Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Afmćlismót Herra Magnúar Matthíassonar fer fram í dag í Vin

magnús matt og birkir karlÁ mánudaginn nćsta, 19. júlí klukkan 13:00 verđur haldiđ skákmót í Vin, Hverfisgötu 47. Er ţađ í tilefni afmćlis heiđurspiltsins Magnúsar Matthíassonar, aka Magnus von Matheus, fráfarandi varaforseta skáksambandsins en hann fer nú bráđlega ađ nálgast miđjan aldur miđađ viđ hann ćtlar sér ađ verđa allavega hundrađ ára.

Magnús er mikill dugnađarpiltur og fellur aldrei verk úr hendi. Framandi tungumál hafa ekki vafist honum um tönn og snarar hann heilu skjölunum yfir á íslensku ótt og títt fyrir landann. Ţá er drengurinn mikill útivistarálfur og hjólar reglulega milli Selfoss og Reykjavíkur auk ţess ađ vera áhugamađur um allt sem ţýskt er. Frćgt er orđiđ myndasafn hans af ísbirninum Knúti og kolkrabbanum Páli frá Oberhausen.

Ţó Magnús hafi átt afmćli 13. júlí sl. vill Skákfélag Vinjar fagna afmćlisbarninu međ léttu síđbúnu móti og um leiđ ţakka pilti hlýjan hug til félagsins undanfarin misseri. Allir eru hjartanlega velkomnir og vonandi ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ taka nokkrar bröndóttar drengnum góđa
til heiđurs.

Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og skákstjóri er fyrirliđi Vinjarliđsins, Hrannar Jónsson. Forseti skáksambandsins, Gunnar Björnsson, setur mótiđ og leikur fyrsta leikinn í nýju og ábyrgđarlausu lífi fráfarandi varaforsetans.

Bókaverđlaun fyrir efstu sćtin og kaffi og viđeigandi sumarveitingar milli umferđa. Bara mćta tímanlega og skrá sig.


Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíuskákmót í deiglunni

Tveir nýliđar eru í ólympíuliđi Íslands sem teflir í opnum flokki Ólympíumótsins sem fram fer í Khanty Manyisk í Síberíu í haust. Liđiđ skipa Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson. Tveir ţeir síđastnefndu hafa ekki teflt á ólympíumóti áđur og í fyrsta sinn eru brćđur í liđinu.


Ekki er útilokađ ađ skákin verđi einhvern tíma tekin upp sem keppnisgrein á Ólympíuleikum en fyrstu Ólympíumótin fóru fram međ reglulegu millibili á millistríđsárunum ţegar Aljékin og Capablanca voru skćrustu stjörnurnar en ýmsir ađrir komu ţar viđ sögu; í franska liđinu tefldi stundum Marcel Duchamp, frćgur myndlistarmađur, löngum spyrtur viđ dada og súrrealisma. Í Hamborg 1930 tapađi hann fyrir Jóni Guđmundssyni.

Sovétmenn tóku fyrst ţátt á Ólympíumóti í Helsinki 1952. Menn ţóttust greina ýmis einkenni sovéska samfélagsins: tortryggni, leynimakk og „hreinsanir“.

„Ég bjóst ekki viđ ađ ţađ kćmi allt fram,“ svarađi Smyslov ţegar Botvinnik bar upp á hann ađ hafa tjáđ valnefndinni ađ heimsmeistarinn gćti vart teflt af nokkru viti lengur. Ţykkjuţungur Botvinnik sat heima.

Í Munchen 1958 voru í liđinu í fyrsta sinn Petrosjan og Tal. Spasskí kom svo í liđiđ í Varna 1962 og ţessir menn voru bókstaflega óstöđvandi. En 1968 var Tal ekki valinn en kom aftur í Skopje 1972. Á Ól. í Buenos Aires 1978 mistókst sovésku sveitinni í fyrsta sinn ađ hreppa gulliđ. Ađeins Polugajevskí var valinn í liđ sem tefldi á Möltu tveim árum síđar. Petrosjan og Spasskí höfđu teflt samtals á 17 ólympíumótum og ađeins tapađ einni skák hvor, af einhverjum ástćđum voru ţessir heiđursmenn ekki í náđinni lengur.

Ţar kom ađ flaggiđ var dregiđ niđur; hin gildishlöđnu tákn, hamar og sigđ á rauđum fleti blöktu í síđasta sinn yfir íslensku skáksveitinni sem sat viđ borđ nr. 1 í lokaumferđ Ólympíumótsins í Novi Sad í gömlu Júgóslavíu haustiđ 1990 og inn í keppnissalinn lagđi lykt af brenndu laufi.

Á síđustu ólympíumótum hefur ermska sveitin boriđ ćgishjálm yfir keppinauta sína, Petrosjan sem starfađi um tíma sem götusópari í Moskvu getur horft ađ handan stoltur af arftökum sínum. Kannski er eftirfarandi skák sú ţekktasta sem hann tefldi á öllum tíu ólympíumótunum:

Ól. í Lugano 1968:

Milko Bobotsov – Tigran Petrosjan

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. cxd5 exd5 5. Rc3 c6 6. Bg5 Be7 7. Dc2 g6 8. e3 Bf5 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rbd7 11. Bh6 Rg4 12. Bf4 O-O 13. O-O He8 14. h3 Rgf6 15. Re5 Rb6 16. Bg5 Re4 17. Bxe7 Dxe7 18. Dc2 Rd6 19. Ra4 Rbc4 20. Rxc4 Rxc4 21. Rc5 Rd6 22. Hac1Dg5 23. Dd1 h5

Sé borđinu skipt upp í hluta sést ađ minnihlutarás á drottningarvćng er nánast útilokuđ, á kóngvćngum hefur svartur hinsvegar óbundnar hendur.

24. Kh1 He7 25. Rd3 Re4 26. Rc5 Rd6 27. Rd3 Df5 28. Re5 f6 29. Rf3 Hg7 30. Rh2 He8 31. Kg1 Re4 32. Df3 De6 33. Hfd1 g5!

Úthugsuđ peđsfórn.

34. Dxh5 f5 35. He1 g4 36. hxg4 fxg4 37. f3

37. g3 er svarađ međ 37. ... Hg5 38. Dh4 Kg7 sem hótar 39. ... Hh8. Meiri von um björgun gaf 37. Dh4.

37. ... gxf3 38. Rxf3

gl6m3kqm.jpg38. ... Hh7 39. De5 Dc8!

Bakkar međ drottningu – vinnur drottningu. Óvenjuleg flétta!

40. Df4 Hf8 41. De5 Hf5

- og Bobotsov gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 11. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hrađskákkeppni taflfélaga

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst eftir verslunarmannahelgi.  Ţetta er í sextánda sinn sem keppnin fer fram en Taflfélag Bolungarvíkur er núverandi meistari.  Í fyrra var metţátttaka en ţá tóku 15 liđ ţátt og er stefnt ađ ţví ađ bćta ţađ met í ár!

Félög er hvött til ađ skrá liđ til leiks.

Dagskrá mótsins er sem hér segir

  • 1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 15. ágúst
  • 2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 25. ágúst
  • 3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 5. september
  • 4. umferđ (úrslit): Skuli vera lokiđ 15. september (líklegt ađ keppnin verđi sett á helgina 10.-12. september)   

Skráning til ţátttöku rennur út 5. ágúst nk.   Forráđamenn taflfélaga eru vinsamlegast beđnir um ađ skrá sig í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa í síma 820 6533.
Tilkynna ţarf eftirfarandi:

  • Liđ
  • Liđsstjóri
  • Símanúmer liđsstjóra
  • Netfang liđsstjóra

Reglur keppninnar:

  • 1.  Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
  • 2.  Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.
  • 3.  Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
  • 4.  Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
  • 5.  Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar.  Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
  • 6.  Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
  • 7.  Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.
  • 8.  Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ. 
  • 9.  Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
  • 10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
  • 11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.

Afmćlismót herra Magnúsar Matthíassonar

magnús matt og birkir karlÁ mánudaginn nćsta, 19. júlí klukkan 13:00 verđur haldiđ skákmót í Vin, Hverfisgötu 47. Er ţađ í tilefni afmćlis heiđurspiltsins Magnúsar Matthíassonar, aka Magnus von Matheus, fráfarandi varaforseta skáksambandsins en hann fer nú bráđlega ađ nálgast miđjan aldur miđađ viđ hann ćtlar sér ađ verđa allavega hundrađ ára.

Magnús er mikill dugnađarpiltur og fellur aldrei verk úr hendi. Framandi tungumál hafa ekki vafist honum um tönn og snarar hann heilu skjölunum yfir á íslensku ótt og títt fyrir landann. Ţá er drengurinn mikill útivistarálfur og hjólar reglulega milli Selfoss og Reykjavíkur auk ţess ađ vera áhugamađur um allt sem ţýskt er. Frćgt er orđiđ myndasafn hans af ísbirninum Knúti og kolkrabbanum Páli frá Oberhausen.

Ţó Magnús hafi átt afmćli 13. júlí sl. vill Skákfélag Vinjar fagna afmćlisbarninu međ léttu síđbúnu móti og um leiđ ţakka pilti hlýjan hug til félagsins undanfarin misseri. Allir eru hjartanlega velkomnir og vonandi ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ taka nokkrar bröndóttar drengnum góđa
til heiđurs.

Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og skákstjóri er fyrirliđi Vinjarliđsins, Hrannar Jónsson. Forseti skáksambandsins, Gunnar Björnsson, setur mótiđ og leikur fyrsta leikinn í nýju og ábyrgđarlausu lífi fráfarandi varaforsetans.

Bókaverđlaun fyrir efstu sćtin og kaffi og viđeigandi sumarveitingar milli umferđa. Bara mćta tímanlega og skrá sig.


Hammer gengur til liđs viđ TV

Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer (2636) er genginn til liđs viđ Vestmannaeyinga (TV) og mun hann tefla fyrir liđiđ í haust. Jon Ludvig er ađeins tvítugur ađ aldri og nćstbesti skákmađur Norđmanna en hann hefur ađ vissu leyti falliđ í skuggann af stórstirninu Magnúsi Carlsen (2826).

Í liđi TV eru fyrir stórmeistararnir Alexey Dreev (2660), Sebastien Maze (2573), Igor-Alexandre Nataf (2541), Helgi Ólafsson (2527) auk alţjóđlega meistarans Nils Grandelius (2505), sem verđur vćntanlega útnefndur stórmeistari í haust, og Fide meistarans Ţorsteins Ţorsteinssonar (2231).


Skákćfingaferna skákdeildar Fjölnis

Skákćfingarferna FjölnisÍ gćr lauk síđustu sumarskákćfingu skákdeildar Fjölnis fyrir afrekshóp félagsins međal barna og unglinga. Ćfingarnar nefndust Skákferna Fjölnis ţví um var ađ rćđa fjórar ćfingar fjögur ţriđjudagskvöld í röđ. Á hverja ćfingu mćtti gestur sem sá um kennslustund í formi skákskýringa, heilrćđa eđa kennslu í ákveđnum ţáttum skákarinnar.

Ţađ voru ţeir Davíđ Kjartansson, Helgi Ólafsson, Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sem heiđruđu krakkana međ ţessum heimsóknum. Í skákhléi voru bornar fram gómsćtar veitingar, nammi, gos og pítsur. Hverri ćfingu lauk međ stuttu skákmóti. Tilgangur ćfinganna var ađ bjóđa upp á markvissa ţjálfun á miđju sumri en ekki síđur ađ efla góđan liđsanda međal krakkanna.

Umsjón međ skákćfingunum hafđi Helgi Árnason formađur skákdeildar og ađ venju fóru ćfingarnar fram í Rimaskóla viđ góđar ađstćđur. Skákdeildin vill fćra fyrirlesurunum fjórum fyrir frábćra kennslu og krökkunum fyrir góđa og ánćgjulega ţátttöku.


Stefán Ţór sigrađi á ţriđja Sumarmóti Vinnuskólans og Skákakademíunnar

Algjört púl. Stefán sigurvegari í baráttu viđ tímann í úrslitaskákinniŢriđja mótiđ í sumarmótaröđ Vinnuskólans og Skákakademíunnar fór fram síđastliđinni miđvikudag. Veđriđ ákvađ ađ skarta ekki sínu fegursta í ţetta skiptiđ en ţrátt fyrir ţađ mćttu 37 keppendur til leiks. Ţegar yfir lauk höfđu 39 keppendur spreytt sig ţví tveir erlendir ferđamenn komu ađvífandi í lok mótsins og fengu ađ spreyta sig í síđustu umferđunum.

Krakkar úr úrvalsnámskeiđum Skákakademíunnar settu sem endranćr mikinn svip á mótiđ og fannst ţeim yngstu sérstaklega skemmtilegt ađ máta "fullorđna fólkiđ" í Davíđ Kjartansson skipuleggjandi mótsins leyfđi andstćđingi sínum ađ hafa klukkuađstođarmann og féll á ţví bragđi međ sćmdVinnuskólanum!

Ađ loknum 5.umferđum stóđ Davíđ Kjartansson uppi sem sigurvegari međ fullt hús vinninga en nćstir honum komu nafnarnir, Stefán Ţór Sigurjónsson og Stefán Bergsson. Skoriđ var úr um hver myndi tefla úrslitaskákina viđ Davíđ međ mćlingu á andlegu atgervi. Hafđi Stefán Ţór sigur.

Úrslitaskákin var ćsispennandi. Stefán Ţór hóf ađgerđir á kóngsvćng en Davíđ varđist fimlega. Tók ţessi sókn talsvert af ţreki keppenda enda ţýđa slíkar ćfingar mun meiri hlaup en ella (meiri fjarlćgđ frá skákklukkunni). Stađan á skákborđinu var farin ađ líta illa út fyrir Stefán en ţegar tíminn var orđinn afar naumur hóf hann massífar tilfćringar á a - og b-peđum sínum viđ mikla kátínu áhorfenda. Davíđ var ekki viđbúinn ţessum gambít, svarađi ţó međ nokkrum a-peđsleikjum en truflađist svo og hljóp yfir á kóngsvćng sem kostađi hann of mikinn tíma og hann féll á tíma ađ lokum. Stefán Ţór Sigurjónsson var ţví sigurvegari ţriđja sumarskákmótsins og hlaut ađ launum Ungir og efnilegir skákmenn grunnskólanna fjölmenntu á mótiđ gjafabréf frá Gömlu Smiđjunni. Davíđ Kjartansson var of búinn á ţví eftir ósigurinn til ađ taka viđ sínum verđlaunum og ţví hlaut Birkir Karl Sigurđsson, stigahćsti skákmađurinn sem hlaut 4 vinninga, gjafabréf frá Hamborgarabúllunni. Stefán Bergsson sem hlaut 4,5 vinninga gleymdist í verđlaunaafhendingunni. Kvennaverđlaunin hlaut Sigríđur Björg Helgadóttir og hlaut hún 4 vinninga.

Krakkaverđlaunin hlutu eftirtaldir pjakkar: Róbert Leó Jónsson, Davíđ Kolka, Vignir Vatnar Stefánsson og Sigurđur Kjartansson.

Mesta mannvera mótsins var messadrengurinn Thiru sem starfar á skemmtiferđarskipi sem lagđi viđ Reykjavíkurhöfn og var hann ađ skođa höfuđborgina í fyrsta sinn. Var ţátttaka hans fallegt dćmi um alţjóđlegt samstarf. Skemmtileg skákmynd. Ferđamenn fjölmenntu viđ útitafliđ og fylgdust međ áhugaverđu tafli

Skákstjórn var í öruggum höndum Björns Ţorfinnssonar sem hélt utan um mótshaldiđ í forlátri stílabók. Allt gekk upp í ţeirri mótstöflu nema ađ Magnús Matthíasson gleymdist í síđustu umferđ og ţurfti hann ađ tefla síđustu umferđina á neđsta borđi. Sú stađsetning fór honum ágćtlega.

Fjórđa og síđasta sumarmótiđ fer fram miđvikudaginn 7.júlí nćstkomandi kl.12.30 viđ útitafliđ. Gert er ráđ fyrir yfir 50 keppendum. Nćg bílastćđi.

Myndir frá Sumarmótum Vinnuskólans


Skákţáttur Morgunblađsins: Björn Ţorfinnsson í toppbaráttunni í Rúmeníu

Á nćstu vikum ćtti ađ liggja fyrir hvernig liđ Íslands í opna flokki Ólympíumótsins í Khanty Manyisk í Síberíu verđur skipađ. Frammistađa liđsins á síđasta Ólympíumóti var međ eindćmum slök og má ţví búast viđ ýmsum breytingum á liđinu. Nú sitja ađ tafli fjórir íslenskir skákmenn á móti í Eforie í Rúmeníu; međal ţeirra er Björn Ţorfinnsson sem varđ í 2. sćti í landsliđsflokki á síđasta Íslandsmóti. Hinir ţrír eru ungir og upprennandi skákmenn, Örn Leó Jóhannsson, Mikhael Jóhann Karlsson frá Akureyri og Birkir Karl Sigurđsson. Björn byrjađi vel og hafđi hlotiđ hlotiđ 5 vinninga eftir sex umferđir, unniđ tvo stórmeistara. Í 7. umferđ tapađi hann hinsvegar međ hvítu og féll ţá niđur í 11.-26. sćti.

Taflmennska hans er ađ jafnađi býsna fjörleg og sigur hans yfir Rússanum Gavrilov í 6. umferđ dćmigerđur fyrir stíl hans:

Björn Ţorfinnsson - Alexei Gavrilov

Drottningarpeđsbyrjun

1. d4 d6 2. Rf3 Bg4 3. g3 Bxf3 4. exf3 d5 5. Bg2 e6 6. O-O g6 7. De2 c6 8. c4 Bg7 9. Rc3 Re7 10. Bg5 dxc4 11. Dxc4 Rd7 12.Db4 Rb6 13. Re4 Dc7 14. Rd6+

Ekki verđur betur séđ en ađ hvítur geti tryggt sér betra endatafl međ 14. Dd6! t.d. 14. ... Hc8 15. Bf4! Dd8 16. Dxd8+ Hxd8 17. Rd6+o.s.frv.

14. ... Kf8 15. Hac1 Red5 16. Dc5 Kg8 17. Re4 h6 18. Bd2 Kh7 19. Hfd1 Hhd8 20. h4 Rd7 21. Dc2 Kg8 22. Bc3 Hac8 23. f4 h5 24. Rg5 Rf8 25.Da4 Db8 26. Ba5 Rb6 27. Db4 Dd6 28. De1 He8 29. Bb4 Db8 30. Re4 Hcd8 31. Ba5?!

Ţađ er eins og Björn hafi viljađ losa sig viđ d4- peđiđ.

31. .. Hxd4 32. Bc3 Hxd1 33. Hxd1 Rh7 34. Rd6 Bxc3 35. bxc3 Hd8 36. Re4 Hxd1 37. Dxd1 Rd5 38. c4 Rdf6 39. Dd6 Dc8 40. Rc5 b6 41. Rd3 c5 42. Re5 Rg4 43. Rc6

Björn hefur náđ ágćtum fćrum fyrir peđiđ en ţađ er ţó sennilega ekki meira en jafntefli ađ hafa úr stöđunni.

33. ... Da6 44.Bf3 Dxc4 45. Bxg4 hxg4 46. Db8+ Kg7 47. De5+f6?

Hann varđ ađ sćtta sig viđ ţráskák.

48. Dc7+ Kh6 49. Df7!

Eins og hendi vćri veifađ eru menn hvíts komnir í stórhćttulega ađstöđu.

49. ... Dc1+ 50. Kg2 Dc2

10-06-27.jpg51. Re7! g5 52. Rg8 mát!

Jóhann vann afmćlismót Friđriks Ólafssonar

Jóhann Hjartarson varđ hlutskarpastur á afmćlismóti Friđriks Ólafssonar sem fram fór í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík laugardaginn 19. júní. Mótiđ var liđur í skákhátíđ Hróksins og var ađ ţessu sinni tileinkađ 75 ára afmćli stórmeistara Íslendinga.

Tefldar voru níu umferđir og var umhugsunartíminn 10 mínútur á skák. Jóhann hlaut 8 vinninga, Helgi Ólafsson varđ í 2. sćti međ 7 ˝ v. og Friđrik varđ í 3. sćti međ 6 ˝ v. í 4.-8. sćti komu svo Hlíđar Ţór Hreinsson, Róbert Harđarson, Guđmundur Kjartansson, Sigurđur E. Kristjánsson og Sigríđur Björg Helgadóttir međ 6 vinninga. Sigríđur Björg náđi bestum árangri unglinga og kvenna á mótinu.

Menntamálaráđherra, Katrín Jakobsdóttir, lék fyrsta leik mótsins í skák afmćlisbarnsins og Árnýjar Björnsdóttir sem viđ upphaf mótsins skemmti gestum međ gítarspili og söng ásamt systur sinni Ellen Björnsdóttur.

Međal annarra atriđa var tvískákmót sem fram fór 18. júní og hrađskákmót sem haldiđ var á Norđurfirđi ţann 20. júní en ţar sigrađi Róbert Harđarson sem ásamt Hrafni Jökulssyni skipulagđi ţessa skemmtilegu skákhátíđ.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 27. júní 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur tapađi í 2. umferđ í Búdapest

Guđmundur Kjartansson í Búdapest 2010Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2384) tapađi fyrir spćnska alţjóđlega meistaranum Trujillo Cabrera (2365) í 2. umferđ SM-flokks First Saturday-mótsins sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi í dag.  Guđmundur hefur ˝ vinning.    Í ţriđju umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ suđur-afríska alţjóđlega meistarann Kenny Solomon (2383).

Skákir Guđmundar í 1. og 2. umferđar fylgja međ fréttinni. 

First Saturday-mót hefst eins og nafniđ ber međ sér fyrsta laugardag hvers mánađar.  Guđmundur teflir í stórmeistaraflokki og eru međalstigin í flokki Guđmundar 2411 skákstig og 8˝ vinning ţarf í áfanga ađ stórmeistaratitli.  Guđmundur er sjöundi í stigaröđ keppenda.   

First Saturday-mótin

 



Héđinn vann og er í 2.-4. sćti

Héđinn SteingrímssonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2550) vann kanadíska alţjóđlega meistarann Leon Piasetski (2301) í áttundu og nćstsíđustu umferđ opna HSG-mótsins sem fram fór í dag í Hilversum í Hollandi.  Héđinn hefur 6 vinninga og er í 2.-4. sćti ásamt rússneska stórmeistaranum Konstantin Landa (2603) og undradrengnum frá Úkraínu, hinum 13 ára, Illya Nyzhnyk (2544).  Hollenski stórmeistarinn Friso Nijboer (2567) er efstur međ 6˝ vinning.  

Héđinn mćtir Landa í lokaumferđinni sem fram fer á morgun.  Umferđin hefst kl. 9.  Skákin verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Skákir Héđins fylgja međ sem viđhengi. 

Alls taka 44 skákmenn ţátt í efsta flokki og ţar á međal ţrír stórmeistarar. Stigahćstur keppenda er rússneski stórmeistarinn Konstantin Landa (2603) en međal annarra keppenda má nefna úkraínska undrabarniđ Illya Nyzhnyk (2544).   Héđinn er ţriđji í stigaröđ keppenda.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8779154

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband