Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Annađ Sumarskákmót Vinnuskólans fer fram í dag

yfirlit 2Í sumar efnir Vinnuskóli Reykjavíkur í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur til útiskákmóta á útitaflinu viđ Lćkjartorg. Mótin verđa haldin miđvikudaganna 16, 23. júní, 30. júní og 7. júlí og hefjast klukkan 12:30 og má búast viđ ađ mótin taki um 2 klst. Mótin verđa međ sama sniđi og í fyrra en tefldar verđa 5-6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótaröđin er opin öllum og er ađ sjálfsögđu ókeypis ađ taka ţátt.  Ţátttaka takmarkast viđ 40 keppendur og er ţví mikilvćgt ađ keppendur mćti tímanlega.Utitafliđ

Sú skemmtilega hefđ var sett á í fyrra ađ úrslitaskák mótsins vćri tefld á stóra útitaflinu, enda léttleikinn í fyrirrúmi. Verđlaunin verđa afar fjölbreytt allt frá skákbókum, kaffivinningum og gjafakörfum frá Kaffitár auk dýrindis máltíđa á Hamborgarabúllunni og The Deli. 

Ţađ er óskandi ađ veđurguđirnir leiki viđ skákmenn nćstu fjóra miđvikudaga en engu ađ síđur eru ţátttakendur hvattir til ađ klćđa sig eftir veđri!

Skákstjórar í sumar verđa : Davíđ Kjartansson, Björn Ţorfinnsson, Bragi Ţorfinnsson.

Myndaalbúm Sumarskákmótana


Skákir Stigamóts Hellis

Vigfús Ó. Vigfússon hefur slegiđ inn skákir Stigamóts Hellis (umferđir 5-7).  Ţćr fylgja međ fréttinni.

 


Lenka Íslandsmeistari kvenna í skák

 

Íslandsmeistarinn í skák 2010

 

Í kvöld fór fram verđlaunaafhending Íslandsmóts kvenna í skák.  Lenka Ptácníková varđ Íslandsmeistari kvenna í skák í ţriđja sinn eftir 2-0 sigur á Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir í úrslitaeinvígi en ţćr urđu efstar og jafnar međ 4 vinninga í 5 skákum.  Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir varđ í ţriđja sćti međ 3,5 vinning.

 

Jóhanna og Hallgerđur

 

Ţćr ţrjár skipa kvennalandsliđ Íslands á Ólympíuskákmótinu í Síberíu í haust ásamt Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur og Tinna Kristínu Finnbogadóttur.

 

Picture 003

 

 

 


Stefán sigrađi á fyrsta sumarmóti Vinnuskólans og Akademíunnar

Stefán BergssonFyrsta sumarmót Vinnuskóla Reykjavíkur og Skákakademíu Reykjavíkur fór fram miđvikudaginn 16. júní síđastliđinn viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Mótiđ hófst kl.12.30 og voru tefldar fimm umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma. Veđriđ var afar milt og gott ţótt ađ sólin hafi ekki látiđ sjá sig nema ţó akkúrat á međan mótinu stóđ! Alls tóku 28 skákmenn ţátt í mótinu  sem verđur ađ teljast frábćrt og settu börn úr skákhópi Skákakademíu Reykjavíkur sem og unglingar úr Vinnuskólans í Reykjavík mikinn svip á mótiđ í bland viđ reyndari skákmenn.

Skákmótin eru liđur í frćđslustarfi Vinnuskóla Reykjavíkur í ađ vekja áhuga unglinganna á skáklistinni, miđbćjarlífiđ og glćđa bćinn mannlífi. Viđburđir sem ţessi vekja óskipta athygli erlendra ferđamanna og gesta borgarinnar sem eiga leiđ hjá, og myndast ţví mjög skemmtileg stemmning í kringum mótin.

Úrslitaskákin fór fram á sjálfu útitaflinu og var tefld međ klukku. Tilgangurinn var sá ađ afsanna ađ skák vćri ekki íţrótt en viđbúiđ var ađ viđureignin yrđi verulega athyglisverđ ef keppendur kćmust í mikiđ tímahrak. Úrslitaskákin var spennandi og vel tefld af báđum keppendum ţeim Stefáni Bergssyni og Oliver Aron ţar sem Stefán syndi sennilega eina ótrúlegustu takta sem hafa sést á útitaflinu. Skemmtileg og bragđgóđ verđlaun voru í bođi Hamborgarabúllunnar sem fóru ađ sjálfsögđu afar vel í keppendur.

Mótiđ heppnađist frábćrlega og voru ţátttakendur á öllum aldri. Nćsta mót verđur haldiđ á morgun 23 Júní og hefst ţađ kl 12:30

Stađa efstu manna :

  • 1 Stefán Bergsson
  • 2 Oliver Aron Jóhannesson
  • 3. Sigríđur Björg Helgadóttir
  • 4 Kristinn Andri Kristinsson
  • 5. Arnar Valgeirsson
  • 6. Kristófer Jóel Jóhannesson
  • 7. Hrund Hauksdóttir
  • 8, Davíđ Roach Gunnarsson

Skákstjórar : Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson.


Lenka Íslandsmeistari kvenna

Úrslitaskák Jóhönnu og LenkuLenka Ptácníková (2267) sigrađi Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1738) í síđari einvígisskák ţeirra um Íslandsmeistaratitil kvenna í skák.    Lenka sigrađi ţví í einvíginu 2-0 og er nú Íslandsmeistari í ţriđja sinn!

Verđlaunaafhending fer fram kl. 19:30 í Skáksambandinu á morgun.

Ritstjóri óskar Lenku til hamingju međ titilinn!

Allar skákir Íslandsmótsins sem og einvígisins fylgja međ fréttinni.


Lenka sigrađi í fyrri einvígisskákinni

Úrslitaskák Jóhönnu og LenkuLenka Ptácníková (2267) sigrađi Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur (1738) í fyrri einvígisskák ţeirra um Íslandsmeistaratitil kvenna í skák.   Lenka hafđi svart.  Síđari einvígisskákin fer fram á morgun.


Skákţáttur Morgunblađsins: Afmćlismót Friđriks Ólafssonar haldiđ í Djúpavík

Fyrr á ţessu ári, nánar tiltekiđ hinn 26. janúar sl., varđ fyrsti íslenski stórmeistarinn Friđrik Ólafsson 75 ára. Af ţví tilefni mun Hrókurinn efna til afmćlishátíđar sem fram fer í Djúpavík og Norđurfirđi í Árneshreppi um nćstu helgi. Ađalmótiđ fer fram laugardaginn 19. júní í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík. Heiđursgestur er afmćlisbarniđ sjálft Friđrik Ólafsson en búist er viđ ţátttöku fjölmargra öflugra skákmanna.

Baldur Möller Norđurlandameistari 1948 og 1950 lét ţau orđ eitt sinn falla ađ líta mćtti á Friđrik sem brúna milli gamla tímans og hins nýja. Friđrik haslađi sér ótrauđur völl á alţjóđavettvangi snemma á sjötta ártug síđustu aldar og vann hvert afrekiđ á fćtur öđru. Tilţrifin á millisvćđamótinu í Portoroz 1958 ţar sem Friđrik komst í hóp áskorenda eru enn í minnum höfđ. „Friđriks-kynslóđin,“ eins og hún var samansett í hugum manna hér á landi kom ţar fram ađ hluta međ Tal fremstan í flokki, Petrosjan, Fischer, Gligoric og Larsen.

Međal Íslenskra skákmanna voru ađeins Ingi R. Jóhannsson og mörgum árum síđar Guđmundur Sigurjónsson sem áttu einhverja möguleika gegn Friđriki á sjötta og sjöunda áratug síđustu aldar.

Sá danski, Bent Jörgen Larsen var međ honum alla leiđ, allt frá ţví ađ ţeir hittust fyrst á heimsmeistaramóti unglinga í Birmingham 1951. Á meira en 40 ára tímabili tefldu ţeir 30 kappskákir. Sú síđasta var háđ á 60 afmćlismóti Friđriks í Ţjóđarbókhlöđunni 1995. Bent vann og komst ţá loks yfir, 15˝ : 14˝. Framan af á ferli ţeirra var Friđrik greinilega fremri ţó ađ hann hefđi tapađ einvíginu um Norđurlandameistaratitilinn 1956. Merkilegt er tímabil frá einvíginu '56 til viđureignar ţeirra á Ólympíumótinu í Havana 1966 er ţeir tefla 14 skákir og allar vinnast á svart.

Ég hygg ađ töfrar Friđriks hafi ekki síst legiđ í ţeirri ógnarspennu sem hann náđi ađ byggja upp í skákum sínum. Ókunnugum virtist hann stundum sólunda tíma sínum í furđulegustu atriđi; ađrar skákir voru komnar vel af stađ en Friđrik kannski ađ hugsa fyrsta leikinn. Kringum ţetta spannst mikil umrćđa međal hinna stađföstu fylgismanna Friđriks: Bergur Pálsson, Magnús Sigurjónsson og Jakob Hafstein svo nokkrir séu nefndir voru yfirleitt mćttir og fögnuđu međ Friđriki ţegar vel gekk og ţađ var oft.

Ţegar Friđrik var kosinn forseti FIDE 1978 urđu ákveđin ţáttaskil hjá honum hvađ taflmennskuna varđađi. Fyrr á árinu höfđu áhorfendur flykkst í Kristalsal Hótel Loftleiđa til ađ fylgjast međ honum á Reykjavíkurskákmótinu. Ţar laust ţeim Bent Larsen enn og aftur saman og niđurstađan varđ einn frćkilegasti sigur Friđriks yfir hinum glađbeitta andstćđingi sínum:

8. Reykjavíkurskákmótiđ 1978:

Friđrik Ólafsson – Bent Larsen

Aljékíns-vörn

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 7. Rg5 d5 8. 0-0 Rc6 9. c3 Bf5

Hér var sennilega best ađ leik 9....f6 t.d. 10. exf6 exf6 11. He1+ Kf8 o.s.frv.

10. g4 Bxb1 11. Df3 0-0 12. Hxb1 Dd7

Hér og í nćsta leik ţráast Larsen viđ ađ reka riddarann af höndum sér međ 12. ... h6.

13. Bc2 Rd8 14. Dh3 h6 15. f4!

Of seinn!

15....hxg5 16. f5 Re6 17. fxe6 dxe6 18. Bxg5 c5 19. Kh1 cxd4 20. cxd4 Hfc8

10-06-13.jpg( STÖĐUMYND )

21. Bf5! gxf5 22. gxf5 Dc6 23. Hg1! Dc2 24. Hbe1 Kf8 25. f6

– og Larsen gafst upp enda stutt í mátiđ.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 7. júní 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Róbert Norđurfjarđarmeistari

Róbert Lagerman sigrađi Norđurfjarđarmótinu sem fram fór í dag í Kaffi Norđurfirđi.  Mótiđ markađi loka skákhátíđirnar í Árneshreppi.  Róbert hlaut 5 vinninga í sex skákum og var hálfum vinningi fyrir ofan nćstu menn sem voru Jóhann Hjartarson, Hlíđar Ţór Hreinsson, Guđmundur Gíslason, Hrafn Jökulsson og Gunnar Björnsson.  Róbert var jafnframt skákstjóri mótsins svo skákstjórinn sló ţarna viđ stórmeistaranum!

Alls tóku 22 skákmenn ţátt í mótinu.

Nánari fréttir af skákhátíđinni í heild sinni eru vćntanlegar á morgun sem og fjöldi mynda.

 

 


Jóhann sigrađi á Friđriksmótinu í Djúpavík

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigrađi á afmćlismóti Friđriks Ólafssonar sem fram fór í Djúpavík í Árneshreppi sem fram fór í dag.  Sigurvegari tveggja síđustu ára, Helgi Ólafsson, varđ annar og heiđursgesturinn sjálfur Friđrik Ólafsson varđ ţriđji.

Mótshaldiđ tókst mjög vel og mótshöldurum mótsins, Hróknum, til mikillar sóma.

Nánari fréttir og fleiri myndir vćntanlegar á morgun eđa á mánudag.

 

 


Skákhátíđin í Arneshreppi hófst í kvöld

Picture 578Skákatíđin í Árneshreppi hófst í kvöld međ tvískákmóti.  Friđrik Ólafsson, lék fyrsta leik mótsins er hann lék sinn fyrsta tvískákleik frá upphafi fyrir Hrafn Jökulsson.  Liđ Hrafns, forsetaliđiđ sigrađi á mótinu en međ honum í liđi var Gunnar Björnsson auk ţess sem varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman, leysti Hrafn af liđi í einstaka viđureignum.

Í öđru sćti urđu Hlíđar Ţór Hreinsson og Skarphéđinn (vantar föđurnafn) og í ţriđja sćti urđu Arnar Guđlaugsson og Guđmundur Kjartansson.Picture 587

Hápunktur mótsins, afmćlismóts Friđriks Ólafssonar fer fram á morgun og hefst kl. 13.  Ţar taka ţátt m.a. Friđrik sjálfur, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Guđmundur Kjartansson.  

Myndaalbúm mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8779122

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband