Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Erlendar skákfréttir

Carlsen og Shirov gerđu jafntefli í 175 leikjum!

Báđum skákum 3. umferđ Bilbao Final Masters-mótsins, sem fram fór í dag, lauk međ jafntefli.  Kramnik (2780) og Anand (2800) gerđu fremur stutt jafntefli en ţađ sama mátti ekki segja um skák Shiorv (2749) og Carseln (2826) en sú skák varđ 175 leikir en sá síđarnefndi var ađ reyna ađ vinna skákina en hann hafđi ţrjá létta menn upp í drottningu.   Frídagur er á morgun.  Ţess má geta ađ Carlsen hefur eftir slakt gengi undanfariđ misst toppsćtiđ á "lifandi stigalistanum"yfir til Anand.

Fjórir skákmenn taka ţátt í mótinu og veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ.

Stađan eftir 3. umferđ:

  1. Kramnik 7 stig (2˝ v.)
  2. Anand 5 stig (2 v.)
  3. Shirov 2 stig (1 v.)
  4. Carlsen 1 stig (˝ v.)
Heimasíđa mótsins

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen lagđi Anand ađ velli

Ekki er neinum blöđum um ţađ ađ fletta ađ frćndur okkar Norđmenn standa nú fremstir Norđurlandaţjóđanna á skáksviđinu, ţökk sé Magnúsi Carlsen sem á nýbirtum stigalista FIDE trónir langefstur međ 2.826 elo-stig. Í 2. sćti er Venselin Topalov međ 2.803 elo-stig og sá ţriđji er heimsmeistarinn Anand međ 2.800 elo-stig. Stigalistinn er birtur ársfjórđungslega. Allt er ţađ gott og blessađ og enn spyrja menn hvort stigin gefi eđlilega mynd af styrkleika manna og hvort sá geigvćnlegi munur sem er á toppskákmönnunum og ýmsum öđrum sé endilega „réttur".

Af einhverjum ástćđum rifjuđust upp fyrir manni ţeir ótvírćđu yfirburđir sem Kasparov hafđi yfir kynslóđ núverandi heimsmeistara ţegar ađalstyrktarađili Magnúsar, norski fjárfestingabankinn Arcitc securities, hélt fjögurra manna atskákmót í bćnum Kristiansund í Noregi á dögunum međ ţátttöku Anands, Magnúsar Carlsen, Juditar Polgar og nýjasta liđsmanns Taflfélags Vestmannaeyja, Jons Ludvigs Hammers. Ţar fóru úrslitin flest eftir bókinni; Anand tók ađ sér ađ vinna undanrásirnar, hlaut fimm vinninga af sex mögulegum, Magnús kom nćstur međ 3˝ vinning, Hammer í 3. sćti međ 2 vinninga og Judit Polgar hlaut 1˝ vinning. Svo tefldu Anand og Magnús tveggja skáka einvígi um 1. verđlaun en ţá snerist dćmiđ viđ, Magnús vann 1˝:˝. Svo er ţađ taflmennskan: Hún var oft furđu slök og mađur hlýtur ađ draga ţá ályktun ađ ţegar Kasparov hćtti keppni fyrir fimm árum hafi síđasti skákrisinn gengiđ í björg.

Hammer - Anand

10-09-05-2.jpgŢótt tímafyrirkomulagiđ, 20-10, sé afar krefjandi ţá hefđi Kasparov aldrei misst af leik á borđ viđ 29.... De6! sem vinnur strax, 30. Hxe2 strandar á 30.... Hd1+ og 31.... Hh1 mát. Anand hirti peđiđ, 29.... Dxa2?? og vann eftir nokkur mistök til viđbótar.

Sjá stöđumynd 2

Carlsen - Hammer

Í ţessari skák vann hvítur peđ upp úr byrjuninni og úrvinnslan hefđi ekki átt ađ vefjast fyrir 10-09-05-1.jpgstigahćsta skákmanni heims. Ţađ fór á annan veg. Í ţessari stöđu voru báđir í tímahraki og Magnús lék 39. Hd2??. Nú átti Hammer 39.... Hc1+ sem vinnur. En hann lék umsvifalaust 39.... Hhxd2?? og tapađi eftir 73 leiki.

Ţegar út í úrslitakeppnina var komiđ tókst Magnúsi loks ađ sýna klćrnar og vann sannfćrandi sigur. Anand reyndi ekki ađ vinna seinni skákina og bauđ jafntefli eftir 28 leiki. Ţađ hefđi Kasparov aldrei gert:

Fyrsta einvígisskák:

Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand

Grunfelds - vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 c6 6. 0-0 d5 7. Rbd2 Bf5 8. b3 Re4 9. Bb2 Ra6!? 10. Rh4 Rxd2 11. Dxd2 Be6 12. Hac1 Dd7 13. Rf3 Hfd8 14. Hfd1 Rc7 15. Da5 Re8 16. e3 Bg4 17. Hd2 Bxf3 18. Bxf3 e6 19. Hdc2 Rd6 20. a4 f5 21. De1 a5 22. Bc3 dxc4 23. Bxa5 cxb3 24. Hb2 Hdc8 25. Hxb3 Bf8 26. Hcb1 Ha7 27. Kg2 Rc4 28. Bb4 Bxb4 29. Hxb4 Rd6 30. Dc3 Hca8 31. Dc2 Ha6 32. h4 h5 33. e4 H8a7 34. exf5 Rxf5 35. He1 Ha5 36. Db3 Kf7 37. He4 Re738. Dc2 Rd5 39. Hc4 Ha8 40. He5 Re7 41. Bxh5 Hxe5 42. dxe5 Dd5+ 43. Bf3 Dxe5 44. He4 Dd6 45. h5 Hf8 46. Db2 b5 47. axb5 cxb5 48. Dxb5 Rf5 49. Db7+ Kf6 50. Dh7 gxh5 51. Bxh5 Dd5 52. Bf3 Dd2 53. g4 Rg7 54. g5+

- og Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 5. september 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Kramnik fylgir Shirov til Bilbao

Báđum skákum sjöttu og síđustu umferđar Final Masters mótsins, sem fram fór í dag í Shanghai lauk međ jafntelfi.  Shirov (2749) hafđi ţegar tryggt sér sigur á mótinu og keppnisrétt í Bilbao í október en Kramnik (2780) og Aronian (2783) komu jafnir í mark í öđru sćti.  Ţeir tefldu hrađskákeinvígi og ţar hafđi Kramnik betur og teflir ţví Bilbao ásamt Shirov, Carlsen (2826) og Anand (2800).  Wang Hao (2724) rak lestina.

Lokastađan:

 

  • 1. Shirov (2749) 12 stig (4˝ v.)
  • 2.-3. Kramnik (2780) og Aronian (2783) 7 stig (3 v.)
  • 4. Wang Hao (2724) 3 stig (1˝ v.)
Veitt voru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ.

Shirov hefur tryggt sér keppnisrétt í Bilbao

Lettneski Spánverjinn Alexei Shirov (2749) hefur tryggt sér keppnisrétt á Bilbao Final Masters sem fram fer í október.  Shirov vann Wang Hao (2724) í fimmtu og nćstsíđustu umferđ mótsins í Shanghai sem fram fór í dag.  Kramnik (2780) hefur ekki sagt sitt síđasta orđ en hann vann Aronian (2783) í dag.  Ţeir eru jafnir í öđru sćti og ađeins annar ţeirra fćr keppnisrétt í Bilbao ásamt Shirov, Carlen (2826) og Anand (2800).

Stađan:

  • 1. Shirov (2749) 11 stig (4 v.)
  • 2.-3. Kramnik (2780) og Aronian (2783) 6 stig (2˝ v.)
  • 4. Wang Hao (2724) 2 stig (1 v.)

Lokaumferđin fer fram í fyrramáliđ og hefst kl. 6.  Ţá mćtast Shirov og Aronian og Kramnik og Wang Hao.

Tveir efstu menn mótsins tefla á sjálfu ađalmótinu sem fram fer í Bilbao, 9.-15. október nk. ásamt stigahćsta skákmanni heims, Magnusi Carlsen (2826) og heimsmeistaranum Anand (2800). 

Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ.

 


Shirov efstur í Shanghai

Shirov (2749) sigrađi Kramnik (2780) í fjórđu umferđ Bilbao Final Masters sem fram í nótt í Shanghai.   Aronian (2783) og Wang Hao (2724) gerđu jafntefli.   Shirov er efstur međ 8 stig og virđist vera í vćnlegri stöđu en tveir efstu menn ávinna sér rétt til ađ tefla í ađalmótinu í október.   Aronian er annar međ 6 vinninga.

Stađan:
  • 1. Shirov (2749) 8 v. (3 v.)
  • 2. Aronian (2783) 6 stig (2,5 v.)
  • 3. Kramnik (2780) 3 stig (1,5 v.)
  • 4. Wang Hao (2724) 2 stig (1 v.)

Tveir efstu menn mótsins tefla á sjálfu ađalmótinu sem fram fer í Bilbao, 9.-15. október nk. ásamt stigahćsta skákmanni heims, Magnusi Carlsen (2826) og heimsmeistaranum Anand (2800). 

Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ. 

Árrisulir geta fylgst međ skákum mótsins í Shanghai en umferđirnar hefjast kl. 6 á morgnanna.


Carlsen sigrađi Anand í úrslitum

Anand og CarlsenNorski undradrengurinn Magnus Carlsen sigrađi indverska heimsmeistarann Vishy Anand í úrslitum skákhátíđinnar í Kristianssund í Noregi.  Carlsen hafđi betur 1,5-0,5.  Hammer varđ í ţriđja sćti eftir 1,5-0,5 sigur á Polgar í einvígi um ţriđja sćtiđ.


 


Anand og Carlsen tefla til úrslita

Indverjinn Anand sigrađi í undanrásum skákhátíđar í Kristianssund í Noregi.  Anand hlaut 5 vinninga í 6 skákum, 1,5 vinning meira en Carlsen sem varđ annar.  Ţeir tefla til úrslita á morgun.  Jon Ludvig Hammer varđ ţriđji međ 2 vinninga og Judit Polgar rak lestina međ 1,5 vinning.  Ţau tefla einvígi um ţriđja sćtiđ.  

Útsending frá úrslitunum hefst kl. 11:30 á morgun. 

 


Carlsen og Anand efstir í Kristiansund

Í gćr hófst atskákmót í í Kristianssund Noregi, kennt viđ fyrirtćkiđ Artic Securities sem er ađalstuđnginsađili Magnúsar.  Ţátt taka fjórir skákmenn og tefld er tvöföld umferđ, atskákir í efsta flokki.  Ţátt taka Magnus Carlsen, Vishy Anand, Jon Ludvig Hammer og Judit Polgar.  Tveir efstu menn mótsins tefla svo til úrslita á morgun.   Magnús og Vishy hafa 2,5 vinning, svo flest bendir til ţess ađ ţeir mćtist.  Polgar og Hammer hafa hálfan vinning hvort.

Umferđin í dag hefst kl. 12:30 en bein útsending í mjög góđum gćđaflokki hefst kl. 12.

 


Adams breskur meistari

Stórmeistarinn Michael Adams (2706) sigrađi međ yfirburđum á Breska meistaramótinu í skák sem fram fór Canterbury dagana 26. júlí-6. ágúst.  Adams hlaut 9˝ vinning í 11 skákum, var taplaus og 1˝ vinningi fyrir ofan nćsta mann.

Í 3.-8. sćti urđu stórmeistarinn Stuart Conquest (2523), alţjóđlegu meistararnir Andrew Greet (2451), Adam Hunt (2408) og Richard Pert (2460) og FIDE-meistararnir Jonathan Hawkins (2423) og Alexei Slavin (2417).

Alls tóku 897 skákmenn ţátt í breska meistaramótinu í skák.  Ţar af tefldu 78 skákmenn í efsta flokki og ţar af  10 stórmeistarar sem fćstir röđuđu sér í efstu sćtin.

Englendingar stilla upp sterku liđi á ólympíuskákmótinu í ár.  Sennilega ţví sterkasta um langt árabil en liđ ţeirra skipa:  Michael Adams, Nigel Short, Luke McShane, David Howell og Gawain Jones.

Heimasíđa mótsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Sá besti sem aldrei varđ heimsmeistari

Ţegar spurt er ađ ţví hvađa skákmađur hafi veriđ bestur ţeirra sem aldrei hrepptu heimsmeistaratitilinn koma nöfn Kortsnoj og Keres upp í hugann. Saga ţess síđarnefnda, Eistlendingsins Paul Keres (1916-1975) er áhugaverđ. Á árunum 1954-1962 tók hann ţátt í fjórum áskorendamótum og varđ alltaf í 2. sćti. Á AVRO-skákmótinu í Hollandi 1938 bar hann sigur úr býtum og skaut aftur fyrir sig öllum helstu meisturum ţess tíma.
 
Viđrćđur um heimsmeistaraeinvígi viđ Aljékín voru hafnar ţegar seinni heimsstyrjöldin greip inn í. Keres var í Buenos Aires vegna Ólympíumótsins en ţegar hann sneri aftur höfđu Eystrasaltslöndin veriđ innlimuđ í Sovétríkin. Stuttu síđar hernámu nasistar Eistland og Keres tók ţátt í nokkrum mótum á ţeirra yfirráđasvćđi. Í stríđslok reyndi Keres ađ flýja hina nýju og gömlu herra, var handtekinn og yfirheyrđur í nokkra daga. Honum var m.a. gefiđ „ađ sök“ ađ hafa búiđ í sama húsi og ţekktur andspyrnumađur. Ţađ mál var tekiđ fyrir á ráđstefnu sem haldin var um arfleifđ Keres í Tallinn áriđ 2006 en međal gesta var Friđrik Ólafsson. Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ skáksnilld Keresar hafi forđađ honum frá aftökusveitum Stalíns. Hann var „endurreistur“ og fékk ađ tefla á fimm manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Haag og Moskvu áriđ 1948. Ađrir keppendur voru Botvinnik, Smyslov, Reshevsky og Euwe en tefld var fimmföld umferđ. Sjötti mađur, Ruben Fine, hafnađi ţátttöku en ađ Miguel Najdorf skyldi ekki vera međ mun eiga sér ţá undarlegu skýringu ađ í Groningen tveim árum fyrr hafi Najdorf stofnađ til veđmála um ađ hann myndi sigra Botvinnik í ţví móti – og ţađ gekk eftir! Keres tapađi fjórum fyrstu skákum sínum fyrir Botvinnik. Fullvíst er taliđ ađ haft hafi veriđ í hótunum viđ hann. Til ađ sanna styrk sinn vann Keres Sovétmeistaramótiđ ţrisvar međ stuttu millibili: 1947, 1950 og 1951.

Annálađ prúđmenni en keppnismađur; hann lét svo ummćlt ađ nauđsynlegt vćri ţeim reyndari ađ temja og vinna unga og upprennandi skákmenn, ţeir gćtu annars orđiđ vandmál síđar. Friđrik Ólafssyni gekk illa gegn Keres sem vann Bobby Fischer ţrívegis međ svörtu. Fyrir löngu gekk ég fram á gamlan Íslandsmeistara sem tjáđi viđstöddum ađ hann hefđi skođađ allar skákir sem Keres hafđi teflt á ferlinum og ţćr höfđu reynst honum mikill bálkur fróđleiks.

Keres var mikill meistari í Tsjígorín-afbrigđi spćnska leiksins. Vann ţar marga sigra eins og ţennan gegn hinum harđvítuga Efim Geller:

Moskva 1951:

Efim Geller – Paul Keres

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Bb7 14. Rf1 Hac8 15. Bg5 d5 16. exd5 exd4 17. Bg5 h6 18. Bh4?

Geller brast kjark til ađ leika 18. Bxh6! gxh6 19. Dd2 međ óstöđvandi sókn. Svartur leikur betur, 18. .. Hfd8 og svartur heldur í horfinu.

18. ... Rxd5 19. Dd3 g6 20. Bg3 Bd6 21. Bxd6 Dxd6 22. Dd2

22. ... Rf4!10-07-18.jpg 23. Dxa5

Betra var 23. Be4.

23. ... Bxf3 24. gxf3 Rxh3+ 25. Kg2 Rf4+ 26. Kg1 Rh3+ 27. Kg2 Rf4+ 28. Kg1 Dd5! 29. Rg3 d3! 30. Re4 Df5 31. Db4 Hfe8!

- Ţögull leikur og afgerandi. Geller gafst upp ţví hann átti enga vörn viđ hótuninni 32. ... Hxe4 ásamt 33. ... Dg5+ og mátar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 18. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8779126

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband