Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur gegn Finnum

Svandís Rós kemur inn sem varamađur í 3. umferđ og teflir gegn Maríelu einni af ţremur Ebeling systrum sem eru í finnsku sveitinniSkáksveit Rimaskóla vann stórsigur, 4-0, á finnsku sveitinni í 3. umferđ NM barnaskólasveita sem fram fór í dag á Jótlandi.  Oliver Aron og Kristófer Jóel Jóhannessynir, Nansý Davíđsdóttir og Svandís Ósk Ríkharđsdóttir tefldu.  Rimskóli hefur 8,5 vinning og er í öđru sćti á eftir sćnsku sveitinni en ţađ stefnir í harđa baráttu á milli Rimaskóla, Svía og Norđmanna um sigur á mótinu.  Mótinu lýkur á morgun međ 4. og 5. umferđ.   

Stađan:

  1. Svíţjóđ 9 v.
  2. Rimaskóli 8,5 v.
  3. Noregur 8 v.
  4. Danmörk II 5 v.
  5. Danmörk I 3,5 v.
  6. Finnland 2 v.

 

Skáksveit Rimaskóla skipa:

  1. Oliver Aron Jóhannesson (1653) 1,5 v. af 3
  2. Kristófer Jóel Jóhannesson (1464) 2,5 v. af 3
  3. Nansý Davíđsdóttir (1293) 2,5 v. af 3
  4. Jóhann Arnar Finnsson (1199) 1 v. af 2
  5. Svandís Ósk Ríkharđsdóttir (1184) 1 v. af 1

Hjörvar Steinn Grétarsson er liđsstjóri Rimskólakrakkanna. 


NM öldunga hafiđ

Svandís leikur e4 fyrir FriđrikNorđurlandamót öldunga er hafiđ.  Teflt er félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 og fer vel um keppendur í glćsilegum salakynnum.   Metţátttaka er á mótinu en 52 skákmenn og taka ţátt og ţar á međal 3 stórmeistarar, Friđrik Ólafsson og FJón Víglundssoninnarnir Rantanen og Westerinen.   Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráđherra, setti mótiđ, og bauđ hina erlendu gesti velkomna á dönsku.  Svandís lék svo fyrsta leikinn fyrir Friđrik Ólafsson gegn hinum norska Helga Rangöy. 

Hćgt er ađ fylgjast međ 6 skákum beint í hverri umferđ.

 


Svidler og Ponomariov komnir áfram

PonomariovPeter Svidler og Ruslan Ponomariov eru komnir áfram í undanúrslit Heimsbikarmótsins (World Cup) eftir sigra í dag.  Svidler lagđi Polgar og Ponomariov hafđi sigur á Gashimov.   Einvígi Ivanchuk-Radjabov og Grischuk-Navara verđa útkljáđ á morgun međ styttri tíma. 

Sá sem ţetta ritar minnist ţess ekki ađ hafa séđ jafnvel haldiđ utan um útsendingar áđur.  Fimmta umferđ hefst kl. 9 í fyrramáliđ.


NM barnaskólasveita: Rimaskóli međ jafntefli viđ Dani

Skáksveit Rimaskóla gerđi 2-2 jafntefli viđ dönsku sveitina í 2. umferđ NM barnaskólasveita sem nú er í gangi. Nansý Davíđsdóttir vann sína skák, Kristófer Jóel Jóhannesson og Jóhann Arnar Finnsson gerđu jafntefli en Oliver Aron Jóhannesson tapađi....

NM öldunga hefst í dag - Friđrik Ólafsson tekur ţátt

Norđurlandamót öldunga í skák fer fram í fyrsta skipti hérlendis núna í september. Mótiđ hefst laugardaginn 10. september og lýkur ţann 18. september. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Mótiđ er í senn ţađ langsterkasta og...

NM barnaskólasveita: Rimaskóli vann í fyrstu umferđ

Skáksveit Rimaskóla vann sćnsku sveitina,2,5-1,5, í fyrstu umferđ NM barnaskólasveita sem hófst í gćr í Hadsten í Jótlandi í Danmörku. Kristófer Jóel Jóhannesson vann á öđru borđi en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Önnur umferđ er nú í gangi og tefla...

Hjörleifur og Áskell efstir á Startmótinu

Ţađ var góđmennt á hinu hefđbundna Startmóti Skákfélagsins í gćrkvöld. Mótiđ markar upphaf á nýju skákári í sumarlok hvert ár. Nú voru 11 kappar mćttir til leiks og sumir greinilega búnir ađ brýna kuta sína duglega fyrir veturinn. Hjörleifur...

Eiríkur sigrađi á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins í TR

Skákstjórinn hafđi sigur á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins. Ađ ţessu sinni var teflt í húsnćđi Skáksambands Íslands ţví veriđ var ađ stilla upp í húsakynnum TR fyrir Norđurlandamót öldunga sem hefst ţar á laugardaginn eins og fram hefur komiđ í fréttum....

Upplýsingar um námskeiđ Skákskóla Íslands

Námskeiđ í almennum flokkum á haustönn 2011 verđa sem hér segir: Byrjendaflokkur I: Laugardaga kl. 16.00-17.30 (10 vikur verđ 14.000) Byrjendaflokkur II: Mánudaga kl. 16.30 - 18.00 (10 vikur verđ 14.000) Framhaldsfl.: Ţriđjudaga kl. 15.30-17.00 og...

Polgar áfram eftir ótrúlegan sigur á Dominguez

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ spennan í Khanty Mansiesk hafi veriđ ótrúleg á Heimsbikarmótinu í skák í dag og margar magnţrungnar skákir voru tefldar. Polgar lagđi Dominguez í mjög spennandi einvígi. Ivanchuk komst nokkuđ örugglega áfram eftir sigur á Bu,...

Friđrik Ólafsson tekur ţátt í sterku og fjölmennu NM öldunga í skák sem hefst í Reykjavík á laugardag

Norđurlandamót öldunga í skák fer fram í fyrsta skipti hérlendis núna í september. Mótiđ hefst laugardaginn 10. september og lýkur ţann 18. september. Teflt er í skákmiđstöđinni, Faxafeni 12. Mótiđ er í senn ţađ langsterkasta og fjölmennasta frá upphafi...

Startmót Skákfélags Akureyrar fer fram í kvöld

Ađ venju hefst nýtt starfsár Skákfélagsins á hinu mjög svo hefđbunda Startmóti. Ţađ verđur telft nk. fimmtudagskvöld 8. september og hefst kl. 20.00. Allir skákáhugamenn, lengra sem skemmra komnir, ungir sem gamlir, eru náttúrulega velkomnir. Tefldar...

Fimmtudagsmót TR hefjast í kvöld

Hin vinsćlu fimmtudagsmót T.R. hefjast á ný í kvöld kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12 og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir...

Hjörvar skákmeistari Hellis

Hjörvar Steinn Grétarsson (2437) sigrađi á Meistaramóti Hellis sem lauk í kvöld. Ţetta er annađ áriđ í röđ sem Hjörvar hampar titlinum, skákmeistari Hellis. Hjörvar gerđi jafntefli viđ Guđmund Kjartansson (2310) í lokaumferđinni í hörkuspennandi skák ţar...

Ingibjörg Edda efst á Meistaramóti SSON

Ingibjörg Edda Birgisdóttir er efst á Meistaramóti SSON ađ loknum 4 umferđum af 9. Óhćtt ađ fullyrđa ađ mikiđ hafi veriđ um óvćnt úrslit á Meistaramótinu í kvöld, Grantas sem er meistari félagsins tapađi í kvöld báđum skákum sínum, fyrst fyrir Magnúsi...

Navara, Radjabov og Svidler komnir áfram – Polgar, Heine og Grischuk jöfnuđu metin

Síđari skák fjórđu umferđar (16 manna úrslita) Heimsbikarmótsins (World Cup) bauđ upp á magnađa spennu. Ţeir var Judit Polgar og Dominguez í ađalhlutverkum en Polgar vann ótrúlegan sigur međ svörtu. Peter Heine Nielsen vann Gashimov og jafnađi einnig...

Startmót á Akureyri fimmtudagskvöld

Ađ venju hefst nýtt starfsár Skákfélagsins á hinu mjög svo hefđbunda Startmóti. Ţađ verđur telft nk. fimmtudagskvöld 8. september og hefst kl. 20.00. Allir skákáhugamenn, lengra sem skemmra komnir, ungir sem gamlir, eru náttúrulega velkomnir. Tefldar...

Hellismenn unnu öruggan sigur á Víkingaklúbbnum

Hrađskákmeistarar taflfélaga, Hellismenn, unnu öruggan sigur á Víkingaklúbbnum í síđari undanúrslita viđureign Hrađskákkeppni taflfélaga. Hellismenn hlutu 50 vinninga gegn 22 vinningum Víkinga. Vel var tekiđ á móti Hellismönnum á nýjum heimavelli...

Haukur fór međ himnaskautum

Alţjóđlegi meistarinn Haukur Angantýsson sigrađi á afmćlismóti Ingibjargar Eddu Birgisdóttur í Vin í gćr. Mótiđ var afar hressilegt enda vel skipađ og góđir gestir í heimsókn. Skákstjórinn hann Stefán Bergsson varđ annar og Hjálmar Sigurvaldason átti...

Áskrift ađ Tímaritinu Skák

Stjórn Skáksambands Íslands hefur til athugunar ţann möguleika ađ endurvekja Tímaritiđ Skák. Hugmyndin er ađ gefa út árstímarit í mars ţar sem fariđ vćri yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, Ólympíuskákmótiđ, Skákţing...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 29
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 8780682

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband