Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íslendingar erlendis

Jafntefli hjá Helli og Bolvíkingum

Jón ViktorBæði Taflfélagið Hellir og Taflfélag Bolunarvíkur gerðu 3-3 jafntefli í 2. umferð EM taflfélaga, sem fram fór í dag.  Hellir gerði jafntefli við sveit frá Lúxemborg.  Sigurbjörn Björnsson, Omar Salama og Kristján Eðvarðsson unnu.  Vestfirðingarnir tefldu við litháíska sveit.   Jón Viktor Gunnarsson og Guðmundur Gíslason unnu og Dagur Arngrímsson og Halldór Grétar Einarsson gerðu jafntefli. Bæði liðin hafa 1 stig.  Hellir hefur 3½ vinninga og er í 49. sæti en Bolar hafa 3 vinning og eru í 50. sæti.  

Úrslit 2. umferðar:

2.19Bolungarvik Chess Club
3-3Panevezys Chess Club
1Gunnarsson Jon Viktor024301:0Pileckis Emilis02472
2Thorfinnsson Bragi023830:1Beinoras Mindaugas02434
3Arngrimsson Dagur023920.5:0.5Starostits Ilmars02480
4Gislason Gudmundur023281:0Zickus Simonas02315
5Halldorsson Gudmundur022510:1Bucinskas Valdas02325
6Einarsson Halldor022640.5:0.5Zapolskis Antanas02346

 

2.29Hellir Chessclub
3-3CE Le Cavalier Differdange
1Lagerman Robert023630:1Henrichs Thomas02485
2Johannesson Ingvar Thor023550:1Bakalarz Mietek02330
3Bjornsson Sigurbjorn023231:0Jansen Christof02263
4Gretarsson Hjorvar Steinn022840:1Jeitz Christian02251
5Salama Omar022581:0Gengler Pierre02200
6Edvardsson Kristjan022451:0Mauquoi Rudi02032

Í þriðju umferð, sem fram fer á morgun, tefla Bolvíkingar við sömu sveit Hellir mætir í 2. umferð en Hellir mætir sveit frá Makedóníu.  

Andstæðingar í þriðju umferð:

MKD  43. Gambit-Peksim Skopje (7 / 1)
Bo. NameRtgFEDPts.
1IMDancevski Orce2421MKD0.0
2IMMitkov Marjan2372MKD0.0
3FMStojcevski Zoran2392MKD0.0
4FMAndonovski Ljubisa2292MKD0.0
5FMIlic Ljubomir2297MKD0.0
6 Simjanovski Saso2223MKD0.0
7 Vladimirov Vladimir2227MKD0.0
8 Markovski Velo2060MKD0.0

 

LUX  51. CE Le Cavalier Differdange (8 / 1)
Bo. NameRtgFEDPts.
1IMHenrichs Thomas2485GER0.0
2IMBakalarz Mietek2330LUX0.0
3 Jansen Christof2263LUX0.0
4 Jeitz Christian2251LUX0.0
5 Gengler Pierre2200LUX0.0
6 Mauquoi Rudi2032LUX0.0
7 Spartz Guy1999LUX0.0
8 Jansen-Vasileva Inna0LUX0.0

 

Alls taka 64 sveitir þátt.  Bolvíkingar hafa á að skipa þeirri 42. sterkustu en Hellismenn þá 47. sterkustu.  


Lokapistlar Björns frá Kína

Þriðji pistill

Það var skrítið ástandið í íbúð 1108, í E-byggingu ÓL-þorpsins í nótt. Enginn okkar náði að sofa almennilega og voru menn á ferli í meira og minna alla nótt að ná sér í vatn eða fara á klósettið. Við verðum greinilega lengur að jafna okkur á tímamismuninum en ég hélt.

Við vorum þó tilbúnir í baráttuna við Ungverja sem að hófst kl.10 að morgni.

3.umferð: Ísland - Ungverjaland 1,5 - 2,5 (Hannes, Héðinn, Henrik og Stefán)

Baráttan var afar hörð í þessari umferð og lengi vel var ég ansi bjartsýnn fyrir okkar hönd. Mér leist strax vel á stöðuna hjá Henrik enda tefldi hann af miklum krafti. Hann tapaði þó peði um miðbik skákarinnar en biskuparnir hans voru afar virkir og GM Varga tefldi framhaldið illa. 1-0 fyrir Ísland. Á meðan var Hannes að halda jafntefli gegn GM Almasi eftir smá pressu frá Ungverjanum og því var ég orðin vongóður um punkta, einn eða tvo. Allt kom þó fyrir ekki og Stebbi tapaði sinni skák, þar sem hann hafði líklega verra tafl frá byrjun og það sama gerðist fyrir Héðinn. Á borðinu var sigur Ungverjans Ruck sanngjarn enda var hann með yfirburðatafl. Hann tók hinsvegar þá skringilegu ákvörðun að skáka tvisvar með riddara á f7 og svo aftur á g5 þar sem hann var upphaflega. Héðinn lék Kh6 í þriðja sinn og krafðist svo jafnteflis enda staðan vissulega komin upp þrisvar sinnum. Þá upphófst mikil reikistefna - dómari viðureignarinnar náði í skorblað og var Héðni tjáð að hann ætti að skrifa skákina upp og svo var klukkan sett í gang þar sem að Héðinn var með 2 min. á klukkunni. Skákirnar voru auðvitað sendar beint út á netinu og þar sést greinilega að Héðinn hafði rétt fyrir sér.

Dómarinn setti svo klukku Héðins nokkrum sinnum í gang en Héðinn stoppaði hana jafnharðan og mótmælti hástöfum. Hafði hann þegar upp var staðið tapað rúmlega 30 sek. á því rugli. Að því sögðu fékk Héðinn gult spjald, rautt spjald og svo var gargað að hann skyldi leika annars myndi hann tapa skákinni.  Lék þá Héðinn tveimur leikjum áður en að hann gafst upp.

Vandræðin voru þau að það stendur greinilega í reglum mótsins að skila þurfi inn skorblaði til að sanna mál sitt en þeim er þó ekki dreift til keppenda fyrir skákirnar.  Ég taldi einfaldlega að það að skákirnar væru sýndar beint á netinu væri nóg en svo virðist ekki vera.

Það var með ólíkindum aumkunnarvert að horfa á Robert Ruck á meðan þessu stóð. Hann vissi þokkalega upp á sig sökina en sá ekki sóma sinn í að stöðva þetta fíaskó með því að bjóða Héðni jafnteflið.

En þrátt fyrir mótmæli okkar var ekkert gert og strax raðað í næstu umferð og mönnum sagt að hefja taflmennsku.

4.umferð: Slóvakía - Ísland 0,5-3,5 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

Ég missti því miður af nánast allri þessari umferð þar sem að ég stóð í smá stappi útaf atvikinu gegn Ungverjum. Var að lesa reglurnar og reyna að tuða eitthvað fyrir hönd Héðins. Þegar ég kom hinsvegar að borðunum var Henrik búinn að knésetja sinn andstæðing. Slóvakíski stórmeistarinn reyndi að þyrla upp moðreyk í jafnri stöðu en skapaði þar með veikleika í stöðu sinni sem að Henrik nýtti sér til fulls. Héðinn hafði full tök á sinni skák gegn Íslandsvininum IM Vavrak, á borði Stefáns var staða sem að ég botnaði ekkert í og Hannes var peði undir í endatafli en þó með mikla jafnteflissjénsa. Að lokum kláraði Héðinn sína skák sannfærandi með sigri og Stebbi sneri á andstæðing sinn í tímahrakinu. Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar að Slóvakinn rak kónginn sinn um koll og Stebbi krafðist gula spjaldsins, minnugur spjaldsins sem að hann fékk í hraðskákinni. Engin miskunn! Hannes hélt svo auðveldlega jafntefli og afar góður sigur því staðreynd.

5.umferð: Ísland - USA 1,5 - 2,5 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

Eftir hádegismatinn ákváðum við að hvíla Stefán og hleypa liðstjóranum inná. Mín skák var sú fyrsta til að klárast og voru hörmungarnar miklar. Ég tefldi alltof passíft en náði þó að komast út í einfalt endatafl sem ég hélt að ég myndi halda án mikilla erfiðleika. Svo datt mér allt í einu í hug að vera „dýnamískur" og leika peði til f5 enda mætti hann ekki drepa með e-peði sínu því hrókur héngi á e1. Kaninn drap það nú bara samt og þá sá ég að biskup hans valdaði hrókinn. Hrikaleg yfirsjón og eftirleikurinn auðveldur. Mér til enn meiri hrellingar var staðan ekki góð í öðrum skákum. Hannes samdi jafntefli á nánast sama tímapunkti og ég gaf. Henrik var að verjast í endatafli með mislitum biskupum og Héðinn var í einhverri beyglu fannst mér.  Henrik er hinsvegar heltraustur í endatöflum og hélt sér auðveldlega og Héðinn náði að komast út í stöðu þar sem að hann átti talsverða vinningssjénsa.  Bandaríski stórmeistarinn Kraai náði hinsvegar að halda jöfnu með því að þvinga fram þráskák og þar með tryggja USA sigur með minnsta mun. Við vorum mjög óánægðir með þessa niðurstöðu.

6.umferð: Íran - Ísland 2-2 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

Íranarnir senda sterka sveit til leiks og sérstaklega eru þeir skeinuhættir í styttri skákum eins og GM Moradiabadi sýndi okkur fram á í Reykjavik Blitz í ár. Ég var því mjög ánægður þegar að Moradiabadi samþykkti jafnteflisboð Henriks sem stýrði svörtu mönnunum. Stebbi komst lítið áfram gegn stórmeistaranum Bhageri og sættist því einnig á skiptan hlut nokkuð sem ég var mjög sáttur með á þeim tímapunkti. Ástæðan fyrir því var sú að Héðinn var að hamast við að hirða hvert peðið á fætur öðru af andstæðingi sínum og átti auðunnið tafl. Eitt matchpoint því í húsi og Hannes enn að berjast. Andstæðingur Hannesar fylgdist ekki vel með úrslitum annarra skáka  og spurði á einum tímapunkti liðstjórann sinn hvort að hann mætti bjóða jafntefl en því var snarlega hafnað. Því miður tefldi hann af mikilli festu og áræði eftir að hann áttaði sig á því að um væri að ræða „must-win" skák og knésetti Hannes í endataflinu. Ágætis úrslit engu að síður enda vorum við mjög nærri því að taka bæði stigin.

Fyrir síðasta dag lúrum við því í 9.sæti og erum í sæmilegri stöðu. Með góðum endaspretti gætum við eygt von  um að komast í undanúrslitin en til þess verður allt að ganga upp.

Að lokum er hér smá saga af Mikhail Gurevich fyrir Ingvar, vin minn, enda er sá maður líklega sá svalasti sem sögur fara af. Kína er mikið lögregluríki eins og menn vita og því eru hér lögreglumenn í fullum skrúða út um allt, líka inni í skáksalnum. Inni á klósettunum eru umfangsmiklar merkingar um að það megi ALLS EKKI reykja þar og vappa löggurnar reglulega þangað inn til að sinna eftirliti. Það var því afar skemmtilegt að sjá Gúrann halla sér upp að skilti sem á stóð „SMOKING FORBIDDEN" og reykti af áfergju.  Ég vildi að ég hefði haft myndavél á mér.

Kveðja frá Kína,

Bjössi.

Fjórði pistill

Síðasti dagur mótsins rann upp og vorum við í góðum gír fyrir baráttuna sem framundan var. Því miður voru stríðsguðirnir ekki á okkar bandi og sérstaklega var dagurinn hörmulegur fyrir þann sem þessi orð skrifar.

7.umferð: Túrkmenistan - Ísland 1,5 - 2,5 (Héðinn, Henrik, Stefán, Björn)

Túrkmenistar voru fínir andstæðingar á þessum tímapunkti að okkar mati en þó mátti ekki vanmeta þá því þeir eru alveg grjótharðir hraðskáksmenn.

Hannes gerði mér þann ljóta grikk að óska eftir hvíld fyrir síðustu tvær umferðirnar og því var mér stillt upp  gegn 13 ára barni frá Túrkmenistan sem er alveg hrikalega góður. Ég hafði horft upp á hann slátra Jakobi Vang Glud í umferðinni á undan og því ætlaði ég aldeilis að vanda mig. Skemmst er frá því að segja að ég sá aldrei til sólar eftir vafasama byrjunartaflmennsku og var illa rassskelltur af barninu - ég skrifa þessi orð með óbragð í munni.

Sem betur fer komu félagar mínir mér til bjargar en tæpt stóð það. Þegar ég stóð upp frá mínu borði var Henrik aðeins með hrók gegn drottningu andstæðingsins en átti þó ýmsa praktíska möguleika ekki síst vegna þess að andstæðingurinn var í gríðarlegu tímahraki.  Skákin þróaðist á besta veg og með því að hóta einhverju trikkinu í hverjum leik tókst Henriki að plata andstæðinginn að lokum. Héðinn tefldi svo afar góða skák á fyrsta borði og knésetti reyndan andstæðing sinn auðveldlega. Þá var Stefán einn eftir og hann var í smá beyglu með engan tíma á klukkunni . Strákurinn er hinsvegar manna seigastur undir mikilli pressu og hann náði að tryggja sér jafntefli eftir klukkubarningamaraþon.

Sigur með minnsta mun gegn Túrkmenum og eins og heyra má þá stóð sá sigur afar tæpt.

8.umferð: Ísland - Tyrkland 1,5 - 2,5 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

Tyrkirnir stilltu upp hefðbundnu liði - Gurevich á fyrsta borði og svo þrír vel þjálfaðir ungir tyrkneskir alþjóðlegir meistarar á borðum 2-4. Hannes var með hvítt á Gurevich og var liðið sammála um það að stutt jafnteflisboð frá okkar manni myndi henta okkur ágætlega enda værum við sterkari en þeir á öðrum borðum.  Það gekk eftir en því miður fóru aðrar skákir á versta veg. Héðinn, sem teflt hafði síðustu skákir alveg frábærlega, átti slæma skák gegn tyrkjanum Emre Can og varð að gefast upp þegar stutt var liðið á viðureignina. Staðan á öðrum borðum var samt ágætt - Stefán hafði fínt tafl gegn sínum andstæðingi og Henrik stóð til vinnings gegn Mert Erdogdu.  Henrik var skiptamuni yfir en varð samt að passa sig því Tyrkinn var með talsvert sprikl. Líklega vanmat Henrik spriklið og lék skákinni niður í sárgrætilegt tap. Stefán vann svo sína skák sannfærandi og því var tap með minnsta mun staðreynd.

Alveg ótrúlega svekkjandi úrslit því með sigri eða jafntefli þá hefðum við fengið tækifæri til að tefla úrslitaviðureign, líklega við Indland skv. mínum útreikningum, um sæti í fjögurra liða úrslitum mótsins.

9.umferð: Mexíkó - Ísland 2-2 (Hannes, Héðinn, Stefán, Björn)

Það var erfitt að mótivera sig fyrir þessa umferð þegar að möguleikar okkar höfðu runnið okkur úr greipum. Við vissum þó að með sigri myndum við væntanlega tryggja okkar 6. eða 7.sætið og við vildum reyna að enda eins ofarlega og okkur var unnt.

Henrik var miður sín eftir tapið gegn Tyrkjanum og óskaði eftir fríi í síðustu umferð og því fékk ég tækifæri til að rétta minn hlut. Ég ætla að reyna að gleyma föstudeginum 16.október 2008 úr mínu persónulega skákminni sem fyrst.

Hannes og Stefán komust lítið áleiðis gegn andstæðingum sínum. Mexíkaninn ungi, Manuel Leon Hoyos var greinilega smeykur við Róbótið því hann tefldi með ólíkindum leiðinlega og virtist afar sáttur við skiptan hlut. Héðinn vélaði síðan andstæðing sinn niður og kórónaði þar með stórgóða frammistöðu sína í mótinu. Þrátt fyrir hrikalega skák gegn Tyrkjanum þá var frábært að horfa á úrvinnslu Héðins í sumum skákunum og einnig var flott að fíaskóið gegn Ruck skyldi ekki sitja meira í honum en raun bar vitni.

Þá var það undir mér komið að tryggja okkur bæði matchpointin en því miður brást ég. Ég tefldi Taimanov-árásina gegn Ben-Oni andstæðingsins og þegar að kunnátta mín þraut þá hafði ég hreinlega ekki hugmynd um hvað ég ætti til bragðs að taka. Þá lagðist ég í þunga þanka og úðaði svo út nýjung og í raun nýju plani í stöðunni. Það var reyndar ekkert rosalega gott plan en nýjung engu að síður! Upphófust þá mikil uppskipti sem enduðu í jöfnu endatafli.  Mér varð svo á smá ónákvæmni sem að varð til þess að Mexíkaninn gat sett á mig smá pressu. Ég hefði nú samt undir öllum kringumstæðum átt að halda jafntefli en því miður þá var ég yfirbugaður í tímahrakinu og endaði með að falla á tíma með tapað tafl.

Niðurstaðan því 10 matchpoint af 18 mögulegum og 22 vinningar. Þökk sé nokkrum stórum sigrum þá öngluðum við saman ansi mörgum vinningum og því enduðum við í 9.sæti sem var ágætt úr því sem komið var. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir að enda ekki í hærra sæti að mínu mati - ef við förum í smá EF-leik þá hefðum við endað í 6.sæti EF að ég hefði haldið jafntefli í síðustu skákinni og EF að við hefðum náð 2 matchpointum til viðbótar þá hefðum við einfaldlega farið í úrslitin. Þangað fóru t.d. Íranir en þökk sé tapi okkar gegn Tyrkjum þá fengu Íranir þá stoðsendingu og nýttu sér hana með 3-1 sigri.

Að lokum þá kemur smá yfirlit yfir viðureignirnar og í hvaða sæti þessar tilteknu þjóðir lentu:

1.       Mongólar - sigur, 3,5 - 0,5 (27.sæti)

2.       Eistar - sigur, 4-0, (7.sæti)

3.       Ungverjar - tap, 1,5-2,5 (5.sæti)

4.       Slóvakía - sigur, 3,5 - 0,5 (17.sæti)

5.       USA  - tap, 1,5 - 2,5 (2.sæti)

6.       Íran - jafntefli, 2 - 2 (4.sæti)

7.       Túrkmenistan, sigur, 2,5 - 1,5 (8.sæti)

8.       Tyrkland, tap, 1,5 - 2,5 (12.sæti)

9.       Mexíkó, jafntefli, 2 - 2 (13.sæti)

Ánægðastur var ég með stórsigrana gegn Eistum og Slóvökum. Tapið gegn Tyrkjum var hrikalegt og eyðilagði í raun gott mót en einnig var grætilegt að engir af tæpu viðureignunum gegn USA, Íran og Ungverjalandi skyldu ekki detta með okkur eins og miklir möguleikar voru á.

En það þýðir ekki að væla - mótið var skemmtilegt, staðurinn frábær og hreint út sagt mikil upplifun að koma hingað. Ég er einnig sannfærður um að þessi reynslu geri mönnum gott fyrir ÓL-mótið sem framundan er - hópurinn var hristur saman hér.

Framundan eru nokkrir frídagar áður en við höldum heim á leið. Við ætlum að reyna að kíkja á helstu túristastaðana næstu daga, amk á múrinn góða og Forboðnu borgina svo eitthvað sé nefnt.

Í gær fóru ég, Stefán og Hannes út úr ÓL-þorpinu að borða og enduðum við niðri á stórri verslunargötu í miðri Peking. Þar var einskonar útimarkaður þar sem að Kínverjarnir kepptust við að steikja og elda furðulega hluti - t.d. ýmsar pöddur og kvikindi sem að ég hefði ekki ímyndað mér að maður ætti að geta borðað. Þar voru meðal annars djúpsteiktir sporðdrekar á boðstólnum og þar sem ég er nú sporðdreki þá lét ég auðvitað vaða. Bragðið var alls ekki slæmt og það eina sem ég get í raun kvartað yfir var það að halinn með hinum eitraða broddi fór illa niður í gegnum hálsinn og festist þar lengi vel.

Yfir og út.

Björn


EM taflfélaga hefst á morgun

Pistla frá EM taflfélaga, sem hefst á morgun, í Kallithea í Grikklandi þar sem Taflfélagið Hellir og Taflfélag Bolungarvíkur taka þátt má nú finna á heimasíðu félaganna. 

Röðun í fyrstu umferð liggur fyrir.  Bolvíkingar mæta spænsku sveitinni Linex Magic, þar sem Adams og Ponomariov tefla á fyrsta og öðru borði en Hellismenn mæta tékknesku sveitinni 1. Novoborsky SK.

Lið TB:

Bo. NameRtgFEDPts.
1IMGunnarsson Jon Viktor2430ISL0.0
2IMThorfinnsson Bragi2383ISL0.0
3FMArngrimsson Dagur2392ISL0.0
4 Gislason Gudmundur2328ISL0.0
5 Halldorsson Gudmundur2251ISL0.0
6FMEinarsson Halldor2264ISL0.0
7 Arnalds Stefan0ISL0.0

Lið Hellis:

Bo. NameRtgFEDPts.
1FMLagerman Robert2363ISL0.0
2FMJohannesson Ingvar Thor2355ISL0.0
3FMBjornsson Sigurbjorn2323ISL0.0
4 Gretarsson Hjorvar Steinn2284ISL0.0
5 Salama Omar2258EGY0.0
6 Edvardsson Kristjan2245ISL0.0

Alls taka 64 sveitir þátt.  Bolvíkingar hafa á að skipa þeirri 42. sterkustu en Hellismenn þá 47. sterkustu.  


Ísland endaði í níunda sæti á Mind Games

Íslenska landsliðið endaði í níunda sæti á Hugarleikunum (Mind Games) sem lauk í Peking í Kína í dag.  Liðið hlaut 10 stig og 21½ vinning. Héðinn Steingrímsson stóð sig best en hann fékk 6½ vinning af 9 mögulegum.  Kínverjar, Bandaríkjamenn, Íranar og Úkraínumenn komust í úrslit.

Ritstjórinn bíður ennþá mjög spenntur eftir pistli frá Birni.  Biðin er að verða óbærileg!

Árangur liðsmanna:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2575) 4 v. af 8 (Rpf. 2546)
  2. SM Héðinn Steingrímsson (2540) 6½ v. af 9  (Rpf. 2634)
  3. SM Henrik Danielsen (2492) 4 v. af 6 (Rpf. 2600)
  4. AM Stefán Kristjánsson (2474) 5½ v. af 8 (Rpf. 2436)
  5. FM Björn Þorfinnsson (2399) 2 v. af 6 (Rpf. 2263)

Ísland í níunda sæti á Mind Games

Íslenska landsliðið er í níunda sæti í atskákkeppni hugarleikanna í Kína þegar sex umferðum af níu er lokið.   Liðið hefur 7 stig og 16 vinninga.   Héðinn Steingrímsson hefur staðið sig best allra en hann hefur 4½ vinning.   Mótinu lýkur á morgun með umferðum 7-9.

Kínverjar er efstir, Ungverjar aðrir og Indverjar þriðju.   

Ritstjórinn bíður spenntur eftir þriðja pistli Björns Þorfinnssonar.   

Árangur liðsmanna:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2575) 3 v. af 6 (Rpf. 2533)
  2. SM Héðinn Steingrímsson (2540) 4½ v. af 6  (Rpf. 2659)
  3. SM Henrik Danielsen (2492) 3 v. af 4 (Rpf. 2683)
  4. AM Stefán Kristjánsson (2474) 3½ v. af 5 (Rpf. 2385)
  5. FM Björn Þorfinnsson (2399) 2 v. af 3 (Rpf. 2494)

Ísland byrjar vel í atskákinni - pistill Björns númer 2

Eftir hörmungardag í hraðskákinni í gær (sem þó skilaði okkur 11. sætinu) vorum við upplitsdjarfir fyrir átök dagsins. Við sváfum allir eins og englar í nótt og þreytan eftir ferðalagið var horfin úr líkamanum. Þó var einn danskur kroppur sem var yfirbugaður og þar á ég við Henrik okkar Danielsen sem var mjög slappur og óskaði því eftir fríi í atskákunum tveimur dag. Liðstjórinn lét persónulega skáksýki hafa áhrif á sig og samþykkti beiðnina  - þessi djókur verður aldrei þreyttur.

Fyrsta umferðin hófst kl.15.00 á kínverskum tíma og var ég mættur niður á skákstað kl.14.00 til að senda pistil heim og gulltryggja að allt væri í lagi með liðsuppstillinguna okkar. Það verða ekki gefnir fleiri punktar í þessu móti!

1.umferð: Ísland - Mongólía 3,5 - 0,5 (Hannes, Héðinn, Stefán, Björn)

Mongólar eru ekki með sitt sterkasta lið heldur senda unga stráka til leiks sem allir eru með um 2300 stig. Maður er nú alltaf smeykur við slíkar sveitir því styrkleiki þeirra getur verið mjög á reiki. Við unnum hinsvegar afar sannfærandi  sigur sem ég var mjög ánægður með. Ég og Héðinn völtuðum yfir andstæðinga okkar með svörtu mönnunum og Stefán tefldi módelskák í Caro-Kann að sínu mati! Andstæðingurinn hefði hugsanlega átt að geta varist betur en hann leyfði okkar manni að svíða sig aðeins of auðveldlega. Hannes var við það að yfirspila andstæðinginn gjörsamlega en gerði þau mistök að nota of mikinn tíma og vanda sig kannski aðeins of mikið. Í tímahraki gerði hann mistök en þó ekki það alvarleg að jafnteflið væri í hættu.  Ágætis úrslit og töluvert betri byrjun en gegn Englendingunum í hraðskákinni.

2.umferð: Eistland - Ísland 0-4 (Hannes, Héðinn, Stefán, Björn)

Getur maður annað en elskað að tefla þegar allt gengur upp? Við vorum sáttir við að mæta Eistlendingum sem að eru áþekkir okkur að styrkleika - þ.e. á pappírunum. Maður á kannski ekki að vera með of mikla strategíu í gangi í svona stuttum skákum en ég var mjög meðvitaður um að aðalatriðið væri að tryggja sigur í viðureigninni og þar með 2 stig, sjálfur vinningafjöldinn væri aukaatriði. Ég var eiginlega ögn brenndur eftir skákina gegn Ítalanum þar sem að léleg ákvörðun kostaði okkur sigur í viðureigninni.

Allar skákirnar voru í járnum lengi vel en þegar á leið fór allt að detta með okkur. Ég var fyrstur til að leggja minn andstæðing að velli í skák sem mér fannst ég hafa stjórn á allan tímann.  Vissulega hafði Eistinn sín færi en ég fékk aldrei þá tilfinningu að ég væri að missa tökin á stöðunni.  Þegar ég gat farið að fylgjast með öðrum skákum sá ég að Stebbi var að vinna sinn andstæðing í endatafli en það var víst eftir einhverja þrautargöngu í byrjun skákarinnar. Í sömu andrá vélaði Héðinn andstæðing sinn samviskusamlega niður og staðan því 3-0 og Hannes enn að tafli. Ég var nú ekki alveg að skilja stöðuna hjá Hannesi til að byrja með því GM Kualots virtist vera með vænlegt tafl. Við skoðuðum skákina svo í Fritz eftir skákina og var tölvan sammála mér til að byrja með en fór svo að átta sig eftir smá stund og læra að meta færin sem svartur hafði.  Hannes gerði sér alveg grein fyrir þessu og tefldi lokin óaðfinnanlega til sigurs. Virkilega góð skák hjá „The Robot" enda var hann afar kátur eftir hana.

Uppskeran því  7,5 vinningar af 8 mögulegum og 2-3.sæti staðreynd.  Á morgun teflum við gegn Ungverjum á 2.borði og hefur Hannes hvítt á fyrsta borði. Ég reikna fastlega með að aðalliðinu verði stillt upp því Henrik var orðinn allt annar maður í kvöld og tilbúinn í baráttuna. Ég verð þó ófeiminn að skipta skrattakollunum út ef að þeir standa sig ekki enda tefldi ég eins og engill í dag!!

 

Sjálfar aðstæðurnar hérna eru svo til fyrirmyndar. Við gistum í stórri íbúð í ÓL-þorpinu sem er þó bara með þremur svefnherbergjum en þremur klósettum! Ég og Hannes deilum svítunni - risastórt herbergi með stóru samliggjandi baðherbergi, Héðinn fékk eins manns herbergið sem er lítið en notalegt. Henrik og Stefán eru svo í gúanóinu en þeirra herbergi er álíka stórt og herbergi Héðins. Þar hafa líka tekið sér bólfestu blóðþyrstar moskítóflugur sem að hafa verið duglegar að gæða sér á blóði Stefáns en látið Henrik að mestu í friði. Stebbi er nokkuð illa farinn á sál og líkama eftir þessar árásir en hann náði að hefna sín í kvöld með því að drepa fjögur kvikindi með lófanum. Eftir höggin voru fjórir myndarlegir blóðblettir á veggnum enda voru flugurnar vel mettar eftir síðustu nætur.

Við erum svo með nafnspjöld hangandi um hálsinn sem tryggja okkur aðgang að mótsstað sem og aðgang í matsalinn rétt hjá hótelinu. Þar er okkur boðið upp á afar góðan morgunmat, viðbjóðslegan hádegismat en frábæran kvöldmat. Frekar skrítið að Kínverjarnir leggja einfaldlega enginn metnað í hádegismatinn! Eftir tvo daga hérna hafði ég nú varla áttað mig á þessu þótt að „lunchinn" væri vondur en eftir langt spjall við íslensku briddsarana þá var okkur tjáð þetta.

Talandi um kynni okkar af briddsurunum en strax við lendingu rakst ég á Gunnar Björn Helgason sem er skákmönnum af minni kynslóð góðu kunnur. Hann keppir fyrir Íslands hönd í ungmennakeppninni í Bridge og urðu með okkur fagnaðarfundir.  Svo hittum við Svein (man ekki eftirnafnið) sem að allir sem að sóttu Helli heim í Þönglabakkann kannast við. Hann var gaurinn sem gargaði alltaf: „SKIPTA".  Aðrir briddsarar hafa ekki orðið á vegi okkar en sem komið er. Gunnar verður hérna til 21.október eins og við skákmennirnir og því er alveg ljóst að við eigum eftir að taka góða kvöldstund með ungmennaliðinu í bridge áður en yfir lýkur.

Sjálft mótið er svo frábærlega skipulagt. Skáksalurinn er rúmgóður og flottur en eini gallinn er kannski sá að mótið gengur ansi hægt. Þegar pörunin er komin í ljós hefst  mikið ferli. Mönnum er leyft að athuga pörunina og stuttu síðar tilkynnir yfirdómarinn í hátalarakerfinu að eftir séu 5 min. af tímanum sem menn hafa til að skila inn borðaröðun fyrir næstu umferð. Þá fer í gang skeiðklukka (300 sek) á stórum flatskjá og niðurtalning hefst. Um leið og niðurtalningunni lýkur er lokað fyrir breytingar og svo hefst 300 sek. niðurtalning í sjálfa skákina. Þá er eins gott að menn taki sér sæti því umferðin hefst nákvæmlega eftir þessar 300 sek. og menn tapa ef að rassinn er ekki í stólnum. Þess má geta að spennufíklar fara yfirleitt á klósettið þegar 180 sek. eru eftir!

Þetta kerfi er reyndar til fyrirmyndar þótt að agalausir Íslendingar séu reyndar vanir meiri sveigjanleika.

Heilt yfir þá er þetta stórkostleg upplifun fyrir skákmenn að taka þátt í þessu sjónarspili.

Á morgun verða tefldar 4.umferðir, á fimmtudaginn verða svo síðustu 3 umferðirnar kláraðar. Fjögur efstu liðin komast áfram í undanúrslit á föstudaginn en aðrar þjóðir fara í pásu. Við eigum svo flug heim 21.október og fáum því 3-4 daga til að skoða okkur um í Kínaveldi. Dagskráin er á þessa leið:

i)                    Kínamúrinn

ii)                   Forboðna höllin

iii)                 Torg hins himneska friðar

iv)                 Sumarhöllin

v)                  Kínverskt karókí ásamt kínversku hrísgrjónavíni

vi)                 Sjálft manndómsprófið: Hvuttasnæðingur

Að því sögðu vil ég óska EM-förunum íslensku góðrar ferðar (vildi óska að ég væri að fara með ykkur), og sendi baráttukveðjur til allra Íslendinga og Anands.

Björn Þorfinnsson


Fyrsti Kínapistill Björns

Þá er alvaran hafin hér í Peking. Teflt er í hinni geysistóru höll Beijing International Conference Center sem er hús á mörgum hæðum og með geysimörgum sýningarsölum. Þar fer keppni fram í öllum hugaríþróttunum og hef ég nú þegar skellt mér að horfa aðeins á ungmennakeppnina í Bridge og svo úrslitin í dammi. Það er reyndar frekar fyndið að sjá dammkeppnina enda er borðið alveg eins og skákborð, 8x8, þeirra nota sömu FIDE-klukkur og við auk þess að nota blöð sem eru alveg eins og skákskriftarblöðin okkar. Ég las svo viðtal á mótsstað við fyrrverandi heimsmeistara sem sagði að damm væri flóknara en skák...tja....bíddu.....eru tölvurnar ekki örugglega búnar að leysa damm?

Við byrjuðum sumsé kl. 10.00 á kínverskum tíma sem er kl. 2.00 um nótt á íslenskum tíma. Ferðalagið var afar erfitt og satt best að segja vorum við talsvert vankaðir í morgunsárið. Ég hafði farið á mótsstað í gær og fengið upplýsingar um reglurnar í mótinu en í þeim eru þrír athyglisverðir punktar sem að reyna mun á:

i)                    Ef að skákmaður ýtir taflmanni á borðinu um koll og leikur án þess að lagfæra hann þá tapar hann umsvifalaust skákinni.

ii)                   Ef að skákmaður er ekki sestur við borðið þegar að aðaldómarinn tilkynnir að umferðin eigi að byrja þá tapar hann umsvifalaust skákinni, jafnvel þó að hann standi við stólinn.

iii)                 Ef að mönnum er ekki leikið akkúrat á reitinn þá getur andstæðingurinn kvartað (eða dómarinn tekið sjálfur ákvörðun um það). Við fyrstu kvörtun fær viðkomandi gult spjald og verði manninum aftur á í messunni þá fær hann rauða spjaldið og tapar skákinni.

Í hraðskákinni er rétt að taka fram að tímamörkin eru 3 min. og 2 sek. í viðbótartíma.

En við vorum sumsé afar vankaðir í morgun og vorum mjög seinir að leggja af stað á mótsstað. Gangan tók svo örlítið meiri tíma en við áætluðum og þegar að við vorum við dyrnar þá sáum við að klukkan var 10. Þá var auðvitað hert á göngunni og þegar við komum í keppnissalinn voru allir aðrir að setjast - við vorum því hólpnir. Þá hófst gleðin.

1.       umferð:  England - Ísland, 2,5 - 1,5 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

 

Við vorum glaðir að fá Englendingana enda var ætlunin að ímynda sér að andstæðingarnir væru annaðhvort Darling eða Clown og svo refsa þeim grimmilega. Allt kom hinsvegar fyrir ekki og þrátt fyrir að við værum mun sterkari þá tapaðist viðureignin með minnsta mun. Hannes tapaði eftir mikla baráttu gegn IM Andrew Greet í skák sem að hann átti ekki skilið að tapa, Héðinn gleymdi sér og féll á tíma með aðeins betri stöðu og Henrik komst ekkert áfram gegn sínum andstæðingi og samdi jafntefli í mislitu biskupaendatafli. Stebbi slátraði hinsvegar sínum andstæðing i gjörsamlega. Hrikaleg úrslit.

 

2.       umferð:  Ísland - Kína 0 -4 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

 

Áætlunin var að vinna einhverja létta sveit í næstu umferð og koma sterkir tilbaka og því voru heimamenn ekki óskaandstæðingar. Þeir gerðu aðeins jafntefli í fyrstu umferð og við vorum efstir þeirra sem töpuðu. Sveit þeirra var ógnarsterk eða á þessa leið: Bu, Wang Yue (sem heilsaði mér auðmjúklega), Wang Hao og Ni Hua. Við hefðum nú samt átt að taka einhverja punkta af þeim - Hannes var með betra þegar hann lék af sér manni, það sama gerðist fyrir Héðinn þegar hann var kominn með yfirburði jafnt sem á klukku sem og borði og Stebbi var með góðu stöðu nánast allan tímann þar til í blálokin. Stefán upplifði það að fá gula spjaldið þegar að hann lék hróki sínum 80% á b4 og 20% á b3. Það var frekar undrandi Punkur sem að fékk áminninguna frá dómaranum.  Í hvaða íþrótt var hann staddur?

 

3.       umferð: Japan - Ísland 0-4 (Héðinn, Henrik, Stefán, Björn)

Í þessari umferð var talið gott að leyfa liðstjóranum áhugasama að spreyta sig. Japanir eru ekki sterk skákþjóð og var þessum vinum okkar í efnahagsmálum samviskusamlega ýtt útaf borðinu á öllum borðum.

4.       umferð: Ísland - Ítalía 2-2 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

 

Stefán ákvað að hvíla og því fékk ég að tefla aðra skák mína í mótinu. Það voru mistök. Hannes og Henrik unnu afar sannfærandi með hvítu mönnunum en ég og Héðinn vorum óheyrilega óheppnir með svörtu mönnunum. Héðinn var með gjörunnið tafl en lék sig í mát og ég var með mikla yfirburði þegar ég lék af mér skiptamuni. Það kom ekki að sök og skömmu síðar gat ég tryggt mér jafntefli (engar skákir búnar, hefði að sjálfsögðu tekið því ef tveir vinningar hefðu verið í húsi) með því að hóta óverjandi máti og þá hefði Ítalinn neyðst til að taka þráskák. Ákvarðanatakan var hinsvegar eitthvað brengluð og ég fór út í sullumbull í staðinn þegar að báðir voru með 10 sek. eftir á klukkunni. Svo lék ég samviskusamlega öllu niður í tímahrakinu og tapaði. Afar þreytt úrslit gegn sveit sem við áttum að vinna.

 

5.       umferð: Litháen - Ísland 0-4 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

 

Litháenar eru ekki með sitt sterkasta lið - eingöngu unga stráka sem eru um og yfir 2400 stig. Taldi þá samt seigari en þetta í hraðskák en niðurstaðan var einfaldlega sú að við unnum sannfærandi í öllum skákum. Íslenska vélin er komin í gang og hana fær ekkert stöðvað!

Að loknum fimm umferðum kom langt hádegisverðarhlé. Við fáum að borða á hótelinu okkar sem að er í talsverðri fjarlægð frá mótsstað og fyrst við vorum búnir að rölta alla þessa leið þá ákváðu menn að leggja sig aðeins á milli umferða.  Það átti eftir að reynast dýrkeypt og er heiti síðari þáttar einfaldlega: „Íslendingar læra skákreglurnar".

6.       Umferð: Ísland - Ástralía 1,5 - 2,5 (Hannes, Héðinn, the man who wasnt there, Stefán)

Við gleymdum okkur hrikalega á klukkunni og þegar við komumst til átta þá var klukkan rúmlega 12 min.  í umferð. Ákváðum við þá í skyndi að Henrik skyldi hvíla og hljóp ég af stað á hraða antilópunnar enda varð að skila borðaröðuninni inn 5 min. fyrir umferð. Þegar ég kom „í mark" var hraðinn orðin svipaður hámarkshraða skjaldbökunnar en samt taldi ég mig nú alveg vera að ná þessu. Þegar ég kem síðan inn í salinn og tæplega 2-3 skref í bakann þar sem skila átti inn liðinu þá er tilkynnt að það sé búið að loka fyrir breytingar í hátalakerfinu. Ég tek auðvitað síðustu metrana í góðu stökki en það gerði dómarinn líka og harðbannaði mér að skila inn liðinu. Sveigjanleikinn enginn og þrátt fyrir smá taut mitt þá leyfði hann mér ekki að skila inn blaðinu.  Þá voru 5 min. í umferð og ómögulegt að ná í Henrik á þeim tíma og því hófst umferðin með autt borð hjá Íslandi á 3.borði -  eitt-núll fyrir Ástralíu. Hannes var lengi vel hársbreidd frá því að yfirspila andstæðinginn gjörsamlega en IM Smerdon barðist vel og uppskar ósanngjarnt jafntefli. Stebbi vann svo sína skák sannfærandi en á 2.borði máttum við þola beiskan ósigur þegar að Héðinn tapaði með því að rekast í kónginn sinn með erminni og ýta ósjálfrátt á klukkuna áður en kóngurinn var lagaður.  Umsvifalaust „brútal" tap og því tap með minnast mun í heildina. Dísús segi ég nú bara.

 

 

7.       Umferð: USA - Ísland 1-3 (Hannes, Héðinn, Henrik, Stefán)

 

Enn var heppnin ekki með okkur. Baráttan var hörð í öllum skákum en smá saman fór þetta á versta veg. Stebbi tefldi sína verstu skák og féll á tíma þegar hann var í bullandi vandræðum. Hannes tefldi við Shabalov og var nú líklega með tapað tafl en var með sprikl sem gerði Kananum/Lettanum erfitt fyrir. Svo erfitt var það að Hannes plataði Shaba og var með gjörunnið tafl þegar að hann rekur sig í kónginn hjá andstæðingnum og ýtir á klukkuna. Dómarinn var reyndar ekki á staðnum en Shabalov krafðist vinnings. Það sama gerðist fyrir Henrik þegar „Den Danske" var peði yfir gegn GM Fridel og við sáum fram á kreisting. Strax tap.  Héðinn bjargaði svo umferðinni með sannfærandi sigri á Perelsteyn.

 

8.       Umferð: Ísland - Ísrael 3-1 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

 

Ísraelar senda mjög veikt lið til leiks og því var sigurinn í raun of lítill. Hannes vann strax þegar að andstæðingurinn var ekki mættur í byrjun og undirritaður og Henrik unnu sannfærandi. Héðinn lenti hinsvegar í smá basli í byrjuninni og eftir mikla baráttu sem virtist vera að skila jafntefli þá féll okkar maður á tíma. En sigur er alltaf sigur og tvö matchpoint í húsi. Fyrir umferðina skildu leiðir en Stefán var orðinn frekar slappur og ákvað því að fara heim á hótel og hvíla sig. Skáksjúkur liðstjóri féllst á það.

 

9.       Umferð: Ísland - Pakistan 3-1 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

Sannfærandi á öllum borðum fyrir utan slys hjá Henrik.

10.   Umferð: Ísland - Austurríki 1,5 - 2,5 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

 

 

Þessi úrslit voru eiginlega þau mest svekkjandi enda vorum við farnir að eygja möguleika á góðu sæti með áframhaldandi velgengni. Austurríkismennirnir ættu venjulega að vera þægilegir andstæðingar en allt brást sem hægt var. Hannes gerði jafntefli á fyrsta borði og ég vann (það skal koma fram...auðveldlega) á fjórða borði en Héðinn og Henrik töpuðu því miður báðir. Andstæðingi Henriks ekki boðið til Íslands að tefla eftir sína framkomu - svo mikið er víst.

 

11.   Umferð: Írak - Ísland 1-3 (Hannes, Héðinn, Henrik, Björn)

 

Írakarnir voru ansi hressir og spjölluðu mikið fyrir skákirnar. Sérstaklega var minn andstæðingur vinalegur og það er reyndar alveg ótrúlegt hvað það hefur oft slæm áhrif á taflmennskuna hjá mér.  Einbeiting fer veg allrar veraldar. Það sem ég er að reyna að segja er....að ég tapaði samviskusamlega. Sem betur fer unnu samt allir aðrir og því var 3-1 sigur staðreynd. Henrik lenti í smá deilum þar sem að andstæðingurinn lék ólöglegum leik, kóngi ofan í, sem að Henrik drap, án þess að ýta á klukkuna og kallaði á skákstjóra (og féll á tíma meðan hann beið eftir honum). Þetta olli miklu fjaðrafoki hjá Írökum sem voru alveg brjálaðir og tóku ekki röksemdum okkar um að leikur væri ekki kláraður fyrr en að ýtt væri á klukkuna. Skákdómarinn var hinsvegar sammála okkur en ég efast um að Henrik drepi kóng í bráð - þetta var of mikið vesen fyrir það!

 

Skemmtilegu móti var því lokið og vorum við hundfúlir með árangurinn.  Við finnum þó allir hversu mikið ferðalagið situr í okkur og því vona ég að á morgun verðum við landi og þjóð til sóma.

Við enduðum í 11.sæti en vinningafjöldi einstakra liðsmanna var þessi:

  • 1.       Hannes                6/10
  • 2.       Héðinn                5/11
  • 3.       Henrik                  6,5/11*
  • 4.       Stefán                  4/6
  • 5.       Björn                    4/6


* Henrik tapaði skák sem var í raun mér að kenna. 6,5/10 er í raun hið eiginlega skor.

Í rauninni vorum við bara sáttir við 11.sætið miðað við hvað við vorum óheppnir og í raun hreinlega lélegir á köflum J

Á morgun hefst svo atskákin og ætlum við svo sannarlega að taka okkur saman í andlitinu fyrir hana.

Ég reyni svo að koma með pistil um aðstæður síðar.

Kveðja til kreppueyjunnar,

Björn


Íslandi endaði í 11. sæti

Íslenska skákliðið sem keppir á Hugarleikunum í skák (World Mind Games), hafnaði í 11. sæti í hraðskákkeppni sem fram fór í dag en fyrirfram var liðinu raðað í áttunda sæti.  Kínverjar urðu efstir, Úkraínumenn aðrir, Ungverjar þriðju og Indverjar fjórðu.   Þessi lið tefla til úrslita.  Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig best en hann fékk 6 vinninga af 10 mögulegum á fyrsta borði.  Á morgun hefst atskákkeppni

Lokastaðan:

 

Rk. TeamTeamTB2
1 ChinaCHN34,5
2 UkraineUKR29,0
3 HungaryHUN29,0
4 IndiaIND26,0
5 VietnamVIE26,0
6 EstoniaEST28,0
7 PhilippinesPHI25,5
8 IranIRI26,0
9 TurkeyTUR22,0
10 LatviaLAT22,5
11 IcelandISL24,5
12 BrazilBRA23,5
13 MongoliaMGL23,0
14 TurkmenistanTKM23,0
15 United States Of AmericaUSA22,5
16 MexicoMEX22,0
17 EnglandENG22,0
18 AustraliaAUS21,5
19 ItalyITA21,0
20 SingaporeSIN20,5
21 AustriaAUT20,5
22 DenmarkDEN24,5
23 NorwayNOR23,0
24 PakistanPAK21,0
25 LithuaniaLTU18,5
26 SlovakiaSVK19,0
27 IraqIRQ21,0
28 JapanJPN14,0
29 IsraelISR15,5
30 KoreaKOR11,0
31 MacauMAC4,0
32 CyprusCYP0,0

 
Árangur íslensku fulltrúanna:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2575) 6 v. af 10 (Rpf 2544)
  2. SM Héðinn Steingrímsson (2397) 5 v. af 11 (Rpf 2397)
  3. SM Henrik Danielsen (2492) 5½ v. af 11 (Rpf 2330)
  4. AM Stefán Kristjánsson (2474) 4 v. af 6 (Rpf 2351)
  5. FM Björn Þorfinnsson (2399) 4 v. af 6 (Rpf 1952)

Hannes tapaði fyrir Onichuk

Onichuk - HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2566) tapaði fyrir bandaríska stórmeistarann Alexander Onichkuk (2670) í níundu og síðustu umferð Spice Cup-mótsins, sem fram fór í Lubbock í Texas í kvöld.  Hannes hlaut 2½ vinning og rak lestina.  Fann ekki fjölina sína að þessu sinni.  Onichuk varð efstur ásamt landa sínum Vauzhan Akobian (2610), Pentala Harikrishna (2668), Indlandi, og Leonind Kritz (2610), Þýskalandi en þeir hlutu 5½ vinning.  

Úrslit níundu umferðar:


Akobian (5) 1/2 Kritz (5)
Perelshteyn (3) 1-0 Mikhalevski (4.5)
Miton (3) 1/2 Becerra (4.5)
Onischuk (4.5) 1-0 Stefansson (2.5)
Pentala (4.5) 1-0 Kaidanov (3.5)

Lokastaðan

Rank

Name

Title

Rating

FED

Pts

1-4

Kritz, Leonid

GM

2610

GER

5.5

1-4

Pentala, Harikrishna

GM

2668

IND

5.5

1-4

Onischuk, Alexander

GM

2670

USA

5.5

1-4

Akobian, Varuzhan

GM

2610

USA

5.5

5

Becerra, Julio

GM

2598

USA

5.0

6

Mikhalevski, Victor

GM

2592

ISR

4.5

7

Perelshteyn, Eugene

GM

2555

USA

4.0

8-9

Miton, Kamil

GM

2580

POL

3.5

8-9

Kaidanov, Gregory

GM

2605

USA

3.5

10

Stefansson, Hannes

GM

2566

ISL

2.5


Hannes vann Miton!

Hannes og MitonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2566) sigraði pólska stórmeistarann Kamil Miton (2580) í áttundu og næstsíðustu umferð Spice Cup, sem fram fór í Lubbock í Texas í kvöld.  Þetta er fyrsta vinningsskák Hannesar sem er í tíunda sæti með 2,5 vinninga.  Í níundu og síðustu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við stigahæsta keppenda mótsins, bandaríska stórmeistarann Alexander Onichkuk (2670).  

Stórmeistararnir Leonid Kritz (2610), Þýskalandi, og Varuzhan Akobian (2610), Bandaríkjunum, eru efstir með 5 vinninga fyrir lokaumferðina.

 

Úrslit áttundu umferðar:


Kritz 1/2 Pentala
Mikhalevski 1/2 Akobian
Kaidanov 1/2 Onischuk
Becerra 1/2 Perelshteyn
Stefansson 1-0 Miton

Staðan:

1-2. Akobian, Varuzhan GM 2610 USA 5.0
Kritz, Leonid GM 2610 GER 5.0

3-6. Mikhalevski, Victor GM 2592 ISR 4.5
Onischuk, Alexander GM 2670 USA 4.5
Becerra, Julio GM 2598 USA 4.5
Pentala, Harikrishna GM 2668 IND 4.5

7. Kaidanov, Gregory GM 2605 USA 3.5

8-9. Miton, Kamil GM 2580 POL 3.0
Perelshteyn, Eugene GM 2555 USA 3.0

10. Stefansson, Hannes GM 2566 ISL 2.5



« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband