Fćrsluflokkur: Unglingaskák
18.2.2008 | 08:27
Barnaskákmót í Ráđhúsinu
Tefldar verđa 5 umferđir og eru mörg verđlaun í bođi, m.a. frá Henson, Forlaginu, Glitni, Bónus o.fl. Sigurvegarinn fćr verđlaunabikar frá Árna Höskuldssyni gullsmiđ og verđlaunapeningar eru fyrir efstu sćtin.
Allir eru velkomnir. Skráning í addivalg@yahoo.com og í Ráđhúsinu frá klukkan 13 á sunnudag.
16.2.2008 | 18:50
Guđmundur norđurlandameistari!
Guđmundur Kjartansson varđ rétt í ţessu norđurlandameistari í skólaskák. Hann varđ í 1.-2. sćti í a-flokki en vann Fćreyinginn Helga Dam Ziska á hálfu stigi eftir stigaútreikning. Sverrir Ţorgeirsson og Dagur Andri Friđgeirsson enduđu í 2. sćti og Dađi Ómarsson í ţriđja sćti. Patrekur Maron Magnússon, sem vann fjórar skákir í röđ, og Friđrik Ţjálfi Stefánsson urđu í skiptu ţriđja sćti en enduđu í fjórđa sćti eftir stigaútreikning.
Páll Sigurđsson og Davíđ Ólafsson voru liđsstjórar íslenska liđsins.
Pistill Davíđs:
Úrslit hjá íslensku keppendunum urđu eftirfarandi:
Guđmundur Kjartansson (2307) - Anders G. Hagen, Noregur (2049) 1-0
Atli Freyr Kristjánsson (2019) - Rasmus Lund Petersen, Danmörk (1800) 1-0
Dađi Ómarsson (1999) - Sverrir Ţorgeirsson (2120) 0,5-0,5
Erik Vaarala, Svíţjóđ (1720) - Patrekur Maron Magnússon (1785) 0-1
Svanberg Már Pálsson (1820) - Jonathan Westerberg, Svíţjóđ (1791) 0-1
Dagur Andri Friđgeirsson (1799) - Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) 0,5-0,5
Kristófer Gautason (1245) - Johan Salomon, Noregur (735) 1-0
Valdemar Stenhammar, Svíţjóđ (1021) - Dagur Ragnarsson (0) 0-1
Í A-flokki sigrađi Guđmundur eftir mikla baráttu. Hann var síđastur ađ klára og voru spenntir Íslendingar og Fćreyingar í kringum borđiđ. Hann vann ađ lokum og hafđi betur í stigaútreikningi um 1. sćtiđ gegn alţjóđlega meistaranum Helga Dam Ziska frá Fćreyjum. Guđmundur Kjartansson er ţví Norđurlandameistari í A-flokki 2008! Atli Freyr vann öruggan sigur á andstćđingi sínum og endađi í 6.-9. sćti. Í B-flokki gerđur Dađi og Sverrir jafntefli eftir nokkra baráttu. Góđur árangur hjá ţeim félögum sem enduđu í 2. og 3. sćti í flokknum. Í C-flokki sigrađi Patrekur andstćđing sinn í góđri skák en Svanberg tapađi fyrir ţeim sem lenti í öđru sćti í flokknum. Patrekur mjög nálćgt ţví ađ ná verđlaunum en endađi í 4. sćti eftir stigaútreikning. Svanberg endađi í 10. sćti. Í D-flokki gerđu Dagur Andri og Friđrik Ţjálfi innbyrđis jafntefli eftir litla baráttu. Ţeir hefđu gjarnan mátt tefla ađeins lengur ţví allar skákir í svona mótum eru góđ ćfing. Dagur Andri endađi í 2. sćti í ţessum flokki en Friđrik Ţjálfi var óheppinn ađ ná ekki verđlaunum og endađi í 4. sćti. Í E-flokki tapađi Kristófer eftir ađ hafa leikiđ illa af sér manni á međan Dagur sigrađi örugglega andstćđing sinn. Dagur endađi í 4. sćti og Kristófer endađi í 5.-7. sćti.
Í heildina má segja ađ árangurinn á mótinu hafi veriđ mjög góđur. Flest allir íslensku keppendanna eru ađ ná 50% eđa hćrra vinningshlutfalli. Ísland endađi í 2. sćti á eftir Noregi í keppni ţjóđanna, en Norđmenn virtust vera međ gríđarlega sterkt liđ hér.
Lokastađan í Landskeppninni:
Noregur 38
Ísland 35,5
Svíţjóđ 32
Finland 31,5
Danmörk 22,5
Fćreyjar 21,5
Kveđja,
Davíđ
Tenglar:
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 14:14
NM: Pistill fimmtu umferđar
Hinn geđţekki liđsstjóri á NM í skólaskák, Davíđ Ólafsson, hefur sett saman pistil fyrir fimmtu umferđ.
Pistillinn:
Frábćrt gengi í 5. umferđinni 8,5 vinningar af 10 mögulegum í hús! Ţađ hlaut ađ koma ađ ţví ađ viđ nćđum einni umferđ međ frábćru skori, enda eru drengirnir ađ leggja allt sitt í hverja umferđ.
Úrslitin í morgun voru eftirfarandi:
Guđmundur Kjartansson (2307) - Michael Nguyen, Danmörk (2148) 1-0
Atli Freyr Kristjánsson (2019) - Johannas L. Kvisla, Noregur (2130) 0,5-0,5
Sverrir Ţorgeirsson (2120) - Jon Kristian Harr, Noregur (1922) 1-0
Dađi Ómarsson (1999) - Rogvi Egilstoft Nielsen, Fćreyjar (1839) 1-0
Pćtur Poulsen, Fćreyjar (1140) - Patrekur Maron Magnússon (1785) 0-1
Runi Egholm Vörmadal, Fćreyjar (1355) - Svanberg Már Pálsson (1820) 0-1
Erik Rönkä, Finland (1702) - Dagur Andri Friđgeirsson (1798) 0-1
Peter Flermoen, Noregur (1996) - Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) 0-1
Kristófer Gautason (1245) - Farzam Firooznia, Danmörk (1000) 1-0
Dagur Ragnarsson (0) - Sjúrđur Olsen, Fćreyjar (1000) 1-0
Í A-flokki vann Guđmundur góđan og fremur öruggan sigur ţar sem hann hafđi frumkvćđiđ allan tíman. Atli Freyr gerđi jafntefli ţar sem andstćđingurinn tefldi grjótgarđinn og hélt sér fast. Í B-flokki vann Sverrir góđan sigur eftir ađ hafa fengiđ örlítiđ verra út úr byrjuninni en snéri fljótlega á andstćđinginn og vann tvö peđ sem gerđi eftirleikinn auđveldan. Dađi sigrađi andstćđing sinn í góđri skák. Drengurinn sá telur ekki peđin ţegar hann er í sókn! Ţegar ég sá stöđuna hjá honum hugsađi ég bara - "ţađ er eins gott ađ sóknin gangi upp ţví annars er andstćđingurinn međ fjögur samstćđ frípeđ! Ekki ţurfti ég ađ hafa frekari áhyggjur ţar sem andstćđingur hans gafst upp skömmu síđar saddur lífdaga. Í C-flokki sigrađi Patrekur andstćđing sinn í góđri skák ţar sem hann klárađi ađra umferđina í röđ međ snyrtilegri mannsfórn. Svanberg sigrađi sinn andstćđing áreynslulítiđ. Í D-flokki vann Dagur Andri góđan sigur ţar sem hann međ mikilli ţolinmćđi braut niđur vörn andstćđingsins sem reyndi ađ halda sér fast međ Hrók og Biskup gegn Drottningu. Friđrik Ţjálfi tapađi frekar slysalega fyrir andstćđingi sínum. Hann bar heldur mikla virđingu fyrir andstćđingnum sem teflir í ţessum flokki eins og sá sem valdiđ hefur. Friđrik ţarf bara ađ átta sig á ţví ađ hann er engu verri skákmađur en ţessir strákar sem hafa miklu fleiri skákstig en hann. Ég spái ţví ađ Friđrik eigi eftir ađ hćkka hratt á stigum í nćstu mótum. E-flokkurinn var líflegur ađ vanda. Kristófer sigrađi andstćđing sinn örugglega og var hálf fúll yfir ţví ađ hann gafst strax upp hróki undir. Hann vildi fá ađ máta drenginn eftir kúnstarinnar reglum! Ţađ er ljóst ađ Ísland vinnur í keppninni um líflegasta skákmanninn. Dagur Ragnarsson ber ţann titil međ sóma. Hann er einstaklega opinn og líflegur drengur sem lifir sig vel inn í ţađ sem hann er ađ gera. Í skákinni í dag lenti hann skiptamun undir en var engu ađ síđur međ góđa stöđu. Ađ lokum kom ađ ţví ađ hann gat gaflađ Biskup og Kóng andstćđings síns međ Riddara. Af mikilli innlifun skákađi hann Biskupinn af og um leiđ heyrđist hátt í skáksalnum "yeeesss".
Stemningin í hópnum hér í Danmörku er mjög góđ og tóku yngstu drengirnir sig til í hádeginu og burstuđu Svía 4-0 í óopinberum landsleik í fótbolta.
Síđasta umferđin verđur tefld klukkan 16 ađ dönskum tíma. Viđ vorum ađ vísu svo óheppnir ađ Sverri og Dađi tefla saman, sem og Dagur Andri og Friđrik Ţjálfi.
Kveđja,
Davíđ
Tenglar:
16.2.2008 | 13:18
NM: 8,5 vinningur af 10 mögulegum í fimmtu umferđ!
Ţađ gekk glimrandi vel hjá íslensku krökkunum í fimmtu og nćstsíđustu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í morgun. Alls komu 8,5 vinningur í hús af 10 mögulegum! Íslensku skákmennirnir hafa ţví hlotiđ 29,5 vinning af 50 mögulegum.
Dagur Andri Friđgeirsson hefur flesta vinninga íslensku skákmannanna eđa 4 vinninga, Guđmundur Kjartansson og Sverrir Ţorgeirsson hafa 3,5 vinning og Dađi Ómarsson, Patrekur Maron Magnússon, eftir 3 vinningsskákir í röđ, Friđrik Ţjálfi Stefánsson og Kristófer Gautason hafa 3 vinninga, Dagur Ragnarsson 2,5 vinning, og Atli Freyr Kristjánsson og Svanberg Már Pálsson 2 vinninga.
Fljótlega er svo pistill Davíđs Ólafssonar liđsstjóra vćntanlegur en á međan beđiđ er eftir honum hvet ég skákáhugamenn til ađ lesa bloggsíđu Karls Gauta, skođa myndir frá mótinu eđa lesa úttekt Björns Ţorfinnssonar um mótiđ á Skákhorninu.
Tenglar:15.2.2008 | 22:20
NM: Sjö vinningar í fjórđu umferđ!
Vel gekk hjá íslensku skákmönnunum í fjórđu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í kvöld í Tjele í Danmörku. Alls komu sjö vinningar í hús af 10 mögulegum! Dađi Ómarsson, Patrekur Maron Magnússon, Svanberg Már Pálsson, Dagur Andri Friđgeirsson, Friđrik Ţjálfi Stefánsson og Kristófer Gautason sigruđu en Guđmundur Kjartansson og Sverrir Ţorgeirsson gerđu jafntefli. Dagur og Friđrik hafa 3 vinninga, Guđmundur og Sverrir hafa 2,5 vinning en ađrir minna. Nýr pistill frá Davíđ liđsstjóra hefur borist!
Rétt er ađ benda á ađ nú er komiđ myndaalbúm frá mótinu sem inniheldur alls 70 myndir frá Páli Sigurđssyni, sem er liđsstjóri ásamt Davíđ. Takk Palli og Davíđ fyrir afar góđar upplýsingar frá skákstađ!
Einnig er rétt ađ benda á blogg síđu Karls Gauta, föđur Kristófer. Sjá tengla í enda fréttarinnar.
Pistill Davíđs:
Í 4. umferđ urđu úrslit hjá íslensku keppendunum urđu eftirfarandi:
Simon Rosberg, Svíţjóđ (2246) - Guđmundur Kjartansson (2307) 0,5-0,5
IM Helgi Dam Ziska, Fćreyjar (2406) - Atli Freyr Kristjánsson 1-0
Pohjala Henri, Finland (2039) - Sverrir Ţorgeirsson (2120) 0,5-0,5
Dađi Ómarsson (1999) - Timmy Forsberg, Svíţjóđ (2068) 1-0
Patrekur Maron Magnússon (1785) - Runi Egholm Vörmadal, Fćreyjar (1355) 1-0
Svanberg Már Pálsson (1820) - Pćtur Poulsen, Fćreyjar (1140) 1-0
Dagur Andri Friđgeirsson (1798) - Daniel Ebeling, Finland (1845) 1-0
Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) - Mattis Olofsson-Dolk, Svíţjóđ (1435) 1-0
Valdemar Stenhammar, Svíţjóđ (1021) - Kristjófer Gautason (1245) 0-1
Dagur Ragnarsson (0) - Aryan Tari, Noregur (1299) 0-1
Í A-flokki gerđi Guđmundur jafntefli í langri skák ţar sem hann komst lítiđ áleiđis gegn ţéttri taflmennsku andstćđingsins. Atli Freyr tapađi fyrir alţjóđlega meistaranum frá Fćreyjum í skemmtilegri skák ţar sem allt var í háalofti allan tíman. Í B-flokki gerđi Sverrir jafntefli í mjög langri skák sem hann reyndi mikiđ ađ vinna. Ţađ er reglulega gaman ađ sjá til Sverris á ţessu móti ţar sem hann teflir allar skákir í botn. Dađi vann mjög góđan sigur í sinni skák og sýndi ţar kunnáttu sína í Svesnikov varíantinum. Drengirnir í C-flokki áttu mjög góđan dag ţar sem ţeir unnu báđir tiltölulega auđvelda sigra. Svanberg fékk strax betra tafl í sinni skák og landađi öruggum sigri. Patrekur fékk ţćgilega stöđu upp úr byrjuninni og gerđi út af viđ andstćđinginn međ góđri mannsfórn. Í D-flokki gekk einnig mjög vel. Dagur Andri tefldi mjög aggresivt gegn sterkum andstćđingi og fórnađi manni fyrir sókn. Ađ lokum náđi hann ađ skipta út í ţćgilegt peđsendatafl sem hann vann örugglega. Friđrik Ţjálfi tefldi rólega og vandađ ađ venju og átti í engum vandrćđum međ andstćđing sinn. Í E-flokki var fjör ađ vanda. Kristófer tefldi stíft til sigurs en missteig sig ađeins og tapađi skiptamun. Harđjaxlinn úr eyjum lét ţađ ekki á sig fá og nýtti biskupapar sitt vel og vann sannfćrandi. Dagur Ragnars fékk ágćtis stöđu og stefndi skákin lengi vel í jafntefli, ţar til honum varđ illa á í messunni og tapađi. Hann kemur örugglega sterkur til baka á morgun.
Fimmta umferđin fer fram í fyrramáliđ og hefst klukkan 9 ađ íslenskum tíma.
Hilsen fra Danmark,
Davíđ
Tenglar:
15.2.2008 | 13:48
Patrekur Maron, Dagur Andri og Friđrik Ţjálfi unnu í 3. umferđ
Patrekur Maron Magnússon, Dagur Andri Friđgeirsson og Friđrik Ţjálfi Stefánsson sigruđu í sínum skákum í ţriđju umferđ Norđurlandamótsins í skólaskák sem fram fór í morgun. Atli Freyr Kristjánsson og Dagur Ragnarsson gerđu jafntefli en ađrar skákir töpuđust.
Guđmundur Kjartansson, Sverrir Ţorgeirsson Dagur Andri og Friđgeir Ţjálfi hafa allir 2 vinninga í sínum flokkum. Atli Freyr Kristjánsson Dagur Ragnarsson hafa 1˝ vinning en ađrir minna.
Nánari pistill frá Davíđ Ólafssyni vćntanlegur vonandi fljótlega.
Úrslit 3. umferđar:
- Guđmundur Kjartansson (2307) - Mikko Niemi, Finland (2178) 0-1
- Michael Nguyen, Danmörk (2148) - Atli Freyr Kristjánsson (2019) ˝-˝
- Dađi Ómarsson (1999) - Jon Kristian Haar, Noregur (1922) 0-1
- Sverrir Ţorgeirsson (2120) - Lasse Ö. Lövik, Noregur (2052) 0-1
- Svanberg Már Pálsson (1820) - Patrekur Maron Magnússon (1785) 0-1
- Michael Vesterli, Danmörk (1269) - Dagur Andri Friđgeirsson (1798) 0-1
- Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) - Einar Gregersen, Fćreyjar (1248) 1-0
- Dmitri Tumanov, Finland (1502) - Kristófer Gautason (1245) 1-0
- Zhou Qiyu, Finland (1642) - Dagur Ragnarsson (0) ˝-˝
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 21:03
NM í skólaskák: Guđmundur og Sverrir međ fullt hús
Guđmundur Kjartansson (2307) sigrađi fćreyska alţjóđlega meistarann Helga Dam Ziska (2406) í 2. umferđ a-flokks Norđurlandamótsins í skólaskák, sem fram fór í kvöld í Tjele í Danmörku og er efstur međ fullt hús. Sverrir Ţorgeirsson hefur fullt hús í b-flokki. Auk ţeirra unnu Friđrik Ţjálfi Stefánsson, Kristófer Gautason og Dagur Ragnarsson í sínum skákum. Gefum Davíđ Ólafssyni fararstjóra orđiđ:
IM Helgi Dam Ziska, Fćreyjar (2406) - Guđmundur Kjartansson (2307) 0-1
Mikko Niemi, Finland (2178) - Atlir Freyr Kristjánsson (2019) 1-0
Esben Nicolajsen, Danmörk (1828) - Sverrir Ţorgeirsson (2120) 0-1
Lasse Ö. Lövik, Noregur (2052) - Dađi Ómarsson (1999) 1-0
Patrekur Maron Magnússon (1785) - Katrine Tjölsen, Noregur (2084) 0-1
Lasse Nielsen, Danmörk (1570) - Svanberg Már Pálsson (1820) 1-0
Dagur Andri Friđgeirsson (1798) - Peter Flermoen, Noregur (1996) 0-1
Friđrik Ţjálfi Stefánsson (1455) - Heđin Gregersen, Fćreyjar (1192) 1-0
Kristófer Gautason (1245) - Zhou Qiyu, Finland (1642) 1-0
Dagur Ragnarsson (0) - Farzam Firooznia, Danmörk (1000) 1-0
Í A-flokki vann Guđmundur frábćran sigur á alţjóđlega meistaranum Helga Dam Ziska sem aldrei sá til sólar í skákinni (skákin var í beinni á netinu). Guđmundur fékk nákvćmlega ţá stöđu upp úr byrjuninni sem viđ vildum fá og sýndi ađ hann kann virkilega vel ađ tefla úr stöđunni. Atli Freyr er ađ tefla mjög vel og var kominn međ fínustu stöđu úr byrjuninni, en ţá hringdi síminn! Atli bćttist ţar međ í hóp valinkunnra manna sem tapađ hafa í Vodafone gambítnum. Í B-flokki tapađi Dađi eftir ađ hafa misstigiđ sig í byrjuninni. Sverrir vann aftur á móti mjög sannfćrandi sigur í sinni skák. Í C-flokki tapađi Patrekur í mikilli baráttuskák og Svanberg varđ á í messunni í endataflinu og tapađi jafnteflislegri stöđu. Í D-flokki var alls ekki dagur Dags Andra sem átti slćman dag og tapađi illa. Friđrik Ţjálfi sigrađi hins vegar í sinni skák eftir mikla baráttu og eiga báđir ađilar (Friđrik og Heđin) hrós skiliđ fyrir ađ nota tíman sinn vel. Ţađ er sjaldgćft ađ sjá keppendur í ţessum flokki í tímahraki. Friđrik hefur lofađ ađ vinna fyrr á morgun og draga skákina ekki svona á langinn ţví ţetta fer algjörlega međ taugar móđur hans sem fylgist vandlega međ! Drengirnir í E-flokki áttu góđan dag. Kristófer, eyjapeyi, sýndi hversu vel upp alinn hann er og bauđ sćtri stúlku jafntefli í unninni stöđu, en sú stutta hafnađi samstundis. Sú stutta sá ađ sér í nćsta leik og bauđ ţá Kristófer jafntefli, sem hann hafnađi - "you had your chance honey" og vann örugglega. Dagur Ragnars átti besta "comebackiđ" frá fyrri umferđinni. Harđákveđinn í ţví ađ tapa ekki aftur, nýtti hann tímann sinn miklu betur og vann örugglega. Ef hann heldur svona áfram, ţá mun hann eiga gott mót.
Allir keppendur biđja ađ heilsa heim og hefja leik í fyrramáliđ aftur. Ţađ ćtti ađ vera a.m.k. ein skák međ Íslendingi í beinni í fyrramáliđ.
10.2.2008 | 08:22
Íslandsmót stúlkna fer fram í dag

Íslandsmót stúlkna 2008 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 10. febrúar nk. í húsakynnum Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík og hefst kl. 13.00.
Teflt verđur í tveimur flokkum:- Fćddar 1992-1994
- Fćddar 1995 og síđar.
Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.
Fjórar efstu stúlkurnar í yngri flokki tefla síđan um ţátttökurétt í Norđurlandamóti stúlkna sem fram fer í Noregi 18.- 20. apríl nk.
Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki og dregiđ í happdrćtti.
9.2.2008 | 19:18
Rimaskóli sigrađi á Íslandsmóti stúlknasveita
Skáksveit Rimaskóla sigrađi á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki sem fram fór i húsnćđi Skákskólans í dag. Sveitin fékk 25,5 vinning, einum vinningi meira en Grunnskóli Seltjarnarness, sem endađi í 2. sćti. Ţessar sveitir voru í nokkrum sérflokki. Í ţriđja sćti varđ skáksveit Salaskóla. Á morgun fer svo fram Íslandsmót stúlkna og hefst kl. 13.
Alls tóku 8 sveitir ţátt og tefldu allar viđ allar.
Lokastađan:
1. Rimaskóli 25.5 v. af 28
2. Grunnskóli Seltjarnarness 24,5 v.
3. Salaskóli A 20 v.
4. Hjallaskóli A 17,5 v.
5. Salaskóli B 7,5 v.
6. Hólabrekkuskóli 7 v.
7. Hjallaskóli B 5,5 v.
8. Rimaskóli B 4,5 v.
Borđaverđlaun:
1. borđ: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Salaskóla A, Sigríđur Björg Helgadóttir Rimaskóla A og Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir Grunnskóla Seltjarnarness allar međ 6 v. af 7.2. borđ: Stefanía Bergljót Stefánsdóttir Grsk. Seltjarnarness 7 af 7.
3. borđ. Brynja Vignisdóttir Rimaskóla A 6,5 v.
4. borđ. Ingibjörg Ásbjörnsdóttir Rimaskóla A 7 af 7.
Unglingaskák | Breytt 10.2.2008 kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 09:57
Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur fer fram í dag
Íslandsmót grunnskólasveita 2008 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 9. febrúar nk. í húsakynnum Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík.
Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna). Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi. Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti: siks@simnet.is.
Á sunnudaginn fer svo fram Íslandsmót stúlkna.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar