topalov sem er stigahćsti skákmađur heims. Á dögunum var gengiđ frá ţví ađ einvígi hans viđ Wisvanathan Anand um heimsmeistaratitilinn fari fram í Sofía í Búlgaríu í apríl nk. Nýr forsćtisráđherra Búlgaríu, Boyko Borisov, hefur persónulega ábyrgst verđlaunafé sem nemur 2 milljónum evra.

Íslenska liđiđ er ágćtlega frambćrilegt og fylgja ţví góđar óskir. Ţađ vekur ţó athygli ađ sigurvegararnir frá síđasta Reykjavíkurmóti ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson eru ekki í liđinu ađ ţessu sinni. Vegna kostnađar virđist Skáksambandiđ hafa gefiđ mótiđ frá sér en styrkir ţó íslensku ţátttakendurna ađ einhverju leyti. Ţessi afstađa vekur ýmsar spurningar. Fyrir liggur ađ mótiđ er ein öflugasta flokkakeppni sem um getur og ćtti ađ vera á verkefnaskrá SÍ.

Önnur „ekki-ţátttaka“ vekur mikla athygli. Magnús Carlsen, nýkominn frá miklum sigri í Kína, hćtti viđ ađ tefla međ Norđmönnum en hann mun taka ţátt í minningarmóti um Mikhail Tal sem hefst í Moskvu í byrjun nóvember. Almennt er álitiđ ađ nýr ţjálfari Magnúsar sjálfur Garrí Kasparov hafi ráđlagt Magnúsi ađ hvíla sig fyrir ţátttöku í Moskvu.

Sigur Dags fylgir hér á eftir. Í flókinni og skemmtilegri baráttuskák missir hvítur tök á stöđunni og Degi tekst međ nokkrum hnitmiđuđum leikjum ađ knýja fram sigur. Ţegar hvítur féll á tíma eftir 38 leiki var stađa hans sennilega töpuđ.

EM - Novi Sad 2009; 1. umferđ: Viktor Laznicka – Dagur Arngrímsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Db6 9. Rxg6 hxg6 10. Bd2 Rbd7 11. Bd3 Be7 12. O-O g5 13. g3 Hd8 14. Hf2 Dxb3 15. axb3 a6 16. g4 O-O 17. Bf1 e5 18. h3 exd4 19. exd4 c5 20. He2 Bd6 21. Rxd5 Rxd5 22. cxd5 cxd4 23. Bxg5 f6 24. Bd2 Rc5 25. Ha3 Rd3 26. Ha2 Be5 27. b4 Bd6 28. b5 axb5 29. He4 Re5 30. Kg2 Hc8 31. b3 Ha8 32. Hxa8 Hxa8 33. Bxb5 Ha2 34. He2 d3 35. Hf2 Bc5 36. Be3 Ha5 37. Bxc5 Hxb5 38. b4 b6

sto_umynd_24-10-09.jpg

- og hvítur féll á tíma.

Hjörvar vann átta skákir í röđ

Hjörvar Steinn Grétarsson vann glćsilegan sigur í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í síđustu viku. Hjörvar hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum í A-riđli og gerđi sér lítiđ fyrir og vann átta fyrstu skákir sínar en tapađi í lokaumferđinni fyrir Sigurbirni Björnssyni. Hjörvar hćkkar um tćp 40 stig fyrir frammistöđuna sem er reiknuđ uppá 2587 elo-stig. Lenka Ptacnikova varđ í 2. sćti međ 6 ˝ vinning en Ingvar Ţ. Jóhannesson ţriđji međ 6 vinninga. Sigurđur Dađi Sigfússon varđ efstur TR-inga í 4. – 5. sćti međ 5 ˝ vinning og hlýtur ţví nafnbótina Skákmeistari TR 2009. Í B-riđli sigrađi Patrekur Maron Magnússon en Helgi Brynjarsson og Frímann Benediktsson komu nćstir. Friđrik Ţjálfi Stefánsson vann C-riđilinn og Örn Leó Jóhannesson D-riđilinn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 8780690

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband