Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Unglingaskák

Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskólasveita 2009 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 7. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi.

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi.  Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti:  siks@simnet.is


Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni

Íslandsmót stúlkna 2009 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 8. febrúar nk. í Salaskóla, Kópavogi og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur í tveimur flokkum:

  • Fćddar 1993-1995
  • Fćddar 1996 og síđar.

Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.

Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki.


Akureyrarmótiđ í yngr flokkum hefst í dag

Akureyrarmótiđ í yngri flokkum hefst á mánudaginn 2. febrúar kl. 16.30 í Íţróttahöllinni og verđur framhaldiđ miđvikudaginn 4. febrúar. Veitt verđa ţrenn verđlaun í barnaflokki, 9 ára og yngri, drengjaflokki 12 ára og yngri, unglingaflokki 15 ára og yngri og stúlknaflokki.

Tímamörk: 15 mínútur á keppenda.Q


Björn og Davíđ kenna skák á Húsavík

Björn Ţorfinnsson forseti skáksambands Íslands mćtti galvaskur í Borgarhólsskóla á Húsavík kl 10:00 í morgun.  Björn forseti fór og leit inn í valda bekki í skólanum ásamt Halldóri Valdimarssyni skólastjóra Borgarhólsskóla og Hermanni formanni skákfélagins Gođans.

Hann fćrđi öllum nemendum í 3. bekk bókina Skák og mát ađ gjöf frá skáksambandinu og síđan var efnt til fjölteflis viđ alla ţá nemendur sem vildu.  30 krakkar mćttu í fjöltefliđ og vann Björn sigur í öllum skákunum nema ađ Benedikt Ţór Jóhannsson gerđi jafntefli viđ Björn.  Fram ađ ţessu hafđi Björn unniđ síđustu 230 skákir í ţeim skólum sem hann hefur heimsótt ađ undanförnu.

Eftir hádegi var svo efnt til skákkennslu í sal Framsýnar-stéttarfélags og ţangađ mćttu 30 krakkar frá Húsavík, Mývatnssveit og úr Reykjadal. Nú var Davíđ Kjartansson einnig mćttur og skiptust ţeir á ađ kenna nemendum fram til 17:30.

Um kvöldiđ var svo efnt til fjöltefliđ fyrir fullorđna í Borgarhólsskóla, ţar sem allir sem vildu gátu reynt sig viđ Björn. Ekki var mćtingin eftir vćntingum í fjöltefliđ ţví ađeins 11 öttu kappi viđ Björn. Davíđ Kjartansson vann Björn og Smári Sigurđsson gerđi jafntefli viđ Björn. Ađrar skákir vann Björn.

Á morgun verđur kennslu framhaldiđ kl 10:00 og kl 13:00 verđur skákmót fyrir börn og unglinga í sal Framsýnar-stéttarfélags. Myndir frá heimsókninni má sjá hér í myndaalbúmi á heimasíđu Gođans.

Heimasíđa Gođans


Akureyrarmótiđ í yngri flokkum

Akureyrarmótiđ í yngri flokkum hefst á mánudaginn 2. febrúar kl. 16.30 í Íţróttahöllinni og verđur framhaldiđ miđvikudaginn 4. febrúar. Veitt verđa ţrenn verđlaun í barnaflokki, 9 ára og yngri, drengjaflokki 12 ára og yngri, unglingaflokki 15 ára og yngri og stúlknaflokki.

Tímamörk: 15 mínútur á keppenda.


Glerárskóli sigrađi í sveitakeppni barnaskóla á Akureyri

GlerárskóliA-sveit Glerárskóla sigrađi međ yfirburđum í sveitakeppni barnaskóla sveita á Akureyri og nágrenni, hlaut 14,5 vinning af 16. Alls voru fimm sveitir međ og voru tímamörk 10 mínútur á keppenda.

 

 

Lokastađan:

 1. Glerárskóli  a  14,5 v. af 16. 
 2. Glerárskóli  b     8,5 
 3.  Lundarskóli   6,5 
 4.  Glerárskóli  c    6 
 5. Valsárskóli   4,5 
   
   
   
Keppnin fór fram sl. miđvikudag.  Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem Glerárskóli vinnur ţessi keppni og hefur ţar međ farandbikar sem hefur veriđ keppt um til eignar.

Heimsókn skákskóla Íslands og verkefnisins "Skák í skólana" til Húsavíkur

Davíđ Kjartansson og Björn Ţorfinnsson fara í heimsókn til Húsavíkur á vegum Skákskóla Íslands og Skáksambands Íslands dagana 30.-31. janúar.  Dagskrá ţeirra félaganna er sem hér segir:

Föstudaginn 30. janúar.

Kl 10:00 Davíđ og Björn koma í Borgarhólsskóla og afhenda bókina Skák og Mát til allra nemenda í 3. bekk í Borgahólsskóla. Einnig munu ţeir kíkja inn í nokkra ađra bekki í skólanum.

Kl 12:00.  Formleg afhending styrksins vegna verkefnisins "Skák í skólana" til Borgarhólsskóla.

Kl 13:00. Fjöltefli fyrir alla nemendur í Borgarhólsskóla, sem áhuga hafa, viđ FIDE meistarann  Davíđ Kjartansson.  Fjöltefliđ fer fram í stofu 6. í Borgarhólsskóla.Kl 15:00. Skákkennsla á vegum Skákskóla Íslands og skákfélagsins Gođans í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26. Kennslan er ćtluđ öllum börnum í Ţingeyjarsýslu sem áhuga hafa á skák.  Kennslunni lýkur kl 17:30. 

Kl 20:30. Fjöltefli fyrir fullorđna viđ alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson forseta skáksambands Íslands í stofu 6. í Borgarhólsskóla.                     

                            

Laugardagur 31. janúar.

Kl 10:00 : Áframhaldandi skákkennsla í sal Framsýnar-stéttarfélags.

Kl 12:00 :  Pizzu-hlađborđ fyrir ţátttakendur á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík.                

Kl 13:00 Skákmót Skákskóla Íslands fyrir börn og unglinga.Vegleg verđlaun í formi skákbókavinninga.

Fjöltefliđ og skáknámskeiđiđ er ókeypis, en pizzu-hlađborđiđ kostar 1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri.

Heimasíđa Gođans


NM barnaskólasveita í Eyjum í haust?

Nú er allt útlit fyrir ađ Norđurlandamót barnaskólasveita fari fram í Vestmannaeyjum í september 2009.

Skáksamband Íslands hefur samţykkt beiđni TV í ţessa veru, en ţó eru enn ákveđin skilyrđi sem ţarf ađ uppfylla til ţess ađ endanleg ákvörđun verđi tekin.  Ţau atriđi verđa ţó ljós í marsmánuđi.

Ef mótiđ verđur haldiđ í Eyjum, ţá er ţađ tvímćlalaust mikil lyftistöng fyrir skáklífiđ í Vestmannaeyjum og rétt ađ Grunnskólinn, Taflfélagiđ og bćjaryfirvöld taki höndum saman međ ađ gera mótiđ sem eftirminnilegast.

Í ţessu sambandi má ekki gleyma ţví ađ síđustu tvö ár hafa sveitir frá Vestmannaeyjum tekiđ ţátt í ţessu móti, fyrst í Svíţjóđ og síđan á Álandseyjum, svo ţađ ćtti engum ađ koma á óvart ađ vel hafi veriđ tekiđ í beiđni TV.


Jón Kristinn Ţorgeirsson Íslandsmeistari barna

IMG 1745Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri er Íslandsmeistari barna í skák 2009. Hann sigrađi í úrslitamóti ţriggja efstu á mótinu sem öll urđu jöfn ađ vinningum eftir hörkuspennandi og fjölmennt Íslandsmót í ţessum yngsta flokki. Í öđru sćti varđ Oliver Aron Jóhannesson úr Rimaskóla og Karen Eva Kristjánsdóttir í Hjallaskóla varđ í ţriđja sćti auk ţess sem hún vann titilinn Íslandsmeistari telpna 2009.


Ţeir Jón Kristinn og Oliver Aron unnu sér sćti á Norđurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Fćreyjum dagana 12. - 14. febrúar.

Nokkrar myndir frá mótinu má finna í myndaalbúmi mótsins.  Forráđamenn félaganna og foreldrar sem tóku myndir eru hvattir til ađ senda myndir í netfangiđ gunnibj@simnet.is. Ţegar hefur Taflfélag Vestmannaeyja sent myndir.   

Myndaalbúm mótsins


Íslandsmót barna fer fram í dag

Íslandsmót barna í skák 2009 verđur haldiđ laugardaginn 10. janúar nk.  Öll börn 10 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar) geta veriđ međ á mótinu.  Tefldar verđa 8 umferđir, umhugsunartími 15. mín. á skák fyrir hvern keppenda. 

Mótiđ verđur haldiđ í  Faxafeni 12 og hefst kl. 13.00.  Skráning:  siks@simnet.is - sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga. Ţátttökugjöld eru kr. 500.-

Veglegur bikar er fyrir sigurvegara mótsins og verđlaun veitt fyrir ţrjú efstu sćtin.  Sérstök verđlaun verđa veitt ţrem efstu stúlkunum í mótinu (ef a.m.k. 10 stúlkur taka ţátt) og hlýtur sú efsta titilinn "Íslandsmeistari telpna 2009."  Einnig verđur sigurvegurum í  hverjum aldursflokki fćdd 1999 og síđar veitt sérstök verđlaun. 

Mótiđ er einnig úrtökumót vegna Norđurlandamóts í skólaskák - einstaklingskeppni 2009 sem fram fer í Fćreyjum dagana 12. - 15. febrúar nk. og gefur tvö sćti á ţví móti.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband